Kristín Þórunn Tómasdóttir

Höfundur -

Kristín Þórunn Tómasdóttir

prestur

Pistlar eftir höfund

Þarftu á klósettið?

Ein af hverjum þremur konum í heiminum eru í hættu á áreiti, sjúkdómum, kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi af því að þær komast ekki örugglega á klósett. Áætlað er að 526 milljón kvenna þurfi að ganga örna sinna í almannarými. Aðstaða til hreinlætis og öruggar aðstæður sem virða einkastaðina eru líka lykilatriði í kynheilsu stúlkna og kvenna þegar tíðablæðingar hefjast og standa yfir.

Umgengni er aðgengi

Þjónustan er líka gagnkvæm eins og fermingarbarnahópur Laugarneskirkju fékk að reyna nú í október, þegar þau fengu heimsókn frá Hátúnsmanni sem fræddi þau um ýmislegt sem snýr að aðgengismálum fatlaðra.

Að sigra illt með góðu

Mér finnst sú staðreynd að Malala sprettur upp úr menningu sem lítur ekki til Jesú eða Nýja testamenntisins í trúarlegri mótun, gera þessa hliðstæðu ótrúlega sterka og sláandi. Er hún kannski að kenna okkur á vesturlöndum dýrmæta lexíu um mátt og fegurð friðarins og ógæfu ofbeldis og hernaðar?

Farvegur friðar

Yom kippur minnir á að friðurinn er frá Guði. Eid ul Adha minnir á að vera þakklát fyrir friðinn og gjafir Guðs. Frans frá Assisi minnir á að friðurinn á að ganga frá okkur og til náunga okkar. Þannig tökum við höndum saman við trúsystkin okkar og bræður og systur í Islam og gyðingdóm og verðum verkfæri friðar Guðs.

Dagur breytinga

Kristið fólk er kallað til að vera breytingafólk. Notum frelsið sem Guð hefur gefið okkur til að sjá hvar breytinga er þörf, í þágu lífs og mannvirðingar, og ganga fram í hugrekki, til verndar þeim sem minnst mega sín.

Eru stjúpfjölskyldur normal í kirkjunni?

Þegar börn búa við streitu vegna ósættis foreldra skiptir líka miklu máli að láta þau finna að aðstæður þeirra, þótt erfiðar séu, geri þau ekki öðruvísi en aðra krakka í hópnum. Þar sem sú staða kemur upp að fjölskyldur halda tvær aðskildar fermingarveislur, er mikilvægt að sú útfærsla sé nefnd þegar tal að undirbúningi veisluhalda er tekið upp.

Biblían er huggunarbrjóst

Í hvert sinn sem ég les í Biblíunni minni, hrífst ég af myndunum sem eru dregnar upp af manneskjunni í hendi Guðs. Biblían geymir ekki síst trúarjátningar þeirra sem eru snortin af guðlegri fegurð, gæsku og visku, eins og hún kemur til manneskjunnar í heiminum.

Þvílík forréttindi

Nú styttist í lok fermingarstarfsins sem hefur staðið yfir frá því í sumar eða haust. Í flestum kirkjum í þéttbýlinu hefjast fermingar í lok mars eða byrjun apríl og núna bíða hreinir og stroknir fermingarkyrtlarnir í löngum röðum.

Askan á enninu

Askan á enninu nær utan um sársaukann sem við berum innra með okkur, sorgina yfir því sem við höfum misst og angistina yfir því að lífið sem við elskum verður fyrr en seinna tekið frá okkur.

Sorgin með í för

Sorgin er lífsförunautur frá þeirri stund sem hún kemur inn í líf okkar. Hún vex og þroskast með okkur og rennur að endingu saman við minninguna um ástvin okkar, þar sem gleði, sársauki, söknuður og von fléttast saman og verða eitt.

Unglingar í nýju landi

Hvernig hugsa íslenskir unglingar, sem hafa flutt í burtu, um gamla landið sitt? Hvernig fer úrvinnslan sem fylgir grundvallarbreytingum í umhverfi og tengslum fram hjá börnum og unglingum? Hvaða mynd bera börn og unglingar sem hafa flutt til annarra landa, með sér af lífinu á Íslandi og hvernig gengur þeim að aðlagast lífinu í nýju landi?

Takk fyrir dýrin

Átt þú gæludýr? Hvers virði eru dýrin í lífi þínu? Ferfætlingarnir sem búa í skjóli mannfólksins gefa ómældan félagsskap og gleði. Fyrir þau sem eru ein í heimili getur gæludýrið verið sannur félagi og vinur sem tekur fagnandi á móti eiganda sínum.

Hnallþórukirkjan

Hnallþórukirkjan lifir góðu lífi á 21. öldinni. Það er kirkja sem nemur staðar í önnum daglegs lífs til að hlusta, gefa og þiggja, það er gestrisin kirkja sem þyrstir í von og bjartsýni til handa fólki sínu. Vonandi upplifir hún einmitt það í vísitasíu biskups.

Betlehem, Newtown, Reykjavík

Atburðurinn voðalegi þegar tuttugu börn og sex kennarar voru skotin til bana í Newtown í Connecticut er hluti af jólasögunni um Guð sem gerðist manneskja í litlu viðkvæmu barni. Hryllingurinn í Newtown átti sér ekki einvörðungu stað í aðdraganda jólahátíðarinnar heldur varpar hann ljósi á jólasöguna og merkingu hennar.

