Jakob Ágúst Hjálmarsson

Höfundur -

Jakob Ágúst Hjálmarsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Til móts við nýja tíma

Við sem viljum halda saman í Kristi berum því ríka ábyrgð á sjálfum okkur, fjölskyldu okkar og samfélaginu sem við lifum í, þar með Þjóðkirkjunni og trúarsöfnuðum okkar

Helgisiðir aðventunnar

Er ekki vert að skoða þetta allt nánar? Finnum fyrst nýja texta sem túlka betur eftirvæntinguna. Af nógu er að taka í guðspjöllunum og þá ekki síður í gamlatestamentinu. Þar eru fyrirheitin í bragðmiklum textum spámannanna. Það er afar góður undirbúningur fyrir jólin að lesa þá og ekki síður vegna þess að þeir færa okkur svo vel heim sanninn um að koma Krists í heim var vel undirbúin og þáttur í ráðsályktun Guðs um endurlausn mannsins og endursköpun alls lífsins á jörðunni.

Ótti - elska

Hvernig stendur á öllum þessum fréttum af ofbeldi og svikum, lygum og spillingu? Er alls ekki hægt að segja góðar fréttir? – Vissulega! Þær eru bara svo fáar og óspennandi, segir einhver. Kannski ekki eins spennandi og hinar en alls ekki fáar.

Um þjónustuna við hús Guðs

Kirkjubyggingar og kirkjubúnaður, tónlist og myndlist skapa umgjörð hinnar helgu þjónustu og eru að sínu leyti sá þáttur hennar sem hefur hana almennt til vegs og þeirrar dýrðar sem helst má mikla nafnið Drottins.

Hversvegna aðfangadagskvöld?

Af hverju byrja jólin kl. 18 þann 24. desember þegar fæðingardagur Jesú frá Nasaret er 25. desember? Og hvenær hefst aðventan og helgidagarnir yfirleitt? Kristnin hefur að dæmi Gyðinga talið nýjan dag byrja við sólsetur þess sem á undan fór.

Fermingarstörfin hornsteinn

Hvað sem um kirkjuna verður í stjórnarskrá skiptir öllu máli hver staða hennar verður með fólkinu. Það ákvarðast ekki í þingsölum, heldur í kirkjunum og á heimilunum. Því er það að sérstaklega ber að huga að því að fermingarstörfin skili góðum áhrifum á hjörtu ungmennanna og fjölskyldnanna sem og á söfnuðina.

Um kristniboð og safnaðatengsl

Nýafstaðið kirkjuþing gerði merka samþykkt um kristniboð sem er í raun útfærsla á áður gerðri samþykkt um innri má kirkjunnar þar sem segir.

Um þjóna kirkjunnar

Prestar, djáknar, organistar, starfsfólk í kirkjustarfi eru þau sem sækja á miðin fyrir kirkjuna. Þau eru í starfi til þess að veiða menn og næra trúna, þjóna andlegu lífi þeirra og hjálpa þeim að ná vaxtarmarki Kristfyllingarinnar svo sem postulinn ræðir. Allir aðrir kristnir hafa sömu skyldu en þá á vettvangi frjáls vitnisburðar og starfs.

Um sóknir, prestaköll og samstarfssvæði

Sóknir landsins eru afar misjafnar að stærð og sömuleiðis prestaköllin. Fólksfækkun í sveitum landsins hefur víða kallað á sameiningar sókna. Það ferli hefur verið sársaukafullt. Þó verður ekki hjá því komist þegar mjög fátt er orðið manna.

Um prófastsdæmi og samstarfssvæði

Breytingar á prófastsdæmum og upptaka samstarfssvæða kallar á umræðu.

Um tilhögun biskupsþjónustunnar

Samfara ákveðinni uppstokkun á stjórnsýslu kirkjunnar þar sem meiri ábyrgð á framkvæmdarþáttum verði flutt frá biskupum til hins veraldlega þáttar stjórnsýslu kirkjunnar verði embætti vígslubiskupa sameinuð embætti biskups Íslands og biskupsritara.

Um vígslubiskupa

Ef á hins vegar að hafa vígslubiskupsembættin áfram þá minni ég á þá hugmynd að þeir yrðu ásamt dómprófasti í Reykjavík umdæmisstjórar kirkjunnar og tækju yfir flest verkefni prófastanna. Þeir yrðu þá jafnvel fleiri en verið hafa og fyrst og fremst leiðandi í samstarfi kirkna á sínu svæði.

