Pistlar

Á þessari síðu eru birtir fjölbreyttir pistlar undir nafni höfunda og eru alfarið á ábyrgð þeirra. Hægt er að nota leitarstiku til að nálgast einstaka pistla.

Leitin að tilgangi lífsins

Hvað er maðurinn? Strá sem hugsar, sagði Pascal. Guðs mynd, Guðs barn, segir Kristin trú. Líf af lífi jarðar sem Guð hefur blásið lífsanda í brjóst og lagt eilífðarvon í hjarta. Þetta er manngildið. “Ég á mig ekki hér í veröldinni. Jesús, ég eign þín er af miskunn þinni.” Segir Hallgrímur. Við erum annars eign.

Ég trúi

Jólin nálgast og ég hlakka til að fá pakka. Hlakka til að setjast niður við matarborðið með fjölskyldunni. Þannig eru jólin og ég nýt þeirra. Ég nýt þess að fá pakka af því að þeir eru frá fólki sem er mér kært og ég nýt þess að setjast niður við matarborðið því að við höfum meiri tíma fyrir samfélagið við matarborðið heldur en yfirleitt í amstri hversdagsins.

Börnin og góðu verkin

Á mínu heimili er til jóladagatal sem húsmóðir heimilisins saumaði út á Myndarlega Tímabilinu og hefur það hingað til verið hlaðið sælgæti. Fyrir þessi jólin fékk útsaumaða dagatalið nýtt hlutverk. Dagatalið er orðið að góðverkadagatali!

Ljós aðventu og ljósberi

Fyrir um tíu árum var ég atvinnulaus. Ég var að hlaupa úr einu í annað til þess að ég kæmist í prestsþjónustu. Dag nokkurn var ég beðinn um að heimsækja sjómann frá Indónesíu á spítala. Hann slasaðist alvarlega á skipi sínu og varð að dvelja hérlendis til að fá meðferð.

Hvað eru jólin?

Jólin eru að koma! Hrópaði stóra systir uppfull af jólaspenningi. Litli bróðir sem var rétt rúmlega tveggja ára rauk spenntur að eldhúsglugganum í borðkróknum. Hann ætlaði sko ekki að missa af komu jólanna. Hann klifraði upp á stól og opnaði gluggann og kíkti út á götu. Hann sá bíla keyra hjá og fólk á gangi en hvar voru jólin?

Myndin af Guði

Sennilega hafa allir þeir sem leiða hugann að trú einhverja mynd af Guði í huga sér. Þessi mynd á örugglega ýmsa sameiginlega drætti hjá mörgum. Aðrir drættir eru kannski aðeins til í huga hvers og eins og geta verið mjög persónulegir.

Hafið þakkir fyrir

Undir glitrandi fallegu jólatré eru ótal gjafir. Gjafir sem enn sem komið er hafa ekki fengið ákveðinn viðtakanda, bara ákveðinn aldursstimpil. Fjöldi fólks hefur keypt eina jólagjöf til viðbótar, af natni pakkað henni inn og sett þarna undir tréð.

Ljósberi í myrkri ofbeldis

Lúsía er líka táknmynd fyrir örlög margra kvenna sem eru undir ákvarðanir og vald annarra settar. Hún er þolandi heimilisofbeldis og mansals eins og kynsystur hennar um allan heim enn þann dag í dag. Ofbeldi gegn konum er stór og svartur blettur á menningu okkar og því er við hæfi að staldra við einmitt á svartasta tíma ársins ...

Dýrmætur vatnsdropi

Ég hafði oft séð svona brúsa áður á ferð okkar um landið og vissi að í þeim var vatn. Ég hafði líka rekist á fólk og börn gangandi með þessa þungu vatnsbrúsa nánast hvar sem litið var. Ég kallaði til strákanna og spurði hvað þeir hefði verið lengi að. Í allan dag, svöruðu þeir strax.

Hinn ómissandi möndlugrautur

Ég gleymi því seint þegar við hjónin héldum okkar fyrstu jól saman. Þessi jól mörkuðu þáttaskil hjá okkur og börnunum okkar. Þarna var hin nýja, samsetta fjölskylda saman komin! ,,Hin týpíska íslenska nútímafjölskylda”. Ég viðurkenni að í mér bjuggu blendnar tilfinningar.

Á aðventu

Þegar skuggar skammdegisins leggjast að, kveikjum við ljós aðventukertanna, sem vitna um komu ljóssins eilífa sem við okkur skín í Drottni Jesú Kristi. Í ljósi aðventunnar er fólgin birta bænarinnar: „Kom þú, kom vor Immanúel.“ Kom þú, Drottinn Guð minn með ljósið þitt og lýs upp huga minn allan og hjarta mitt.

Hlaupið upp til handa og fóta

Af hverju hleypur enginn upp til handa og fóta í fréttahasar daganna til að segja frá vatnsskorti í heiminum? Vatnsskortur er víða viðvarandi vandamál en enginn vill mynda það og miðla okkur heim í stofu. Ormapestir af óhreinu vatni eru jafn algengar í Afríku og kvef á norðurslóðum.

Verum til staðar fyrir barnið!

Það er þarft heilræði í annríki aðventu og jólaundirbúnings. Tímaleysið, ærustan og óðagotið sem því miður einkennir þennan árstíma, bitnar gjarna á þeim sem síst skyldi, börnunum. Við viljum þeim hið besta, og foreldrar flestir vilja síst spara við þau í gjöfum og góðgæti á jólum.

