Karl Sigurbjörnsson

Höfundur -

Karl Sigurbjörnsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Bibliudagurinn

Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum til að leggja á ráðin um það hvernig minnast skuli 200 ára afmælis Biblíufélagsins árið 2015 og kallað verður eftir hugmyndum félagsmanna og annarra þeirra sem vilja leggja félaginu lið.

King Size

Það sem skilgreinir manninn er ekki það sem hann eða hún á eða gerir. Hin sanna mynd mannsins er ekki konungur eða keisari, ofurhetja eða auðjöfur heldur barn, allslaust og varnalaust barn. Maðurinn ber með sér hvar sem hann fer, mynd Guðs, hversu mjög sem hún hefur verið svívirt og saurguð, eða hulin af heimsins glysi.

Þýðing jólanna

Öll þráum við frið. Þess vegna á boðskapur jóla svo rík ítök í okkur öllum. Söngur englanna um frið á jörðu snertir hjartastrengi okkar af því að innst inni þráum við heim þar sem vígvélar og morðtól eru ekki lengur til, þar sem ofbeldi og yfirgangur líðst ekki, þar sem réttlætið ríkir, lífið fagnar. Um þessar mundir virðist það fjarlægara en oft áður.

Bæn á baráttudegi gegn einelti

Vek okkur öll til vitundar um neyð og sorg náungans og hugrekki til að koma til hjálpar, vera góð fyrirmynd og leggja okkar að mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.

Um Þorláksbúð í Skálholti

Skálholt skipar dýrmætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt og friður ríki um uppbyggingu staðarins og það starf sem þar fer fram.

Dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni

Dagur kærleiksþjónustu kirkjunnar minnir söfnuði og samfélag á þá skyldu að líta þangað sem særður liggur utan hjá og leggja sig fram um að vitna um þá trú sem verkar í kærleika.

Úrsagnir eru áskorun

Um land allt er kirkjan að vinna mikilvægt mannræktarstarf og mæta fólki í erfiðum aðstæðum með orð og athöfn sem vekur von og lífsþrótt. Mesta áhyggjuefni mitt er að úrsagnir bitni á því starfi. Ég tel að við verðum að hlusta eftir því sem fólk er ósátt við og bæta úr þar sem þarf að bæta. Það er áskorunin. Tökum saman höndum að því verkefni.

Hvítasunna á köldu sumri

Hvítasunna á köldu sumri, kærkomin hátíð lífsgleði og gróanda, hátíð heilags anda. Lífsafl sumarsins er eins og mynd afls og áhrifa heilags anda. Það er andinn sem er sköpunarmátturinn sem glæðir lífi, vermir hið kalda og vekur þrótt.

Bænadagar

Bænadagar kallast dagurinn í dag og á morgun og laugardagurinn sem í hönd fer, þrír helgustu dagar ársins og allra daga, allra tíma. Það eru öðruvísi dagar, ólíkir öllum öðrum dögum.

Þjóðríki, þjóðkirkja

Orðið þjóðkirkja er ekki heiti heldur verklýsing, stefnuskrá. Hin evangelísk- lútherska kirkja hefur skyldum að gegna við íslenska þjóð, stofnanir og samfélag.

Rödd konungsins

Myndin á mikið erindi við okkur presta sem og til allra þeirra sem umhugað er um boðun og þjónustu kirkjunnar. Við erum kölluð og send til að prédika og það er opinber orðræða á opinberum vettvangi.

Guðsvegir og manna

Grundvallardyggðir eru ekki sjálfsprottnar, koma ekki af sjálfu sér, leysast ekki úr læðingi gegnum lagasetningu, ekki einu sinni stjórnarskrá, þeirra rætur liggja annars staðar. Hitt megum við vita að gott fólk mótar gott samfélag.

Hvað eru jólin?

Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara".

Guð vonarinnar

Vonin er hluti þrenningar ásamt trú og kærleika og þeirra er kærleikurinn er mestur. Getum við ekki sagt að vonin, hún sé vængirnir, sem að bera uppi trú og kærleika í stormunum og andviðrinu.

Tími vonar - tími minninga

Aðventa er eftirvænting og bæn. Gerum þá bæn að okkar bæn í frelsarans Jesú nafni. Biðjum fyrir heiminum, fyrir friði á jörðu og öllum jarðarbörnum, fyrir einingu kristninnar og fyrir landinu okkar og þjóð.

Snjókornið

Dúfan, sem allt frá dögum Nóa var sérfræðingur í þessum málum, sagði hugsandi við sjálfa sig: „Ef til vill vantar aðeins eina mannsrödd til að verði friður á jörðu?“

Til íbúa Seljahlíðar og annarra sóknarbarna þjóðkirkjunnar

Í þeim þrengingum sem þjóðarheimilið gengur gegnum um þessar mundir hafa flestar ef ekki allar stofnanir þjóðfélagsins orðið að taka á sig talsverðar skerðingar. Þjóðkirkjan er þar ekki undan skilin, öðru nær.

Umhyggja í stað ofbeldis

Okkur ber skylda til að stuðla að bættri vellíðan, lífsgæðum og mannréttindum allra sem í landinu okkar búa og dvelja, að styðja við hælisleitendur og verja réttindi þeirra. Þeirri skyldu megum við ekki bregðast.

Kirkjan og kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar.

Sendu, Drottinn, anda þinn

Hvítasunna er sagan um hina nýju sköpun hins krossfesta og upprisna frelsara, sem vill endurnýja ásjónu jarðar og mannlífsins. Það er andi Guðs, andi kærleika, gleði, friðar, langlyndis, gæsku, góðvildar, trúmennsku, hógværðar og sjálfsaga sem skapar, mótar og nærir hið góða líf og samfélag.

Kjarni málsins

Hin kristna upprisutrú gefur innsýn og von til framtíðar þar sem slíkt líf og samfélag lifir og dafnar, hið góða sigrar, lífið, kærleikurinn, ljósið sigrar. Þetta er kjarni málsins.

Hvert er hlutverk kirkjunnar?

Grundvallargildin eru ekki aðeins falleg orð heldur rísa á þessum grunni. Og í þessu er fólgin leiðarvísir hins góða lífs og viðmið og vörður á vegi hins góða samfélags. Það er líf og samfélag sem er óháð ytri velgengni, heldur þreifar á blessun mitt í andstreymi og erfiðleikum.

Hin virka umhyggja

Í huga Jesú er kærleikur ekki fólginn í orðum einum heldur í verki og sannleika. Hann færir boðið úr upphæðum hugsjónanna og niður í dimman veruleika hversdagsins. Í orðum hans og verkum sjáum við það svo skýrt hvernig boðorð kærleikans birtist í mannlegu lífi og veruleika.

Það sem aldrei bregst

Hugir okkar og fyrirbænir eru með fólkinu sem glímir við afleiðingar eldgossins og öskufallsins. Hamfarirnar ógna nú allri lífsafkomu og framtíð þessa fólks.

Siðgæði

Siðgæðið gengur út frá því að við séum samferða, saman í því að takast á við vandkvæðin og viðfangsefnin, saman í því að komast upp og út úr vandkvæðum og áfram til góðs fyrir lífið og heiminn.

Hin góða regla skaparans

Mælikvarðinn sem lagður er á hvaða kröfur lífsins eru réttmætar og hverjar ekki og hefur Guð sem hulinn höfund sinn, er hverjum manni aðgengilegur í hugmyndum um réttlæti. Hvað er réttlæti? Kjarni réttlætis á ávallt og alls staðar er umhyggjan um náungann.

Syndin

Jesús er ekki siðavandur móralisti. Víst er hann skorinorður gegn hvers konar spillingu og synd. En hann kemur alltaf fram eins og mildur faðir eða móðir sem elskar barn sitt þótt svo að val þess og ákvörðun sé henni á móti skapi.

„Ég er á móti boðum og bönnum“

Fyrir meir en fjörutíu árum sá ég í dönsku blaði smælki þar sem gert var góðlátlegt grín að nágrannaþjóðunum og þar mátti lesa eftirfarandi klausu: „Íslendingar hafa ákveðið að fylgja fordæmi Svía og taka upp hægri umferð. En Íslendingar ætla að framkvæma þessa breytingu í áföngum: Byrja á trukkunum!“

Uppgjöf skulda fátækra ríkja

Fyrir nokkrum árum tóku kirkjur og alþjóðastofnanir höndum saman í sérstöku átaki til að gefa eftir skuldir fátækustu þjóða heims. Þar er um að ræða ríki þar sem megin þorri þjóðartekna fer til afborgunar vaxta af lánum sem veitt voru til óarðbærra framkvæmda.

Haití

Hugir okkar og bænir eru með fólkinu Haití „Guð, þú sem gafst mér lífið. Hvers vegna þjáumst við? ” Þetta eru orð sálms sem fólkið söng á St.Pierre torgi í Port-au-Prince eftir jarðskjálftann sem lagði borgina í rúst.

Sagan sem ekki má gleymast

Jólaguðspjallið er saga sem ekki má gleymast, þá sögu þurfum við að rifja upp og kenna börnunum okkar. Svo að þau og við öll getum lært að reiða okkur á það sem hún miðlar, lært að treysta því og trúa, að elska lífið og náungann og gleðjast yfir voninni sem frá jötunni varpar mildum og hlýjum bjarma sínum yfir heiminn.

Andi jólanna

Mörgum er andi jólanna andi streitu, stress, ærustu og anna. Nei, það er eitthvað annað sem veldur öllu slíku. Andi jólanna er andi umhyggjunnar. Jólin eru tími umhyggju um eigin dýpstu þarfir, um náungann og þau sem með einum eða öðrum hætti fara halloka í lífinu. Andi jólanna er áhrif sem hræra við innstu hjartastrengjum með löngun eftir friði, gleði og góðvild.

Klukkur landsins

Hringið nú, klukkur landsins, hringið inn von og trú, frið og kærleika. Hringið út synd og ranglæti, hroka, hatur og hleypidóma! Hringið inn virðingu og innsýn í að allra er þörf við þau borð þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða heill og heilsu einstaklinga og samfélags, og jarðarinnar, lofts, láðs og lagar.

Fríkirkjan í Reykjavík afmæliskveðja

Ég minnist þess með mikilli hlýju og virðingu og blessa minningu þeirra góðu drengja og annarra sem borið hafa uppi helga þjónustu af virðingu, trúfesti og kærleika.

Kristniboðsdagurinn 2009

„Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni!“ segir hinn upprisni Kristur í lok Markúsarguðspjalls. Við erum afleiðing þessara fyrirmæla, kirkja Krists hér á landi og um gjörvalla heimsbyggðina.

Drottinn á drenginn – um börn og sálma

Á öllum öldum, um heimskringluna alla hafa foreldrar raulað við börnin sín. Barnið sefast við róminn, sönginn, hrynjandina. Öll þekkjum við muninn á því þegar barn er ávarpað með nafni eða nafn þess er sungið, tónað, raulað, eins og mömmur og pabbar gera einatt.

