Örn Bárður Jónsson

Höfundur -

Örn Bárður Jónsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Svipmót þjóðar, landhelgi og andhelgi

Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Friður er og verður aðeins til sem ávöxtur réttlætis. Stuðlum að réttlátu þjóðfélagi á grunni kristinna gilda og friðurinn mun renna upp eins og sólin sem breytir nótt í dag.

Mannréttindaráðstjórn Reykjavíkur

Leyfið blómunum að spretta, leyfið fólki að umgangast skólana og treystið þeim, sem þangað koma og vinna með fagfólki, til að gera það af virðingu fyrir nemendum með ólíkar skoðanir. Ekki úða þennan garð sem skólarnir eru með eyðandi hugmyndum um höft og girðingar.

Skoðanir úr skólum?

Í grein sinni Trúboð úr skólum reynir Vantrúarmaðurinn Reynir Harðarson ítrekað að gera samstarf kirkju og skóla í borginni tortryggilegt með því að hagræða sannleikanum.

Gildahlöður og menningarbylting

Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og marg reynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gilda hlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar.

Fjölmiðlar undir kastljósi

Tvær helgar í röð fjallaði RÚV um prédikanir presta í útvarpsmessum. Í báðum tilfellum tel ég að fréttamenn RÚV hafi bjagað boðskapinn. Þetta gerðist í hádegisfréttum á RÚV 29. ágúst 2010 þegar greint var frá prédikun sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur, formanns Prestafélag Íslands.

Hinir ósnertanlegu?

Fjölmiðlar gegna ekki hvað síst mikilvægu hlutverki í umræðunni og því endurmati sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. En fjölmiðlar eru ekki óskeikulir eða yfir gagnrýni hafnir.

Afhjúpa veislusiðir okkar hrunið?

Húsmóðirin eða faðirinn býður þá gjarnan fólki að fá sér af veisluföngum með því að segja einfaldlega: „Jæja, gjörið þið svo vel.“ Og þá hefst árásin.

Hvað er á hvíta tjaldinu?

Einstaklingur eða þjóðfélag sem hefur enga fyrirmynd, hvorki mark né mið er illa á vegi statt. Er hugsanlegt að megin ástæða efnahagsshrunsins sé sú að tjald allt of margra var orðið autt eða þá þakið blekkingarmyndum? Hvað var og er á hvíta tjaldinu?

Nýhöfn

Nýhöfn. Að finna sér nýja höfn, nýjan stað, nýja tilvist við nýjar aðstæður. Vonir þeirra, sem yfirgáfu Evrópu á síðustu fjögur hundruð árum og stefndu til Ameríku, stóðu til þess að finna sér nýjan stað, nýja tilvist í nýju landi. Þeir upplifðu sig margir hverjir vera í sömu sporum og Ísraelsmenn forðum er þeir yfirgáfu Egyptaland undir forystu Móse.

Vonarrík þjóð

Fólkið steikti matinn gjarnan í svínafitu en ekki í ólífuolíu eins og algengast er á Ítalíu. Pizzurnar þeirra eru saltari [...] karlarnir reyktu mikið og fólk af báðum kynjum var margt of þungt. Gerð voru erfðafræðileg próf [...] Hvert er þá svarið við gátunni? Læknirinn komst að því að hvorki uppruni fólkins, matarræði eða hreyfing skiptu teljandi máli. Ástæðan var ...

Eftirgjöf skulda, núllstilling, náðarár

Hvað verður nú um skuldir almennings, hækka þær bara og vaxa vegna verðtryggingar annars vegar og lágs gengis krónunnar hins vegar, lánadrottnum til hagsbóta en skuldurum til skaða? Er ekki kominn tími til að ...

Íþróttir og mannréttindi

Hér á landi hefur til að mynda átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla á liðnum árum sem án efa þolir ekki nákvæma skoðun með sjónglerjum hins ýtrasta réttlætis ...

Aftenging skóla og jóla? Getur umburðarlyndi staðið eitt og sér?

Umburðarlyndi byggist ekki á því að ég loki augum og eyrum fyrir lífsviðhorfum annarra. Forsenda umburðarlyndis er að ég þekki siði og venjur annarra, að ég þekki eigin sjónarhól, viti hvaðan ég horfi og á hvað.

Í Rangoonum og Reykjavíkum heimsins

Þegar búddamunkarnir gengu þúsundum saman af yfirvegun og hógværð í friðsömum mótmælum um götur Rangoon í Burma á dögunum og mótmæltu spilltri stjórn landsins varð mér hugsað til mikilvægis heilbrigðrar trúar og trúarbragða í sérhverju þjóðfélagi.

Skoðanir á síðasta söludegi?

Og svo er talað um að kirkjan sé úrelt og gamaldags. Og þá er engu líkara en að dagstimplar séu komnir á allar skoðanir, allt gildismat, eins og viðkvæm matvæli í verslun. Allt sem er eldra en frá því í fyrradag er talið úrelt! Allar skoðanir, öll viðhorf sem eru á öndverðum meiði við umræðu dagsins, eru dæmd úrelt og afturhaldssöm.

