Kristján Valur Ingólfsson

Höfundur -

Kristján Valur Ingólfsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Bonhoeffer

Það er 9. apríl 2015. Við minnumst þess að einn hinn besti guðfræðingur og sálusorgari síðustu aldar, Dietrich Bonhoeffer var myrtur af nasistum á þessum degi fyrir réttum 70 árum í þann mund sem þeir töpuðu stríðinu.

Dymbilvika og páskar

Í trúariðkun kirkjunnar mynda bænadagarnir eina heild með páskum, allt frá messu á skírdagskvöldi þar sem síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists með lærisveinunum er minnst, til kvöldbæna að kveldi páskadagsins þar sem rifjuð er upp frásagan um lærisveinanna í Emmaus sem það kvöld buðu hinum upprisna Drottni inn til sín án þess að þekkja hann, en þegar hann braut með þeim brauðið lukust augu þeirra upp og þeir sáu að það var Jesús.

Þegar kraftar eldsins

Gjör loftið tært að nýju og andardráttinn heilbrigðan svo að fólkið megi ganga til iðju sinnar í öruggu trausti, til verndar þinnar og varðveislu í frelsaranum Jesú Kristi.

Hver er aftur Gunna sem sendi okkur kortið í fyrra?

Það sem þarf til að skrifa jólakort, fyrir utan penna, blek og blað er þrennt. Hugur, hjarta og hönd. Hugurinn einn er rök og skynsemi. Hjartað eitt er tilfinning. Höndin ein er ómarkvisst fálm. En hugur sem horfir til hjartans lætur höndina gjöra hið rétta.

Það er von í vatninu

Það er von í vatninu. Það er líka von í öllum fermingarbörnunum sem fyrir skemmstu söfnuðu mörgum milljónum króna til þess að gefa deyjandi fólki líf og von með vatni. 
Þau hafa með því sett af stað læki lifandi vatns í eftirfylgdinni við hina sönnu uppsprettu.

Trúarjátning vonarinnar

Ég trúi á Guð, á Guð allra trúarjátninga, með öllum sínum sannindum. En umfram allt trúi ég á þann Guð sem rís upp úr andvana orðum til þess að verða hluti af lífinu.

Þegar öndunin hindrast

Halt þú Drottinn í hönd þeirra sem paufast áfram í myrkri öskufallsins til að hjálpa mönnum og skepnum og greið þeim leið uns sólin fær aftur brotist gegn um skuggaskýin.

Leiðin heim

Opnunarhátíð Hörpunnar var og verður ógleymanleg stund. Fjórar klukkustundir. Eitt andartak. … manstu barn mitt þann dag er regnið streymdi um herðar þér og augu og skírði þig og landið til dýrðar nýjum vonum.

Hér svíða hjartasár

Línan sem gefur þessum pistli yfirskrift: „Hér svíða hjartasár“ lýsir kringumstæðum fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna nú ári eftir hrun betur en margir langir pistlar um það efni.

Skírdagur

Er páskavikan vikan fyrir páska eða vikan eftir páska? Er óviðeigandi að segja Gleðilega páska strax þegar fólk er á leið í páskafrí á fyrri hluta dymbilvikunnar?

Innlit – útlit

Dagarnir líða. Dagur óvissu. Dagur vonar. Dagur atvinnumissis. Dagur nýrra tækifæra. Dagur sigra og ósigra. Dagar sem bera með sér spurningar um það sem er satt og það sem er logið, það sem er raunverulegt og það sem er tilbúið. Spurningar um hið ytra og hið innra. Okkur leyfist að sjá yfirborðið en hið innra er falið.

Jósef

Guð treystir okkur eins og Jósef. Guð treystir á okkur eins og Jósef. Hann treystir því að við stöndum vörð um Jesúbarnið í jötunni, sem er þar nákvæmlega jafn umkomulaust og hjálparþurfi eins og hvert annað barn og þó er hann sjálft hjálpræðið, hið eina heimsins hjálparráð. Guð með oss. Við jötu hans verðum við vitni að undri: Allri elsku Guðs í litlu barni. Gjöf Guðs til allra heimsins barna. Það er jólagjöfin sanna og eina.

Gröfin - Þögnin - Upprisan

Laugardagur fyrir páska er dagur þagnarinnar. Þetta er kyrrasti dagur hinnar kyrru viku. Drottinn er í sínu heilaga musteri. Öll jörðin veri hljóð frammi fyrir honum. (Hab. 2.20).Heilög ritning geymir marga staði sem hvetja til þagnar.

Ekki ég, heldur Guð, í mér

Tvisvar hef ég vitjað friðarkapellu Uppsaladómkirkju þar sem Dag Hammarskjölds er minnst og staðið við leiði hans í gamla hluta Uppsalakirkjugarðs og lesið áletrunina á legsteininum. Þar er ritað: "Ekki ég, heldur Guð, í mér. Dag Hammarskjöld 1905-1961."

Hinn heilagi laugardagur

Það er laugardagur fyrir páska. Sabbatum sanctum. Þetta er dagurinn þegar Drottinn hvílir í gröf sinni. Þetta er dagurinn þegar Drottinn dvelur með hinum látnu. Þetta er dagurinn þegar Drottinn predikar fyrir öndunum í varðhaldinu og leysir þá. Drottinn dvelur í gröf sinni. Í dag er kyrrasti dagur hinnar kyrru viku. Sabbatum sanctum - hinn heilagi hvíldardagur.

Skriftaspegill

Á hvað treystir þú í lífi þínu? Hver er raunverulegur grundvöllur lífs þíns? Treystir þú á starfskrafta þína, bankainnistæður eða fjármuni, á andlegan styrk og gáfur, á sambönd þín, á staðfestu þína og heiðarleika, á trúrækni þína eða afturhvarf þitt?

Íhugun um pálmavið

Pálmasunnudagur var í sum um löndum kallaður græni sunnudagur. Með honum mætti kirkjan hinum forna sið náttúrudýrkunarinnar að fagna nýju lífi, nýjum gróanda, og gerði að helgum siðum kirkjunnar. Fólkið tók með sér sprota af brumandi trjám til kirkju þar sem þeir voru blessaðir.

