Árni Svanur Daníelsson

Höfundur -

Árni Svanur Daníelsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Trú, typpi og píkur

Kynfræðin kenna að kyn hefur raunveruleg áhrif á menninguna sem við sköpum og að tjáning kynverundar er heilbrigðismál og mikilvæg hverri manneskju. Það sama gildir um trú og lífsskoðanir. Af því að að trú og lífsskoðun er samofin einstaklingnum og sjálfsmynd hans er ekki gott að hann þurfi að bæla hana.

Biblían TL;DR

Guð: Ok, þið tvö, það er eitt sem þið megið ekki gera. Annars er þetta bara spurning um að skemmta sér vel. Adam og Eva: Allt í lagi. Satan: Má ég stinga upp á einu? Adam og Eva: Allt í lagi. Guð: Hvað gerðist!?!

Viðskiptavit í safnaðarheimilinu

„Þú færð eitt á hundrað krónur, en fimm fyrir tvö hundruð,“ sagði ungi maðurinn sem var kominn í Laugarneskirkju til að selja myndasögublöð um Ofurmennið og Köngulóarmanninn. Blöðin eru á íslensku og vel með farin en hann var búinn að lesa þau og vildi gjarnan að einhver annar fengi að njóta.

Hvítasunnan og fjölmenningin

Fjölmenningarsamfélagið er eitt af stóru málunum í dag og okkur finnst hvítasunnufrásögnin, þar sem lögð er áhersla á að kristin trú máir út þröskulda, múra, tungumál og stétt, eiga mikið erindi. Hvítasunnan er í raun fjölmenningarhátíð kirkjunnar. Fagnaðarboðskapurinn er ætlaður öllum og það er okkar hlutverk að búa til rými þar sem allir eru velkomnir.

Stafróf páskanna

Páskarnir frá A til Ö fjalla meðal annars um fótaþvott á skírdegi, æðstu prestana, upprisuna og blund lærisveinanna.

Á alþjóðlegum degi einhverfu

Drottinn, lát frið þinn fylla mig þar til flæðir yfir, að þar sem fólk getur ekki talað sé ég málsvari þeirra, að þar sem einhverjum er hafnað rétti ég út hendur mínar og bjóði þau velkomin.

Fastað á stóru orðin

Á þessari föstu skulum við fasta á stóryrtar yfirlýsingar um annað fólk, hvort sem er í persónulegum samskiptum, á ræðustóli, í fjölmiðlum eða á netinu. Markmiðið með föstu er nefnilega að verða betri manneskja í betra samfélagi. Föstum á stóru orðin og sjáum hvort við njótum ekki öll góðs af.

Lögmál rómantíkurinnar

Rómantíkin er afstaða til lífsins. Hún á við alla daga, þótt samfélagið okkar hafi valið nokkra til að minna sérstaklega á hana. Það er lögmál rómantíkurinnar, sem er reyndar fagnaðarerindi.

Skoðun á hatri og kærleika

Jesús mætti hatri með kærleika. Í því fólst ekki samþykki á hatrinu. Hann gaf ekkert eftir í baráttunni gegn ofbeldi. Hann fór ekki fram með yfirgangi heldur friðsemd og ákveðni. Við eigum að taka hann til fyrirmyndar.

Fátækt og mannréttindi – opið bréf

Við höfum séð það hér á Íslandi, fyrir og eftir hrun, hvernig bilið milli ríkra og fátækra eykst. Hvernig völdum er beitt þannig að þau sem eiga lítið eignast minna og þau sem eiga mikið eignast meira. Þetta gengur ekki lengur. Átaks er þörf og það þarf að leiða til hugarfarsbreytingar.

Fastan, fittið og mittið

Föstutíminn og líkamsræktarátakið gera okkur hvorki fitt á líkama né sálu, en þau gera gagn. Átak felur í sér eitt skref, stundum fyrsta skrefið, en það er aldrei markmið í sjálfu sér að vera í átaki.

Játning kvennanna

Ég trúi á GUÐ, skapara heimsins og alls sem er, sem skapaði konur og karla í mynd sinni og líkingu, sem skapaði heiminn og fól báðum kynjum ráðsmennsku jarðarinnar.

Sorgarsæljón

Drottningin af Montreuil er mynd um falleg samskipti sem einkennast af umhyggju fyrir þeim sem er ókunnugur og framandi. Þetta er ein fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um Hrunið og hún ber góðan og mikilvægan umhyggjuboðskap inn í samfélagið okkar.

Biblían og bókstafurinn

Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það.

Einelti er súrt en virðing er sæt

Hér er á ferðinni lifandi kirkja sem tengist samfélaginu á jákvæðan og skapandi hátt. Áminning unglinganna um eineltisbölið beinir athygli okkar að því hvernig þessum málum er fyrirkomið í umhverfi okkar sjálfra.

Ó, ljúfa, erfiða sumar

Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða.

Fimmtíu sunnudagar páskanna

Páskar, uppstigningardagur og hvítasunnan mynda eina heild í kirkjuárinu. Á fimmtíu dögum íhugum við lífið eins og það birtist okkur í upprisu Jesú, uppstigningu hans og úthellingu heilags anda.

Hvernig líður þér?

Við ættum að gera okkur far um að spyrja reglulega um þetta því starfsfólk kirkjunnar er auðlegð hennar og ef kirkjan á að vaxa og dafna á komandi árum þarf að leggja rækt við starfsfólkið.

Framtíðarhátíð

Til að vegna vel á nýju ári þurfum við að draga lærdóm af því sem liðið er og byggja á því. Svo skulum við horfa fram á veg og ganga inn í framtíðina, eins og krakkarnir syngjandi í lokaatriði áramótaskaupsins.

Jólasálmar í samtíma

Yrkisefni Braga Valdimars eru sótt í smiðju jólafrummyndanna um hlýju og öryggi, ljós í myrkri, börn og fjölskyldur. Þau snerta tilfinningastrengi í brjóstum okkar og hitta í mark. Vissulega er form og framsetning með öðrum hætti en í hefðbundnum jólasálmum og táknmyndirnar eru meðhöndlaðar á ýmsan hátt.

Tvenn jólin

Í sænsku verðlaunakvikmyndinni Verkamannabústaðirnir – Svinalängorna, eftir Pernillu August, erum við minnt á hvernig ljósið og skuggarnir geta fylgst að. Myndin hefst á aðventu, á Lúsíudeginum, þegar dæturnar tvær koma ljósum prýddar í svefnherbergi foreldranna sem þykjast vera sofandi.

Samtal um trú og samfélag

Trúarspurningar samtímans snúast um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni.