Aðventukrans minninganna

Ljósin á aðventukransinum lýsa okkur í biðinni eftir jólunum og minna á tímann sem líður og reynsluna sem mótar okkur. Stundum tökum við á móti jólunum í gleði og eftirvæntingu. Stundum væntum við þeirra í sorg og sársauka. Hvert kerti á kransinum getur skírskotað til minninganna sem við berum með okkur en vísar um leið til vonarinnar sem jólin eru fyrirheit um.

Boltann til þjóðarinnar

Nú stendur kirkjuþing yfir. Það fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Kirkjuþing getur breytt starfsreglum um biskupskjör. Við skorum á kirkjuþing að nota tækifærið sem nú blasir við og breyta starfsreglum á þann veg að fleiri velji næsta biskup.

Safnaðarheimilið er málið!

Kirkjan verður til þar sem fólkið kemur saman til að syngja og tala, prjóna og biðja, föndra, drekka kaffi, til alls þess sem sem söfnuðurinn skapar í sameiningu.

Lítum ekki undan

Guðrún Ebba er bandamaður í baráttunni fyrir málstað kirkjunnar um öryggi og réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis.

Við erum lúthersk - so what?

Hvar sem við söfnumst saman um orð Guðs, þar er kirkjan. Líf hinna kristnu fer alltaf fram í samfélagi, allt frá tímum Biblíunnar. Það er sérstaklega mikilvægt þegar lífstíll okkar og hraði samtímans hrekur fleiri og fleiri í einangrun og einmanaleika.

Að læra um lífið á lifandi hátt

Þetta var innihaldsrík og gefandi samvera með ungu fólki sem var staðráðið í að nota þetta tækifæri til að upplifa og læra um trúna, lífið og sig sjálft í öruggu og skemmtilegu umhverfi.

Út með fordómana!

Ummæli Páls Óskars hittu í mark og vöktu mikla athygli vegna þess að hann setur fingurinn á mein í samfélaginu okkar sem setur of mikið mark sitt á opinbera umræðu. Grímuklædd og grímulaus óvild og níð um einstaklinga og hópa fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með umræðunni.

Ég á mér draum um kirkju

Ég á mér draum um kirkju sem virkar. Kirkju sem bregst ekki heldur bregst við þeirri köllun sinni að láta reyna á málstað Jesú í samfélaginu okkar. Að láta reyna á vonina, umhyggjuna og trúna.

Hvíti stormsveipurinn

Ein af eftirminnilegum auglýsingum barnæskunnar var um Ajax hreinsilöginn. Til að undirstrika áhrifamátt sápunnar var áhorfendanum fyrst sýnd mynd af grútskítugu eldhúsi þar sem matarleifum og skítugum eldunaráhöldum hefur verið leyft að safnast upp í ógnvænlega stafla.

Svona biskup viljum við

Á málþingi um biskupsþjónustuna sem framtíðarhópur kirkjuþings hélt í Neskirkju fyrir stuttu, var meðal annars spurt hvernig biskup við þurfum, hvaða hæfileika hann eða hún þarf að búa yfir - og hverjar fyrirmyndir biskupsins eiga að vera.

Kirkja í sókn kallar til starfa

Nýafstaðin djákna- og prestsvígsla er tímanna tákn um að kirkjan í landinu hafi frumkvæði og hugrekki til að mæta þörfum umhverfisins fyrir gleðiboðskapinn og vera þar með í sókn. Við gleðjumst yfir fleiri prestum og fleiri djáknum til að vitna um trúna á Jesú Krist í heiminum með orðum og verkum.

Frjáls samskipti

Kirkjan tekur undir með Sameinuðu þjóðunum á Alþjóðadegi tjáningarfrelsis og styður þau sem vilja styðja tjáningarfrelsið í öllum sínum myndum.

Þátttökukirkjan

Hugsjónin um kirkjuna sem þátttökusamfélag byggist á því að efla leikfólkið í kirkjunni og gera framlag þess sýnilegt. Ný sýn á sjálfboðaliðastörf í kirkjunni opnar leið til kirkju sem kallar alla til að þjóna og blómstra, eftir þeim gjöfum og hæfileikum sem Guð gefur þeim.

Íslensk trú

Stóru þemun í myndinni snerta til að mynda umgengni okkar við náttúruna, hina pólitísku prédikun, ásókn stóriðju og áhrif hennar á nærsamfélagið, og hlutverk trúarinnar í samtali og mótun menningarinnar.

Biskuparnir sem tóku prestsvígslu

Kynjamál eru viðkvæm í kirkjulegu samhengi og halda áfram að valda usla innan kirkna og milli kirkjudeilda. Í upphafi samkirkjulegrar bænaviku birtist frétt um óvenjulega prestsvígslu í London. Þá vígðust þrír biskupar í ensku kirkjunni sem kaþólskir prestar.

Fjólublátt ljós á föstu

Gjafmildi og gát gagnvart auðlindum náttúrunnar og jörðinni okkar er líka nærtæk föstuiðkun. Fastan er barómeter á þau svið í lífi okkar þar sem ójafnvægi og misnotkun hefur búið um sig. Hún er líka tækifæri til að snúa við á þeirri braut og byrja að bæta um betur.

Já já, ég var einu sinni ung

Það er gríðarlega mikilvægt að fá að vera með í að undirbúa og annast helgihald í kirkjunni sinni þegar maður er ungur. Það eykur traust, gleði og virkni hjá unglingnum og miðlar von og hreinleika æskunnar inn í samfélagið um Guðs orð og borð.

