Sigurður Pálsson

Höfundur -

Sigurður Pálsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Trúarbragðafræðsla

Í formála segir að þrálátar ranghugmyndir um trúarbrögð og menningarheildir, hafi leitt í ljós mikilvægi þess að stuðla að umburðarlyndi og jafnræði ásamt trú- og skoðanafrelsi. Þörfin fyrir betri skilning og þekkingu á trúarbrögðum og lífsviðhorfum verði æ ljósari og bent á að trúarbragðafræðsla sé nauðsynlegur þáttur í sérhverri gæðamenntun

Hundalógik

Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri.

Menningarlegt sjónarhorn á kúgun kvenna og barna

Þetta menningarlega sjónarhorn vakti með mér þá spurn hvort hér væri ekki um að ræða sammannlegan brest, ásókn í vald og hneigð til undirokunar þeirra sem lítils mega sín, hneigð sem býr til eða leitar að farvegi innan heimspekikerfa, trúarbragða og menningar.

Jól - skóli - kirkja

Kannski ratar þessi deila í dagblöð vegna þess að nú líður að jólum. Í aðdraganda jóla undanfarin ár hafa komið fram athugasemdir með vísan í uppeldisrétt foreldra að skólar skuli sinna jólaundirbúningi á sama hátt og gert hefur verið áratugum saman. Auk andúðar á jólaföndrinu hefur verið fundið að því að skólar haldi „litlu jólin“ með nemendum og að farið skuli með þá í kirkju.

Eingetinn eða...

Það er því ljóst að niðurstaða íslensku þýðingarnefndarinnar er hvorki röng þýðing, afneitun á meyjarfæðingunni né tilraun til blekkingar, heldur studd niðurstöðum færustu biblíu- og grískufræðinga.

Trúarbragðafræðsla

Fjölmiðlar vöktu í síðustu viku athygli á skýrslu Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem birt var í Strasbourg 8. júlí og fjallaði að þessu sinni um Ísland. Af þessari 20 blaðsíðna skýrslu hafa sex línur um trúarbragðafræðslu í skólakerfinu og undanþágur frá henni orðið tilefni stórra fyrirsagna.

Kirkja og skóli í upphafi nýrrar aldar

Um aldir runnu kirkja og skóli í einum farvegi. Áhersla siðbótarmanna á alþýðumenntun olli byltingu í menntamálum á sinni tíð. Sú áhersla skilaði sér hingað til Íslands í ríkum mæli og nægir að nefna Guðbrand Þorláksson og útgáfustörf hans sem dæmi.

Predikanir eftir höfund

Sáðmaður gekk út að sá

Það er ekkert náttúrulögmál að íslenskt þjóðfélag afkristnist. Það gerist því aðeins ef sáðmennirnir sitja heima og maula kornið sjálfra sín vegna. Vissulega eiga þeir að nærast af því, en í þeim tilgangi að öðlast kraft til að standa upp og fara út á akurinn

Í hvaða liði ertu?

Ég ætla ekki að hætta mér út á hálan ís umræðunnar um leiðtogakreppur. Og þó. Mig langar að þrengja umræðuna. Ég vil færa spurninguna af stóra sviðinu og inn á litla sviðið og spyrja: Er ég í leiðtogakreppu? Ert þú í leiðtogakreppu?

Í hvaða liði ertu?

Hverjir eru góðu kallarnir og hverjir eru vondu kallarnir,- nú eða konurnar, ef því er að skipta? Það er spurning dagsins. Þegar við sem eldri erum vorum að alast upp gáfu ævintýrin og Íslendingasögurnar okkur tækifæri til að lifa okkur inn í átökin milli góðs og ills og velja okkur stað að standa á.