4, 6 eða 7? Kynferðisofbeldi og boðorð

Í máli sínu lagði dr. Fortune ennfremur áherslu á að kynferðisofbeldi væri nefnt sínu rétta nafni. Þetta á sérstaklega við þegar ofbeldið á sér stað í samhengi kirkju og trúfélaga, vegna þess að þar stangast misbeitingin svo gróflega á við það traust og góðvild sem er forsenda kirkjustarfsins.

Eldfjall

Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snertir marga á Íslandi í dag.

Sumarbúðir og hryðjuverk

Hryðjuverkin í Noregi minna okkur enn á ný á varnarleysi manneskjunnar andspænis illsku sem brýst út í ofbeldi sem meiðir og deyðir. Atburðirnir í Osló og Útey eru sláandi í eyðileggingu sinni og tilgangsleysi. Þeir vekja engin svör, aðeins spurningar og sorg.

Lifi ljósið

Hárið er prédikun um manneskjuna, ranglæti og frelsi. Prédikun gegn reglum sem þjóna sjálfum sér, en ekki fólki, þjóna stríði en ekki friði, þjóna ranglæti en ekki réttlæti. Okkur er hollt að heyra slíka prédikun í þessu tónlistarhúsi.

Þjóð, kirkja og traust

Þjóðkirkjan er hreyfing karla og kvenna sem leyfa boðskap Jesú frá Nasaret að móta líf sitt til góðs fyrir heiminn. Hreyfing sem starfar um allt land.

Biskupinn skimaður

Fréttastofan þarf ekki að ýkja óánægjuna. Það gerir fréttina ranga í augum þeim sem skima hana. Það sýnir biskupinn og Fréttastofuna í neikvæðu ljósi. Það gæti leitt til þess að við treystum síður Fréttastofunni og biskupinum.

Takk ljósvíkingar!

Það er eiginlega eins og spádómur Hjálma og Mugison hafi ræst í þessari viku: Þegar náttúruhamfarir dynja á okkur finnum við að við göngum ekki ein, að landið okkar er fullt af ljósvíkingum sem eru það ekki bara í huga hendur líka með hendi.

Elskar þú mig?

Við þurfum öll ást, viðurkenningu, athygli, trúnað og tryggð. Við þurfum að heyra það frá þeim sem elska okkur. Í dag er dagur ástarjátninganna.

Fjötrar og frelsi á Fjórum mínútum

Söguhetjurnar Fjögurra mínútna, tónlistarkennarinn Traude og fanginn Jenny, eru báðar fjötraðar. Jenny situr bak við lás og slá, innilokuð vegna ofbeldisbrots. Traude hefur verið föst á sama stað í áratugi.

Tími þakka og pakka

Jólin eru sú hátíð „sem hjartanu er skyldust,“ orti Steinn Steinarr. Í kringum jólahátíðina eru iðulega dregin fram minningarbrot eldri kynslóða í ljóðum og frásögnum, sem varpa ljósi á hughrif og merkingu jólanna á liðnum tímum. En hvað einkennir jól samtímans?

Ljós koma

Uppbrot á hversdeginum felst ekki í yfirdrifinni neyslu heldur fremur að hlúa að því sem stendur hjartanu næst: kærleikanum til barnsins í okkur sjálfum og náunga okkar.

Smokkar og trúfesti eru forvarnir í þágu lífsins

Árlega smitast 2.7 milljónir manna af HIV veirunni. Meirihluti þeirra sem eru sýktir og deyja úr sjúkdómnum búa í Afríku sunnan Sahara. Kirkjur um allan heim eru að berjast við HIV/AIDS faraldurinn sem ógnar lífi og heilsu milljóna manna.

Að vænta vonar

Nýtt kirkjuár gengur í garð með aðventunni. Á fyrsta sunnudegi í aðventu er stóra þemað eftirvæntingin og vonin eftir því sem jólin færa okkur – fæðing Jesúbarnsins og friður með mannkyninu sem Guð elskar.

Búrkubann?

„Finnst þér að það eigi að banna búrkur á Íslandi?“ Svo spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra á dögunum. Spurningin minnir okkur á djúpstætt þrætuepli í mörgum löndum í kringum okkur, þar sem takast á ólík sjónarmið tengd mannréttindum, svo sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi og kvenfrelsi.

Trú, boð og bönn

Við treystum skólastjórnendum á hverjum stað til að skipuleggja samskipti og samstarf við kirkju, trúfélög og lífsskoðanafélög, við tónskóla, skáta og íþróttafélög. Stöndum vörð um frelsi í hverfi. Við þurfum trú og traust, ekki boð og bönn.

Hreinsunardeild réttlætisins

Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín?

Umhverfisvænn norskur löggubíll

Alvöru umhverfisníðs sem og andvaraleysi samfélagsins eru gerð góð skil í barnamyndinni um Palla löggubíl. Myndin er beinskeytt í gagnrýni sinni á yfirborðsmennsku græðgi og sýndarmennsku. Og hún er hvorki tilgerðarleg né leiðinleg þegar hún ber þennan boðskap á borð.

Bræður munu bregðast

Í dönsku kvikmyndinni Submarino, sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, kynnumst við sögu Nick Torp og litla bróður hans. Bræðurnir alast upp á brotnu heimili og sú reynsla markar líf beggja.

Markaleysi og meðvirkni á hvíta tjaldinu

Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í ár er bandaríska myndin Cyrus. Í henni er sögð saga John og Molly. John er einhleypur, skildi við Jamie fyrir sjö árum. Hann sækir samt enn stuðning til hennar. Molly er einstæð móðir sem býr með syni sínum Cyrus. Hann er tuttugu og eins árs gamall mömmustrákur.

Þjónustumiðstöð nærsamfélagsins

Kirkjan er þar sem fólkið kemur saman til að syngja og tala, prjóna og biðja, föndra, drekka kaffi, til alls þess sem sem söfnuðurinn skapar í sameiningu. Sóknarkirkjan er hluti af nærsamfélaginu og sóknarkirkjan nærir samfélagið. Með því að vera í þjóðkirkjunni styrkir þú þjónustumiðstöðina þína. Það skilar sér inn í nærsamfélagið þitt.

Takk fyrir

Í dag viljum við þakka fyrir fjölskyldu og vini, fólkið sem gefur okkur verkefni og áskoranir, fólkið sem nærir okkur með umhyggju, velvilja og kærleika.

Aldrei aftur

Þegar við vorum að skríða inn í unglingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmungum kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjónvarpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopnakapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum.

Daglegt brauð eru mannréttindi allra

Það er til nóg til af brauði til að fæða allan heiminn. Því hlýtur hungrið í heiminum að stafa af misskiptingu gæða. Sum hafa meira en nóg, önnur hafa alltof lítið. Slíkt er óásættanlegt.