Að þegja hefir sinn tíma

Yfirskrift þessa pistils vísar til þeirrar spöku bókar Gamla testamentisins er ber heitið, Prédikarinn. Ein þekktustu orð þeirrar bókar eru þessi: Öllu er afmörkuð stund. Þetta er raunsæ bók þar sem höfundurinn veltir fyrir sér listinni að lifa og þeirri þraut að vera manneskja.

Grænn grunur

Hvað merkir „að hafa ekki grænan grun“ um eitthvað? Hvers vegna skortir grænku í máltækið? Einhvers staðar las ég um að grænn litur væri oft notaður til áherslu í máli og að hér sé líklega einnig um að ræða stuðlun, gr – gr, grænn - grunur.

U-beygja alltaf leyfð!

Iðrun, fyrirgefning og yfirbót eru sígild fyrirbrigði og hafa verið í umræðunni hér á landi um nokkurt skeið enda þótt önnur hugtök kunni að hafa verið notuð um þau. Þegar mönnum verður alvarlega á í lífinu hefst margslungið ferli.

Litla kúlan og sú stóra

Einhvern tímann heyrði ég haft eftir Churchill gamla fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands að hann hefði skilgreint golfíþróttina sem leik að tveimur kúlum - lítilli og stórri - og að kylfingurinn ætti að slá þá litlu. Skemmtileg túlkun á frábærum leik.

Slátrari og kæmeistari

Undarlegt hvernig maður kynnst nýju fólki við nýjar aðstæður. Hátterni þessara góðu félaga sýndi að þeir höfðu báðir alist upp í trúarlegu umhverfi, annar kaþólskur og hinn mótmælandi. Við áttum sameiginlegt gildismat. Í þeim báðum býr tiltekin virðing fyrir trú og kirkju.

6.6.6. og 24/7

Engin ástæða er til að óttast föstudaga sem bera upp á 13. dag mánaðar og ekki heldur dagsetningar eins og 6.6.2006. Hins vegar er ástæða til að óttast 24/7 þegar allir vinna alla daga..og hver dagur verður öðrum líkur.

Da Vinci lykillinn og mælistika mömmu

Saga Dan Browns og myndin gefur okkur guðfræðingum gullið tækifæri til að fræða fólk um tilurð Nýja testamentisins, um aðferðirnar sem beitt var við val á ritum í Biblíuna. Til að útskýra aðferðina sem beitt var tók ég með mér gamla mælistiku sem móðir mín notaði í vefnaðarvöruverslun foreldra minna upp úr miðri síðustu öld og líkti henni við kanón sem menn beittu forðum daga til að flokka ritin.

Boðorð, tveir bræður og bítill

Ég minnst þess þegar ég var við nám í guðfræði hvað það kom mér og öðrum nemendum á óvart hve mikil áhersla er lögð á mannréttindi í Gamla testamentinu.

Gömlu gildin og vírusvarnir

Þó nokkuð margir hafa spurt mig á liðnum misserum hvort við Íslendingar séum að tapa áttum í siðferðisefnum. Vitnað er til spillingarmála sem upp hafa komið, valdahroka, taumlauss skemmtanalífs í miðborginni og víðar um helgar og virka daga, ókurteisi og virðingarleysi í einkalífi sem og opinberu. Hvað er orðið um hin gömlu gildi? spyr fólk.

Fórnardýr

Byrjað er að veiða hrefnu á ný. Sigri hrósandi stóð skipstjórinn við lunninguna og hampaði hjarta hrefnunnar og fréttamenn voru í sömu sigurvímu eftir að hafa náð myndum af mikilvægum fréttaviðburði. Báðir höfðu hitt í mark, skotmaðurinn og ljósmyndarinn.

Frelsi buskans? Nei takk!

Nokkur umræða hefur orðið um helgidagalögjöf landsmanna í kjölfar þess að nokkrir kaupmenn ákváðu að brjóta lög og vekja þar með athygli á vissri mismunun sem á sér augljóslega stað í skjóli téðra laga.

Að rækta friðinn hið innra

Víða um heim kemur fólk saman í dag og á morgun til þess að mótmæla hernaðarstefnu Bandaríkjastjórnar og hvatvísi hennar gegn þjóðinni í Írak. Um leið er rík ástæða til að andmæla stefnu sömu stjórna í málefnum Palestínu og reyndar að setja spurningarmerki við utanríkisstefnu hins volduga ríkis í vestri í heild sinni sem vill fara síni fram án samráðs við ríki Sameinuðu þjóðanna.

Predikanir eftir höfund

Ríki og vald

Guð lætur sig varða líf fólks. Hann lætur sig varða aðstæður fólks, kjör þess og aðbúnað, hann lætur sig varða stjórnmál sbr. þessi orð . . .

Afhjúpun heims og opinberun himins

Þetta innsæi leiðir af sér að til sé Hinsti veruleiki handan tilverunnar, handan þess að vera og handan þess að vera ekki. Þetta er veruleiki handan skilings rökhugsunarinnar og þernu hennar, tungumálsins. En til þess að upplifa Veruleikann og að hann verði þekktur þarf fyrst að bæla rökhugsunina.

Er sannleikurinn lygilegri en hið logna?

