Sigurður Árni Þórðarson
sóknarprestur
Pistlar eftir höfund
#Metoo
Trú er og á að vera stefna til lífs og fyrir líf. Trú er ekki og má aldrei vera flótti frá lífi. Trú, sem ekki lætur sig fórnarlömb varða, er sjúk trú og á flótta bæði frá Guði og mönnum.
12. desember 2017
Trú og tabú
Trú verður ekki bara við að hitta Jesú í sumarleyfi í Andalúsíu. Hún vex upp í venjulegum húsum og hjá venjulegu fólki. Trú stækkar heimsskynjunina. Hún er tengsl við hið stórkostlega í veröldinni.
04. september 2017
Kobbi krókur og réttarríkið
Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. Það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um um eignir og afgjald.
10. mars 2017
Nauðgun og sáttargerð
Þau sögðu söguna á TED, blóðríka sögu sem lyktaði með fyrirgefningu og sáttargerð. Þetta er einstakt mál, einlægnin mikil og hugrekkið stórkostlegt. Og rímar við stóru sögu kristninnar.
09. febrúar 2017
Nauðgun og sáttargerð
Þau sögðu söguna á TED, blóðríka sögu sem lyktaði með fyrirgefningu og sáttargerð. Þetta er einstakt mál, einlægnin mikil og hugrekkið stórkostlegt. Og rímar við stóru sögu kristninnar.
09. febrúar 2017
Trú úrelt?
Trú er aldrei til án Guðs. Trú lifir ekki án þess að tengjast Guði. Trú er undur sem Guð kallar fram.
26. janúar 2017
Ógnar pólitísk rétthugsun jólum?
Til að samfélag sé opið og vel virkt þarf að gæta inntaks menningar. Trú og hefðir eru veigamiklir þættir heilbrigðs siðar en einfeldningsleg pólitík er engum til gagns.
19. desember 2016
Himinfleki og krossfesting
Allur harmur heims er umfaðmaður í krossfestingunni. Við erum í Jesú og Jesús í okkur öllum. Boðskapur hans, ást hans á lífinu, sköpuninni, mannfólkinu er ást Guðs til okkar allra, hvernig sem við erum og hvers litar sem við erum.
20. nóvember 2015
Praesens historicum
Stærsta sagan sem er til er saga Guðs. Hún er erkisaga - lykilsaga. Trúmenn sjá í þeirri sögu túlkun á eigin smásögu. Hver ertu? Aðeins fortíðarsnauð nútíð - eða nútíð sem sagan litar og er til framtíðar? Jesús Kristur er í sögu, en er einnig söguleg samtíð og á erindi við þína sögu - við þig. Þess vegna er praesens historicum við og í Hallgrímskirkju - öllum kirkjum - ekki dautt grjót heldur erindi um líf og fögnuð.
30. október 2015
Þessir flóttamenn
Útlendingar á nýjum slóðum. Landflótta fólk í veröldinni. Rutarbók segir okkur að aðkomufólk er ekki réttlaust, vont fólk heldur jafn lifandi og við hin. Það þráir öryggi, ást, frið, skilning þrátt fyrir að það sé útlendingar og öðru vísi.
16. október 2015
Guð og Jón Gnarr
Jón Gnarr fann ekki Guð en Guð hefur fundið milljarða fólks og gefið þeim kraft og mannelsku. Jón Gnarr efaðist um Guð en ég trúi að Guð hafi ekki efast um Jón Gnarr.
17. febrúar 2015
Jósef og stóru draumarnir
Aukaleikarinn í jólasögunni er í raun aðalleikari. Hann var maðurinn á bak við konuna. Hann rataði í siðklemmu og brást stórmannlega við vanda festarkonu sinnar. Vegna manndóms og karlmennsku kastaði hann af sér karlrembunni og ákvað að axla ábyrgð á aðstæðum þeirra Maríu.
29. desember 2014
Prestur á breytingaskeiði
að er ekkert einfalt að skipta um starf eða láta af störfum, eiginlega trúarleg glíma og pílagrímsferð í hópi fólks. Svo eru hin, sem ekki voru valin til starfa. Þau glíma við höfnun og vonbrigði. Sóknarfólk og starfsfólk kirknanna gengur í gegnum breytingaskeið þegar prestaskipti verða. Tilfinningar eru ekki léttvægar heldur mikilvægar – þær “kirkjulegu” og prestslegu líka.
28. nóvember 2014
Bleikt og blátt á aðventunni og fleira!
Þjóðkirkjan hefur notað fjóra liti, grænan, hvítan, rauðan og fjólubláan í helgihaldi sínu síðustu áratugi. Litanotkun er þó að breytast og verða fjölbreytilegri og ríkulegri.
26. nóvember 2014
Hallgrímur í lit
Hallgrímshelgimyndin í sauðalitunum er of dapurleg. Þjóðardýrlingurinn Hallgrímur má verða litríkari og gleðilegri. Þannig íkón passar við fagnaðarerindið!
24. apríl 2014
Hvað er ferming?
Þegar ég var tólf ára í kirkjunni vissi ég að trú er ekki einhliða mál. Samband Guðs og manna er tvíhliða. Já á jörðu verður hjáróma ef ekki er mótsvar í himnesku já-i. Í fermingunni hljóma ekki aðeins já fermingarbarna heldur já, já, já Guðs.
07. apríl 2014
Lífsorð
Biblían er ekki úrelt heldur lifir í veröldinni því hún fæst við stóru mál mannanna, hvernig lífið getur snúist frá myrkri til ljóss, sorg til gleði, dauða til lífs. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að hún hverfi í mistur tímans því hún er klassík.
24. febrúar 2014
Gríma, sál og systir
Allt sem segir okkur satt um okkur sjálf verður okkur sannleiksspegill, Passíusálmar, píslarsagan, goðsögur, barnaspeki, kvikmyndir eða bókmenntir. Verkefni föstu er: Fella grímu og spegla sál.
04. mars 2013
Hvernig hlustar þú?
Það er engin ástæða til skjalls og yfirborðslegs hróss. En þegar tilefni er til má gjarnan segja: „Þetta er glæsilegt hjá þér. Þetta líst mér vel á.“ Þannig tala viðmælendur lífsins. Ertu einn af þeim?
19. febrúar 2013
Gefðu geit!
Gjafakvíði er skelfilegur og getur farið illa með fólk. Hvað ættir þú að gefa afa í afmælisgjöf? Hvað í ósköpunum vill frænkan sem verður sjötug í næstu viku?
04. febrúar 2013
Hjarta og hugrekki
Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: „Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.“
21. janúar 2013
Að gera allt eins
Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég væntanlega jólakortaskrifum og reyni að láta af vanakvillum. Stóra áramótaheitið sem ég strengdi er ...
07. janúar 2013
Ég elska þig
Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða einhverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka.
24. desember 2012
Stóristyrkur
Dúxinn umbreyttist í menntakonu. Stríðinu lauk, karlaherirnir streymdu heim af vígstöðvunum en meistaraneminn sem var að skrifa lokaritgerð sína var ekki með hugann við þá. Henni var ekki villugjarnt.
10. desember 2012
Hvenær byrjar dagurinn?
"Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“
26. nóvember 2012
Hvað á barnið að heita?
Að eiga nafna eða nöfnu er stundum dýpsta þrá eldra fólksins. Af hverju? Litlir nafnar eða nöfnur staðfesta fyrir fólki gildi þess í keðju kynslóða. Á barnið að heita Gaga, nátturunafni, út í loftið eða í höfuð á ömmu eða afa? Nafngjöf er ekkert smámál og skírn er ofurmál. Vöndum okkur.
12. nóvember 2012
H2Og - fyrir lífið
Kristin kirkja lætur sig varða velferð og líf fólks. Fermingarungmenni munu næstu daga ganga í hús og safna fé til stuðnings vantsþurfandi fólki í Afríku. Takið þeim vel því þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.
30. október 2012
Borðaði Jesús pítsu?
Okkur til undrunar kom í ljós að heilsufæði nútímans er eiginlega Biblíufæði. Matur Biblíufólks var hollur, “lífrænn” og fjölbreytilegur. Hann var trefjaríkur, dýrafita var lítill hluti matarins en ávextir stór. Sætuefni kom úr ávöxtum og hunangi. Þvert á fordóma margra var matur þessa tíma ekki fábreytilegur og jafnan ekki einhæfara fæði en við nútímamenn njótum.
12. október 2012
Já og allt í +
Byrjum á því að greina hvað spurningin á atkvæðaseðlinum merkir ekki. Hún spyr alls ekki um tengsl ríkis og kirkju þó margir margir haldi það. Ekki er heldur spurt um hvort á Íslandi eigi að vera þjóðkirkja eða ekki.
02. október 2012
Við erum með eitruð gen
Mörg börn í Alþýðulýðveldinu fóru á mis við friðsama æsku vegna þess að pabbi og mamma fóru út af fyriskipuðu spori. Sum þessara barna eru mörkuð fyrir lífstíð og mörg bitur. Svo eru afkomendur valdsmanna líka flekkaðir. Eitt þeirra dró saman hræðilega stöðu þeirra með: „Við erum með eitruð gen.“
17. september 2012
Draumar sem rætast?
Hópur fermingarungmenna er þessa dagana á sumarnámskeiði í Neskirkju. Þau eru gagnrýnin, ærleg og óhrædd að ræða um gildi, Biblíutúlkun, samband trúar og vísinda, hlutverk Jesú og sögu hans, um skírn, altarisgöngu, ást, vonsku - já allt, sem varðar líf manna og lífslán.
20. ágúst 2012
Börn á fjöll?
Fegurð fjallageims læddist inn í karlana. Núvitundin varð alger í hinum risastóra helgidómi. Orkan var nægileg, en taka varð tillit til að áhugasvið barna er sumpart annað en hinna fullorðnu.
23. júlí 2012
Sjö eða níu halar
Hvað eða hver veldur gæsku og elsku? Er græðgi góð? Nei, hún er með sjö eða níu hala ófara. Höldum til veiða og gætum að hófi og stillingu.
09. júlí 2012
Jónsmessa
Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir menn trúað, að allt vatn veraldar hafi verið helgað.
25. júní 2012
Fjarkirkja á grensunni
Allir vilja, að kirkjuhúsin séu falleg og þeim eigi gott fólk að þjóna, sem kunni til verka þegar á bjátar. Að öðru leyti eigi þjónar kirkjunnar ekki að trufla líf fólks eða fjarvitund almennings til trúar. Þessa afstöðu til kirkju má kenna við fjarkirkju til aðgreiningar frá kirkjuvitund nærkirkju, kirkju nándar og nærandi tengsla.
11. júní 2012
Má bjóða þér á stefnumót?
Saga þessara hjóna er til eftirbreytni. Þeim þykir gaman að vera saman og töff að vera rómó. Þau kunna að rækta hjónaband sitt. Þeim þykir líka vænt um kirkjuna sína og vita, að hún stendur með þeim í lífinu.
14. maí 2012
Ástarsögur
“Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa” var sagt um kirkju á Suðurlandi. “Ég elska þessa kirkju” sagði ein konan og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Ástarsaga Guðs skapar líf kirkjunnar og varðar okkur öll.
16. apríl 2012
Flaggskip þjóðkirkjunnar
Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi.
12. apríl 2012
Páskafólk
Ef við temjum okkur jákvæðni í lífinu höfum við lært lífsleikni, sem hjálpar í þrautum og þegar eitthvað verður okkur mótdrægt. Við verðum þar með sunnudagsfólk. En þegar við heyrum páskaboðskapinn og tökum hann til okkar verðum við að auki páskafólk.
08. apríl 2012
Skálholt þarfnast greiningar!
Skálholtshlutverkin eru mörg og ekki öll talin. En hvert þeirra er
mikilvægast? Að mínu viti er það hlutverk helgistaðarins. Mikilvægasta
hlutverk Skálholts er trúarlegt, að miðla nálægð og umhyggju Guðs.
24. mars 2012
Kýs biskup eftir sextíu ár í sóknarnefnd
Magnús Annasson er búinn að vera í sóknarnefnd í um sextíu ár og þar af formaður sóknarnefndar í 25 ár. Nú lýkur hann ferli sínum í sóknarnefnd Tjarnarkirkju á Vatnsnesi með því að kjósa biskup. Hann segir að þetta sé orðið alveg nóg hjá sér.
29. febrúar 2012
Stóru kirkjuvíddirnar
Oikoumene er grískt orð og merkti mannheimur í rómversku samhengi og hefur á síðari árum verið samheiti um heim kristinnar kirkju. Kristin kirkja varðar menn í nærsamfélagi og fjarsamfélagi.
17. febrúar 2012
Að breyta og bæta
Framundan er spennandi og vonandi frjór tími í skipulagsmálum kirkjunnar. Nýtt frumvarp að þjóðkirkjulögum verður lagt fyrir prestastefnu í sumar og síðan kirkjuþing í haust. Í tengslum við það þarf að ræða, móta og ákvarða ýmsar starfsreglur um skipulag kirkjunnar.
13. febrúar 2012
Athygli biskups
Engin manneskja verður til nema vera séð. Ef enginn sér fólk byrjar það að deyja, svo afdrifaríkur og skelfilegur er skortur tillits. Þegar fólk hylur sig gegn augliti Guðs færist myrkrið nær.
07. febrúar 2012
Moskumótmælin
Ótti og totryggni eru afar slæmt byggingarefni samfélags. Traust, virðing og réttlæti eru mun hentugri og friðvænlegri. Viðurkennum guðshúsaþarfir múslima og annarar trúar fólks. En höfnum vitleysum, okkar eigin og annarra.
02. febrúar 2012
Slagur eða samtal?
Biskupsefnin eru mannval og hafa lagt mikið til kirkjunnar og munu eflaust leggja fallega og ríkulega á borð á komandi vikum. Ég sé enga ástæðu til eða þörf á að biskupskjörið verði meiðandi eða skemmandi. Þvert á móti held ég að biskupskjörið geti orðið kirkjunni mjög gefandi, nærandi og gleðjandi.
29. janúar 2012
Góðan dag, kæri vinur
Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: „Góðan dag, kæri vinur."
19. janúar 2012
Stóra áramótaheitið
Í djúpi kristninnar er boðskapur um að Guð þorir. Kristin trú er ekki niðurnjörvaður átrúnaður hins læsta heimskerfis. Guð breytir um stefnu og tekur upp á hinu óvænta. Guð leggur sig í hættu vegna lífsins.
05. janúar 2012
Jólasaga sem virkar
Sumt verður maður að skilja með öðru en heilanum. Í sögunni Litli prinsinn segir refurinn: „Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“
22. desember 2011
Mikið er gaman að lifa
Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með.
08. desember 2011
Steinunn og geislar lífsins
Einn morguninn þegar áhyggjumyrkið var hvað dimmast gekk ég mót sól og að Steinnunnarskúlptúrnum. Þá varð ég fyrir undri. Sólargeisli skein í gegnum krossinn á styttubakinu og út um krossinn á brjóststykkinu.