Þjóð, kirkja og hjúskapur

Sértrúarsöfnuður lýtur öðrum lögmálum en þjóðkirkja og getur í nafni trúar og samviskufrelsis farið aðra leið en fólkið í landinu þegar kemur að umbótum á mannréttindum.

Að skilja ríki og kirkju

Aðgreining hins opinbera frá trúarsetningum er óumdeilanlegt fyrirkomulag um vestrænan heim og einkenni nútímans. Það þýðir hins vegar ekki að ríkisvaldið sé ósnortið af veruleika trúar og trúfélaga eða tengsl kirkju og ríkis séu ekki til staðar í einhverri mynd á hverjum tíma.

Fátækt og bænir

Nú er tími til að byggja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki við fátækt.

Vorar skuldir?

Kannski má ganga svo langt að segja að á Íslandi hafi ríkt auðræði í stað lýðræðis. Að lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafi ekki verið við stjórnvölinn.

Það sem gerir okkur reið

Skýrslan er birt. Nú rennur upp tími aðgerða. Það dugar ekki að setja plástur á sár þjóðar sem blæðir vegna ábyrgðarlausrar framgöngu og brotins trausts.

Vonlaust samfélag?

Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum.

Sáttin og snjórinn

Þegar byrjaði að snjóa í Reykjavík í síðustu viku, breytti borgin um svip. Hús og garðar fengu á sig dulúðlegan blæ, götur og ljósastaurar voru eins og klippt út úr Narníu. Umferðarniðurinn og borgarhávaðinn sem fylgir íbúunum frá morgni til kvölds kæfðist undir þykkri snjóbreiðunni.

„Ég stend með þér“

Þú ert í hópnum, ég stend með þér, ég tala vel um þig, ég geng með þér dálítinn spöl, ég deili með þér, ég heimsæki þig, ég bið fyrir þér. Þetta eru miskunnarverk samtímans. Þau kallast á við mannlegar þarfir eins og þær birtast hjá okkur Íslendingum í dag.

Náungasamfélagið

Kunningjasamfélagið er eitt af stóru vandamálunum sem Ísland glímir við í dag. Í kunningjasamfélagi ganga þau fyrir sem eru tengd okkur á einhvern hátt, á kostnað hagsmuna heildarinnar. Í kunningjasamfélagi skilgreinum við þau sem eru verð umhyggju okkar og góðra verka, eftir því hvernig þau tengjast okkur.

Barnið og Bjarnfreðarson

Þeir sem hafa fylgst með þeim félögum í sjónvarpsþáttunum um næturvaktina, dagvaktina og fangavaktina, vita hvaða mann Georg Bjarnfreðarson hefur að geyma. Hann er óþolandi í stjórnsemi sinni og besservisserahætti sínum, fullur yfirlætis og hroka því hann veit alltaf best – hann er jú með FIMM háskólapróf.

Fólk ársins

Fólk ársins er fólkið sem heldur áfram að koma börnum til manns, nærir náunga sinn, greiðir götu réttlætisins, býr öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og horfir í von til framtíðar.

Mannanna börn

Sjáum fyrir okkur vígvöll. Fjöldi hermanna berst við uppreisnarmenn. Þungum vopnum er beitt. Byssuskot fljúga. Sprengingar heyrast. Við skiptum um sjónarhorn og förum inn í stóra byggingu þar sem uppreisnarmenn halda til. Sjáum unga konu sem hniprar sig saman með nýfætt barn sitt sem fæddist inn í þessar ótrúlegu aðstæður.

Trúverðug kristni

Það er aðventa og allt í kringum okkur sjáum við merki um að eitthvað er í vændum. Ljós á húsum og trjám, jólalög í útvarpi, auglýsingar og tilboð um hluti til kaupa, tónleika og listviðburði til að njóta, eru tákn um það sem er í nánd.

Blessun og barnsfæðing í bíó

Svefnherbergi. Dagur. Ung kona er að gera upp gamalt barnarúm. Skrapar af því málningu af því. Svo stynur hún stundarhátt og áhorfandinn áttar sig á tvennu: Hún er barnshafandi og það er komið að fæðingu. Og svo er klippt og barnið fæðist.

Öflug þjónusta um land allt

Þjóðkirkjan heldur úti á þriðja hundrað starfsstöðvum og býður upp á fjölbreytt starf og góðan stuðning á krossgötum lífsins. Þjóðkirkjan vill mæta þörfum fólks í ólíkum aðstæðum lífsins út um allt land. Það er dýrmætt á tímum sem þessum að geta leitað til kirkjunnar.

Á kirkjan eftir að eipa?

Í dag er í Mogganum fjallað um nýja auglýsingu símafyrirtækis. Þekktur grínisti, Pétur Jóhann, er í "hlutverki Lykla-Péturs sem býður guðhræddum sálum símnotenda í himnaríki ... Vodafone." Og svo kemur "pönsjlænið" í lokin: "Kirkjan á eftir að eipa."

Kreppufrí

Kannski þurfum við ekki að hlusta og horfa á alla fréttatímana, lesa öll blöðin, fylgjast með á vísi.is og mbl.is á klukkutíma fresti eða oftar. Það gæti jafnvel verið gott að taka sér smá frí – daglega eða í það minnsta vikulega – og hugsa um eitthvað allt annað.

Helgin (undir eplatrénu)

Hvernig líta helgarnar okkar út? Eru þær líkar helgum ömmu og afa? Mömmu og pabba? Eða einhvern veginn allt öðruvísi? Hvernig er uppskriftin að hinni fullomnu helgi?

Asalaus?

Þennan dag þegar ég sá biðröðina hugsaði ég með mér: Nei, ég nenni þessu nú ekki. Röðin er alltof löng. Ég hef ekki tíma til að bíða svona lengi. En ég fór nú samt í röðina.

Sorgarfrí

Mætti ekki hugsa sér einhverra vikna eða mánaðar frí (ef frí skyldi kalla) við andlát náins fjölskyldumeðlims? Náðartíma til að jafna sig eftir áfallið og púsla veröldinni aftur saman?

Puntstrá

Ég var staddur í Skálholti á dögunum og sat undir kirkjuvegg ásamt yngri dótturinni. Hún er níu mánaða gömul og er enn að uppgötva heiminn. Stúlkan kom auga á nokkur grasstrá og hún vatt sér úr pabbafangi til að skoða þau nánar.

Kirkjuverðlaun og kvikmyndahátíðir

Í fyrsta pistli mínum um Gautaborgarhátíðina og kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar kynnti ég stuttlega verðlaunin og hátíðina. Í framhaldi af því langar mig til að beina kastljósinu að kirkjulegum kvikmyndaverðlaunum.

