Sigurvin Lárus Jónsson

Höfundur -

Sigurvin Lárus Jónsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Bann við umskurði drengja

Frumvarp til laga um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli erlendis, ekki síst í Danmörku þar sem ég er við nám og andstaða við umskurð fer vaxandi.

Í Biblíunni eru engir dýrlingar ... bara fólk að fylgja Guði

Á æskulýðsdaginn er æskulýðsstarfi hvers safnaðar fagnað og víða bera ungmenni fram ávexti starfsins með margvíslegum hætti.

Aðalfundur ÆSKÞ 2016

Á jafningjagrundvelli gefa allir sem starfa í ÆSKÞ vinnu sína, kjósa sér stjórn og stjórnin ræður starfsmann sér til stuðnings. Uppbygging ÆSKÞ er ekki flóknari og á aðalfundi kynnist unga fólkið jafningjalýðræði, fundarstörfum og ábyrgð í samstarfi við fagfólk í kirkjunni.

Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu

Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.

Vinátta og samtal

Við sem skrifum þessa grein eigum margt sameiginlegt. Bæði vinnum við með börnum, við erum kennari og æskulýðsprestur, okkur eru trúarhefðir okkar kærar, við erum múslimi og kristinn, og við viljum að um trú okkar og hefðir sé rætt af sanngirni. Það á jafnt við um trúarbragðakennslu í skólum, í umfjöllun fjölmiðla og í almennri umræðu.

Komdu í Brennó!

Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í báráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á lögregluþjóna, presta, skáta og kennara í Brennó.

Komdu í Brennó!

Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í báráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á lögregluþjóna, presta, skáta og kennara í Brennó.

Af samvisku presta

Þegar kemur að mannréttindum má engar málamiðlanir gera og fordómar í garð samkynhneigðar er ein af stóru syndum kirkjunnar í samtímanum. Kristin kirkja hefur í krafti trúarsannfæringar beitt hinsegin fólk ofbeldi og útskúfun um aldir og hefur í því samhengi brugðist köllun sinni um réttlæti, frið og kærleika.

Ashura, Ebru og NeDó

Þann 15. nóvember næstkomandi verður í Neskirkju haldin Ashura hátíð, sem er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem öllu jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið.

ÆSKÞ gengur í gleði

Að frumkvæði unglinga í æskulýðsfélögum Þjóðkirkjunar ætla samtökin ÆSKÞ að taka þátt í Gleðigöngu á Hinsegin dögum í Reykjavík á laugardag. Krakkarnir munu bera borða sem á stendur „Við trúum á fordómalausan Guð“

Energí og trú

Landsmót ÆSKÞ lyftir upp öllu því sem er gott við íslensku Þjóðkirkjuna. Landsmót er borið uppi af hugsjón og sjálfboðnu starfi, er í boði fyrir allt landið, er stærsti einstaki viðburður kirkjunnar og hefur það að markmiði að hjálpa öðrum.

Góðæri til framtíðar

Sex hundruð og þrír þátttakendur og leiðtogar frá 27 æskulýðsfélögum víðsvegar að af landinu taka þátt í Landsmóti ÆSKÞ á Egilsstöðum um helgina. Landsmótið skapar góðæri til framtíðar, í íslenskum ungmennum sem kynnast erindi kirkjunnar og í lífi þeirra sem aðstoð þurfa.

Eboo, Osló og trúarlínan

Það er hægt að hafa áhrif á og móta ungt fólk og það er mikið í húfi. Það unga fólk sem kynnist trúarlegum veruleika og trúarlegri nálgum sem er öfgalaus, umburðalynd og nærandi mun ekki aðhyllast þær öfgaraddir innan trúarbragðanna og gegn trúarbrögðum sem svo víða leynast

Predikanir eftir höfund

Góð guðfræði

Góð Guðfræði byrjar ekki bakvið skrifborð, heldur í því samfélagi sem kennir sig við Jesú Krist. Góð guðfræði hefst með spurningunni: Fyrst Jesús borðaði með vændiskonum, bersyndugum, holdsveikum og útlendingum – með hverjum eigum við að setjast til borðs og þjóna, líkt og hann gerði?

Hermiþrá

Ofbeldið er hið sama, þó fórnarlömbin hafi breyst, og nú líkt og þá, er saklausum samfélagshópum og einstaklingum fórnað til að viðhalda friðinn. Þannig eru hópar lofsungnir og krossfestir á víxl í samfélagi manna með skelfilegum afleiðingum, þar sem fólk er tekið af lífi fyrir trú sína, kynhneigð eða þjóðerni.

