Gunnþór Þorfinnur Ingason

Höfundur -

Gunnþór Þorfinnur Ingason

prestur

Pistlar eftir höfund

Virðing lífs og verndun - Tímabil sköpunarverksins- Fundur höfuðbiskupa af Norðurlöndum

Tímabil sköpunarverksins- Fundur höfuðbiskupa af Norðurlöndum - pallborðsumræður þeirra á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle Assembly, 2018, í Hörpu -Ályktun ráðstefnu Alkirkjuráðsins hér á landi, 2017, um réttlátan frið við jörðu

Keltnesk grunnmynd úitialtaris á Esjubergi á Kjalarnesi

Einbeittur áhugi og atorka, framkvæmdakrafur og kjarkur hafa verið talin keltnesk skapgerðareinkenni. Og mér sýnist sem þið sýnið þau einkenni greinilega með viðbrögðum ykkar og verkum.

Yfirjarðnesk undur

Gröfin opnast gerist virkur, gróskumáttur frelsarans/kærleikans. Yfirvinnur heljarháska himingeisli bjartra páska.

Merkt kirkjusögurit: Helgistaðir við Hafnarfjörð

Viðamikið og merkt kirkjusögurit, Helgistaðir við Hafnarfjörð eftir Gunnlaug Haraldsson, þjóðhátta- og fornleifafræðing, er nýlega komið út í afar veglegu þriggja binda ritverki

Keltnesk ferðahvöt

Höldum fram í gæsku vors miskunnsama föður. Í mildi og nærfærni bróður vors Jesú, Í geislaflóði Andans helga.

Íklæddur Kristi

Á þessum degi ákalla ég himna alla til vitnis um það að ég hafi íklæðst Kristi. Ég kýs engan annan Drottin en Skapara himins og jarðar

Fjólublátt

Áður en jól ganga í garð þyrfti fjólublár litur aðventu og jólaföstu að hafa mótað og markað umhverfi og mannlíf, litur íhugunar, endurmats og iðrunar í kristinni arfleifð.

Keltneskur arfur á Vesturlandi

Þorvaldur segir jafnframt í texta sýnum frá dýrlingum keltneskrar kristni eins og heilögum Kolumkilla, St. Columba á latínu, og heilögum Patreki, postula Írlands. Með því dregur hann fram trúar- og menningaruppruna landnámsmanna, sem komu hingað til lands frá keltneskum löndum og menningarsvæðum og settust margir að á Vesturlandi.

Heilagur Kolum Killi

Í Vita Columba, Ævisögu Kolum Killa, sem Adomnán 9. ábóti klaustursins merka á eyjunni helgu Iona, einni af Suðureyjum Skotlands, skráði þar í lok 7. aldar, er sagt frá og því lýst að heilagur Kolum Killi hafi andast við altari klausturkirkjunnar rétt eftir miðnætti sunnudaginn 9. júní áríð 597.

Mýs og menn

Þótt mikill munur sé á músum og mönnum eiga þau það sameiginlegt að vera berskjölduð fyrir margvíslegum skakkaföllum og raunum í oft skjóllítilli tilveru sinni svo að vonarþrá og fyrirætlanir verða æði oft að engu.

,,Draumur um veg”, enn og áfram til Jakobsborgar

Thor hrífst af dómkirkjunni í Leon, sem kallar fram minningar um ritstörf heima og upphaf rithöfundaferils hans í Frakklandi. Í León er einnig kirkja heilags Ísidórs frá Sevilla með konunglegri grafhvelfingu sinni, þar sem varðveist hafa rómaðar myndskreytingar frá miðöldum. Þær draga fram gildi myndlistarinnar í höfundarverki og listsköpun Thors.

Sóknarprestur hjartahreinn - sýnd í kvikmyndahúsum

Kvikmyndin ,,Hreint hjarta” er sérlega vel gerð þrátt fyrir lítinn tilkostnað og ber vott um glöggskyggni og vandvirkni Gríms leikstjóra. Hún líður vel fram og nær tökum á áhorfendum, sem finna fyrir ábyrgð og vanda prestsþjónustunnar.

Keltnesk kristni og Kaim, brjóstvörn og brynja Patreks

Kristni kelta einkenndist af því m.a. að þeir gættu að því að Guð opinberaðist ekki aðeins í helgum ritum heldur jafnframt í undrum sköpunar sinnar, náttúru og mannlífi, sem væri ekki ofurselt syndinni þótt illskan hefði myrkvað það og sækti stöðugt að því.

