Pistlar

Á þessari síðu eru birtir fjölbreyttir pistlar undir nafni höfunda og eru alfarið á ábyrgð þeirra. Hægt er að nota leitarstiku til að nálgast einstaka pistla.

Þorum að axla ábyrgð sem uppalendur

Er það ekki undarlegt, að mikilvægasta verkefnið í mannslífinu skuli falið okkur án tillits til hæfni eða kunnáttu? ,,Maður verður bara óléttur og svo verður maður að bjarga sér” sagði stúlkan. Þannig er það. Hvað skyldi það svo vera að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna. Hluti af ábyrgðinni er eins og allir vita að þrífa börnin og gefa þeim að borða. Og hvað svo umfram það?

Huggun

Í dag helgar kirkjan þennan gamla messudag allra heilagra öllum þeim sem látnir eru í Kristi, minnist lífs þeirra og starfa og færir Guði þakkargjörð fyrir þá.

Þegar dyrabjallan hringir ...

Þegar dyrabjallan hringir hjá þér á mánudaginn, farðu þá ekki tómhentur til dyra. Líklegt er að þetta séu fermingarbörn í sókninni að safna peningum til hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku.

Öll þessi smáatriði lífsins ...

Nýlagað kaffi í könnu og ein brauðsneið – kannski ostur. Næring að morgni dags. Er eitthvað slæmt við það? Nei, þvert á móti, það er frábært. Finna eigin hjartslátt, vera til! Heyra óm af tali eða tónlist? Sjá sól rísa eða virða fyrir sér stálgrá og harðleit ský og spyrja: Hvað er eiginlega í aðsigi?

Neyðin kallar í Pakistan

Nú er ljóst að jarðskjálftinn sem skók norðaustur Pakistan og Kasmír hérað á Indlandi hefur valdið miklu meiri skaða en fyrst var ætlað. Hjálparstarf á svæðinu er að verða eitt það erfiðasta sem hjálparstofnanir hafa staði frammi fyrir. Jarðskjálftasvæðið er mjög víðáttumikið og að hluta til erfitt yfirferðar.

Marteinn bróðir minn

Í dag er siðbótardagurinn. Það er minningardagur þess er Marteinn Lúther opinberaði athugasemdir sínar um það sem hann taldi villustigu hinnar heilögu kirkju. Ég hef stundum sagt að af Marteini Luther sé það helst að frétta að hann sé dauður. Slíkt gáleysishjal byggir á því að mér þykir oft vísað til hins meinta stofnanda evangelisk-lutherskrar kirkju af sama gáleysi. Að ég ekki segi vanþekkingu.

Kaþarsis - hreinsun

Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont! Börn eru boðberar elsku og friðar, já hins góða lífs. Þau kalla á, að óreiðunni sé haldið í burtu. Þau eru í sakleysi sínu brýning öllu heimilisfólkinu að hindra að slæmt áreiti ráðist inn á heimilið.

Í upphafi var vatnið

Laugardaginn 29. október verður haldin í Reykjavík ráðstefnan “Vatn fyrir alla”. Að henni standa ýmis samtök sem vilja taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi vatns í margskonar samhengi. Helstu áherslupunktarnir þennan dag lúta að mannréttindum og óskoruðum réttindum allra til aðgengis að hreinu og óspilltu vatni. Sá aðgangur á ætíð að stjórnast af almannahagsmunum en ekki fyrst og fremst gróðasjónarmiðum og lögmálum markaðarins.

Hrópum og hlustum

"Við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn..." var sungið hér fyrir mörgum árum. Það er svo stórkostlegt að hafa heyrt í gegnum árin hvernig kórinn hefur breytst. Innan kirkjunnar hefur kórinn breyst úr karlakór í kór, á Alþingi hefur húrrahrópið við setningu þingsins fengið annan og betri blæ ... Það hefur mikið áunnist....

Boðorð, tveir bræður og bítill

Ég minnst þess þegar ég var við nám í guðfræði hvað það kom mér og öðrum nemendum á óvart hve mikil áhersla er lögð á mannréttindi í Gamla testamentinu.

Trúaruppeldi í fjölmenningarsamfélagi

Í samtíma okkar er afstæðishyggja áberandi. Til þess er gjarnan vísað að á tímum fjölmenningar sé ekki hægt að halda einu fram umfram annað. Öllum skoðunum, öllum möguleikum, skuli gert jafnhátt undir höfði. Þetta viðhorf byggist á misskilningi. Enda þótt við sýnum umburðarlyndi og skilning öðrum trúarbrögðum og menningarheimum þá hljótum við að rækta og rækja trú og menningu okkar áfram.