Illar andar sögunnar

Við lifum á víðsjárverðum tímum og eina leiðin áfram er að horfast í augu við söguna. Siðbreytingarhreyfingin hafði slík áhrif á samfélag okkar að henni ber að fagna og hana ber að gagnrýna. 500 ára afmæli siðbreytingarinnar er kjörið tækifæri til þess.

Horft fram um veg við upphaf doktorsnáms

Tilefni þessarar prédikunar er doktorsstyrkur sem mér hefur hlotnast við Árósarháskóla á sviði nýjatestamentisfræða. Ég hef þar störf í næsta mánuði og lýk námi við upphaf árs 2019. Með þessu tækifæri rætist draumur minn um framhaldsnám en áhugi minn á fræðasviði biblíufræða kviknaði í kennslu próf. Jóns Ma. Ásgeirssonar heitins.

As-salamu alaykum

Okkar er að elska og það gerum við með því að stöðva ofbeldið, styðja þau sem hafa orðið fyrir barðinu á því og með því að leyfa hatrinu ekki að komast að. Neskirkja hefur tekið höndum saman við múslima við að gleðjast yfir því sem gerir okkur ólík og biðja um þann frið sem trú okkar beggja boðar.

Hversdagsleiki illskunnar og einelti

Krafa Jesú um starf í þágu þeirra sem standa á jarðinum brennur á okkur sem viljum fylgja honum og samfélag okkar þarf sárlega að heyra af þeim fagnaðarboðskap. Í dag munu kirkjur landsins sameinast í bæn í samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi og mæta einelti og baráttu gegn þeirri ofbeldismenningu sem fylgt hefur samfélagi okkar frá því fyrir daga Jesú.

Kraftaverk á hverju ári

Haldi því einhver fram að kirkja Krists sé úreld og eigi ekki erindi við framtíðarkynslóð þessa lands, skora ég á hann að kynna sér og koma á Landsmót ÆSKÞ. Framtíðin er björt og fagnaðarerindið lifir í hjörtum þeirra sem gefa sig að þeim boðskap að Guðs er til staðar fyrir þig, hverjar sem aðstæður þínar eru eða heilsa.

Að rækta eigin geð

Líklega er það mikilvægasta vísbendingin um geðheilbrigði okkar, getan til að setja okkur í spor annarra og sjá heiminn í öðru ljósi en okkar eigin. Á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum er það markmiðið, annarsvegar að vekja okkur til meðvitundar um mikilvægi geðræktar og hinsvegar að berjast gegn fordómum í garð geðsjúkra.

Frá Sýrlandi til Íslands

Viðhorfsvakningu þurfum við að fylgja eftir með fjárhagsaðstoð og trúarbragðafræðslu. Hvetjum fjölmiðlafólk á RÚV og frjálsum fjölmiðlum til að taka höndum saman um að safna fé, líkt og DR1 og TV2 gerðu um liðna helgi, og menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú- og trúarbrögð til að sporna gegn fordómum.

Vændi og viðjar kynlífsþrælkunar

Lagasetning sem lítur á manneskjuna sem tæki og horfir fram hjá því að verið er að versla með mennskuna á kostnað þeirri milljóna stúlkna og kvenna sem föst eru í viðjum kynlífsþrælkunar er skref í ranga átt. Þó ,,sænska leiðin” sé ekki gallalaus af mörgum ástæðum er hún þó í þeim anda sem birtist í guðspjalli dagsins.

Guð samkvæmt endurskoðuðu útgáfunni af Biblíunni

Skopteiknarinn Halldór Baldursson hitti naglann á höfuðið í vikunni þegar hann teiknaði mynd af Guði sem félagsráðgjafa með bros á vör sem bíður fram aðstoð sína. Eins og góðum skopteikningum sæmir er teikningin margræð og er líklega ætlað að vera skot á frjálslynda presta sem nútímavæða guðsmynd kristindómsins.

Iðar alheimurinn af lífi?

Kristin trú og kennsla Jesú krefur okkur um að líta á heildarmyndina um stöðu mannkyns og boðar að þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við á sama báti. Geimferðaráætlanir hafa kennt okkur mikið um alheiminn en mikilvægast er það tækifæri til að horfast í augu við heildarmyndina og þann vanda sem blasir við okkar.