24. nóvember 2011
Súperman
Ofurhetjurnar eru skemmtilegar, en leysa ekki lífsgátuna. Á okkur foreldrum hvílir skylda að skoða hvort efnið henti börnunum, hvort ofbeldið sé óttavekjandi og úr takti við þroska eða skilningsmöguleika barnanna.
10. nóvember 2011
Apple-guðfræðin
Apple-jöfurinn sagði eitt sinn, að þegar hann var sautjan ára hefði hann lært þá visku að líta á hvern nýjan dag sem hinn síðasta. Hvað hentar best til lífshamingju?
27. október 2011
Ekki líta undan
Ég trúi Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og vil þakka henni þá hetjudáð að segja sögu sína. Skaðar sagan kirkjuna? Nei, fórnarlömb skaða ekki heldur aðeins gerendur. Jesús Kristur leysti álög og stóð alltaf með þolendum. Kirkja hans á alltaf að berjast fyrir að þau fái notið réttlætis.
18. október 2011
Bókin um mömmu
Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu.
04. október 2011
Kristján Valur Skálholtsbiskup
Í Kristjáni Val samtengjast alvara og gleði, heilindi og kátína. Þar sem hann er eða fer hljómar gjarnan smitandi hlátur. Á tímum þegar erindi kirkjunnar hefur verið spyrt við margt annað en fögnuð er dásamlegt að í Skálholti skuli nú vera ljóðandi, eldandi og dillandi glaður biskup.
20. september 2011
Kaldur hugur og hlýtt hjarta
Tortryggjum hefðir og kreddur, en hugsum speki og einnig trúarefni til lífs. Hver maður ætti að temja sér tortryggjandi huga en elskandi afstöðu, kaldan huga og hlýtt hjarta.
06. september 2011
Stóru draumarnir?
Unglingarnir þrá gleðilega fjölskyldu, góða menntun, samskipti, gæfuríka framtíð - hamingju en ekki dót. Er það ekki Guðsdraumurinn, sem situr í okkur öllum - frumþrá allra manna? Hvernig væri að heilsa hamingjunni? Og draumar þínir eru…?
23. ágúst 2011
Hvernig er ferðasagan?
Ferðasögur fólks eru ekki aðeins um Ítalíu, Þórsmörk eða Prag. Þær eru fremur frásögur eða túlkun á afstöðu og lífi sögumanna. Fólk, sem segir frá litríkum ævintýrum og getur jafnvel séð í illviðri tilefni til heilabrota, er fólkið sem er tilbúið til að opna og upplifa á dýptina.
09. ágúst 2011
Aldrei aftur Útey
Mætum ótta með trausti. Hvikum ekki frá uppeldi fólks til menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni. Ræðum opinskátt eðli hatursins. Leyfum lífinu að lifa.
26. júlí 2011
Ég fer í fríið – en til hvers?
Er sumarfríið þitt frí frá einhverju – eða frí til einhvers? Tvö lítil orð, sem þarft er að hugsa um þegar lífshættir eru skoðaðir – frí frá eða frí til.
12. júlí 2011
Hetjur óskast
Hvort ertu gunga eða hugprúð? Það er engin hugdirfska að verja eigið vígi og hagsmuni. En þegar þú stendur við hlið þeirra, sem verða fyrir órétti, þorir að fórna eigin hag í þágu hinna niðurþrykktu kemur dýrmæti þitt í ljós, innræti þitt.
28. júní 2011
Fyrirgefðu
Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings sýnir að nokkrir aðilar gerðu mistök í meðferð kynferðisbrotamála. Fordómar, brengluð dómgreind og skortur á fagmennsku byrgðu mönnum sýn. Hópur af fólki var meðvirkur og skýrslan hefur sýnt hvernig hjarðhegðun getur orðið skelfileg.
14. júní 2011
Í ösku og eldi
Í mesta myrkrinu gat spekingurinn, Vilhjálmur á Hnausum, séð út úr sortanum. Hann sagði, að askan væri ágæt til að stemma stigu við grasormi! Þetta er að sjá meira en myrkrið.
31. maí 2011
Hinn hreini tónn
Vídalín og Laxnes voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg.
17. maí 2011
Engill í húsi
Börn geta breytt heiminum, já - en hvernig? Litlum börnum fylgja vitaskuld álag og missvefn, en jafnframt kalla börn á afstöðubreytingu. Þau eru í altæku varnarleysi sínu brýning, að hindra að slæmt áreiti fái komist inn á heimilið og í fólk.
03. maí 2011
Rósir brenndar
Þrenna lausnar úr vanda, sorg, þjáningu er: Faðma, bera og sleppa. Hvernig getur fólk snúið hörmungum til góðs? Það er íhugunar virði í kyrruviku.
19. apríl 2011
Fermingargjöfin í ár
Fermingarungmenni eru ekki hlutafrík heldur hamingjufólk. Unglingar slá vissulega ekki hendi á móti pakka, en mikilvægast er þeim hið góða líf. Þau vilja hamingju fremur en dót.
05. apríl 2011
Flott hjá þér
Öllum verður gott af því, sem hefur verið kallað H-vítamín – hrós. Það er trúverðug lífsleikni að næra aðra með orðum þegar vert er og ástæða til. Æfðu þig og temdu þér að strjúka með orðum.
22. mars 2011
Á
Vatn er dýrmæti. Lífið skírist í vatni. Vatn verður ekki aðeins metið til peninga – ekki frekar en lífið sjálft. Jafnvel í köldu Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi.
08. mars 2011
Kyssuber
Ber eða ekki ber, súr eða sæt? Ég heyrði samtal fimm ára ungsveina. Heimadrengur spurði: “Viltu kyssuber?” En svo bætti hann við þessum mikilvæga bakþanka: “Passaðu þig, ef maður borðar kyssuber verður maður ástfanginn.”
22. febrúar 2011
Undur lífsins
Hvað er besta ráðið gegn öldrun? Það er að umgangast börn. Vísast er öflugasta meðalið til lífsgæða að eignast líka börn seint og á efri árum! Öldrun er ekki aðeins það að missa heilsuna. Fyrir slíku geta allir orðið á öllum aldursskeiðum.
08. febrúar 2011
Mark
Skot – og mark. Óp hljóma úr húsum og svo skömmu síðar kveða við harmavein. Þetta er tími hinna stóru drauma en líka vonbrigða. Mörkin raðast inn, en sum skotin eru framhjá. Sigrar eru sætir en töp svíða. Hverjir eru plúsarnir og hverjir mínusarnir?
25. janúar 2011
Skálholtsjárnið
Járnsaga kirkjunnar er sem lykilsaga fyrir þjóð á krossgötum. Nú er komið að framtíðargerð Íslands. Getum við notað ryðgað grindarefni, sem nóg er af og margir vilja selja ódýrt? Hrunið opinberaði, að þegar ekki er vandað til verka verða afleiðingar hörmulegar.
11. janúar 2011
Gordjöss
Meikað og glamúr. Ég fór að hlusta og greina. Textinn eru orð þess sem bara er upptekinn af sjálfum sér, boðskapur sem rímar við sjálfhyggju, sem leiddi til hruns enda er textinn fluttur af „ljóta kallinum“ í fönkóperu Diskóeyjunnar.
28. desember 2010
Þú ert í hættu!
Þegar reynt er að plata okkur til að sóa eða hafa af öðrum eru jólasveinar á ferð. Þeir vilja eyðleggja vinnu okkar og öryggi. Þeir ógna og valda kvíða. Íslenskur efnahagur hrundi vegna jólasveina. Fjöldi fólks hefur liðið vegna spellvirkja af jólasveinataginu.
14. desember 2010
Snú, snú
Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði.
30. nóvember 2010
Skilja strax?
“Ég vil skilja ríki og kirkju – strax.” Setningin var á bloggsíðu og sést og hljómar víða. Of margir telja að hægt sé að efna til skyndiskilnaðar ríkis og kirkju og nánast eftir næstu helgi. Ef gæðaskilnaðir einstaklinga eru vandaverk eru slit ríkis og kirkju sem næst “hið ómögulega” svo vitnað sé í Ögmund Jónasson, “trúmálaráðherra.”
16. nóvember 2010
Skera tærnar af?
Óttumst ekki margbreytileikann, heldur fögnum honum og eflum traustið. Leyfum stjúpunum, Öskubuskunum, öllum systrum og bræðrum stórfjölskyldunnar að fara á ballið í sínum fötum, dansa með sínum hætti og án þess að eiga á hættu að missa tær, hæla, svo ekki sé nú talað um fætur.
02. nóvember 2010
101 Öxará
Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrarnesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með fimm ára drengjum okkar. Við reynum að miðla þeim visku og vitum að á þessum árstíma eru Þingvellir aðalstaðurinn til upplifana.
06. október 2010
Takk
Kirkja má aldrei vera vettvangur þöggunar, kúgunar né neins konar bælingar. Þökk sé þeim, sem kalla okkur til ábyrgðar. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ sagði Jesús. Nú hefur hópur þolenda miðlað þjóðkirkjunni dýrkeyptri visku. Takk þið hugrökku konur. Ykkur til heiðurs legg ég til að stofnuð verði hetjuverðlaun þjóðkirkjunnar, sem veitt verða kyndilberum sannleikans.
07. september 2010
Endir eða upphaf?
Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál.
19. júní 2010
Vatn
Hvað var í kringum þig, var þitt nærsamhengi, þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi.
22. mars 2010
Jesúbíó og kvikmyndasýningar í kirkju
Eiga kirkja og bíó eitthvað sameiginlegt annað en hreyfanleikann? Já, tengingarnar eru margvíslegar og ekki bara að kvikmyndir hafa í marga áratugi verið sýndar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Margar myndir hafa verið gerðar um ævi og störf Jesú. Enn fleiri kvikmyndir eru síðan til um Jesútýpur, svonefnda kristsgervinga.
02. febrúar 2010
Að breyta tímanum
Hvenær viltu fara á eftirlaun? Hvað um þrítugt? Kannski reglulega? Til hvers?
31. desember 2009
Glaðvakandi
Hvernig lýst ykkur á að allir ellefu ára krakkar veri í kirkjunni í heilan sólarhring? Glaðvakandi en sofandi líka! Þau verða eins og tákn fyrir nýtt kirkjuár – gleðilegt og kraftmikið.
28. nóvember 2009
Kirkjubylting í Noregi
Hvernig verður aukinni trúarfjölbreytni samfélags best mætt? Hver eru ábyrg viðbrögð kirkju gagnvart því að skólum er ekki lengur ætlað að sjá um skírnarfræðslu, heldur aðeins fræða almennt um trúarbrögð og lífsskoðanir?
04. nóvember 2009
Fallegast og dýrmætast
Í Niðarósdómkirkju voru skírð fimm börn og stór hópur fjögurra ára krakka fékk afhenta bók að gjöf. Presturinn spurði um það dýrmætasta í þessu mikla og skreytta Guðshúsi.
21. október 2009
Stjórnarskráin kemur á óvart
Hvað segir stjórnarskráin um samband ríkis og kirkju? Mér var falið að íhuga stjórnarskrána í örfyrirlestri á morgunþingi þjóðmálanefndar. Ég fór því að lesa mér til og varð fyrir aha-reynslu.
09. júlí 2009
Viðmælandi dauðans og vinamót
Þegar við tölum við Guð hefur engan tilgang að eiga orðastað við Guð með talsmáta “viðmælanda dauðans.” Að biðja er að opna lífið gagnvart lífgjafanum sjálfum, sem kemst ekki að ef við iðkum eitthvað annað en opin tjáskipti.
15. maí 2009
Heimsljós
Hvað segir maður þegar maður gerir krossmerki framan á sig? Spurningunni var beint til barnahóps í kirkjunni. Ég átti von á, að hið hefðbundna kæmi: “Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda.” Einn drengurinn rétti snarlega upp hendi og vildi fá að svara og sagði fullviss og ákveðinn: Maður segir: “Ég er ljós heimsins!”
19. desember 2008
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna
Vegna predikunarvinnu eitt árið, þegar sunnudag bar upp á 4. júlí, fór ég að lesa frelsisskrána amerísku. Sjálfum finnst mér með ólíkindum, að mér hafi tekist að læra hér heima, vera og nema í Bandaríkjunum og hafa ekki fyrr lesið þetta gagnmerka plagg.
04. júlí 2008
Brauðið sem vér brjótum
Við getum sem best endurlifað síðustu máltíð Jesú með því að nota sams konar brauð og hann og notið þar með allrar táknhefðar Biblíunnar. Bakstur ósýrðs brauðs er einfaldur og öllum fær. Brauðið er fljótbakað og bragðgott.
18. mars 2008
Kennimaðurinn Sigurbjörn Einarsson
Tvö meginstef eru í ræðum Sigurbjarnar: Guð og maður. Manninum lýsir hann gjarnan sem flóttamanni frá eigin skynsemi, samvisku, köllun og þar með Guði. Sigurbjörn dregur þessa flóttamenn saman í samnefnaranum sem ert þú og ég.
19. nóvember 2006
Vesturbæingar gefa brunna!
Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með söfnuðum þjóðkirkjunnar að landssöfnun á hverju ári. Fermingarbörnin fá tækifæri til að leggja fátækum lið. Þau gengu í hús mánudaginn 6. nóvember síðastliðinn.Þrjár ungar stúlkur komu í gættina, kynntu sig og sögðust vera safna fé til hjálparstarfs. “Við viljum gefa brunna í Mósambík.”
14. nóvember 2006
Matthías Jochumsson
Tími Matta er kominn! Þórunn E. Valdimarsdóttir hefur skrifað stórbók um Matthías Jochumsson. Hann var risi í menningarlífi Íslendinga, skemmtilega frakkur guðfræðingur og eitt besta sálmaskáld þjóðarinnar bæði fyrr og síðar.
11. nóvember 2006
Jesús frá Montreal
Meistarinn frá Nasaret í passíukvikmyndinni Jesus de Montreal er knippi af klisjum úr ýmsum áttum, úr hippahefðinni, Jesúvinsamlegum pólitískum byltingarhefðum sem og frómleikahefðum. Kvikmyndin sjálf minnir á Jóhannesarguðspjall! Ekki kannski hvað varðar flæði eða skilgreiningar, heldur hvað varðar stíl.
28. apríl 2006
Heimafengin hamingja
Flestir Íslendingar eiga eitthvert skyldmenni, sem gengur að altarinu og fermist á þessu vori. Hvað skyldi þetta unga fólk þrá mest? Hluti, umbúðir eða eitthvað annað? Eitt af verkefnum fermingarbarna í Neskirkju var að vitja innri manns og skrifa niður langanir og máttu skrifa niður allt að fimm atriði. Sitthvað kúnstugt kom fram.