Kvikmyndirnar, kirkjan og bíóhátíðin í Gautaborg

Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar á kvikmyndahátíðarinni í Gautaborg í ár. Þeirra á meðal eru þrjár myndir eftir íslenska leikstjóra.

Netkirkjan i-Church

Netkirkjan i-Church er hugsuð sem kristið eða kristilegt samfélag á netinu. Rík áhersla er á samfélagið og á samskipti. Grunnhugmyndin á bak við i-Church er sú að nota netið til að skapa tengsl á milli fólks sem hefur áhuga á að tengjast kirkjunni og iðka sína trú.

Við föstum til að mæta Guði ...

Fastan er þannig ekki markmið í sjálfri sér heldur undirbýr hún okkur fyrir atburði föstudagsins langa og páskadags þannig að getum betur upplifað þann leyndardóm endurlausnarinnar sem er fólgin í krossdauða Krists og upprisu hans.

Predikanir eftir höfund

Eitthvað jákvætt og uppbyggilegt

Nýju lækhnapparnir eru verkfæri til að sýna samstöðu með skýrari hætti. Sýna samhygð. Skilaboðin eru þau sömu og áður: Ég stend með þér.

Forgangsraðað af ástúð

Þetta má orða með öðrum hætti: Við þurfum að minnka mengun, auka jafnræðið í heiminum og ekki bara fækka þeim sem búa við skort og hungur heldur útrýma slíku.

Eins og þú ert

Það sem einkennir samfélag sem lifir eftir þessu er að við kunnum að meta fólk. Viljum þroskast saman. Viljum hafa góð áhrif á umhverfið okkar. Viljum svara köllun Jesú um að vera salt jarðar og ljós heimsins.

Síðskeggjaður hipster vill fasta á ranglæti

Mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég sé sérfræðingur í málefnum flóttafólks. En ég veit til hvers við erum send. Hvaða viðhorf Jesús hafði og hvaða viðhorfi hann kallaði eftir hjá fylgjendum sínum.

Smellbeitan, útlendingarnir og Jesús

Til þess erum við kölluð. Smellbeita Jesú – það sem grípur – er því ósköp einföld yfirlýsing: Vertu almennileg manneskja, ekki bara við þau sem standa þér næst heldur við þau sem gera það ekki. Til dæmis útlendinga. Flóttafólk. Hælisleitendur.

Er það pólitískur rétttrúnaður að mæta fólki af virðingu?

Í vikunni las ég um ungan mann sem skrifaði lítið forrit og tengdi það við vafrann í tölvunni sinni. Forritið gerir aðeins eitt: Þegar textinn „political correctness“ kemur fyrir á vefsíðu breytir það honum í „treating people with respect“. „Pólitískur rétttrúnaður“ verður „að mæta fólki með virðingu.“

Barnatrú og mannþjónusta

Fræðunum minni fjallar Marteinn Lúther um grundvallaratriði kristinnar trúar og leggur meðal annars út af Faðirvorinu, postullegu trúarjátningunni og boðorðunum tíu. Þetta hefur stundum verið kallað kjarninn í íslenskri barnatrú.

Skósveinarnir, Grú og Jesús

Í dag verður frumsýnd kvikmynd hér á landi sem er eins konar forsaga myndanna tveggja um Aulann Grú. Hún heitir Skósveinarnir eftir söguhetjunum litlu sem hafa heillað áhorfendur um allan heim.

Það er ekki of seint

Forsvarsmaður umhverfisstofnunarinnar í Newsroom var ómyrkur í máli og hann var líka vonlaus. Frans páfi er ómyrkur í máli en hann á von. Hún byggir á skýrri sýn á vandamálin og kallar á samstöðu við lausn þeirra. Hún krefst kerfisbreytingar. Ég held við eigum að fylgja honum að máli í þessum efnum.

Það er dýrt að vera fátækur

Trúboðarnir brýna okkar. Ekki með því að segja: Eitt er best og miklu betra en annað heldur með því að spyrja út í gildismatið og spyrja um það hvernig og hvers vegna og setja fingurinn á það sem er kannski bara svolítið ranglátt og ætti að vekja okkur til umhugsunar. Það sama gera Svavar Knútur og T. V. Smith.

Roðdregna Biblíu? Nei, takk

Hvað gerum við þegar við lesum, íhugum og notum Biblíuna? Hvernig nálgumst við hana og hvernig berum við hana áfram? Það er kannski viðeigandi að taka líkingu af fiski af því að það er Sjómannadagur. Ef Biblían er fiskur og við erum fisksalinn, hvað gerum við?

Mýkingarefni handa hjörtum

Ég ætla að kenna þér boðorð sem getur breytt lífinu þínu. Boðorð sem er einfalt og stutt svo allir geta munað það og hefur umbreytandi áhrif í lífinu.

Burður og bæn í beinni

Sveitaferðir eru ómissandi hluti af vori leikskólabarna. Íslensku þjóðinni var boðið í eina slíka, nánar tiltekið var okkur boðið að fylgjast með sauðburði að Syðri-Hofdölum í Skagafirði í heilan sólarhring. Þessi sveitaferð átti meira að segja sitt eigið hashtagg.

Ég og Kim Kardashian

Ég vann internetið í síðustu viku. Ég virkur á samfélagsmiðlinum twitter og fæ tilkynningar þegar einhverjum líkar við það sem ég skrifa, þegar einhver ber það áfram með því að rítvíta og svo auðvitað þegar einhver bætist við í hóp þeirra sem fylgjast með mér á twitter.

Ömurlegt kvöld, opið hjarta

Ég held að þetta hafi verið ömurlegt kvöld. Svona eftir á að hyggja. Fyrsta skírdagskvöldið. Það fór kannski ágætlega af stað, en endaði illa. Hræðilega.

Úlfurinn Jesús

Í nýútkominni bók sem heitir „Vertu úlfur“ og fjallar um reynslu höfundarins Héðins Unnsteinssonar af lífi með geðhvörf, miklum upphæðum og samsvarandi lægðum, eru birt fjórtán hollráð um hið góða líf. Héðinn kallar þau Lífsorðin fjórtán.

Snjallfasta

Það mætti útfæra þetta þannig að við notuðum tækin og tæknina til góðs og létum þau ekki koma í veg fyrir uppbyggileg samskipti. Við gætum fastað á það að vera fjarverandi þótt við séum nálæg í holdi. Fastað á neikvæðni á netinu. Fastað á komment sem brjóta niður, en skilið þess í stað eftir okkur spor, myndir, orð sem byggja upp.