Jonathan Myrick Daniels

Jonathan Myrick Daniels var einn fjölmargra stúdenta sem svöruðu hvatningu Martin Luther King að koma til Alabama og vinna að því að blökkumenn fengju kosningarétt. Þar var hann myrtur. Sem stúdent við Harvard háskóla varð Jonathan Myrick Daniels fyrir afturhvarfi árið 1962.

Friður og von

Við komum hér saman til samtrúarlegrar friðarstundar í Hallgrímskirkju til að heiðra þig, friðarverðlaunahafann og trúarleiðtogann, og votta virðingu fyrir þrautseigju þinni og einbeitni í því að tala máli friðar og vinna að sátt og friði milli manna. Í heimi stigvaxandi ofbeldis, haturs og hefnda hefur vitnisburður þinn um friðsamlega lausn ágreiningsefna verið okkur öllum áhrifarík áminning.

Peace and Hope

In a world of escalating violence, hate and retaliation your witness to the way of peace, compassion and reconciliation has been beacon for us all. We want to pay our respect and gratitude for your work for understanding, tolerance and love between peoples, nations and religions. That is a message our world needs to hear and take to heart.

Dalai Lama um kristni og samfélag

Dalai Lama var spurður: „Hvað hefur kristindómurinn að gefa?“ Hann svaraði: „Það sem hefur mest áhrif á mig í kristindóminum eru áhrif hans á samfélagið. Það er augljóst hér á Norðurlöndum þar sem áhrif hans hafa verið svo sterk.“

Tómas

Tómas, þú varst fyrstur lærisveinanna til að skilja alvöru þess sem var að gerast. Þú skildir að hótanirnar voru alvara, að velvildin og vinsældirnar og hrifningin var svikult, undir lágu þungir straumar haturs og heiftar. Þú sást skugga krossins á baksviði þess sem var að gerast.

Emmaus

Við heyrðum ekki fótatak hans, hann var allt í einu kominn upp að hlið okkar og okkur brá við er hann spurði um hvað við værum að tala. Hvaðan kemur þú? Ertu eini maðurinn sem ekki veit hvað gerst hefur?

Vægi alúðar og umhyggju

Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta. Það kennir meistarinn, sem dó á krossi og reis af gröf, frelsari heimsins, frelsari þinn.

Martin Luther King

„Ég á mér draum...“ þessi velþekktu orð frá ræðu í Wasington árið 1963 draga saman líf sem helgað var baráttunni fyrir réttindum og jafnræði allra íbúa Bandaríkjanna. Martin Luther King fæddist árið 1929 í suðurríkjunum. Hann varð prestur í baptistakirkjunni, doktor í guðfræði, nafntogaður prédikari og óskoraður leiðtogi mannréttindabaráttunnar.

Maria Skobtsova

Maria Skobtsova stundaði nám við guðfræðiskóla rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, tók þátt í samræðum við forgöngumenn byltingarinnar og var nákomin heimspekingnum Berdjajv. Eftir byltinguna varð María borgarstjóri í Anapa, en neyddist til að flýja land, ásamt þúsundum annars kristins fólks.

Að skoða hug sinn að kveldi dags

Gott er að gefa sér tóm til þess að kvöldi dags að skoða hug sinn og horfa yfir gengin spor. Og minnast þess að Guð sem vakir yfir og elskar skynjar hugrenningar okkar og heyrir andvörp okkar. Hér eru nokkrar spurningar sem gott getur verið að spyrja sjálfan sig.

Fastan og fjármálakreppan

Og nú lifir kirkjan það tímabil trúariðkunar kirkjuársins sem er fastan. Fastan er tími þegar við erum hvött til þess að endurmeta líf okkar og forgangsröðun. Sjaldan hefur boðskapur hennar verið eins áleitinn og nú. Fjármálakreppan knýr okkur öll til endurmats, róttækara en við höfum áður þekkt.

Stefan Kurti

Albanía innleiddi menningarbyltingu að kínverskri fyrirmynd á sjöunda áratug síðustu aldar. Kirkjur, klaustur og moskur voru eyðilagðar og öll trúariðkun stranglega bönnuð. Prestar sem voguðu að þjóna voru fangelsaðir.

Janani Luwum

Janani Luwum fæddist 1922 í þorpi á landamærum Uganda og Súdan. Hann fékk að ganga í skóla og gerðist kennari. á þrítugsaldri komst hann í kynni við trúarvakninguna í Austur Afríku og varð prédikari. Hann varð víðkunnur fyrir eldmóð sinn og vakti mikla andstöðu.

Olfar Botrous Shakir

Koptisk orþódox kirkjan í Egyptalandi er ein elsta kirkja kristninnar. Um sex milljón manna tilheyra henni, og er hún fjölmennasta kirkjudeildin í MiðAusturlöndum. Undanfarin ár hefur hún gengið gegnum mikla endurnýjunartíma. En alla tuttugustu öldina og til þessa dags hefur kirkan liðið mikið harðræði.

Einelti er alltaf andstyggð

Einelti er alltaf andstyggð, hver sem fyrir verður, barn eða bankastjóri. Á umliðnum misserum hefur verið unnið að vitundarvakningu varðandi einelti gegn börnum og einelti á vinnustöðum. Við höfum séð hversu miklu má áorka þegar sett eru í orð og sagt frá reynslu af einelti og ofbeldi sem börn verða fyrir og samstaða næst um að standa gegn því að slíkt þróist.

Esther John

Esther John hér Qamar Zia áður en hún gerðist kristin. Hún fæddist á Indlandi 1929. Sautján ára að aldri hóf hún nám í kristnum skóla. Hún varð djúpt snortin af trú kennara sinna og tók kristni, en í leyndum. Þegar Indland skiptist árið 1947 flutti fjölskyldan til Pakistan. Trú hennar þroskaðist í leyndum.

Endurfundir

Það er nauðsynlegt að vita hvert skal stefna, en það er ekki síður mikilvægt að vita og muna hvaðan maður kemur. Það er svo mikið talað um nýtt Ísland og margir bera í brjósti vonir um að á rústum þess hruns sem nú bylur á okkur rísi nýtt Ísland, betrum bætt, siðbætt samfélag. Nýtt Ísland. Einhvern veginn finnst mér þó sem það hafi verið það sem við bjuggum við um skeið, þetta stóra, stóra, nýja Ísland, sem ætlaði sér svo mikinn hlut í hinni djörfu nýju veröld auðsins.

Myndum öflugan bænahring um landið okkar

Hafi grundvallartraust beðið hnekki í íslensku samfélagi, eins og oft er sagt, þá er það alvarlegt og brýnt að allt gott fólk taki höndum saman um að endurreisa það. Ekkert samfélag stenst án trausts. En það er ekki blint traust, það er traust sem byggir á trú, sem er glöggskyggn á hið góða og fús til að greiða því veg.

Graham Staines

Kristniboðslæknirinn Graham Staines hafði starfað sem læknir á holdsveikrahæli í Orissa á Indlandi í 34 ár þegar hann var myrtur í ársbyrjun 1999 ásamt tveimur ungum sonum sínum. Róttækir Hindúar horfðu með vaxandi tortryggni á starfsemi og útbreiðslu kristinna safnaða í héraðinu og leituðust við að hindra störf þeirra.

Gaza: Vítahringurinn verður að rofna

Okkur ofbýður grimmdin, stigmögnun hermdarverkanna og æ harkalegri viðbragða. Hvorki Ísraelsmenn né Palestínumenn geta tryggt frið með blóðsúthellingum og eyðileggingu. Slíkt eykur einungis hatrið og kyndir undir áframhaldandi ofbeldi og illvirkjum. Vítahringur haturs og hefnda verður að rofna!

Narciso Madalag Pico

Narciso Madalag Pico fæddist 1948. Hann varð prestur í hinni sjálfstæðu kirkju Filippseyja sem allt frá stofnun í byrjun 20. aldar hefur verið tákn þjóðfrelsis Filippseyinga og samstöðu með þeim verst settu.

Kaj Munk

Danski presturinn og skáldið, Kaj Munk, er Íslendingum vel kunnur. Hann fæddist 1898, vígðist prestur árið 1924 og þjónaði alla tíð sama söfnuðinum á Vestur Jótlandi. Líf hans einkenndist af heilsuleysi, hugrekki og listrænni sköpunargáfu og skörpum gáfum.

Wang Zhiming

Wang Zhiming bjó í Wuding í Yunnan héraði. Um miðjan sjöunda áratuginn voru þar um þrjúþúsund kristnir menn og var Wang Zhiming prestur þeirra. Hann hafði numið í kristniboðsskóla og kennt í slíkum áður en hann gerðist prestur eftir byltingu.

Píslarvottar vorra tíma

Okkur er hollt að minnast þeirra sem látið hafa lífið fyrir trú sína á Krist fyrr og síðar. Og minnast þess að enn í dag er fólk sem geldur það dýru verði að játa kristna trú. Píslarvottar vorra tíma minna okkur á að dauði og upprisa Krists er hjartað í játningu trúarinnar. Þeir minna okkur á að meta rétt það sem máli skiptir og halda fast í grundvallaratriði trúarinnar.

Ljós og andi jólanna

Fyrir ýmsum eru jólin tími streitu og spennu, öðrum eru þau tími einsemdar og sorgar. Afar mörgum tími eru þau eyðslu og neyslu. En umfram allt eru jólin tími umhyggju um eigin dýpstu þarfir, um náungann og þau sem með einum eða öðrum hætti fara halloka í lífinu.

Heilög Lúsía

Sögurnar um heilaga Lúsíu eru þekktar allt frá 5. öld og hún var í miklum metum í kirkjunni. Til marks um það þá er hún ein fárra kvenna sem nefndar eru í dýrlingatali kirkjunnar þegar á 7. öld. Messudagur hennar er 13. desember – á myrkasta tíma ársins.

Samstaða og umhyggja

Veðragnýr fjármálakreppunnar skelfir margan, sem óttast að grunnstoðirnar séu að bresta. Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum.

Fjölskyldum skal ekki sundrað

Þær stofnanir og embættismenn sem falið er að bera ábyrgð á þessum málum hér eru sett í mikinn vanda. Ég tel þó að við hljótum að verða að skoða einstök mál og leyfa mannúðarsjónarmiðum að komast að.

Börnin í öndvegi!

Þarfir barnsins ættu ætíð að vera eitt hið mikilvægasta í öllu því sem gert er til að móta samfélag manna, lífshætti og umhverfi. Og ætti að skipta meginmáli í umhugsun okkar um fjölskyldulíf og heimili. Þegar Jesús setti barnið í öndvegi þá gaf hann okkur sem fullorðin erum dýrmætt og mikilvægt fordæmi.

Gleðilega hátíð heilags anda!

Á hvítasunnuhátíðinni í Jerúsalem, fimmtíu dögum eftir upprisu hins krossfesta Jesú, varð kristin kirkja til fyrir kraft heilags anda. Kirkja Krists er frumgróði nýrrar sköpunar, fyrirheit um þann auð, þá ríkulegu uppskeru, þann fögnuð, sem í vændum er þegar vilji Krists og vald verður allt í öllu.

