Solveig Lára Guðmundsdóttir

Höfundur -

Solveig Lára Guðmundsdóttir

vígslubiskup

Pistlar eftir höfund

Siðbótarkonur fyrr og nú: Siðbótakonurnar í fortíð og nútíð. Söfnuðurinn í breyttum heimi

Margt er í farvatninu eins og útkoma á verkum Lúthers og barna- og unglingaefni, sem hægt er að nálgast á efnisveitunni. Málþing og ráðstefnur hafa verið haldnar og fljótlega birtist tillaga að dagskrá til að halda í kirkjum landsins í kringum 31. október. Leikritið um Lúther og Katharinu verður frumsýnt í Grafarvogskirkju n.k. laugardag og verður vonandi sýnt í öllum söfnuðum landsins áður en veturinn er úti.

Íslenskar siðbótarkonur!

Ég fylltist eldmóði yfir því að við yrðum að finna slíkar konur hér á landi líka og hvatti sagnfræðinga til rannsókna.

Konan í lífi Lúthers

Fljótt kom í ljós hversu myndarleg húsmóðir og bústýra Katharina var og naut hún virðingu allra. Hjónin settust að í húsi því í Wittenberg sem nú er nefnt “Hús Lúthers”. Þar fæddust þeim sex börn. Katharina hét nú Katharina Luther, en hann kallaði hana “herra Kötu”.

Samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur

Heimsþingið tjáir sorg sína yfir því að ríkisstjórnir í heiminum byggi múra í stað þess að sýna gestrisni

Samþykktir Lúterska Heimssambandsins varðandi prestsvígslu kvenna

Því köllum við eftir jafnrétti og fullri þátttöku kvenna í öllum meðlimakirkjum Heimssambandsins

Manneskjur eru ekki til sölu

Kirkjan verður að leggja sitt af mörkum til þess að gera heiminn betri. Hún verður að vinna að því að allir njóti mannlegrar virðingar og hún verður að stunda kærleiksþjónustu. Allt kristið fólk er kallað til að taka þátt í sköpun Guðs, boða réttlæti, frið og gleði.

Boðskapur Kvennaþings Lúterska Heimssambandsins.

Boðskapur Kvennaþingsins var samþykktur af Heimsþinginu á fyrsta degi þingsins

Hvað eru kyrrðardagar?

Kyrrðardagar er samvera fólks sem vill leita Guðs í kyrrð. Oftast eru kyrrðardagar ein helgi, en þó geta kyrrðardagar verið allt að viku og jafnvel tíu dögum. Oftast er dvalið utan skarkala borgarinnar, en þó geta kyrrðardagar verið t.d. einn dagur í safnaðarheimili eða kirkju bæði í borg og sveit.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Meðan launamunur kynjanna er eins og hann er, þá er fyrir miklu að berjast. Það er ekki ásættanlegt að konur hafi lægri laun en karlar og það er ekki ásættanlegt að karlar fái frekar störf en konur, sérstaklega innan kirkjunnar, en staðreyndin er sú að á síðast liðnu ári hafa 11 karlar fengið prestsstörf innan kirkjunnar, en 7 konur.

Þjóðkirkjunni er umhugað um flóttafólk

Við erum „við“ í djúpum tilvistarlegum atriðum, en ekki „við“ og „þeir“. Það er mikilvægt hlutverk kirkjunnar að viðhalda þessum sannleika í hvíventa í þjóðfélagi okkar.

Tími barnsins

Á aðventu og jólum kemur barnið upp í okkur velflestum. Við minnumst jóla heima hjá pabba eða mömmu. Stundum koma upp erfiðar tilfinningar, sem tengjast þessari upprifjun, en Guði sé lof þá koma líka og langoftast upp hlýjar tilfinningar tengdar vináttuböndum, kærleika foreldra og gleði systkina.

Vetur kveður, sumar heilsar

Eftir dásamlega páskahátíð kemur síðasti vetradagur og sumar heilsar með fuglasöng og björtum nóttum. Á síðasta vetrardegi ók ég með nokkrum vinum um Skagafjörð.

Hvatning til kirkna Evrópu

Í þessu greinarkorni mun ég ekki fara nánar út í að skýra hver munurinn er á gömlu og nýju stjórnarskránni, en mig langar miklu fremur að koma á framfæri skýrslu sem þjóðmálanefnd samtakanna kom á framfæri á þinginu og var samþykkt í lok þess. Skýrslan er í sjö liðum og mun ég leitast við að koma sem flestu til skila sem þar stendur.

Prestur í 30 ár

Í dag 12. júní árið 2013 eru nákvæmlega 30 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Ég horfi um öxl, en ég horfi líka fram á veginn bjartsýn fyrir hönd kirkjunnar eins og ég hef alltaf verið.