Hjúskaparlögin og handbók þjóðkirkjunnar

Það liggur fyrir sem meginstefna þjóðkirkjunnar síðan á árinu 1998 að ekkert sé því til fyrirstöðu að prestar í þjóðkirkjunni annist athöfn til blessunar og fyrirbænar yfir tryggð og trúfesti samkynhneigðra para þegar þau óska eftir því.

Stefán

Þjónusta okkar á jólunum er ávallt fyrst og fremst þjónustan við Guðs heilaga Orð. Það gildir ekki síður þegar hún kemur fram í því að gera vel við heimafólk og gesti og búa þeim veislu. Því að þjónustan við okkar nánustu, er þjónusta við Krist.

Helgihald heimilanna á aðventu

Aðventan er góður tími til að hefja aftur bænahald á heimilinu, eða til þess að auka við þær bænastundir sem fyrir eru. Hér fylgja því nokkrar ábendingar um það hvernig þessu helghaldi gæti verið háttað.

Marteinn bróðir minn

Í dag er siðbótardagurinn. Það er minningardagur þess er Marteinn Lúther opinberaði athugasemdir sínar um það sem hann taldi villustigu hinnar heilögu kirkju. Ég hef stundum sagt að af Marteini Luther sé það helst að frétta að hann sé dauður. Slíkt gáleysishjal byggir á því að mér þykir oft vísað til hins meinta stofnanda evangelisk-lutherskrar kirkju af sama gáleysi. Að ég ekki segi vanþekkingu.

Hið heilaga

Í lífi flestra er eitthvað sem kalla má eða kallað er heilagt. Það hefur verið tekið frá og enginn óviðkomandi má snerta það eða spilla því. Hið heilaga er þannig oft nefnt á nafn án þess að alltaf sé augljóst hvað býr að baki, eða hvort um er að ræða sameiginlegan skilning. Við heyrum og lesum jákvæðar og neikvæðar setningar á borð við: ,,Það er mér heilög stund“, eða: ,, Er þeim ekkert heilagt?“.

Predikanir eftir höfund

Sjómannadagur

Guðspjallið ,,Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“ Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn. Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“( Matt 8.23-27)

Guðsást, traust og tilbeiðsla á þjóðhátíðardegi

Guð sem skapar tímann, kallar okkur til að minnast þess og helga honum tíma og stundir,- ekki bara helgistundir í gróðureit hinnar frjálsu náttúru, eða í honum helguðu húsum, heldur fyrst og fremst við vöggu barns og rúm með bænarorðin sem fyrst bæra varir hins ómálga og sem síðust lifa á vörum öldungs í andláti hans.

Verið glöð!

Kæru vígsluþegar. Við erum send. Það er inntak vígslunnar og sameignlegt hinni grundvallandi vígslu til trúar og lífs sem skírnin gefur. En nú eruð þið þrjár sendar til sérstakrar þjónustu, við lífið, við blessunina og við hinn upprisna Jesú Krist í söfnuðinum.

Við himins hlið

Þegar það var ákveðið á sínum tíma að fæðingarhátíð Jesú Krists skyldi haldin sem næst vetrarsólstöðum og þeim tíma þegar dag fer að lengja, þá var það til þess að minna á að okkur er ætlað að vaxa með honum, og meira en það: hlutverk hans í lífi okkar á að stækka. Það er eins og Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa, ég á að minnka.

Einkenni eilífðarinnar

Fallegust allra gjafa Guðs er tónlistin. Sagði Marteinn Lúther. Ég held reyndar að fallegust allra gjafa Guðs sé manneskjan sjálf.

Í þennan helga Herrans sal

Við söfnumst saman til að þakka fyrir þetta aldna Guðshús og fagna því hversu stórkostlega vel hefur verið unnið að því að fegra það og prýða svo að Þykkvabæjarklausturskirkja glitar nú og glóir eins og fegursti gimsteinn.

Óskiljanlegar eru víddir guðdómsins

Það er nokkurt ferðalag sem þarf til þess að messa á Þönglabakka. Það ferðalag sem á sér takmark hér í kirkjugarðinum er tákn um lífsferðina, sem við deilum með samferðafólkinu, en einnig með þeim sem á undan okkur gengu og á eftir fylgja.

Nýtt fyrir stafni

Það sem öllum virðist ómögulegt framkvæmir Guð. Þess vegna biðjum við hann líka um hið ómögulega og gefumst aldrei upp á því. Við festum okkur ekki við það sem var og endurspeglum það í núinu eins og það væri óumbreytanlegt lögmál.

Nú er heiðskírt

Í hvert sinn og við opnum bók bókanna og lesum Orð Guðs verður til vísir að predikun. Þða er vegna þess að lesturinn einn og sjálfur er túlkun og þar með útlegging og predikun. Orð Guðs talar sjálft til þess sem les eða heyrir. Undirbúið eða ósjálfrátt velur lesarinn sér áherslur eftir því sem textinn talar til hans í þeim tilgangi að opnast fyrir áheyrendum. Strax þar verður verk andans augljóst.

Leyst frá gröfinni

Þau sem kenna sig til kristinnar trúar hafa ýmsar skoðanir og meiningar og kenningar um allt sem varðar trúna og túlkun ritninganna og játninganna. Stundum er mismunurinn meira að segja svo afgerandi að það verða til ný trúfélög og nýir söfnuðir. Það er einungis eitt sem er sameiginlegt með kristnu fólki. Það er trúin á upprisuna.

Páskar við sólarupprás

Enn komum við saman við sólarupprás á Þingvöllum til að fagna upprisunni, til að fagna hinum upprisna Drottni Jesú Kristi sem sigrað hefur dauðann og þjáninguna, brotið niður múrinn milli þessa jarðneska, stundlega heims og hins himneska heims eilífðarinnar. Enginn atburður sem minnst er á ári hverju er með nokkrum hætti sambærilegur við þennan.