Dagur hinna saklausu barna

Þjáningin og sorgin taka sér ekki frí yfir jólin. Slys, hamfarir og ofbeldisverk halda áfram að leggja líf í rúst. Sprengjuvargar halda sig við iðju sína og reisn og réttindi manneskjunnar eru áfram fótum troðin í fangabúðum og fangelsum heimsins eða á heimilum fólks.

Birta nándarinnar

Út í birtuna er innihaldsrík, falleg og eiguleg bók sem færir sögur Biblíunnar, bæði þær sem við þekkjum svo vel og miklu fleiri sem hafa fengið minni athygli, nær daglegri reynslu og lífinu í samtímanum. Hún höfðar á fallegan hátt til tilfinninga og skynjunar og er trúuðum góð leiðsögn í gleði og sorg.

Sveitakirkjan mín

Hvers vegna er kirkjan 100 árum á eftir tímanum þegar kemur að því að ávarpa fólkið sitt? Hvers vegna gengur þjóðkirkjunni eins illa og raun ber vitni að jafna þjónustubyrðinni milli landsbyggðar og höfuðborgar?

Skrifað í sandinn - gegn kynferðisofbeldi

Orð gegn kynferðisofbeldi eru máttug vegna þess að þau staðfesta andstöðu okkar og fordæmingu okkar á ofbeldisverkinu. Orð í bæn og tilbeiðslu eru líka máttug vegna þess að við beinum ákalli okkar og sársauka til Guðs sem tekur sér stöðu með manneskjunni sem þjáist.

Besti flokkurinn og almennur prestsdómur

Hvert og eitt okkar hefur ábyrgð og réttindi gagnvart Guði og náunga okkar. Það þarf ekki sérstaka atvinnustétt til að vera milligöngumaður Guðs og manna. Þar er hver og einn einstaklingur við stjórnvölinn.

Trúverðug kirkja

Trúverðuleiki kirkjunnar hvíli fyrst og fremst á einlægni og heiðarleika einstaklingsins sem stígur fram og talar í kirkjunni. Engum dylst hvort sú eða sá sem talar um Guð, Jesú og lífið í heiminum, hvíli fyrir sitt leyti í þeirri trú sem er boðuð.

Konur og daglegt brauð

8. mars er ár hvert helgaður konum út um allan heim og réttindum þeirra. Í rúm hundrað ár hafa stofnanir, félagasamtök og kirkjur notað þennan dag til þess að draga athyglina að framlagi kvenna til samfélagsins og varpa ljósi á þætti sem hindra fullt jafnrétti kynjanna. Í ár er yfirskrift dagsins Jafn réttur, jöfn tækifæri, jafnar framfarir.

Obama og óskin um frið

Útnefning Barack Obama til friðarverðlauna Nóbels í ár tjáir þá ósk að sá valdamikli aðili sem situr á forsetastóli í Bandaríkjunum verði í fararbroddi í nýju upphafi þar sem fólk með ólíkan trúarlegan og menningarlegan bakgrunn vinnur saman að friði á jörð.

Hvar er græna kirkjan?

Getur verið þetta eigi að hringja bjöllum um að grænni guðfræði, sem sér manneskjuna sem hluta af heildar sköpunarverkinu en ekki ofar því og utan við það, beri meira svigrúm í þjóðkirkju Nýja Íslands?

Þegar lífið fellur saman

Mamma, hvað þýðir ”kollaps”?, spurði 9 ára dóttir mín sem rak augun í sláandi fyrirsögn í Svenska Dagbladet sem kemur inn á heimili fjölskyldunnar hér í Uppsölum.

Hið heilaga heimilisrými – guðfræði fæðingarorlofsins

Að fá tækifæri til að umgangast heimilið sitt sem lifandi helgidóm, sem er meira en stoppistöð á strætóferðum daglega lífsins, er meiriháttar upplifun. Orðskviðirnir líkja manneskju sem tollir ekki heima við, við fugl sem floginn er burt úr hreiðri sínu (27.8).

Þar sem réttlæti og friður kyssast

Þeir Helmick og Petersen hafa hvor með sínum hætti þróað kenningar um hvernig nálgast megi ágreining þannig að raunveruleg sátt náist í kjölfar erfiðra deilna og átaka. Reynsla þeirra af sáttaferli og sáttamiðlun nær til að mynda yfir starf í Norður Írlandi, Landinu helga, löndum fyrrum Júgóslavíu, Austur Tímor og Suður Afríku.

Kölluð til frelsis

Eitt árið enn verða Reykvíkingar og nærsveitarmenn vitni að skemmtilegum og litríkum hátíðahöldum undir fána gay pride. Að vanda er þátttaka og viðvera almennings geysi góð og þeim sem til þekkja ber saman um að Reykjavík Gay Pride hafi mikla sérstöðu í hinsegin hátíðahöldum fyrir það hve fjölskylduvæn hún er og hversu almenna skírskotun hún hefur.

Hvenær verðum við með?

Ég hef lesið með miklum áhuga fréttir af heimsráðstefnu trúarleiðtoga, sem æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Alexy patriarki Moskvu og alls Rússlands, bauð til í Moskvu 3.-5. júlí sl. Til ráðstefnunnar voru boðnir leiðtogar helstu kristinna kirkna heims, Islam, Gyðinga, Búddista, auk fulltrúa Hindúa, Síka og Shintó.

Da Vinci lykillinn - bannaður múslimum og kristnum?

Margt áhugavert kemur fram í dagsljósið um þessar mundir. T.d. það að Færeyingum er ekki treystandi til að horfa á Da Vinci lykilinn í eigin bíóhúsum og að á Indlandi bætist kristnum hópum sem vilja hunsa hina umtöluðu bíómynd óvæntur liðsauki hjá múslimskum bræðrum sínum.