24. mars 2006
Kirkjuviðmið og hjónavígslur samkynhneigðra
Ef elskan er meginstef Biblíunnar, mannkærleikur aðaltriði og mannhelgi ofurgildi er ekkert skrítið, að margir guðfræðingar og kirkjumenn hugsi stíft, hratt og líka langar hugsanir og séu jafnvel farnir að æfa ný kórstykki. Hér á eftir er íhugun frá málþingi RIKK 17. febrúar 2006.
20. febrúar 2006
Kaþarsis - hreinsun
Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont! Börn eru boðberar elsku og friðar, já hins góða lífs. Þau kalla á, að óreiðunni sé haldið í burtu. Þau eru í sakleysi sínu brýning öllu heimilisfólkinu að hindra að slæmt áreiti ráðist inn á heimilið.
31. október 2005
Vetrarkostur
Hvað tekur þú með þér inn í vetur lífsins? Hvað ætlar þú að taka með þér inn í haustið, veturinn, kuldann og myrkrið? Elskulegt sumar að baki, með hitabreiskju dag eftir dag, skyrtuveður í margar vikur. Þegar sólin spratt fram yljaði hún langt inn fyrir skinn og fór hita um vöðva og sinar. Allt verður dimmt, ljósið fer, allt blautt, kalt og hitinn hverfur. Haustið sækir að og inn í okkur. Veturinn er í leyni og vill umlykja okkur. Hvað tekur þú með þér inn í þann veruleika?
02. september 2004
Málmur, fólk og Andinn
Listakonan Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert marga stórkostlega skúlptúra. Einn er í Kópavogskirkju, tveir í miðbænum, einn við Sandgerði, annar við Bjarnastaðavör, en sá besti er við Kristskirkju.
09. júní 2004
Amen og bænirnar hennar mömmu
Mamma kenndi mér amen. Hún kenndi mér líka að biðja Faðir vor og bænavers kvölds og morgna. Svo kenndi hún mér að leggja fram lífsefnin, stór og smá, fram fyrir hinn vel hlustandi Guð á himnum.
18. maí 2004
Brauð og bikar lífsins
Íbygginn unglingsstrákur krítaði gamla götusteinana fyrir framan dómkirkjuna í Sansepolcro í austurhluta Toscana. Nærri voru pappakassar. Í einum voru um 15 lítrar af gulum krónublöðum einhverrar fífiltegundar, sem var íslenskum flórukarli framandi. Í öðrum voru blóm af smágerðri baldursbrá og í þeim þriðja blá blóm. Hvað var strákurinn að gera? Krónublaðaókjörin heilluðu, þvílíkt magn og vinnuvilji!
01. júlí 2003
Lífslind
Vatni ausa - regn af himni. Þú, sem ert höfundur vatnsins, höfundur lífsins, - þú hefur mótað jarðarkringluna fagurlega og rennilega, dregið vatnshringinn á fingur hennar, vatnsklæðin um alla líkama hennar, íklætt hana í veisluklæði sem blakta í golunni, bylgjast um hvelfinguna - rísa og hníga.
05. júní 2003
Hvað viltu gera eftir fermingu?
Hvað viltu gera eftir fermingu? Ha, hvað meinarðu? Jú, hvað er það í kirkjustarfinu, sem þú vilt taka þátt í, eftir fermingu? Viltu verða starfsmaður í barnastarfi? Ertu til í að vera í hjálparstarfshóp kirkjunnar?
31. mars 2003
Kyrrðarstundir
Sumardagur árið 1974 í svissnesku Ölpunum austan Lausanne. Amerískur hippaprestur laðaði til sín ungt fólk af meginlandi Evrópu og frá Ameríku. Þegar hann kom til að ræða við hópinn kom í ljós að dagurinn var árlegur bænadagur. Spámaðurinn sagði því lítið. Allir voru sendir í skóg eða hlíð, sem var alveg eins og í Heiðubókinni og teiknimyndunum.
12. nóvember 2002
Sjálfboðaliðar
Mér er minnistæð umræða í flugvél vestur í Bandaríkjum fyrir nokkrum árum. Nokkur glæsileg ungmenni komu sér fyrir við ferðarupphaf. Þau voru sólbrennd og áberandi vel á sig komin. Þarna virtist kominn íþróttaflokkur á heimleið. Einn úr hópnum settist við hlið mér, var óragur og spurði snaggaralega hvaðan ég væri og hverra erinda.
12. september 2002
Ellefti september og Islam
„Það eru múslimarnir sem eru ógnun framtíðarinnar, en ekki kommúnisminn,“ sagði félagi minn. „Rússland mun ekki skelfa neinn, Sovétríkin eru að baki og kalda stríðið er að þiðna.“ Bláeygur Íslendingur sat með ungum Eista á heldur nöturlegu kaffihúsi í Tallinn. Árið var 1990 og þá voru Sovétríkin enn til.
10. september 2002
Jólasveinar meðal okkar
Jólasveinarnir eru á leiðinni og svo koma jólin. Sveinarnir eru af ýmsum sauðahúsum. Kannski spegla þeir menningargerðir? Til eru skandinavískir nissar, sem eru gjarnan stríðnispúkar. Ameríska kláusa sjáum við í draumamyndum Disney. Síðan eru til íslensku leppalúðarnir, sem kannski eru áhugaverðastir þegar grannt er skoðað. Jólasveinaímyndir fyrri tíðar skemmta, en þær eru líka gluggi að veruleikatúlkun og trúarlífi, sem ástæða er til staldra við.
06. desember 2001
Predikanir eftir höfund
Þú ert frábær
Þegar áföllin dynja yfir, reiðhjólaslys, óðir menn keyra í morðæði inn í hópa saklauss fólks eða stinga hnífum sínum í grandalausa vegfarendur er Guð ekki áhorfandi. Guð er þar. Guð kom, kemur og mun koma. Guð birtist í setningu á Grandavegi: Þú ert frábær.
20. ágúst 2017
Er í lagi að drepa barn?
Við getum öll orðið Abraham - með hníf á lofti - og jafnvel beitt honum og stungið. En þegar menn stinga grætur Guð. Guð biður alltaf um að lífi sér þyrmt.
03. apríl 2017
Eyland og lífland
Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða.
19. mars 2017
Hjálp!
Elísa á Jakobsvegi með krabbamein í brjósti. Við örkum æviveginn með hnút í maga og spurn í hug. Frumópið sprettur fram sem endurómar í helgidómum aldanna.
12. mars 2017
Pabbar eru líka fólk
Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Jesúafstaðan.
08. janúar 2017
Undur lífsins
Kona sem á íbúð í miðbænum í Reykjavík - í nágrenni Hallgrímskirkju - tilkynnti á facebook að hún myndi ekki nota íbúðina sína yfir jólin. Ef einhvern vantaði húsaskjól vildi hún lána íbúðina. Ekki fyrir gjald – heldur ókeypis þeim sem þyrftu. Eina skilyrðið var að nágrannar yrðu ekki fyrir ónæði. Hvílík gjafmildi, traust og elskusemi. Hvert er erindi Guðs við þig á jólum?
25. desember 2016
Orðasóðar og frelsið
Guðlast er það að virða ekki hinn elskandi, leysandi og styðjandi Guð. Að Guð elskunnar sé ekki elskaður.
02. október 2016
Freki kallinn
Frekjan er í pólitík, á vinnustöðum, á heimilum - í okkur sjálfum. En er mýkt möguleg í hörðu samfélagi samkeppninnar? Já, vegna þess að auðmýkt er ekki geðleysi heldur viska.
18. september 2016
Hvernig er Guð?
Hvaða erindi eiga þessir ungu menn, Belgar, við Guðna forseta og presta þjóðarinnar? Eigum við bara að taka úr sambandi öll nútímaviðmið í siðferði og trú? Já, hver er Guð?
04. september 2016
Hjálp – hjálpaðu mér!
Hvað bregst fólk við þegar það lendir í lífsháska, t.d. fellur í ískaldan sjó og enginn bátur eða bjarghringur nærri? Ég hef hlustað á fólk lýsa viðbrögðum sínum. Og svo er líka æpt upp í himininn um hjálp.
30. ágúst 2016
Boris Johnson, fólin og við hin
Lygin er alls staðar, eitthvað hálf, læðist í skugganum. Boris Johnson er vændur um lygi, báðir forsetaframbjóðendurnir í Banaríkjunum. Gosi leitar inn í okkur og vill stjórna. Er það til góðs og vænlegt?
17. júlí 2016
Ísland vann EURO 2016
Aldrei hefur Íslendingum þótt eins gaman að vera í Evrópu. Af hverju? Ekki vegna töfra í tánum. Fótboltinn er ekki boltaböl heldur gegnir trúarlegum hlutverkum sem vert er að íhuga. Mál hjartans er mikilvægast.
11. júlí 2016
Áfram Ísland
Þegar fólk þorir getur allt gerst. Magnea er kölluð til að þora að lifa, foreldrarnir einnig, afarnir og ömmurnar. Við sem einstaklingar og þjóð erum kölluð til að láta ekki ósigra og vonbrigði fortíðar og nútíðar hefta okkur heldur láta vaða.
27. júní 2016
Guð blessi Ísland
Boðskapur og fyrir rappið á Austurvelli.
11. apríl 2016
Kristur er upprisinn
Páskarnir eru ekki aðeins dagur með boðskap heldur lífshvati að við stoppum aldrei á löngum föstudegi heldur höldum áfram, berjust gegn því sem hindrar fólk til hamingjulífs.
27. mars 2016
Ó, Guð vors lands - hvar?
Á árinu 2016 munum við ekki aðeins vinna, borða, elska, kjósa og elta fótbolta í Frans. Við munum búa við hernað, hermdarverk, flóttafólk og líka fólk með óþol gagnvart trú. Við munum sem einstalingar og hópar taka skref og jafnvel ákvarðanir um mörk trúar, hvar trúin má vera og hvernig hún eigi eða geti blandast samfélagsvefnum.
31. desember 2015
Ég elska þig
Guð er elskhugi, elskar ákaft og tjáir þér alltaf - á öllum stundum lífsins, á álagstundum, á hátíðum, með börnum, í fangi ástvina - alls staðar: „Ég elska þig.“
24. desember 2015
Sálarskúringar
Aðventan er hreinsunartími. Við reynum að ná blettunum. Ekkert þrifafyrirtæki tekur að sér að þrífa sál þína, engir sálfræðingar, ekki AA hreyfingin, ekki A. Smith og ekki kirkjan.
13. desember 2015
Aldrei aftur París
Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi.
16. nóvember 2015
Liverpool, Klopp og lífsviskan
Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? En af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni?
18. október 2015
Hvað á ég að gera?
Hvað á ég að gera? spurði maðurinn og svarið er: Þú átt ekki að gera – heldur vera.
05. október 2015
Líf eftir dauða?
Hann er ekki draumur hins fátæka, ekki dyravörður mustera munúðarinnar og ekki netþjónn sálarvers handanverunnar. Hvað þá?
20. september 2015
Sjálfusótt
…varðar sjálfusótt einstaklinga og ég-menninguna. Sjálfusóttin getur verið jafn skefjalaus og fíkn og hefur líka skelfilegar afleiðingar í fjölskyldum þeirra sem eru kengbogin inn í sjálf sig. Engin bót verður nema fólk breytist, fái nýtt líf.
24. ágúst 2015
Framtíðin í núinu
Guð kallar fólk úr framtíð. Þorum við eða viljum við bara bakka? Hver var afstaða Jesú Krists?
13. júlí 2015
Mannaborg - Guðsborg
Ég held ekki að Jesús hafi verið fúll og skeytt skapi sínu á vini sínum. Orðin voru ígrunduð, afstaða, sem varðar ekki einn karl í fornöld heldur okkur sem erum á ferð í þesari kirkju öldum síðar, alla.
06. júlí 2015
Dans, bræður í vanda og hrútar
Systur, bræður, systkin, foreldrar, fjölskyldur í Palestínu, Bárðardal, Drammen og Þingholtunum geta klúðrað lífi sínu. En þá er komið að undri hins guðlega.
22. júní 2015
Trúir þú á Guð?
Hvað gerir þú við andartökin sem þú átt eftir af lífinu? Ég trúi á Guð sem umfaðmar okkur menn á lífsgöngu, gefur okkur andartök og er inntak lífs í lofti og loftleysi.
15. júní 2015
Tuttugasta og þyrsta öldin
Biblían er rennandi blaut.
07. júní 2015
Ljóð Guðs og Liljuljóð
Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið. Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himinnn. Við erum elskuð og megum elska, vera aðilar að aðal-ástarsögu heimsins.
03. maí 2015
Ég er Guð
Karl sagði við konu sína: “Mikið væri gaman að fara til Sínaí og hrópa boðorðin af fjallstindinum.” Konan horfði íbyggin á hann og svaraði: „Ég held að það sé nú betra að vera heima og halda boðorðin!” Og hvað merkja þessi boðorð?
08. mars 2015
Ég trúi ekki heldur á þann Guð
Stephen Fry trúir ekki á valdagírugan Guð. Ég ekki heldur. Jesús var ekki í neinu sambandi við slíkan Guð. Hann er ekki til, var ekki til og verður aldrei til – nema í hugum þeirra sem sækja í vald og hafa eigingjarna þörf fyrir slíkan valdsguð.
23. febrúar 2015
Út fyrir endimörk alheimsins?
Skoða má alla ofuhetjuhefð í menningu Vesturlanda sem áhrifasögu Jesú. Margt af einkennum og djúpþáttum ofurhetjuhefðarinnar og ofurhetjanna má rekja til Jesúsögunnar. En mér virðist ekki vera hægt að skýra Jesú út frá ofurhetjum heldur aðeins öfugt.
25. janúar 2015
Klikk, kikk og áramótaheit
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
03. janúar 2015
Leita Guðs en sjá menn
Fyrir augliti Guðs sér maður menn! Ég gekk fyrir altarið áðan og þá breyttist útsýnin. Við altarið leita augun ekki lengur upp í himininn, til skýja eða himinljósa. Augun leita þvert á móti fremur niður!
13. desember 2014
Guðlastarinn Jesús Kristur?
Kannski er þá aðeins eitt aðalgildi eftir, réttur einstaklingins. Þegar einstaklingshyggjan ríkir rýrnar samfélagsvíddin. Tjáningarfrelsið verður þá sem næst heilagur réttur, sem ekkert má takmarka.
27. október 2014
Vistspor
Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað - og líka varðandi umhverfismál og notkun gæðanna sem Guð gefur okkur í þessum heimi.
28. september 2014
Lofsöngvar Lilju
Lilja samdi „Stjörnur og sól“ og „Ég kveiki einu kerti á.“ Engin kona á fleiri sálma í sálmabókum þjóðkirkjunnar. Í Liljuguðsþjónustu á Grund voru undur himins og Liljuljóðin íhuguð.
