Pistlar

Á þessari síðu eru birtir fjölbreyttir pistlar undir nafni höfunda og eru alfarið á ábyrgð þeirra. Hægt er að nota leitarstiku til að nálgast einstaka pistla.

Biðin og hugrekkið

Laugardagurinn eftir föstudaginn langa og fyrir páskadag hefur alltaf haft svolítið tómlegt yfirbragð í mínum huga. Á föstudag minntumst við þjáningar Krists og dauða, á sunnudag fögnum við upprisunni. En hvað með laugardaginn?

Við krossinn

Að kvöldi dags geri ég mér ferð í kirkjuna mína til að virða fyrir mér gömlu altaristöfluna sem sýnir krossfestingu Jesú. Sækja í hana hughrif og orð. Stundum er manni svo orða vant. Ég sé Jesú hanga kvalinn á krossinum. Veit hvað á undan er gengið. Get alls ekki gert mér í hugarlund hve þjáningarfullur dauðdagi hans hefur verið.

Hinn viðkvæmi veruleiki

Á námsárum mínum í guðfræði – fyrir rúmum áratug - var til þess ætlast að guðfræðinemar störfuðu sumarlangt á stofnun úti í þjóðfélaginu. Við Hildur vinkona mín völdumst inn á A2, geðdeild Borgarspítalans, sem svo hét þá. Frá unga aldri hef ég haft með höndum ein og önnur þjónustustörf, en ég þori að fullyrða að enginn starfsvettvangur hefur haft jafn rík áhrif á mig og störfin þarna á geðdeildinni.

Að tala við börn um stríð

Börn - hvort sem við köllum þau viðkvæm eða ekki - eru yfirleitt mjög næm á það hvernig foreldrum líður og taka nærri sér ósætti eða óhamingju foreldra. Stríðsfréttir mega ekki hafa algjöran forgang á vettvangi heimilisins og foreldrar eiga ekki að ekki rífast um stríðið fyrir framan börnin.

Smjörið upp

Nú vorar loks i Osló. Síðasti snjórinn hvarf úr bakgarðinum okkar að morgni mánudagsins 14. apríl. Framan við húsið er meiri skuggi og þar situr enn hjarn. Tími þess mun koma. Þá líður það héðan og verður að engu.

Í þjónustu vonarinnar

Vorsólin hefur talað inn í hjartað síðustu daga. Tréin bruma og minna okkur á endurnýjun lífsins. Græn slikjan sem klæðir túnblettina gefur von um nýtt vor. Rétt eins og vorið er vonin lífsnæring í öllum sínum myndum. Vonin segir okkur frá nýju upphafi, fyrirgefningu, lífi sem öðlast tilgang á ný. Þetta hljómar notalega í eyrum í vopnaglamri fjölmiðlanna þar sem okkur er sagt frá tilgangslausum fórnum mannslífa.

Að gefa líf sitt fyrir frið

Kross Krists er okkur stöðug áminning ... Þessa dagana berast fregnir af því að margir trúbræður írösku hermannanna, sem nú berjast við innrásarlið undir stjórn Bandaríkjamanna og Breta, séu reiðubúnir að koma til Íraks, berjast við hlið heimamanna og leggja líf sitt í sölurnar sé þess þörf.

Hvað viltu gera eftir fermingu?

Hvað viltu gera eftir fermingu? Ha, hvað meinarðu? Jú, hvað er það í kirkjustarfinu, sem þú vilt taka þátt í, eftir fermingu? Viltu verða starfsmaður í barnastarfi? Ertu til í að vera í hjálparstarfshóp kirkjunnar?

Stefnumótun með Markúsi

Í þessum knappa texta kemur ansi margt fram um kirkjuna og erindi hennar í heiminum. Þetta er stefnumótunartexti. Jesús leggur lærisveinum sínum línurnar og segir þeim hvað þeir eiga að gera og hvað þeir eiga að segja. Og hvað þeir þurfi til ferðarinnar. Þeir þurfa skó á fætur og staf. Hvað ætli þeir eigi að gera við stafinn? Styðja sig á göngunni? Halla sér að honum þegar þeir finna fyrir þreytu og mótlæti? Verja sig gagnvart aðsteðjandi ógnum?