Krísa á kristniboðsakrinum

Ég vil í þessu spjalli reyna að varpa ljósi á hvaða leiðir þær aðrar kirkjur sem þjóðkirkjan deilir með samfélagi og sjálfsmynd, og sem á annað borð hafa fjallað um málefni samkynhneigðra á sínum eigin vettvangi, hafa farið til að mæta óskum um kirkjulega aðkomu að lögfestu sambandi tveggja af sama kyni.

Ljósberi í myrkri ofbeldis

Lúsía er líka táknmynd fyrir örlög margra kvenna sem eru undir ákvarðanir og vald annarra settar. Hún er þolandi heimilisofbeldis og mansals eins og kynsystur hennar um allan heim enn þann dag í dag. Ofbeldi gegn konum er stór og svartur blettur á menningu okkar og því er við hæfi að staldra við einmitt á svartasta tíma ársins ...

Í upphafi var vatnið

Laugardaginn 29. október verður haldin í Reykjavík ráðstefnan “Vatn fyrir alla”. Að henni standa ýmis samtök sem vilja taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi vatns í margskonar samhengi. Helstu áherslupunktarnir þennan dag lúta að mannréttindum og óskoruðum réttindum allra til aðgengis að hreinu og óspilltu vatni. Sá aðgangur á ætíð að stjórnast af almannahagsmunum en ekki fyrst og fremst gróðasjónarmiðum og lögmálum markaðarins.

Vefsíðan sem skriftaumhverfi

Hvaða snertiflöt er að finna milli vefsins og vefsíðunnar annarsvegar og skriftastólsins hins vegar? Í kirkjulegri hefð lýtur skriftastóllinn ákveðnum lögmálum.

Sterkt og gott samfélag lútherskra kirkna um allan heim

Fyrsti stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins eftir 10 heimsþingið í Winnipeg síðasta sumar, var haldinn í byrjun haustsins í Genf. Alls eru 138 kirkjur í 77 löndum með samtals 65 milljónir meðlima í Lútherska heimssambandinu og sitja 48 kjörnir fulltrúar frá aðildarkirkjunum í stjórn sambandsins sem hittist árlega.

Brauð og vín - líkami og blóð Jesú

Á þessum degi átti Jesús síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum og vinum. Þessi máltíð er síðan endurtekin í hverri kirkju í dag og í hvert sinn sem söfnuðurinn gengur til altaris og neytir heilagrar kvöldmáltíðar. Um þessar mundir eru margir sem ganga til altaris í fyrsta skipti því á mörgum stöðum er sú hefð í heiðri höfð að uppfræðsla fermingarundirbúngsins sé nauðsynleg forsenda þess að þiggja sakramenti heilagrar kvöldmáltíðar.

Að gefa líf sitt fyrir frið

Kross Krists er okkur stöðug áminning ... Þessa dagana berast fregnir af því að margir trúbræður írösku hermannanna, sem nú berjast við innrásarlið undir stjórn Bandaríkjamanna og Breta, séu reiðubúnir að koma til Íraks, berjast við hlið heimamanna og leggja líf sitt í sölurnar sé þess þörf.

Stefnumótun með Markúsi

Í þessum knappa texta kemur ansi margt fram um kirkjuna og erindi hennar í heiminum. Þetta er stefnumótunartexti. Jesús leggur lærisveinum sínum línurnar og segir þeim hvað þeir eiga að gera og hvað þeir eiga að segja. Og hvað þeir þurfi til ferðarinnar. Þeir þurfa skó á fætur og staf. Hvað ætli þeir eigi að gera við stafinn? Styðja sig á göngunni? Halla sér að honum þegar þeir finna fyrir þreytu og mótlæti? Verja sig gagnvart aðsteðjandi ógnum?

Hátíð í gleði og sorg

Veislur og hátíðir eru haldnar í öllum mannlegum samfélögum af tvenns konar tilefni. Annars vegar er miðað við gang náttúrunnar og fögnuðir haldnir þegar ein árstíð leysir aðra af hólmi. Hins vegar eru hátíðir þegar líf einstaklingsins tekur breytingum. Breytingar í lífi okkar vekja stundum gleði og stundum sorg. Þeim tilfinningum finnum við farveg í hátíðunum.

Predikanir eftir höfund

Biblía flóttafólksins

Ef flóttafólk eru jaðarhópur samfélagsins á okkar tímum, þá getum við líka sagt að Biblían sé rit um jaðarhópa hvers tíma. Taktu eftir því hvað oft hópar eins og útlendingar, fatlaðir, sjúkir, skækjur, óhreinir, eru nefnd til sögunnar, ekki síst til að varpa ljósi á hvers eðlis samfélagið er.

Guðslömbin

Kraftaverk hvítasunnunnar er líka af þessum toga. Í því sameinast það fallega, eðlilega, góða, sigur lífsins og nærvera hins heilaga, sem hvert og eitt okkar á aðgang að - alveg eins og við fengum öll aðgang að undrinu að Syðri-Hofdölum í heilan sólarhring.

Stríð 0 - Friður 1

Það er skiljanlegt að mæta hinu óvænta með vantrú og ótta. Kannski eigum við líka erfitt með að þekkja Jesú þegar hann kemur til okkar, upprisinn. Hans eigin lærisveinar þekktu hann ekki, þegar hann slóst í för með þeim á leiðinni til Emmaus og ræddi við þá um það sem hafði gerst og átti að gerast.