Kross í bjarma upprisunnar

Þýski presturinn og listamaðurinn Sieger Köder er einn af þeim á þá náðargáfu að segja hið ósegjanlega með list sinni. Hann hefur gert óvenulega mynd af Kristi sem ber krossinn. Myndin var gerð fyrir fjölskylduföður sem mætti dauða sínum í trú en háði mjög langt og mjög hart dauðastríð. Listamaðurinn gerði myndina honum til huggunar og hjálpar.

Þögnin, iðrunin og fyrirgefningin

Sálin er ekki markaðstorg, hversu mjög sem reynt er þó að gera hana að einhverju þess háttar. Sál okkar er þögull garður, öruggur virkisturn, læst herbergi eða hirsla.

Hinn hæsti í hlutverki hins lægsta

Jesús þvær allt burtu. Hann þvær fætur þeirra. Ekkert orð og engin skýring fer á undan. Hann gengur til verks. Á eftir segir hann: Skiljið þið hvað ég hefi gert. Ég hef gefið ykkur eftirdæmi.

Hvar ertu?

Guð spyr. Hvar ertu? Guð sem hefur sent sáðmann sinn út á akurinn, spyr: Hvar ertu? 
Ertu á akrinum, eða ertu hluti hans?

Víngarðurinn

Guð skuldar mér ekki neitt. Það er alveg ljóst. Gefi hann mér eitthvað, gerir hann það til að sýna að hann elskar mig. Líka alveg rétt. Ég get enga innistæðu eignast hjá honum vegna þess að ég get ekki gefið honum neitt nema það sem hann á nú þegar. Eða hvað?

Frelsari tímans

Mikils er um vert að niðurstaða ákvæðisins um Þjóðkirkjuna tryggi frelsi hennar frá ríkinu en staðfesti um leið sáttmála milli ríkis og kirkju um gagnkvæmar skyldur og réttindi, þar sem til dæmis kirkjuheimsóknir barna sem eru í þjóðkirkjunni séu ekki hindraðar vegna þeirra sem eru það ekki.

Tvö hús

Hugtakið þjóðkirkja felur ekki í sér neitt beinlínis um tengsl kirkjunnar við ríkisvaldið, heldur um tengslin við þjóðina og felur því í sér starfsáætlun. Þó hugtakið sé notað í gildandi stjórnarskrá skýrir það ekki í hverju tengslin við ríkið felast.

Miskunn Guðs og máttarverk

Að baki hverju einasta nafni í þessum kirkjugarði er saga. Í raun er það saga þessar þjóðar, saga mannsandans, saga lífsbaráttunnar, saga samfylgdar kirkju og þjóðar, saga um sigra og ósigra, ástir og örlög.

Birtingarhátíð Drottins

Prestar eru sendiboðar sendiboða Guðs. Hlutverk þeirra er sannarlega að breiða út fagnaðarboðskapinn um guðsríkið sem er í nánd, og að boða frið, en þeir eru um leið sendir til að berjast góðu baráttunni.

Höfundur tímans

Við höfum fengið dásamlega nýársgjöf. Nýtt ár. Í Jesú nafni. Það merkir að við megum verða samferða sem kirkja, og samferða höfundi tímans allt hið nýja ár til enda, í öryggi, í friði og í kærleika.

Hið gamla er nýtt

Maður nokkur spurði nýverið: Er ekki löngu búið að segja allt sem segja þarf í predikun á jólum? Er virkilega hægt að bæta einhverju við eftir tvö þúsund ár? Er þetta ekki bara alltaf sama gamla tuggan?

Guð er kærleikur

María og Jósef þurftu að flýja með barnið til Egyptalands. Á þessum dögum þegar Ísland hefur fyrir sitt leyti samþykkt fullveldi Palestínu tryggir sá velgjörningur ekki frið né lífsöryggi barna og foreldra, og alls ekki þeirra sem eru á leið til Betlehem, þó að Ísraelsmenn hafi í gær lokið upp stóra hliðinu sem annars er notað fyrir herinn, svo að rúturnar frá Jerúsalem ættu greiðari aðgang.

Yfirskrift aðventunnar er von

Í dag, á fyrsta sunnudegi í aðventu, eru það ekki bara réttlæti og friður sem fallast í faðma, heldur allt þetta: 40 ára afmæli Bústaðakirkju, upphaf aðventu með innreið Jesú til safnaðarins, og jólasöfnun Hjálparstarfsins til að færa þyrstum vatn og opna nýja brunna. Og yfir þessu öllu má skrifa eitt orð með stórum stöfum. Það er orðið VON.

Til þjónustu

Það sem okkur er falið er að elska hvert annað og hvíla í elsku Guðs í Jesú Kristi. Þá verða ávextirnir til og Guð les sjálfur þrúgurnar af greinunum, því hann er sá eini sem örugglega þekkir þær og kann að nýta þær.

Að elska og fyrirgefa

Hversvegna í ósköpunum er svona mikið gert til þess að firra fólk ábyrgð? Líka á því sem það skammast sín fyrir og ætti að skammast sín fyrir? Hver er orsökin? Það er óttinn við að engin fyrirgefning sé til. Það er óttinn við að horfast í augu við villu síns vegar. Það er óttinn við refsingu. Og óttinn við refsinguna blindar augun svo maður þorir ekki að trúa á fyrirgefninguna. Fyrr en það er ekkert eftir. Hin blinda uppgjöf frammi fyrir vandanum setur mann á hnén.

Múrinn og musterið

Sá Jesús sem við fylgjum er ekki bara brosandi á gangi í grængresinu með dansandi börn í kring í endalausri himneskri gleði, þó að það sé sannarlega ein hlið þeirra göngu. Hann fer líka hörðum orðum um skinhelgi og yfirdrepskap, hann rekur út víxlarana, hann grætur yfir borgunum og kvelst á krossinum.

Svar Guðs sem þegir

Sama spurning vaknaði eftir glæpaverkin í Noregi. Hvar var Guð á Úteyju? Getur verið að spurningin Hvar var Guð þá, blindi sjónina á það þegar hann er og heyrnina þegar hann svarar?

Sálin, kletturinn og kirkjan.