08. september 2014
Forstjórar og framkvæmdastjórar athugi
Fylgist vel með hinum undirförlu. Verið það sem þau eru ekki, gerið ekki það sem þau gera! Örsagan er svo tvíræð að fólk vissi ekki hvort það eigi að hlægja eða ekki.
19. ágúst 2014
Menn lyginnar
Falsspámenn eru menn lyginnar. Orðið var hjá Guði, en lygin var ekki hjá Guði.
10. ágúst 2014
Tekex og ansjósur
Hvað gerir þér gott? Fjölbreytilegt fæði og í hæfilegum skömmtum - jafnvel líka tekex og ansjósa úr dós. Líka tengsl við fólk, tilfinninganæring, líkamleg hreyfing - að einhver sjái þig, brosi við þér og tjái þér að þú sért mikils virði.
03. ágúst 2014
Í ofsa og ógn
Guð er líka á grensunni, neðst og meðal fanganna.
02. júní 2014
Uppstigning
Það er mikilvægt að snúa ekki bara aftur í lífinu, heldur njóta þess sem gerist í umhverfi okkar, upplifa hin sem eru á leiðinni og eru samfylgdarfólk, vera næm og glöð gagnvart litum og viðburðum daganna. Og við megum gjarnan opna gagnvart framtíð og möguleikum hennar. Hersu gömul sem við verðum eigum við alltaf framtíð. Trúin gefur þá sýn og vídd.
29. maí 2014
Höfuð, fætur, hendur, hjarta - líka magi
Sagan minnir okkur á að menn geta tapað lífi ef aðstæður eru rangt metnar. Hvað verður okkur til góðs? Hvers þörfnumst við með til að lifa vel?
03. apríl 2014
Hönnuð saga
Þar er efinn og þar er trúin. Þú mátt hafa allar heimsins skoðanir á hvort sagan er trúleg eða ekki, hvort hún er leiðinleg eða skemmtileg en skilaboðin eru skýr.
09. febrúar 2014
Lygi eða sannleikur?
Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga. En er helgisagan lygi eða sannleikur?
05. janúar 2014
Hamingjan er heimilisiðnaður
Hamingja er ekki slys eða tilviljun heldur afrakstur ákvörðunar og stefnu. Hamingjan er ákveðin og raunar ávöxtur ákvörðunar. Hamingjan er meðvitaður heimilisiðnaður.
01. janúar 2014
Altari himinsins
Máttarvöld vilja njóta fjármuna okkar og tilbeiðslu. Hverju þeirra lýtur þú? Hver er dýpsta von þín? Hvert er altari þitt og hvaða valdi lýtur þú?
29. desember 2013
Ástarsagan
Hvernig líf þráir þú? Hvaða gjafir viltu, hvers konar lífspakka? Hluti eða upplifun? Getur verið að þú þráir ást og að lifa eigin sögu sem ástarsögu?
25. desember 2013
Guð hvað?
Höfum við skapað Guð í eigin mynd, smættað Guð í þágu eigin draumsýnar um okkur sjálf? Og er Guð eða guðleysi þitt sú mynd sem þú hefur af þér? Varpar þú upp á himininn eigin vonum og þrám og búið til þína eigin guðsmynd og eigin átrúnað?
01. desember 2013
Móðir, faðir, vinur - Guð
Hver er mynd þín af pabba og mömmu? Ef þú átt bága reynslu af öðru hvoru þeirra muntu draga hana með þér inn í samskipti þín við Guð. Ef þú hefur átt trausta bernsku, traust í foreldrum áttu betri festu í þér fyrir samband við Guð.
17. nóvember 2013
Sálir og núið
Hver varð þér vitringur? Var eitthvert þeirra sem kenndi þér að spenna greipar og tala við Guð eins og vin? Var eitthvert þeirra sem varð þér hlýr faðmur, skjól og hálsakot sem þú áttir víst í flóknum heimi? Dagur látinna er dagur lífs.
04. nóvember 2013
Málmhaus
Kirkjubruninn varð mér til íhugunar um hlutverk kirkju á Íslandi. Hera tók út reiði sína á Guði með því að brenna kirkjuna sem pabbi og mamma hennar sungu í, bróðir hennar var jarðsunginn frá og þar sem myndin af Kristi horfði á hana.
20. október 2013
Er Guð að leika sér að veröldinni?
Við, menn, spyrjum um orsakir, en Jesús um ávöxt. Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka - Jesús opnar. Menn læsast - Jesús leysir.
06. október 2013
Mannsins vegna...
Frelsi eða helsi? Ef mikilvægustu lífsþættirnir eru í óreiðu berst vanlíðan til alls annars. Frumfæða mennskunnar – ástvinatengsl, hreyfing, vinnulíf og andans rækt - og líkamsfæðan er svo hin fæðuvíddin. Hana þarf að vanda jafnvel og frumfæðuna.
24. september 2013
Núllstilla og endurræsa
Getur verið að þú þurfir að endurræsa? Er komið að því að núllstilla eða endurstilla í lífi þínu til að þú getir vaxið? Til að þér líði vel og lifir í samræmi við skapað eðli þitt, djúpþrá og köllun þína?
10. september 2013
Ég á mér draum
„Það sem mig langar mest að fá að vera í framtíðinni er hamingjusöm manneskja – þar sem vinir, fjölskylda og ég sjálf hafa langt og sjúdómalaust líf. Ég vil líka vinna í górði vinnu og verða vel menntuð.”
27. ágúst 2013
Er hann góður maður?
Eru íslensku landsliðskonurnar og meistaraflokkssnilingar KR góðar manneskjur? Þroskuð og öflug? Kunna þau skil á réttu og röngu, stilla eigin þörfum í hóf og taka tillit til annarra, maka, ástvina og samfélags? Hvað með tengslin?
28. júlí 2013
Skálholtsjárnið
Er hljómundur kirkjunnar það sem skilgreinir Skálholt? Er kannski fræðslustarf Skálholtsskóla mikilvægast? Eða menningartúlkun fyrir ferðamenn það sem skilgreinir framtíð staðarins? Hvað er mikilvægast í Skálholti? Svarið er tengt þér.
22. júlí 2013
Stóra saga
Sumarleyfamyndum er smellt inn á facebook, Instagram, Flickr og aðra ljósmyndavefi. Svo eru ferðasögurnar. Þær sögur eru oft sjálfslýsingar og fara ekki á facebook. En svo er stóra sagan.
15. júlí 2013
Óskaganga á Helgafell
„Er þetta satt pabbi?“ Ef maður klúðrar einhverju rætast þá ekki óskirnar? Ef maður lítur óvart aftur eða gleymir að signa yfir leiðið er þá ferðin til einskis eða jafnvel ills?
02. júlí 2013
Rétt verðmerking
Hvar fiskum við? Við ruglum stundum, víxlum miðum, grípum hið ómerkilega og sjáum ekki dýrmætin. Kierkegaard er ekki einn um að minna okkur á víxlmerkingar.
03. júní 2013
Skot í mark
Í lífi og samfélagi gerum við stundum mistök, gerum tilraunir sem mistakast og skjótum jafnvel langt frá markinu. Hvað er til ráða: Elskið, elskið, elskið.
28. apríl 2013
Paradís
Lína langsokkur var móðurlaus og horfði oft upp í himininn og hugsaði um mömmu sína. Henni fannst hliðin sem að okkur snýr – öfuga hliðin á himninum – vera falleg og dró því þá ályktun að hin hliðin hlyti af vera enn betri fyrst rangan væri svona flott.
21. apríl 2013
EXIT
Grænu flóttamerkin eru stefnuvitar í neyðaraðstæðum. En hvað um þegar við eru í andlegri hættu? Eru til einhver græn leiðarmerki sem vísa veg?
07. apríl 2013
Konungur ljónanna
Heimur er ekki lokaður heldur galopinn. Páskasagan er engin þroskasaga heldur Guðssaga.
01. apríl 2013
Sigur?
Líftengsl föður og sonar er lykill píslarsögunnar og raunar páskanna og hins kristna dóms. Guðsnánd Jesú var honum eðlileg – lífið sjálft.
30. mars 2013
Lífið mætir dauðanum
Við erum ekki aðeins Íslendingar heldur líka Gyðingar, við erum öll Rómverjar, öll fjandmenn Guðs - en samt líka lærisveinar sem er boðið til lífs í heilagleika. Júdas býr í okkur öllum - en líka Jesús Kristur.
29. mars 2013
Hvað er falleg kirkja?
Hún smurði hann til að hann sléttaði allar hrukkur heimsins. Hvað er fagurt – ef ekki það?
26. mars 2013
Er María gína?
Hið mannlega var fjötrað og á konur voru lögð álög. Hentar Maríu að vera gína á tilbeiðslustalli? Boðunardagur Maríu sem hreinsunardagur líka!
17. mars 2013
Ég er - - - - - - -
Sjö sinnum sagði hann “ég er” og smellti svo við stórum hugtökum. Þar með urðu til öflug myndhvörf, ný guðfræði og ný veröld. En tengist þessi sjöa Jesú sjálfsskilningi fólks? Já.
10. mars 2013
Ofbeldi í borginni
Og sumir leggja það á sig sem erfitt er - opna ekki netið, tölvupóstinn eða facebook og halda sér frá netinu í heilan sólarhring! Vissulega er hægt að minnka mat og drykk. Við hefðum flest gott af!
10. febrúar 2013
Billjónir milljóna
Í ályktuninni segir: „Allt er samtengt, lífríki, lofthjúpur, vatn, tækni, veður, straumar, skorpuflekar og bálið í jarðarmiðju. Menn gegna ekki aðeins smáskyldum ... heldur alheimsskyldum.“ Hver á heiminn?
27. janúar 2013
Þú í kviku tímans
Nú máttu sleppa og núllstilla. Fortíð og nútíð eru gild en framtíðin líka. Hamingjan bíður eftir þér á næsta ári hver svo sem aldur þinn er! Guð opnar tímann.
31. desember 2012
Stóra upplifunin
Elli og æska, fotíð og framtíð. Það er stórkostlegt að sjá gamla manneskju, sem beðið hefur alla ævi, njóta loks uppfyllingar vona vegna byggðarlags, þjóðar, allra manna. Og bænasvarið birtist í litlu barni, ómálga óvita.
30. desember 2012
Gætirðu sleppt jólunum?
Hvað um vafaatriði jólasögunnar? Er kannski jafnvel kominn tími til að leggja jólin niður?
25. desember 2012
Hvenær til okkar?
Guð kom sem barn, varnarlaus vera í heimi róttæks frelsis – til góðs en líka ills. Guð er vera hinna mjúku og persónulegu tengsla en ekki hörku og hlýðni. Guð er ekki utan við heldur innan við, ekki fjarri heldur ofurnærri.
24. desember 2012
Koss á aðventu
Jesúmyndinni hefur verið brenglað. Máttur Jesú hefur verið talaður niður um aldir. Milljónir hafa ekki upplifað lífgefandi sprengikraft Jesú Krists.
02. desember 2012
Ég ætlaði ekki...
„Þetta er spurning um skipulag,“ voru prédikunarviðbrögð þrautreynds forstjóra í messulok. Trúin er ekki utan við lífið heldur varðar allt líf manna, líka skugga, illsku og afbrot. Jesúsagan er um tvo hópa meyja - sem brugðust ólíkt við - en líka um okkur. Hvernig er skipulagið?
18. nóvember 2012
Vatnssósa ást
Framan við kórinn var búið að saga stóran hring í gólfið og koma þar fyrir stórri laug með rennandi vatni. Það var hægt að fara í stóran pott - í kirkju.
11. nóvember 2012
Undrið í leigubílnum
Leigubílstjórinn sofnaði, bensínfóturinn seig og skyndilega var bíllinn kominn upp í 150. Íslenskir þingmenn, ökumaður og starfsmaður Alþingis í bráðri lífshættu. Hver og hvað bjargar á slíkri reisu? Eru englar meðal manna?
22. október 2012
Undrið í leigubílnum
Leigubílstjórinn sofnaði, bensínfóturinn seig og skyndilega var bíllinn kominn upp í 150. Íslenskir þingmenn, ökumaður og starfsmaður Alþingis í bráðri lífshættu. Hver og hvað bjargar á slíkri reisu? Eru englar meðal manna?
22. október 2012
Hvenær endar nóttin?
Hvenær endar nóttin og hvenær byrjar dagurinn? Það er þegar við viðurkennum dýrmæti annarra, að aðrir eru djásn Guðs, ómetanleg og undursamleg. Þá elskum við.
07. október 2012
Hvenær endar nóttin?
Hvenær endar nóttin og hvenær byrjar dagurinn? Það er þegar við viðurkennum dýrmæti annarra, að aðrir eru djásn Guðs, ómetanleg og undursamleg. Þá elskum við.
07. október 2012
Alnæm kvika
Ekkjuna má skoða sem ímynd Guðs, líkingu um Guð. Guð er hin alnæma kvika sársauka heimsins.
24. september 2012
Stasiland
Tíminn læknar engin sár, heldur aðeins viðeigandi andleg og líkamleg hjúkrun. Sárin verða ekki hreinsuð vel nema með mörgum samtölum og miklum heiðarleika. Börnin með eitruðu genin þurfa sátt.
10. september 2012
Sprengjusaga
Tólf tonna hitatankur í kjallara sprakk og húsið var sem rúst á eftir. Loftið yfir hitaklefanum splundraðist og hæðirnar fyrir ofan. Stór hluti þaksins hvarf út í nóttina. Steypuhlutar úr gólfum og veggjum flugu hátt í loft upp og grófust svo í jörðu þar sem þeir komu niður. En hvað um fólkið í húsinu? Hvaðan kemur hjálp?
08. júlí 2012
Sprengjusaga
Tólf tonna hitatankur í kjallara sprakk og húsið var sem rúst á eftir. Loftið yfir hitaklefanum splundraðist og hæðirnar fyrir ofan. Stór hluti þaksins hvarf út í nóttina. Steypuhlutar úr gólfum og veggjum flugu hátt í loft upp og grófust svo í jörðu þar sem þeir komu niður. En hvað um fólkið í húsinu? Hvaðan kemur hjálp?
08. júlí 2012
Hvernig er sjónin?
Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki.
01. júlí 2012
Hvernig er sjónin?
Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki.
01. júlí 2012
Sólarhátíð og heimsljósið
Döggin prédikar. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Messa Jóhannesar minnir á Jesú og jólin – en hvernig?
24. júní 2012
Sólarhátíð og heimsljósið
Döggin prédikar. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Messa Jóhannesar minnir á Jesú og jólin – en hvernig?
24. júní 2012
Ljóð landsins
Þjóð okkar var sem sveinninn og stamaði: Við vorum þjóð, við vorum menn, við áttum reisn, við vorum skáld. En ekkert gerðist, draumurinn um ljóðið lifði, um rismikla mennsku, skapandi sjálfstæði, kyngi orðs. Hér liggur skáld, hér liggur þjóð. Undrið varð.