Brothætt sem eggið, og fullt af gæðum, visku og gleði

Þó að ég sé kominn á þann þroskaaldur að mér beri að fara varlega í sakirnar með sætindin þá finnst mér alltaf jafn gaman að því að brjóta páskaeggið og seilast í innihaldið. Páskaeggin eru ómissandi í páskahaldinu, þau prýða nú páskaborðin heima, ýmist stór eða smá, fábrotin eða hlaðin skrauti.

Stjórnmálin

Lýðræðisleg hugsun felur í sér að horfa yfir eigin mörk, hagsmuni og rétt og líta til heildarhagsmuna, hvort sem um er að ræða þjóð eða nærsamfélag. Með því að greiða atkvæði fæ ég tækifæri til að fela öðrum umboð og vald til að skipa málum samfélagsins til heilla fyrir heildina.

Gleðidagar

Páskavakan að kvöldi laugardagins á sér afar fornar rætur. Það var skírnarhátíð frumkirkjunnar. Hún fer fram um miðnætti. Mikilvægustu þættirnir eru tendrun páskaljóssins, lestrarnir sem rekja hjálpræðissöguna, minning skírnarinnar og páskamáltíðin. Þetta er sterk og hrífandi guðsþjónusta.

Jól í stormi

Kristin kirkja er send með erindi og boðskap sem hvetur sérhverja manneskju til hófsemi og virðingar í umgengni við lífið og jörðina. Friðarengillinn blíði bendir enn sem fyrr á lausnina, á frelsara heimsins, barnið í jötunni. Boðskapur hans snertir lífið allt. Það er engin tilviljun að frelsarinn fæddist í fjárhúskró.

Sigur skynseminnar

Rodney Stark er prófessor í félagsvísindum og höfundur umdeildrar bókar: „Sigur skynseminnar - Hvernig kristindómurinn leiddi til frelsis, kapítalisma og framfara Vesturlanda.“ Hann staðhæfir þar með sannfærandi rökum að grundvöllur yfirburða Vesturlanda í tækni, menningu, viðskiptum og stjórnmálum í samanburði við aðra menningarheima, sé að kristindómurinn lagði áherslu á skynsemi mannsins.

Gílead

Ég mæli eindregið með Gilead. Lesturinn er ekkert minna en trúarreynsla. Sjaldan hefur ég upplifað slíka skáldsögu. Undursamlegar persónulýsingar, áhrifarík frásögn, glögg innsýn í umbrotatíma og átök, og veru kirkjunnar og prestsþjónustunnar, og djúp og íhugul guðfræði.

Heilög þrenning

Hugtakið, heilög þrenning, er ekki að finna í ritningunni, en veruleikinn er þar til staðar, af því að það er ekki uppfundið af kirkjuþingum og guðfræðingum, heldur sprottið úr reynslu bænar og trúar. Að Guðdómurinn er þríeinn, heilög þrenning, er ekki kenning sem smíðuð er af spekingum til að flækja málin, heldur reynsla trúarinnar af þeim Guði sem er kærleikur, samfélag í umhyggju og kærleika.

Hann er upprisinn

Guð er Guð lífsins. Lífið er sterkara en dauðinn. Það segja páskarnir, það staðhæfir fregnin um upprisu hins krossfesta. Upplausn og eyðing er sett mörk, hinu forgengilega er ætlað að ummyndast í hið óforgengilega og hinu dauðlega í hið ódauðlega og dauðinn uppsvelgdur verða í sigur. Guð er Guð sem endurnýjar og endurskapar og endurlífgar.

Krossins orð

Kvalavein. Blót og formælingar. Skvaldur, hróp, harmatölur og óp. Háðsglósur ... Við berumst með straumi fjöldans sem þrengir sér nær til að sjá þessa þrjá sakamenn, afmyndaða af kvölum, neglda á kross. Þetta tætta hold og blæðandi undir, afskræmdu andlit. Ég veit að tveir þessara manna eru ræningjar og manndráparar, sem taka út makleg málagjöld. Hvað er annars makleg málagjöld?

Getsemane

Drottinn Jesús, þú sem varst gripinn angist og kvíða í Getsemane. Þú þekkir og skilur hvernig mér líður og hvað mér hagar. Lát mig finna návist þína þegar ég óttast framtíðina og kvíði því sem fram undan er, og þegar skuggar fortíðar og sektarbyrði buga mig. Drottinn, opna augu mín fyrir því að þú ert að verki, þar sem snjókrystallarnir glitra í vetrarsólinni, þar sem fræin lifa í moldinni, þar sem fuglinn syngur í háloftunum ...

Gata þjáninganna

Hann staulast áfram, hrasar í hverju spori, stendur skjögrandi á fætur, fellur enn. Hann sem allt vald er gefið á himni og á jörðu liggur nú með andlitið í götunni. Hver mun eftir þetta geta fullyrt að þú stjórnir frá háum trón efst og yst í alheimsgeimi. Hvað sýnir betur að vald þitt er annars konar en það sem við alla jafna kölum vald en einmitt þetta?

Símon frá Kyrene

Oft gerist það að maður er neyddur til að gera hluti sem maður hefði aldrei ímyndað sér ef maður hefði haft nokkurt val. Símon, þú hafðir ekkert val. Og aldrei hefði þér til hugar komið að hjálpa dauðadæmdum sakamanni að bera kross sinn til aftökustaðarins. Hafðir þú ekki nóg með byrðar þínar, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar?

Heilagur sannleikur

Hin kristna aðventa og jól eru tími þar sem allt leggst á eitt um að góðvildin komist að, og gleðin sem fæst með því að gleðja. Hér hjá okkur setja jólin mark sitt á þjóðlífið allt, með altækari hætti en nokkuð annað. Það er vegna þess að um aldir hefur hin kristna frásögn, viðmið og gildismat verið ofið inn í líf okkar og heim.

Leitin að tilgangi lífsins

Hvað er maðurinn? Strá sem hugsar, sagði Pascal. Guðs mynd, Guðs barn, segir Kristin trú. Líf af lífi jarðar sem Guð hefur blásið lífsanda í brjóst og lagt eilífðarvon í hjarta. Þetta er manngildið. “Ég á mig ekki hér í veröldinni. Jesús, ég eign þín er af miskunn þinni.” Segir Hallgrímur. Við erum annars eign.

Verum til staðar fyrir barnið!

Það er þarft heilræði í annríki aðventu og jólaundirbúnings. Tímaleysið, ærustan og óðagotið sem því miður einkennir þennan árstíma, bitnar gjarna á þeim sem síst skyldi, börnunum. Við viljum þeim hið besta, og foreldrar flestir vilja síst spara við þau í gjöfum og góðgæti á jólum.

Hvers vegna eru jól?

Fimm ára börnin sem spurð voru á síðum dagblaðs um daginn hvers vegna jólin væru haldin, gátu ekki svarað því. Þau vissu allt um jólasveina og jólagjafir, en virtust ekki vita af Jesúbarninu. Mér fannst það dapurlegt. Ég vona svo sannarlega að einhver verði til að benda þeim, og öðrum börnum á raunverulegt tilefni jólanna. Vegna þess að þar er að finna það sem er mikilvægast alls.

Guðsmynd og mannskilningur

Ég finn mig sannarlega vanmáttugan við hlið virtustu sérfræðinga sem hér fjalla um málefni sem er í miðdepli nútíma vísindarannsókna. Ég er þakklátur fyrir tækifærið að hugleiða með ykkur þetta mál. Trúarleg viðhorf eru oft nefnd í þessu sambandi. Mér finnst mikilvægt að í frumvarpi til þingsályktunar sem nú liggur fyrir alþingi og er hvatinn að þessu málþingi er ætlast til að hið trúarlega viðhorf komi til álita í því nefndarstarfi sem ætlað er að undirbúa lagasetningu um stofnfrumurannsóknir. Það er afar brýnt. Vegna þess að hin trúarlegu rök skipta máli. Þeir sem Vilhjálmur kallaði hér áðan „íhaldssama svartsýnismenn" gagnvart stofnfrumurannsóknum, sækja gjarna rök sín til trúarlegra viðhorfa til helgi lífsins.

Hugleiðingar í Hvalsneskirkju

Til eru fegurri minnismerki og bautasteinar. En steinninn sem stendur við hlið altarisins í Hvalsneskirkju er áhrifameiri en flestir þeirra. Þessi steinn fannst hulinn moldu fyrir framan kirkjudyrnar fyrir mörgum árum. Á hann er meitlað hrjúfu letri nafn, Steinunn. Við vitum hver það er, og við vitum hver ritaði það í steininn. Hún var dóttir prestsins og trúarskáldsins, Hallgríms Péturssonar, og dó á fjórða aldursári, mikill harmdauði. Hún var augasteinninn hans og eftirlæti. Menn hafa haldið því fram að helstríð og andlát Steinunnar litlu hafi orðið Hallgrími kveikjan að stórvirki hans og kórónu, Passíusálmunum.

Börnin í Beslan

Engin orð ná að lýsa tilfinningum manns gagnvart fréttunum af hinum skelfilegu atburðum í Beslan. Að hugsa sér börn í gíslingu morðóðra og siðblindra hermdarverkamanna sem einskis svífast! Við erum harmi lostin yfir því og því hryllilega blóðbaði sem eftir fylgdi. Við hugsum í hluttekningu til barnanna og fjölskyldna þeirra og rússnesku þjóðarinnar sem verður fyrir þessari grimmúðlegu árás. Við erum orðvana, hljóð og harmþrungin. En líka reið. Okkur er fyrirmunað að skilja þá ólýsanlegu grimmd og mannvonsku að taka saklaus skólabörn í gíslingu. Svona á ekki að geta gerst! Allir siðaðir menn hljóta að fordæma slíkt og þvílíkt!

Fagnaðarerindi Da Vinci lykilsins

Da Vinci lykillinn heitir bók sem mörgum áskotnaðist um jólin og hlaut lof gagnrýnenda. Bókin er forvitnileg áhugafólki um kristna trú, guðspjöllin og sögu kirkjunnar, vegna þess sem þar er haldið fram um tilurð þessa. Höfundur hennar, Dan Brown, heldur því fram að sagan sé byggð á staðreyndum. Hún stillir okkur þar með upp frammi fyrir grundvallarspurningum um rætur vestrænnar menningar.

Páskatrú

Guðspjöllin eru fáorð um atburði hins fyrsta páskadags. Það er engu líkara en þeir leggi fingur á varir og segi svo hikandi og í hálfum hljóðum frá því sem er svo ótrúlegt að engin orð fá lýst.

Ríki og kirkja í Evrópu

Í umræðunni um samband ríkis og kirkju er gjarnan höfðað til þess að nútímaþjóðfélag krefjist þess að skilið sé milli ríkis og trúarbragða, ríki skuli vera hlutlaus í trúarefnum. Gjarna er vísað til fjölhyggju og jafnræðis trúarbragða.

Hann fer á undan

Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7).„Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7). Hann fer á undan.