Einu sinni á ári komum við og byggjum kirkju hér á þessum fornu rústum. Kirkju úr einstaklingum sem sjálfir eru kirkja. Kirkju úr lifandi steinum. Maður getur ekki byggt kirkju nema vera kirkja sjálfur.

Plógfarið

Andspænis þessu verður kirkjan að játa synd sína. Einnig í nafni þeirra sem ekkert geta játað lengur. Og þessari játningu verður að fylgja iðrun og yfirbót. Annars er hún ekki sönn.

Gjafir andans

Jesús vitjar okkar með heilögum anda sínum. Jesús breytir mönnum með anda sínum. Hann setur kærleika til annarra í stað sjálfselsku og sjálfsvorkunnar, hann setur fyrirgefninguna í stað beiskju og haturs, hann setur umhyggju fyrir öðrum í stað afskiptaleysis.

Sá öðlast sem biður

Við komum alltaf einhverntíma að mærum hins mögulega og þess við höfum ráð á. En þegar við rekumst á slíkar takmarkanir, þá verður eitthvað annað að taka við. Öskufall er eitt af þvi sem minnir á það hversu bjargarlaus við getum verið í vissum aðstæðum.

Trú og efi

Góður efi er alltaf betri er syfjulegt afskiptaleysi. Sá sem efast í trúnni er í djúpum sálar sinnar að leita að sannleikanum, að leita Guðs. Efinn táknar í raun ekkert annað en að mér er ekki sama um Guð og um trúna. Mér er ekki sama um það hvernig ég hugsa um Guð og hvort ég hugsa um hann.

Tárasveigur

Hvernig er hægt að tala um dýrð krossins,  sem er hræðilegasta og átakanlegasta aftökuaðferð síns tíma? Hversvegna talar Kristur um það að hann verði dýrðlegur gjör á krossi?

Mitt á milli uppstigningardags og hvítasunnu

Þessir dagar mitt á milli, eru þetta árið líka dagar ótta og angistar vegna óróleika úr iðrum þeirrar jarðar sem við erum vön að geta treyst sem grundvelli að standa á og vegna óheiðarleika og ágirndar einstaklinga sem áður voru grundvallandi aðilar í grósku og velmegun samtímans.

Biblíudagur

Akurlendi orðsins er kirkjan. Það er kirkjan í tvöfaldri merkingu. Það er söfnuðurinn og og einstaklingarnir, bæði þeir sem þegar hafa valið að vera hluti af lærisveinahópi Jesú Krists og einnig þau sem eru það ekki en fá að heyra og fá að bregðast við, og það er kirkjan sem er hús og heimili Guðs orðs.

Kyndilmessa

Við tendrum ljós á kyndilmessu. Ljós fyrir Maríu Guðsmóður, ljós fyrir móður okkar kirkjuna, ljós fyrir Guðs son, sem er ljós heimsins, ljós fyrir þau sem enn hafa ekki fundið ljósið, og ljós fyrir það ljós sem okkur sjálfum er gefið, að það lýsi öllum í húsinu en kafni ekki undir mælikerinu.

Símeon og barnið

Við ættum að skammast okkar fyrir að hugsa ekki betur um þær mæður sem gengist hafa undir fóstureyðingu, og það má alveg einu gilda af hvaða ástæðu það var. 
Það eru særðar mæður, sem flestrar hverjar búa við innri sorg sem enginn talar um.

Jóhannes í fangelsi. Jesús á akrinum

Kæri söfnuður. Heimsbyggðin öll horfir til Kaupmannahafnar. Kirkjan um allan heim, dreifð og skipt í kirkjudeildir og trúfélög horfir líka til Kaupmannhafnar, þó hún horfi ekki einungis þangað.

Mannlegt eðli þitt hann þekkir

Hvað er þegar Guð talar ekki? Hvað merkir þögnin? Jesús beygði sig niður og skrifaði á jörðina. En sagði ekki neitt. Hvað skrifaði hann?

Stofn og greinar

Andinn er guðleg ákvörðun huggarans að vera hjá söfnuðinum allar stundir allt til hinnar nýju aldar, og í þeirri mynd er Kristur með söfnuði sínum og í kirkju sinni allt til þess að hann kemur aftur um síðir. Það mætti þess vegna kalla andann staðarhaldara Jesú Krists á jörðu þangað til hann kemur og verður allt í öllu.

Þegar steininum er velt frá

Inntak páskaboðskaparins er að það var sjálfur höfundur lífsins sem kom til jarðarinnar og gerðist maður eins og þú, fæddur af Maríu og lagður í jötu, lítið ósjálfbjarga barn, til þess að taka á sig alla mannlega neyð, allar misgjörðir þeirra og syndir og síðast dauðann sjálfan sem er afleiðing syndarinnar, og sigra það allt.

Lækningin mikla

Krossinn er andsvarið við skilningstré góðs og ills í frásögninni um Adam og Evu. Eins og ávöxtur þess trés leiddi til syndafallsins, og syndin leiddi af sér dauða Adams og allra síðan þá, er krossinn hið raunverulega lífsins tré og ávöxtur þess er frelsið frá syndinni, frelsið frá dauðanum.

Orðið og eftirfylgdin

Þegar yfirvöldin, hver sem þau eru, fjarlægjast það samfélag fólks sem þau eru sett til að starfa fyrir og starfa með og þjóna, hugsa fyrst um sig, bregðast þau því umboði sem felst í ábyrgðinni frammi fyrir Guði.

Barnadagur

Kannski er helförin stærsta dæmið um glæpaverk af þessu tagi. Kannski eru mörg slík í gangi enn. Hversvegna fær Mugabe enn að ráða? Hversvegna falla milljónir í hungsneyðum í Afríkuríkjum. Hversvegna getur ekki orðið friður milli Palestínu og Ísrael?

Guð lífsins

Guðspjallið er saga úr daglega lífinu. Og þó er efni þess svo gjörsamlega allt annað en hið daglega líf. Daglega lífið segir: Það var borinn út dauður maður. Daglega lífið er ekki tillitsamt um tilfinningar. Það fannst hálfdauður maður á götuhorni. Um hann var ekkert annað sagt, og ekkert annað er frétt.