17. júní 2012
Ljóð landsins
Þjóð okkar var sem sveinninn og stamaði: Við vorum þjóð, við vorum menn, við áttum reisn, við vorum skáld. En ekkert gerðist, draumurinn um ljóðið lifði, um rismikla mennsku, skapandi sjálfstæði, kyngi orðs. Hér liggur skáld, hér liggur þjóð. Undrið varð.
17. júní 2012
Jesús var ekki klisjukarl
Hann samdi glæsilegar sögur til að lækna sjón, bæta heyrn, hreinsa hjörtu og bæta virkni heilans í fólki. Staldraðu við og spyrðu þig í sætinu þínu. Hvað er þér mikilvægast – þessu sem ekki hægt að stela frá þér?
10. júní 2012
Jesús var ekki klisjukarl
Hann samdi glæsilegar sögur til að lækna sjón, bæta heyrn, hreinsa hjörtu og bæta virkni heilans í fólki. Staldraðu við og spyrðu þig í sætinu þínu. Hvað er þér mikilvægast – þessu sem ekki hægt að stela frá þér?
10. júní 2012
Afi Jesú
Vegna samfélagsáfalla, vegna náttúrumengunar og sára á líkama Krists er upp runnið nýtt skeið í veraldarsögunni, skeið Heilags Anda. Nú er þörf guðfræði og lækninga, sem tekur sárin alvarlega.
20. maí 2012
Hinum óþekkta Guði
Völvan unga varð að læra og horfast í augu við að heimurinn er harður, að hugsjónir, hrein trú og heilindi væru lúxus, sem aðeins glóparnir geta leyft sér. Ásættanlegt?
07. maí 2012
Trúa hverju og fylgja hverjum?
Kristin kirkja á að fylgja Jesú Kristi en ekki öfugt. Þegar stofnun, siður eða kenning hafa forgang er alltaf hætta á Jesús Kristur sé skilinn í ljósi þeirra en ekki öfugt.
22. apríl 2012
Spegill, spegill
Annar spegill, Biblían, sýnir allt aðra sögu, magnar upp það smæsta svo það verður stórt, úrkastið svo það verður úrval, hið vanburða svo það verður fullburða, hið skemmda svo það verði heilt, hið ljóta svo það verði fagurt og gott. Í spegli himinsins verður allt mikið og gott.
25. mars 2012
Spegill, spegill
Annar spegill, Biblían, sýnir allt aðra sögu, magnar upp það smæsta svo það verður stórt, úrkastið svo það verður úrval, hið vanburða svo það verður fullburða, hið skemmda svo það verði heilt, hið ljóta svo það verði fagurt og gott. Í spegli himinsins verður allt mikið og gott.
25. mars 2012
Bókstafstrú og Biblíubónus
Guð er markmið trúar en ekki Biblían. En Biblían er náðarmeðal, farvegur anda Guðs - meðal en ekki markmið.
12. febrúar 2012
Ummyndun til heilla
Ummyndun – það er eiginlega lykilsaga um þig og mig, kirkju, þjóðfélag og heim. Það er sagan um að Guð elskar og umbreytir - til heilla.
29. janúar 2012
Meira vín – meira fjör
Veislumál og víngerð – koma þau okkur við? Ólánsveislan í Kana er táknsaga um klúður. Skandall varðar okkur öll. Hvað gerir þú þegar áföll verða? Þú getur reynt að lifa af hryllinginn, sjúkdómana, harminn, hrunið. En er eitthvað meira, er einhver von? Meira vín – meira fjör?
15. janúar 2012
Meira vín – meira fjör
Veislumál og víngerð – koma þau okkur við? Ólánsveislan í Kana er táknsaga um klúður. Skandall varðar okkur öll. Hvað gerir þú þegar áföll verða? Þú getur reynt að lifa af hryllinginn, sjúkdómana, harminn, hrunið. En er eitthvað meira, er einhver von? Meira vín – meira fjör?
15. janúar 2012
Má bjóða þér hamingjutíma?
Guð þorir. Í djúpi kristninnar er boðskapur um að Guð tekur upp á hinu óvænta og leggur sig í hættu vegna lífsins. Kristin trú er ekki átrúnaður hins læsta heimskerfis. Guð er hefur áhuga á að skapa líf en ekki kerfi. Þú mátt lifa í þeim anda, hugsa hættulegar hugsanir og þora. Má bjóða þér hamingjutíma?
01. janúar 2012
Má bjóða þér hamingjutíma?
Guð þorir. Í djúpi kristninnar er boðskapur um að Guð tekur upp á hinu óvænta og leggur sig í hættu vegna lífsins. Kristin trú er ekki átrúnaður hins læsta heimskerfis. Guð er hefur áhuga á að skapa líf en ekki kerfi. Þú mátt lifa í þeim anda, hugsa hættulegar hugsanir og þora. Má bjóða þér hamingjutíma?
01. janúar 2012
Karlar sem hata konur og karlar sem elska
Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði.
26. desember 2011
Karlar sem hata konur og karlar sem elska
Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði.
26. desember 2011
Hver ert þú?
Jólasveinarnir koma í röðum þessa dagana. Þeir tjá svo sannarlega eftirtekarverðan boðskap. Svo er Jóhannes skírari til íhugunar á fjórða sunnudegi í aðventu. Hvað eiga jólasveinar, Jóhannes og við sameiginlegt? Spurninguna: Hver ert þú? Og við megum gjarnan reyna að svara.
18. desember 2011
Líf úr rosa
Hvað sleit þér mest í tengslum við ástvini þína, foreldra, börn, maka, vini? Hvað hafði dýpst og sterkust áhrif á tilfinningar þínar og líðan? Hver er krísan - hver er lausnin?
20. nóvember 2011
Salt og ljós fyrir lífið
Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar.
06. nóvember 2011
Salt og ljós fyrir lífið
Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar.
06. nóvember 2011
Að vera
Faðir minn hvernig ættum við að elska Guð? Með því að elska mennina. Og hvernig ættum við að elska mennina? Með því að reyna að vísa þeim áleiðis á réttri braut. Og hver er rétta brautin? Sú bratta.
23. október 2011
Að vera
Faðir minn hvernig ættum við að elska Guð? Með því að elska mennina. Og hvernig ættum við að elska mennina? Með því að reyna að vísa þeim áleiðis á réttri braut. Og hver er rétta brautin? Sú bratta.
23. október 2011
Trúir þú á kraftaverk?
Kraftaverkasögur eru opnunarsögur. Tilgangur þeirra er ekki þekkingarfræðilegur, heldur varðar hamingju manna og lausn fjötra. Kraftaverk varða kraft tilverunnar en ekki úrelta heimsmynd, Guðstengsl en ekki náttúrulögmál. Sagan af laugarbarminum er um nýtt upphaf og nýtt líf.
25. september 2011
Trúir þú á kraftaverk?
Kraftaverkasögur eru opnunarsögur. Tilgangur þeirra er ekki þekkingarfræðilegur, heldur varðar hamingju manna og lausn fjötra. Kraftaverk varða kraft tilverunnar en ekki úrelta heimsmynd, Guðstengsl en ekki náttúrulögmál. Sagan af laugarbarminum er um nýtt upphaf og nýtt líf.
25. september 2011
9/11 Kristnir og múslimar
Kristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur.
11. september 2011
9/11 Kristnir og múslimar
Kristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur.
11. september 2011
+fólk og -fólk
Marx, Nietsche og Freud kenna okkur tortryggni og Ricoeur endurheimt. Jesús kennir okkur að tortryggja vitleysur en að sjá veröldina með ástaraugum Guðs. Hvernig horfir þú á fólk – er það með mínus eða í plús?
06. september 2011
Vei þér, vei þér
Jesús leitaði ekki eftir að menn álitu hann ofuregó veraldar, stærsta strákinn, óháða snillinginn, heldur var sjálf hans helgað æðri og skilgreinandi veruleika, sem varðaði fjölskyldu, vini, þjóð og alla veröldina. Sjálf og líf hans varð farvegur, tilvísun og tákn um erindi Guðs.
28. ágúst 2011
Vei þér, vei þér
Jesús leitaði ekki eftir að menn álitu hann ofuregó veraldar, stærsta strákinn, óháða snillinginn, heldur var sjálf hans helgað æðri og skilgreinandi veruleika, sem varðaði fjölskyldu, vini, þjóð og alla veröldina. Sjálf og líf hans varð farvegur, tilvísun og tákn um erindi Guðs.
28. ágúst 2011
Sævar Ciesielski og grjótkastið
Erum við grjókastarar í hjarta eða verðir lífs? Í stað þess að henda steinum getum við skrifað í sandinn ný kerfi og lausn hinna þolandi. Jesús bjó til nýja sögu.
17. júlí 2011
Sigurbjörn 100
Þjóðkirkja Íslands er á ferð og glímir við breytingar. Sigurbjörn Einarsson 100 - nú eru alger skil orðin. Með fráfalli hans og fæðingarafmæli er tuttugustu öldinni endanlega lokið í kirkjulegum skilningi. En Jesús Kristur er á ferð og á erindi við Íslendinga.
03. júlí 2011
Sigurbjörn 100
Þjóðkirkja Íslands er á ferð og glímir við breytingar. Sigurbjörn Einarsson 100 - nú eru alger skil orðin. Með fráfalli hans og fæðingarafmæli er tuttugustu öldinni endanlega lokið í kirkjulegum skilningi. En Jesús Kristur er á ferð og á erindi við Íslendinga.
03. júlí 2011
Upp er niður
Leiðin upp í himininn er alltaf niður í gegnum mannheim. Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um lendur mennskunnar. Himinhopp trúarinnar verða engin nema með því að fara fetið meðal þurfandi manna.
22. maí 2011
Upp er niður
Leiðin upp í himininn er alltaf niður í gegnum mannheim. Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um lendur mennskunnar. Himinhopp trúarinnar verða engin nema með því að fara fetið meðal þurfandi manna.
22. maí 2011
Að elska og gæta
Að við fæðumst nakin eru engin tíðindi. Börn deyja ekki á Íslandi vegna klæðleysis. Föt eru líkamsklæði, en menning er andleg klæði okkar. Hvað um dætur Jesú, ást og aðgát, í menningunni?
08. maí 2011
Að elska og gæta
Að við fæðumst nakin eru engin tíðindi. Börn deyja ekki á Íslandi vegna klæðleysis. Föt eru líkamsklæði, en menning er andleg klæði okkar. Hvað um dætur Jesú, ást og aðgát, í menningunni?
08. maí 2011
Ekkert að sjá?
Horfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þröngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína? Birtingur heimsins.
24. apríl 2011
Ekkert að sjá?
Horfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þröngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína? Birtingur heimsins.
24. apríl 2011
Hvar varstu Adam?
Þegar lofsöngurinn hljómaði skaut hann: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn... Hann hafði aldrei fyrr með eigin hendi drepið mann, en nú skaut hann engil lofsöngsins, boðbera hinnar hreinu fegurðar. Hvað og hver er heilagur?
21. apríl 2011
Hvar varstu Adam?
Þegar lofsöngurinn hljómaði skaut hann: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn... Hann hafði aldrei fyrr með eigin hendi drepið mann, en nú skaut hann engil lofsöngsins, boðbera hinnar hreinu fegurðar. Hvað og hver er heilagur?
21. apríl 2011
Loksins?
"Mikli Guð hefur þú loksins sent okkur Messías?" Lítið barn fæddist í garði dauðans. Þremur dögum síðar hafði það ekki fengið neina mjólk úr móðurbrjóstum. Vonir öldungsins kulnuðu enn einu sinni. Líf þitt – líf allra - endar ekki með ódýrum hætti.
27. mars 2011
Klassík
Biblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita þekkingar um uppruna heimsins eða genamengi manna. En hún er leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók eða sniðmát um leyfilegar hugsanir og lágmarks siðferði. Biblían er um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían er alltaf á leið út úr skápnum og inn í lífið.
27. febrúar 2011
Amen
Ástin leitar hins heildstæða, bænin leitar hins altæka. Bæn varðar ekki aðeins uppfyllingu einhverrar kröfu eða óskar, heldur að opna lífið fyrir vori lífsins. Bæn er ekki aðeins það að biðja um lausn í einstökum málum og vandkvæðum, heldur að vilja, vona og tjá að lífið sé allt í hendi Guðs.
30. janúar 2011
Ha – hvað?
Tala þú. Þá vorar, faðirinn opnar gleðibankann, krúsin fer í hönd Sigurgeirs, sem situr í sínum bólstraða stól og blúsinn hverfur honum alveg í heiðaró hugans!
16. janúar 2011
Hvernig líf viltu?
Tímaskil skerpa. Stærsta sorg fólks á dánarbeði er jafnan að hafa ekki átt fleiri stundir með sínum nánustu eða ekki notað tímann til hins djúpsækna. Fæstir harma við brottför úr heimi, að hafa ekki náð að kaupa einhver tæki, fyrirtæki eða fermetra. Hvað þráir þú?
31. desember 2010
Gordjöss
“Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir verið töff. Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég.” Hvernig ríma ljóð Jóhannesar og ljóð Diskóeyjunnar – gordjöss og orðið sem var í upphafi?
25. desember 2010
Mannamyndir
Á jörðu er haldinn þjóðfundur til þjóðargagns. Á himnum er haldinn fjölmenningarlegur þjóðfundur eilífðar. Þar er hugað að gildum sem verða þér til lífs og góðs þessa heims og annars. Þaðan máttu draga lífsmátt og dug til hamingju. Og hún verður í tengslum við aðra, til gagns fyrir samfélag, þjóðfélag – og í tengslum við Guð.
07. nóvember 2010
Mannréttindi ráði
Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur sett fram tillögur - í ýtrasta ýkjubúningi - um að kreista kristni út úr skólum - skerða, þrengja og úthýsa í stað þess að opna, víkka og auka fjölbreytni. Óttumst ekki margbreytileikann heldur fögnum honum og nýtum til eflingar samfélagið. Trúin varðar lífið.
24. október 2010
101010 – Hvernig menn?
Hvað verður um börn, sem læra að henda grjóti og eggjum í Dómkirkjuna og Alþingishúsið? Tjáningarfrelsið er höfuðgildi. En rök eru mikilvægari en köst, samræður skila meiru en hróp. Skírnir og mennska til íhugunar á 101010.
10. október 2010
Ég öfunda þig svo...
Öfund er uppspretta óhamingju í lífi fólks. Öfundin æðir þegar hamingjan býr ekki í hjarta og huga fólks. Skortur verður alger bölvun þegar öfundin bætist við. Andstæða eða öfundarmeðal?
26. september 2010
Merkjavörur og strikamerki mennskunnar
Fólk merkir sig oft með fötum. Merkjavörur eru merkilegar en eiga ekki að skilgreina gildi okkar og eðli. Við erum Guðs börn en ekki merkjabörn. Jesús Kristur hafði margt að segja um strikamerki mennskunnar.
