Ragnheiður Sverrisdóttir

Höfundur -

Ragnheiður Sverrisdóttir

djákni
Verkefnisstjóri biskupsstofu

Pistlar eftir höfund

Það er svo mikið í húfi hjá Stúfi

Það er ljóst að markmið höfundar er að segja frá kristnum boðskap jólanna og láta hinn sjálfhverfa Stúf átta sig á jólin byggjast ekki á tilveru jólasveina. En Stúfur er forvitinn og námsfús því hann vill sannarlega vita allt um jólin og hlustar spenntur á Engilfríði.

Tólf hundruð krónur á nótt

„Ég er alveg miður mín“, sagði Unnur þegar hún kom í hádegismessu í síðustu viku. Ég spyr hvað sé að. Hún svarar að það sé búið að ákveða að hún verði að borga 1200 krónur fyrir nóttina ef hún þarf að leggjast inn á sjúkrahús.

Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu

Kærleiksþjónusta er rauði þráðurinn í öllu kirkjulegu starfi. Það er full ástæða til að kynna sér vel hvernig kirkjan vinnur í anda kærleika og þjónustu, bretta svo upp ermarnar og láta til sín taka.

Valkostur að vera öryrki?

„Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið“ það að verða geðfötluð.“ Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi

Í ár viljum lyfta fram því sjálfboðastarfi sem unnið er í kirkjunni, þakka fyrir það og hvetja fleiri til að vera með. Ótrúlega margt fólk leggur mikið af mörkum í starfi kirkjunnar, í safnaðarstarfi og í nefndum og ráðum sem ætlað er að styðja það.

Bylting í hjálparstarfi innanlands

Hjálparstarf kirkjunnar eru fyrstu hjálparsamtökin hér á landi til að breyta aðstoð úr biðröð og mat í poka í inneignarkort í verslunum. Þetta skref er til fyrirmyndar og það er reisn yfir því.

Það er vandi að hjálpa!

Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi samtök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki.

Já, við þorum, getum og viljum – líka í kirkjunni

Á mánudaginn, 25. október, var kvennafrídagurinn 2010. Á vinnustað mínum var tilkynnt að allar konur ættu frí eftir hádegi. Við glöddumst yfir því og skunduðum hressar í bragði upp Frakkastíg í átt að Hallgrímskirkju. Við ætluðum að byrja fríið með því að fara í kvennamessu.

Fátækt er valdaleysi

Fyrir nokkrum árum fullyrti þáverandi forsætisráðherra að hér væri engin fátækt og spurði um leið: „Hver mundi ekki vilja fá ókeypis mat ef það stæði til boða?“ Svona segir enginn eftir hrun. Nú er augljóst að margir eru efnalitlir og á leið í fátækt.

SMS-lán og fjárhagsleg heilsa

Hvað erum við sem samfélag að gera? Hér er aðeins eitt mál á dagskrá, SMS-lánin. Þau stuðla ekki að góðri „fjárhagslegri heilsu". Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auðvelt er að nálgast þau – bara eitt sms skeyti.

Vígð til djákna

Það sem breyttist við vígsluna var að kirkjan sendi mig út til annarra á formlegan hátt og gerði það opinberlega. Í dag hefur vígslan þá merkingu að ég sé frátekin til að sinna kærleiksþjónustu allt mitt líf og að styrkur minn til að sinna henni er kominn frá Guði.

Bleikir sokkar á 19. júní!

Í dag 19. júní eru konur og reyndar karlar líka hvött til að klæðast bleiku. Hvílík bylting í baráttunni! Bleikur litur í stað rauðs, aðsniðin föt, flegin hálsmál og fjölbreytileiki í stað dökkra, víðra og svolítið druslulegra fata. Eru við bleiksokkur í stað þess að vera rauðsokkur?

Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu

Eitt af aðalatriðum boðskapar kristinnar trúar er að hvetja fólk til að sýna trú í verki, stunda kærleiksþjónustu. Allt frá upphafi hefur kirkjan sinnt slíkri þjónustu og þar er Jesús Kristur sönn fyrirmynd. Hann skilgreindi líf sitt og dauða sem þjónustu og sjálfan sig sem þjón.