Rætt var um ótrúlegar sögur í Biblíunni og víðar og vitnað í kvikmyndina Life of Pi þar sem sögð er saga sem er svo ótrúleg að lygin kemur í staðinn.

Óttalaus andspænis illsku og hatri

Prédikun flutt í Neskirkju á þrettándanum 6. janúar 2013. Rætt var um flótta Maríu og Jósefs með Jesúbarnið til Egyptalands. Þau sneru aftur til að mæta því sem að höndum bar. Hægt er að hlusta á ræðuna að baki þessari smellu. Hægt er að hlusta á ræðuna að baki þessari smellu.

Vitund þín, arfur og áframhald

Gyðingurin og rabbíninn, Sacks, spyr hvort himnarnir séu að leiða okkur fyrir sjónir að öll trúarbrögð séu í raun í kjöraðstæðum þegar þau eru rödd minnihlutans, þegar þau hafa áhrif en ekki völd, þegar fólk gefur öðrum rými til að hafa ólíkar skoðanir, þegar aðrar sögur og aðrir söngvar fá að hljóma, gestrisni er sýnd og góðgerðir veittar öðrum af gjafmildi án þess að vænta nokkurs í staðinn. Úr prédikun nýársdags sem hægt er að lesa og hlusta á að baki þessari smellu.

Þjóð á tímamótum!

Og nú erum við, Íslendingar, þjóð á ferð í gegnum lífið. Okkar Exódus stendur yfir. Við fengum danska stjórnarskrá 1874 sem breytt var 70 árum síðar, árið 1944. Árið 2014 verða liðin önnur 70 ár. Allt stefnir vonandi í að ný stjórnarskrá taki gildi það ár. Getur verið að við þurfum ný grundvallarlög á 70 ára fresti ? Ef til vill er einhver slík tímasveifla í tilveru okkar þjóðar?

Máttvana kærleikur sigrar ástvana vald

Við finnum Guð í Jesú Kristi. Hann birtir Guð á jörðu. Lesið NT og þið finnið Guð, sjáið Guð, heyrið hann tala, sjáið hann vinna kærleiksverk, skynjið fordómaleysi hans, óþol gegn órétti, ást á sannleikanum og samstöðu með fordæmdu fólki, fólki sem ástvana samferðamenn litu niður á

Máttvana kærleikur sigrar ástvana vald

Lesið NT og þið finnið Guð, sjáið Guð, heyrið hann tala, sjáið hann vinna kærleiksverk, skynjið fordómaleysi hans, óþol gegn órétti, ást á sannleikanum og samstöðu með fordæmdu fólki, fólki sem ástvana samferðamenn litu niður á.

Eðlishvöt og áramót

Við stöndum á strönd lífsins, við ísbrúnina eins og ungar keisaramörgæsarinnar og framundan er hafið, vítt og breitt, djúpt og leyndardómsfullt, tímans haf.

Lífið í Þríhnjúkageimi

Að eiga trú og finna sig vera Guðs barn stækkar veruleikann og setur líf manns í samhengi, í skorður, á braut, á veg, sem liggur til . . .

Fyrsta lærimeyjan og heilkennin tvö

En hvernig fer fyrir þjóð sem hverfur inn í Mörtu-heilkennið? Eða kirkju sem missir sjónir á þjónustunni og týnist í Maríu-heilkenninu?

Lýsi og brauð

„En nú þurfum við að standa saman og treysta á Guð og hvert annað. En tökum eftir því að lýsingin úr 2. Mósebók í allsleysinu er um leið lýsing á hinu fullkomna samfélagi þar sem allir fá nóg, enginn of mikið og enginn of lítið. Postulinn tekur í sama streng er hann segir í pistli dagsins . . . “

Trú, von og stjórnarskrá

Nú þurfum við Íslendingar að efla með okkur trú og von, trúa því að hið óáþreifanlega verði að veruleika, að nýtt þjóðfélag rísi upp úr rústum Hrunsins. Senn líður að setningu stjórnlagaþings. Fulltrúum á því þingi bíður vandaverk.

Snertingin

Lífið verður ekki skuggalaust meðan þessi heimur varir. Þess vegna starfar kirkjan, þess vegna starfa margskonar samtök fólks með hugsjónir um betri heim. Ljósið skín víða. Það skín í öllu góðviljuðu fólki, hver sem trúin er, litarháttur, kyn eða staða.

Tafla, tala eða tungl?

su dag einn að tala allt of lengi. Aðspurður um ástæðuna svaraði hann að hann hefði jafnan þann háttinn á að setja upp í sig Opal töflu og láta hana bráðna smátt og smátt. Hún dugar yfirleitt í korter, sagði hann.

Draumurinn

Og við mig og þig segir Guð: Láttu hjartað ráða. Farðu eftir því sem þú dýpst í hjarta þér veist að er rétt og satt. Láttu draumana rætast, þá drauma sem þú veist að eru ljós af ljósi himinsins, brot af þeirri eilífri blessunarleið sem Guð hefur markað þér og þínum nánustu og þjóð þinni allri. Sú leið er leiðin með honum sem heitir Immanúel og merkir: Guð með oss.