Hendur Guðs okkar hendur

Í ár er yfirskrift æskulýðsdagsins: Hendur Guðs – hendur okkar. Með þessari yfirskrift er mint á þá staðreynd að við erum öll kölluð með kostum okkar og göllum til að vinna verk Guðs hér á jörðu með þeim höndum sem Guð gaf okkur.

Bolludagur

Þegar pabbi var lítill upp úr 1930 gengu börnin á milli húsa á Húsavík og bolluðu fólk, sem ekki var komið á fætur. Mest var gaman að koma í sýslumannshúsið.

Þrettándinn er dagur vitringanna

Guð sendir hverju og einu okkar slíka stjörnu, leiðarstjörnu sem við eigum að fylgja. Það er svo margt í þessu lífi sem bendir okkur á hvað það er sem við eigum að gera. En til þess að sjá það þurfum við að hafa augu okkar opin, okkar andlegu augu sem skynja það sem er ósýnilegt í kringum okkur.

Hvers vegna vill kirkjan hafa forystu um gott málefni?

Það er því köllun kirkjunnar að láta gott af sér leiða á þeim vettvangi eins og öllum öðrum vettvangi þar sem hún sinnir líknarþjónustu. Við tökum að sjálfsögðu öll þátt í að gera þessa söfnun sem veglegasta.

H2Og?

Unglingar af öllu landinu með prestum sínum og æskulýðsfulltrúum koma til Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar. Þau vinna saman alla helgina og fræðast um mikilvægi vatns í heiminum. Mótið er í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar og athyglin mun beinast að landinu Malaví í Afríku, en gestir þaðan munu koma til mótsins.

Sumar á Hlíð

Það er hæð yfir landinu og heil sól um allt land. Hægur vindur alls staðar og börn og fullorðnir njóta veðurblíðunnar. Ég byrja daginn snemma og ek inn á Akureyri og stöðva bílinn fyrir utan Dvalarheimili aldraðra, Hlíð.

Góðar og illar tungur

Saga kyrruvikunnar ætti að kenna okkur að halda okkur við sannfæringu okkar og sjálfstæði í hugsun. Sagan kennir okkur að standa með þeim sem við vitum að hefur gott eitt í hyggju.

Að gefa af sjálfum sér ...

Við skulum hugsa um það á þessari aðventu og á komandi jólum, kæru bræður og systur, hvað innilegt samband okkar við okkar nánustu er dýrmætt.

Steig niður til heljar

Þegar kom að þeirri örlagastundu í lífi Jesú að hann þurfti að ganga í gegnum dauðann til að frelsa okkur, þá gekk hann þann veg alla leið. Hann upplifði það að vera svikinn, hann upplifði það að vera hæddur, píndur og kvalinn.

Sálgæsla kirkjunnar

Sálgæsla er trúnaðarsamtal prests, djákna eða annars starfsfólks kirkjunnar við hvern þann sem á trúnaði þarf að halda og kýs að leita til kirkjunnar með vandamál sín, tilfinningar eða lífsreynslu.

Áhyggjurnar og fjallræðan

Stendurðu frammi fyrir vandræðum eða erfiðri ákvörðun skaltu lesa fjallræðuna. Hún er ekki mjög löng en afar innihaldsrík. Þetta er ræða sem við ættum alltaf að vera að lesa aftur og aftur því hún hefur í alvörunni ráð við svo mörgu af því sem við erum að glíma við.

Predikanir eftir höfund

Predikun á 30 ára afmæli Breiðholtskirkju

Hún sér að Guð hefur mikla hluti gert fyrir sig. Hann hefur reist hana við, tekið í hönd hennar og lyft undir sjálfsmynd hennar. Það er sú hvatning sem konur þurfa svo mikið á að halda í dag, að finna það að þær séu metnar að verðleikum, að þeim sé trúað þegar brotið er á þeim og að kraftur sá sem Guð hefur gefið þeim megi nýtast öllu mannkyni til góðs.

Siðbót í samtíð

Nú þurfum við siðbót í samtíð. Við verðum að geta sagt að þjóðfélagið okkar byggi enn á kristnum kærleiksboðskap. Ef við getum sagt það, þá hefur orðið siðbót í samtíð. Minnum hvert annað á gullnu regluna um að sýna öðrum það sem við viljum að okkur sé sýnt. Berum virðingu fyrir mannslífi stóru sem smáu og stöndum saman um að efla kirkjuna í heimabyggð okkar.

Jólin og átökin í heiminum

Þannig hef ég til dæmis kynnst fjögurra manna fjölskyldu, foreldrum með dætur sínar tvær, sem gerðust kristin af því það vakti áhuga þeirra hve kristið fólk sýndi mikinn kærleika.

Guð skapaði ekki landamæri!

The gospel according to Matthew that was read from the altar here today is one of my favorite Bible stories. Jesus is talking to his disciples and explaining for them how important it is to love your neighbor. And when Jesus is talking to his disciples he is talking to us at the same time...