Tannleysi og talentur

Biblían er fjölbreytt rit. Fjölbreytnin er svo mikil að hún jafngildir því að þú hefðir í einni bók Sonnettur Shakespeare, lagasafn frá upphafi tuttugustu aldar, innganginn að Gagnrýni hreinnar skynsemi eftir Immanúel Kant, bréf heilags Anselms og búta úr Kantaraborgarsögum eftir Chaucer. Allt í einni bók. Þó er ritunartími Biblíunnar lengri en ritunartími þessara bóka.

Aulinn, björninn, Jesús og þú

Þetta er falleg lýsing á samfélagi. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þótt þú sért á ókunnum stað. Þarna er gott fólk. Einhver mun sjá um þig.

Hér er kall, um köllun frá konum til kalla

Ung kona leggst til svefns eftir annasaman dag. Hún býr ein í íbúð í stórborginni. Henni finnst það gott. Hún er rétt að festa blund þetta kvöld þegar hún heyrir þrusk. Það er eins og eitthvað hafi verið að detta. Eitthvað þungt. Hún spennist upp. Hvað er í gangi? Skyndilega kviknar eldur og rödd heyrist úr eldinum miðjum: „Ég er Metatron, sendiboði hins heilaga Guðs.“

Tíu ráð til að verða barnslegri og nálgast þannig guðsríkið

Við gætum jafnvel endað með tíu barnaboðorð. Úr þeim mætti jafnvel búa til tíu ráð til að verða barnslegri og nálgast þannig guðsríkið. Kjarninn í þeim er kannski tvíþættur. Tvöfalda barnsboðorðið.

Óskir eftir áramót

Á þessu ári óska ég þér þess að þú knúsir alltof mikið, brosir alltof mikið og elskir þegar þú átt þess kost.

Jólin fyrir byrjendur (og lengra komna)

Ég ætla að tala um Jesús og um okkur og nota til þess fjóra stutta texta úr Biblíunni. Svo ætla ég að gefa ykkur einn lykil að jólunum. Lykil sem virkar svolítið eins og „Jólin fyrir byrjendur“ og eiginlega líka lengra komna. Hann útskýrir merkingu jólanna.

Átta þúsund bænir

Átta þúsund blöðrur svifu til himins. Meira en milljón manns var á staðnum og fylgdist með. Átta þúsund blöðrur sem stóðu á fimmtán kílómetra svæði. Átta þúsund blöðrur.

Fimm atriði sem sorg og kettir eiga sameiginleg

Sorgin er eins og köttur því hún er sjálfstæð. Við eigum hana ekki þótt hún sé hluti af okkur. Við stjórnum henni ekki og getum ekki kallað hana fram þótt við finnum hana stundum nálgast. Smátt og smátt lærum við samt að þekkja aðstæðurnar þegar sorgin hellist yfir okkur.

Kærleikur í búningsklefanum

Þetta voru stórir og vígalegir menn sem litu svona svolítið „mótorhjólatöffarahandrukkaralega“ út eins og hann orðaði það. Þeir voru að tala saman með talanda sem maður tengir við töffaraskap. Hann hugsaði ekkert meira um það.

Eins og stelpa

Hvers konar reglur skyldu svo gilda? Til dæmis: Allir eiga að fá að vera með boltann. Ekki blóta. Ekki hrinda neinum eða meiða hann. Allir eiga óska til hamingju þegar einhver skorar mark - líka þeir sem eru í hinu liðinu. Allir spila fallega og vera sanngjarnir. Í liðunum eru líka litlir og stórir krakkar, strákar og stelpur, ungir og eldri.

Fastan er 40 dagar en páskarnir eru 50

Hvernig segjum við gleðilega páska í fimmtíu daga? Með því að segja það upphátt? Aftur og aftur og aftur og aftur? Það er ein leið. Svo þurfum við líka að segja það með lífinu okkar. Viljið þið vita hvernig?

Fjögur ráð til að endurræsa hjartað og ná tökum á lífinu

Endurræsingarhugmyndin er góð. Og að hún virkar ekki bara fyrir tölvur eða líkama heldur líka hjartað. Hún virkar fyrir lífið allt. Kannski er hún líka byggð inn í kerfið sem við erum hluti af í kirkjunni.

Skröksögur

Hvað eru skröksögur og hvað eru ummyndunarsögur og hvernig eigum við eiginlega að skilja suma kaflana í Biblíunni? Hér segir af zombíum og Pútín og Ólympíuleikum og Pollapönki og svo vinunum Jesú, Jakob, Jóhannesi og Pétri sem fóru upp á fjall.

Ég og Jesús

Lífið og dauði mætast í kirkjunni. Við berum börn til skírnar og fögnum lífinu og við þökkum og kveðjum í útförinni. Það er mikið um að vera í kirkjunni okkar í hverri viku. Hver viðburður segir okkur hluta af sögunni um kirkjuna og hið kristna líf. En hvernig komumst við að því hvað það er að vera kristin manneskja?

Hjónaband er vanaband

Við undirbúum brúðveislu og athöfn af kostgæfni. Búum jafnvel til gátlista og fáum gott fólk til að aðstoða okkur. En hvernig undirbúa brúðhjónin sig sjálf? Og hér ég er ekki að tala um ferðirnar í ræktina eða á sólbaðsstofur, snyrtistofur eða til hárgreiðslumeistarans. Ég á við hið innra.

Ert þú Walter Mitty?

Ég ætla að tala um ástarsögur við ykkur í dag. Við hjónin skelltum okkur nefnilega í bíó og sáum hina myndina sem allir eru að tala um þessa dagana: söguna um Íslandsvininn Walter Mitty.

Það eru ekki alltaf jólin

Það eru ekki alltaf jólin, 
en þegar þau eru, 
þá er gaman, sagði Sigurður Guðmundsson á jólatónleikunum. Það er sannarlega gaman á jólunum en við heyrum líka alvarlegan undirtón.

Tíminn læknar engin sár

Hann valdi legstaðinn út frá sama viðmiði og þegar hann valdi stað fyrir heimilið: út frá útsýninu. Ég man að hann sagði eitthvað á þessa leið þegar við ræddum þetta: Ég er viss um að það er gott að vakna upp á upprisudeginum með svona útsýni.

A hate/love relationship?

Perhaps the answer is none of the above. Perhaps the answer is that the law that we should hate our enemies isn’t written in a book. It’s written on our hearts.

Játning, freisting og þjónusta Péturs

En til þess þurfum við að stíga ofan af klettinum sem sumir halda að kirkjan sé reist á - kletti freistingar Péturs – og mæta fólkinu. Þar sem það er, eins og það er, með opinn faðm og uppbrettar ermar og hendur sem eru tilbúnar í þjónustu við Guð.