Kranarnir og krossinn

Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi.

Þú, ég og fjarskylda frænkan í Biblíunni

Biblían er ekki texti sem við lesum frá upphafi til enda, hún er ekki einsleit í stíl og uppbyggingu, hún er samansett af textum úr ólíkum áttum frá ólíkum tíma. Aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar, þannig að Biblían verður gleraugun sem við lesum Biblíuna með.

Sakkeus og Sarkozy

Sarkozy þarf ekki að vera fremstur, Sakkeus þarf ekki að vera uppi í tré! Jesús býður honum að sitja með sér, eiga samtal, það er þá sem umskiptin til góðs eiga sér stað. Sakkeus ákveður að gefa af eigum sínum til fátækra og leiðrétta ranglæti sem hann kann að hafa valdið.

Frelsi til að leika sér

Höfum við ekki oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Er Jesús að beina okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd?

Fíkjutréð og fyrirgefningin

Fíkjutréð fékk eitt tækifæri enn, eitt ár í viðbót til að ná sínum árangri og bera ávöxt. Við stöndum sjálf í þeim sporum einmitt núna. Er það ekki frábært?

Vonin á flóttamannsveginum

Það eru nefnilega dýrin sem bjóða mannaguðinn velkominn í húsið sitt, þegar honum hefur verið úthýst úr gistihúsum og mannabústöðum borgarinnar. Það eru mikilvæg skilaboð til okkar á tímum þegar við erum í sífellu minnt á neyð sköpunarinnar af mannavöldum, og hvernig hin mállausu, dýrin og náttúran sjálf, þjást og líða.

Um hið heilaga og Þorlák Þórhallsson

Við finnum að Guð getur mótað okkur og haft áhrif á okkur í gegnum áþreifanlega hluti. Hið heilaga mætir okkur í öðru fólki, í byggingum, í myndlist og tónlist. Allt sem lyftir andanum kennir okkur um hið heilaga og gerir okkur að þátttakendum í því.

Garimela er bróðir minn

Hvern einasta dag mætum við hinum lifandi Guði í náunga okkar og þörfum hans eða hennar. Við mætum þessari grundvallar þversögn og leyndardómi að Guð er viðkvæmur, svangur, þyrstur, kaldur, einmana, á flótta, á sjúkrahúsi eða í fangelsi.

Að fella múr

Alvöru fólk sem var búið að fá nóg, fólk sem vildi breytingar, fólk sem hafði trú á að það gæti haft áhrif á samfélagið og sitt eigið líf; þetta var fólkið sem lét múrinn falla. Þetta er mikilvægt. Það er mikilvægt að við höfum í huga og rifjum upp hvað trú fólks er mikið afl og hvað mikill kraftur til breytinga býr innra með okkur og á meðal okkar.

Kórsöngur og þakklæti í hjartanu

Ég held að Jesús vilji meiri kórsöng og meira þakklæti, sýni aðstæðum kvenna sem gangast undir fóstureyðingu skilning, sé fylgjandi jafnræði og jöfnu aðgengi allra, og sé alveg sultuslakur yfir fjölmenningunni á Íslandi, stöðu trúarinnar í almannarýminu: þessum hlutum sem við, hin trúuðu, getum svo auðveldlega látið valda okkur angist.

Loftslag og hrakningafólk

Trúin hefur þann möguleika að beina kærleikanum, þessu sammannlega fyrirbæri, út fyrir okkur sjálf, til þeirra sem þarfnast meðlíðunar okkar og hjálpar, og til náttúrunnar sjálfrar, sem er líka náungi okkar sem við eigum að elska eins og okkur sjálf.

Jesús og heimsforeldraáskorunin

Samverjinn er lifandi tákn og virk áminning til okkar að mæta fólki í kringum okkur í kærleika og hjálpsemi. Hann minnir okkur á að hafa augun opin svo við sjáum þau sem á vegi okkar verða. Samverjinn er táknmynd kærleiksþjónustunnar, sem setur manneskjuna og þarfir hennar í öndvegi, sama hverjar aðstæður hennar eru.

Skundum í kirkju og strengjum vor heit

Ég er viss um að margir hér inni hafa einhvern tímann strengt nýársheit. Vaknað fyrsta janúar og einsett sér að hrinda allskonar hlutum í framkvæmd, gera góða hluti og leggja vonda hluti til hliðar. En hefur einhver prófað að strengja haustheit?

Er ég okei?

Ég er viss um að við hvert og eitt höfum líka fundið botninn, þar sem við viljum ekki einu sinni líta upp eða hefja augu okkar til himins, þótt við vitum að þar mætir okkur ekki dómur, ekki samanburður, heldur opinn faðmur sem er tilbúinn að taka við okkur eins og við erum.

Blað, skæri, steinn

Það tekur við góður tími, þar sem ný lögmál ríkja. Ekki lögmál samkeppni og yfirgangs heldur lögmál samhjálpar og samkenndar.

Snertu mig

Kannski segir þessi saga okkur eitthvað um hvernig fyrirbæri trúin er í lífi manneskjunnar. Til að mynda það að hún verður ekki til bara með því að einhver segir okkur eitthvað. Trúin er eitthvað sem sprettur af alvöru reynslu, eins og því að sjá og snerta.

Fáum okkur morgunmat

Það tók allt þetta fyrir vini og vinkonur Jesú að verða páskafólk sem lætur ekki í minni pokann fyrir dauðanum heldur ber lífið í hjarta sínu. Þess vegna skiptir það miklu máli að við horfum á páskana sem ekki bara einn morgunn heldur ferli 50 gleðidaga - fram að hvítasunnu.