Tunglmyrkvi, þú og ég

Tunglmyrkvinn fyrir 3 dögum var tignarlegur að sjá, merkilegt fyrirbrigði á himinhvolfinu, nánast eins og teikn á himni, boð um eitthvað stórt og merkilegt. Þetta var fyrsti tunglmyrkvinn í 372 ár, sem varð nákvæmlega á vetrarsólstöðum, þann 21. desember s.l. Hvað getum við lesið úr þessu tákni sem varð á vetrarhimninum?

Þjóð og kirkja í álögum

Dagskipunin er að standa með hinum útskúfuðu, með hinum líkþráu þessa heims, hver sem lemstrunin er, með þeim sem orðið hafa fyrir hamskiptum og breyst í bjöllu sem veldur eintómum misskilningi og ráðaleysi heimilismanna.

Að opna tabú og rjúfa bannhelgi

Við megum aldrei láta illvirki viðgangast í okkar ranni og verðum að tala um slíkt og opna öll tabú, rjúfa alla bannhelgi. Við verðum að hafa einurð í okkur til að taka á erfiðum málum. Þar hefur kirkjan brugðist vegna vanþekkingar og vandræðagangs.

Jörðin lætur laust

Í næstum eitt og hálft ár hefur umræðan um efnahagshrunið tekið hug okkar allan. Við höfum upplifað langt tímabil, mjög langt, einskonar fimmhundruðfaldan föstudaginn langa. En þá gerist atburður sem breytir öllu. Jörðin opnast og eldur brýst fram, eldtungurnar lýsa upp himininn og fólk flykkist svo þúsundum skiptir til að virða fyrir sér undrið.

Veislan og aprílgabb trúarinnar

Hvert er, að þínu mati, eftirminnilegasta aprílgabb fjölmiðla í gegnum tíðina? Hvert er eðli aprílgabbs? Og hvernig getur trúin kallað okkur til að hlaupa öfugt aprílgabb?

Jarðeldur, krókusar, mannsbarn

Tíðindi berast. Eldgos er hafið. Jörðin hefur opnast og hún lætur lausan eld og brennistein. En jörðin leysir fleira úr viðjum en eyðandi eld.

Ljórar

Hverjir eru ljórar lífsins? Hvar og hvaðan skín ljósið í brjóstkirkju þinni? Textar dagsins fjalla um brigsl Adams og Evu en í 1. Mósebók er saga þeirra sögð sem er um leið saga okkar allra.

Finnst þér lítið gerast?

Hvað getur þú gert varðandi hin stóru vandamál? Hvernig mun okkur takast að komast út úr erfiðleikum okkar sem einstaklingar og þjóð? Hver leggur okkur lið? Hverjir eru vinirnir? Hverjir hjálpa í raun? Hvað get ég gert í mínum aðstæðum?

Mantran og viskan sanna

Sögð var saga í upphafi af vitringi og lærisveinum hans, þá rætt um Jesú 12 ára og starf hans og loks var fjallað um orð Páls postula í Rómverjabréfinu 12 um að lifa ekki að hætti heimsins heldur láta umbreytast - metamorfósis. Við erum kölluð til að lifa í þjónustu við Guð og lífið, kölluð til að umbreytast af boðskap Krists og láta umbreytinguna berast út um þjóðfélagið.

ORÐIÐ – hugtök, rætur

Í gamalli sögu frá Indlandi er sagt frá 12 ára dreng sem dó eftir að hafa verið bitinn af snáki. Eitrið banaði honum og harmþrungnir foreldrarnir báru líkið að dyrum helgs manns. Þau sátu þrjú, lengi, lengi, sorgmædd yfir líkinu.

Innar og nær

Þrír vitringar tóku áskorun um að finna stað sem í hugum fólks var hellir visku og lífs. Þeir undirbjuggu sig vandlega fyrir krefjandi og erfiða ferð. Þegar þeir loks fundu hellinn sáu þeir að hans var gætt af varðmanni. Þeir fengu ekki að fara inn fyrr en þeir höfðu rætt við hann.

Draumasmiðjan

Ofurvarlega tók ég hana í fangið. Augun dökk horfðu í spurn á þennan ókunna mann svo hvörfluðu þau til og frá og síðan aftur á andlit mitt og augu. Hver ert þú? Hvaðan ertu?

Hvað er handan borðsins?

Ræðan fjallar öðrum þræði um það að við vitum fátt um framtíðina, vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvað tekur við að loknu þessu lífi? Hverjar eru skyldur okkar við lífið? Sagan í byrjun gefur til kynna að himinninn komi okkur algjörlega á óvart. Hverjir eru þessir heilögu sem dagurinn er helgaður?

Upprisan - hérna megin grafar!

Íslendingar eru þekktir fyrir að vera fljótir til, skjótráðir og stundum skammsýnir. Íslenskir guðfræðingar og leiðandi menn í menningarlífi þjóðarinnar í byrjun 20. aldar tóku sér fyrir hendur að sanna framhaldslífið. Miklu púðri var eytt í sálarrannsóknir með tilheyrandi miðilsfundum þar sem undarlegir hlutir gerðust og margt var reynt og sumt með blekkingum og brellum.

Fallinn með 4,9 - en næ samt!

