Jón Helgi Þórarinsson

Höfundur -

Jón Helgi Þórarinsson

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Þakkargjörð að hausti

Ég tel æskilegt að koma á sérstökum þakkargjörðardegi að hausti í íslensku kirkjunni, að hver söfnuður hefði slíkan dag þegar haustið er gengið í garð. Þakklæti fyrir allar þær gjafir sem við njótum yrði að sjálfsögðu meginþemað. En því til viðbótar ættum við að íhuga ábyrgð okkar á því að fara vel með gjafir Guðs, auðæfi jarðar til lands og sjávar sem og í lofti.

Safnaðarsöngur við útfarir

Fyrir nokkru var ég við útför þar sem dreift var sálmaskrá, líkt og jafnan er gert. Þar gat að líta nokkra sálma, en einnig hafði einsöngvari verið kallaður til. Hópur vaskra karla steig á stokk og hefðu þeir vandalítið geta leitt almennan safnarsöng.

Hvar var messað síðasta sunnudag?

Þessi spurning vaknaði með mér um miðjan júlí, um hásumarleyfistíma presta sem annarra Íslendinga. Geta Íslendingar og erlendir gestir á faraldsfæti sótt helgihald í kirkjum landsins, hvort heldur í þéttbýli eða til sveita, eða hinn stóri hópur sem dvelur í sumarbústöðum vítt og breytt um landið frá vori og fram á haust? Hvar er boðið upp á helgihald og hvernig er hægt að nálgast þær upplýsingar?

Prestsþjónusta - fyrir alla landsmenn

Prestar íslensku þjóðkirkjunnar mynda þéttriðið þjónustunet um allt land, og hefur svo verið um aldir. Þeir eru enda fáir hér á landi sem hafa ekki kynnst þjónustu presta með einum eða öðrum hætti allt frá vöggu til grafar, á hátíðum sem sorgarstundum.

Predikanir eftir höfund

Í hendi Guðs er hver ein tíð

Áramót eru því ekki síður hátíð þakkargjörðar en minningarstund um það sem var en er ekki lengur. Við þökkum Guði og góðu fólki fyrir lífið og allt það sem sem við höfum þegið til líkama og sálar, þökkum allt sem við eigum áfram og búum að þó við kveðjum það ár sem nú hefur fullnað sitt skeið.

Biðjum og styðjum – blessun Guðs og samhjálp manna

Hvað er framundan? - spyrja margir um þessar mundir, þegar ár liðið frá því að staðfest var að fjármálakerfið íslenska var hrunið með þeim hörmulegu afleiðingum sem hafa æ betur að verið að koma í ljós.

Úti við mærin

Í guðspjalli dagsins leiðir Kristur okkur lærisveina sína, kirkju sína, að mörkum landsvæða – hvar menn hafa dregið línur sem aðskilja fólk, aðgreina. Þau mæri sem við erum stödd hjá að þessu sinni hafa um aldir markað skil á milli tveggja hópa. Annars vegar eru þeir sem hafa að eigin áliti og margra annarra verið taldir sérstakir fulltrúar Guðs hér á jörðu.

Undarleg vika

Fyrir tveimur til þremur öldum ku sú stefna hafa fengið nokkurn hljómgrunn innan kristninnar að fjarlægja bæri krosstáknið úr kirkjum. Menn sögðu að þegar krossinn væri horfinn þá myndu kirkjurnar fyllast og menntamennirnir ganga á undan. Ýmsum þótti krossinn minna um of á dauðann allt eins og lífið, á ljótleikann allt eins og fegurðina, og því voru margir ekkert hrifnir að honum. Íslendingar eignuðust kirkjur mótaðar þessari stefnu, eins og margar aðrar þjóðir.