Sýnum trú í verki

Þegar fréttir berast af því að fólk liggi látið á heimilum sínum um lengri tíma verða allir slegnir. Ýmsar fleiri tilfinningar bærast með manni eins og hryggð, samúð og samviskubit. Látum ekki lamast af þessum tilfinningum heldur nýtum þær til uppbyggingar þjónustu við þá sem eru einangraðir.

Ja, fátæktin ...

Nú er vertíð hjá hjálparsamtökum. Fólk streymir til þeirra til að fá mat fyrir jólin. Þetta er ekkert nýtt en það virðist vera þannig að ýmsir trúa ekki að til sé fólk sem ekki getur lifað af engu eða svo gott sem. Engin nöfn eru nefnd en bent á valdhafa til sjávar og sveita!

Trú í dag

Er ástæða til að ræða um trú í samfélagi okkar í dag? Er það ekki bara kirkjan sem hefur áhuga á trú og þau sem hafa atvinnu af að stunda trú? Fljótt á litið gæti þetta virst rétt en þegar dýpra er skoðað þá er ljóst að málið “trú” er miklu fjölþættara.

Predikanir eftir höfund

Hver er þinn Guð?

Það er komið að úrslitaspurningunni hver er þinn Guð? Ég ætla ekki að svara henni fyrir þig en við getum velt henni fyrir okkur saman. Kannski væri best að ég segði sem minnst en að þið fengjuð tíma til að horfa inn á við og svöruðu hvert fyrir sig.

Bartímeus hittir Jesú

„Hvað viltu að ég geri fyrir þig“ spurði Jesús Bartímeus. Með þessari spurningu er hann að skora á hann að orða það sem hann þráir. „Bartímeus segðu ósk þína við mig, tjáðu þig, opnaðu huga þinn og hjarta og settu orð á það sem þig langar mest til að ég geri.“

Stundaglasið

Ein mínúta getur verið lengi að líða ef maður fer að bíða eftir að sandurinn renni niður en þegar maður horfir á hann og nýtur þessa að upplifa hreyfingu hans er mínútan fljót að líða. Neðra glasið byrjar tómt en fyllist smá saman. Efra glasið byrjar fullt en endar tómt. Það er stöðug hreyfing, stöðug breyting.

Predikun í Kolaportinu

Enginn vissi að þessi kona hafði reynt mátt Guðs sem streymdi til drengsins en þannig er bænin oft – hún og árangur hennar er ekki forsíðufrétt.

Díakónía - trú í verki

Það gæti verið spennandi að setja sér það markmið í þessari viku að gaumgæfa á sjálfa sig, orð sín og athafnir og velta fyrir sér hvernig maður bregst við í hinum ýmsu aðstæðum í daglegu lífi, hvernig okkur tekst að reynast samferðafólki okkar góður náungi.

Jólahugvekja flutt í Kolaportinu 18. des

Hér inni er fólk sem hefur heyrt jólaguðspjallið milljón sinnum – eða næstum því. Mér finnst ég vera í þeim hóp og ég hef ekki bara heyrt það oft og mörgum sinnum heldur líka sagt frá því. Það er erfitt að viðurkenna það en eitt sinn var bara nóg komið.

Baráttudagur gegn fátækt

Það er enn þannig að fátækir verða fátækari og ríkir ríkari. Hvers vegna breytist það ekki? Er það eitthvert náttúrulögmál? Nei, það er það ekki. Þessu er hægt að breyta og það skulum við gera með því að berjast og standa saman.

Brauð

Brauð er yfirskrift textanna sem hér voru lesnir. Brauð er næring og allir þurfa á næringu að halda. Hér er bæði talað um brauð sem líkamlega næringu en einnig andlega. Um þetta biðjum við í Faðir vorinu þegar við biðjum Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Kærleikurinn

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hefur þú nokkurn tíma heyrt fallegri fullyrðingu en þessa? Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hún er í ljóði sem er kallað óðurinn til kærleikans og er í Nýja-testamentinu.

Spegill

Þessi dagur er upphaf, nýtt upphaf. Í dag get ég byrjað að undirbúa mig fyrir jólin. Ég á ekki við að ég geti byrjað á að undirbúa jólin heldur að undirbúa mig fyrir þau. Til þess get ég notað aðventuna og ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum kringum þennan undirbúning.