Grunnskólar eru líka byrjaðir að starfa og þar eru börnin við nám. Öll munum við skóladagana, munum fyrsta skóladaginn. Sum okkar og vonandi flest eigum góðar minningar frá skólagöngu okkar, önnur eiga þaðan slæmar minningar, minningar um einelti og mótlæti.

I Save!

Dómur er fallinn yfir Íslenskri þjóð, dómur með sekt og þungum skilmálum. Við erum dofin yfir öllum þessum ósköpum og furðum okkur á að við skyldum lenda í þessum brotsjó. Og enginn kannast við að vera sekur! Hvar eru þeir sem bera ábyrgð á klúðrinu?

Skipið I Save!

Ég var úti á göngu í liðinni viku, nánar tiltekið vestast á Seltjarnarnesi. Þá blasti við mér óvenjuleg sjón. Í suddanum við sjóndeildarhringinn birtist stórt seglskip, fullreiðaskip, en svo nefnast stór skip með fjórum möstrum. Eitt andartak fannst mér ég vera kominn aftur í aldir.

Hvaðan ertu?

Vegabréf Guðs ríkisins er í hjarta mínu og þínu. Stimpill yfirvaldsins er krossins tákn á enni þínu og brjósti sem þar var settur við skírn þína og þú endurnýjar í hvert sinn sem þú signir þig eða gerir krossmark fyrir þér.

Börnin í öndvegi!

Nú er talað um að endurmeta þurfi grunngildin. Ég er ekki sammála því. Það þarf ekkert að endurmeta gildin en það þarf að ...

Að gæta fjár og fjöreggs

Hjörðin var dýrmæt. Íslensk tunga nær því vel að hjörð stendur fyrir verðmæti því fé vísar í senn til lifandi fjár og dauðra peninga. Fjárhirðar Íslands gættu sjóða almennings, þeir heyrðu þrusk í skógi og jafnvel ýlfur en . . .

Von heimsins í augum barns

Sagan af fæðingu Jesú í fjárhúsi ögrar þeirri mynd að Guð sé ætíð á bandi hins sterka, í stuðningsliði valds og valdakerfa ... Og þú svarar: Ég var í Betlehem. Og hann spyr: Hvað sástu þar? Þú svarar: Ég sá bestu von heimsins. Og hann spyr: Hvernig lítur hún út? Og þú varar: Hún lítur út eins og þú og ég ...

Verum!

Þau voru kölluð til skrásetningar, til að fá kennitölu þess tíma, svo hægt væri að leggja á þau skatta. Fátækt fólk sem kallað var til að bera byrðar samfélagsins, greiða keisaranum skatt svo hægt væri að halda uppi innviðum samfélagsins, yfirbyggingu, skrauti og skarti ...

Döðlur, dauði og máttur Drottins

Afstaða kristinnar trúar og guðfræði til mannsins er sú að hann er undursamlegur í hæfileikum sínum um leið og hann er breyskur. Í manninum er brotalöm. Hann hefur hæfileikann til að gera hið góða en tilhneygingin til að gera hið illa er alltaf á næsta leyti. Þetta kalla höfundar NT synd sem merkir geigun, að missa marks.

Regluverkið einfaldað

Hún hefur slegið rækilega í gegn, kvikmyndin Mamma mia! með tónlist sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Ég er einn þeirra mörgu sem séð hafa þessa skemmtilegu mynd sem í senn einkennist af litríku umhverfi og líflegri tónlist. Svo er söguþráðurinn um ástina sem snertir alla sem á annað borð hafa lifandi hjarta og sál.

Móðurlíf trúarinnar

Hann sagði: Ef einhver spyr mig hvort ég elski Guð þá get ég ekki sagt mikið um það en ég gæti hugsanlega sagt að ég elskaði hann pínulítið á sunnudögum og kannski á fimmtudögum. . .

Hvítasunnupólitík

Getur verið [...] að vanræksla hinna trúarlegu gilda leiði okkur í algjörar ógöngur, ef ekki beina leið í faðm hins vonda, til ísaldar hans, þar sem hjörtun, sem eitt sinn voru heit og fundu til, eru drepin botnfrosinn í dróma og klakabönd? ...

Deus absconditus eða Immanúel?

Og það er við þennan Guð sem íslenska þjóðin geri sáttmála á Þingvöllum árið 1000, við Guð kærleikans sem hefur verið með henni í þúsund ár í gleði og sorg ...

Nú byrjar allt!

Í reynd er saga upprisinnar hvergi í Nýja testamentinu nema þá á mjög svo brotakenndan hátt. Henni er hvergi lýst sem atburði. Hún er hins vegar bara boðuð sem staðreynd. Kristur er upprisinn! […] Á krossinum sagði hinn þjáði: Það er fullkomnað! En í reynd var hann segja: Nú byrjar allt!

Freistingar og reynslupróf: Fallin/n!

Nákvæmlega sömu freistingar mæta okkur öllum, mæta pólitíkusum landsins og heimsins, hvort sem er í borgar- eða sveitastjórnum eða á löggjafarþingum um veröld víða ...

Takk og já!