Sjómannadagur á Þingvöllum

Við erum sem fyrr hjálparvana gagnvart ógnarkröftum sköpunarinnar, en samt er hún sköpun sem lýtur skapara sínum. Vald hans og máttur er af þeirri stærð sem lætur jörðina bifast.

Bænin, skrúðinn og kosningarnar

Þó að tilefni kirkjugöngu okkar á þessum almenna bænadegi kirkjunnar séu ekki beinlínis kosningarnar og úrslit þeirra, þá kunna þær nú samt að hafa haft veruleg áhrif á kirkjuferðina og jafnvel hafa komið af stað meira róti tilfinninganna en kirkjuferðir gera á venjulegum sunnudegi. Samt er alltaf ýmislegt sameiginlegt með kosningum og kirkjuferðum.

Upprisulíkaminn

Kristindómurinn snýst ekki um neitt annað en að fylgja Kristi. Upprisukrafturinn sem brýtur dauðann á bak aftur og Jesús Kristur gefur þeim sem trúa, er ekki bara áhrifavaldur á dauðastundu minni, leiðin sem ég fer með honum gegnum dauðans göng inn í ríki hans, ef hann hleypir mér þangað; upprisuaugnablikið á mótum lífs og dauða er bara einn lítill hluti.

Hann er hér

Gröfin er tóm. Predikun á páskamorgni, útlegging helgra texta þessa dags, þessa undarlega, undursamlega dags verður hljómlítil og nánast aumkunarverð frammi fyrir upprisuundrinu. Margar stærstu fréttir sem við fáum, hvort sem er um líf eða dauða, eru þannig. Fréttir um óvænt andlát, fréttir um undursamlega björgun gera orðin smá. Hann er upprisinn.

Hólmganga

Samhengi dauðans og reikningskilanna. Hvar er það? Að dauðinn sé vegurinn heim að dómstól Drottins – hver segir það? Að lífið sé barátta góðs og ills, reynsluvegur í eftirfylgd, þar sem Kristur leiðir og leiðbeinir, hver veit það? Við vitum það.

Nafnið Jesús

Þegar Jesús fæddist á jörðu mátti enginn nefna nafn Guðs. Það var of heilagt til þess. Þess vegna sagði fólkið: Herra og Drottinn, í stað þess að nefna nafnið. Það er hollt að minnast þeirrar miklu breytingar sem varð með boðun og kenningu Jesú Krists, að hann kenndi þeim sem voru slegin ótta frammi fyir nafni Guðs að segja faðir, eða abba, sem er augljóslega skylt orðinu pabbi.

Í myrkrum ljómar lífsins sól.

Jólahátíðin er umbreytingartími. Hinn dapri verður glaður, hinn smáði fær nýjan styrk, hinn háleiti horfir niður. Það er inntakið í lofsöng Maríu sem verður að veruleika á jólanótt, og veruleikinn er lítið barn, í engu frábrugðið öðrum litlum hjálparvana börnum.

Hirðar og vitringar

Sum okkar hlaupa með boðskapinn, jafnvel út um víða veröld og bera honum þannig vitni. Sum okkar fara hvergi en miðla honum með lífi sínu og trú.

Kristur kemur

Hvert er einkenni aðventunnar í kristnum sið? Það er hinn persónulegi undirbúningur. Það er undirbúningur undir einskonar starfsmannaviðtal um áramót á kirkjualmanakinu. Hvernig var hið umliðna kirkjuár? Hvernig hef ég staðið mig gagnvart vinnuveitanda mínum Jesú Kristi, þetta árið? Hvað ætla ég að segja við hann þegar hann kemur?

Köllun og eftirfylgd

Köllunin til eftirfylgdar við Krist gerist ekki með útskýranlegum rökum um grundvöll kristnilífsins og með sannfæringarkrafti, heldur fyrst og fremst með því að það gerist eitthvað, sem er gjarna ekki í neinu samhengi við það sem vænst er eða líkindi eru til, eða getur með nokkrum hætti verið skilgreint sem árangur mannlegs erfiðis.

Miskunnsemi Guðs og manna

Lærisveinar Jesú Krists áttu forðum ekki aðeins það sem þjónaði líkamlegri heilsu þeirra og velferð sameiginlegt, heldur var hið sameiginlega fyrst og fremst hið nýja réttlæti þeirra sem játast Kristi. Og það höfum við flest eða öll gert í fermingunni. Að taka við þessu réttlæti þýðir að komast til skilnings á því að tengslin milli manna, milli einstaklinga, það er sambandið milli fólks inbyrðis sé þar með komið á annað og æðra stig.

Þjóð og kirkja

Hversvegna fjölgar þeim sem gliðna frá kirkjunni innan frá? Af því að kæruleysið og afskiptaleysið gagnvart kristnum sannindum og nálægð Jesú Krists sjálfs vex meðal þeirra. Og afhverju er það ? Það er ekki síst vegna þess að við sem berum ábyrgð í kirkjunni, stöndum okkur ekki.

Bænir og blásarar

Bæn í Jesú nafni er sú bæn sem vex fram vegna samfélagsins við hann. Það er orð og ákall, eða orðlaust andvarp , sem andi Guðs kallar fram í okkur. Leið Jesú Krists frá því hann var sendur frá föðurnum og allt til dauðans á krossinum og úr gröf á jörðu inn til himneskrar dýrðar er ekki aðeins inntakið í tilbiðjandi íhugun heldur þarf einmitt þessi vegur Krists að mynda í sér kristna bæn.

Hvað hrópa steinar?

Þetta er söngurinn okkar. Fáa söngva syngjum við oftar en þennan. Hann er nánast eins og tákn um söng kirkjunnar á öllum tímum og um tíma og eilífð. Hann er sannleikurinn. Og ef lærisveinarnir þegja, munu steinarnir hrópa. Hvað þýðir það?

Góði hirðirinn og fermingarbarnið

Fermingarbörn eru eins og blómknúppar að byrja að springa út. Og hvað verður svo? Höfum við gefið börnum okkar það veganesti sem þeim reynist best fyrir lífið framundan? Það er með þá spurningu í huga sem við göngum í annað sinn fram fyrir Guð með þessa dýrmætu gjöf sem hann hefur lagt okkur í fang, til þess að hann sem áður helgaði þau í skírninni megi að þeirra eigin vilja, vera sá sem leiðir og leiðbeinir, vakir og verndar.