Aðventa og jól eru kristniboð

Það eru margir kristniboðar í jólaguðspjallinu. Englarnir sem vitjuðu hirðanna á jólanótt, það voru öflugir kristniboðar: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn....“

Börnin

Á visitasíu minni um Þingeyjarprófastsdæmi hitti ég mörg börn að máli í sóknarkirkjunum. Alls komu um sexhundruð börn í boðaðar guðsþjónustur. Það var gleðilegt að hitta öll þessi börn og fá tækifæri til að ræða við þau og minna þau á trúna og bænina sem er ekki aðeins lykillinn að Drottins náð heldur gæfuleiðin í lífinu, samfylgdin með Jesú og samfélagið við Guð.

Tími vaxtar og þroska

Tími kirkjuársins frá hvítasunnu og til aðventu kallast oft hátíðalausa tímabilið. Það er þá sem reynir á í trúarlífi og iðkun kirkjunnar. Engin sérstök tilefni til guðsþjónustu og tilbreytni, aðeins sunnudagurinn einn.

Bæn um frið

Við komum hér saman í skugga skelfilegra atburða í landinu sem kallast hið helga. Um þessar mundir verðum við þar vitni að skefjalausu ofbeldi og ægilegu blóðbaði og sjáum fyrir okkur andlit hinna hrjáðu og hrelldu. Við hörmum það og sameinumst í tjáningu samstöðu með því fólki sem þar þjáist. Og við tökum undir bænir þess og áköll um frið!

Predikanir eftir höfund

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

Þegar ég stend hér nú á merkum tímamótum í sögu Hallgrímssafnaðar er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég átti hér, já frá barnæsku og svo um næstum aldarfjórðung sem prestur. Þar naut ég þess að skera upp það sem aðrir sáðu til og erfiðis hinna ótal, ótal mörgu. Guð launi það og blessi.

Orðin eru andans fræ

Jesús fullyrðir að af gnægð hjartans mæli munnurinn. Að góður maður, góð manneskja, beri gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vond manneskja það sem er vont úr vondum sjóði. Við viljum ekki hugsa þannig um annað fólk. En meistarinn er ómyrkur í máli. Honum er mikið niðri fyrir og í mun að brýna okkur í að varðveita hinn góða sjóð hið innra þar sem trúin býr, vonin vakir og kærleikurinn sprettur fram. Og það fer ekkert milli mála þegar svo er.

Hálfrar aldar vígsluafmæli kirkjunnar

Endurreisn Skálholts um og eftir miðja síðustu öld var herhvöt til þjóðlegrar og menningarlegrar endurreisnar í landinu – og þjóðin tók undir, almenningur og stjórnvöld. Nú hefur ríkisstjórn Íslands boðað að íslensk þjóðmenning skuli í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Það er vel, og ég leyfi mér að vænta þess að við það verði staðið með rækt og frjóvgun og næring þess sem best er og frjósamast. Þar má ekki gleymast sá veigur íslenskrar menningar sem kristin kirkja, trúaruppeldi og samfélagsmótun er og þeir heilnæmu ávextir sem af því spretta.

Leyndardómurinn

Hvílík töfratíð eru jólin! Engin hátíð grípur okkur með viðlíka hætti, snertir þjóðlífið allt, leggur undrablæ friðar, helgi, kærleika yfir allt. Um það er samfélagssáttmáli í landinu okkar, rótfestur í þúsund ára samhengi trúar og siðar, um friðarstund og heilög jól.

Opnist þú! Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry – og okkar

En svo er margur daufur og málhaltur í öðrum skilningi, þótt hin líkamlegu skilningarvit séu í besta lagi, heyra ekki það sem máli skiptir, geta ekki tjáð það sem mikilvægast er.

Hvað er að heiminum?

Fjölmörg svör bárust með alls konar skörpum greiningum á vanda veraldarinnar. Fátækt og misrétti, vanþekking og vanmáttur, sjúkdómar og mein. Ekki vantaði heldur hugmyndir og draumsýnir um það sem ætti að vera. Allt snerist það meir og minna um réttar skoðanir, hugmyndafræði, leiðtoga, tækni, og þá yrði unnt að ráða bót á flestu því sem að er í henni veröld.

Skýra sjón hjartans

Biskup er tilsjónarmaður, sá sem hefur yfirsýnina og sér til þess að kirkjan sinni hlutverki sínu. Það er mikilvægt að hafa skýra sjón og vakandi vitund, glöggskyggni og árvekni.

Sjómannadagurinn, dagur minninga og fyrirbæna

Á bakvið stjörnurnar fjórar í fána sjómannadagsins, sem minna á þau sem hafið tók, eru slíkar spurningar og angistaróp sorgar og harma. Hugur okkar er hjá þeim sem syrgja og sakna, við sendum þeim kveðju samúðar og samstöðu úr helgidóminum. Við eigum ekki svörin, nema það svar sem umhyggjan gefur og samhygðin, það er svar kærleikans.

Til hvers er þetta hús?

Við þurfum virðingu og heildarsýn á manneskjuna og lífið, þau öfl sem ráð för í mannlegum samskiptum. Við þörfnumst ekki aðeins þekkingar og upplýsinga, heldur líka innsýn í djúpin, myrkrin og ógnina, og birtuna og gleðina, vonina og náðina í lífinu.

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Gömlu, góðu siðferðisgildin eru ekki horfin úr vitund þjóðarinnar. Því fer fjarri að hér hafi orðið siðrof eins og ætla mætti af ýmsu því sem fyllir fréttir dagsins. Kirkjan er ein grunnstoða hins góða mannúðarsamfélags sem við viljum sjá dafna á Íslandi.

Nýtt fyrir stafni

Við sáum í sumar í Osló og Útey hvað hatur og illska myrkvaðrar sálar fær áorkað. En við sáum líka hvernig heil þjóð tók höndum saman um að mæta hatrinu með kærleika. Þvílíkt fordæmi! Við sáum líka, Guði sé lof, ótal dæmi þess hvernig hugrekki, góðvild og umhyggja ummyndar og blessar, læknar og leysir og vekur von.

Aftansöngur jóla í Sjónvarpinu 2011

Kristin trú er hversdagstrú, áþreifanleg og efnisleg. Á það minna jólin. Jólagjafirnar eru áþreifanlegar, umhyggjan og náungakærleikurinn sem jólin leysa úr læðingi, þetta er áþreifanlegt. Jólin eru tími hinnar mannlegu snertingar umhyggju og kærleika.

Kom þú, Drottinn Jesús

Það er nú svo að í hverri mannssál býr bæði myrkur og ljós, góðvild og illska, speki og fáviska. Það sást berlega í borgarhliðum Jerúsalem forðum eins og í Reykjavík í dag hve besta fólk á merkilega auðvelt með að syngja með englunum, og hrópa síðan með múgnum: „krossfestu!“ og formæla með böðlunum.

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa

Á landsmótinu safna þau fjármunum til styrktar börnum og unglingum sem hafa misst foreldra í jarðskjálftunum og fljóðbylgjunni í Japan. Þarna fannst mér ég sjá hið unga Ísland á grundvelli hins gamla, síunga Orðs, sem æ er hið sama: Vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Myndin og viðmiðið

Við þurfum stundir og staði til að minna okkur sérstaklega á, stundir og staði til að gefa því rúm sem heilagt er, stundir og staði þar sem minna okkur á Guð, þar sem vitund okkar er opin fyrir návist Guðs, þar sem eyru okkar eru opin fyrir orði hans og augu okkar fyrir mildu augliti náðar hans og fyrirgefningar.

„Í dag erum við öll Norðmenn“

Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið. Að hvers kyns ofbeldi er ólíðandi.

Til þjónustu við lífið

Það er lærisveinafylgd, næm á þarfir, neyð og kreppur samtímans, en lætur ekki tískustefnur trufla sig, af því að hún veit hvaðan hún kemur og hvert skal stefna: Til Krists, fram fyrir auglit hans. Slíkrar siðbótar þarfnast okkar kirkja umfram allt.

Brautryðjandinn

Þegar Jesús kallar fólk til fylgdar við sig og sendir út til að greiða götu hins góða og sanna, þá kallar hann ekki á hetjur, engla eða dýrlinga, hann kallar á venjulegar manneskjur, manneskjur með hjartað á réttum stað og fæturna á jörðinni. Á slíku fólki þarf heimurinn að halda. Þannig fólk skulum við vera.

Leiðin gegnum brim og boða og voðasker

Það er mikilvægt að þekkja hætturnar sem varast ber, skerin, boðana, grynningarnar. En það er annað sem er mikilvægara: Að þekkja og rata leiðina milli þeirra.

Sigur lífs og vonar

Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni! Við verðum að geta kallað það besta fram í hvert öðru. Til þess þurfum við að leggja okkur öll fram í agaðri samræðu af sanngirni og virðingu fyrir náunganum.

Perlan, fjársjóðurinn, happið

Perlan, fjársjóðurinn, happafengurinn – það ert þú! Það ert þú sem ert svo óumræðilega dýrmæt, dýrmætur í augum Guðs að hann leggur allt í sölurnar fyrir þig! Af því að hann elskar þig.

Fast undir fótum

Ég játa það að ég hef átt þær stundir að ég veit ekki hvað ég á að gera við svona sögur, eins og þá sem er guðspjall þessa dags. Þó veit ég vel að stormana þekkjum við vel flest, áföllin, ágjafirnar, andviðrið og óttann. Það þekkjum við allt of vel.

Guði sé lof fyrir lífið!

Tökum nú höndum saman í sátt og samstöðu til uppbyggingar samfélags og menningar gagnkvæmrar virðingar, heilinda og trausts. Hingað til höfum við talist kristin menningarþjóð í fremstu röð í veröldinni. Treystum vor heit að svo verði áfram.

Spegillinn í jötunni

En þegar litið var niður í jötuna þá var ekkert undurfrítt Jesúbarn að sjá. Þess í stað sáu menn sitt eigið andlit. Í stað barnsins lá nefnilega spegill í jötunni. Hvað átti nú þetta að þýða?

Að hlusta, þiggja og gefa

Í sál og hjarta áttu viðtæki til að taka við þeim boðum, orði, mynd þar sem Guð er að blessa þig og senda þig áfram með blessunina til annarra.

Ávarp við útför séra Sigurðar Sigurðarsonar

Helgiþjónustan var Sigurði Sigurðarsyni einkar hjartfólgin, fegurð og iðkun helgidómsins. Það var heimanfylgja hans sem hann ræktaði síðan á löngum starfsferli og auðgaði með kirkju og kristni. Hann var flestum öðrum fróðari um sögu og hefðir trúarlífs og iðkunar.

Umhyggja á aðventu

Nú við upphaf aðventu eru margir áhyggjufullir vegna afkomu og atvinnu. Ísland ætti að eiga nóg til skiptanna, samt er fátækt ömurleg staðreynd og smánarblettur. Enginn Íslendingur ætti að þurfa að vera í þeim aðstæðum að standa í biðröð þar sem úthlutað er mat og fatnaði. Það verður að breytast!