Fáum við annað tækifæri? Fáum við enn eitt árið? Mér hefur svo oft verið það hugstætt á liðnu ári hversu mikið undur það er að fá að vera til. Og í því sambandi hef ég oft spurt sjálfan mig . . .

Hvað er trú?

Afstæðishyggjan ógnar vestrænni menningu [. . .] Trú og skynsemi eru ekki andstæður, heldur trú og . . .

Saga þín og saga Guðs

Siðferðið síast líklega inn um iljar okkar af þeirri jörð og umhverfi sem við ferðumst um á lífsleiðinni. Og á steinlögðum strætum hins vestræna heims eru víst flestir steinanna ...

Endurkoma Krists og andleg olíukreppa

Von kristinna manna er að heimurinn verði ekki um aldur og eilífð eins og hann er nú. Mynd hans mun breytast til þeirrar myndar sem hann var skapaður til að verða . . .

Lífið á tímabeltinu

Og svo er glíman sjálf ögrandi og stælir skjögrandi kné. Höfuðverkefni okkar er að fást við listina að lifa, lífsleikni í víðum skilningi, að læra að lifa í trú á Guð og læra að deyja í trú á hann . . .

Frelsi og markalínur

Frelsi manns, sem sér ekkert nema spegilmynd sjálfs sín, en horfist aldrei í augu við náunga sinn, endar í helsi. Ég er frjáls en frelsi mitt takmarkast við dyr náunga míns. Þar mætumst við og. . . .

Muðlingar eða vínber?

En ef til er hinsta réttlæti og fullkomið kerfi sem skilgreinir rétt og rangt; ef til er dómstóll sem dæmir alla og fer yfir allt líf okkar manna; ef til er sannleikur og ást í sinni skærustu mynd; ef til er miskunn og mildi í hæsta stigi; ef til er heilagur Guð ...

Hver dæmir leikinn?

Hvenær kemur Kristur? Sumir telja sig geta reiknað út þann dag og aðrir segja að hann komi aldrei. Báðir þessir hópar hafa rangt fyrir sér. . .

Skoðanakönnunin

Hefurðu lent í úrtaki nýlega? Tekurðu þátt í skoðanakönunum? Nú er í tísku að spyrja fólk spurninga. Skoðanakannanir eru gerðar með reglubundnum hætti nú fyrir kosningar og þegar þessari messu lýkur verður gerð skoðanakönnum á meðal ykkar.

Æfið upprisuna!

Upprisan er að verki víða í þessum heimi. Hún er að verki í samtökum, félögum, hreyfingum, klúbbum, reglum og stúkum sem vinna gegn böli og þjáningu, í einstaklingum sem eru höndlaðir af páskatrú. Kirkja Krists er að verki í páskatrú sinni um allt þjóðfélagið. En þar mætir hún líka andstöðu.

Sáttmáli Guðs við þig!

Hann gekk á með hryðjum í nótt og ég sem hélt að vorið væri komið í fyrradag. Og það er ekki laust við að hryssingur sé líka í guðspjalli dagsins. Jesús talar þar enga tæpitungu. Hann er harður í horn að taka og orð hans eru sterk. Hver er þessi Jesús sem talar í guðspjalli dagsins?

Af freistingum og klám-Sögu sem næstum því varð

Þannig erum við frjáls af því að leyfa hugarórum að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum, skapa í huga okkar myndir og sögur af ljótleika og því sem ekki byggir upp. Og meira en það . . .

HMJG?

Hver mundi afstaða Krists vera til stríðsins í Írak, til homma og lesbía, til kvótamálsins, málefna eldri borgara, tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, einkavæðingar, Ríkisútvarpsins, virkjana, heilbrigðismála, félagsþjónustu, fátæktar barna? Eða kirkjunnar? Mundi Jesús hreinlega fara fram hjá kirkjunni í dag? Hvað mundi Jesús gera?

Stefánsdagur frumvotts og píslarvætti nú á dögum

Við þekkjum orðið píslarvottur helst af fréttum um múslima sem sprengja sjálfa sig í loft upp ... Að gefa slíkum athöfnum nafnið píslarvætti er umdeilt innan islam og stenst engan veginn kristnar skilgreiningar ...

Löngu liðinn atburður sem er enn að gerast!

Enn er þörf fyrir boðskap barnsins frá Betlehem og börn samtímans þarfnast elsku okkar sem nærist af elsku Jesú Krists. Það erum blikur í á lofti í samtímanum. Börnin okkar eru að mörgu leyti berskjölduð fyrir andelgum hroða og eitri sem ausið er yfir þau af markaðsöflum sem hafa fá eða engin siðferðisviðmið. Og fjölmiðlarnir, svo góðir og nytsamir sem þeir annars eru, eru burðardýr.

Þekkirðu lykilorðin tvö?

En hvað segir þá kirkjan okkar um endalokin og hinsta dóm? Hvernig mun okkur reiða af í þessu drama dóms og heimsslita? Verðum við dæmd af verkum okkar? Skiptir máli hversu margar jólagjafir ég gef, hve miklu ég eyði í gjafir og góðgerðir? Krefst dauðinn þess sem lífið lánaði í líku hlutfalli og fésýslumennirnir Metúsalem og Pétur ...