Aðför að heimsfriði

Undanfarið hefir verið gerður undirbúningur að stríði, sem er líklega aðför að heimsfriði. Það er öllum kunnugt. Nú á að ná Saddam. En enginn skýr vitnisburður eða sannanir liggja fyrir um tengsl þess þrjóts við þá óbótamenn er rústuðu sjálfsvitund bandaríkjamanna í árásunum 11. september. Nú er að sjá sem stund hefndarinnar sé upprunnin - og hefndina virðist mega sækja hvar sem er.

Kirkjudagar í Berlín

Fjórtán árum eftir fall Berlínarmúrsins er Berlín enn á ný staður sameiningar og sameinaðs átaks því að fyrsti ekumeníski kirkjudagurinn í sögu Þýskalands verður haldinn þar frá 28. maí til 1. júní 2003. Yfirskrift þessa kirkjudags sem meira en 100.000 manns munu sækja er ,,blessun skuluð þið vera".

Að rækta friðinn hið innra

Víða um heim kemur fólk saman í dag og á morgun til þess að mótmæla hernaðarstefnu Bandaríkjastjórnar og hvatvísi hennar gegn þjóðinni í Írak. Um leið er rík ástæða til að andmæla stefnu sömu stjórna í málefnum Palestínu og reyndar að setja spurningarmerki við utanríkisstefnu hins volduga ríkis í vestri í heild sinni sem vill fara síni fram án samráðs við ríki Sameinuðu þjóðanna.

Inntak prestsvígslunnar

Að vera prestur er að gera mönnunum ljósa nærveru Krists, að vera erindreki hans, að miðla með sýnilegum og heyranlegum hætti athöfn og orðum hans. Þetta er í senn ofurmannlegt hlutverk og ofur mannlegt verkefni. Miðað við hann sem hefur allt vald á himni og á jörðu hlýtur þetta að vera hverjum manni ofvaxið en í ljósi fagnaðarerindisins er þetta verkefni sérhvers skírðs manns.

Feðraorlof - frábær reynsla

Síðastliðið haust var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að nýta þau réttindi sem feðrum býðst og taka fæðingarorlof. Við hjónin eignuðumst dreng í apríl s.l. og ákváðum að okkur myndi henta vel að taka orlofið í haust. Þær 8 vikur sem um ræddi tók ég nánast í einni samfellu.

Aðventa og jól eru kristniboð

Það eru margir kristniboðar í jólaguðspjallinu. Englarnir sem vitjuðu hirðanna á jólanótt, það voru öflugir kristniboðar: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn....“

Immanúel

„Nafn hans mun vera Immanúel það þýðir: Guð með oss.“ Þessi orð eru nálega fremst í Nýja testamentinu (Matt 1.23). Með þeim má segja, að fyrsta nótan sé slegin í gleðiboðskap hinnar helgu bókar. Þau eru frumnótan, grunnstefið.

Að rekja sig saman

Íslendingar stunda þá íþrótt og þá einkum á útivelli - þegar þeir eru staddir á erlendri grundu - að leita að sameiginlegum kunningja eða samferðamanni. Sjálfur hef ég margsinnis orðið vitni slíku þegar landar koma saman af einhverju tilefni og samræður eru á frumstigi. Þá taka menn leita ýmissa upplýsinga um viðmælandann, oftar en ekki í þeim tilgangi að kanna hvort þar kunni ekki leynast einhver sem spyrjandinn sjálfur þekkir.

Mynd Guðs og markaðsöflin

Stúlkurnar hraða sér áfram í vindnæðingi fallegra birtuskilanna . Aðventutíminn nálgast í lífi þar sem árin silast áfram þó lifað sé á ógnarhraða. Í lífi stúlknanna, sem er að mótast ráða þær eða mamma og pabbi eða kannski vinir ? Nei, ætli það, trúlega heita þau markaðsöfl öflin sem flestu ráða. Markaðsöfl sem selja og einhver kaupir.

