Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prestur
Pistlar eftir höfund
Við erum á leiðinni
Þetta er góður dagur til að halda á lofti verkum formæðra okkar sem börðust , ruddu brautir og sýndu kjark og frumkvæði. Þetta er líka góður dagur til að huga til þeirra samtímakvenna sem halda merkjum á lofti og minna okkur á hvar við erum stödd, enn á leiðinni.
19. júní 2013
Réttindi hverra?
Réttindi eru ofarlega í huga okkar þegar staðgöngumæðrun er rædd. Er réttur til að eignast börn sá sami og réttur á hjálp til að eignast börn. Annað sem hægt er að benda er á að barn er ekki réttur – barn hefur rétt.
03. mars 2011
Mansal
Þau eru hryggileg dæmin um það sem þrífst í skúmaskotum mannlegs samfélags. Við heyrum frásögur af milljónum kvenna, karla og barna sem eru í ánauð og dvelja þar í skugga vondra verka okkar mannanna. Andleg leti okkar dregur gjarnan úr okkur kjarkinn að horfast í augu við ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingar græðgi og ofbeldis.
26. mars 2010
Tónar
Tónmálið er Guðsgjöf, blessunarlega laust við órætt og óskiljanlegt innihald orðaflaums samtímans. Hlustandinn fær rými fyrir eigin hugsanir og sefandi mátt gjafa Guðs –líka rými fyrir orðin sem læsa sig við tónana og eru líka uppspretta – hinir himnesku tónar sem láta mann finna hvernig vængir sendiboðanna snerta vangann og hvísla í eyra þitt
17. desember 2008
Framtíð?
Í sögunni sem er skráð er í síðastliðnar vikur höfum við örugglega flest hnotið um lífsreynslu og erfiðar sögur fólks bæði á förnum vegi og í fjölmiðlum. Þetta markar dagana okkar og tilfinningarnar eru blendnar
29. október 2008
Gengi viskunnar
Svo koma dagarnir þegar við reynum og gerum okkur grein fyrir að gáfur og snilli…allt það undraflóð af mætti mannsins er nóg…svo nóg að við missum sjónar af raunverulegum markmiðum lífsins. Viturt hjarta kallar á auðmýkt og vit til þess að ganga í sig, endurmeta, fyrirgefa, horfa út til lífsins ...
01. apríl 2008
Gerðu mig að farvegi friðar þíns
Áratugur Alkirkjuráðsins gegn ofbeldi stendur frá 2001-2010. Árið 2007 er Evrópa í brennidepli átaksins. Við erum minnt á það með hvatningu frá Alkirkjuráðinu að kirkjan á að vera rödd í samfélaginu sem minnir skýrt og greinilega á að allir hafa rétt á að lifa með virðingu og sæmd, án ótta, án ofbeldis.
19. janúar 2007
Aðgát í nærveru sálar að gefnu tilefni
Mikið hefur gengið á og margt sagt sem betur hefði verið kyrrt látið síðustu daga í fjölmiðlum. Þetta minnir á að við búum í veröld sem er svo tengd og miðluð að stundum gæta blaðamenn ekki að nærveru sálar í æsingi við að miðla upplýsingum sem enginn kærir sig um en sumir telja sig útvalda að veita.
12. janúar 2006
Hrópum og hlustum
"Við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn..." var sungið hér fyrir mörgum árum. Það er svo stórkostlegt að hafa heyrt í gegnum árin hvernig kórinn hefur breytst. Innan kirkjunnar hefur kórinn breyst úr karlakór í kór, á Alþingi hefur húrrahrópið við setningu þingsins fengið annan og betri blæ ... Það hefur mikið áunnist....
24. október 2005
Siðfræði netsins I
Í framtíðinni munu æ fleiri fá aðgengi að Netinu. Netið býður upp á óteljandi möguleika og stórkostleg tækifæri til að ná til systkina okkar um víða veröld. Þó er ljóst eins og í öllu mannlegu samfélagi að um leið og hin góðu tækifæri eru mörg þá munu hinar dekkri hliðar mannlegs eðlis líka valsa um í heimi netsins. Ef fram vindur sem horfir þá mun ekki líða langur tími þar til öll breidd siðleysis hinnar mennsku tilveru finnast á netinu.
13. janúar 2005
María og Kristur í Borgarleikhúsinu
Á Litla sviði Borgarleikhússins var frumsýnt 6. mars s.l. leikrit eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Þrjár Maríur. Þar eru leiddar saman á sviði ekki þrjár heldur í raun fjórar Maríur.
10. mars 2004
Í þjónustu vonarinnar
Vorsólin hefur talað inn í hjartað síðustu daga. Tréin bruma og minna okkur á endurnýjun lífsins. Græn slikjan sem klæðir túnblettina gefur von um nýtt vor. Rétt eins og vorið er vonin lífsnæring í öllum sínum myndum. Vonin segir okkur frá nýju upphafi, fyrirgefningu, lífi sem öðlast tilgang á ný. Þetta hljómar notalega í eyrum í vopnaglamri fjölmiðlanna þar sem okkur er sagt frá tilgangslausum fórnum mannslífa.