Kross, hamar og sigð

Marxismi og kristin trú eiga það sameiginlegt að byrja hugsun sína hjá þeim sem er lægst settur í samfélaginu og boða bæði róttæka samfélagssýn þar sem valdakerfinu er snúið á haus. Líkt og Lucho hélt á lofti boðar kirkjan byltingu, ekki í blóði, heldur með bæn, boðun og skapandi leiðum til að reynast hvert öðru hendur Guðs í þessum heimi.

Heillandi heimur Biblíunnar

Sannfæring þeirra sem stofnuðu Hið íslenska Biblíufélag var sú að útgáfa, útbreiðsla og notkun Biblíunnar væri þjóðinni til heilla og þeirri sannfæringu deilir kirkjan. Ekkert rit á brýnna erindi til þjóðarinnar, í trúarlegu, menningarlegu og samfélagslegu tilliti en Biblían og ekkert markmið er göfugra en að greiða veg hennar á Íslandi.

Raddir framtíðarinnar

Fulltrúar af Kirkjuþingi unga fólksins tjá sig um þau mál sem brenna á þeim í kvöldguðsþjónustu á annan Hvítasunnudag. Hugvekjur eftir Daníel Ágúst Gautason, Unni Hlíf Rúnarsdóttur og Katrínu Sigríði Steingrímsdóttur.

Heilög önd og himnesk Sófía

Andspænis þeim vonbrigðum að réttlætið nái ekki alltaf fram að ganga, að iðjusemi leiði ekki ætíð til auðæva og að glæpir geti borgað sig í veraldlegu tilliti, leggur Jakobsbréf til að viska heimsins sé eðlisólík visku Guðs. Í stað þess að þykjast hafa höndlað algildan sannleika leggur þessi áhersla til að við leitum sjálf eftir speki Guðs í bæn.

Móður-mál trúarinnar

Að baki þeirri guðfræði er meðvitund um þá staðreynd að hagmunir og heilsa kvenna við barnsburð og brjóstagjöf er samofin hagsmunum allra. Ungbarnadauði á Íslandi var með því hæsta sem þekktist í Evrópu um miðja 19. öld en er nú sá lægsti í heiminum þökk sé starfi kvenfélaga og samtaka á borð við mæðrastyrksnefnd.

Hinn fáfarni vegur

Lífið er erfitt. Það er mikill sannleikur, einn af þeim mestu. Það er mikill sannleikur vegna þess að þegar við horfumst í augu við þann sannleika, þá vinnum við bug á honum.

Tekist á um Charles Darwin

Þróunarkenningin er ekki umdeild í náttúruvísindum og nær allar háskólakirkjudeildir hafa samþykkt og stutt grunnhugmyndir hennar. Arfleifð Charles Darwin hefur hinsvegar verið rænt, annarsvegar af andtrúarmönnum og hinsvegar þeim sem aðhyllast bókstafshyggju, með hætti sem stillir þróunarkenningunni gegn Biblíunni.

Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans

Píslarsagan krefur okkur um að horfast í augu við fáránleika valdsins og þar er hægt að taka undir með Camus að sá fáránleiki leiðir ekki til tilgangsleysis og sjálfsmorðs heldur til uppreisnar. Það er erindi kristinnar kirkju að veita valdinu viðnám með því að ástunda frið, kærleika og réttlæti.

Kvennasaga Neskirkju

Það er kirkjusögulegt stórslys í lífi þessa safnaðar að kvenfélagið hafi lognast útaf og það er ekkert verkefni brýnna í Neskirkju en að endurvekja það. Neskirkja var ekki byggð af Ágústi Pálssyni heldur af kvenfélagi Neskirkju sem bókstaflega bakaði frá grunni það kirkjuskip sem við njótum í söfnuði okkar.

Brennó og bæn gegn andúð á múslimum

Við sem hér búum þurfum ekki að endurtaka mistök nágrannaþjóða okkar og getum lagt okkar af mörkum til að minnka fordóma og auka samtal við þau í samfélagi okkar sem tilheyra annarri trúar og menningarhefð en meirihlutinn. Á sama hátt og við höfum tekið stórtæk skref í átt til þess að virða fjölbreytileika mannlífs í garð kynferðis og kynhneigðar, þurfum við að vinna að auknu umburðarlyndi í garð trúarbragða.