Styrkur – veikleiki, ímynd – veruleiki

Samstarf kirkju og skóla er mikilvægt í grenndarsamfélaginu því báðar þessar stofnanir vilja hag barna og unglinga sem bestan og vilja leggja grundvöll að hinu góða samfélagi, góða lífi á traustum grunni hollra gilda. Enda er slíkt samstarf hverfisskólans og sóknarkirkjunnar víðast hvar til fyrirmyndar.

Heimboð

Það verður að viðurkennast að á Íslandi í dag virðist svo sem ekki séu allir jafn velkomnir að gæðum samfélagsins. Fátækt er dapurlega staðreynd sem við blasir á Íslandi. Á það erum við minnt sérstaklega í dag á Alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt.

Sigur, líf og von

Við eigum að láta í okkur heyrast að fordómar og hatur gegn útlendingum sé ólíðandi. Við viljum rækta hið góða, opna, gestrisna samfélag í landinu okkar góða.

Geisli frá Guði

Kirkjan er ekki aðeins innan þessara veggja, heldur líka þarna úti. Hér á heimilunum í sókninni er börnum kennt að signa sig og biðja í Jesú nafni, og þannig leggja sig í geislann frá Guði.

Hvatberi hins góða

Þolum við þá tilhugsun að lifa í samfélagi sem markað er tortryggni, ótta og reiði? Nei, það gerum við ekki og við eigum ekki að gera það!

„... með einum huga stöðug í bæninni“

Það að þú ert kölluð til Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík en vígð hér af biskupi Íslands í dómkirkju landsins, minnir á það sérstæða samband sem er milli þessara tveggja safnaða.

Guð á himni, Guð á jörð

Frásögn uppstigningardags eru vanmegna tilraunir til að tjá mannlegum orðum það að Kristur er alls staðar nálægur. Himinninn er á máli Biblíunnar ekki staður á landakortinu heldur samheiti við Guð. Himinninn er það sem er efst og innst, og umlykur allt, yfir og allt um kring, eins og lífsloftið sjálft.

Hjartsláttur þinn

Andi hins krossfesta og upprisna vill og getur ummyndað lífið allt og samfélag manna birtu og fegurð fyrirgefningar, lífs og vonar. Og framtíðin svo óræð og myrkri hulin sem hún er, nei, þar kemur hinn upprisni á móti þér með morgunbirtu sína og fegurð. Heyrum við ekki okkar eigin hjartslátt í þeim boðskap?

Dyr lífs

Dyrum er lokið upp í dag, fegurð helgidómsins blasir við, listin rís í hæstu hæðir. Megi nú þessi morgunstund og helga hátíð nú verða okkur uppörvun og vonartákn sem þjóð.

Dómur, uppgjör og Drottins blessun

Það þarf kjark, áræði og þrautseigju við endurreisn landsins, að hugsa lengra en til morgundagsins og lengra en að eigin hagsmunum, ákvarðanir okkar varða ekki aðeins okkur sem nú berum hita dagsins og þunga, heldur líka börnin okkar, já, og aðrar þjóðir.

Ungbarn í jötu og blessun englanna

Sú saga er sögð að þegar heilagur Frans frá Assisi var lítill drengur – ég vona að þið kannist við hann, og ef ekki þá getið þið gúgglað hann! - hafi hann eitt sinn verið í kirkju á jólum þar sem lærður doktor frá Bologna talaði.

Fold og himnar, menn og englar, barn í jötu

Margslunginn og viðkvæmur er sá guðvefur lífsins sem við erum öll ofin í, menn og dýr um lög og láð, já, lífið allt. Móðir jörð er gjafmild, full af gæðum. Það er helst skortur á fólki sem sér út yfir eigin stundarhagsmuni, það er skortur á fólki sem lætur umhyggju, trú og von stýra skrefum sínum, viðbrögðum, huga og hönd.

Viljirðu líkjast lífi hans ...

Kirkju Krists er ætlað að vera heilsulind þar sem orð og áhrif og andi miskunnsemi og friðar og fyrirgefningar syndanna á sér skjól og er iðkað með orði og athöfn og helgum hefðum sem laða fram hið góða og fagra í mannlífi og samfélagi. Sú laðan, boðun, vitnisburður, er kristniboð.

Viðmiðin

Þið þekkið mörg hver skrítluna um messaguttann. Sú saga var sögð um miðja öldina sem leið. Guttinn hafði eitt hlutverk um borð sem ekki mátti fyrir nokkurn mun bregðast. Það var að færa skipstjóranum fyrsta kaffibolla dagsins upp í brúna.

Kærleikans sól hefur sigrað

Nú blasa vandkvæðin við. Og veistu, það er annar og styrkari grundvöllur að standa á en hin pólitíska og efnahagslega spurning um hvernig við komumst í gegnum vandann. Þann grundvöll er að finna í boðskap páskanna: Óttist ekki! Hinn krossfesti Kristur er upprisinn!

Kærleikans sól hefur sigrað

Nú blasa vandkvæðin við. Og veistu, það er annar og styrkari grundvöllur að standa á en hin pólitíska og efnahagslega spurning um hvernig við komumst í gegnum vandann. Þann grundvöll er að finna í boðskap páskanna: Óttist ekki! Hinn krossfesti Kristur er upprisinn!

Leiðarvísir fyrir lífið

Ég tel að ein hagkvæmasta aðgerðin til stuðnings heimilunum nú væri að bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir öll börn þeirra sem misst hafa vinnuna. Ríki og sveitarfélög og frjáls félagasamtök ættu að taka höndum saman um það! Mikið misræmi virðist vera milli réttinda bótaþega eftir því hvers konar bætur um er að ræða, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur. Hér þyrfti neyðarlög um hag heimilanna, sem beinist að því að opna vatnsþétt skilrúm milli ríkis og sveitarfélaganna og mismunandi úrræða í þessum efnum.

Tvennir tímar

Afleiðingar hrunsins sem við horfumst nú í augu við gera miklar kröfur til okkar og munu gera um ókomin ár. Þjóðin er látin axla þungar byrðar. En hér felast líka tækifæri til að endurmeta og hugsa upp á nýtt tilgang auðsins, hinna efnislegu gæða, að spyrja út í siðgæðið og forgangsröðunina sem mótar þjóðfélag okkar og menningu.

Ljós og hljómar

Jólin eru hátíð hjartans, hughrifa og tilfinninga. En fögnuðurinn sem jólin boða er meir en hughrif og tilfinningar. Hughrif eru hverful en gleðin sem jólaguðspjallið boðar og jólaljósin og jólasálmarnir og gleðihljómar klukknanna tjá er meir en hverfult andartak. Þau eru heilög ferð í einingu saman yfir landið og með stjörnunum, - eins og skáldið lýsir svo yndislega- , til að helga þennan heim, helga þennan víða heim og lífið allt friði Guðs.

Augnhæð

Jólaguðspjallið ber okkur áleitinn boðskap. Sjaldan áleitnari, sjaldan rómsterkari en einmitt nú í hljóðlátum vitnisburði sínum. Á óvissutímum og kvíða þurfum við virkilega að heyra og skynja og þiggja hin raunverulegu verðmæti og endurheimta hinn sanna auð, sem Guð býður okkur sem gjöf.

Glugginn

Kirkjunni er ætlað að vera gluggi. Helgidómurinn á að vera gluggi sem hleypir inn birtunni frá Guði. Eins og glugginn fagri sem hér blasir við sjónum.

Guðríðarkirkja

Við þurfum helga staði og helgar stundir til að varðveita þá sýn, viðhalda og varðveita sjón hjartans á að lífið er gjöf Guðs, undursamleg náðargjöf, til að viðhalda og varðveita þá sýn til samferðarfólksins að við erum öll systkin við sama borð, þrátt fyrir allt, að við eigum að deila með okkur daglegu brauði og gæðum.

Von í viðjum skuldanna

Látum aðventuljósin verða vonar ljós um betri framtíð á Íslandi! Betra samfélag, með styrkari stoðum undir efnahag og atvinnu, betra viðskiptasiðferði, og enn traustara öryggisnet velferðarinnar. Það munum við áorka með þeim mannkostum sem íslensk þjóð hefur jafnan metið mest: heiðarleika, iðjusemi, réttsýni og umhyggju um náungann.

Sólstafir himins á jörðu

Guðspjall allra heilagra messu er sæluboðin. „Sælir eru....“ segir Jesús enn og aftur, níu sinnum alls, eins og þrisvar sinnum þrjú klukkuslög, bænaslög sem berast gegnum dagsins ys og óró hjartans. Sæla er gjarna sett í samhengi við algleymi og þá yfirleitt annars heims. En Jesús tengir það einhverju sem er yfirmáta jarðneskt og hversdagslegt. Er það ekki makalaust?

Peningarnir og Guð

Hvenær sem við leitumst við að gefa gaum að þörfum annarra í stað þess að einblína á okkur sjálf þá erum við að endurgreiða brot af því sem Guðs er. Það er ekkert sem er óviðkomandi stjórnmálum og skattgreiðslum og fjármálum heldur hefur allt mögulegt með afstöðu okkar og umgengni við náungann að gera.

Peningarnir og Guð

Hvenær sem við leitumst við að gefa gaum að þörfum annarra í stað þess að einblína á okkur sjálf þá erum við að endurgreiða brot af því sem Guðs er. Það er ekkert sem er óviðkomandi stjórnmálum og skattgreiðslum og fjármálum heldur hefur allt mögulegt með afstöðu okkar og umgengni við náungann að gera.

Nú er tími umhyggju og samstöðu

Við höfum sannarlega lifað ótrúlega örlagadaga á Íslandi. Við finnum öll til ótta og öryggisleysis, við erum eiginlega í losti og vitum ekki hvaðan á okkur stendur veðrið.

Menningardagur

„Það auðkennir þau sem elska að þau syngja” sagði Ágústínus kirkjufaðir endur fyrir löngu. Og hann vissi hvað hann söng. Ágústínus sagði líka við kirkjukórinn sinn: „Elsku börnin mín… Syngið Drottni nýjan söng! Heyrðu! - segið þið -, við erum að syngja! Já, þið syngið, ég heyri það, þið syngið hátt.“

Landvættir

Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð smástrákur með föður mínum framan við Alþingishúsið og hann benti mér á lágmyndirnar yfir gluggunum og sagði mér söguna af landvættunum. Ég gleymi ekki hrifningunni sem hríslaðist um hverja taug yfir þessum kraftmiklu myndum og áhrifaríku sögu.

Krossinn – páskarnir

Hann gerði örlög okkar að sínum. Páskarnir leiða í ljós að kærleikur hans er skilyrðislaus og eilífur og verður aldrei sigraður. Kærleikur Guðs verður ekki deyddur, orðinu sem varð hold, verður ekki eytt, engin mannleg snilld og gáfur, ekkert mannlegt atgervi, auður, vald, engin mannleg tækni né heldur trú fær útrýmt því.

Boðunardagur Maríu

María hið kvenlega í trúarlífi og tilbeiðslu. Og hún minnir á stöðu og hlut kvenna í okkar heimi. Samtíminn horfir upp á skefjalaust ofbeldi gegn konum og börnum, heimilisofbeldi, mansal, kynlífsþrælkun, kvenfyrirlitning. Það stendur stríð um konuna og hlutverk hennar í þágu lífsins!