Kvikar myndir og minningar í apríl

Slíkar myndir er upplagt fyrir afa og ömmur að sjá með barnabörnum sínum og segja þeim frá hvernig var að fara í bíó í gamla daga. Kærleikur og lífsvirðing felast vissulega í því að styrkja kynslóða- og vinabönd og miðla gleðilegri reynslu.

Eldhaf ástar og ógna

"Satt er og rétt að börnin, sem eru eða ættu ávallt að vera uppspretta og hvati samkenndar, ástar og elsku, verða harðast úti á flótta undan eldhafi átaka og hamfara." Stjörnugjöf fyrir sýninguna ****

Siglt um höf í kjölfar papa og Kelta

Að morgni 16. maí 2011, á degi heilags Brendanslagði írska seglskútan Ferðalangur úr höfn frá bænum Ventry í Kerrýhéraði á vesturstönd Írlands í tveggja mánaða siglingu og rannsóknarleiðangur um papaslóðir.

„Ég hélt þú værir bara betri“

Örlagaríkur hildarleikur heimstyrjaldarinnar síðari og afleiðingar hans eru baksvið leikritsins sígilda ,,Allir synir mínir”eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller. Það var frumsýnt 1947 og kom við kviku bandarísks mannlífs og samfélags og varpaði á það afhjúpandi og gagnrýnu ljósi og gerði Miller bæði umdeildan og víðfrægan.

Ráðherraraunir, grín og galsi

Góður og vel leikinn farsi getur veitt líkn og sálubót með því skapa fjarlægð frá veruleikanum margbrotna og oft tregafulla og sára. Hann gefur jafnframt sýn yfir viðburðasviðið í spéspegli og kost á því að hlæja að misfellum og brestum og hreinsa sinni af íþyngjandi áhrifum þeirra og létta huga.

„Örlát iðgnótt jarðar“

Þessi litskrúðugi ævintýraleikur er léttur en ekki laus við átök enda þótt séu með öðrum hætti og niðurstaða hans sé allt önnur en í harmleikjum Shakespeares eins og Lé konungi. Ofviðrið virðist valda miklum spjöllum.

,,Á leiksviði fífla svo stóru.” Lér konungur í Þjóðleikhúsinu

Lér konungur er nærgöngult og sígilt leikverk svo sem fleiri verk Shakespearse. Það afhjúpar þverbresti í mannlífi og ágalla, er afskræma, nái þeir yfirtökum, atgervi og hæfileika svo að trúnaður og elska víkja fyrir undirferlum og svikum og völd og áhrif leiða til hörmunga.

Draumurinn um veginn, einsemd og einvera

,,Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans.” Þessi spámannsorð Jesaja og Jóhannesar skírara, sem hljóma á aðventu í boðskap kirkju Krists, eiga vel við pílagrímaleiðir fyrri tíðar, sem greiddu Guði veg í hugum og hjörtum þeirra sem fóru þær.

Íslandsklukkan á afmælisári

Íslandsklukkan fjallar um réttlæti og ranglæti, afskræmingu þessara hugtaka í meðförum ráðamanna, uppgjör og viðleitni til þess að gefa þeim raunhæfa merkingu. Hvaða merkingu fær „réttlætið“ í okkar samtíð er skuldavandi og bjargarleysi vegna glapræðis fjármálafursta og ráðamanna sliga heimili og ógna fjölmörgum fjölskyldum?

Enron og afreksverkin

Fjarri fer því að hægt sé að segja sem svo að umfjöllun og rannsókn á hruni íslensks efnahagskerfis hafi nú staðið svo lengi að hægt sé og hagkvæmt að hverfa frá þeim. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós og úrræði til lausnar liggja ekki fyrir.

Garpar og glímumenn

Gerplu skrifar Halldór Kiljan Laxness næst bóka eftir Atómstöðina. Hún fjallaði um upphaf kalda stríðsins og áhrif þess hér á landi í herstöðvardeilum og hermangi, sem Halldór skrumskælir á kostulegan hátt. Gerpla segir frá görpum fyrri tíðar, svarabræðrunum Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Bes(r)sasyni, sem lýst er í Fóstbræðrasögu og víðar í fornum sögum. Halldór hagnýtir sér minni og drætti úr þeirri sögu en semur sína eigin frásögn og breytir mjög lýsingum á fólki og atburðum.