Ég er vondur og það er gott

Ralf er ekki ánægður með sína stöðu í lífinu. Hann orðar það fyrst á fundi í félagsskapnum Nafnlausir Vondir karlar. Þar hittast þeir sem finna sig alltaf í hlutverki þess vonda.

Við erum öll Lady Gaga

Við erum öll Lady Gaga. Stöndum mitt á milli Júdasar og Jesú ef svo má að orði komast. Við skulum velja Jesús og við skulum velja umhyggjuna og þjónustuna. Við skulum líkjast Drottningunni af Montreuil.

Ekkert undarlegt ferðalag

Sumarið er tími ferðalaganna. Þúsundir finna ferðaföt og tjöld og svefnpoka. Pakka í töskur og kælibox – viðbúnar alls konar veðri því þannig er íslenskt sumar – og halda á vit ævintýranna.

Þiggjum og þjónum

Nú eru gleðidagar. Þess vegna gleðjumst við yfir vorinu og komandi sumri. Þess vegna væntum við réttlætis og sanngirni í samfélaginu og þess vegna erum við vissum að gott er í vændum í kirkjunni.

Skandall í brúðkaupi?

Þegar ég gúgglaði orðin „Vilhjálmur Kate hjónaband“ þá fékk ég 14400 niðurstöður á íslensku. Hliðstæð leit á ensku gaf 163 milljón niðurstöður. Það var semsagt og er líklega enn mikill áhugi á parinu unga. Enda er þetta efnilegt ungt fólk og myndarlegt og þau eiga framtíðina fyrir sér.

Fjölskylduboðin

Er eitthvað sérstakt við annan dag jóla, spyrja Baggalútarnir, í einu af lögunum sínum sem eru fyrir löngu orðin að föstum lið í jólalagasyrpunni sem við hlustum á í aðdraganda jólanna. Er einhver sem fæddist þann dag? Á dagurinn sér sögu? Á hann sér tilgang? Á hann einkennislag?

Dólgar og vonarberar

Orðin sem við notum mynda og móta samfélagið okkar. Þegar við notum meiðandi orð rífum við niður. Þegar við notum græðandi orð byggjum við upp.

Manneskjur hafa ekki síðasta söludag

Ég sótti kryddtegundirnar, fimm eða sex talsins og teninga í kjötsoð og setti á borðið. Kíkti svo – eiginlega alveg óvart – á síðasta söludag á baukunum. Timjan. Útrunnið. Svínakjötssoðteningur. Útrunninn. Í fyrra.

Smáspjall um skrímsli, menn og von

Vinsælasta lagið á Íslandi - á FM957 og Rás2 - er með hljómsveitinni Of Monsters and Men og heitir Little Talks. Þetta er gott lag með uppbyggilegan boðskap.

Sögur sem enda vel

Páskasögur eru ekki happíendingsögur. Þær enda vel. En í þeim mætum við líka ranglæti og reiði og sársauka. Lífinu og heiminum eins og hann er.

Sögur sem enda illa

Kæri söfnuður. Ég ætla að segja ykkur sögur í dag. En áður en við komum að þeim er ég með eina tilkynningu og eina viðvörun. Tilkynningin er þessi. Þessari prédikun lýkur ekki í dag. Við gerum hlé. Og við ljúkum henni eftir tvo sólarhringa að morgni páskadags.

Þegar leikskólakennararnir neituðu sér um kaffið

Umhyggjan og forsjá Guðs, sem Ísraelsþjóðin upplifir í þrengingum sínum, kallast á við sjálfbærnishugsun dagsins í dag. Hver og einn fékk að safna sér því magni af mat sem hann þurfti. Brauðið sem Guð gefur til matar er í samræmi við þarfir hvers og eins og sérhver safnaði því sem hann þurfti til matar.

Bartíumeus og blinda stúlkan

Ástarsagan um blindu stúlkuna er viðeigandi á föstunni vegna þess að fastan snýst um svona ást, ást sem lætur eigin þarfir og eigin hagsmuni víkja fyrir velferð annarra.

Íslendingar borða ekki pöddur

Brottkast afla er mikið vandamál og stóralvarlegt frá sjónarhóli sjálfbærni og náttúruelsku. Kvótakerfið sjálft hvetur til brottkastsins.

Girðingar eða opið hlið?

Sameiginlegt tungumál er ekki nægjanleg forsenda samtals. Við sáum dæmi um það núna á föstudaginn þegar Alþingi var sett. Þar hefði getað farið fram samtal um allt það mikilvæga sem Íslendingar standa frammi fyrir sem þjóð.

Í þágu þolenda

Samfélagið okkar er að opnast fyrir því að hlusta á raddir þeirra sem voru þaggaðar vegna virðingarleysis og ofbeldis. Samfélagið okkar er að læra að taka á móti sögum þolenda og segja: „Þetta er óþolandi. Við þorum að hlusta. Við verðum ekki heil nema að þolendum sé sýnd virðing.“

Fyrirmyndir

Fólk ársins er fólkið sem heldur áfram að koma börnum til manns, nærir náunga sinn, greiðir götu réttlætisins, býr öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og horfir í von til framtíðar.

Fiskisögur

Getur verið að í þínu lífi sé barn sem bíður eftir tíma, eftir eyra til að hlusta á sig, eftir ráðleggingum, eftir ást og umhyggju. Getur verið að þú getir verið ljós í lífi barns, og gefir því kjark og kærleika, svo það geti fótað sig í lífinu sem glöð og góð manneskja?

Fögrudyr og Fögrudyr

Verkfræðingar og prestar eiga eitt sameiginlegt. Báðar stéttir vinna við brúarsmíði. Byggingarverkfræðingurinn hannar brýr sem bera fólk og hjól og litla og stóra bíla og jafnvel lestir. Presturinn „hannar“ eða smíðar brýr sem eiga brúa bilið milli Biblíu og samtíma.

Gestrisin?

„Finnst ykkur ekki mikið mál að taka svona á móti gestum frá útlöndum?“ spurði gesturinn einlægur á öðrum degi Íslandsdvalarinnar. Þau hjónin voru komin með börnin sín tvö til dveljast á Íslandi í rúma viku.

Síðast, en ekki síst

Þú skalt ganga inn í sérhverjar aðstæður, mæta öllum öðrum þannig að aðrir gangi frá samfundum við þig örlítið beinni í baki, með lítið bros í hjartanu eða á vörunum.

