Bjarni Randver Sigurvinsson

Höfundur -

Bjarni Randver Sigurvinsson

Stundakennari við guðfræðideild HÍ

Pistlar eftir höfund

Getraun um Vantrú

En að sama skapi hafa vantrúarfélagar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að spara ekki stóru orðin um þá sem þeir telja að verðskuldi þau og hafa ýmsir sakað þá þar um einelti. Hér er dæmi um hvernig vantrúarfélagar hafa rætt á undanförnum árum um einn af starfsmönnum þjóðkirkjunnar

Kæruherferð Vantrúar greind í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar

Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, hefur nú birt stóra grein eftir Guðna Elísson prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ sem ber heitið „Fúsk, fáfræði, fordómar? Vantrú, Háskóli Íslands og akademísk ábyrgð“.

Breytingartillaga við frumvarp um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga

Þó svo að við styðjum í megindráttum það frumvarp sem nú liggur fyrir varðandi skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga gerum við enn alvarlegar athugasemdir við eitt grundvallaratriði í því, þ.e. þá aðgreiningu sem þar er gerð á trúfélagi og lífsskoðunarfélagi.

Vantrú svarað í Tímariti Máls og menningar

Tímarit Máls og menningar birtir í nýjasta hefti sínu tvær greinar sem varða kærur Vantrúar á hendur mér vegna getgátna félagsmanna um hvað ég kunni að hafa sagt eða látið ósagt í tengslum við nokkrar glærur um félagið í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar í Háskóla Íslands á haustmisseri 2009, námskeiði sem enginn þeirra sótti.

Stjórnlagaráð og nútímalegur trúmálaréttur

Ef við lítum á málin út frá alþjóðastjórnmálum í dag þá eru það aðeins þeir sem velja að grafa höfuðið í sandinn sem geta haldið því fram að trúarstefnur og trúarhugmyndir skipti minna máli í dag en t.d. fyrir hundrað árum. Margt bendir til að vægi trúarhreyfinga og trúarhugmynda sé þvert á móti að aukast.

Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög

Öll trúfélög eru lífsskoðunarfélög, öll miða þau starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og öll fjalla þau um siðfræði og þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þannig er ekki hægt að halda því fram að þetta séu sérkenni félaga sem byggjast á „veraldlegum lífsskoðunum.

Gildi þjóðkirkjuákvæðis í stjórnarskrá

Hjalti virðist ganga út frá þeirri forsendu að ríkisvald geti verið trúarlega hlutlaust en færa má rök fyrir því að ekkert raunverulegt hlutleysi sé þar mögulegt. Ennfremur má færa rök fyrir því að enginn raunverulegur aðskilnaður sé mögulegur milli ríkisvalds og trúarstofnana enda snúist málið þvert á móti um hvers konar tengsl sé þar um að ræða.

Þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskrá

Stjórnarskráin þarf að árétta vægi þessarar menningarlegu trúarhefðar með því að tryggja stuðning og vernd við þær trúarstofnanir sem varðveita hana. Vegna sögu sinnar, þjónustu og stærðar er eðlilegt að þjóðkirkjan skipi þar sérstakan sess.

Styðjum þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá

Stuðningur og vernd felur hvorki í sér mismunun né skerðingu á sjálfstæði trúarsafnaða. Stuðningur og vernd leysir hvorki trúarsöfnuði undan þeirri ábyrgð að hlýða landslögumvernd né þýðir hún að ekki að ekki megi gagnrýna með málefnalegum hætti.

Aðgangur múslima að kapellu HÍ

Fyrr í vetur bárust fregnir af því í fjölmiðlum að múslimar úr röðum stúdenta við Háskóla Íslands hefðu fengið leyfi hjá deildarforseta Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar til að biðjast fyrir í kapellu Aðalbyggingarinnar yfir ramadanhátíðina.

Athugasemdir við málflutning forsvarsmanna SÁÁ

Óumdeilt er að bæði kristnar kirkjur og fjöldi trúarsamtaka hafa sinnt margvíslegu líknar- og meðferðarstarfi í aldanna rás og oft átt frumkvæði að slíku víðsvegar um heim, bæði á heimavettvangi og úti á fjarlægum kristniboðsakri.

Það sem fólki er heilagt

Birting Jótlandspóstsins í Danmörku á tólf teikningum sem hæddust að Múhameð spámanni hafa vakið hörð viðbrögð múslima víða um heim og hrundið af stað mikilli umræðu um prentfrelsi, mannréttindi og árekstra menningarheima. Myndbirtingarnar og viðbrögðin við þeim er enn ein áréttingin á mikilvægi almennrar trúarbragðafræðslu.

Hvaða reglur gilda um skráningu trúfélaga?

Á Íslandi eru starfandi 27 trúfélög sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur viðurkennt til skráningar og þannig myndað formleg tengsl við ríkisvaldið með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Í raun eru þó mun fleiri trúarhreyfingar starfandi á landinu.

Hvað eru trúarbrögð?

Skoðanir meðal trúarhreyfinga, trúarbragðafræðinga og almennings hvað kalla megi trúarlegt eru svo skiptar að vandkvæðum er háð að setja fram skilgreiningu sem allir geti verið sammála um. Dæmi eru um fjölmargar hreyfingar sem sverja af sér öll trúartengsl og kjósa frekar að kenna sig við heimspeki, vísindi, trúleysi eða heilsurækt þótt trúarbragðafræðingar skilgreini þær yfirleitt sem trúarlegar.

Málflutningur Siðmenntar

Undanfarið hafa birst nokkrar gagnrýnar greinar í Morgunblaðinu um kristinfræði í skólum landsins þar sem meðal höfunda eru stjórnarmenn Siðmenntar. Þar talar stjórnarmaðurinn Jóhann Björnsson um „ofsatrúaða kennara“ og „umburðarlaust trúboð“.

Biblían og sérstaða kristindómsins

Nýverið birtist greinin „Fyrirspurn til annálaritaranna“ á vef Vantrúar sem sagður er helgaður baráttunni gegn svokölluðum „hindurvitnum“. Höfundurinn Snæbjörn Guðmundsson segir á sínum eigin vef, sem ber heitið Eitthvað annað, að þótt „greinin sé ekkert meistaraverk“ efist hann „stórlega um að fá nokkur vitræn svör við henni“.

Kristin fræði og trúarbragðafræði

Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi birti nýverið skýrslu sem varðar m.a. kristin fræði í grunnskólum landsins. Samkvæmt lögum ber að kenna kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði í skyldunámi hér á landi, en samt eru aðeins kristin fræði tilgreind í skýrslunni og hvatt til þess að öllum börnum sé tryggt tækifæri til að fræðast um mismunandi trúarbrögð.

Predikanir eftir höfund

Köllun hirðmannsins frá Eþíópíu

Við trúum á Guð sem er ekki afskiptalaus um okkur heldur elskar okkur og þráir samfélag við okkur. Um þetta snýst öll Biblían og þetta er kjarninn í fagnaðarerindinu um Jesúm Krist.