Playing and praying against Islamophobia

Religion has replaced race as the major determent of prejudice in the 21st century. This is the view of former British cabinet minister baroness Sayeeda Warsi, but she gained international attention last year when she resigned from office in protest to government policy on the Gaza conflict.

Guð er til

Þó niðurstaða hinnar trúarlegu leitar sé ólík er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir þeirri viðleitni sem Jón Gnarr lýsir í grein sinni og það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Alhæfingar hans um trú og trúarbrögð eru hinsvegar þess eðlis að þeim ber að svara.

Að vera barnaleg

Það að temja sér lífsafstöðu bernskunnar á fullorðinsárum felur í sér getuna til að takast á við heiminn án þess að vera með varnirnar á lofti. Til að það sé hægt verðum við að mega treysta því að við séum elskuð, að við eigum okkur stað og að fyrir okkur verði séð, hvað sem ytri aðstæður segja. Róttækari verður áskorunin ekki.

Við landamæri nýrra tíma

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.

Það er jafn sárt að vera manneskja nú og fyrir 2.000 árum

Valdsgreiningin gæti ekki verið skýrari. Hér er fæddur Guð almáttugur, í algjöru valdleysi. Á tvöþúsund árum hefur lítið breyst og valdajafnvægi heimsins er það sama, þrátt fyrir að heimsveldin hafa risið og fallið í gegnum þær aldir sem kristin kirkja hefur haldið á lofti heilögum jólum.

Fjórir kórar og fátækt barn

Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur á árunum eftir hrun og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið tók sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi og hefur leitt þverpólitíska vinnu til lausa.

Malala og spádómar aðventunnar

Þegar Malala var spurð á BBC í liðinni viku hvaðan styrkur sinn kæmi nefndi hún ást og stuðning fjölskyldu sinnar og trú sína, þá sömu trú og ofbeldismenn hennar kenna sig við. Við sem hér erum samankomin tilheyrum annari menningu, skyldri en ólíkri trúarhefð og búum langt frá vígstöðvum Talibana, en í grunninn erum við eins.

Án kirkjunnar væri íslenskan glötuð

Eitt af því sem ógnar stöðu íslenskunnar í samtímanum er feimni við trúararf okkar í skólakerfinu og á ég þar ekki við trúboð, heldur uppfræðslu um kristindóm, kirkju og trúarlegt myndmál. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi er nær ólæs á hinn biblíulega arf og skilur jafnvel ekki einfaldar trúarlegar vísanir í bókmenntum.

Að vígbúast í friði

Það er hluti af sjálfsmynd okkar Íslendinga að vera friðsöm og vopnlaus þjóð og þessvegna ristir það þjóðarsálina djúpt þegar yfirvöld fara framúr almenningi í vopnavæðingu lögreglunnar. Það kann að vera að sakleysið sé glatað í undirheimum Íslands en ég tek undir með þeim sem hafa sett fyrirvara við að öflugri byssur auki öryggi almennings.

Mannréttindi fatlaðra og kristið siðgæði

Á þeim sjö árum sem liðið hafa frá undirritun Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk, hafa 151 þjóðríki innleitt hann í lög sín en Ísland er í hópi fjögurra Evrópuþjóða sem hafa ekki lögfest Sáttmálann. Það er óhætt að segja að við séum eftirbátar í samanburði við heimsbyggðina í mannréttindamálum fatlaðra.

Druslur allra landa sameinist

Druslugangan vekur vonir um að við séum sem samfélag að vakna af værum blundi, ekki bara hér á landi heldur í borgum um allan heim. Kynferðisofbeldi einskorðast ekki við einstök mál, heldur varðar menningu okkar, þar sem það er látið óáreitt að ofbeldi gegn konum sé skemmtun og að gerendur séu upphafnir á kostnað þolenda.

Að taka mark á Maríu Magdalenu

Á þessum páskadagsmorgni langar mig að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi, leið sem ég trúi að muni bæta kjör, eyða átökum og auka velsæld okkar sem manneskjur og lífríki á þessari jörðu. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum.

Sláandi myndmál síðustu kvöldmáltíðarinnar

Með ögrandi myndmáli opinberar Jesús ranglæti þeirra stofnana sem beittu völdum í samfélagi síns tíma og skorar á okkur sem viljum fylgja fordæmi hans að gera slíkt hið sama. Jesús var dauðarokkari, vegna þess að ögrun hans og sláandi myndmál leitaði út fyrir grensur þess sem þykir boðlegt, í þeim tilgangi að vekja okkur upp af værum svefni.

