Geir G Waage

Höfundur -

Geir G Waage

sóknarprestur
Settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli

Pistlar eftir höfund

Um ofbeldi á Kirkjuþingi

Biskup hefur ákveðið að ráða þessu án samráðs við Kirkjuráðið. Kirkjuráðið ber ábyrgðina þótt ekkert sje gert með fjárhagsáætlanir þess.

“Þegar tekur út yfir allan þjófabálk”

Eg minni á orð Þorsteins Pálssonar frá 1990 af því að eg bind vonir við nýtt fólk í ríkisstjórn sem líklegt er að kynni sjer eðli og sögu sóknargjaldanna og forsendu þess fyrirkomulags sem verið hefur á innheimtu þeirra síðan árið 1987.

Hvaðan kemur mönnum vit?

Hlutverk kirkjueignanefndar var að kanna hverjar kirkjueignir væru og hefðu verið frá 1550, gefa álit um rjettarstöðu þeirra eigna og gera grein fyrir hvernig ráðstöfun á þeim hefði verið háttað. Eftirfarandi eru helztu niðurstöður skýrslunnar, sem vitnað er til í greinargerð Pírata...

Gott er að þurfa ekki að vita

Píratar hafa lagt til lagafrumvarp á Alþingi um að afnema 5. grein laga um Kristnisjóð, ákvæðið sem tryggt hefur sóknum Þjóðkirkjunnar “ókeypis lóðir undir kirkjur “sínar og safnaðarheimili í þjettbýli. Þar sem einungis er talað um kirkjur í ákvæðinu gildi ekki um þetta atriði ákvæði stjórnarskrár um stuðning við Þjóðkirkjuna...

Predikanir eftir höfund

Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018

“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta dagsins. Mammón vísar til fjegirndar og fánýtis og er hjer að auki auðkenndur með sjerstakri tilvísun til ranglætis. Hinar eilífu tjaldbúðir standa fyrir Guðsríkið, ríki himnanna; hugsjónina um endurleyst mannlíf rjettlætis og kærleika.

Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018

Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg talað til yðar til þess að fögnuður minn sje í yður og fögnuður yðar sje fullkominn. Þetta er mitt boðorð, að þjer elskið hver annan eins og eg hefi elskað yður,” segir Frelsarinn þar.

Enginn kann tveimur herrum að þjóna

Kirkjunni er ætlað að tala spámannlegri röddu,- en ekki eftir á. Hún á að tala þegar það er tímabært. En þegar það er tímabært að tala, þá er það líka hættulegt, því orðin rekast einhvers staðar á. Það er alltaf einhvers staðar þöggun þar sem miklir hagsmunir eru varðveittir.

Tíu líkþráir

Það kostar hins vegar að leitast við að gefa Guði dýrðina í daglegu lífi, því mennirnir eru sjálfhverfir og láta stundarhagsmuni ganga fyrir gildunum. Menn leitast við að venja rjettlætið til þess að þjóna hagsmunum sínum. Þeir gera hagkvæmissamkomulag um sannleikann. Þeir misbjóða kærleikshugtakinu með því að fjarlægja úr því rjettlætiskröfuna og sannleikskröfuna.

Hinn daufdumbi

Það verður fyrst að segja satt og draga ekkert undan. Það var gert í Suður Afríku. Þar var engin fjölskylda, hvítra eða svartra, ósnert af böli undanfarinna áratuga kúgunar og harðræðis. Þeir settu á stofn sannleiksnefndir, þar sem leiddir voru saman þolendur og böðlar þeirra.