Verndum bernskuna

Nú er að fara af stað átak undir heitinu “verndum bernskuna” þar sem lagt er upp með tíu heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er Þjóðkirkjan, forsætisráðuneytið, umboðsmaður barna, Velferðarsjóður barna og Heimili og skóli sem standa að þessu átaki með samvinnu og stuðningi heilmargra samtaka, stofnana og fyrirtækja.

Efling trúarbragðafræðslu í skólum

Sú var tíðin að Íslendingar voru allir ljósir á hörund og aðhylltust sömu lífsskoðun. Það er veröld sem var. Fjölbreytni og fjölhyggja eykst með hverju ári. Í auknum mæli flyst hingað fólk frá ólíkum menningarsvæðum með ólík trúarbrögð í farteskinu.

Siðfræði netsins I

Í framtíðinni munu æ fleiri fá aðgengi að Netinu. Netið býður upp á óteljandi möguleika og stórkostleg tækifæri til að ná til systkina okkar um víða veröld. Þó er ljóst eins og í öllu mannlegu samfélagi að um leið og hin góðu tækifæri eru mörg þá munu hinar dekkri hliðar mannlegs eðlis líka valsa um í heimi netsins. Ef fram vindur sem horfir þá mun ekki líða langur tími þar til öll breidd siðleysis hinnar mennsku tilveru finnast á netinu.

Vefsíðan sem skriftaumhverfi

Hvaða snertiflöt er að finna milli vefsins og vefsíðunnar annarsvegar og skriftastólsins hins vegar? Í kirkjulegri hefð lýtur skriftastóllinn ákveðnum lögmálum.

Netkirkjan i-Church

Netkirkjan i-Church er hugsuð sem kristið eða kristilegt samfélag á netinu. Rík áhersla er á samfélagið og á samskipti. Grunnhugmyndin á bak við i-Church er sú að nota netið til að skapa tengsl á milli fólks sem hefur áhuga á að tengjast kirkjunni og iðka sína trú.

Hvers vegna eru jól?

Fimm ára börnin sem spurð voru á síðum dagblaðs um daginn hvers vegna jólin væru haldin, gátu ekki svarað því. Þau vissu allt um jólasveina og jólagjafir, en virtust ekki vita af Jesúbarninu. Mér fannst það dapurlegt. Ég vona svo sannarlega að einhver verði til að benda þeim, og öðrum börnum á raunverulegt tilefni jólanna. Vegna þess að þar er að finna það sem er mikilvægast alls.

Jólahugvekja

Jólin eru eins og við vitum persónuleg upplifun og sérhver einstaklingur á sínar dýrmætu minningar um þau. Jólahald byggir á hefðum forfeðra okkar sem við námum við móðurkné og foreldrar okkar námu áður af foreldrum sínum. Fólki á mínum aldri er ekki síst minnisstætt að á jólum sáum við epli og appelsínur, en í annan tíma ekki. Þá var öllu hinu besta og fegursta tjaldað til og hátíðleikinn og tilstandið var eftir því.

Ja, fátæktin ...

Nú er vertíð hjá hjálparsamtökum. Fólk streymir til þeirra til að fá mat fyrir jólin. Þetta er ekkert nýtt en það virðist vera þannig að ýmsir trúa ekki að til sé fólk sem ekki getur lifað af engu eða svo gott sem. Engin nöfn eru nefnd en bent á valdhafa til sjávar og sveita!

Guðsmynd og mannskilningur

Ég finn mig sannarlega vanmáttugan við hlið virtustu sérfræðinga sem hér fjalla um málefni sem er í miðdepli nútíma vísindarannsókna. Ég er þakklátur fyrir tækifærið að hugleiða með ykkur þetta mál. Trúarleg viðhorf eru oft nefnd í þessu sambandi. Mér finnst mikilvægt að í frumvarpi til þingsályktunar sem nú liggur fyrir alþingi og er hvatinn að þessu málþingi er ætlast til að hið trúarlega viðhorf komi til álita í því nefndarstarfi sem ætlað er að undirbúa lagasetningu um stofnfrumurannsóknir. Það er afar brýnt. Vegna þess að hin trúarlegu rök skipta máli. Þeir sem Vilhjálmur kallaði hér áðan „íhaldssama svartsýnismenn" gagnvart stofnfrumurannsóknum, sækja gjarna rök sín til trúarlegra viðhorfa til helgi lífsins.

