Pétur Pétursson

Höfundur -

Pétur Pétursson

Pistlar eftir höfund

Hótel jörð

Draumar þeirra sem unnu að endurreisn Skálholts um miðja síðustu öld hafa ræst og það þarf engan utanaðkomandi fagaðila í veraldlegum hótelbransa til að bjarga staðnum. Kirkjuráði ber að standa vörð um starfsemina þar.

Trúfrelsi og þjóðkirkja: Andstæður eða skapandi samstæða?

Ýmsir virðast gefa sér að stjórnarskrárvarið trúfrelsi útiloki tilvist þjóðkirkju, kirkju sem hafi sérstaka stöðu gagnvart þjóðinni í þeim lagaramma sem skilgreinir stjórnskipan ríkisins, grundvallargildi samfélagsins og réttindi og skyldur þegnanna.

Saltarinn og flugnasuð. Um helgihaldið í Skálholti á Þorláksmessu að sumri.

Á sumarmessunni er sungið úr Saltaranum bæði úti og inni. Saltari þýðir sungin lofgjörð og er heitið notað yfir Davíðssálmana. Þessir sálmar, 150 að tölu, eru uppistaðan í tíðagjörðinni sem mótað hefur helgihald kirkjunnar frá upphafi.

Trúin, réttlætið og samviska mannsins

Gildi trúar og trúarstofnana fyrir einstaklinga og þjóðfélag hefur undanfarið verið mjög til umræðu og er víða tekist á um hlutverk og stöðu trúar og helgihalds á opinberum vettvangi

Að hlaupast undan merkjum

það er sem sagt viðurkennt að jákvætt trúfrelsi, frelsi til trúar, sé velferðarmál sem skiptir samfélagið máli og þess vegna verður ríkið að eiga sér umgjörð um trúriðkun þegnanna – og trúleysi eða hlutleysi þegar því er að skipta - og það verður að eiga sér innihald einnig.

„Faðir við son og sonur við föður...“

Hæglega hefði verið hægt að leiða biskupsmálið til lykta með farsælum hætti fyrir alla hlutaðeigandi á grundvelli rannsóknarskýrslunnar sem kom út rétt fyrir hvítasunnuhelgina.

Hugleiðingar í tilefni úttektar á kirkjulegu starfi í Skálholti

Á rúmlega 60 árum hefur staðurinn verið endurreistur sem kirkjuleg miðstöð og ef nú verður dregið í land er öll sú endurreisn unnin fyrir gýg. Hún verður þá ekki bara hégómi.

Grasrótin og Kirkjuþingið 2010

Íslenska ríkinu mundi vart detta í hug að skilja sig frá kirkju sem samsamaði sig þúsund ára hefð, sjálfri sögu þjóðarinnar, sem er svo nátengd biskupsstólunum fornu. Það er með kirkjuna eins og blómstrið eina, það þarf að fá næringu gegnum ræturnar til að blómgast í sólskininu.

Menningarbylting í Reykjavík

Hafin er róttæk menningarbylting á Íslandi sem á sér upptök í Ráðhúsinu. E.t.v. á róttækt útspil Mannréttindaráðs borgarinnar um að hreinsa skólann af trúarbrögðum að skapa hugarró og vellíðan meðal borgarbúa á erfiðum tímum og gera þá hæfari til að takast á við lífsvandann sem að steðjar.

Af munkum og víkingum

Til verða nýjar goðsögur sem hafa þann tilgang að hylja siðrofið eða beina athyglinni frá því. Við þessar aðstæður verða ný goðmögn til sem spretta eins og fullskapaðir guðir út úr höfði kapítalismans. Nýjar hetjur koma fram á sjónarsviðið sem menn trúa að muni skapa fullkomið samfélag.

Kirkjan sem björgunarhringur

Við spyrjum: Hefur safnaðarstarfið orðið virkara s.l. tíu ár? Er kristileg starfsemi almennari og áhrifaríkari nú en áður? Er hægt að bæta og gera núverandi starfshætti og stjórn kirkjunnar árangusríkari þannig að hún geti komið til móts við þær væntingar sem gerðar eru til hennar voru til hennar?