Háskaspil og hættumörk. Faust í Borgarleikhúsinu

Mikið er í ráðist af Borgarleikhúsinu í samstarfi við leikhópinn Vesturport að færa leikrit á svið, sem mið tekur af margslungnu og fjölvídda stórvirki Johann W. Goethes (1749-1833) um Faust. Aðdáunarvert er hve vel tekst að gera því viðhlítandi skil og skírskota jafnframt til samtímans. Efniviðinn í Faust sækir Goethe til Biblíunnar, forngrískra harmleikja, verka Shakespears og þýskra Faustsagna fyrri tíðar, er lýstu samningi við djöfulinn til að auka mátt og þekkingu með eigin sál að veði.

Oliver, börnin og kreppan

Í sögunni um Oliver bendir Charles Dickens á samfélagsmein í samtíð nær og fjær og varpar fram áleitnum spurnum: Hvernig reiðir börnum af í efnahagskreppu?

Upprisa og endurreisn

„Krýsuvíkurkirkja er brunnin.“ Sú fregn barst í byrjun árs og myndgerði efnahagshrunið. Bænarefni er að vel takist að endurreisa kirkju og þjóðarhag.

Trúðar og trú

„Jesús litli“ í meðförum trúðanna er um margt hrífandi sýning þótt galsinn og afkáraskapurinn fari á stundum út á ystu mörk. Hún er afhjúpandi, bendir ekki aðeins á himinljósið tæra og sakleysið heldur á myrkur, illsku og grimmd sem umljúka það á alla vegu og ógna því.

Blessun Barokkorgels Hafnarfjarðarkirkju

Birti trú og tónskáldanna snilli tónadýrð sem hljóðfæranna mál, heilög tónlist fagra kirkju fylli fögnuði sem vermi hug og sál.

Söngur Cecilíu

Thor fylgir íslenskri miðaldaþýðingu á helgisögunni um guðsást og dygðir heilagrar Cecilíu, trúarstaðfestu hennar og píslarvætti og einnig brúðguma hennar Valeríanusar og bróður hans Tíbúrkíusar. Thor færir söguna hingað til lands sem vitrun förumanns er situr á árbakka í Húsafelli, þar sem kirkja var helguð dýrlingnum í kaþólskum sið.

„Lífið er mjög langt“

Þriðji og lokaþáttur Fjölskyldunnar er eðlilega átakamestur. Framan af vegur groddaleg gamansemi salt við innri sársauka og meinsemdir eins og í fyrri þáttum, en brestirnir í fari persónanna koma betur í ljós. Og fjölskylduleyndarmál skjóta upp kolli sem eitrað hafa út frá sér í gegnum tíðina. Gjálífi og svall hafa reynst verri en náttúruhamfarir.

Ótti og eldur - Brennuvargar Max Frisch í Þjóðleikhúsinu

,,Ég lánaði þeim eldspýtur. Og hvað með það. Það lánuðu allir eldspýtur, næstum hver einasti maður. Annars væri borgin varla brunnin til ösku. – Svo gerði ég þetta líka í góðri trú og af því að ég treysti þessum mönnum.“

„Kreppur, krakk og kvótabrask“ í Hafnarfirði

Nú stendur sjávarútvegsvika Kvikmyndasafns íslands. Hún ber yfirskriftina: ,,Kreppur, krakk og kvótabrask“, sem er vissulega þarft íhugunarefni þegar þjóðin er að reyna að vinna sig út úr áföllum bankahrunsins, sem varð fyrir nær réttu ári, og fylgjandi efnahagskreppu.

„Stefna” í stormi og stillilogni

Hvínandi stormur blés með regni þegar prestar og kirkjulið gengu fylktu liði upp grýttan mel að Kópavogskirkju við upphaf prestastefnu. Veðrið var viðeigandi umgjörð um stefnuna sem kom saman til að fjalla um endurmat í samfélaginu og framtíðarsýn í stormi og straumi óvissu -og krepputíðar.

Allslaust barn

Nýfætt blessað barnið sefur, bjart á svip og hvílir rótt. Ljós í myrkri líf þess gefur, líkn og gleði helga nótt. Bljúgir hirðar fjár það fregna fyrir englasöng og boð, Guð sé orðinn allra vegna allslaust barn í reifa voð

Sáttastarf á átakasvæðum

Átakanleg tíðindi berast af átakasvæðum þar sem ófriðareldar loga. Frá Írak birtast þau daglega á sjónvarpsskjám. Orrahríð í Líbanon var aðal fréttaefnið meðan hún stóð yfir. Fjöldi manns lá í valnum og óskilgreind örkuml, limlestingar og eyðilögð mannvirki hlutust af.