Prestvígsla kvenna og María frá Betaníu

Það vald sem sá enga leið færa aðra en að taka Jesús af lífi til að tryggja völd sín, er sama eðlis og það vald sem finnur sig knúið til að gera lítið úr þeim sem ógna völdum sínum í trúarlegum embættum kirkjunnar í dag. Konur sem krefjast þess að standa jafnfætis körlum í embættum kirkjunnar gera það af ást sinni til Jesú, líkt og María forðum.

Furðulegt háttarlag engils um nótt

Blár er í listasögunni litur Maríu Guðsmóðir og í helgimyndum er hún nær undantekningalaust bláklædd. Kirkjan er vettvangur þeirra sem vilja læra af og fylgja Jesú Kristi og barátta hans gegn fordómum og fyrir því að allt fólk eigi sér stað kallast á við þær áherslur sem liggja að baki alþjóðlegum degi einhverfu.

Skrímslið undir rúminu

Skrímslið undir rúminu er raunverulegt á meðan það rænir okkur svefni og þá er ekki mikilvægast að skilja hvernig það komst þangað, heldur að öðlast verkfæri til að horfast í augu við skrímslið.

Mottumessa í Mottumars

Laugarneskirkja er keppandi í Mottumars og verður að segjast að helgidómurinn tekur sig vel út með yfirvaraskegg. Með gleðina að vopni stuðlar átakið að því að veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf til þeirra sem greinst hafa með krabbamein og forvarnir til okkar hinna.

Að koma til sjálf sín

Þegar syndir okkar eru opinberaðar eru það eðlislæg viðbrögð að fara undan og benda á aðra, í stað þess að gangast við og taka ábyrgð á breiskleika okkar. Um það snýst fasta, að opna augun fyrir syndum okkar og láta af því stolti sem að hindrar okkur í að biðja um hjálp til að breytast, hjálp sem yfirleitt stendur okkur fúslega til boða þegar við erum tilbúin.

Trúin er iðkun ekki aðferðafræði

Bænin er öflugasta verkfæri trúarinnar og þar skilur að í kristinni trú, trúariðkun frá aðferðafræði. Trúariðkun mannsins birtist með sambærilegum hætti í öllum hefðum, enda fólk í grunninn allstaðar eins, en kristin trú boðar persónulegt samfélag við Jesú Krist og það skilur kristni að frá annars sammannlegri trúariðkun.

Karlmennska, Kristur og kynbundið ofbeldi

Andstætt frjósemi Abrahams er Jesús barnlaus, andstætt rétttrúnaði lögmálshefðar Móse gagnrýnir Jesús prestana sem kúga fólk á grundvelli lögmálshyggju, andstætt hervaldi Davíðs hafnar Jesús ofbeldi og valdsöfnun í öllum myndum og andstætt spámanninum Elía, sem upphefur Jahve á kostnað guða Fönikíumanna, upphefur Jesú trú útlendinga.

Guð elskar Úganda

Trúboði evangelista um allan heim, eins og við höfum nýlega orðið vitni að frá Franklin Graham, fylgir íhaldssemi í siðferðisefnum sem fordæmir kynlíf fyrir hjónaband, hjónaskilnaði og samkynhneigð. Bandarískir evangelistar eru í dag með beinum hætti að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda um réttindi hinsegin fólks í Afríku.

Að viðhalda gleðinni

Jesús er að viðhalda gleðinni og þegar haft er í huga hversu mikilvægur og gleðilegur áfangi brúðkaup er í lífi fjölskyldna er töluvert í húfi. Í Jóhannesarguðspjalli eru það fyrst og fremst prestunum sem hættir til að spilla gleðinni og án þess að vilja falla sjálfur í þá gryfju, vaknar óneitanlega sú spurning hvort Jesús sé að leggja blessun sína yfir drykkju með því að viðhalda gleðinni og auka á vínið.

Afstaða bernskunnar

Jesús var sannarlega ekki nútímamaður og viðvörun hins franska sagnfræðings á því við um lestur á guðspjöllum Nýja testamentisins en það er engin tilviljun að afstaða Jesú til barna, sem gengur þvert á samtíma sinn og menningu, rímar við vestræna hugsun um réttindi barna. Vestrænar hugmyndir um börn og barnæsku byggja á kristnum grunni og róttæk afstaða Jesú til bernskunnar hefur mótað hugmyndir okkar á þann hátt að við teljum hana sjálfsagða í dag.