Leiðsögumaðurinn

Hann skapaði öryggi. Við vorum viss um að ef eitthvað kæmi upp á myndi hann vita hvað ætti að gera, hvert ætti að fara og hvernig bæri að bera sig að. Við vorum ekki hrædd við að villast, meiðast, verða úti. Við vorum viss um að komast á áfangastað.

„Inn í gott land“

Morgunlestur þessa miðvikudags geymir jákvæða sýn á framtíðina. Vonarsýn. Þar segir: „Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land.“ En hvað er gott land?

Vinabandsdagur

Fimir fingur fléttuðu þræðina saman. Rautt, grænt, fjólublátt band varð að einum þræði. Ofið saman. Sterkara þannig en sitt í hverju lagi. Og svo kom hún, og bar upp erindið, við hann. Sagði svolítið hikandi: „Ég, hérna, fléttaði þetta handa þér. Þetta er svona ... vinaband ... viltu eiga það?“

Hræðslan og óttinn

Ég er hræddur. Það er að koma svínaflensa. Og hún gæti orðið mjög skæð og við vitum ekki hvernig þetta verður. Ég er hræddur. Það er víst kominn tími á Kötlugos. Og þegar það gerist þá verða hamfarnirnar miklar og það gæti orðið stórflóð og öskufallið gæti haft mikil áhrif.

Þrjár kirkjuferðir – og páskarnir

Kirkjuferðirnar minna okkur á fjölbreytileikann, að við eigum sem samfélag að vera opin gagnvart öðrum, taka á móti hinum ókunnugu og fjarlægu. Vera opin gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Þær minna okkur á boðunina, að við eigum sem samfélag – að miðla boðskapnum áfram og – þegar svo ber við – syngja á torgum úti svo að undir taki allt um kring.

Hver setti Jesú á krossinn?

„Pabbi, hver setti Jesú á krossinn?“ spurði barnið föður sinn. Fjölskyldan var stödd í sumarfríi erlendis og hafði þennan dag heimsótt klaustur. Þar var að finna mikið safn listaverka og ein myndanna sem varð á vegi þeirra var altaristafla frá miðöldum. Hún sýndi krossfestinguna.

Fyrirheitið

Ég las spurningu á Facebook frá rithöfundi sem var að fara í viðtal við erlendan fjölmiðil um hamingju á Íslandi. Hann bað um tillögur. Og margir lögðu honum til hugmyndir og bentu á mikilvæg gildi og góð augnablik.

Lærisveinajarðfræði

Pétur er klettur. Bjarg. Hann er leiðtogi lærisveinanna. Það eru miklar kröfur gerðar til hans. Það hlýtur að vera mikið í hann spunnið. Eða hvað? Hvers konar maður er kletturinn Pétur? Út frá hverju getum við kallað hann klett trúaðra? Klett meðal lærisveinanna? Klett lærisveinanna? Klett kirkjunnar?

Náungahyggja

Við getum kallað hana þjónustu umhyggjunnar. Við erum kölluð að bregðast við hungri og þorsta, til að veita húsaskjól og klæði, til að hjúkra og til að vitja. Til að sinna um grunnþarfir manneskjunnar.

Opin eyru og lausar tungur

Í síðustu viku fjallaði Morgunblaðið um könnun á því hvað við Íslendingar teljum vert fórnar og áhættu. Þar kom fram að þorri Íslendinga telur að málefni eins og mannréttindi, heimsfrið, baráttu við fátækt, gegn kynþáttafordómum, jafnrétti og umhverfismál verð fórnar og áhættu.

Mannskyldur

Mannréttindi standa vörð um ákveðinn grundvöll. Þau slá eins konar ramma kringum manneskjuna. Mannskyldur lúta ekki að réttindum heldur að skyldum okkar við alla hina. Við náungann. Við lífið.

Sést það?

Að vera kristinn, segir Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, er öðru fremur spurning um traust - en ekki að taka undir tilteknar kenningar. Traustið til Guðs kemur fyrst, kenningarnar fylgja á eftir. Þessi áhersla á traustið er sýnileg þegar við upphaf lífsins, þegar barn er borið til skírnar.

Hvern?

Fyrst var textinn lesinn af sjónarhóli sögunnar - bókstafsins: frá hverju greinir þessi texti úr Biblíunni? Um hvað fjallar hann? Hvað gerðist? Svo var kastljósinu beint að trúarsannindunum. Hvað kennir textinn okkur um trúna, um hin andlega veruleika?

Kyrrlæti

Og hugmynd kviknaði um reglulegan hvíldardag - Sabbatsdag. Ekki þó í hinni hefðbundnu gyðinglegu merkingu. Nei, þau ákváðu að taka sér tækni-hvíldardag. Einn dag í viku þegar slökkt var á öllu: Á farsímum og tölvum, á sjónvörpum og útvarpi, á sítengingunni sem er allt-um-vefjandi en getur um leið orðið algjörlega-þrúgandi.

Afsakanir

Ágætt dæmi um það hvernig vinnan getur orðið vandamál er að finna í nýlega kvikmynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Myndin heitir Keeping Mum og er hin ágætasta gamanmynd. Keeping Mum segir frá presti einum – Walter Goodfellow - og fjölskyldu hans í söfnuði Little Wallop á Englandi. Presturinn lifir fyrir vinnuna og fátt annað kemst að.

Svart

Michelle er bæði blind og heyrnarlaus, einu samskipti hennar við umheiminn eru í gegnum snertingu og lykt og bragð. Hún talar og heyrir með fingrunum. Þegar hún lærir stafrófið í fyrsta skipti þá er það ekki hið hefðbundna abc stafróf. Nei, hennar stafróf hefst á stöfunum SVART. Því heimurinn hennar er svartur.

Skriftaspegilsdagur

Miðvikudagur í kyrruviku er skriftaspegilsdagur. Það er gott að staldra við stutta stund við slíkan spegil áður en höldum áfram föstugöngunni að krossi Krists. Við stöldrum við og íhugum hvers konar lærisveinar við erum.

Leiðsögn um Svæðið

Kvikmyndin Stalker fjallar um ferðalag þriggja manna – Rithöfundar, Prófessors og Kennara sem er leiðsögumaður hinna tveggja. Ferðalagi þremenninganna hefur verið líkt við einskonar Emmaus göngu, en við getum líka séð í því hliðstæðu við föstugöngu hinna trúuðu.

Aslan er á ferðinni

Í morgunlestri dagsins færir Páll í orð upplifun sína af áhrifum Krists í eigin lífi. „Allt megna ég,“ segir Páll. Mig langar í dag að beina kastljósinu að slíkum upplifunum og áhrifum og vil í þeim tilgangi stíga með ykkur inn í ævintýraveröldina Narníu. Leiðsögumaður okkar heitir C. S. Lewis, það er vetur og talandi bjór tekur til máls.