Grjótkast eða vörðusmíði

Unnið hefur verið heiðarlega að því að fá allt upp á yfirborðið um hvernig á þeim málum var tekið á sínum tíma til að geta gert betur í framtíðinni, sbr. skýrslu sem lögð hefur verið fram. Í því er iðrun kirkjunnar fólgin, viljanum til að gera betur, auk þess sem iðrunin hefur verið orðuð og fórnarlömbin beðin fyrirgefningar.

Í upphafi var orðið. Hvaða orð?

Það er hátíð í kirkjunni í dag. Það er biblíudagur. Reyndar eru allir dagar í kirkjunni biblíudagar, eða ættu að vera það. Eiginlega ættu allir dagar kristins manns að vera biblíudagar. Í Biblíunni er geymdur grundvöllur trúarinnar og næring trúarlífsins.

Glíman við Guð

Hefur þú glímt við Guð? Hver var ástæða þeirrar glímu? Hvað olli henni? Gastu sagt trúuðum vinum þínum frá þessari glímu? Áræddirðu að ásaka Guð, reiðast Guði í angist þinni? Eða glímdirðu í einsemd og áræddir ekki að viðurkenna fyrir vinum að þú ættir í glímu við Guð, hefðir orðið fyrir vonbrigðum með Guð?

Ávöxtun arfsins

Það er Biblíudagur. Þitt orð er, Guð, vort erfðafé. Mig langar að við hugleiðum hvernig við ætlum að ávaxta þann arf í því harkalega umhverfi þar sem tekst á um huga og viðhorf fólks í upphafi nýrrrar aldar.

Áhrif Biblíunnar - Útbreiðsla kristinnar trúar

Þekkingarleysi er frjór jarðvegur fyrir fordóma, sem leitt geta til sundrungar. Um þetta eru flestir sammála. En hitt er sjaldnar nefnt að þekkingarskortur á eigin trú (yfir 90% þjóðarinnar er kristinn), getur einnig valdið fordómum gagnvart henni og orsakað að menn verði berskjaldaðir fyrir áróðri þeirra sem ýta vilja kristinni fræðslu út í horn.

Átökin um hið heilaga

En ef við teljum að þeir eigi að virða það frelsi sem okkur eru heilagt, gerir það þá ekki sjálfkrafa kröfu til okkar um að virða það sem þeim er heiilagt? Enginn misskilji mig svo að við eigum að fórna tjáningarfrelsinu að kröfu múslima, hverju sem þeir hóta. Fjarri því. En fylgir tjáningarfrelsinu engin ábyrgð?

Forvarnir gegn afsiðun

Almenningsálitið er ekki sjálfsprottið. Það er smíðað af almenningi. Ef þeir sem láta sér á sama standa um siðferðið eru háværastir, mótar það viðhorfin í þjóðfélaginu, einkum meðal ungs fólks sem enn hefur ekki þroskað með sér heilbrigða dómgreind. Ef þeir sem ekki láta sér á sama standa þegja og láta sér nægja að nöldra ofan í kaffibollana sína eru þeir áhrifalausir.

Hvað viljum við?

Þegar við erum ung og ódauðleg leiðum við ógjarnan hugann að ellinni. En hún kemur, sumum hagstæð, - öðrum þungbær. Aðbúnaður stórs hluta aldraðra sem dvelja þurfa á stofnunum lýsir þvílíkri mannfyrirlitningu að það er þyngra en tárum taki. Sama gildir um fjölda öryrkja.

Ég skil þig ekki Guð

Ég skil ekki Guð. Hversu oft höfum við ekki heyrt þessi orð. Ég skil ekki Guð, segir sá sem orðið hefur fyrir sárum missi og sér ekki út úr augunum fyrir tárum. Ég skil ekki Guð er oft sagt þegar tíðindi berast af válegum atburðum, hvort heldur er af manna völdum eða völdum náttúruhamfara.

Það gerðist ekki í Betlehem

Hvers vegna löðumst við að þessari sögu? Er það vegna þess að hún hjálpar okkur til að hafa samúð með þeim sem lítils eru megnugir en verða að lúta tillitslausu valdi. Ung kona fær ekki að fæða frumburð sinn heima heldur er hrakin í ferðalög til að valdsmaður geti innheimt skattinn sinn svo enginn komist undan?