Lúther, María og bræðurnir

Marteinn Lúther talaði mál sem heyrendur hans skildu. Hann lagði sig fram um að tala þannig. Reyndar gerði hann það svo mjög að hann fór stundum óþarflega nálægt því orðafari sem talað er af götustrákum. En um leið var hann trúverðugri fyrir vikið.

Í dag í Paradís

Í dag, skilur enginn til fulls. En það má segja það sem svo: Í dag er Kristur á krossinum. Í dag er Kristur í gröfinni. Í dag ertu með honum þar og samt í Paradís. Hversvegna? Í dag hefur þú játað synd þína, í dag hefur þú fengið fyrirgefninguna, í dag hefur opnast leiðin gegn um dauðann til eilífa lífsins, í dag ertu þess vegna í Paradís.

Hveitikornið og brauð lífsins

Að vera eins og illa gerður hlutur er í málvenjunni ekki fyrst og fremst ástand eða ásigkomulag heldur tilfinning þess sem er hvorki á réttum stað né á réttri stundu. Þetta er óþægileg tilfinning. Vísast má reikna með því að enginn sækist eftir henni. Viðbragðið er þetta: að láta fara lítið fyrir sér og reyna að láta sig hverfa sem fyrst.

Bænaglíma

Getur verið að þetta ,,verði þinn vilji” sé fyrst og fremst varnagli til þess að við verðum ekki fyrir vonbrigðum ef Guð skyldi sjá bænarefnið öðrum augum? Er það kannski bara uppgjöf að segja við Guð: verði þinn vilji: Hver sem hann er. Ég er þá ekkert að biðja frekar. Þú veist hvort sem er hvað mér er fyrir bestu. Ég legg þetta bara þínar hendur. Þú munt vel fyrir sjá.

Hjáleið út af heilum vegi

Imbrudagar eru dagar íhugunar, dagar iðrunar, dagar alvöru, dagar hinna stóru spurninga frammi fyrir Guðs heilaga augliti. Heilög kirkja hefur haldið imbrudaga árstíðanna fjögurra í þúsund ár, vegna þess að kristið fólk á jörð þarf þess með. Ritningartextinn sem okkur er fenginn til íhugunar á þessum degi er alveg í samræmi við það. Hann talar til okkar tæpitungulaust.

Launastefna himins eða jarðar

Í þeirri nýju víkingaöld sem upp er runnin yfir Ísland er ríkjandi það meginmarkmið víkinganna að flytja í bú sitt sem mestan feng héðan að og þaðan. Maður er feginn hverjum deginum sem líður án þess að fréttir berist um brennd þorp og hrunin samfélög. Í samhengi víkingatímans er guðspjallið um að hinir síðustu geti orðið hinir fyrstu, eins og afar mislukkaður brandari.

Ummyndun

Hver er munurinn á jarðneskum og himneskum veruleika? Kæri söfnuður. Ýmsir myndu segja að þessari spurningu væri ekki hægt að svara. Aðrir myndu segja að hún væri leiðandi. Sumir myndu svara því til ekki væri hægt að spyrja að þessu vegna þess að eingöngu væri til jarðneskur veruleiki.

Fundinn!

Símon Jóhannesson gekk fram fyrir Jesú Krist og fékk nýtt nafn sem hefur djúpa merkingu fyrir alla kirkjuna og líf hennar síðan. Þegar við vorum borin fram fyrir frelsarann Jesú Krist í heilagri skírn fengum við nafn, eða það nafn sem við þegar bárum fékk dýpri merkingu. Það varð skírnarnafn.

Friður og sátt

Englarnir syngja um frið á jörðu. Það var ekki friður á jörðu þessa nótt fyrir tvö þúsund árum, og það er ekki enn friður á jörðu. Í borg Davíðs Betlehem hefur þrásinnis á síðustu árum öllu hátíðahaldi verið aflýst um jól. Þetta árið eru gistihúsin tóm en ekki full. Það er stór jólagjöf að mega búa í þessu landi, þó að myrkt sé stundum, en þakklætið fyrir birtuna og hlýjuna er væntanlega dýpra fyrir vikið.

Nótt og nýfætt barn

Þegar augu okkar hvíla á nýfæddu barni skynjum við best hversu óumræðilega mikils virði það er að vera elskuð. Og við skiljum betur en áður hvað Guð á við með elsku sinni til okkar og með sínum elskulega syni þarna í jötunni. Og hér er jata og hey til að minna okkur á. Og kerti í heyinu. Kerti til að minna á ljós heimsins, Jesús.

Andi hinna sjö safnaða

Þriggja arma ljósastjakarnir tveir sem gefnir voru til kapellu Háskóla Íslands 1940 eru komnir aftur. Þeir voru í viðgerð. Dag nokkurn fyrir tveim árum datt annar í sundur. Þegar að var gáð kom í ljós að þeir voru báðir ryðgaðir að innan í svo miklum mæli að þeim var ekki lengur treystandi til að halda uppi ljósinu. Þeir voru settir til hliðar.

Siðbótardagur við ysta haf

Þegar við komum saman hér í helgidóminum í dag þá eru tilefnin mörg sem minnast má og minnast má á. Ef við myndum reyna að finna samnefnara fyrir það allt þá er hann að finna í guðspjalli dagsins. Samnefnarinn er sannleikurinn sem geymir í sér frelsið og er frelsið.

Fyrirgefning

Í dag á fyrsta sunnudegi í vetri eru ritningarlestrar dagsins með þeim hætti að fyrirgefningin myndar einskonar yfirskrift dagsins. Guðspjallið hefur þrjú megin stef. Þau eru öll með vísan til einhverskonar valds. Hið fyrsta er um agavald safnaðarins þegar einn brýtur af sér gagnvart öðrum, annað er um vald fyrirgefningarinnar til að binda og leysa og þriðja er um vald bænarinnar.

Já!