Nærvera er oft besta jólagjöfin

Nú er hátíð barnanna á næsta leiti, sjálf jólin. Fjórða heilræðið af tíu er nú birt, það er stutt en í felst mikill sannleikur; Verum til staðar fyrir börnin. Þetta heilræði rímar vel við þær áhyggjur sem ég lét í ljós þann 31. desember. Við verðum að muna að börnin okkar þurfa tíma og við þurfum að gefa þeim þann tíma.

Ofbeldi og kirkja – Hvernig getur okkar kirkja gert ?

Um þessar mundir eru liðin 5 ár síðan Alkirkjuráðið hleypti af stokkunum áratug sem helgaður er baráttunni gegn ofbeldi. Skilningur Alkirkjuráðsins á ofbeldi er að það sé samvaxið menningu og formgerðum samfélagsins, það sé margslungið og því mikilvægt að þróa margar mismunandi leiðir í baráttunni gegn því.

Stund milli stríða

Litli strákurinn minn hoppaði og skoppaði á eldhúsgólfinu í röndóttu sokkabuxunum sínum. Það augnablikið var hann ljón sem urraði ógnvænlega, sveiflaði virðulegri ímyndaðri rófu og var í veiðihug. Litla ljónið skreið og stökk allt í kringum mig, þar sem ég var að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn.

Aðventa sem kairos

Það er ekki langt að fljúga til Grænlands en samt er eins og það sé harla fjarri. Golfstraumurinn leikur ekki um það til að ylja því líkt og Íslandi heldur kaldari hafstraumar, og það er ekki í Evrópu en tilheyrir Vesturheimsálfu.

Eigin tækifæri og annarra

Tvær bækur á jólamarkaðinum hafa vakið vonarneista í brjósti mér. Von um að margir íbúar þessarar litlu eyju sem við búum á gefi öðrum og sjálfum sér þær í jólagjöf. Því þar með gefa þeir tækifæri!

Sérstaða og skyldur Þjóðkirkjunnar

Undanfarið hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum, hafðar eftir presti Fríkirkjunnar í Reykjavík um að Þjóðkirkjan fái frá ríkinu árlega hátt í fjóra milljarða króna en önnur trúfélög hafi bara sóknargjöld. Framsetning þessa máls í fjölmiðlum hefur valdið ákveðnum misskilningi.

Guð sem kemur og er alltaf hér

Ég held að það sé Immanúel sem þjónar okkur, stressuðu, þreyttu, sívinnandi fólkinu best. Það er í lagi að leggja mikið á sig um jólin ... ef mig langar til þess. Það er líka í lagi að vera dapur um jólin, ef ég vil ekki láta huggast. Ég get verið glaður á jólum, ef ég vil. Og ég get látið það vera að taka þátt í jólympíuleikunum í ár.

Aðventan - nær barninu

Aðventa: Búðarráp, ljósadýrð. Veisluborð. Streita. Eftirvænting. Þessi orð koma upp í hugann þegar aðventan er á næsta leiti. Og þó er maður minntur á hana löngu fyrr með ótímabærum jólaskreytingum í búðargluggum og auglýsingum. Ofan í kaupið sáu norskir jólasveinar ástæðu til að mótmæla þjófstarti aðventunnar. Og hvers vegna þá aðventa?

Helgihald heimilanna á aðventu

Aðventan er góður tími til að hefja aftur bænahald á heimilinu, eða til þess að auka við þær bænastundir sem fyrir eru. Hér fylgja því nokkrar ábendingar um það hvernig þessu helghaldi gæti verið háttað.

Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar

Vestfirðingar hafa með skrifum í Bæjarins Besta á Ísafirði komið af stað umræðu um kirkjusöng og hlutverk kirkjukóra. Þegar þetta er skrifað hafa birst fjórar greinar og viðbúið að fleiri séu á leiðinni. Höfundar þeirra hafa sett fram ólík sjónarmið um sönginn í kirkjunni, hlutverk kirkjukóra og þátttöku almennra kirkjugesta í söng messunnar.

Myndin af þér

Manneskjan hugsar eftir ýmsum leiðum. Sennilega er algengasta leiðin sú sem birtist í myndum. Hugsanir okkar um nánast allt eru í myndrænu formi. Við sjáum ýmislegt fyrir okkur og getum lýst því sem fyrir augu okkar ber.

Stefnumiðað árangursmat og kirkjan

Stefnumótunarvinna Þjóðkirkjunnar fór fram innan hennar fyrir tveim árum síðan. Nú þurfa söfnuðir og stofnanir kirkjunnar að fylgja henni eftir og móta eigin stefnu og setja mælieiningar.

Íþróttir og uppeldi

Er íþróttaiðkun að byggja upp manneskjur eða vinna til verðlauna? Hvers konar gildi og viðmiðanir gefa íþróttir börnum og ungu fólki? Eru íþróttir frekar skemmtun en ástundun heilbrigðrar hreyfingar? Hverjar eru dygðir íþróttaiðkunar og hverjir eru lestir?

Eigum við að trúa fjölmiðlunum?

Þegar lávarðar hringanna tókust á í Baugsmálum fyrir nokkru þótti mörgum fjölmiðlar verða handbendi afla í stjórnmálum og viðskiptum. Fræðimenn komu fram og sögðu að fjölmiðlar á Íslandi væru ekki jafn trúverðugir og áður. Það eru náttúrlega ekki góðar fréttir, því engum dylst að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu og slæmt ef þeim er illa treystandi.