Vísitasía biskups

Vísitasía biskups

Einu sinni stóð frammi fyrir biskupi og söfnuðinum í kirkjunni drengur sem átti í basli með að læra utanbókar. Biskup bað hann um að fara með trúarjátninguna. Drengurinn svaraði stamandi orðum: „Ég trúi á Guð,“ þagnaði en sagði svo: „Ég er ekki kominn lengra.“ Biskupinn sagði þá: „Ég er heldur ekki kominn lengra.“

Biskup Íslands heimsækir austfirskar sóknir. Það er kærkomið og Agnes M. Sigurðardóttir er hjartanlega velkomin. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni, sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta traust samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum, veita leiðsögn og hvetja til góðra verka.

Fyrr á öldum fólst í vísitasíunni að biskup kannaði þekkingu unga fólksins í kristnum fræðum en skilyrðið til að fermast var að vera læs og kunna helstu skil í fræðum trúarinnar. Þannig var fermingarfræðslan í raun fyrsti barnaskólinn í landinu og biskup hafði umsjón með skólastarfinu.

Margar sögur eru til af tilsjónarstarfi biskupanna. Einu sinni stóð frammi fyrir biskupi og söfnuðinum í kirkjunni drengur sem átti í basli með að læra utanbókar. Biskup bað hann um að fara með trúarjátninguna. Drengurinn svaraði stamandi orðum: „Ég trúi á Guð,“ þagnaði en sagði svo: „Ég er ekki kominn lengra.“ Biskupinn sagði þá: „Ég er heldur ekki kominn lengra.“

Kirkjan er einmitt í þessum sporum að rækta samfélag sem játar trú á Guð. Þar blómgast falleg menning sem hefur haft meiri áhrif í þjóðlífinu en flest annað í aldanna rás. Það þarf ekki annað en að horfa á dagatalið sem tekur mið af Jesú Kristi eða á þjóðfánann með sínum kristna krossi eða til þjóðsöngsins með sínu bænamáli. Íslensk saga er samofin trúnni og er enn.

Vísitasía biskups minnir okkur á þessa sögu, rætur þjóðar, menningu og gildismat. En líka á stöðu sóknanna í samfélagi nútímans. Sóknin er elst allra félaga á Íslandi og axlar mikla ábyrgð. Kirkjuhúsin, sem teljast á meðal helstu verðmæta þjóðarinnar, eru eignir sóknanna en ekki ríkisins, eins og oft er haldið fram. Sömuleiðis eru kirkjugarðarnir á forræði sóknanna. Það verður svo ljóst, þegar biskup vísiterar, hve kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju hljóma þá eins og forneskja eða tímaskekkja sem eiga enga stoð í nútímanum. Það finnur fólkið í sóknarnefndum sem á ekki málefni sín undir ráðherra heldur sóknarfólki, kirkjuþingi og biskupi.

Það er verkefni kirkjunnar að laga starfshætti og skipulag að þjóðlífsbreytingum þannig að hún megi rækja hlutverk sitt sem best. Enda hefur kirkjustarfið tekið miklum breytingum á síðustu áratugum, vaxið og blómgast af fjölbreytni. Kirkjan er fólkið. Það er kjarni málsins. Greiðari samgöngur á milli austfirskra byggða gefa aukin tækifæri til samstarfs á milli sókna og hvetja til frekari áskorana í kirkjustarfinu. Það hefur verið að gerast hjá okkur á Austurlandi og mun halda áfram. Þegar biskup kemur í heimsókn, þá finnum við svo innilega að við erum öll saman í einni kirkju, þjóðkirkjunni, sem á sér þá hugsjón að hlúa að lífinu með því að biðja, boða og þjóna. 

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?