Þorbjörn Hlynur Árnason

Höfundur -

Þorbjörn Hlynur Árnason

prófastur

Pistlar eftir höfund

Lystigarðar þjóðar

Kirkjugarðar þjóðarinnar eru merkar stofnanir. Staðir vítt um land, í þéttbýli, í strjálum byggðum. Grafreitir hafa fylgt okkur alla tíð. Staðir sem geyma ríka sögu.

Frjáls Palestína - væntingar og vonbrigði

Alþjóðasamfélagið verður að gera sátt um Landið helga; sátt er getur haft áhrif í nágrannalöndum. Þar þurfa allir að koma að. Við vitum að engin ein trúarbrögð, eða heimsskoðun læknar þau mein er hrjá heiminn. Þar þurfa allir – burtséð frá trú, trúleysi, lífsskoðunum – allir sem eiga heitt hjarta að taka höndum saman og berjast góðu baráttunni gegn hinu illa. Þótt óveðursskýin sé alls staðar meigum við ekki glata voninni, von um réttlæti, frið og farsæld í Palestínu og í Ísrael.

Kirkjueignir og afdrif þeirra – grunnþáttur í samskiptum ríkis og kirkju

Því féllst kirkjuþing 2009 á að gera viðaukasamning við kirkjujarðasamkomulagið til eins árs um tímabundna breytingu á samkomulaginu. Fram kemur í samningnum að þetta er gert vegna sérstakra aðstæðna í ríkisfjámálum.

Biskupsmál og kirkjustarf

Mjög hefur verið sótt að embætti og persónu biskups Íslands. Því skal haldið til haga, að Karl biskup lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum í embætti að koma á verkferlum og úrræðum varðandi möguleg kynferðisbrot á kirkjulegum vettvangi.

Hleypidómar og kirkjunnar menn

Helga Vala Helgadóttir skrifar grein í 24 stundir þann 28. mars undir fyrirsögninni. „Hatur og hleypidómar biskupsins“. Tilefni greinarinnar er predikun biskups Íslands á páskadagsmorgunn og margt fleira. Helga Vala fer með stóryrðum gegn biskupi.

Aðför að heimsfriði

Undanfarið hefir verið gerður undirbúningur að stríði, sem er líklega aðför að heimsfriði. Það er öllum kunnugt. Nú á að ná Saddam. En enginn skýr vitnisburður eða sannanir liggja fyrir um tengsl þess þrjóts við þá óbótamenn er rústuðu sjálfsvitund bandaríkjamanna í árásunum 11. september. Nú er að sjá sem stund hefndarinnar sé upprunnin - og hefndina virðist mega sækja hvar sem er.

Predikanir eftir höfund

Hýsum hælislausa

Í guðspjalli dagsins fer Markús með okkur inn í kunnuglega sögu. Mettun þúsundanna. Þetta er svipuð saga og við sjáum í öðrum guðspjöllum. Svangt og umkomulaust fólk verður satt. Hér af brauði einu, annars staðar bætist fiskur við. Þeir fóru af stað með honum, þeir sem hann vitjaði við vatnið. Fiskimennirnir sem hann sagði að leggja frá sér netin og halda út í óvissuna. Lærisveinar, síðar nefndir postular.

Göngum saman djörf og sterk

Við þurfum líka að horfa heim. Í morgun heyrði ég í fréttum að tæp tíu prósent þjóðar okkar búi við efnalegan skort af einhverju tagi. Það þýða tvö hundruð manns hér í Borgarprestakalli. Við þurfum ekki bara sátt þjóðar um laun lækna, heldur líka kjör þeirra sem lakast standa.

Nýtt ár í óvissu og von

Víst er að árið 2009 verður munað um langa hríð. Þetta hefur verið býsnaár. Allt með ólíkindum. Undireins í janúar hófust fjöldamótmæli er birtu djúpstæða reiði fólks yfir því hruni er varð á haustmánuðum 2008 og afleiðingum þess. Þetta þarf ekki að rifja upp í smáatriðum.

Flóttavegurinn

Þannig hafa hóparnir farið flóttaveginn, milljónir og aftur milljónir. Fólk á flótta. Saklaust fólk. Fórnarlömb hins illa. Til að bjarga lífi og limum, til að forða börnum sínum frá hungurdauða eða óðum morðhundum. Fólk sem hrakið er af heimilium sínum - sleppur á burt, ef til vill með með fátæklegar föggur í pokaskjatta.

Umbúðalaus

Sagan af fíkjutrénu sem á sér tvísýna tilvist á því ekki heima í handbók um trjárækt, heldur vísar hún áfram og flytur erindi um tímann og tækifærin, vöxt og stöðnun, líf og dauða. Þetta er saga um afdrif mannanna.

Á jólum

Og svo er það nú einkennilegt, að guðfræðingar eru sammála um að erðfiðustu aðtæður kirkjunnar hverju sinni í sögunni, þegar kirkjan er í mestri hættu, hafi ekki verið tímar ofsókna og harðræðis, heldur góðæris- og velgengnistímarnir. Þegar allt gengur í haginn og hið daglega brauð, sem við biðjum um í faðir vorinu, fæði, klæði, húsnæði, allt það sem við þurfum til að komast af frá einum degi til annars – þegar allt þetta er auðfengið.