Sterkt og gott samfélag lútherskra kirkna um allan heim

Fyrsti stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins eftir 10 heimsþingið í Winnipeg síðasta sumar, var haldinn í byrjun haustsins í Genf. Alls eru 138 kirkjur í 77 löndum með samtals 65 milljónir meðlima í Lútherska heimssambandinu og sitja 48 kjörnir fulltrúar frá aðildarkirkjunum í stjórn sambandsins sem hittist árlega.

Hugleiðingar í Hvalsneskirkju

Til eru fegurri minnismerki og bautasteinar. En steinninn sem stendur við hlið altarisins í Hvalsneskirkju er áhrifameiri en flestir þeirra. Þessi steinn fannst hulinn moldu fyrir framan kirkjudyrnar fyrir mörgum árum. Á hann er meitlað hrjúfu letri nafn, Steinunn. Við vitum hver það er, og við vitum hver ritaði það í steininn. Hún var dóttir prestsins og trúarskáldsins, Hallgríms Péturssonar, og dó á fjórða aldursári, mikill harmdauði. Hún var augasteinninn hans og eftirlæti. Menn hafa haldið því fram að helstríð og andlát Steinunnar litlu hafi orðið Hallgrími kveikjan að stórvirki hans og kórónu, Passíusálmunum.

Börnin í Beslan

Engin orð ná að lýsa tilfinningum manns gagnvart fréttunum af hinum skelfilegu atburðum í Beslan. Að hugsa sér börn í gíslingu morðóðra og siðblindra hermdarverkamanna sem einskis svífast! Við erum harmi lostin yfir því og því hryllilega blóðbaði sem eftir fylgdi. Við hugsum í hluttekningu til barnanna og fjölskyldna þeirra og rússnesku þjóðarinnar sem verður fyrir þessari grimmúðlegu árás. Við erum orðvana, hljóð og harmþrungin. En líka reið. Okkur er fyrirmunað að skilja þá ólýsanlegu grimmd og mannvonsku að taka saklaus skólabörn í gíslingu. Svona á ekki að geta gerst! Allir siðaðir menn hljóta að fordæma slíkt og þvílíkt!

Vetrarkostur

Hvað tekur þú með þér inn í vetur lífsins? Hvað ætlar þú að taka með þér inn í haustið, veturinn, kuldann og myrkrið? Elskulegt sumar að baki, með hitabreiskju dag eftir dag, skyrtuveður í margar vikur. Þegar sólin spratt fram yljaði hún langt inn fyrir skinn og fór hita um vöðva og sinar. Allt verður dimmt, ljósið fer, allt blautt, kalt og hitinn hverfur. Haustið sækir að og inn í okkur. Veturinn er í leyni og vill umlykja okkur. Hvað tekur þú með þér inn í þann veruleika?

Um djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli

Þjónusta djákna er tiltölulega nýtilkomin á Íslandi , en hún fyrirfinnst bæði á stofnunum og í söfnuðum. Kærleiksþjónusta er þessi starfsemi oft nefnd en hún greinist í líknar og kærleiksþjónustu. Djáknar eru sérstaklega kallaðir til þessarar þjónustu. Þeir skulu vera þjónar í heiminum og leitast við að miðla kærleika Guðs til annarra manna.

Guð og sumarið

Bíddu, hva!! Sumar, hér, núna? Nei getur það verið? Síðast þegar ég gáði var brjálað rok og rigning og eiginlega haust... og svo bara sól...og heitt, já heitt. Sem minnir mig á það. Málið er nefnilega það að ég hef bara einu sinni lent í því að vera heitt. Það var fyrir næstum tveimur árum síðan, í Búdapest og það þótti svo merkilegt að ég var látin segja það skýrt og greinilega inn á svona Digital vídeó skot. En það er svo sem önnur saga og þrátt fyrir góða veðrið síðustu tvo daga hefur mér alls ekki verið heitt.

Göngum að borði Drottins

Fyrstu viku júlímánaðar sótti ég námsstefnu við Institut Oecuménique í Strassborg í Frakklandi. Námstefnur sem þessar eru haldnar árlega og var þessi hin 38. í röðinni. Efnið var Eucharistic hospitality, gestrisni, ef svo má segja , um það hvort altarisborðið væri sameiginlegt og hvort skilningur kirkjudeilda á altarisakramentinu gerði meðlimum þeirra kleift að meðtaka sakramenti kvöldmáltíðar í kirkjum hver annarra, úr hendi presta hverrar annarrar.