14. apríl 2003
Mynd Guðs og markaðsöflin
Stúlkurnar hraða sér áfram í vindnæðingi fallegra birtuskilanna . Aðventutíminn nálgast í lífi þar sem árin silast áfram þó lifað sé á ógnarhraða. Í lífi stúlknanna, sem er að mótast ráða þær eða mamma og pabbi eða kannski vinir ? Nei, ætli það, trúlega heita þau markaðsöfl öflin sem flestu ráða. Markaðsöfl sem selja og einhver kaupir.
21. nóvember 2002
Mamma, af hverju halda allir að þetta sé það sem ég hugsa?
Þennan fimmtudagsmorgun var baksíða eins dagblaðanna ægiflott auglýsing þar sem taldar voru upp fjórar ástæður fyrir því að fermast. Þetta vakti áðurnefnda spurningu í huga ungmennisins sem sat yfir kornfleksinu og horfði á baksíðuna nývaknað og reyndar nýfermt. Unglingar í hlutabrjálæði nútímans og fáir spyrja hvað þeim finnst og af hverju? Allir vita allt en enginn spyr mig.
09. apríl 2002
Predikanir eftir höfund
Þegar dyrnar opnast
Kirkja er umgjörð um þakklæti og kærleika, gjafmildi, þungar raunir og sorgir, efasemdir, reiði og angist undrun, líf og ljós, tóna og orð, lífsgildi og miðlun á menningararfi, siðferði og siðfræði. Um þetta myndar kirkjuskipið umlykjandi faðm og sömuleiðis þúsundir með nærveru sinni Kirkja sem fyrir orð Krists, gefur líf og vill líf. Kirkja sem stendur opin og er, þó dyrnar lokist að kveldi...
31. desember 2016
Gangan
Það er eins og göngunni hafi aldrei lokið og við stöndum við veginn, leggjum greinar okkar á götuna og fögnum konungi lífsins. Kirkjan á ferð með fólkinu sínu ætti enn að ganga til að kalla á réttindi. mannréttindi, lausn. Þúsundir manna leita enn réttar sins og reyna að reisa sig undan drunga kúgunar og niðurbrots. Réttinda til að vera manneskjur, í ljósi elsku Guðs
13. apríl 2014
Arfurinn og draumalandið
Það er engin bindandi endurtekning í heimi Guðs heldur fyrirgefning, endurnýjun og frelsi til að láta gott af okkur leiða. Ekki ónýt sýn þegar við horfum til arfsins okkar sem þjóðar í nálægð þjóðhátíðardags. Arfurinn, landið sem er okkar draumaland, sem við eigum að vaka yfir og vernda.
16. júní 2013
Kraftur
Að eiga kraft til að ganga til móts við daglega lífið er ekki sjálfgefið. Að eiga styrk til að halda áfram er ekki alltaf sjálfgefið. Að vera kristinn og halda sig við það er ekki sjálfgefið en þá eigum við hátíð heilags anda, sem er hreyfiaflið, höndin sem fyllir hanskann – styrkur og kraftur í lífi kristins manns.
31. maí 2009
Líf, von, sigur
Þar kom fram hjá mörgum þrá og þörf fyrir fyrir umbreytingu, nýja samstöðu, nýja framtíð og meira félagslegt réttlæti og réttlæti almennt. Allt þetta sem hefur á liðnum mánuðum kallað sterkar og hljómað í lífi okkur en oft áður. Vonin hefur kallað hærra í umræðunni. Við höfum þráð að okkur sé sagt að það sé von framtíð - páskar.
12. apríl 2009
Það besta sem Guð hefur skapað
Það leynist jafnvel mitt í öskrum falsspámanna um að eina leiðin til að eiga og tryggja frið sé kannski að tortýma annrra lífi, eyða annarra jörð, taka von frá heimsins börnum. Okkur er sagt að þá séum við á réttri leið...en við hljótum að vita betur því slæmt tré ber ekki góðan ávöxt..
06. ágúst 2006
Kaflaskipti
Yfirsýn er nauðsynleg til að halda samfélaginu okkar saman því ef yfirsýnina skortir þá verða einhverjir útundan, týnast eða gleymast í kapphlaupi lífsins. Yfirsýnin í lífi okkar er nauðsynleg því t.d. það að vernda börnin sem okkur er trúað fyrir felst í því að hafa yfirsýn. Það má varla missa sjónar á þeim nokkra stund.
25. maí 2006
Ásjóna þjáningarinnar
Veislunni er lokið lærisveinarnir horfnir á braut sem sátu til borðs með meistara sínum kvöldið sem nú er liðið. Við stöndum í morgunsvalanum frammi fyrir krossi Krists. Fram undan er dagurinn sem markaði spor í sögu manneskjunnar hér á jörðu.
09. apríl 2004