Guðs orð á móðurmáli

Hann sagði:„Nú er við höfum þýtt ritningarnar á tungu fólksins, þá verðum við að túlka orð hennar með verkum. Í stað þess að tala um heilaga hluti þá verðum við að iðka þá.“ Hann var að minna á það að besta biblíuþýðingin, og í raun sú eina sem skiptir máli, er sú sem birtist í breytni, viðmóti, líferni fólks.

Á áramótum

Eflaust vildum við öll gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga jörðinni, - nema þá að breyta lífsháttum okkar. Það er nú meinið. Hvað fær okkur líka til þess ef ekkert viðmið er æðra og meira en það sem hentar mér, sem ég get hagnast á eða sloppið billegast frá?

Jósef

Ég man enn hnútinn í maganum, lamandi máttleysistilfinningu við hjartaræturnar og þurrkinn í kverkunum þegar mér var ýtt inn á fæðingastofuna á Landspítalanum snemma ársins 1971 og fæðingin var í fullum gangi, og mig sundlaði, allt gekk í bylgjum og snarræði djarfhuga hjúkrunarnema bjargaði mér frá því að skella kylliflatur á gólfið...

Umbúðirnar og innihaldið

Sú stóra og öfluga saga sem jólaguðspjallið segir fjallar um lífið í allri sinni vídd og litaugði. Hún fjallar um lokaðar dyr og opinn himinn, um gný og um kyrrð, um baráttu og um frið, um trúleysi og trúfesti, um hið ljóta sem fyrir augu ber, og hið fagra og bjarta sem Guð vill gefa, um umhyggju og kærleika, um líf og dauða, um Guð og heiminn okkar.

Heilbrigð eða óheilbrigð trú

Það er augljóst að minni hyggju að valið snýst ekki um trú eða trúleysi heldur um heilbrigða og óheilbrigða trú. Manneskjan er haldin ólæknandi trúhneigð. Hún brýst bara fram með ýmsum hætti og formerkjum.

Undan eða eftir tímanum

Þjóðkirkjan vill standa vörð um lýðræði og mannréttindi. Hún er skuldbundin því! Og kirkjan vill virða þau faglegu sjónarmið, sem skólarnir eru bundnir í fjölhyggju- og fjölmenningarumhverfi samtímans. Þar er afar mikilvægt að fyllsta tillit sé tekið til ólíkra lífs- og trúarskoðana og sýna virðingu og umburðarlyndi í hvívetna.

Trú sem breytir heiminum

Og það sem klukkurnar kalla til og minna á um ársins hring, það sem hér er iðkað og boðað og nært innan þessara veggja, það er líf sem sigrar dauðann í sérhverri mynd. Og BREYTIR HEIMINUM!

„Ég vil lofsyngja Drottni“

Gleðilega hátíð, kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju 2007. „Ég vil lofsyngja Drottni“ (2.Mós.15.1) er yfirskrift hátíðarinnar. Það er tilvísan til lofsöngs Móse og Ísraelsmanna eftir hina undursamlegu björgun við Rauðahafið. Lofsöngur, feginsandvarp. Það er kirkjulistin. Hún er lofsöngur, feginsandvarp og þakkargjörð til skaparans, lausnarans, anda lífs og vonar.

Þjóðarskútan

Já, við njótum öryggis á þjóðarskútunni. Hvers konar varnaviðbúnaður er öflugri og útbreiddari en nokkru sinni. Tilkynningarskylda, staðsetningartæki, allir reyndar gjörtengdir og staðsettir. Eftirlitsmyndavélar á hverju horni. Svo er velferðarnet samfélagsins betra hér á landi en víðast annars staðar. En hvers vegna er þá ekki allt í lagi á þjóðarskútunni?

Fyrirmyndin

Vegur Símonar Péturs til prestsþjónustunnar hafði verið óvenjulegur. Fyrr meir var hann fiskimaður. Hraustur, sterkur, dáðadrengur, pottþéttur, en líka skjótráður, örgeðja, ístöðulaus. Fyrstur að bregðast við, votta hollustu, játa trúna. Fyrstur að áminna, ávíta Drottin, þegar honum fannst nóg komið, þegar hann sagði fyrir um þjáningu sína og dauða: „Þetta skal aldrei fyrir þig koma!“

Vorþeyr

„Gráttu ekki. Hann lifir hjá Guði!“ Bænin og trúin er andsvar við ávarpi hans, iðkun og athöfn við skírnarlaug og máltíð altarisins, er andsvar við laðan lausnarans sem lifir, og er upprisan og lífið. Þegar við göngum hér á eftir til helgrar máltíðar þá er það fagnaðarmáltíð með upprisnum frelsara í árdagsbirtu vonarinnar.

Sóun

Okkur skortir ekkert, nema viljann til að gefa. Í því fólgin gagnrýni á algengt lífsviðhorf og gildismat, og sannarlega meginþátt menningar um þessar mundir. Skortur, vöntun, er viðtekið viðmið og útgangspunktur. Og við erum einlægt mötuð á því hve miklu sé áfátt og hvað okkur vantar.

Sendiboðarnir

Við höfum sannarlega margt að gleðjast yfir í okkar samtíð í þeirri sendiför, sem þjóðkirkjan er. Því sendiför er hún, send af Kristi til að vitna um hann í orði og verki. Og oft fáum við að reyna og sjá opnar dyr, kraft fagnaðarerindisins, máttinn sem sigrar í veikleika.

Nýársdagur

Börnin eru hið dýrmætasta sem við eigum. Og barnatrúin og bænin er besta veganestið, því þar er sálarsjón beint til ljóssins. Okkur ætti jafnan að vera umhugað um líðan barnanna og velferð, öryggið, sem þeim er búið, væntingar sem til þeirra eru gerðar, og um hætturnar sem þeim eru búnar.

Baggalútur, barnið og þú

Það var prestur sem spurði börnin í barnastarfinu: „ Af hverju fæddist Jesúbarnið í fjárhúsi?“ Og barnið svaraði að bragði: „Af því að mamma hans var þar.“ Börnin eru lógísk í hugsun og svara rökrétt. Barnið fæddist þar sem mamma var stödd þegar stundin kom. Það er hárrétt. Flóknara er það ekki. En afhverju fæddist Jesús í fjárhúsinu í Betlehem?

Jólagjöfin

Jólagjöfin sem Guð gefur, frelsarinn Kristur, Drottinn, er gjöf sem ekki verður frá þér tekin. Það er návist sem aldrei bregst. Í þeirri návist, umhyggju og ást eru þau sem við elskum, og eru hér hjá okkur nú, eða horfin inn í jólagleðina eilífu í birtunni hans, sem engan skugga ber á. Og sorgin og sársaukinn yfir brostnum vonum, svikum, sárindum og beiskju, vill hann líka umlykja friði sínum og fyrirgefningu. Reynum líka að koma auga á það.

Þegar fyrirheitin og draumarnir rætast

Aðgangur að hreinu vatni þykir okkur sjálfsögð mannréttindi. Staðreyndin er að hreint vatn er sá örlagavaldur sem umfram allt mun gera út um framtíð okkar á jörð. Fullyrt er styrjaldir framtíðar muni framar öllu snúast um aðgang að vatni. Meir en milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni.

Vísindin efla alla dáð

Trú og vísindi mætast í lotningunni fyrir lífinu. Þær sögur sem tjá hina kristnu sköpunartrú eru eiginlega þakkaróður, eða öllu heldur undrunaróp yfir því að heimurinn skuli ekki vera óskapnaður, til orðinn af tilviljun, meiningarlaus og tilgangslaus, heldur reglubundið samhengi.

Einingarband

Um þessar mundir horfum við upp á hin kristnu Vesturlönd æ meir á valdi bölsýni og uppgjafar. Tilfinningin fyrir tilvist Guðs hefur daprast í okkar heimshluta. Það sorgleg staðreynd. Mér finnst næsta augljóst, þótt öðru sé gjarna haldið fram, að brotthvarf guðsvitundar úr menningu og uppeldi okkar heimshluta hafi ekki leitt til aukins víðsýnis og skynsemi, heldur þvert á móti til vaxandi trúgirni og hleypidóma, og máttleysis andspænis hverskonar öfgum.

Hallgrímsmessa

Hallgrímsmessa var stefnumótandi. Í dimmum skugga heimsstyrjaldar var stefna mörkuð: um að reisa helgidóm og helga iðkun í minningu þess manns sem þjóðin mat mest sem andlegan föður og sálnahirði í sorg og gleði, um að ausa af lindum þess besta og fegursta sem andlegur arfur íslenskrar þjóðar geymdi, og veita frjómagni þess yfir þurrlendi menningar og samfélags.

Líkfylgd í Nain og lífs-fylgd lausnarans

Hver kennir annars í brjósti um í samtíð okkar, erum við ekki umfram allt upptekin af því aðflýja sársaukann, erum við ekki umfram allt upptekin af því að leita málsbóta, skýringa, skilgreininga? Hver finnur til með börnum og unglingum á Íslandi í dag, í þeim flókna og ögrandi heimi sem þau búa við?

Veganestið góða

Sögur guðspjallanna eru margskonar. Þær eiga það sameiginlegt að allar benda þær á þann milda mátt og góða vilja sem er Guð. Við höfum þegið þessar helgu frásagnir sem nesti, þær eru arfur okkar sem mótað hafa menningu og sið okkar heimshluta um aldir. Sagan um Guð og mann, líf og heim, sagan um miskunnsemina, fyrirgefninguna, um krossinn og upprisuna, um það sem er uppspretta vonar og framtíðar.

Heimboðið

Komið - allt er tilbúið!” Þú þarft ekki að sanna þörf, löngun eða leggja fram vottorð um frammistöðu í trú, þú þarft aðeins að þiggja. Kirkjan okkar, þjóðkirkjan, er framhald heimboðsins. Hún er í sjálfu sér verkfæri, sakramenti náðarinnar. Og þess þurfum við að minnast. Í okkar samtíð og menningu þar sem kröfuharkan vex, þar sem óbilgirnin og heimtufrekjan vex, þar sem lögmálshyggjan læðir krókum sínum æ víðar inn.

Framtíðarlandið

Og lykilinn er ekki að finna í Google, og þú ferð erindisleysu ef þú hyggst finna hann í grafhvelfingum eða fornum handritum. Sannleikann leiðir sjálfur Guð í ljós er hann birtir sjálfan sig og vilja sinn og áform í Jesú Kristi. Það er grunnforsenda kristinnar trúar. Vísindin skilgreina en trúin túlkar.

Á sama báti á sama sjó

Hafið auðuga sem umlykur landið okkar ætti að vera okkur sístæð áminning um lífið sem Guð gefur okkur: þetta undursamlega, fagra, djúpa, leyndardómsfulla, síbreytilega og auðuga líf. Hafið ætti að minna okkur á að við erum öll á sama báti á þeim sama sjó.

Allir séu þeir eitt...