Hlakkar þú til endaloka heimsins?

Sköpunin stynur. Jörðin stynur undan okkur mannfólkinu. Veröldin öll er veröld Guðs og þegar hún þjáist, þjáist Guð. Hann lætur sig varða umgengni okkar við lífríkið og við náunga okkar. Guðspjall dagsins tekur í það minnsta af allan vafa um það síðarnefnda. . .

U-beygja lífsins og hagvöxtur elskunnar

U-beygja illskunnar, vöxtur elskunnar og endaleysa fyrirgefningarinnar. Þetta eru stef þeirra ritningartexta sem liggja til grundvallar íhugun okkar hér í dag. Styrkur kristinnar trúar liggur meðal annars í því að grunngildi hennar eru varðveitt í hrífandi sögum en ekki í kenningum eða heimspekilegum og siðfræðilegum formúlum. . .

Ótrúlegt tilboð

„Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!“ Þetta hjómar næstum eins og samtal Boga og Örvars í Spaugstofunni eða eins og auglýsing um að Guðni ráðherra gefi mjólkina og að vínið kosti ekkert í Vínbúðinni. Guð heldur áfram að koma okkur á óvart.

Úr búðarsloppi í rykkilín

Guð gleymir okkur aldrei, hann fær aldrei alzheimer eða elliglöp af neinu tagi. Hann gleymir engum þótt hann geti það. — En getur hann þá gleymt einhverju? Já, hann getur gleymt. Hann gleymir því sem hann hefur fyrirgefið. Í því felst mikil blessun fyrir okkur synduga menn.

Frambjóðandinn sem kaus þig

Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum við fjölmiðla til að tilkynna framboð og stefnumál. Og við skulum þakka fyrir allt þetta góð fólk sem býður sig fram til þjónustu. Frambjóðendur benda fram á veginn og lofa betri tíð. Þeir eru því réttnefndir postular vonarinnar. Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.

Líf og dauði í Hringsdal

Við gröf heiðins manns í Hringsdal vakna spurningar um lífið og tilveruna. Hver var von manna fyrir þúsund árum og hvers vona menn nú á dögum? Upprisa og eilíft líf, líkfylgd í Nain og í Reykjavík. Er útför okkar hafin? Er lífið allt ein samfelld líkfylgd?

Í sama sigurliði og Sigurliði

Hann var ráðsherra, fyrirmenni, maður metorða og stórrar ábyrgðar. Nikódemus hét hann, sem merkir sigur fólksins, Sigurliði á íslensku. Hann var andvaka yfir örlögum sínum. Öll höfum við verði andvaka enda þótt við séum hvorki ráðsherrar, ráðherrar eða í æðstu stöðum samfélagsins.

Undir áhrifum

Heilagur andi getur birst okkur í kyrrð, þegar hugur og hjarta hvílast í hinum helga og háleita. Heilagur andi birtist líka á gleði fólks, barnslegri gleði og einlægri hamingju yfir lífinu. Fylgjendur Jesú voru yfirmáta glaðir á hvítasunnudag.

Við unnum!

Lífið snýst um kosningar. Við erum alltaf að velja, taka ákvarðanir. Á hverju andartaki veljum við eitthvað. Hugsun okkar er stöðugt að í kosningavinnu. Ég hef áður haldið því fram að upphaf stjórnmála í nútímaskilningi eigi sér rætur í því er Ísraelslýður kaus að yfirgefa Egyptaland undir forystu Móse.

Sjónstöð Vesturbæjar

Heyrðu, séra Örn, hvað segir þú um Júdasarguðspjall? sagði hann sigrihrósandi eins og honum fyndist hann nú hafi króað klerkinn af og sett hann í afar þrönga stöðu ... Þar með vísaði hann til nýfundins handrits sem kennt er við Júdas postula, þann er sveik Jesú. Merkilegt rit og áhugavert.

Ótrúlega holdleg trú

Ég var að lesa bók sem ber heitið Bítlaávarpið og er eftir Einar Má Guðmundsson. Þetta er saga stráks sem tilheyrir hinni svonefndu 68-kynslóð. Í bókinni er lýst þessu undarlega tímabili, þessum skilum í mannkynssögunni, sem urðu fyrir áhrif Bítla og blómabarna. Stórskemmtileg bók. Ég skellihló upphátt af og til á leið minni í gegnum þessa ágætu bók sem lýsir tíma sem hafði jafnframt mikil áhrif á sjálfan mig.

Guð og lögreglan

Og nú bæti ég við einni líkingu í tilefni dagsins: Guð er lögregla. En um leið og ég sleppi orðinu vakna með mér efasemdaraddir því oftast eru tvær hliðar á sama máli. Er hann eins og lögreglan í Katmandú eða lögreglan á Íslandi?

Love Group og útrásin

Því hefur verið haldið fram að upphaf nútíma stjórnmála, pólitíkur og mannréttindabaráttu, megi rekja til þess er Gyðingum (hebreum), sem voru þrælar í Egyptalandi forðum var sagt að kúgun þeirra væri ekki samkvæmt eðli tilverunnar, heldur ættu þeir val. Og Guð birti Móse lögmál og gerði lýðum ljóst að allt ætti í raun að lúta hinu æðsta lögmáli en ekki duttlungum dauðlegra manna.