Svör Biblíunnar taka aldrei ábyrgðina af þeim sem heyra orð Guðs. Heyrandanum er alltaf falið að verða gerandi. Þetta áréttar Jesús þegar hann notar dæmisöguna um synina tvo til að sýna hvernig tilheyrendur hans og Jóhannesar skírara brugðust við orðum þeirra og kenningu. Hann notar líkingu sem ekki aðeins hrellir áheyrendurna heldur móðgar þá.

Set þig ekki í hefðarsæti

Á minningarhátíð um Brynjólf biskup þegar guðspjallið segir: Set þig ekki í hefðarsæti, er vandasamt að standa í predikunarstól úr kirkju Brynjólfs. Það er harla lítil huggun að vita að hann stóð hér ekki sjálfur, því að hann lifði það ekki að sjá þennan stól. En þetta timbur strauk Jón Vídalín, sem næst kemst því að kallast gullinmunnur meðal íslenskra kennimanna.

Við höfum verk að vinna!

Kæri söfnuður, hjartanlega til hamingju með þennan mikla dag í lífi Langholtssafnaðar, -þetta er gleðidagur okkar allra sem þykir vænt um þessa kirkju og þennan stað á jörðu og við fögnum honum, - og vonandi fá nú þau sem hér störfuðu fyrrum og farin eru á undan okkur heim til Guðs að gægjast út úr gáttum himnaríkis og sjá hvernig draumar hafa ræst og allt er prýtt og glæst hér í kringum kirkju og safnaðarheimili.

Jesús kemur í heimsókn

Guðspjall þessa sunnudags er eitt af þeim guðspjöllum sem láta næsta lítið yfir sér í fyrstu, en reynast svo við nánari skoðun ekki aðeins ríkuleg uppspretta hugsana og leiðsagnar í daglegu lífi, heldur draga þau upp mynd af kirkjunni og af trúarlífi einstaklinga og persónulegu sambandi hins kristna manns við Krist sjálfan.

Ábyrgð

Það fer ekki hjá því þegar gengið er hér um vellina, leitað Lögbergs eða bara rýnt í landslagið að ýmsar spurningar kunni að vakna um þá tíma þegar þjóð var að verða til á Þingvöllum. Hvernig var það til dæmis þegar lögsögumaðurinn sagði upp lögin? Þyrptist að fólkið allt sem sótti þingstaðinn heim, eins næri lögréttu og það mátti, og sat eða stóð í andakt á meðan? Hljóðnuðu samræður og hvíslingar?

Lögmál og fagnaðarerindi

Ef til vill finnst ykkur eins og mér að á sólríkum sumardagsmorgni sé maður ekkert endilega tilbúinn til þess að kafa mjög djúpt ofan í stórar guðfræðilegar spurningar eða rannsóknarefni. En nú vill svo til að guðspjall dagsins í dag leggur fyrir okkur ákveðið viðfangsefni og undan því verður ekki vikist.

Hver er fullkominn?

Kæri miðvikudagssöfnuður. Ég man hve ég var sem barn og unglingur sólginn í ævintýri. Ég gat lesið þau endalaust. Ég man þegar skynsemin kom í heimsókn dag nokkurn og sagði mér að þetta væru alltsaman hillingar og draumsýnir og veruleikaflótti, og ég trúði henni. Þá kom ævintýralausa tímabilið sem var eins og viðvarandi ský á himni nákvæmlega þar sem sólin hefði átt að vera.

Far þú. Syndga ekki framar

Far þú. Syndga ekki framar. Fyrirgefning er nýtt upphaf. Algjörlega ný byrjun, eins og að þegar byrði er tekin af. Lítil manneskja gengur með nokkra fiska í snærishönk, snærið er blautt af sjó og skerst inn í fingurna og það er enn langt heim. Allt í einu kemur stór hönd og tekur byrðina.

Samspil ríkis og kirkju

Tvö hús. Þau standa hlið við hlið. Tvö tákn um sögu sem er samofin í þúsund ár. Tvö hús. Dómkirkjan í Reykjavík og Alþingishúsið. Tvisvar á ári rifja þau upp sína formlegu tengingu þegar þau sem þjóna landi og lýð í þinghúsinu ganga fram fyrir altari Guðs, ásamt þjónum kirkjunnar: Við setningu Alþingis og 17.júní.

Dagurinn eftir afmælið

„Dagar koma. Þeir koma einn af öðrum í langri röð og mynda vikur og ár og heila ævi. Í grunninn eru þeir allir eins. Þeir rísa og hníga. Það varð morgunn og það varð kvöld ...“ segir Kristján Valur Ingólfsson í prédikun á hvítasunnudegi.

Bænadagur

Í dag er hinn almenni bænadagur. Bænadagurinn er ekki fundinn upp á Íslandi eða í Danmörku þótt einhverjum hafi dottið þaðí hug nýverið, heldur er hann sameiginlegur arfur kirkjunnar um allan heim allt frá því á 4.öld. Elstu siðir hans eru frá þeim tíma þegar kristin trú var að breiðast út meðal þjóðanna.

Hver stjórnar kirkjunni?

Í umræðum í íslenskum fjölmiðlum hefur ekki aðeins borið á verulega samstæðilegri vanþekkingu á því hvað kristni og kirkja merkja í raun og veru og fyrir hvað kirkjan og kristnin stendur, heldur einnig því að fjölmiðlafólk hefur kallað til einstaklinga sem í oftar en ekki koma fram annað hvort af lítilli þekkingu en stórum orðum, eða af einhverskonar blandi af minnimáttarkennd og hroka gagnvart trú og kristni og heimskulegum sleggjudómum.

Í freistingum

Freisting er ill löngun fædd af girnd og hroka sem hvetur til illra verka. Á bak við freistinguna er vilji freistarans til að spilla sambandi mannsins við Guð og spilla manninum. Freistingin er alltaf fyrst og fremst tilraun til að trufla samband manns og Guðs, og meira en það, að taka upp sið eða framkvæma gjörning sem stríðir gegn vilja Guðs og áætlun hans um samskipti barna hans innbyrðis, eða er beinlínis andstyggð í augum hans.