Sorgarljósadagur

Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hver sé staða sorgarinnar í samfélaginu okkar? Er hún viðurkennd? Er gefinn nægur tími eða rými fyrir hana? Hvernig búum við að syrgjendum? Mín tilfinning hefur verið sú að við séum býsna dugleg fyrst um sinn, fyrstu dagana og jafnvel vikurnar eftir andlát er mikið hringt, huggað. En svo fækkar símtölunum, færri spyrja hvernig líðanin sé.

Með óþvegnum höndum

Matteusi guðspjallamanni er þessi dagur helgaður. Í dag er postulamessa hans. Morgunlesturinn stendur skrifaður í fimmtánda kafla guðspjalls Matteusar en guðspjallstexti dagsins er fenginn úr þeim níunda

Móðir, systir og bræður

Morgunlestur þessa miðvikudags fjallar um fjölskyldubönd. Þar segir: „Og hann leit á þá, er kringum hann sátu, og segir: Hér er móðir mín og bræður mínir! Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ Fjölskyldan og hefðbundin fjölskyldubönd eru útvíkkuð svo að þau ná ekki aðeins yfir þá sem tengjast blóðböndum, heldur ná þau yfir alla sem eiga ákveðið samband við Guð. Því sambandi er lýst með orðalaginu að gjöra vilja Guðs.

Ástin í raun

Í dag langar mig að tala við ykkur um vefnað. Kærleiksvefnað. Í lestrum þessa sunnudags – þess þrettánda eftir þrenningarhátíð – er nefnilega að finna rauðan þráð. Textarnir fjalla allir um kærleikann (eða ástina) með einum eða öðrum hætti. Það mætti segja að þeir fjölluðu um ástina í raun.

En þér?

Spurningar og játningar eru íhugunarefni okkar á Pétursmessu í ár. Morgunlestur þessa dags geymir þekkta spurningu og henni er svarað með enn þekktari játningu: "Hvern segið þér mig vera," spyr Jesús. "Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs," svarar Pétur.

Postillan opnuð á Kirkjudögum

Postillan var opnuð formlega á Kirkjudögum þann 25. júní. Það var Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki sem opnaði hana. Við opnunina voru tæplega 70 prédikanir í postillunni og þeim mun fjölga mikið á næstu dögum.

Ný kirkjupostilla

Verið velkomin í nýja kirkjupostillu. Njótið. Hér verða fyrst um sinn settar inn þær prédikanir sem hafa þegar birst á vef Þjóðkirkjunnar. Jafnframt verður nokkrum góðum prédikurum boðið að vera með og leggja nýtt efni inn í postilluna.

Þrjú hundruð kílómetrar og altarið

Gamall maður – Alvin Straight - ferðast á garðsláttuvél 300 kílómetra leið til að hitta Lyle bróður sinn. Hvers vegna? Af því að þeir eiga óuppgerðar sakir og hann finnur og veit að það þarf að klára málin áður en annar þeirra yfirgefur þennan heim. Hann þarf að sættast við bróður sinn.

Ólympíuleikar sköpunarinnar

Á Ólympíuleikum í Grikklandi til forna ríkti ekki sami ólympíuandi og oft er nefndur í kringum nútíma Ólympíuleika. Þar skipti með öðrum orðum ekki öllu máli að vera með heldur að sigra. Og það voru engin silfurverðlaun og engin bronsverðlaun. Verðlaunin voru aðeins ein og þau komu í hlut sigurvegarans.

Í kviði fisks

Í teiknimyndinni um Leitina að Nemo er að finna eftirminnilegt atriði. Fiskarnir Marlin og Dory eru á leið til Sidney í Ástralíu (að leita að Nemo syni Marlins) þegar þau eru gleypt af hval. Orðaskipti þeirra í hvalnum endurspegla vanda sem Marlin glímir við í eigin lífi. Dory - sem segist geta talað við hvali - spyr hvalinn hvað sé á seyði.

Brúarsmíði og almannagjár

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.

Fæða, ferðalag, snerting

Í morgunlestri dagsins (1Kon 19.1-8) eru þrjú stef sem við skulum íhuga saman. Þetta eru jafnframt þrjú meginstef þessarar viku sem hefst á fjórða sunnudegi í föstu. Þau eru: Fæðan sem gefur kraft, fjörtíu daga ferðalög og snerting Guðs og köllun.

Orðið sem hljómar

Í bókinn Þorðu að vera foreldri segir sálfræðingurinn Alf B. Svensson frá sænskri rannsókn á samskiptum foreldra og barna. Þar koma fram sláandi upplýsingar um tímann sem meðaljóninn og -gunnan gefa sér í samtal við börnin sín. Ef undanskildar eru stuttar skipanir, kvabb eða annað slíkt eins og: “Farðu núna í skóna þína …” eða “Borðaðu matinn þinn …” þá tala foreldrar barna í leikskólum og yngri bekkjum grunnskóla í Svíþjóð að meðaltali við börnin sín í þrjár og hálfa mínútu á dag. Þrjár og hálfa mínútu. Þetta er ekkert hrós heldur áfellisdómur samfélags yfir sér.

Tvö veisluborð

Morgunlestur þessa dags er fyrri hluti frásögunnar er syninum týnda í Lúkasarguðspjalli. Reyndar hefur þessi frásögn líka verið nefnd öðrum nöfnum: Góði faðirinn – tveir synir. Mig langar hér í dag að leggja til eitt nafn enn: Tvö veisluborð. Guðspjallamaðurinn leggur mikið á sig til að draga fram öfga í frásögunni og öfgarnir snúast öðrum þræði um þessi tvö veisluborð. Hið fyrra gætum við kallað veisluborðið handan Guðs, það síðara veisluborðið hjá Guði.

Hirðir sauðanna

Í morgunlestri þessa miðvikudags (Jóh 21.15-19) lesum við um það þegar Jesús felur Pétri afar mikilvægt verkefni. Þrisvar sinnum biður hann sömu bónar: Gæt þú lamba minna - ver hirðir sauða minna - gæt þú sauða minna!

„Minnst þú Jesú Krists ...“

Morgunlestur þessa miðvikudags í vikunni eftir páska hefst á orðunum: „Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum ...“ Þetta er kjarngóð áminning hjá Páli og vel viðeigandi í vikunni eftir páska. Þarna útlistar hann verkefni næstu vikna, daganna fram að hvítasunnu: Minnstu Jesú Krists, hans er risinn er upp frá dauðum. Hugleiddu hvað upprisan merkir: Fyrir heiminn, mannfólkið, fyrir þig.