Þorvaldur Karl Helgason

Höfundur -

Þorvaldur Karl Helgason

prestur

Pistlar eftir höfund

Fagnaðarefni

Hjarta mitt er órótt og aumt. Kærleikur Krists talar til mín.

Trúaruppeldi kynslóðanna

Orðin fylgja þeim áfram og veita þeim öryggi, auðmýkt, styrk og trú. Nærvera okkar við þessa látlausu samveru verður mynd sem gleður þau í endurminningunni um hlýju og ástúð sinna nánustu.

Ljós vináttunnar

Kannski getum við látið hin hvítu ljós sem enn loga víða, minna okkur á að eygja von og að ekki er allt ljós slokknað. Ljós vináttunnar er aldrei meira virði en á tímum kreppu og erfiðleika. Vináttan nær ekki bara til samskipta tveggja einstaklinga, heldur við okkar nánustu og við bræður og systur um alla heimsbyggðina.

Vonarauður

Við eigum vonandi öll okkar draum um betri heim og viljum leggja okkar af mörkum að svo gerist, þar sem sanngirni, samstaða, lítillæti og hógværð eru verðug gildi að lifa eftir, svo aðeins fá að þeim góðum gildum séu nefnd sem hafa verið vanvirt á undanförnum árum.

Lífstakturinn

Er ég stressaður? Lifi ég lífinu hægt? Hvernig er lífstakturinn minn? Um þetta var ég spurður af fyrirlesaranum í morgun sem fræddi okkur um streitu og hvernig mega lifa lífinu hægar og innihaldsríkar.

Verndarinn

Ég hljóp út í ofboði með prik á lofti og reyndi að bæja kjóanum frá hreiðrinu. Bannsettur kjóinn hafði birst margoft áður en nú fyrst varð ég hræddur um lóueggin í hreiðrinu. Ég hafði vakandi auga með honum í kringum sumarbústaðinn minn og taldi mig vera verndara hinna fuglanna sem þessa dagana eru margir með egg í hreiðri.

Hve glöð er vor æska

Við þurfum við að átta okkur á að í okkar heimi allsnægtanna, innan um tilbúin tæki og tól, á sú veröld sín takmörk. Það er ekki unnt að afgreiða og skilja allt í heiminum út frá hagtölum og hrjúfu yfirborði tækninnar. Það væri hollt fyrir okkur foreldra að halda til Afríku um stund og upplifa hvaða gildi það eru sem öllu máli skipta.

Dýrmætur vatnsdropi

Ég hafði oft séð svona brúsa áður á ferð okkar um landið og vissi að í þeim var vatn. Ég hafði líka rekist á fólk og börn gangandi með þessa þungu vatnsbrúsa nánast hvar sem litið var. Ég kallaði til strákanna og spurði hvað þeir hefði verið lengi að. Í allan dag, svöruðu þeir strax.

Kertaljósið og tölvuskjárinn

Í einu stiftanna í Svíþjóð hefur markvisst verið unnið að því að koma til móts við þá sem vinna um helgar með því að hafa messur í miðri viku, gjarnan síðdegis. Þessar messur eru með nokkuð öðru sniði en hefðbundnar helgidagamessur. Meira er lagt upp úr kyrrð og ró en jafnframt að þeir sem koma hreyfi sig um kirkjuna. Fólk stendur upp og tendrar ljós í kirkjunni ef aðstæður leyfa, margir eru virkjaðir í lestri og bænagjörð og söng.

Predikanir eftir höfund

Kirkjan á hæðinni

Það verður ekki sagt að fréttir dagsins í okkar samfélagi gefi tilefni til lofsöngva. Það eru engin fagnaðartíðindi sem okkur eru flutt, dag eftir dag. Nær væri að segja að hið gagnstæða. Nú sitjum við uppi með þungar byrgðar skulda langt inn í framtíðina, skulda sem eru að sliga okkar fámennu þjóð.

Kirkjan og heimilið

Að kunna að búa við lítinn kost og kunna að hafa allsnægtir, segir postulinn. “Sælir eru hógværir því þeir munu landið erfa”, sagði Kristur í orðunum er hann flutti af hæðinni til áheyrenda sinna. Kristur lofaði okkur ekki þægilegu lífi, en hann bauð okkur að feta veginn hans og lifa ætíð í nánd við hann.

Hús og andi

Ég spurði nýlega afgreiðslukonu í bókabúð í Svíþjóð að því hvernig stæði á því að svo mikil ásókn væri nú í sumarbústaði vítt og breitt í kringum stórborgirnar, eins og hún hafði tjáð mér. Hún svaraði að bragði að það væri vegna þess að fólk væri yfir sig þreytt á malbikinu, hávaðanum og hraðanum sem fylgir lífi í stórborg okkar tíma. Við fetum okkur hægt en ákveðið í þessa átt hér einnig.