Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Höfundur -

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

prestur
Í leyfi

Pistlar eftir höfund

Að borða með prjónum

Fólkið sem kom hafði ýmsa siði sem voru ólíkir okkar; það hefði örugglega frekar vilja búa í Malasíu eða Tælandi eða Indónesíu en hér í kuldanum og myrkrinu. En þess var ekki kostur. Flóttamannavandinn var svo gýfurlegur að þessar þjóðir gátu ekki tekið við fleirum.

Vináttusalerni

"Þetta salerni er vináttusalerni salernis í Giharo, Rutana héraði, Burundi, Afríku" stóð á mynd á vegg í háskólanum í Durham. Þar kom einnig fram nákvæmt hnit og númer vinasalernisins og hverjir höfðu greitt fyrir vináttugjörninginn.

Hvernig samfélag viljum við vera?

Stöndum eindregið vörð um lýðræði hér á landi, verum vakandi fyrir því og eflum það. En gerum það ekki með því að traðka á réttindindum minnihlutahópa.

Moska, mannréttindi og kristin trú

Sumir benda á að í einhverjum þeirra landa þar sem Islam er ríkistrú sé erfitt fyrir kristnar kirkjur. Það er ekki gott og að sjálfsögðu viljum við styðja þessar minnihlutakirkjur og berjast fyrir réttindum þeirra. Það gerum við ekki með því að ráðast á minnihlutahópa í okkar eigin samfélagi og bera fyrir okkur kristna trú. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslimum að byggja mosku.

Áskorun og tækifæri

Ef til vill fer það bráðlega svo í Evrópu að fólk sé ýmist álitið kristið eða ekki, en enginn hafi áhuga á að setja sig inn í mörg hundruð ára gamlar deilur sem leiddu til nýrra kirkjudeilda.

Samstarfssvæði kirkjunnar

Hugmyndin kemur þannig ekki fram sem viðbrögð við niðurskurði eftir efnahagshrunið heldur sem viðleitni til að efla og tryggja starf og þjónustu um land allt.

Mýtan um tómu kirkjuna

Vinsælasta útvarpsefnið ár hvert er útsending Rásar 1 frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld og um síðustu jól hlustuðu 99.000 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára á útsendinguna á Rás 1 eða í gegnum Sjónvarpið.

Vorar skuldir ...

Má tala um trúmál og peninga í sama andartakinu? Á kirkjan nokkuð að ræða hluti eins og skuldavanda heimilanna, skuldir landsins og álitamál þeim tengd?

Lifir hann enn?

Hvað varð um litla drenginn sem sat í fangi mínu, svo sáttur og áhyggjulaus, umvafinn ást fjölskyldu sinnar. Fékk hann að læra? Að vinna? Kastaði hann steinum í hermenn þegar Intifada hófst.

Hann ætlar að drepa mig!

Við heyrðum ópin í stigaganginum. Hjálp, hjálp, hann ætlar að drepa mig! Við hlupum fram og störðum á konuna sem lá í stiganum í bleikum náttkjól. Dóttir hennar, barn að aldri stóð hjá og kjökraði. Fullorðna fólkið hljóp niður til konunnar en bað okkur unglingana að hringja á lögregluna.

Ekki gleyma okkur

Hann sagði frá því hvernig bráðnun jökla leiðir til hækkandi sjávarborðs sem þegar er farið að ógna löndum í Kyrrahafi eins og Kiribati sem gæti orðið fyrsta landið í heiminum sem hverfur vegna hlýnunar jarðar.

Kalt á toppnum

Ég var ekkert óskaplega spæld. Það er kalt á toppnum – á næsta ári mun okkur hlýna við að klifra aftur ofar í stigann í keppninni um viðurkenningarskjal sem hægt er að ramma inn og hengja upp. Ég hlakka til.

Góðverkadagatalið

Aðventa er jólafasta - tími til að fasta, íhuga og biðja. Tími til að minnast boða Krists og gera gott. Í fyrra tók ég upp nýjan sið til að vekja heimilisfólk til umhugsunar um þetta og breytti jóladagatalinu í góðverkadagatal.

Hvað gerðist á Prestastefnu 2007?

Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína.

Eining í fjölbreytni

Bænavikan hefst með útvarpsguðsþjónustu þann 14. janúar 2007. Þá viku verða haldnar bænastundir og samkomur á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Verður bæði um að ræða hádegisbænir og kvöldsamkomur. Dagskrá má meðal annars finna á www.kirkjan.is. Allir eru velkomnir á samkomurnar til að taka þátt í að hlúa að einingu kristins fólks, einingu sem birtist í fjölbreytni.

Líkami Krists hefur alnæmi

Þrátt fyrir útbreiðslu alnæmis ríkir þögn um sjúkdóminn, fordómar eru miklir og fólk veigrar sér við að tala um hann. Fáfræði er því útbreidd, bæði um smitleiðir og áhrif smits og það hefur áhrif á allt nærsamfélag, þar á meðal helgihaldið og altarismáltíðina.