Máltaka og menningarheimar

Átt þú mynd af Jesú? Þegar ég var drengur átti ég mynd sem hékk yfir rúmi mínu. Hún var af Jesú þar sem hann sat álútur að næturlagi, með hendur í skauti og bað. Í fjarska sáust ljós í gluggum. Hugljúf minning af friðsælum Jesú sem biður fyrir fólkinu heima sem sefur. Jesús vakir og biður.

Sáning og tjáning

Orð á orð ofan. Líklega hefur aldrei streymt annar eins orðaflaumur í heiminum og nú á tímum. (Mikið væri það nú gott ef hægt væri að virkja þenna orðaflaum og framleiða til dæmis rafmagn úr honum).

Stærsta virkjun sögunnar

Hann var ekki stór hópurinn sem var kallaður til að byggja mestu virkjun sögunnar. Kárahnjúkar eru eins og smáhýsi úr Legókubbum í samanburði við þá orkuveitu kærleika og ljóss sem virkjuð var á ummyndunarfjallinu forðum.

Samferða í eilífðinni

„Hér er það hin kristna von sem öllu skiptir. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Á Golgata urðu skil. Ekki svo að skilja að dauðinn hafi orðið eitthvað auðveldari eftir en áður heldur . . .“ segir Örn Bárður Jónsson í prédikun á allra heilagra messu sem bæði er hægt að lesa og hlusta á hér á vefnum.

Skuldir manna og velgjörðin mikla

Af og til hefur orðið uppi fótur og fit þegar einhver fræg persóna hefur birst á Íslandi. Rollingur sást einn daginn á hjóli á Ísafirði og fréttamaður RÚV þótti heldur betur hafa dottið í lukkupottinn og náði viðtali við kappann. Bítill tillti hér niður fæti fyrir nokkrum misserum og var eltur á röndum af fjölmiðlafólki en tókst að mestu að komast undan. Fræga fólkið sækir til Íslands.

Allir í vondum málum?

Í okkur öllum er einhver andlegur sullur af líku tagi og sá sem nú virðist hrjá volduga menn í háum sætum og sölum. Við erum syndugar manneskjur og þegar við dæmum aðra, dæmum við okkur sjálf.

„Andlegar öldur í veraldlegu hafi“

Orð á bók, máttug orð sem lifa um aldir. Eru þau skáldskapur eða raunveruleiki? Nú stendur fyrir dyrum bókmenntahátíð þar sem margir athygliverðir höfundar lesa úr verkum sínum. Hlutverk skálda er stórt og mikið.

Heilsulindir

Með því að koma til kirkju í dag ert þú að vitja vatnsins helga, skírnar þinnar.

Grandveri

Guð þarf ekki að leita leyfis Persónuverndar til að fylgjast með öllu sem við gerum. Hann er í raun hin eina sanna persónuvernd og þá í þeim skilningi að hann vill vernda okkur fyrir áhrifum hins illa, vill að við verðum heilar persónur og góðar.

Dæmdir dómarar

Í dag eru liðin 90 ár frá því að konur fengu kosningarrétt. Guðspjall dagsins á einkar vel við á þessum degi, 19. júní, þegar konur og karlar fagna þessum tímamótum en dagurinn er haldinn árlega til að minna á réttindabaráttu kvenna. Guðspjallsfrásagan birtir niðurstöðu álitsgjafa sem var ljósárum á undan sinni samtíð og talaði fyrir jöfnuði fyrir tvö þúsund árum sem þjóðfélag okkar hefur ekki enn náð að lifa eftir.

Frægasti viðsnúningur sögunnar

Hann fer um með gusti og reisn, stoltur yfir sjálfum sér, arfleifð sinni og málstað. Riddari réttlætisins - þess réttlætis sem meirihlutinn skilgreindi og varði með samtryggingu valds á sviði hins veraldlega og andlega. Hann er á leið frá höfuðborginni til þess að elta uppi fólk með aðrar skoðanir. Sjálfsöruggur með óbilandi trú á eigið ágæti, traustur í sessi situr hann með reisn og yfirlætislegri fyrirlitningu á andstæðingum.

Aftur á netinu?

Þeir ákváðu að fara á netið, strákarnir, enda tímarnir breyttir og eðlilegast að snúa sér að því sem menn kunnu best og þekktu í þaula. Þetta voru þeir Símon Pétur, Tómas, Natanael og synir Sebedeusar og tveir aðrir af lærisveinum Jesú sem höfðu átt ótrúlega daga með ótrúlegum manni sem sagði þeim ótrúlega hluti og gerði ótrúleg verk.

Í réttum fötum

Manneskjan er það sem hún kaupir og neytir. E.t.v. gæti þetta verið yfirskrift samtímans. Með auglýsingum er stöðugt verið að segja okkur að við getum orðið eitthvað annað en við erum með því að skipta um umbúðir. Við lifum á tímum auglýsinga og ímyndarsköpunar, upplýsingaflæðis og frjálsra viðskipta. Og er hún ekki stórkostleg umhyggjan sem viðskiptalífið ber fyrir okkur neytendum.