Kristin trú er í eðli sínu pólitísk

Ég er pólitískur prestur og í mínum huga er óhugsandi að vera ópólitískur prestur, þar sem boðskapur Jesú frá Nasaret er hápólitískur. Jesús krefur okkur um réttlátt samfélag og setur í öndvegi alla þá sem standa höllum fæti í samfélagi manna

Jólaguðspjallið fjallar um vald

Jólaguðspjallið fjallar um vald og er án nokkurs vafa áhrifamesta greining mannkynssögunnar á eðli valds. Kærleikur Guðs sker í jólaguðspjallinu í gegnum allt valdbeitingarkerfi mannkyns og sýnir okkur sannleikan um að við erum í raun öll jöfn frammi fyrir kærleika hans.

Er stjúpblinda í jólaguðspjallinu?

Stjúpblinda samfélagsins þarf ekki að endurspeglast í viðhorfum okkar til fjölskyldu Jesú og það kann að hjálpa til að við brjóta upp staðalmyndir að horfast í augu við þá staðreynd að Jesús átti stjúpföður og ólst upp í samsettri fjölskyldu.

Að vera læs á jólin

Mér vitanlega er guðfræði hvergi kennd sem valgrein á vettvangi framhaldsskóla en ætti með réttu að vera skyldufag til stúdentsprófs. Það er óháð hagsmunum kirkjunnar, en þó síðasti Íslendingurinn hefði sagt sig úr Þjóðkirkjunni og gengið af trúnni, væri samt rík ástæða til að kenna guðfræði í grunn- og framhaldsskólum.

Heimsendir sem afleiðing synda

Heimsslitahefðir Biblíunnar tala sterkt inn í þetta samhengi, spámenn samtímans eru vísindasamfélagið sem einróma bendir á vandann, hin synduga kynslóð sem kallar yfir okkur dóm eru hagsmunaöfl í olíuiðnaði og við ... við þurfum að vakna til meðvitundar um að hnattræn hlýnun mun ekki gera Ísland að sólarströnd, heldur óbyggilegt.

Fötluð guðfræði

Hin hefðbunda túlkun á þessum áhrifamiklu sögum af fötluðum einstaklingum sem Jesús mætir, leggur áherslu á að þau öðlast lækningu og verða þarmeð ófötluð. Sá lestur er að mínu áliti fatlaður [...] ef eitthvað er að marka vitnisburð guðspjallanna, þá geta fatlaðir kennt ófötluðum meira um Guð og samhengi lífsins en nokkur annar.

Eineltissagan af Jesú

Það er von okkar og bæn að það myndist samstaða um það meðal þjóðarinnar að útrýma einelti úr samfélagi okkar, en til að það geti orðið þurfum við öll að sýna það hugrekki að mótmæli samskiptum valdbeitingar og ofbeldis í hvaða mynd sem þau birtast.

Að muna og minnast

Fortíð okkar og áföllum breytum við ekki, en við getum gert margt til að tryggja að tilfinningalíf okkar verði farsælt. Það er verðugt markmið að ná sáttum við atburði fortíðarinnar, jafnvel þá sem aldrei er hægt að afsaka eða fyrirgefa.

Fátækt á Íslandi

Framtíð Þjóðkirkjunnar og kirkjunnar í heiminum mun ráðast af því hvernig við mætum aðstæðum fólks og kirkja sem ekki deilir kjörum með þjóðinni hefur hvorki spámannlega rödd né trúverðugleika. Á Landsmóti ÆSKÞ mátti skynja vel þann eldmóð og þá sterku réttlætiskennd, sem unga fólkið í kirkjunni býr yfir. Þann eld þurfum við sem eldri erum að glæða og ávöxturinn verður réttlátari heimur.

Var Jesús með ADHD?

Geta ADHD fólks til að hugsa út fyrir rammann er mannkyninu nauðsynlegt og framlag þeirra í framþróun siðmenningar ómetanlegt. ADHD fólk þarf fyrst og fremst rými til að vera það sjálft – og það er málstaður sem varðar okkur öll, ADHD eða ekki.

Ástarsögur Biblíunnar: Rutarbók

Vandaðar ástarsögur eru nauðsynlegar til að aðstoða okkur við að skilja og samsama okkur með reynslu annara. Í gegnum sögur af tengslum annara, öðlumst við verkfæri til að vinna úr eigin tengslasögu og sögur af ást veita okkur von um að tengslin í okkar lífi megi verða heil.