Aðventa sem kairos

Það er ekki langt að fljúga til Grænlands en samt er eins og það sé harla fjarri. Golfstraumurinn leikur ekki um það til að ylja því líkt og Íslandi heldur kaldari hafstraumar, og það er ekki í Evrópu en tilheyrir Vesturheimsálfu.

Predikanir eftir höfund

Logatungur og leiðarljós, vegferð og vegarnesti

Hingað erum við komin í Strandarkirkju á helgum hvítasunnudegi, flest hver eftir langa gönguleið frá Hafnarfirði eða Bláfjöllum á fornri Selvogsgötu. Fyrri kynslóðir gengu hana löngum, bæði hingað í Selvoginn og héðan til Hafnarfjarðar.

Guðs barn og bróðir Jesú Krists

,,Sonur Guðs, umskapa hjarta mitt. Andi þinn gefur fuglum sönginn og býflugum suðið. Ég bið þig aðeins um eitt kraftaverkið enn. Fegra sál mína.” E.t.v. bendir þessi forna keltneska bæn á kraftaverkið, að sál, vera og vitund fegrist og endurspegli guðlega nánd og tilgang.

Sól í hæstum hæðum

Þeim þótti sem hún væri svo smá og látlaus, að ekkert sæist þar né fyndist nema nærvera Guðs. Þeir náðu þar áttum, fundu veru og virkni Guðs í eigin hjartslætti og jafnframt í undrum sköpunarverksins allt í kring, í hróstrugu hrauni, fjöllum og blásandi hverum, orkulindum lífríkis og á himinhvelfingunni.

Verndandi salt og lífgandi ljós

Kristin viðmið verða hvorki sótt né varin með illvirkjum og morðum. Sé þeim beitt er helstefnu fylgt skyldri þeirri sem tendraði ófriðarbál í álfunni og um víða veröld fyrir miðja síðustu öld.

Caim, verndarhjúpur og leiðarljós

Trúin fólst fremur í því að opna hug og hjarta meðvitað fyrir nærveru Guðs, taka við ljósi hans í bæn og lofgjörð í Jesú nafni, eða stilla sig inn á bylgjulengd hans, svo að notuð sé nútímalíking.

Mál og menning

En sjaldan er það metið sem skyldi og sýnt í orðum og gjörðum hve dásamleg Guðs gjöf það er að geta tjáð sig og talað. Gerðist það væru illu orðin og niðurdrepandi víðs fjarri og blekkingarnar líka og svikin. Orð koma til leiðar bæði góðu og illu.

Dýrkun Guðs á Dagverðarnesi

Ef að líkum lætur, gætu fornar minjar á Dagverðarnesi, yrðu þær rannsakaðar af kunnáttufólki, sýnt fram á veru keltneskra kristinna manna hér forðum daga sem ræktuðu trú sína í auðmjúkri Guðsvitund og trausti. Þess hafa síðari tíma menn notið sem lifðu hér og bjuggu.

Jónsmessukvöld í Krýsuvík

Endureisn og endurbygging hafa löngum farið saman í sögu kristinnar kirkju og eiga sér rætur í endurbyggingu musterisins í Jerúsalem er var brotið niður við herleiðingu Ísraelslýðs til Babilon.

Heilags Patreks dýrðardagur

Vel fer á því að fjalla um heilagan Patrek í Hallgrímskirkju á dánar -og dýrðardegi hans 17. mars. Með vitnisburði sínum og fórnfúsa lífi lofaði hann Guð í Jesú nafni og hafði sem boðberi kristinnar trúar gjörtæk áhrif á trúarlíf og þjóðmenningu Íra líkt og sr. Hallgrímur hér á landi.

Guð blessi Ísland

Þegar horft er í skugga hrunsins á ,,gróðaærið,“ sem leiddi til þess, kemur fram að leiðsögn hans og lífsgildi voru sjaldan stefnumarkandi enda jókst misskipting, kaldlyndi og hirðuleysi um farnað smælingjanna í samfélaginu og víðar í veröldinni.