13. september 2010
Krísa í kirkjunni
Kirkjustofnunin er í krísu en ekki kristindómurinn. Eigum að afbyggja stofnunina? Hver er tilgangur kristninnar? Jú, að elska Guð og elska fólk. Allt sem hindrar, siðvenjur og kirkjukerfi, eiga að lúta þeim kvörðum. Við viljum að kirkjan sé alltaf öruggur staður fyrir uppvaxandi líf og kynslóð, staður sem veitir vaxtarmöguleika, frið, stuðning og ást.
29. ágúst 2010
Ræfildómur?
Annar opinberaði dramb - hinn baðst miskunnar og fór heim með lífsdóm. Annar var með bólgið egó en hinn útflatt. Annar var hrokagikkur, en hinn í rusli. Mynd af þér?
15. ágúst 2010
Djúpið
Er nokkur góður maður til í Bandaríkjum? Í texta dagsins er fjallað um djúpveiðför og mikla veiði. Svo er þjóðhátíðardagur mikillar þjóðar sem veiddi merkileg gildi og skráði plagg fyrir sig og heiminn. Veröldin er undursamlega gerð. Við erum kölluð til undralífs.
04. júlí 2010
Pí, börn og trú
Galdra- eða töfratrú? Trú á að Guð sé einhvers konar hinsta björgunarlið, þegar annað hefur brugðist. Guð, skapari, lausnari og andi heimsins sem hálmstrá! Hvaða trú er það?
13. september 2009
Gott eða illt
Nei, það er afstaðan að maður sjálfur eða eitthvert heimsefni sé nafli alls. Broddur ræðu Jesú rímar við fyrsta boðorðið: Hverju trúir þú? Heldurðu framhjá Guði t.d. með því að dýrka sjálfan þig -dýrka eitthvað annað en Guð?
30. ágúst 2009
Barn og steinn
Skírnarfontur úr steini er tákngripur, vísar út fyrir sig til annars og dýpri veruleika, minnir á steinþróna, sem Jesús var lagður í og líka að lífið spratt fram. Neskirkja fékk skírnarfont að gjöf og drengur gefenda var skírður. Margt er því til íhugunar.
16. ágúst 2009
Hvers vegna er hún vond?
Sársaukinn olli því að hún sóttist eftir ytri gæðum, gulli, fjármunum, valdi, hlýðni og öðru því sem kvalin manneskja lætur koma í staðinn fyrir hamingju og eðlilega gleði. Auðsókn er oft aðferð hins kvalda til að sefa sársauka hið innra.
14. júní 2009
Guðsgaflar og puttabænir
Fingurnir eru mismunandi og hægt að nota þá til aðstoðar í samtalinu við Guð. Eðlisþættir puttanna geta minnt á mikilvæga þætti, sem við megum gjarnan orða við himinvin okkar. Þeir geta orðið okkur hinir þörfustu guðsgaflar. Give me five!
17. maí 2009
Seðlabanki og lífið
Umhyggja, samfélagsábyrgð, samtryggingarafstaða hafa verið töluð niður. Á okkur hvílir nú sú afstaða að tala upp, hugsa upp, byggja upp siðvit og biðja upp von og gleði. Skilaboð “seðlabankans,” hagstefna himinsins og stefna kirkjunnar fara saman og varða hamingju og velferð.
10. maí 2009
Frá toppi til táar
Í fótþvottaskál Jesú speglaðist himininn og þau sem nutu fótþvottarins sáu hinn fullkomna mann speglast í vatninu. Sá sem þvær fætur getur hreinsað, bætt og skírt heiminn.
09. apríl 2009
Segðu satt
Jæja, ef það sem þú vildir segja mér er ekki satt, ekki gott og ekki heldur gagnlegt af hverju ættir þú þá að segja mér þessa sögu? Lygi eða sannleikur í 8. boðorðinu.
22. mars 2009
Boðorð 7 og Búkolla
Berðu virðingu fyrir öðrum. Leitastu við að efla fólk og styðja það. Ef við öll temjum okkur svona afstöðu og komum henni í framkvæmd yrði lífið skemmtilegra og traustið myndi setjast að í mannheimum.
08. mars 2009
Hvenær drepur maður mann? 5. orðið
Jesú spyr okkur hvort við hugsum vel og fallega um fólk, okkur sjálf og samfélag okkar. Spurningin varðar hvort drep sé að byrja innan í okkur, sálardrep.
22. febrúar 2009
Hégómi
Kannski Jesúsar þú þig aldrei en brýtur samt annað boðorðið meðvitundarlaust og forhert? Þegar menn smækka Guð til að passa skilgreiningum í eigin þágu eða uppáhaldsfordómum er nafn Guðs dregið í svaðið.
01. febrúar 2009
Mannasiðir - fyrsta orðið
Kannski er grjótið sem kastað er í saklausa lögreglumenn þessa dagana flísar úr lögmálshellum sem brotnuðu í dansinum kringum gullkálfinn. Nú þarf að sækja orð á guðsfjallið að nýju fyrir nýtt siðferði og nýjan sáttmála. Boðorðin eru ljómandi grundvöllur fyrir mannasiði og boðskort til réttláts þjóðfélags.
25. janúar 2009
Vel fyrir kallaður?
Guð kallar hið innra, í líkama okkar, heima og í vinnunni. Ef við bregðumst við eins og Samúel og Sakkeus skerpist heyrn á raddir lífs. Við erum vel fyrir kölluð þegar við gegnum kalli Guðs.
18. janúar 2009
Skuld, ráðleysi og firra?
Hvað gefa vitringar? Varla bull, ergelsi og pirru – eða skuld, ráðleysi og firru? Nei, gjafir þeirra eru til lífsbóta, fæðingargjafir og trúargáfur. Við getum notið þeirra við bætur eigin lífs og samfélags í krísu.
04. janúar 2009
Fella eða gefa séns?
Egóismi í bland við fjársókn er skelfileg blanda. Afleiðingin hefur orðið samfélag í álögum, í vef blekkingar. Lygi leiðir alltaf til hruns, blekkingin elur aðeins dauða og lygavefur veldur eyðingu. Á að fella eða gefa séns?
31. desember 2008
Þrjár ástarsögur og appelsínur
Hvað gerir mannlíf þess virði að lifa því? Önnur tengd spurning og meiri: Hvað gerir líf Guðs þess virði að lifa því? Í faðmlögum fjölskylduboðanna og augntillitum hinna ástföngnu eru vísbendingar um svör?
25. desember 2008
Já, hjá mér er nóg pláss
Jólasagan er grunnsaga, helgisaga, með ýmsum einkennum yfirnáttúrusögu. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Þær eru ekki á yfirborðinu - heldur dýptina. Þær eiga sér ábót, sem birtist þegar… Íhugun á jólanótt.
24. desember 2008
Best heppnaða útrásin
Mörg úthlaup Íslendinga hafa mistekist hrapalega, nokkur hafa lukkast, en best heppnaða útrás Íslendinga er íslenska kristniboðið.
10. nóvember 2008
Reiðin og Íslandshrun
Trúnaður rofnar, reiði magnast og traust minnkar. Ólánið er ótrúlegt, en mesti skaðinn er menningarlegur, varðar innrætið í samfélagi okkar. Hvað er til ráða?
26. október 2008
Núllstillt í kreppu og nýr tími
Kairos, upphaf, ný öld. Liðin vika er tími fæðingarhríða. Nýr tími er að koma í heiminn. Við þurfum að staldra við og hugsa um hamingjuna, siðvit okkar og um gleðina, um ástina.
12. október 2008
Háski, gáski og köllun manns
Málmstyttur, gipsfólk og fallnir vængir hvetja til íhugunar. Boðskapur dagsins er: Fáðu þér nýtt hjarta og nýjan anda. Myndverk og textar brýna okkur til lífs.
28. september 2008
Heimsendir í nánd?
Gull, silfur, dramb, hroki, príl og stólar eru byggingarefni heimsenda í lífi fólks. Þegar menn verða rangeygir varðandi lífsgæðin smeygir dauðinn sér inn. Biblían bendir á varnir og betri leið.
14. september 2008
Dauði eða kirkja lífs
Til hvers reglur? Regluverk er ranglátt ef fólk líður. Trúarlíf, kirkjulíf, guðsdýrkun eru á villigötum, ef náunginn gleymist. Fagrir helgisiðir eru til lítils, ef menn deyja við heimreiðar kirkna.
17. ágúst 2008
Sjokkerandi
Annars vegar græðgi - en hins vegar opin vitund. Annars vegar ótrúlegur afli til dauða - en hins vegar ótrúlegur afli til lífs. Tvær mokveiðisögur en hvað svo?
22. júní 2008
Borðið féll en boðið stendur
Þegar húsin springa og jörðin rifnar opnast gáttir sálarinnar og burðarvirki anda manneskjunnar kemur í ljós.
01. júní 2008
Jón Gnarr og ekkertsagan
Að refsa fyrir aðgerðaleysi! Jesús sagði sögu og Jón Gnarr notaði hugmyndina. Er glæpsamlegt að gera ekkert? Mun hið illa blómstra vegna skeytingarleysis okkar?
25. maí 2008
Óvanur að sjá heilagan anda?
Kannski er okkar tími hentugur fyrir vitundarvíkkun. Við þörfnumst strekkingar okkar eigin anda, trúarstrekkingar. Að sjá er eitt og túlka er annað.
12. maí 2008
Með þögninni eyðir þú öllum misskilningi
Bæn er ekki pöntunarþjónusta. Maður tekur ekki upp tólið og pantar, svona svipað og þegar maður pantar pizzu úr Eldsmiðjunni eða spólu á amazon. Verslunarvæðum ekki bænina. Bæn er ástartengill.
27. apríl 2008
Sjáum og verum séð
Ljósið að handan lýsti upp jörð, filmu og hans eigið líf. Hann var í ljósför sjálfur, en uppgötvaði svo að hann sjálfur var upplýstur og framkallaður. Hugleiðing í messu 12. apríl var um plúsana í trú og kirkju og fer hér á eftir.
13. apríl 2008
Þorðu að efast
Þolir trú nokkuð efa? Er það ekki markmið trúmannsins að útrýma efanum? Eða eigum við kannski að efast um slíkan efa?
30. mars 2008
Föstudagsfólk eða sunnudagsfólk
Stuð eða mínus er ekki aðalmál lífsins, föstudagsgeðslag eða sunnudagsstemming eru ekki forsendurnar heldur. Ertu í hópi föstudagsfólks eða sunnudagsfólks? Já, hvað skiptir máli?
23. mars 2008
Pálmi, Starri og mannlífið
Mörgum hættir til að gera Jesú Krist að framlengingu á eigin sjálfi og vilja skikka hann í embætti eigin sendiherra, túlka hann í samræmi við eigin gildi, hugsjónir og viðmið. Á föstunni er tími skoðunar sjálfsins. Pálmi og jafnvel starri eru ljómandi hvatar í sálarvinnu.
16. mars 2008
Heimsendir í nánd?
Gull, silfur, dramb, hroki, príl og stólar eru byggingarefni heimsenda í lífi fólks. Þegar menn verða rangeygir varðandi lífsgæðin smeygir dauðinn sér inn. Biblían bendir á varnir og betri leið.
16. mars 2008
Næðifæði takk – engan skyndibita
Skyndimennskan er til dauða. Sorgarvinnu og uppeldi verður ekki rubbað af, ástin verður ekki afgreidd með skyndikynnum, lífið er ekki stuttur brandari. Nei. Trúin er stór, sálin er djúp, elska Guðs er löng!
27. janúar 2008
Guð er bonus
Það er ekki bónus lífsins að hækka launin. Góð laun eru ekki bónus heldur réttlætismál. Bónus lífsins verður ekki keyptur í neinni búð. Kristinn maður veit að bónusinn er Guð – góður Guð.
20. janúar 2008
Bull, ergelsi og pirra?
Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga, sem er ætlað að efla lífsgæði fólks. Í þeim anda ættum við að lesa söguna um vitringana. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega.
06. janúar 2008
Eldsókn
Ása missti hönd en Signý nef. Helga fékk bæði eld og prins í sinni eldgöngu. Þjóðsaga um systur er fléttuð í “þjóðsöngsvisku” á fyrsta degi ársins 2008.
01. janúar 2008
Lífið er draumur
Jósef var tengdur sínum innri manni. Hann þorði að hlusta á drauma sína og breyta um skoðun. Í honum bjó geta til að axla ábyrgð. Að hlusta á drauma er okkur nauðsyn og veröldinni lífsnauðsyn.
24. desember 2007
Myndir á aðventu
Fyrst orð um hryllinginn og svo orð um hvað er til lausnar. Það eru engin billeg svör í alþjóðamálum og lífið er flókið og stundum sorglegt. Aðventa er vonartíð og þá er okkur sagt að þvert á vonsku vilji Guð hið góða.
09. desember 2007
Krísa á dómsdegi
Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar og dómsdagur er núna! Að vera í krísu hjá Kristi er, að mega fara “yfir um” - til lífsins.
25. nóvember 2007
Er Guð leikstjóri eða elskhugi?
Eru slys og áföll Guði að kenna? “... svo áttar maður sig á því að það getur ekki verið þannig,” sagði kvennaskólamærin. Eru kynslóðaskipti að verða á Íslandi í guðsafstöðu fólks?
14. október 2007
Áttu vini eða bara kunningja?
Því stundum verður mönnum á.
Styrka hönd þeir þurfa þá,
þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert.
Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur - getur gert – kraftaverk.
30. september 2007
Kvennahlutverk og Ayaan Hirsi Ali
Í anda Jesú Krists viljum við menntun og stöðuréttingu kvenna til jafns við karla. Í anda Jesús Krists mótmælum við limlestingum á konum hvar sem er í heiminum. Látum feðraveldið detta.
16. september 2007
Leiðarvísir um meðferð óvina
Er ástin bara fyrir “ástvini”? Eða er ástin fyrir fleiri, jafnvel óvini? Getur verið að elskustefna Fjallræðunnar sé leiðarvísir fyrir engla en ekki venjulegt fólk í tvíbentum heimi?
02. september 2007
Drauma vitjað
Hvað er á bak við drauminn um ríkidæmi, “ógeðslega flotta íbúð,” kaup á fótboltaliði og vonina um að verða vel launaðir lögfræðingar? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir. Í ljós kom að þeir eru stórkostlegir lífsdraumar.
19. ágúst 2007
Týndur - fundinn
Í nágrenni þínu er pirrað tölvuleikjafólk. ...þrautalendingin er að kippa tölvunni úr sambandi. Þá verða uppþotin... ...Er krakkinn orðinn vitlaus? Er hér kannski komin nútímaútgáfa af sögu Jesú? Týndi sonurinn í tölvuheimum, týnda dóttirin á nethögum?