Kyrrðarstundir

Sumardagur árið 1974 í svissnesku Ölpunum austan Lausanne. Amerískur hippaprestur laðaði til sín ungt fólk af meginlandi Evrópu og frá Ameríku. Þegar hann kom til að ræða við hópinn kom í ljós að dagurinn var árlegur bænadagur. Spámaðurinn sagði því lítið. Allir voru sendir í skóg eða hlíð, sem var alveg eins og í Heiðubókinni og teiknimyndunum.

Er kristniboðið fjarlægt?

Kristniboð hefur verið á dagskrá þjóðkirkjunnar ár hvert frá 1936. Einu sinni á ári a.m.k. Svo er enn í ár. Meginástæðan er að góður maður stóð uppi á fjalli með hópinn sinn kringum sig fyrir tæpum 2000 árum og sagði: Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum. Reyndar stóð ekkert um að það væri bara einu sinni á ári. En einu sinni á ári er góð byrjun.

Á siðbótardegi

Á þessum degi, 31. október 1517 gerðist sá atburður í Wittenberg í Þýskalandi, að munkur, sem var háskólakennari þar í borg, negldi all voldugt skjal með 95 greinum, eða tesum, eins og þær voru kallaðar, á kirkjudyr hallarkirkjunnar þar í borg.

Hátíð í gleði og sorg

Veislur og hátíðir eru haldnar í öllum mannlegum samfélögum af tvenns konar tilefni. Annars vegar er miðað við gang náttúrunnar og fögnuðir haldnir þegar ein árstíð leysir aðra af hólmi. Hins vegar eru hátíðir þegar líf einstaklingsins tekur breytingum. Breytingar í lífi okkar vekja stundum gleði og stundum sorg. Þeim tilfinningum finnum við farveg í hátíðunum.

Kirkja og skóli í upphafi nýrrar aldar

Um aldir runnu kirkja og skóli í einum farvegi. Áhersla siðbótarmanna á alþýðumenntun olli byltingu í menntamálum á sinni tíð. Sú áhersla skilaði sér hingað til Íslands í ríkum mæli og nægir að nefna Guðbrand Þorláksson og útgáfustörf hans sem dæmi.

Fjölbýli

Í fyrsta skipti á ævinni bý ég nú í fjölbýlishúsi. Fjölbýlið er stúdía út af fyrir sig. Tökum ruslamálin sem dæmi. Þar fer hver íbúi með sinn poka fram á gang og kemur fyrir í þartilgerðri þró. Einstaklega þægilegt. En það fylgir böggulli skammrifi; sá, að hver íbúð ber ábyrgð á ruslamálunum mánuð í senn, tvívegis ár hvert.

Prestsþjónusta - fyrir alla landsmenn

Prestar íslensku þjóðkirkjunnar mynda þéttriðið þjónustunet um allt land, og hefur svo verið um aldir. Þeir eru enda fáir hér á landi sem hafa ekki kynnst þjónustu presta með einum eða öðrum hætti allt frá vöggu til grafar, á hátíðum sem sorgarstundum.

Fréttir og fordómar

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö 18. september s.l. fjallaði fréttamaðurinn Róbert Marshall um ákæru á hendur sóknarpresti vegna líkamsásar. Á eftir fylgir „fréttaskýring” sem byrjar á orðunum „Þeir praktísera ekki allir það sem þeir predika og þá kannski sérstaklega það að rétta hinn vangann“.

Syngjandi tjáning kærleikans

Kirkjur landsins bjóða margar upp á aldursskipt kirkjustarf, þar sem reynt er að höfða til hvers aldurshóps fyrir sig. Reynslan hefur verið góð og eru margar kirkjur að ná að fylgja krökkum frá leikskóla fram yfir fermingu með skipulagðri dagskrá. Sumar kirkjur hafa tekið höndum saman við skóla og leikskóla og vilja taka þátt í uppeldi komandi kynslóða.