Þrír sigurvegarar

Lífsglíman færir okkur verkefni til að fást við. Glíman tekur á og er erfið, hún mótar okkur og gerir okkur að því sem við erum. Það er þessi mannlega reynsla sem Jesús viðurkennir þegar hann segir við konuna: "Mikil er trú þín".

Væn, kæn og græn

Er ekki upplagt að nota föstuna í ár til að rýna í hvernig spor við skiljum eftir okkur í umhverfinu, og hvað við getum gert til að vera væn og græn við jörðina sem Guð gaf okkur?

Pútín á fjallinu

Pútín kann vel við sig á fjallinu í ummyndunarljómanum þar sem hann berst við bjarndýr ber að ofan og ræðir við þjóðarleiðtoga um sameiginlega hagsmuni. Hann lætur sig engu varða hvernig þau sem búa í kring hafa það eða hvort þeirra mannréttindi og hagsmunir eru í heiðri hafðir.

65% meiri gleði

Brúðkaupið í Kana er gleðiguðspjall sem sýnir okkur að gleðistundin sem við upplifum á brúðkaupsdegi er lífstíðarloforð. Loforð um líf í ást, trú og gleði. Loforð um líf í nærveru Guðs, sem elskar heiminn og elskar þig og vill að þú brosir a.m.k. 65% meira!

Betlehem í Garðabæ

Ég trúi því að ljósbylgjan frá Betlehem nái inn í innstu kima og króka sálarinnar og hafi áhrif. Mér finnst ég sjá það í glöðum andlitum, hlýjum kveðjum, gjöfum og góðverkum, sem gerast allt í kringum okkur.

Engin sátt án sannleika

Nelson Mandela var stór manneskja í öllum skilningi orðsins. Hann er innblástur öllum sem trúa á að kærleikur og mannvirðing séu hin æðstu gildi samfélagins.

Okið er OK

Ég er mjög glöð að ráðherrann hafi orðað þetta með þessum hætti - því það lyftir upp því verkefni kirkjunnar að sýna kærleikann sem við boðum, í verki. Kærleikur er ekki bara eitthvað sem við tölum um á sunnudögum, heldur á trú okkar á lífsins Guð og kærleikans Guð að gera okkur að afdráttarlausum þátttakendum í viðfangsefnum lífsins.

Jesú-leiðin

Hvað getum við gert til að snúa hlutum til góðs? Hvernig linum við þjáningu? Hvernig komum við með ljós þangað sem myrkur ríkir? Hvernig leggjum við líkn við þraut, hvernig miðlum við friði í ófriðaraðstæðum og kærleika þangað sem hatur ríkir?

Úr djúpinu

Úr djúpinu ákalla flóttamenn og hælisleitendur, úr djúpinu ákalla börn og fullorðnir í stríðshrjáða Sýrlandi. Þau leita eftir lífi og öryggi, bíða þess að einhver heyri grátbeiðni þeirra, þrá miskunn, lausn og morgun.

Tíu messur fyrir fermingu?

Og hvað gerist - við sjáum myndina af því að Marta, ábyrga systirin, sem var kannski eldri er EIN á þönum við að gera það sem þarf í tengslum við gestakomuna, á meðan María, situr og tjillar með Jesú.

Tvær týpur

Þegar það rennur upp fyrir okkur hvað við höfum gert, viljum við, eins og konan í sögunni, bara gráta og segja fyrirgefðu, vegna þess að við sjáum hvað við flöskuðum illilega á því að vera ljós í heiminum og bera ást Guðs vitni.

Gagnrýni til góðs

Það er dýrmætt að lifa í samfélagi sem þolir gagnrýni á sjálft sig, leyfir hana og notar hana til að breyta sér til góðs. Það er heldur ekki sjálfsagt. Það eru ótal dæmi um stjórnvöld, trúarleiðtoga og hreyfingar sem umbera ekki gagnrýni og bregðast hart við henni.

Nytjamarkaðurinn

Allir græða, þau sem þurfa að losa um dót, þau sem geta keypt vörur fyrir lítinn pening, þau sem njóta þess sem nytjamarkaðurinn gefur af sér, kolefnissporum fækkar, og þar fram eftir götunum. Nytjamarkaðurinn er svar við kalli tímans.

Hungur!

Þetta hungur rekur manneskjuna áfram þegar hún skapar sér til líf, við finnum það á unglingsárunum þegar lífið blasir við, við finnum það andspænis skemmtilegum verkefnum í námi og starfi, við finnum það þegar við klífum fjöll og njótum náttúrunnar, við finnum það þegar við erum ástfangin.

Borða, sofa, vinna, biðja, elska

Ljónið, sebrahesturinn, gíraffinn og flóðhesturinn eru bestu vinir. Þau búa í glæsilegum dýragarði í miðri New York borg. Lífið er í föstum skorðum og engar óvæntar uppákomur.

Vald væntinganna

Hvernig er trú þín? Lætur þú mynd af Guði sem er kröfuharður og ágengur loka þig inni í óttanum - eða opnar þú faðminn fyrir gjöfum Guðs sem þér eru gefnar til góðs fyrir sjálfa þig og aðra?

Við ætlum að breyta

Upprætum ofbeldi gegn konum og gerum heiminn að öruggari stað fyrir alla, konur, karla og börn. Lítum á það sem tækifæri - nýtt tækifæri á nýju ári.

