Pistlar

Á þessari síðu eru birtir fjölbreyttir pistlar undir nafni höfunda og eru alfarið á ábyrgð þeirra. Hægt er að nota leitarstiku til að nálgast einstaka pistla.

Að ganga með Guði

Um 34 manna hópur pílagríma safnaðist saman við Þingvallakirkju kl. 10 laugardagsmorguninn 17. júlí s.l. til að hefja pílagrímsgöngu til Skálholts á tveimur dögum. Fyrri daginn var ferðinni heitið að Vígðu laug á Laugarvatni en á Skálholtshátíð seinni daginn.

Heilræði um bænina

Bænin er til margra hluta nytsamleg. Hún er t.d. nauðsynleg til að komast nær Guði, reyna kærleika hans til okkar og vita hvernig við eigum að fóta okkur betur í heiminum. Það er mikil ögun fólgin í því að biðja daglega, finna sér tíma og jafnvel skapa sér aðstæður til þess.

Málmur, fólk og Andinn

Listakonan Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert marga stórkostlega skúlptúra. Einn er í Kópavogskirkju, tveir í miðbænum, einn við Sandgerði, annar við Bjarnastaðavör, en sá besti er við Kristskirkju.

Biblían og sérstaða kristindómsins

Nýverið birtist greinin „Fyrirspurn til annálaritaranna“ á vef Vantrúar sem sagður er helgaður baráttunni gegn svokölluðum „hindurvitnum“. Höfundurinn Snæbjörn Guðmundsson segir á sínum eigin vef, sem ber heitið Eitthvað annað, að þótt „greinin sé ekkert meistaraverk“ efist hann „stórlega um að fá nokkur vitræn svör við henni“.

Í sumri náðarinnar

Gakk um greiðar brautir bæja og borga, þú sumarbjarti heilagi andi.

Amen og bænirnar hennar mömmu

Mamma kenndi mér amen. Hún kenndi mér líka að biðja Faðir vor og bænavers kvölds og morgna. Svo kenndi hún mér að leggja fram lífsefnin, stór og smá, fram fyrir hinn vel hlustandi Guð á himnum.

Fagnaðarerindi Da Vinci lykilsins

Da Vinci lykillinn heitir bók sem mörgum áskotnaðist um jólin og hlaut lof gagnrýnenda. Bókin er forvitnileg áhugafólki um kristna trú, guðspjöllin og sögu kirkjunnar, vegna þess sem þar er haldið fram um tilurð þessa. Höfundur hennar, Dan Brown, heldur því fram að sagan sé byggð á staðreyndum. Hún stillir okkur þar með upp frammi fyrir grundvallarspurningum um rætur vestrænnar menningar.

Páskatrú

Guðspjöllin eru fáorð um atburði hins fyrsta páskadags. Það er engu líkara en þeir leggi fingur á varir og segi svo hikandi og í hálfum hljóðum frá því sem er svo ótrúlegt að engin orð fá lýst.

Brauð og vín - líkami og blóð Jesú

Á þessum degi átti Jesús síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum og vinum. Þessi máltíð er síðan endurtekin í hverri kirkju í dag og í hvert sinn sem söfnuðurinn gengur til altaris og neytir heilagrar kvöldmáltíðar. Um þessar mundir eru margir sem ganga til altaris í fyrsta skipti því á mörgum stöðum er sú hefð í heiðri höfð að uppfræðsla fermingarundirbúngsins sé nauðsynleg forsenda þess að þiggja sakramenti heilagrar kvöldmáltíðar.

Hvers vegna fasta?

Það er sjaldgæft að Íslendingar fasti í trúarlegum tilgangi. Allmargir munu þó fasta á kolvetni eftir að Ásmundarkúrinn sló í gegn en það gera menn til að grenna sig. Ungar stúlkur sem búa sig undir fegurðarsamkeppnir þessa dagana freistast líka stundum til að fasta í von um enn meiri spóaleggi og spannarlöng mitti. Það er heldur ekki í trúarlegum tilgangi í hefðbundum skilningi þó að verið sé að dýrka fegurðargyðjuna.

María og Kristur í Borgarleikhúsinu

Á Litla sviði Borgarleikhússins var frumsýnt 6. mars s.l. leikrit eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Þrjár Maríur. Þar eru leiddar saman á sviði ekki þrjár heldur í raun fjórar Maríur.

Við föstum til að mæta Guði ...

Fastan er þannig ekki markmið í sjálfri sér heldur undirbýr hún okkur fyrir atburði föstudagsins langa og páskadags þannig að getum betur upplifað þann leyndardóm endurlausnarinnar sem er fólgin í krossdauða Krists og upprisu hans.

Að ógilda skírnarsáttmálann

Í kjölfar prýðilegrar heimildarmyndar hefur orðið nokkur umræða um baráttu Helga Hóseassonar fyrir því að fá ógildingu skírnar sinnar viðurkennda. Verður af því tilefni fjallað svolítið nánar um málefnið.

Hið heilaga

Í lífi flestra er eitthvað sem kalla má eða kallað er heilagt. Það hefur verið tekið frá og enginn óviðkomandi má snerta það eða spilla því. Hið heilaga er þannig oft nefnt á nafn án þess að alltaf sé augljóst hvað býr að baki, eða hvort um er að ræða sameiginlegan skilning. Við heyrum og lesum jákvæðar og neikvæðar setningar á borð við: ,,Það er mér heilög stund“, eða: ,, Er þeim ekkert heilagt?“.