Fögnum fjölbreytileika - krefjumst mannréttinda

‘Ég fæ mig ekki til að tigna hómófóbískan Guð og ef mér yrði boðin vist á hómófóbískum himnum myndi ég afþakka með orðunum - Nei takk, ég vil frekar fara á hinn staðinn.’

Listin að býsnast

Þó ég hafi á engan hátt efni á því, hef ég á stundum unun af því að býsnast og þá býsnast ég frekar á þeim sem standa mér næst. Voruð þið til dæmis búin að heyra af afleysingarprestinum í Laugarneskirkju, ólyginn sagði mér en hafðu mig samt ekki fyrir því, blessuð.

Hugrekki hins venjulega manns

Þrátt fyrir að allt bendi til hins gagnstæða, er okkur óhætt að lifa og deyja, hugrökk frammi fyrir lífinu og óttalaus frammi fyrir dauðanum. Með slíkan boðskap í höndunum þarf engar grísk-rómverskar hetjur eða helgisagnir dýrðlinga

Kirkjan er vettvangur tengsla

Það eru viðbrögð Jesú sem eru hneykslanleg og það er í fullkomnu samræmi við söguna á undan, söguna af miskunnsama samverjanum, þar sem Jesús hneykslar áheyrendur með því að gera fína presta að skúrkum og útlending að hetju. Í stað þess að biðja Maríu að sinna skyldu sinni, setur hann Mörtu á pláss.

Kirkjugestir eða prestastefna?

Hin yfirborðslega og hagnýta birtingarmynd kirkjunnar er því miður mun sýnilegri en raunverulegt eðli hennar og því er auðvellt, jafnt fyrir söfnuðinn og prestana, að missa sjónar á því. Okkur prestum er treyst fyrir miklu valdi og mikilli ábyrgð og það er rík ástæða til að hjálpa okkur að láta það ekki stíga okkur til höfuðs.

Bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu

Framtíð Íslands og heimsins alls, veltur á því hvernig að við sinnum börnum okkar og kirkjan gegnir þar mikilvægu hlutverki í samstarfi við uppalendur, uppeldisstofnanir og frístundavettvang.

Konudagurinn, klám og kynbundið ofbeldi

Það er við hæfi á degi þar sem ást til og á konum kemur saman við áskorun föstunnar um sjálfskoðun, að spyrja hvernig að samfélag okkar og kirkja hefur reynst konum og hvar við erum stödd á þeirri vegferð að konur jafnt sem karlar fái notið verðleika sinna óáreitt.

Er einelti félagslegt lögmál?

Þolendur eineltis hafa því miður flestir upplifað að þurfa að biðja gerendur sína afsökunar frammi fyrir skólastjóra, byggða á þeirri hugmyndafræði að það sé sjaldan einum að kenna þegar tveir deila. Sé hægt að finna sekt hjá eineltisþolenda, sem oftar en ekki er ofbeldisréttlæting hópsins, er hún í engu samræmi við sekt þess sem beitir eineltisofbeldi.

Hver drap Jesú?

Það er kaldhæðnislegt að sú beitta ádeila á valdsbeitingu sem birtist í Píslarsögunni hafi verið beitt sem valdatæki. Biblían hefur verið og er notuð sem valdatæki og vopn, jafnvel í okkar kirkju. Kirkjan er valdastofnum og hún gerir tilkall til valds, m.a. á grundvelli þeirrar stöðu sem að píslarsagan hefur í okkar menningu. Í umgengni okkar við trúararfinn þurfum við sífellt að vera á varðbergi gagnvart því hvernig við sem kirkja, beitum valdi okkar meðvitað og ómeðvitað.

Jesús kominn út úr skápnum

Jesús og lærisveinar hans voru hópur samkynhneigðra karlmanna. Í því ljósi breytist merking þeirrar vináttu sem lýst er svo afdrifaríkt í guðspjöllunum, elskaði lærisveinninn í Jóhannesarguðspjalli var ástmaður Jesú, og vinahópur lærisveinanna samfélag homma sem stóð saman í vináttu og ástum andspænis samfélagi sem gat ekki meðtekið kynhneigð þeirra.