Kirkjan sem björgunarhringur

Við spyrjum: Hefur safnaðarstarfið orðið virkara s.l. tíu ár? Er kristileg starfsemi almennari og áhrifaríkari nú en áður? Er hægt að bæta og gera núverandi starfshætti og stjórn kirkjunnar árangusríkari þannig að hún geti komið til móts við þær væntingar sem gerðar eru til hennar voru til hennar?

Hólar og Skálholt og sjálfstæði Þjóðkirkjunnar

Nú þegar verið er að endurskoða lögin um þjóðkirkjuna frá 1997 er eðlilegt að spurt sé hvort sú skipan mála sem þá var komið á hafi náð tilgangi sínum, hvort hin frjálsa og sjálfstæða þjóðkirkja sé betur tengd við þjóðlífið og lifandi starf í söfnuðunum en áður.

Breytt staða lútherskra fríkirkjusafnaða gagnvart þjóðkirkjunni

Prestar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði skrifa grein í Morgunblaðið 23. maí þar sem fjallað er um sóknargjöld og greiðslur ríkisins til safnaða og í Jöfnunarsjóð og bent er á að stuðningur ríkisins við fríkirkjurnar er talsvert minni en við sambærilega söfnuði þjóðkirkjunnar.

Vígsla staðfestrar samvistar samkynhneigðra

Undanfarinn áratug hafa miklar breytingar orðið til batnaðar á réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi og hafa margir orðið til að fagna því. Ísland hefur gerst aðili að evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum þar sem bannað er að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar og andi þeirra hefur skilað sér inn í löggjöf og stjórnarskrána.

Trú og meðferð

Umræðan um trú og meðferðarúrræði undanfarnar vikur leiðir hugann að merkri ævisögu eftir mannfræðinginn Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur um konu sem margir töldu ofsatrúar en hún helgaði líf sitt alkóhólistum og utangarðsfólki seinni hluta ævi sinnar.

Heimastjórn og fríkirkja

Fríkirkjupresturinn séra Hjörtur Magni Jóhannsson hefur farið mikinn í fjölmiðlum rétt fyrir það kirkjuþing sem nú stendur yfir og finnst honum staða safnaðar síns fáránleg í “skugga ríkiskirkjunnar” sem hann kallar svo og finnur allt til foráttu. Harðsnúna sveit ríkiskirkjunnar telur hann vinna markvisst gegn því að Fríkirkjan fái notið kirkjusögulegs arfs sem ríkið er nú í óða önn að greiða út. Ekki hefur það skilað sér til séra Hjartar að á Íslandi er engin ríkiskirkja lengur. Síðust leifar hennar voru afnumdar með þjóðkirkjulögunum 1997.

Predikanir eftir höfund

Hamingja kristninnar

Ég ætla að byrja hugvekju mína í dag á því að segja ykkur frá dreng sem ég þekki til. Hann var farinn að loka sig af og vildi ekki umgangast fólk, ekki fjölskyldu sína og félaga, enda átti hann orðið fá raunverulega vini. Hann lék sér ekki lengur úti, og það var langt síðan hann hafði farið út í fótbolta eins og hann hafði iðulega gert áður fyrr.

Kirkjan og andi sannleikans

Við þekkjum víst öll hvað kveðjustundir geta verið erfiðar - bæði fyrir þann sem þarf að kveðja og hinn sem verður eftir. Oft verða þessar kveðjustundir ógleymanlegar og valda straumhvörfum í lífi fólks, annað hvort til hins verra eða betra.

Kom heill að hjarta Fróns!

Stjórnarskráin úrelt plagg, segja margir. Tiltrú þjóðarinnar á opinberar stofnanir og embætti er í lágmarki, almenn tortryggni og reiði ríkir. Gagnrýni og endurskoðun víða. Nýtt fólk býður sig fram í leiðtogastöður. Spurt er um grundvallargildi.

Þetta fólk er þjóð þín

Eftir hrunið er íslenskt þjóðlíf í uppnámi, reiði, tortryggni og ósætti ræður ríkjum sem aldrei fyrr. Græðgin og dýrkun efnislegra gæða hefur nagað lífrót menningar og siðgæðis þjóðarinnar. Þjóðin er með grátstafinn í kverkunum og biður um leiðtoga sem geta þjónað.