Vegvísir á nýársdag

Nýtt ár er hafið. Við vitum ekkert um það, nema að fyrsti dagur þess er helgaður nafni Jesú Krists. Þannig heilsuðu kynslóðirnar hverjum nýjum degi. Þær fólu sig Guði á vald í Jesú nafni.Við gerum það einnig. Í nafni hans er styrkur og kraftur til lífs; kraftur til að takast á við lífið og við dauðann. Guðspjallið er eins og vegvísir á vegamótum hins gamla og hins nýja. Vegvísir reistur á nýársdag.

Og dýrð Drottins ljómar kringum þig

Ein hinna fögru jólaminninga okkar hinna eldri er um ljósið. Það loguðu ljós alla nóttina. Líka í kirkjunni. Það loga ljós, af því að ljósið er komið í heiminn.Í tvennum skilningi. Það loga ljós til að tengja saman dag og nótt. Það er gott að vakna jóladagsmorgun og vita að jólin eru ennþá, að hátíðin sem gekk í garð í gærkveldi hún varir ennþá, - ekki bara á almanakinu, heldur einnig í okkur sjálfum, og við ráðum því sjálf hversu lengi hún varir.

Kom og sjá!

Kæri söfnuður. Það er kominn sá tími nætur þegar við göngum hægt um gáttir. Í kyrrðinni hugleiðum við undur jólanna. Í fæðingu frelsarans steig Guð sjálfur niður til jarðarinnar. Í kærleika. Af kærleika.

Farísei og tollheimtumaður

Hingað á þennan helga stað, Þingvelli, koma þúsundir. Tölfræðin segir að þau séu líkast til 300 þúsund á þessu ári sem koma hér að kirkjunni, margir gægjast inn, margir setjast niður. Fáir dvelja lengur en nokkur andartök. Svo skrítið sem það kann nú að hljóma, þá er afar algengt, og reyndar miklu algengara en nokkuð annað, að megin spurning þeirra sem hingað koma sé ekki: Hvernig get ég tilbeðið Guð á þessum stað?

Fiskidráttur eða köllun

Í nýjustu biblíuþýðingunni okkar frá árinu 1981 hefur guðspjall dagsins fyrirsögnina: Fiskidráttur Péturs. Nú fjölgar þeim sem telja að það eigi að lesa fyrirsögina með, þegar guðspjallið er kynnt. Fyrirsögnin, sem er bara lítil millifyrirsögn í kafla, er því farin að skipta verulegu máli.

Heilög þrenning

Í dag er bæði sjómannadagur og þrenningarhátíð. Þar sem líklegt er að þau sem vilja fara til kirkju til að fagna sjómannadeginum muni gera það nær sjó, er hér í Þingvallakirkju meginumhugsunarefni dagsins þrenningarhátíðin og tilefni hennar. Það eru lestrar og sálmar þess dags sem hér hafa hljómað. Ekki viljum við þó alveg horfa fram hjá sjómannadeginum, - því að : Föðurland vort hálft er hafið, eins og segir í sjómannasálmi Jóns Magnússonar.

,,Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn ...”

Þjónusta við Þingvallakirkju hefur mikla sérstöðu. Helgistaðir eru yfirleitt fyrst og fremst helgistaðir í trúarlegu samhengi, eins og t.d. Hólar og Skálholt. Þingvellir eru helgistaður allrar þjóðarinnar, óháð trúarskoðunum og þó á sama tíma í huga kristinna manna, einstakur helgistaður kristninnar.

Nóttin var sú ágæt ein

Engin nótt er jafn ágæt og þessi. Kæri söfnuður, það er ekki bara jólakvæði Einars í Eydölum sem kennir okkur það. Veruleiki jólanna sem við erum snortin af með einum eða öðrum hætti eða viljum láta snerta okkur og hreyfa við okkur í þeim tilgangi að hin djúpa merking þeirra, kraftur þeirra og blessun fái að hafa áhrif á okkur og verða hluti af okkur, hann kennir okkur það.

Siðbótardagur

Það er kominn vetur. En bara á dagatalinu. Við horfum fram til tíma sem einkennast mun af vaxandi myrkri og kannski kulda og kannski hríð og frosti og hálku. Einhversstaðar lengra framundan grillir í jólin og grillir í nýja birtu og yl.

Guðs kirkja er byggð á bjargi

Við höfum safnast saman hér í húsi Guðs á Hálogalandshæðinni. Við höfum heyrt og þekkt guðspjall dagsins. Því að það eru litlar líkur á því að þið sem hér eruð nær eða hlustið fjær þekkið það ekki og hafið hugsað um það, - og ef til vill líka einhverntíma sungið um það barnasönginn: Á bjargi byggði hygginn maður hús .... og látið eða séð regndropana streyma úr litlum tifandi fingrum og heyrt smellinn þegar hús hins heimska féll.

Samfélagið og einstaklingurinn

Markaðstorg tækifæranna stækkar og stækkar. Möguleikar þess vaxa og vaxa. Jafnvel sá sem situr einn í djúpum dal með langt til næstu bæja getur verið staddur í miðri hringiðu þess torgs. Markaðstorgið leitar viðskipta við einstaklinga fremur en samtök.

Skammvinn og léttbær

Þessi morgunlestur byrjar á hvatningunni að láta ekki hugfallast þó að við , - sérstaklega við sem eldri erum, - finnum að vor ytri maður hrörnar. Við eldumst og líkaminn lætur ekki að stjórn með sama hætti og þegar við vorum börn og unglingar. Þessi hvatning kemur ekki óvænt í bréfi Páls, heldur hefur hún afmarkaða og alveg skýra forsendu.

Nýmæli

Hér og nú fer af stað nýtt tilbrigði í helgihaldi borgarinnar. Og ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessa upphafs. Mjór er mikils vísir segir máltækið og við viljum láta það sannast. Þetta fyrsta skipti er auðvitað ekki allt komið í það horf sem verður og væntanlegt er. Meiningin er að hér leggist margar hendur á eitt og að helst verði aldrei færri en fimm í liði þeirra sem eitthvað hafa fram að færa, - kannski sjö.