Eniga - meniga ... allir rövla um peninga

Samfélag okkar er í krísu þegar kemur að peningum, sömu krísu og gagnvart trú og trúarbrögðum. Trúarbrögð og fjármál eru ekki almennt kennd í skólakerfi okkar nema í mýflugumynd og niðurstaða þess er sú að umræðu um peninga og trú hættir til að vera óupplýst. Viðhorf sveiflast öfganna á milli í þeim efnum ...

Röklegt samhengi trúarinnar

Upphaf kristindómsins er mósaík hugmynda sem kepptust um að skýra áhrif þessarar persónu og svo fjölbreyttar eru þær að það er ógjörningur að segja nákvæmlega til um hverjar þeirrar eiga uppruna hjá hinum sögulega Jesú.

Við erum Partar, Medar og Elamítar ...

Þó allir hagnist á fólksflutningum skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem að þeir hafa í för með sér og við sem þjóð þurfum að vera sérlega vakandi fyrir stöðu innflytjenda nú. Rannsóknir sýna að með versnandi efnahagsástandi, aukast neikvæð viðhorf í garð þeirra sem ekki eru innfæddir.

Stund milli stríða

Fylgjendur Jesú eru í frásögn dagsins staddir á kunnuglegum slóðum, þeim sem unnið hafa úr erfiðri reynslu. Upprisan hefur átt sér stað en hin nauðsynlega djörfung og frelsun, sem fylgir því að nýta reynslu sína til góðs bíður enn eftir hvítasunnu-undrinu.

Aðferðafræði þrautsegjunnar

Þegar kom að því að velja ritningarvers drengsins, völdu þeir það saman, og að baki valinu er leiðbeining og umvöndun föður sem vill dreng sínum vel. ,,Leitið og þér munuð finna” snýst ekki bara um trúnna sagði Jens syni sínum, það á líka við í lífinu.

Gleði og guðfræði í erfiðleikum lífsins

Víða í bréfunum kemur fram sú afstaða að rétt viðbrögð við því að lenda í erfiðleikum í lífinu séu að gleðjast. Í því er ekki fólgið einhverskonar Pollýönnu viðhorf að vera í afneitun á allt sem miður fer, heldur er gleðin ávöxtur þess að geta treyst Guði fyrir aðstæðum sínum í þeirri fullvissu að Guð er með okkur.

Biðjum og styðjum. Bersynduga og þurfandi, illa lyktandi sem spariklædda

Gagnrýnendur íslensku þjóðkirkjunnar eru fjölmargir en þeir eru fáir sem telja hana bera sök á þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin hefur nú ratað í. Viðbrögð kirkjunnar nú munu hinsvegar án efa skilgreina það hlutverk sem að Þjóðkirkjan mun gegna á komandi árum.

Bænin má aldrei bresta þig.

Bænaarfur okkar íslendinga er ríkastur við rúmstokk barnanna og til þessa dags er mikill meirihluti foreldra sem biður bænir með börnum sínum að kveldi. Það er mikið þakkarefni og mikilvægi bænaiðkunnar með börnum skyldi aldrei vanmeta. Kvöldbænir leggja grundvöll að því hvernig börnum tekst að glíma við tilvistarspurningar sem fullorðnar manneskjur og veitir þeim aðgang að uppsprettu sem aldrei þrýtur.

Lati þjónninn og hið nýja Ísland

Þannig varar Páll okkur við að setja allt okkar traust á veraldlegar eignir, sem svo auðveldlega geta brunnið upp. Grundvöllur hins nýja Íslands þarf að vera sá sami og þjónað hefur þjóð okkar í þúsund ár. Betri grunn er ekki hægt að byggja á en trúnni á Jesú Krist. Kærleiksboðorð hans, um að elska Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga og að elska náungan eins og sjálfan sig, mun aldrei falla úr gildi.

Gæska Guðs

Guðspjall dagsins er tekið úr fjallræðunni svokölluðu, ræðusafni í upphafi Matteusarguðspjalls, og tilheyrir jafnframt elsta kjarna ummælahefðar Jesú frá Nasaret. Í þessum kröftugu orðum er fólgið það loforð að trú er aldrei stunduð til ónýtis.

Hvar eru hinir níu?

Prédikunin er í raun síðasta viðvikið sem við gerum innan guðfræðideildarinnar þó eftir sitji verkefnaskil og formleg útskrift úr Háskóla Íslands. Það er vel við hæfi því að segja má að á vettvangi prédikunarinnar skarist öll svið guðfræðinnar