Í bæn sinni á skírdagskvöld biður Jesús þess að lærisveinar hans megi allir verða eitt. Ekki eins, heldur eitt. Einslitt líf í einni vídd, það er heimur dauðans. Guð er Guð litadýrðar og fjölhljóma.Við þurfum ekki að óttast litauðgi og fjölbreytni innan kirkjunnar, meiningamun og átök jafnvel. Þjóðkirkjan þarf að rúma ólíkar skoðanir og þarf ekki að tala einni röddu.

Fagna, Guð þér frelsi gefur!

Til forna var talað um “páskahláturinn” Á páskadagsmorgni var að sögn farið með gamanmál í kirkjunni og hlegið dátt, hlegið og kæst yfir því sem er ótrúlegast alls: Að hinn krossfesti Kristur er upprisinn, lífið hefur sigrað dauðann. Hann dó vegna vorra synda, hann dó fyrir þig, til fyrirgefningar syndanna. Guð sneri illu til góðs, dauða til lífs. Já, Guð lék á djöfulinn, felldi hann á eigin bragði.

Skírn og vígsla Jesú, og þín

Vegferð Krists hún liggur líka hér um, og hvar sem þú ert. Þegar þú varst skírð, þá var hann þar líka hjá, merki krossins og birta himinsins og rödd Guðs sem sagði við þig:„Þú ert mitt elskað barn!“ Þar varstu vígð til þess hlutverks að fylgja honum, treysta, þjóna, hlýða, elska. Og hann vígði þig sér og gaf sér perluna dýru. Þetta er kristnin.

Hið besta í vændum

Lífið mitt. Hve oft hef ég ekki séð lífið, tímann, sem eitthvað sem framhjá fer, rennur úr greipum, eyðist, tæmist? Hvernig væri að líta það sem svona ker, sem bíður þess að fyllast ... gæðum? Sex vatnsker úr steini. Tilboð trúarinnar á Krist er að þiggja lífið, þetta líf, þessa daga, sem gjöf.

Kenn oss að telja daga vora

“Kenn oss að telja daga vora...” segir bænin. Við þykjumst nú kunna það. Umkringd tímamælum af öllu tagi, allar stundir upptekin af því að mæla tíma, spara tíma og drepa tíma. Hver veit ekki hvað tímanum líður? Þó er ekki eins víst að öllum sé jafn ljóst hvað klukkan slær eða hverjum hún glymur. “Á snöggu augabragði” geta öll okkar áform, allar okkar ráðstafanir kollvarpast.

Siguraflið

Hvers þörfnumst við? Jólaguðspjallið segir okkur þann heilaga sannleika að atvik og örlög lífs og heims eru orðin hluti ástarsögu, sögu kærleikans eilífa sem leitar skjóls í mannheimi. Guð er að leita þín. Hann hefur trú á manninum, þrátt fyrir allt, og hann vill að heimurinn haldi áfram að vera til. Hvers leitar hann hjá þér? Hann leitar trúar.

Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól

Já, Guði sé lof fyrir gleðileg jól! Þetta er svo satt sem jólasálmurinn segir um sól lífsins sem ljómar í myrkrinu. Myrkrið er margskonar. En birtan á sér eina og sömu uppsprettu. Jólin benda á hana. Gegn skammdegismyrkri lýsa jólaljós. Inn í sorta jólasorgar og saknaðar berast orð huggunar og vonar, í myrkrum ljómar lífsins sól.

Sameinumst, hjálpum þeim!

Látum enga “samúðarþurrð” á okkur sannast! “Hjálpum þeim!” er ákallið sem berst til okkar í upphafi jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálpum þeim sem eru í kapphlaupi við tímann að koma hjálp til þúsunda sem enn eru bjargarlaus í fjöllum Pakistan!

Eitt er nauðsynlegt!

Guðspjall dagsins er sagan af Mörtu og Maríu í Betaníu. Við þekkjum þá sögu vonandi öll. Orð Jesú við Mörtu: „Þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu. En eitt er nauðsynlegt!” „Eitt er nauðsynlegt!” Og víst könnumst við við það! Daglangt glymur í eyrum af ótal rásum áróðurinn og áreitin sem brýna fyrir okkur að eitt og annað sé nauðsynlegt af því sem í boði er. „Eitt er nauðsynlegt! og það fæst hjá mér,” segja þeir, hver um sig. „Eitt er nauðsynlegt”!

Viltu verða heill?

Ég vil í upphafi máls míns óska aðstandendum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju til hamingju með þessa yndislegu hátíð, og þakka allt sem hefur verið framreitt okkur öllum til svo mikillar gleði og uppbyggingar umliðna viku. Kirkjulistahátíð er vísbending um grósku lífs og lista sem á enga hliðstæðu fyrr né síðar hér á landi. Það er sannarlega flest í blóma á Íslandi. Hvert sem litið er má sjá taumlausan sköpunarkraft jafnt í náttúrunni sem í mannlífinu.

Skrifað í sandinn

Það er sem morgunsólin standi kyrr, og allt dettur í dúnalogn á musterissvæðinu, ysinn og skvaldrið og sköllin hljóðna. Hverju svarar hann, meistarinn frá Nasaret? Hann segir ekkert. Hann beygir sig niður og skrifar í sandinn, og segir síðan hljóðlega, milt, en orð hans voru öflug eins og landskjálfti: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.”

Guð heyrir bænir

Það mun hafa verið einhvern tíma seint á nítjándu öld að sá atburður varð í Mýrdalnum sem lengi var í minnum hafður. Sóknarpresturinn, séra Brandur Tómasson, kom að tilviljun ríðandi þar að sem hópur fólks stóð í fjörunni, konur, unglingar, börn, sem hafði hraðað sér ofan til strandar til að taka á móti bátunum sem voru að koma að landi. En skyndilega hafði gert rok.

Hjarta yðar skelfist ekki ...

Guðspjall þessa Drottinsdags, þriðja sunnudags eftir páska eru kunnugleg orð Jesú úr 14. kafla Jóhannesarguðspjalls. Þetta eru orð frá kveðjustund, Jesús sat að borði með lærisveinum sínum nóttina sem hann svikinn var. Og mælti þar þessi undursamlegu og huggunarríku orð, sem oft hafa komið til okkar á stundum sorgar og rauna: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið...”

Grundvöllur trúarinnar

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn! Gleðilega páska í Jesú nafni. „Þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina,” gröf hins krossfesta ástvinar síns. Þannig hefur Matteus frásögn sína af atburðum páskadags.

Undursamlegt samhengi náðarinnar

Í pistli þessa Drottinsdags eru yndisleg orð úr upphafi fyrra Korintubréfs. Ekki er hægt að hugsa sér betra orð í nesti frá stund sem þessari en þessa hlýju hvatningu postulans: „Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir þá náð sem hann hefur gefið yður í Kristi Jesú. ... Trúr er Guð sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns, Jesú Krists, Drottins vors.“(1.Kor.1.4-9)

Sigur lífsins

Gleðilega hátíð, kæri söfnuður, tíu ára vígsluafmæli Digraneskirkju. Hjartans þakkir fyrir dýrindis veislu sem hér er boðið til, þökk öllum sem hafið lagt ykkar góðu krafta að í undursamlegum söng, hljóðfæraleik og þeim margvíslegu góðgerðum sem við njótum hér. Þetta er fagnaðarhátíð. Hér er svo margt að gleðjast yfir, margs að minnast og margt að þakka. Hér inni eru margir sem minnast þeirrar torsóttu brautar sem þessi söfnuður mátti feta á löngu árabili.

Að gefa Guði dýrðina

Kæri söfnuður, til hamingju með daginn! Hér er fagnað góðum áfanga og glaðst yfir vel unnu verki. Guð blessi það allt. Fyrir nærfellt hálfri öld, þegar Neskirkja var reist, þá var hún tákn nýja tímans á Íslandi. Hún var nútímalegust og best búin allra kirkna í landinu. Með safnaðarheimili því sem nú verður blessað og tekið í notkun eykst til muna og batnar aðstaða safnaðarins til þess fjölþætta safnaðarstarfs og þjónustu sem samtíminn krefst í biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju, sem vill vera „samfélag í trú og gleði.“ Safnaðarheimilið nýja, sem klæðir þessa kirkju svo vel, veitir ákjósanlega aðstöðu og vettvang fyrir „trú og líf í opnu húsi Guðs.“

Því Drottinn er góður

Í hundraðasta Davíðssálmi segir: „Öll veröldin fagni fyrir Drottni! Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng! Vitið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Því Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.“ Þessi orð tjá vel það sem í dag hrærir innstu hjartastrengi á frelsishátíð.

Í þágu lífsins

Guðspjall sjómannadagsins, frásagan sem er af því er Jesús kyrrir vind og sjó, endurómar söguna á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar. Þar er viðlagið: „Guð sagði. Það varð. Guð sá að það var gott. Og Guð blessaði það.“ Guðspjallið ítrekar boðskap hinnar fornu sögu, eða lofsöngs, sem gjarna kallast „sköpunarsagan,“ sem sé að Guð setur hinu illa mörk, og þau mörk, þær skorður bresta ekki.

Með einum huga stöðug í bæninni

Mikið er nú undursamlegt að fá þessi orð, þessi skilaboð með sér frá vígsludegi. Gefið þessum orðum gaum, kæru vígsluþegar, já, við skulum öll hugfesta þau. Þau lýsa því þegar uppstigningardagur var að baki og hvítasunnan framundan. Að baki voru 40 gleðidagar, þar sem hver stund, sérhver dagur var borinn uppi af návist hins upprisna Jesú.

„Sáðmaður gekk út að sá ...“

Í dag er Biblíudagurinn. Hátíð heilagrar ritningar í kirkjunni. Vissulega eru allir dagar kirkjunnar Biblíu-dagar, því á grundvelli hennar, á grundvelli orðsins er kirkjan reist, líf hennar og iðkun er vitnisburður um lífsins orð. Guðspjall dagsins er dæmisaga Jesú um sáðmanninn og hina fernskonar sáðjörð. Vart er hægt að hugsa sér betra veganesti á vígsludegi. "Sáðmaður gekk út að sá...." ég þarf ekki að rekja þessa sögu, við kunnum hana öll, og ef ekki, þá skulum við fletta henni upp og lesa í kvöld. Myndin er svo ljóslifandi. Sáðmaður gekk út að sá.

En það bar til um þessar mundir ...

Engin nótt er eins og þessi, hin helga nótt, hljóða nótt. Hvað er það sem gerir að verkum að hún er töfrum fyllt þessi nótt? Það er sagan, frásögn jólaguðspjallsins. Löngum hafa menn velt vöngum yfir þessar sögu, sagnfræðinni, tímatali og staðfræði. DV fórnaði á dögunum heilli opnu af sínum dýrmæta pappír til að afsanna sannleiksgildi jólaguðspjallsins.

Að allir megi heyra og þiggja

Guð gefi þér gleðileg jól! Bessastaðakirkja er umgjörð jólamessu sjónvarpsins að þessu sinni. Ég þakka þeim sem hér halda uppi söng og helgri iðkun í kvöld og endranær, og eins þeim fjölmörgu um land allt sem leggja fram góða krafta að til að bera ljós og orð og hljóma helgra jóla inn í hjörtu landsins barna.