24. júní 2007
Ég ætla að kaupa þessi augu!
Við ættum kannski að staldra við og íhuga skyldur okkar. Ef við kaupum ný rúmföt, nýjan bíl, ný húsgögn getur verið að við tökum þátt í að spilla lífsgæðum og heilsu fólks hinum megin á hettinum. Viljum við það? Nei, þess vegna ættum við að spyrja. Við viljum ekki rífa augun úr börnum?
10. júní 2007
Hefur þú fyllst Heilögum Anda?
Drengur spurði mömmu sína: “Mamma, hefur þú fyllst Heilögum Anda?” Hún svaraði: “Já, einu sinni, í kirkju í Frakklandi. Ég varð fyrir svo sterkri reynslu, að það hlýtur að hafa verið Andi Guðs.“ Hvað er að fyllast Heilögum Anda?
28. maí 2007
Kossar, bæn og lífsvessar
Bænalífið er ekki aðeins í kirkju eða fyrirbænum, heldur líka í skóreimum, vindi, eldhúsi og líka í bílaröðum á Miklubrautinni. Þar sem líf, fólk og veröld er, þar er Guð og samband.
13. maí 2007
Trúna strax
Er maðurinn ómótaður strípalingur, sem velur að vild af gildaborðum í kjörbúð lífsins? Hvað um trúarbrögðin, trúaruppeldi og Jesúveginn?
29. apríl 2007
Japani, Kanadamaður og Jesús Kristur
Var þetta svipur látins manns? Þegar búið var að klípa í manninn brutust gleðióp út og sorgarstjarfinn umpólaðist í hinn mesta fögnuð. Maðurinn hafði ekki risið upp úr gröf sinni, heldur úr sorg ættingja sinna. Prédikun í Neskirkju 15. apríl 2007.
15. apríl 2007
Úr grjótinu
Páskaboðskapurinn fjallar ekki um, að okkur verði bara hjálpað til að lifa eilíflega, hinum megin við gjá og grjót, heldur að okkur verði líka hjálpað til að lifa vel nú - í þessu lífi.
08. apríl 2007
Jesúborð og myndir
Skírdagur er mikill tákndagur. Í textum og atferli dagsins eru tákn. Í messulok verða altarisgripir fjarlægðir og fimm rósir lagðar á altarið til tákns um inntak píslargöngu og dauða Jesú. Kvöldmáltíðarmyndir aldanna eru gluggar til dýpta og túlkunar.
04. apríl 2007
Aftur, já, en líka fram
Hvað viljum við með kirkjulífi okkar? Ætlum við að vera bara í hefðinni, gera það alltaf hefur verið gert eða ætlum við að breyta svo róttækt að það verði bara framtíð. Getur verið að núið verði aðeins gott sem flétta fortíðar og framtíðar?
18. febrúar 2007
Trú eða óregla
Samræmist það trú að misnota skjólstæðinga í meðferð og að einstaklingar noti fé, sem á að fara til líknar, í eigin rekstur? Nei. Að flagga biblíuorðum og hafa hátt um trú tryggir ekki siðsemi, fjármálavit eða meðferðarvit. Trúin er tengslamál, sem setur mörk og eflir líf.
21. janúar 2007
Raddir til lífs
Við erum ekki elskuð af því við erum góð, heldur verðum við góð af því Guð elskar okkur. Veröldin er Guðsraddakór. Guð kallar hið innra, í líkama okkar, heima og í vinnunni. Ef við bregðumst við eins og Sakkeus skerpist heyrn á raddir lífs.
14. janúar 2007
Karlar með Jesú í feðraorlof
Ef pabbarnir hafa næði til heimaveru geta þeir betur tekið þátt í að færa Jesú börnin. Verndum feðurna, þá eflum við heilsu fólks og heimilislíf, blessum börnin og Jesús gleðst með fangið fullt af hamingjusömu fólki.
07. janúar 2007
Ár og tár
Ytri rammi lífsins verður að vera traustur til að smáblóm lífsins geri meira en að undirbúa dauðann. Lífið er til unaðar en ekki til dauða.
31. desember 2006
Heimsljós og Tate
Eru jólin þín sýning, sem varir aðeins um tíma? Tekur þú svo niður stjörnur og ljós og pakkar þér, jólabarninu í þér og dýpstu tilfinningum þínum niður í pakka, sem bíður næstu jóla?
25. desember 2006
Lykill að hinu heilaga
Fæðingarfrásagan er eins og lykill, sem opnar skrána að heilögu rými, sem við þorum stundum að kíkja inn í á jólum. Við njótum jóla. En dýpst ristir í okkur þráin að fá að nálgast eitthvað stórkostlegt, upplifa undur lífsins - og það getum við nefnt hið heilaga.
25. desember 2006
Sálarþrif og iðrun
Guðspjallið varðar ekki Ajax, Þrif eða brúnsápu. Nú er komið að sálarhreinsun. Skúrum sálina, er boðskapur skírarans, gerum hana skínandi skýra. Iðrumst! Berum ávexti samboðna iðruninni.
17. desember 2006
Ljósastaur og leiðin til Betlehem
Aðventan er lífspróf. Ef þú hefur ekki tíma á jólaföstu fyrir það, sem mestu máli skiptir, hefur þú aldrei tíma fyrir lífið. Leiðin til Betlehem heitir aðventa.
03. desember 2006
Sæl og blessuð
Ásjóna Guðs birtist ekki síður meðal skuggaliðs samfélagsins. Jesús stóð alltaf með þeim. Við þurfum æfa okkur í langsýn og fjölsýn himnaríkis sem er önnur en veraldarinnar.
05. nóvember 2006
Guðlast
Ármann Snævarr, fyrrum lagaprófessor, sagði glaður þegar hann fór úr Neskirkju: “Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri lagagrein nefnda í prédikun!” En þegar rætt er um guðlast koma lög við sögu, en líka gildi og þó helst trú.
22. október 2006
Arna, Andri Snær og draumalandið
Við erum í draumasætinu. Þú ert draumur Guðs og þarft ekki annað en viðurkenna þá stöðu þína. En trú hefur afleiðingar, gefur forsendur barnauppeldis og gildi til náttúrunýtingar.
08. október 2006
Fjárfestasiðferði og kristileg kænska
Trú er líka að sjá allt lífið, brölt heimsvelda, átök stjórnmála, atvinnumál, menntamál, heimilisfólkið með elskuaugum Guðs og leggja þeim málum lið sem eru til lífs. Að trúa merkir ekki, að maður leysist upp í einhverja himneska glópsku, heldur lærir trúmaðurinn að vera hendur Guðs og munnur í veröldinni.
13. ágúst 2006
Ykkur Babette er boðið í partí
Boðskortið er komið, þín er vænst í veislunni. Það er ekkert venjulegt partí. Gestgjafinn notar það sem þú kemur með, leyfir þér og þínu að efla og bæta. Líðan okkar skiptir engu aðalmáli. Við megum jafnvel bera vanlíðan á borð! Jesús Kristur býður okkur öllum til veislu.
25. júní 2006
Gæti Silvía Nótt beðið?
Guð sækist eftir samskiptum en Silvía Nótt krefst aðdáunar. Guð tjáir elsku, en Silvía Nótt vill bara vera súperstar. Silvía Nótt er boðberi lúkksins, Guð er veruleiki inntaks. Silvía vill þögla þjónustu, Guð vill ríkuleg samskipti og samstöðu. Bænadagsprédikun 21. maí, 2006 fer hér á eftir.
21. maí 2006
Talað við Einhyrning
...þegar fiskimið trúarinnar veita ekki lengur neitt til næringar sálarinnar, þegar erfiðleikar með testamenti og kreddur bögglast svo fyrir fólki, að trúin hefur hopað, að Guð hefur dáið í hjarta þess, ljós himinsins hefur slokknað og vonin daprast. Prédikun í Neskirkju 7. maí, 2006 fer hér á eftir.
07. maí 2006
Eitrað fyrir trú og efa
Þau, sem hafa trúarsannleika uppá vasann eru hættuleg sjálfum sér, samfélagi sínu og líka heimsbyggðinni. Þegar hroka er blandað í trúarvissu þá verður afleiðingin verri fyrir mannkynið en skelfilegasta fuglaflensa. Hroki í bland við allar gerðir af trú framkallar svartadauða meðal fólks. Vandinn er ekki trúin heldur hrokinn, sem fer svo illa með og í trú.
24. apríl 2006
Godot - sólardans - Guð
Skerið af kristindóminum páskana og þá verður tilvera kristins manns að einum samfelldum föstudegi, langavitleysa í biðstofu Godot. Takið af kristninni upprisuna þá hverfur dansinn og eftir verður fallegur siðaboðskapur góðs manns, sem var líflátinn fyrir mistök. Ertu páskabarn eða ertu kannski barn föstudagsins langa?
16. apríl 2006
Rósavegur þjáningar
Rósir á altari, sem slúta fram fyrir altarisbrún og deyja. Altarið að öðru leyti nakið. Af hverju pína rósir á þessum heilaga og algóða stað – altarinu? Hvað er táknmál þeirra og hvernig varða þær okkar líf og aðstæður? Hugleiðing föstudagsins langa 2006 fer hér á eftir.
14. apríl 2006
Eltingaleikur, peningar og hamingja
Í eltingaleik lífsins týnumst við ekki algerlega. Guð er í leiknum líka, leitar að okkur, kemur sjálfur, tekur okkur í fangið og blessar okkur. Bernskuleikurinn gengur upp í leik himinsins. Við finnum ekki Guð, heldur finnur Guð okkur.
09. apríl 2006
Brauðbónus 5 + 2 = 12+
Það er hægt að horfa en sjá þó ekki. Það er hægt að lifa en þó aðeins skrimta. Það er hægt að eiga en hafa litla eða enga gleði af. Það er hægt að hafa aðgang að lífsins mestu gæðum en meta þó lítils.
26. mars 2006
Kirkjustríð og kirkjuþrjóska
Það þýddi ekki að banna Akureyringum að bæta kirkjuaðstöðu sína. Þeir iðkuðu líffvænlega kirkjuþrjósku! Í mikilvægum málum skiptir öllu að hafa markmiðin skýr. Prédikun í lokamessu Kirkjudaga Akureyrarkirkju 2006 fer hér á eftir.
12. mars 2006
Þingvellir, vatn og Jesús
Hvað tengir saman, Þingvelli, Auði djúpúðgu, Íslendinga framtíðar og Jórdan? Skírn Jesú! Allt vatn er blessað, í lækjum, sjó, kaleikum og fontum. Jesús var skírður - ekki aðeins til að gefa mönnum líf heldur allri veröld, vatninu líka. Kristnum mönnum ber að stunda vatnsvernd.
26. febrúar 2006
Launastefna himnaríkis og starfslokasamningur
Guð greiðir jafnt þeim, sem koma snemma til vinnu, og hinum, sem koma seint. Guð er ekki hreppaguð heldur skapari litríkrar fjölvíddarveraldar, djúp allrar elsku, ljós alls ljóss. Lífeyrissjóður himins er digur.
12. febrúar 2006
Hræðsla - kvíði - ótti - uggur
Kvíða og ótta er hægt að lækna án hjálpar trúarinnar. En lífsháski og ótti rífur hins vegar falskt öryggi og opinberar nekt okkar. Að okkur læðist lífsangist, grunur um, að líf okkar verði ekki rétt eða fagurt nema eitthvað meira komi til. Það þarf að vekja Jesú!
29. janúar 2006
Elskið því útlendinginn
Hatursmenn skrifa hatursbréf. Himininn sendir bréf elskunnar til manna. Hin biblíulegu rit ilma og óma af mannúð, ljóma af hinum mörgu litum fólks og menningu þess. Prédikun 22. janúar 2006 fer hér á eftir.
22. janúar 2006
Vínflóð og ofgnótt
Á neðri hæð Neskirkju berjast menn gegn áfenginu en á efri hæðinni er mælt með að Jesús breyti vatni í vín! Rónarnir koma óorði á brennivínið, við á lífið, en ofangæðin fossa úr stórkeröldum himinsins fyrir alla og á öllum hæðum jafnt. Prédikun í Neskirkju 15. janúar 2006 fer hér á eftir.
15. janúar 2006
Jesús týndur – leit hafin!
Meðan foreldrarnir leituðu að unglingnum var Jesús að leita að sjálfum sér. Þau fundu tryggan og góðan son, en hann fann Guð hið innra, í sjálfum sér. Prédikunarefni í Neskirkjumessu 8. janúar 2006 er spurnarför hins tólf ára Jesú í musterið.
08. janúar 2006
Líf í fangi
Við erum í elskufangi í öllum lífsaðstæðum. Allt í heimi er ljósbrot Guðsljóssins. Í skírn færum við börn í fang Guðs. Ef ég - við - getum upplifað hamingju þegar nýburi er í fangi hlýtur sú kvika, ofurnæmi, sem við köllum Guð, að geta upplifað ótrúlega hamingju þegar við færum Guði börnin okkar. Nýársprédikun í Neskirkju.
01. janúar 2006
Lúkkið, Silvía Nótt og Jósef
“Stikkem öp. Peningana eða lífið” var hrópað í bófahasar bernskunnar. Nú berast öllum lík en mun hættulegri skilaboð: Lúkkið eða lífið! Í prédikun í Neskirkju á öðrum jóladegi var rætt um viðbrögð.
26. desember 2005
Lost, blinda og sýn
Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka, Jesús opnar. Menn læsast, Jesús leysir.
02. október 2005
Komdu
Sjálfsástin, leitin að eigin fullnægju, er kannski megineinkenni hins ríka hluta mannkyns. Sjálfhverfan er sókn í það, sem hugnast okkur sjálfum, en sinnir síður öðrum. Guðselskan er lífsafstaða, sem leitar fólks í neyð þess og kröm, þó það sé erfitt, fjárhagslega óskynsamlegt og jafnvel hættulegt.
18. september 2005
Sjúkdómurinn er vinnusýki!
Þegar álagið er mikið finnum við að við náum ekki að afkasta öllu því, sem við vildum. Svo herðum við á okkur og kaupum okkur jafnvel frið með að gefa hluti í stað tíma, gjafir koma í stað nándar. Langur listi verkefna og svo streita. Hvað af þessu er mikilvægt og nauðsynlegt? Prédikun 4. september 2005 er hér á eftir.
04. september 2005
Draumur og hamingja
Kvikmyndafyrirtækið Dreamworks verður líklega selt. Þannig fer fyrir draumaiðnaðinum, hann gengur kaupum og sölum. En enginn getur selt eða keypt drauma okkar og vonir. Óskir ungs fólks í Nessókn voru ræddar í hugleiðingu 21. ágúst 2005. Stefna þeirra vermir, þau veiða hamingjuna í lífinu með svona afstöðu.