Tækifæri til að elska

Að láta sér nægja að segjast trúa því að frelsarinn sé fæddur en láta tækifærið til þess að elska - til að uppfylla fyrirheitið um betri heim - fram hjá sér fara, gerir boðskapinn að lygi.

Ljósalestin vísar veginn

Það er feminískur andi sem leikur um guðspjallið og við drögum lærdóm af ungu konunum og ljósalestinni þeirra. Það er mikilvægt að hlusta á og læra af konum. En það hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið. Karlarnir hafa átt sviðið að mestu eða öllu leyti.

Enn er von

Sú heilbrigða getur átt þúsund óskir en sú sem berst við krabbamein á aðeins eina ósk - að verða heil á ný.

Meiri músík, minna mas?

Ennþá hlustum við á dægurlög sem tjá sársaukann í lífinu, óttann við að vera skilin eftir ein og yfirgefin, og vonbrigðin vegna óendurgoldinnar ástar. Tónlist, sem verður eins og ákall úr djúpi sálarinnar, vegna þess hún sprettur af innstu hjartans rótum og tjáir dýpstu tilfinningar manneskjunnar.

Ekki prédikun heldur vitnisburður

Það sem hughreystir mig í þessum sögum er að Jesús metur hvernig trú manneskjunnar kemur fram í aðstæðum daglegs lífs og þegar fólk tekur skref til að hjálpa sjálfum sér og öðrum.

Ertu drottning?

Ekki láta þitt eigið hefðarsæti neinum öðrum eftir heldur taktu skref í áttina að eigin frelsi, með því að fikra þig út úr því sem heldur þér niðri. "Vinur, flyt þig hærra upp!" eru orðin sem Jesús talar til þín í dag.

Magnaðar mömmur

Sköpunarkraftur og umönnunarhlutverk móðurinnar gerir hana að fremsta samverkamanni Guðs í sköpun og lífgjöf. Mömmusögurnar í lífinu eru sögur um kærleika Guðs.

Hugrökk!

Við heillumst af hugrekki. Þess vegna vekja sögurnar af Hrafnhildi, Meridu prinsessu, Óskari spretthlaupara og íþróttakonunni Tahminu áhuga okkar og aðdáun. Þess vegna höldum við áfram að hlusta á Jesú, sem nærir og styrkir trúna á að lífið færi okkur það sem við þráum.

Beðið eftir lífinu

Alveg eins og fólkið í súlnagöngunum og pílagrímarnir í Lourdes, þá bíða Vladimir og Estragon eftir því sem þeir trúa að þeir þurfi til að geta lifað. Íslenska þjóðin er líka í þessum sporum - hún bíður og bíður, eftir lausnum, eftir réttlæti, eftir því að geta staðið upp.

Gátlisti fyrir Ísland

Lykillinn að björgunarpakka Íslands er fólkið sem þar býr. Fólkið sem er ekki sama, fólki sem leggur sitt af mörkum til að mæta þörfum annarra, gleðja og auðga lífið. Fólki sem finnur til með öðrum og nefnir hlutina sína réttu nöfnum. Fólki sem tekur þátt og þjónar í kærleika.

Hver er kreppta konan III

Það er afkreppandi þegar okkur er mætt sem manneskju sem er mikils virði. Það er afkreppandi þegar við erum virt fyrir það sem við erum, fyrir það hvernig okkur líður, ekki hvort við erum í valdastöðu eða eigum réttu vinina.

Traustið og talenturnar

Það er skortur á trausti í samfélaginu okkar. Skortur á trausti á stofnunum, flokkum og embættismönnum er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Það ríkir traustskreppa á Íslandi.

Þar sem okkur ber að vera

Eins og Georg Bjarnfreðarson, þá hefur Ísland upplifað að umheimurinn hefur snúið baki við okkur, vegna framgöngu og viðhorfa okkar gagnvart öðrum. Við erum líka týnd og finnum ekki staðinn sem við viljum vera á.

Guð blessar Ísland

Lífið og gjafir þess eru blessun Guðs. Gjafir lífsins eru ekki mældar í gengisvísitölum, vaxtastigi, millibankagengi, tapi eða gróða. Blessun Guðs er fólkið í kringum okkur, brosið á andliti náungans, mýktin í lófa þess sem við elskum, sólsetrið og sólarupprásin, það að fá að vakna og fá að sofna, að hafa í sig og á, að finna til gleði, að vera snortin af öðru fólki.

Ísland og leitin að góða hlutskiptinu

Við erum þreytt á því að bera byrðar sem aðrir hafa lagt á herðar okkar og svöng eftir réttlátu samfélagi. Það er í þessum sporum sem við stöndum og spyrjum um hið góða hlutskipti, hvar það er að finna, og hverjum það er ætlað.

Von í kreppu

Í kreppu hugarfars og brotins trausts kemur í ljós hvað kirkjan er. Hvernig bregst hún við tilfinningum og þörfum samfélagsins?

Að elska mikið í heimi þar sem karlar hata konur

Grunnhugmynd sögunnar um karla sem hata konur, er að samfélagið okkar skapi skilyrði fyrir, og næri við brjóst sér, jarðveg og andrúmsloft fyrir misnotkun og misbeitingu valds gagnvart þeim sem er veikari, hvort sem er í persónulegum samböndum eða samskiptum almennt.

Leikrit um mig

Þessar spurningar gætu allt eins snúið að okkar eigin lífi þegar við spyrjum hvers vegna eitthvað hefur gerst, eitthvað sem rænir okkur gleði, trausti, ást og ánægju og skilur okkur eftir umkringd sorg og söknuði yfir því góða sem við áttum einu sinni. Hvað skýrir allt það vonda og erfiða í tilverunni? Hver er höggormurinn í lífi okkar – og hvers vegna hlustuðum við á hann?