Réttlátt fyrirkomulag

Þjóðin ákveður „með fótunum“ hver skuli njóta jarðeignanna sem kirkjan á með sanni og ríkið geymir. Allir menn sjá að viska Salómons býr í þessu fyrirkomulagi og því ekkert um það að deila frekar.

Vinasöfnuðir

Börnin og foreldranir í níu til tólf ára starfinu í Vídalínskirkju héldu kakó- og vöfflusölu og sendu ágóðann til Sioy safnaðar og tvöfölduðu með því tekjur safnaðarins þetta árið! Lítið eitt verður svo stórt hérna.

Þjóðkirkjan og kristniboðið

Sigurbjörn biskup var eitt sinn spurður hvort hann óttaðist dauðann. - Já, sagði hann þungt, ég óttast hann. - Veist þú hvað tekur við? - Nei, svaraði hann. Um það hef ég ekki hugmynd. Nú þorði spyrjandi ekki að inna frekar og á datt þögn.

Nikulásmessa

Hins vegar er Nikulás sögufrægastur fyrir þau áhrif sem hann hefur haft á hugmyndir manna um jólasveininn. Þær koma af helgisögninni um gjafirnar til systranna þriggja og er því haldið fram við börnin að hann komi á aðventunni eða jólunum og leggi eftir sig gjafir handa börnunum.

Smíðum örk

Við skulum smíða okkur örk. Það gerði Nói gamli að ráði Drottins og þannig bjargaði hann sér og sínum og ekki aðeins það heldur líka í vissum skilningi heiminum öllum. Það tákna dýrin öll sem hann tók með sér í örkina. Hver hópur manna og bú er í vissum skilningi veröldin öll.

Vonin - jólasaga

Þau horfðu með skelfingu á eina skjólið í þessum landshluta fuðra upp í storminum. Það var skelfileg sjón því þeim varð það ljóst að líf þeirra var í mikilli hættu. Þetta er það skelfilegasta sem gerst getur hjá fólki á norðurhjaranum fjarri mannabyggð: að missa skjól sitt.

Með friði

Friðurinn þarf að leggja undir sig hjartað fyrst og fremst af því að þar eru uppsprettur elskunnar í lífi okkar hvers og eins. Þar sem er elska þar er friður. Þar er hins vegar ekki ótti, heldur kyrrlátur friður, öryggi. Fjárhirðarnir fundu Drottinn í jötu. Hjarta þitt er sú jata þar sem þú finnur Drottin þinn. Þann sem á að ríkja í þér allri, öllum.

Inntak prestsvígslunnar

Að vera prestur er að gera mönnunum ljósa nærveru Krists, að vera erindreki hans, að miðla með sýnilegum og heyranlegum hætti athöfn og orðum hans. Þetta er í senn ofurmannlegt hlutverk og ofur mannlegt verkefni. Miðað við hann sem hefur allt vald á himni og á jörðu hlýtur þetta að vera hverjum manni ofvaxið en í ljósi fagnaðarerindisins er þetta verkefni sérhvers skírðs manns.

Predikanir eftir höfund

Vírus í forritinu

Þetta er gömul saga og ný. Sagan um vírusinn í forritinu í okkur. Vegna hans er talað um mannlegt ástand, fallin heim, erfðasynd.

Skírnin

Skírnin markar það lífsamband sem við erum í við Guð. Án hennar höfum við ekkert sem á er að byggja það varðandi, en fyrir hana getum við reitt okkur á fjölmargt sem varðar okkur svo miklu.

Hvað er Guð að segja?

Það var í byrjun níunda áratugarins að ég sat í bíl með fólki á Ísafirði. Við vorum á leið til kirkju. Ung kona var með í bílnum og átti síðar þungbæra sorg í vændum en vissi það ekki þá fremur en við nú, og jafnan, hvað framtíðin ber í skauti sér yfirleitt. Í tal barst HIVsmitun og sjúkdómurinn alnæmi sem menn kunnu vart að nefna þá og einkum var talinn leggjast á homma.

Ljós fyrir þjóðirnar

Í dag minnir Þjóðkirkjan sig á skyldu sína til útbreiðslu trúarinnar. Hún rifjar upp fyrir sér kristniboðsskipunina sem er guðspjall dagsins, heyrir dagskipun Drottins síns um að fara og gera allar þjóðir að lærisveinum. Það boð hefur tvíþætt markmið. Fyrst að gera hverja kynslóð í landinu að lærisveinum.