Til Guðs þakka

Gleðilegt nýtt kirkjuár! Fyrsti sunnudagur í aðventu og jólafasta gengur í garð. Guðspjall dagsins er frásögn af konungskomu, innreið Jesú í Jerúsalem. Munum það að aðventu og jólahaldi er ætlað að fagna konungi konunganna, sem allt vald hlýtur um síðir að lúta. Guðspjallið lýsir því er hann kemur til borgar sinnar, ekki í gullvagni og englafylgd, ekki í forstjórajeppa né öðrum stöðutáknum auðs og valda. Hann kemur hógvær og ríðandi á asna.

Það er gáfa að elska Guð

Ég samfagna Stokkseyrarkirkju á stórum degi og góðum og bið Guð að blessa þau öll sem hér hafa unnið að verki og gert þennan áfanga mögulegan, áfanga til að auðga og efla helgiþjónustuna í þessum helgidómi. Það er okkur hjónum mikið gleðiefni að vera hér, svo kær sem Stokkseyrarkirkja er okkur, og þær minningar sem hún geymir. Hið nýja hljóðfæri er helgað minningu dr.Páls Ísólfssonar, en í dag eru 110 ár liðin frá fæðingu hans.

Trúin sem heilsulind

Við heilsulindina í Betesda hafði maður legið nærfellt mannsaldur, ósjálfbjarga. Þetta var líknarhús, það er reyndar merking orðsins Betesda, líknarhús. Þótt þeir væru annars færri sem urðu vitni að kraftaverki en hinir sem ekki hittu á rétt andartak þegar vatnið hrærðist og kraftar lækningarinnar voru virkir.

Leifturmyndir frá ferð lausnarans

Nú fullnaðist brátt sá tími, er Jesús skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En þeir tóku ekki við honum, því hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: "Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og tortími þeim?"

Andi, sendiför, fyrirgefning

Guðspjallstextinn dregur upp sorglegusta mynd af kirkju. Lítið, innilokað samfélag, hræddir menn bak við luktar dyr. Kvíðin kirkja, öryggislaus andspænis andsnúnum heimi og tíðaranda. Það er kirkja sem ekkert hefur fram að færa. Jú, eitt: Trúfesti, tryggð. Tryggð við meistara sinn, þótt hann væri sigraður.

Drottins nægð og náð

“Að vera ríkur í Guði,” er yfirskrift þessa Drottinsdags. Textar hans vara við því að reiða sig á veraldarauð. “Varist alla ágirnd!” segir Kristur í guðspjalli dagsins, dæmisögunni um ríka bóndann (Lúk. 12. 13-21). Það er þörf áminning á öllum tímum tímum og alls staðar, í kirkju sem utan. Þetta er lífsviskan, staðfest í reynslu kynslóðanna. Þar kemur að við hvert og eitt stöndum frammi fyrir því að ekkert af þessu sem við reiddum okkur á í ytra tilliti stoðar. Aðeins eitt. Drottins nægð og náð.

Hátíð heilags anda

Gleðilega hátíð heilags anda, fæðingarhátíð kristinnar kirkju. Ég vil í upphafi máls míns þakka þeim sem staðið hafa að Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, og hafa búið okkur veislu listar söngs og sjóna, óðs og orðs. Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan, sem hefur snortið og hrifið og glatt.

Á sama báti á sama sjó

Fyrr og síðar hefur maðurinn hrifist af sjóferðarsögum. Við þekkjum sögurnar af svaðilförum Sindbaðs sæfara og hrakningum Ódysseifs. Biblían geymir slíkar sögur, nefna má söguna af Jónasi spámanni og raunum hans, og guðspjöllin segja frá lærisveinum Jesú sem hrópa til hans í dauðans angist í stormi og stórsjó, og Postulasagan segir frá sjávarháska Páls. Þessar sögur hrífa af því að ógnir hafsins eru okkur mynd þeirra ógna og regindjúpa sem líf okkar og örlög eru. Eða er það vegna þess að við vitum að við erum öll á sama báti og á sama sjó, umfarendur á óþekktu reginhafi, ofurseld ógnaröflum sem við höfum ekki ráð yfir?

Úr sjálfheldu syndar

Fastan er gengin í garð. Hún er tími endurmats og það kemur berlega í ljós í textum þessa dags, fyrsta sunnudags í föstu. Þar er fjallað um það hvað mestu varðar í lífinu, hver hin æðstu gæði eru. Það er reyndar nokkuð sem margir vilja segja okkur, hin æðstu gæði og hvaðeina sem mestu varðar er falboðið á markaði samtímans.

Fagnaðarerindi eða hagnaðarerindi?

Síðan lukti hann aftur bókinni og sagði „Í dag hefur ræst þessi ritningargrein í áheyrn yðar!“ Hann er að segja að hann sé uppfylling þessara fyrirheita. Kristin kirkja játar það, og fullyrðir að öll fyrirheit, spámæli, framtíðarsýn heilagrar ritningar rætist í honum. Ekki aðeins einu sinni endur fyrir löngu. Hann er hér á jörð oss nær, hann flytur enn fátækum gleðilegan boðskap. Og í dag rætast þessi fyrirheit í áheyrn okkar sem hér erum samankomin í sóknarkirkjunni okkar í dag.

Trúin bjargar

Það er kristniboðsdagur. Guðspjall kristniboðsdagsins heyrðum við lesið hér við vígslulýsinguna. Kirkjan er svarið við bæn og ákalli Jesú: biðjið herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Kirkjan er sendiför hans með fagnaðarerindið. Samvera okkar hér í dag, þegar þið, kæru vinir, Haukur Ingi, Hólmfríður Margrét og Sigfús takið heilaga vígslu er framhald þeirrar sendifarar. Þið eruð send, verkamenn til uppskerunnar, til að boða trúna á frelsarann Krist.

Lífsjátning

"Lofsyngið þér himnar og fagna þú jörð! Hefjið gleðisöng þér fjöll, því að Drottinn veitir huggun sínum lýð og auðsýnir miskunn sínum þjáðu!" Þannig segir í lexíu dagsins. Skyldu vera til yndislegri orð en þau sem við fáum að heyra í textum þessa dags, 15. Sunnudags eftir þrenningarhátið? Skyldu vera til heilnæmari og sterkari og fegurri áminningar?

Varist falsspámenn

Gleðilega hátíð! Ég samfagna sóknarpresti og sóknarnefnd og sóknarbörnum Borgarkirkju yfir vel unnu verki hér. Borgarkirkja hefur hlotið gagngera endurbót og skartar nú sínu fegursta. Þökk sé þeim sem hér hafa lagt hollan hug og hagar hendur að góður verki af svo mikilli alúð og listfengi að unun er á að líta. Og þökk öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt þessu verkefni lið, og þeim sem bera þennan helgidóm og iðkun hans uppi. Guð launi það og blessi allt.

Blessun og hendur

Mér eru minnistæð orð aldraðrar konu í Reykjavík. Ég var nýbyrjaður sem prestur. Hún kom að máli við mig og sagðist hafa verið við messu í Dómkirkjunni þar sem dómprófasturinn var að kveðja söfnuðinn. Þar hefði hann sagt að nú myndi hann að þessu sinni breyta út frá gamalli hefð og ganga eftir messu til dyra og kveðja söfnuðinn þar með handabandi. Gamla konan var þakklát fyrir þetta að hafa fengið að taka í hönd prestinum sínum, en bætti svo við: „Ég get bara ekki skilið þennan gamla sið að dómkirkjuprestarnir skyldu ræna söfnuðinn þeirri blessun að fá að taka í hönd þeirra eftir messu. Að ég tali nú ekki um að fara sjálfir á mis við þá blessun frá söfnuðinum“

Lykillinn

Við höfum gengið um fagrar slóðir, hlýtt á Guðs orð, lesið saman bók náttúrunnar. Við höfum hlustað á óm landsins, á klið fugla, blæinn í laufi, niðinn í ánni, æðaslög hjartans og hræringar líkamans, og notið samfylgdar hvers annars á þessari gönguför í sumarnóttinni.

Á sjómannadegi

Gleðilega hátíð. Sjómannadagur er hátíðardagur sjómanna, dagur fagnaðar og gleði, en líka minningadagur. Það er dagur samstöðu og fyrirbæna vegna þeirra sem farist hafa á sjó og þeirra sem eiga um sárt að binda. Við söfnumst hér saman í helgidóminum og tjáum virðingu og þökk í auðmýkt gagnvart því hve lífsbjörg íslenskrar þjóðar er enn sem fyrr dýru verði goldin.

Birtingarhátíð

Þrettándinn, birtingarhátíð lausnara vors, er síðasti dagur helgra jóla og bera okkur þessa sögu um vitringana frá Austurlöndum. Við þekkjum hana öll, hún er svo yndisleg og gæðir boðskap jólanna undursamlegum ljóma. Þeir koma eins og út úr heimi ævintýranna með konungsgersemarnar sínar leiddir af stjörnu að jötunni lágu. Helgisagnirnar segja þá komna frá Afríku, Persíu og austar enn úr Asíu. Þar með eru þeir gerðir fulltrúar mannkynsins alls í auðlegð sinni og margbreytileika og undirstrikað enn frekar þetta að fögnuður jólanna skal veitast öllum lýðum, öllum heimi, frelsarinn er fæddur öllum heimi til lausnar.

Jól

Nú er heilög jólanótt og við fáum að hugleiða saman frásögn jólaguðspjallsins. Við þekkjum hana öll frá barnæsku, kunnum, og elskum. Hún er svo einföld og látlaus að hvert barn fær skilið, og svo djúp er hún og há að enn og aftur getum við heyrt og skynjað nýjar víddir og greint nýja hljóma í henni. Svona er Guðs orð. Það er orð frá hjarta til hjarta. Og jólin eru sannarlega sú hátíð sem hjartanu er skyldust, eins og Steinn Steinarr orðaði það.

Náðarár

Við höfum fagnað hér yfir fögru listaverki til prýði og helgrar þjónustu Hallgrímskirkju. Skírnarsárinn sem hér var vígður í upphafi messu, er látlaus í sinni tæru fegurð, listaverk Leifs Breiðfjörð, kærleiksgjöf Kvenfélags Hallgrímskirkju og annarra hollvina kirkjunnar sem um árabil hafa tjáð kærleika sinn og helgar minningar með gjöfum sínum.

Á Hólahátíð

Í dag söfnumst við til helgrar hátíðar heima á Hólum. Hún er haldin til að fagna endurreisn hér og styrkja hugi og hendur til hins góða verksins í virðingarskyni við sögu og helgi staðarins. Um þessar mundir eru tvær aldir liðnar frá því að kónglegt majestet í Kaupinhafn gaf út þá tilskipun að biskupsstóll og skóli á Hólum skyldi lagður niður, stólseignirnar seldar og Ísland hér eftir vera eitt biskupsdæmi.