Miskunn og mannúð

Það eru jól að sýna þeim kærleika sem á þurfa að halda hvort sem það er flóttafólk með veik börn eða öryrkjar og aldraðir Íslendingar. Við verðum að standa vörð um að landið okkar haldi áfram að vera kristið svo við kunnum að sýna kærleika. Ef við gleymum boðskap Jesú Krists, gleymum við líka að við erum kölluð til að sýna miskunn og mannúð.

Hólahátíð og prestsvígsla Höllu Rutar Stefánsdóttur

Við allar kirkjulegar athafnir er miðlun trúar það sterkasta sem við gerum. Við öll verk presta er miðlun trúar svo óendanlega mikilvæg og við megum aldrei gleyma því sem er mikilvægast. Við eigum að boða upprisuna við útfarir, boða samfélgið við Krist við skírnina, við eigum minna á bænina við hjónavígslur og hvetja fermingarbörn til þátttöku í kirkjulegu starfi. Jesús Kristur var alltaf að boða í orði og verki.

Yfir landamæri

Við búum öll á einni jarðarkúlu. Við eigum hana sameiginlega og það voru manneskjur sem fundu upp landamæri. Þau eru ekki náttúruleg, nema kanski hér á Íslandi af því við búum á eyju. Við þurfum að koma annað hvort fljúgandi eða með skipi til og frá landinu.

Fjörutíu ár

Þetta var fólk sem tók hlutverk sitt alvarlega. Þau fóru og sögðu öðrum frá, síðan sögðu þau öðrum frá og síðan hefur boðskapurinn um Jesú Krist borist frá einni kynslóð til annarrar allt til þessa dags, sem við vöknuðum til hér í morgun.

Já!

Kristin trú kennir okkur að það er alltaf hægt að rísa upp úr öllum aðstæðum, hversu hræðilegar sem þær kunna að vera hvort sem við erum þolendur eða gerendur.

Friður Guðs er kominn

Fátækt fólk af öllum heimsins gæðum er á ferð. Þau hvíla í fjárhúsi og eignast lítið barn. Á sama tíma opnast himnarnir og englar sem alla jafna eru ósýnilegir verða sýnilegir. Heimur efnis og orku sameinast í englasöngnum á Betlehemsvöllum. Þegar hirðarnir, þetta venjulega fólk við sína daglegur störf hafa orðið vitni að þessu undri sem englasöngurinn var, þá fara þau beint til Betlehem.

Við höfum frelsi til að skapa okkar eigin guðfræði

Við þurfum að hugsa vel um greinarnar 95, sem Lúter hengdi á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg. Við þurfum að spyrja okkur að því um hvað þær myndu snúast í dag. Það er mikilvægt að hvert og eitt okkar skrifi sínar eigin 95 greinar.

Óvissa og upprisa

Lífið er óvissa. Allt er óvissa nema það eitt að Kristur er upprisinn og hann vill leiða þig og styðja í hverju sem kemur fyrir þig og reisa þig við.

Andstæður jólanna

Jólin bera líka með sér andstæður góðs og ills. Það þekkjum við vel úr íslenskum þjóðsögum þar sem fyrir koma jólasveinar, tröll og grýlur og hvernig ljós jólanna rekur á brott alla illa vætti.

Koma einelti og mansal jólunum við?

Jólin merkja: Guð er með okkur. Guð kom til okkar í litlu barni til að vera með okkur. Guð kom til okkar í Jesú til að gefa okkur kraft og styrk og til að sýna okkur kærleika.

Að gera heiminn örlítið betri í dag, en hann var í gær

Þið hafið gert heiminn betri þessa helgi og þá hugsun skulið þið láta fylgja ykkur heim. Þið skulið ekki gleyma bæninni því hún er hjálp okkar við að koma kjörorðinu okkar í framkvæmd: að gera heiminn örlítið betri í dag en hann var í gær.

Kirkjan þorir

Ég er stolt yfir því að tilheyra kirkju sem setur jafnréttismál á oddinn. Ég er stolt yfir að tilheyra kirkju sem þorir að tala máli þeirra sem tilheyra minnihlutahópum. Ég er stolt yfir því að kirkjan okkar skuli ekki fara í manngreinarálit og gefa öll þau sem elska hvert annað saman í heilagt hjónaband hvort sem þau eru gagnkynhneigð eða samkynhneigð.

Von

Von er nátent öðru litlu þriggja stafa orði sem líka hefur djúpa merkingu og það er orðið trú. Án trúar er vonin máttlaus. Skoðum saman hvernig trú og von tengjast. Von er að trúa því að allt verði gott. Von er að sjá ljós í myrkri því sem lífið getur stundum verið.

Jafndægur á vori

Samt sem áður spyrjum við stundum á lífsleiðinni: "Hvernig getum við fengið Guð til að svara bænum okkar?" Það gerum við með því að hlusta á hann, með því að leyfa honum að leiða okkur og treysta honum algerlega fyrir lífi okkar. Þá tekur hann burt allan kvíða, allt óöryggi og allan lífsleiða.