Kirkja kvödd

Þeir, sem endurheimta líf sitt úr dauðans háska, líta lífið eftir það eins og allt öðrum augum en áður. Þá verður margt, sem fyrrum batt huga, áhyggju og eftirtekt, harla lítils virði, og glöggt kemur í ljós hvað gerir lífið þess virði að lifa því.

Þingvellir og þjóðarhagur

Jesús hryggist yfir því, að hvorki dómsorð né kærleiksboðskapur um fyrirgefandi líkn og elsku hrærðu verulega við kynslóð hans og fékk hana til að breyta um lífstakt og stefnu og taka þátt í lífsdansinum glaða og hjálpræðisáætlun Guðs, sem hann birti með spámannlegu valdi, táknum og undrum.

Horft frá Hellisgerði á 17. júní

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi og gleðilega þjóðhátíð. Ávallt fer vel á því að við Hafnfirðingar, hvaðan sem við eigum uppruna okkar að rekja, komum saman hér í Hellisgerði á þjóðhátíðardegi 17. júní. Hér nemum við höfga angan gróandans.

Þrenning og þrútin alda, ferming og fögur lauf

Vorið bjarta er orðið að fögru sumri, þegar þið sem síðasti hópur fermingarbarna Hafnarfjarðarkirkju að þessu sinni, gangið fram til að fermast við fagurt altari kirkjunnar. Blóm og grös hafa enn einu sinni sprottið úr jörðu, fuglar, margir langt að komnir, búið sér hreiður og klakið út eggjum og komið upp ungum og lauf vaxið á trjám til að næra þau á ilgeislum sólar.

Menning, saga og samferð þjóða

Velkomin til kirkju á menningardegi prófastsdæmisins. Kynning á nýútgefnu glæsiriti ,,Kirkjur í Kjalarnesprófastsdæmi” er meginefni dagsins og saga kirknanna og kirkugripir þeirra.

Fischer fallinn, Mozart manntaflsins

Því er manntaflið, skákin, heillandi, að hún tæmist ekki af leikjum og möguleikum þrátt fyrir aðeins 64 reiti skákborðsins og endurspeglar um margt átök og baráttu lífsins. Baráttusvið hennar er augljóst, taflmennirnir á sínum reitum. Hver leikur mótar framvinduna.

Orð og undur (í Krýsuvík)

En erindið dýrmæta þarf að setja fram á svo glöggu og skiljanlegu máli hverju sinni að innhald þess og veigur, eigind og umbreytandi afl séu virk og máttug til að hræra hjörtu og huga og leiða til hjálpræðis og samræmis við Orðið eilífa, skynsemi, rök, réttlæti og umskapandi elsku Guðs þótt ytri mynd og umhverfi, aðstæður og kjör séu breytileg frá öld til aldar og kynslóð til kynslóðar.

Gæskan er öflugri en illskan

Góði hirðirinn. Svo nefnist eftirtektarverð kvikmynd, sem verið er að sýna í Reykjavík. Halda mætti, að hún fjallaði um Jesú, en svo er aldeilis ekki. Góði hirðirinn, sem vísað er til, er leyniþjónustan C.I.A. Aðalpersónan, leyniþjónustmaðurinn Wilson, er táknmynd fyrir hana.

Aldarminning á aðventu

Fyrsta ljósið á aðventukransinum minnir á spámennina, sem sögðu fyrir um komu frelsarans. Öll vísa aðventuljósin á hann, komu hans og nánd, sem það Orð Guðs, sem skapar, endurleysir og lífgar. Kirkjuárið byrjar sem endranær á þessum Drottins degi. Það fer á undan almanaksári og fellur ekki að því. Það vísar til þess að kristin kirkja er í heiminum en þó ekki af þessum heimi.

Stefna og straumar

Hallgrímur Pétursson fylgir í Passíusálmunum Jesú Kristi á þjáningarvegi hans og útmálar sáluhjálplegt gildi kærleiksfórnar hans, sem úthellir lífi sínu til að losa um alla syndar- og dauðans fjötra. Sálmarnir eru sístæður vegna þess hve umfjöllunarefni þeirra eru gerð góð skil með trúarlegu innsæi og andagift.

Daglegt brauð og lífsins brauð

Tíminn líður fram, á öðru ári nýrrar aldar og árþúsunds, liðið er á föstu og horft mót páskum og vori. Öldin gengna er að komast í fjarska, svo hægt er að öðlast betri heildarmynd af henni en fyrr, líta yfir framfaraspor en líka helsi og hörmungar.