Vísindi og vegatálmar

Það birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu á föstudag (9. des.) undir fyrirsögninni: Trú, raunvísindi og menntun. Hún er skrifuð af vísindasagnfræðingi og hefur á sér það yfirbragð að vera skrifuð af umhyggju fyrir kirkjunni. Ekki ætla ég að draga það í efa.

Farísear og skækjur

Tollheimtumenn og skækjur verða á undan yður inn í Guðs ríki. Hvers konar forgangaröðun er þetta eiginlega? Eiga tollheimtumenn og skækjur greiðari aðgang að Guðs ríki en fómar manneskjur sem ekki mega vamm sitt vita? Hvers konar skilaboð eru þetta?

Salt og ljós

Af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða. Mér er kannski hollast að hafa mig ofan úr prédikunarstólnum. Jakob postuli hefur fundið fyrir taumleysi tungunnar: Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa menn tamið, en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju ...

Ljós og líf

Það er svart skammdegið, og kalt. Mér líkar það ekki. Við bíðum þess að birti. Við fögnum við sólhvörf og bíðum vorsins með óþreyju, birtunnar, lífsins. Þegar að því kom að frumkirkjunni þótti mikilvægt að halda hátíð, til að minnast þess að Guð gerðist maður, þótti þeim einsýnt að gefa fornri sólhvarfahátíð Rómverja nýtt innihald. Fyrr var sólinni ósigrandi fagnað, nú skyldi honum fagnað sem er ljós heimsins, honum sem sigrar myrkrið, illskuna og dauðann.

Börnin og mengun hugarfarsins

Ég sat með dótturdóttur mína í fanginu og var að lesa fyrir hana bók sem nýlega hafði borist inn á heimilið. Bókin hét Húsið mitt og var kynnt sem liður í forvarnarstarfi. Forseti lýðveldisins ritar formála og fyrrverandi menntamálaráðherra ritar eftirmála, báðir hvetja foreldra til meðvitundar um uppeldi barna sinna og þau áhrif sem til heilla mega horfa.

Hvar get ég hlotið dóm?

Það verður víða lokað 2. janúar. Það þarf að gera árið upp. Hvað hefur áunnist? Eða hefur kannski ekkert áunnist? Og brátt tekur skattasýrslunum að snjóa inn um bréfalúgur landsmanna. Við komumst ekki hjá því að gera upp heimilisbókhaldið. Stóru fyrirtækin komast ekki upp með uppgjör einu sinni á ári. Á mörgum þeirra hvílir sú skylda að upplýsa eigendur eða væntanlega eigendur um hvernig málin stanada. Kvarði arðseminnar er tekinn fram reglulega og mat lagt á hvort fyrirtækið standist mál. Þessi krafa styrkir virðingu og sjálfsvirðingu þeirra sem undir hana eru seldir.

Hverjir eru heilagir?

Það er allra heilagra messa. Hverjir eru heilagir? Við játum: Ég trúi á heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra. Er kirkjan heilög? Er hún samfélag heilagra? Er ekki yfirlæti fólgið í þeirri staðhæfingu. Jú, það er það, ef hugtakið heilagur er álitið sömu merkingar og hugtakið fullkominn. Í þeirri merkingu er kirkjan ekki heilög, hún er ekki samfélag fullkominna.

Guð og mammon

Þetta er undarleg veröld. Þetta eru undarlegir tímar. Kannski eru þeir undarlegastir fyrir það, að hvaðeina sem fréttnæmt er talið í veröldinni er óðara komið á skjáinn heima í stofu hjá okkur og við höfum ekki við að taka við og trúa, - og gildir þá einu hvort um er að ræða fréttir af innlendum vettvangi eða alþjóðavettvangi.