Heimastjórn og fríkirkja

Fríkirkjupresturinn séra Hjörtur Magni Jóhannsson hefur farið mikinn í fjölmiðlum rétt fyrir það kirkjuþing sem nú stendur yfir og finnst honum staða safnaðar síns fáránleg í “skugga ríkiskirkjunnar” sem hann kallar svo og finnur allt til foráttu. Harðsnúna sveit ríkiskirkjunnar telur hann vinna markvisst gegn því að Fríkirkjan fái notið kirkjusögulegs arfs sem ríkið er nú í óða önn að greiða út. Ekki hefur það skilað sér til séra Hjartar að á Íslandi er engin ríkiskirkja lengur. Síðust leifar hennar voru afnumdar með þjóðkirkjulögunum 1997.

Gömlu gildin og vírusvarnir

Þó nokkuð margir hafa spurt mig á liðnum misserum hvort við Íslendingar séum að tapa áttum í siðferðisefnum. Vitnað er til spillingarmála sem upp hafa komið, valdahroka, taumlauss skemmtanalífs í miðborginni og víðar um helgar og virka daga, ókurteisi og virðingarleysi í einkalífi sem og opinberu. Hvað er orðið um hin gömlu gildi? spyr fólk.

Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju

Stundum hefur verið látið í það skína að umræða um aðskilnað rikis og kirkju færi mest fram utan veggja kirkjunnar og að aðrir hefðu þar tekið frumkvæði sem kirkjunnar menn svokallaðir þyrftu að endurheimta.

Ríki og kirkja í Evrópu

Í umræðunni um samband ríkis og kirkju er gjarnan höfðað til þess að nútímaþjóðfélag krefjist þess að skilið sé milli ríkis og trúarbragða, ríki skuli vera hlutlaus í trúarefnum. Gjarna er vísað til fjölhyggju og jafnræðis trúarbragða.

Fórnardýr

Byrjað er að veiða hrefnu á ný. Sigri hrósandi stóð skipstjórinn við lunninguna og hampaði hjarta hrefnunnar og fréttamenn voru í sömu sigurvímu eftir að hafa náð myndum af mikilvægum fréttaviðburði. Báðir höfðu hitt í mark, skotmaðurinn og ljósmyndarinn.

Safnaðarsöngur við útfarir

Fyrir nokkru var ég við útför þar sem dreift var sálmaskrá, líkt og jafnan er gert. Þar gat að líta nokkra sálma, en einnig hafði einsöngvari verið kallaður til. Hópur vaskra karla steig á stokk og hefðu þeir vandalítið geta leitt almennan safnarsöng.

Hvar var messað síðasta sunnudag?

Þessi spurning vaknaði með mér um miðjan júlí, um hásumarleyfistíma presta sem annarra Íslendinga. Geta Íslendingar og erlendir gestir á faraldsfæti sótt helgihald í kirkjum landsins, hvort heldur í þéttbýli eða til sveita, eða hinn stóri hópur sem dvelur í sumarbústöðum vítt og breytt um landið frá vori og fram á haust? Hvar er boðið upp á helgihald og hvernig er hægt að nálgast þær upplýsingar?

Frelsi buskans? Nei takk!

Nokkur umræða hefur orðið um helgidagalögjöf landsmanna í kjölfar þess að nokkrir kaupmenn ákváðu að brjóta lög og vekja þar með athygli á vissri mismunun sem á sér augljóslega stað í skjóli téðra laga.

Kristin fræði og trúarbragðafræði

Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi birti nýverið skýrslu sem varðar m.a. kristin fræði í grunnskólum landsins. Samkvæmt lögum ber að kenna kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði í skyldunámi hér á landi, en samt eru aðeins kristin fræði tilgreind í skýrslunni og hvatt til þess að öllum börnum sé tryggt tækifæri til að fræðast um mismunandi trúarbrögð.

Trúarbragðafræðsla

Fjölmiðlar vöktu í síðustu viku athygli á skýrslu Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem birt var í Strasbourg 8. júlí og fjallaði að þessu sinni um Ísland. Af þessari 20 blaðsíðna skýrslu hafa sex línur um trúarbragðafræðslu í skólakerfinu og undanþágur frá henni orðið tilefni stórra fyrirsagna.

Brauð og bikar lífsins

Íbygginn unglingsstrákur krítaði gamla götusteinana fyrir framan dómkirkjuna í Sansepolcro í austurhluta Toscana. Nærri voru pappakassar. Í einum voru um 15 lítrar af gulum krónublöðum einhverrar fífiltegundar, sem var íslenskum flórukarli framandi. Í öðrum voru blóm af smágerðri baldursbrá og í þeim þriðja blá blóm. Hvað var strákurinn að gera? Krónublaðaókjörin heilluðu, þvílíkt magn og vinnuvilji!

Lífslind

Vatni ausa - regn af himni. Þú, sem ert höfundur vatnsins, höfundur lífsins, - þú hefur mótað jarðarkringluna fagurlega og rennilega, dregið vatnshringinn á fingur hennar, vatnsklæðin um alla líkama hennar, íklætt hana í veisluklæði sem blakta í golunni, bylgjast um hvelfinguna - rísa og hníga.

Hann fer á undan

Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7).„Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7). Hann fer á undan.