Kirkjan og trúin

Kjarninn í þeim kristindómi sem gaf þjóðinni kjark þegar hún braust úr viðjum fátæktar, kúgunar og einangrunar er einmitt umburðarlyndur og frjálslyndur að þessu leyti. Kirkjan er öllum opin.

Markaðurinn í musterinu

En við verðum alltaf að vaka á verðinum, gæta þess að þessi gildi falli ekki í gleymsku, að þau verði ekki falskt yfirborð og látalæti. Þau verða að skjóta rótum í hjartanu og móta hugarfarið.

Leið ekki þjóð mína í freistni

Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum

Jólin og grunngildin

Jólaguðspjallið sem lesið var skírskortar til þess sem við köllum grundvallargildi sem við viljum og verðum að standa vörð um. Þar segir frá undrinu mikla, Guð - Guð sem er kærleikur - kom í heiminn og vitjaði mannanna, en umgjörð þessa undurs er í sjálfu sér hvorki glæsileg né upphafin.

Kom þú drottinn Kristur

Í predikuninni Við dyrnar spyr Haraldur: "Vilt þú undirbúa slíka tilkomu Krists?" Og hann bætir við og segir: "Hann er jafnvel fúsastur að koma til þess, sem finnur sárast til sektar sinnar og vanmáttar."

Lifandi Guð kærleikans

Þegar gengið er í innri þögn í góðum félagskap – þá er eins og ný vídd opnist. Óljóst fer að vakna með okkur spurningin um það hver sé afstaða okkar og ábyrgð gagnvart því sköpunarverki sem blasir við okkur á slíkum stundum.

Endurnýjun musterisins

Meistarinn gengur um í súlnagöngum Salómons, það dregur til tíðinda, þessi umdeildi vakningarpredikari er kominn á áfangastað. Gyðingarnir safnast saman og leggja fyrir hann spurningu. Það verður að komast á hreint hver þessi maður er og hvert umboð hans er.

Hvar ert þú staddur ?

Það virðist vera innbyggt í mannlegt eðli að vilja staðsetja sig – vita hvar maður er. Það er forsenda þess að við öðlumst yfirlit og samhengi – forsenda þess að umhverfið og aðstæður myndi samhengi.

Lykillinn að hvítasunnunni

Því er ekki að neita að það er með vissum áhuga sem fræðimenn í guðfræði fylgjast með framsetningu arfleifðarinnar eftir Jesú sem spennusögu í bíómynd þar sem hugguleg kona sem getur rekið ættir sínar til Jesú kemur við sögu ásamt byssubófum í kappakstri um stræti Parísar og Lundúnaborgar.

Leiðtogahlutverkið

Hann elskaði lærisveina sína og bað fyrir þeim. Þeir undirbjuggu sig undir hátíðina og efndu til kvölmáltíðar saman og undir borðum ræðir Jesús við lærisveinana og efnir þar til sýnikennslu sem reyndis vera leiðtoganámskeið sem lifað hefur með kirkjunni alla tíð síðan – betri leiðtogafræði og forsendur árangurs fyrirfinnast ekki.

Til þess að heimurinn trúi

Þegar andstæðir hagsmunir takast á út frá ólíkum sjónarmiðum og hugsanagangi kostar það bæði þolgæði og einlæga trú að standa gegn djöfullegu aðdráttarafli ofbeldis og eyðingar, sem nærist á sjúklegum metnaði og drambi. Það kostar hugrekki og auðmýkt að tileinka sér æðstuprestsbæn Krists og taka undir með honum og gera hreystiverk hans að sínu.

Sigur lífsins

Það er ekki að ástæðulausu að eyþjóð langt norður í Atlantshafi helgar sjómönnum einn sunnudag í kirkjuárinu. Það þurfti þekkingu, hæfni og áræði til að komast hingað í upphafi vega, flytja fjölskyldu, hjú og búslóð - og það þurfti sömu eiginleikana til að viðhalda tengslunum við fjarlæg lönd, sigla með afurðir og flytja nauðsynjavarning til landsins.