Fjölskylda

Jólin boða okkur trú. Trú á að allt sé í hendi Guðs, stórt og smátt. Litla jólabarnið óx úr grasi sjálfu sér og öðrum til gleði, gaf tilverunni allt sitt fegursta en var líflátinn af vonskunni og endaði dag sinn einn og yfirgefinn á krossinum. En svo reis hann upp frá dauðum og leiddi í ljós líf og ódauðleika. Guð yfirgaf hann ekki og hann yfirgefur okkur ekki heldur.

Framrás guðsríkisins

Við erum nú gengin á vit verkefna hins nýja árs og höfum sum nýtt í huga og jafnvel þegar farið að djarfa fyrir því. Eins er með Jesú í guðspjallinu. Hann hefur rétt lokið við að flytja stefnuræðu ríkis síns, Fjallræðuna, sem hefst á Sæluboðunum.

Sá höndli sem höndlað fær

Ég held að við séum ekki að leita að goðsögn, heldur að ákveðnum manni sem var uppi fyrir nákvæmlega tvöþúsund árum og þá næstum tólf ára. Jesús er eilífur og í vissum skilningi tímalaus eða sígildur og en hann er líka sögulegur. Jólin og dagurinn í dag fjalla um opinberun. Opinberun Guðs á sér og vilja sínum.

Hingað til hefur Drottinn blessað

Við kveðjum nú ár sem hefur verið okkur Íslendingum gott og hefur lagt sitt að mörkum til þess að við megum teljast farsælasta fólk á jarðarkringlunni. Aldrei hefur hróður okkar borist eins víða né fjárafli okkar staðið fleiri fótum. Við höfum margt frumlegt byggt en jafnframt borið gæfa til þess að hyggja að mörgu fornu og gert okkur not af því einnig.

Í tákni barnsins

Þessi árin lifi ég þann aldur fjölskyldunnar sem barnabönin fæðast og vaxa úr grasi. Sérhvert þeirra sjö sem komin eru hafa fært mér nýja gleði og ný umhugsunarefni. Þó hafa þau öll flutt mér einn og sama boðskapinn. Það sem ekki var kallaði Guð með nafni og það varð. Já, þau hafa öll borið skapara sínum vitni.

Orðið varð hold

Í gærvöld og nótt hefur brugðið fyrir hugskotssjónir sögunni margsögðu um umkomulausa barnið í jötunni sem var frelsari heimsins. Hún er inngróin umfram flest önnur minni mannlegrar sögu, löngu orðin hluti af okkur sjálfum og talar til okkar á sínu margslungna en einfalda máli um mikilvæga hluti tilveru okkar mannanna.

Æðruleysi

Í dag er 11. september og hugurinn leitar til þeirra hörmungaratburða sem urðu þann dag árið 2003. Sálfsagt er það svo vegna þess að Bandaríkjamenn ganga nú enn í gegnum mikla erfiðleika sakir náttúruhamfara og tvisvar á minna en einu ári hefur heimsbyggðin mátt horfast í augu við átakanlegar afleiðingar hrikaleiks náttúrukraftanna.

Hugur fylgi máli

Velkomin á fætur eftir menningarnótt. Það var húsfyllir margsinnis hér í gærkvöld og fólk á ferð í kvöldhúminu og fram í myrkur. Mér finnst stundum eins og meðaljón og meðalgunna í Reykjavík yfirgefi borgina sautjánda júní, eftirláti hana útlendingum og sérvitringum en komi svo aftur á menningarnótt og endurheimti hana.

Stórsókn í æskulýðsstarfi

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu sýnilegum afleiðingum afkristnunar íslensks samfélags. Þau dæmi sem ég hef séð eru flest þess eðlis að þeirra líkar eru þekkt frá fyrri tíð, meðan kristni var tæki ríkisvaldsins og notuð meðvitað sem óskoraður grundvöllur siðrænnar breytni.

Hátíðarhöld Guðríkisins

Framan af prestskap mínum hafði ég oft sama leiða drauminn og fyrir kemur enn að hann vitjar mín. Mér þykir sem ég sé að undirbúa guðsþjónustu. Ég hef þá jafnan í mörg horn að líta og að mörgu að gá. Ég er eins og þeytispjald um allt til að gæta þess að allt sé nú til reiðu þegar messan hefst; Að hentugir sálmar séu valdir og æfðir. Að organistinn og ég séum samstíga í öllu, að meðhjálparinn viti hvað hann á að gera, að messuklæði séu til reiðu, altarisbúnaður, blóm og hvaðeina sem á að nota við helgihaldið.