Leirinn og listamaðurinn

Við erum ekki bara ómótað efni sem bíður eftir því að verða fullskapað heldur erum við sjálfstæðar siðferðilegar verur sem höfum vald yfir eigin lífi og annarra. Við erum heldur ekki eins og hinn almáttugi listamaður sem getur skapað og eytt eftir eigin höfði. Lífið okkar verður fyrir áhrifum sem við köllum ekki yfir okkur og ráðum ekki yfir. En það er í okkar höndum að meðtaka það sem mætir okkur og snúa því til góðs.

Lúther og Nikódemus

Þegar við fylgjumst með umræðu um trú og kirkju er auðvelt að fá á tilfinninguna að hin raunverulega glíma manneskjunnar við hinstu rök tilverunnar, fari fram einhvers staðar annars staðar. Við stöndum okkur vel í að halda utan um gamlar spurningar og gömul svör – höldum þeim til haga og útlistum þau vandlega – en tökum við slaginn um það sem brennir á okkur hér og nú?

„Aldrei þekkta eg hann“

Hinn fremsti postuli og þjónn Drottins, Pétur, sem Kristur vildi síðan byggja kirkju sína á, er þannig eins settur og sú smáa, hrædda og kjarklitla manneskja, sem við þekkjum svo vel í okkur sjálfum. Þegar á reynir, bregðumst við. Við svíkjum jafnvel það sem skiptir okkur mestu og afneitum því sem við þiggjum líf okkar af.

Svartur á leik

Harmagráturinn og þjáningin vegna barnsmorðanna í Betlehem eru umhugsunarefni þessa dags í miðri jólavikunni. Í næstu andrá við hátíð ljóss og friðar, þar sem himinn og jörð mætast og manneskjurnar fá að líta dýrð himinsins í barninu litla, dynja yfir ósköp af sláandi stærðargráðu. Öll sveinbörn undir tveggja ára aldri eru leituð uppi og deydd.

Brúðurin og börnin

Mér þykir eins og okkur sé vel ráðlagt þessa aðventu, að huga að aðstæðum barna. Það er eins og andinn knýji okkur á þessari stundu til þess að sjá við hve hörmulegar og niðurlægjandi aðstæður börn þessa heims lifa oft við – án þess að gráti þeirra sé veitt eftirtekt.

Hvernig breyti ég heiminum?

Ég man ekki hver það var sem sagði þessa frægu setningu: ef þú vilt breyta heiminum byrjaðu þá á sjálfum þér. Þessi pæling er ansi mögnuð því hún stillir upp í raun og veru upp tveimur andstæðum. Heimurinn og ég. Hinn stóri, mannmargi, flókni, óyfirstíganlegi heimur og litla, takmarkaða ég.

Ferðapunktar og fíkjuviðarblöð

Inn á milli fótboltaleikjanna sem ráða ríkjum í sjónvarpinu um þessar mundir var sýnd ein ágætis bíómynd í gærkvöldi um skáldkonuna og heimspekinginn Írisi Murdoch. Myndin rakti líf og starf Írisar frá því hún var ung kona að hefja skrif sín þar til hún er komin á efri ár og hugur hennar sem alla tíð var svo frjór og skarpur er farinn að láta undan hrörnun og sjúkdómi. Þungamiðja myndarinnar er samband Írisar við lífsförunaut sinn sem er elskhugi hennar og eiginmaður og stendur við hlið hennar þar til yfir lýkur.

Þrautseigja í þrengingum

Þessi texti er um viðbrögð okkar við mótlæti og þrautseigju í þrengingum. Á hnitmiðaðan hátt minnir hann okkur á þá augljósu staðreynd að lífið er erfitt og getur farið um okkur ómjúkum höndum.

Góðar móttökur

Það er svo áhugavert að kynnast nýjum hliðum á fólki. Við upplifum stundum nýjar hliðar á fólki sem við þekkjum mjög vel. Og á okkur sjálfum. Og þá sjáum við fólk í alveg nýju ljósi. Þetta gerist t.d. þegar maður verður foreldri sjálfur, þá fer maður að meta foreldra sína á allt annan hátt en áður og kynnist þeim kannski alveg upp á nýtt.

Sögur úr lífi nokkurra kvenna

Munið þið eftir forsíðu á Morgunblaðinu í þessari viku, þar sem var mynd af konu með lítið barn? Barnið var nýfætt og það og móðir þess voru í flóttamannabúðum, þangað sem þau voru nýkomin. Barnið fæddist ekki þar, það fæddist í Bagdað, þar sem fjölskyldan átti heima. Þegar það fæddist dundu yfir loftárásir og sprengjuregn og því var ekkert ráð annað fyrir konuna og nýfædda barnið að hrekjast af heimilinu sínu og fara á flótta.

Stefnumótun með Markúsi

Í þessum knappa texta kemur ansi margt fram um kirkjuna og erindi hennar í heiminum. Þetta er stefnumótunartexti. Jesús leggur lærisveinum sínum línurnar og segir þeim hvað þeir eiga að gera og hvað þeir eiga að segja. Og hvað þeir þurfi til ferðarinnar. Þeir þurfa skó á fætur og staf. Hvað ætli þeir eigi að gera við stafinn? Styðja sig á göngunni? Halla sér að honum þegar þeir finna fyrir þreytu og mótlæti? Verja sig gagnvart aðsteðjandi ógnum?