21. ágúst 2005
Manngildi og grænt guðspjall
Fólk, sem þú mætir, er guðlegar verur, sem tala til þín og biðla til hins guðlega í þér. Það er ekki spurt um stöðu þína, samfélagsskoðanir, afstöðu til velferðarmála og hvaða gildi þú verð í orði. Þegar þau, sem fara í pirrurnar á þér, mæta þér spyr Jesús um hvað þú sért. Prédikun í Neskirkju 7. ágúst 2005, 11. sunnudag eftir þrenningarhátíð, fer hér á eftir.
07. ágúst 2005
Krísa og dómur
“Hryðjuverkamenn brestur rétta dómgreind. Þeir dæma í Guðs stað, sem er synd. Þeir hafa ekki Guð í vasanum og hafa engan guðlegan rétt, þótt þeir haldi það sjálfir. Þeir eru í krísu en hafa því miður slæma dómgreind og fella því ranga dóma.” Prédikun í Neskirkju 31. júlí 2005 fer hér á eftir.
31. júlí 2005
Hyggindi, heimska og hús
Hefði Jesús haft gaman af húsa- og hýbíla-blöðum samtíðar? Já, alveg örugglega, en hann hefur alltaf haft mestan áhuga á lífsbótum fólks, að tryggja að það búi svo heimili sitt að það hafi lífsmátt í öllum aðstæðum. Fegurð heimilis er mikilvæg en sálarkraftur þó enn mikilvægari. Prédikun í Neskirkju 17. júlí 2005 fjallaði um hús, innviði og mannfólk og fer hér á eftir.
17. júlí 2005
Ertu aurasál?
Jesús sá fjárplógana á færi. Hann talaði oft um aurasálir og lýsti þeim, atferli þeirra og innræti, í sögum sínum og ræðum, oftar en hann talaði um himnaríki! Af hverju? Vegna þess að röng notkun fjár skaddar líf. Prédikunin í Neskirkju 29. maí 2005 fjallar um að það að eiga, vera og trúa.
29. maí 2005
Nektin og lífið
Hvað sér presturinn sem snýr sér frá altarinu í Neskirkju? Jú, starandi strípaling! Reyndar er sá málaður á striga, hangir í safnaðarheimilinu og horfir alla leið að altarinu. Hann á erindi við fólk og boðskap hvítasunnunnar. Í lexíu þess dags segir: “Þú sendir út anda þinn, þá verða þau til.” Hugvekjan í messu í Neskirkju fer hér á eftir.
15. maí 2005
Lífsleið, leiði og tilgangur
“Þegar ég var ungur sat ég og horfði út um framrúðuna. Síðar - um miðjan aldur horfði ég út um hliðarrúðurnar. Þegar ég er orðinn gamall horfi ég út um afturrúðuna og hraðinn er ótrúlega mikill.” Í uppstigningardagsmessu í Neskirkju var hugleitt um lífsstefnu.
05. maí 2005
Trúarmeðganga - himinmyndir
Himnaríkishugmyndir eru ímyndir, tjáning á djúpsettri þrá eða sorg og vonarorð um framhald. Þær eru ekki blekking, heldur vegvísar og jafnvel sónarútprent á fósturtilveru þinni áður en þú fæðist inn í eilífðina. Ertu trúarfóstur, veröldin móðurlíf og eilífðarfæðing þín framundan? Prédikun 3. sd. eftir páska 2005:
17. apríl 2005
Geisli Guðs og María
Stýrikerfi upphafningar og hreinsunar upphafssögu Jesú náði hámarki - María var ekki lengur mensk heldur komin út fyrir endimörk alheimsins. En María stígur nú af stalli.
10. apríl 2005
Geisli Guðs og María
Stýrikerfi upphafningar og hreinsunar upphafssögu Jesú náði hámarki - María var ekki lengur mensk heldur komin út fyrir endimörk alheimsins. En María stígur nú af stalli.
10. apríl 2005
Elska og aggiornamento
Kirkjur eru mikilvægar, en koma ekki stað trúarinnar. Páfi er mikilvægur, en getur aðeins svarað fyrir sjálfan sig þegar Jesús spyr um elskuna. Leiðtogar kirkjunnar ruglast illilega ef þeir bara gæta þess að sauðirnir hugsi enga nýja hugsun, fari aldrei í nýja haga og andleg engi! Í prédikun í Neskirkju 10. apríl 2005 var rætt um elsku, kirkjustefnu og uppfærslur.
10. apríl 2005
Sprungur og lífssöngur
Þegar allt er komið í þrot er gott að vita að lífssöngur er eftir. Máttur Guðs er meiri en dauðans. Guð er þér nær en klakabunkar örvæntingar, missis og örbirgðar. Líknsemin kemur inn í myrkrið, inn í ömurlegar aðstæður og björgunin verður. Þegar bjarginu er velt frá hellinum er líf gefið, þú upplifir upprisu í Kristi. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarsonar á páskamorgni í Neskirkju.
27. mars 2005
Loksins leiðtogi!
Að nálgast Guð er ekki fólgið í að skilja Guð heldur ummyndast. Að fylgja Kristi er ekki að skilja þjáningu hans heldur fara með honum, þjást með honum, biðja með honum, leyfa honum að leiða okkur, vera í okkur. Jesús fór um öldudal mannlegrar þjáningar og þjáist áfram meðan einhver hinna minnstu systra eða bræðra líður. Hugleiðing í skírdagsmessu í Neskirkju fer hér á eftir.
26. mars 2005
Guðleg sóun!
No-name face ársins í Ísrael er söguhetjan í guðspjalli pálmasunnudags. Hún kom með dýrustu snyrtivörur heimsins til að bera á Jesú. Í samanburði við hana má spyrja hvort við séum smæðarleg í lífsafstöðu okkar? Af hverju erum við svo naum í lífsgleði okkar? Er ekki einkenni lífsins ríkidæmi, gleði, fögnuður, ótrúlegir möguleikar, vonarefni og galopin framtíð? Er gleði þín lítil eða mikil? Prédikun pálmasunnudags 2005 fer hér á eftir.
20. mars 2005
Bartímeus, Askja og pælingar
“Ástæða skeytingarleysis gagnvart náttúrunni og skorts fólks á heildarsýn hennar á sér líklega dýpstar rætur í að trúin á Guð, skaparann, er óljós og í uppnámi. Mér hefur sýnst að þau séu öflugir náttúruverndarmenn, sem trúa á Guð sem elskar fjölbreytni, elskar litadýrð, elskar mismunandi form og ferli, elskar þróun og breytingar...” segir m.a. í prédikun Sigurðar Árna Þórðarsonar í Neskirkju 20 febrúar 2005.
20. febrúar 2005
Hvað segir ferðasaga þín?
Segðu mér ferðasögu þína og þá kemur í ljós hver þú ert. Guð segir þér ferðasögu sína til að þú vitir hver Guð er. Fastan er hentugur íhugunartími. Varpaðu lífssögu þinni upp á skjá hugans og berðu svo söguna þína fram fyrir hinn mikla ferðafrömuð og fararstjóra.
06. febrúar 2005
Viltu ný augu?
Bókstafshyggjan er gamaldags gleraugu, sem við eigum að kasta, segir í prédikun í Neskirkju á biblíudegi 2005. Fjallað er um þá sjón, sem menn hafa í lestri Biblíunnar, um biblíufræðin, ávinning þeirra og litblindu bókstafshyggjunnar. Fræðin eru til fagnaðar. Ef við æfum sjónfæri okkur vel getum við hlotið skarpa sýn í heimi trúarinnar. Viltu ný augu? Prédikunin fer hér á eftir.
30. janúar 2005
Var Guð í flóðinu?
Öldur flóðsins í Asíu fara nú um alla heimsbyggðina. Myndirnar hrella og spurningar knýja á. Flóðveggir, grafir og líka lítil þriggja vikna Tulasi, sem var á floti í tvo sólarhringa þegar hún fannst lífs. Tveggja ára finnskur drengur hafði verið á dýnu við ströndina þegar skelfingin byrjaði og hélst á dýnunni og svo fjaraði undan honum. En mamman var dáin, amman líka, en pabbinn fannst á spítala.
02. janúar 2005
Athvarf
Á tíma vaxandi einstaklingshyggju hljómar boðskapurinn: Þú ert ekki einn eða ein, þú ert í stóru samhengi, hlekkur í risakeðju kynslóðanna. Ofurfang alls er Guð, sem fangar alla, týndan tíma og brot fortíðar. Guð leiðréttir allt, þessi sem er athvarf frá kyni til kyns. Hugleiðing gamlárskvölds er hér á eftir og er tilbrigði við stef 90. sálmsins í Saltaranum.
31. desember 2004
Gaman og Guðsnánd
Hvaða merkingu lífið fær er þér ekki óviðkomandi, frelsið er þitt. Lfshamingjan er á okkar mál. Koma Guðs var ekki aðeins fyrir einhverja fáa útvalda í fortíðinni, heldur hefur Guð útvalið þig til að heimsækja. Leo Tolstoy skrifaði góða sögu um Guðsnánd. Í prédikun á jólanótt 2004 var sagan endursögð og spurt um gamanmálin.
24. desember 2004
En það bar til um þessar mundir...í þér
Það er steikarilmur af jólaguðspjallinu! Jólin eru ekki aðeins minningaratferli um horfinn atburð, heldur varðar fæðingu nýs lífs í þér. Öll erum við á ferðlagi í lífinu. Jólin tengjast svo sannarlega þeirri ferð. Einu sinni á Floridaströnd, þegar lyktin af jólunum var fjarri, foreldrahúsin líka, og allt heldur önugt komu jólin með nýjum hætti. Hver eru þín jól? Hvernig væri að innlifast þeim að nýju?
24. desember 2004
Kveiktu á perunni!
Kertaljós mynduðu stóran hring umhverfis söfnuðinn í Neskirkju í dag. Það var ljósamessa og fermingarbörnin sáu um lestra og ljósburð á þessu hundrað ára peruafmæli. Ekki átti ég von á mikilli messusókn í slagviðrinu, en 330 manns komu í kirkju! Kirkjusóknin er stöðugt að aukast, öllum til gleði. Safnaðarlífið eflist. Í samræmi við ljósamessu og perudag var flutt hugvekja fremur en prédikun.
12. desember 2004
Hvar er Guð?
Predikanir enda í Jerúsalem, en eigum við að fara til Palestínu til að hitta Jesú? Nei, þú finnur ekki æðstu sælu lífsins þar. Ef þú ferð til Jerúsalem muntu finna að Jesús er löngu farinn. Hann er heima hjá þér. Hann er í Skjólunum, á Gröndunum, Melunum, Högunum og suður í Skerjafirði, við dyrnar þínar.
28. nóvember 2004
Líf í hendi - kristniboð
Er kristniboð til einhvers? Tölur eru ekki allt, en geta orðið okkur skilningsauki. Í sem stystu máli eru þessar kirkjur einhverjar mestu spútnikkirkjur í heimi. Í Konsó í Eþíópíu hafa íslenskir trúboðar starfað í fimmtíu ár. Á “íslenska” svæðinu eru nú nærri hundrað söfnuðir með um 40.000 meðlimi. Konsóþjóðflokkurinn er samtals um 180.000 manns. Kirkjan er því orðinn nærri fjórðungur þjóðarinnar og hefur því mikil áhrif á samfélag Konsómanna, er að breyta því til góðs um flest. Ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa verið aflagðir eða eru á undanhaldi. Kristnin hefur valdið byltingu á öllum stigum og sviðum.
14. nóvember 2004
Sannleikur, frelsi og verðbréf
Mesti vandi nútímafólks á Íslandi er ekki fjárskortur, heldur andleg fátækt. Nútímafólk vantar ekki upplýsingar, heldur sannleika, ekki möguleika, heldur tilgang. Aflátssölur nútíðar munu aðeins opinbera hrörnun, spillingu og að lokum dauða. Á siðbótardegi var rætt um sannleika, frelsi og mismunandi verðbréf veraldar.
31. október 2004
Fyrirgefðu
Sál sem ekki fyrirgefur breytist í skrímslagarð. Þar stjórna ófreskjurnar hatur, reiði, æði, óstjórn og vanlíðan. Það er hagnýtt sjálfshjálparmál að tryggja að maður verði ekki gerður útlægur úr sjálfum sér, tapi heimili sínu í líkama og sál sinni, verði friðlaus andi á flótta undan æpandi ófreskjum hið innra. Í prédikunin er fjallað um fyrirgefningu.
17. október 2004
Hroki / auðmýkt
Hrokinn er í pólitík, á vinnustöðum, á heimilum - í okkur sjálfum. En er auðmýkt möguleg í hörðu samfélagi samkeppninnar? Já, vegna þess að auðmýkt er ekki geðleysi heldur viðmót viskunnar.
03. október 2004
Slakaðu á, engar áhyggjur
Þegar að þér er kreppt og þú nærð að svamla upp úr sálarfeninu og krafla þig upp á bakkann með Guði öðlastu lífssýn sem er góð og lífvænleg. Talaðu við þau, sem hafa reynt mikið, gengið í gegnum áföll og sjúkdóma og náð að vinna sig í gegnum vandann. Sama sagan: Verið ekki áhyggjufull, viðurkennið þann mátt sem getur hjálpað.
19. september 2004
Hvísl Guðs
Olíugreifi bauð kunningja sínum heim til sín. Fyrst af öllu fóru þeir upp í háan útsýnisturrn til að geta skoðað umhverfið. Heimamaðurinn benti í allar áttir. “Þetta land þarna í austri á ég. Þú sérð hæðirnar. Akrarnir þarna suður frá eru á mínu landi. Ég keypti líka hvern skika alla leið upp í fjöllinn sem þú sérð í vestri. Reyndar á ég allt landið til norðurs líka, allt að borgarmörkum, sem við reyndar sjáum ekki.” Þetta var óneitanlega áhrifarík ræða og landeigandinn var rogginn.
13. júní 2004
Krítarkrísan
Morguntexti þessa dags er um Krítarkrísu Páls postula. Hann er í vondum málum. Páll hafði reyndar illan bifur á íbúum á Krít og sagði um þá í fyrra bréfi sínu til Tímótesuar: Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar! Í þetta sinn, sem textinn greinir frá, átti hann þó ekki í útistöðum við þá erfiðu menn.
01. október 2003
Vetrarkostur
Hvað ætlar þú að taka með þér inn í haustið, veturinn, kuldann og myrkrið?
04. september 2003
Jesús Kristur, Harry Potter og aðventan
Það eru margir búnir að bíða lengi eftir veislu helgarinnar. Þessa þrjá síðustu daga eru frátekin tæplega þrjátíu þúsund sæti fyrir veislugestina. Síðan verður pláss fyrir tugi þúsunda allra næstu vikur. Áður en yfir lýkur verður örugglega góður bróðurpartur íslensku þjóðarinnar búin að taka þátt í fagnaðinum, upplifa ævintýrið, halda hátíðina með unglingum á öllum aldursskeiðum.
02. desember 2001