Keppnin og kirkjan

Lúthersku kirkjurnar í Þýskalandi fagna HM og vilja taka vel á móti gestum sem koma. Þær hafa sótt um leyfi til að sýna beint frá keppninni á samkomum í söfnuðunum en þær hafa jafnframt gert fjölmargt til að vinna gegn mansali og nauðung sem virðist ætla að fylgja HM.

Vatn til að lifa

Ein af fyrstu ályktununum sem samþykkt var á 9. heimsþingi Alkirkjuráðsins (World Council of Churches) snýr að nýtingu vatnsauðlinda. Þar eru kirkjur hvattar til að beita sér fyrir því að öllum sé tryggður aðgangur til vatns og að þess sé gætt að vatnslindir séu ekki markaðsvara.

Nóg gistirúm í Betlehem

Ef að Jósef og María kæmu til Betlehem um þessi jól væri nóg af rúmum í gistihúsinu. Ef þau kæmust inn fyrir múrinn sem reistur hefur verið til að hefta umferð. Kannski hefði Jesú fæðst á Check point eins og svo mörg Palestínsk börn.

Sérstaða og skyldur Þjóðkirkjunnar

Undanfarið hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum, hafðar eftir presti Fríkirkjunnar í Reykjavík um að Þjóðkirkjan fái frá ríkinu árlega hátt í fjóra milljarða króna en önnur trúfélög hafi bara sóknargjöld. Framsetning þessa máls í fjölmiðlum hefur valdið ákveðnum misskilningi.

Hvers vegna fasta?

Það er sjaldgæft að Íslendingar fasti í trúarlegum tilgangi. Allmargir munu þó fasta á kolvetni eftir að Ásmundarkúrinn sló í gegn en það gera menn til að grenna sig. Ungar stúlkur sem búa sig undir fegurðarsamkeppnir þessa dagana freistast líka stundum til að fasta í von um enn meiri spóaleggi og spannarlöng mitti. Það er heldur ekki í trúarlegum tilgangi í hefðbundum skilningi þó að verið sé að dýrka fegurðargyðjuna.

Biðin og hugrekkið

Laugardagurinn eftir föstudaginn langa og fyrir páskadag hefur alltaf haft svolítið tómlegt yfirbragð í mínum huga. Á föstudag minntumst við þjáningar Krists og dauða, á sunnudag fögnum við upprisunni. En hvað með laugardaginn?

Að tala við börn um stríð

Börn - hvort sem við köllum þau viðkvæm eða ekki - eru yfirleitt mjög næm á það hvernig foreldrum líður og taka nærri sér ósætti eða óhamingju foreldra. Stríðsfréttir mega ekki hafa algjöran forgang á vettvangi heimilisins og foreldrar eiga ekki að ekki rífast um stríðið fyrir framan börnin.

Predikanir eftir höfund

Í föruneyti Jesú

Bækur Biblíunnar sýna okkur mannlegar persónur – mikla leiðtoga sem oft höfðu oft mikla galla. Það er meðal annars munurinn á frásögum Biblíunnar og Facebook. Þar er ekki bara besta hliðin til sýnis heldur líka sú sem við vildum kannski frekar fela.

Spámaðurinn María

Unga stúlkan María frá smábænum Nazaret var kölluð til þjónustu við Guð. Hún var ekki viljalaust verkfæri, hún spurði og hugleiddi og tók ákvörðun.

Kolfallin á talentuprófinu?

Sagan um talenturnar býður okkur skoða okkar eigið líf og þjóðlíf og spyrja þeirrar spurningar hvort við nýtum okkar jarðvistartíma vel. Og við skoðum líf okkar í kastljósi orðanna: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Það er talentuprófið.

Kraftaverkið og ranghverfan

Jesús horfir á þau sem hungrar í heiminum í dag og segir: Hvar eigum við að finna mat handa þessu fólki? Og við svörum: “Það er ekki hægt að deila gæðum heims þannig að allir fái.”

Bloggað á 17. öld

Bloggið hans Hallgríms felur í sér ýmsar ábendingar og jafnvel hvöss skeyti til samfélagsins, en mér finnst hann þó greina sig frá mörgum bloggurum okkar tíma í því hve fús hann er að taka til sín boðskapinn.

Ljós og myrkur, regla og óreiða

Mannstu hvernig það er að standa í myrkri - vera þar sem ekkert ljós skín, um vetur - hvernig það er þegar rafmagnið fer um kvöld og allt í einu verður allt okkar kunnuglega umhverfi framandi?

Við föllum aldrei dýpra en í hendi Guðs

Í erfiðleikunum, niðurlægingunni, sorginni, óttanum erum við í hendi Guðs. Þegar Jakob háði baráttuna við samvisku sína, glímdi við ótta sinn og skynjaði sig einan, í glímunni alla nóttina - þá var hann í raun og veru í fangi Guðs.

Andlit fátæktar er konuandlit

Það vill enginn þjást. Konurnar sem eru á flótta með börnin sín vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga vilja eiga annað líf. Konurnar sem eru þrælar klámiðnaðarins, fastar í neti sem þær komast ekki út, stundum seldar mansali – þær dreymir um líf.

Að vera sæl

Við fáum mörg sælutilboð daglega. Sæl eru þau sem eru grönn, kauptu þér megrunarduft. Sæl eru þau sem vinna í lottó, kauptu þér miða.