Við föstum til að mæta Guði ...

Við föstum til að mæta Guði ...

Fastan er þannig ekki markmið í sjálfri sér heldur undirbýr hún okkur fyrir atburði föstudagsins langa og páskadags þannig að getum betur upplifað þann leyndardóm endurlausnarinnar sem er fólgin í krossdauða Krists og upprisu hans.
Árni Svanur Daníelsson - andlitsmyndÁrni Svanur Daníelsson
24. febrúar 2004

Jesaja spámaður talar um föstu í Jes 58.1-9a og beinir kastljósinu að inntaki föstunnar. Almennt er hægt að tala um tvenns konar föstu: Ytri og innri föstu.

Hin ytri fasta lýtur að þeim mat sem við snæðum á föstutímanum. Sumir halda sig alveg frá kjöti, eggjum og mjólkurvarningi alla daga föstunnar. Aðrir takmarka föstuna við öskudag og föstudaga á föstunni. Þá neyta þeir einnar fullrar máltíðar á dag (sem inniheldur ekkert kjöt). Einnig er leyfilegt að neyta smá matar að morgni og kvöldi en það má ekki verða svo mikið að í heildinni jafngildi það tveimur heilum máltíðum.

Ytri fastan vísar ætíð til hinnar innri föstu sem hefur lítið breyst í tímans rás og geymir kjarna föstunnar. Segja má að innri fastan hafi tvíþætt markmið: Annars vegar að við minnumst skírnarinnar þegar við vorum helguð Guði; hinsvegar að við undirbúum okkur fyrir páskana.

Það gerist þannig að við beinum athygli okkar inn á við og skoðum okkur sjálf í ljósi lífs Krists og kenninga hans. Þessi sjálfsskoðun leiðir okkur til dýpri skilnings á eigin stöðu, iðrunar og yfirbótar og að lokum til endurnýjunar hugarfarsins.

Fastan er þannig ekki markmið í sjálfri sér heldur undirbýr hún okkur fyrir atburði föstudagsins langa og páskadags þannig að getum betur upplifað þann leyndardóm endurlausnarinnar sem er fólgin í krossdauða Krists og upprisu hans.

Hægt er að lýsa þessu með öðrum hætti: Hvert og eitt okkar á að nota föstuna til að snúa sér til Guðs. Fastan hefur þannig Guð að markmiði. Hin ytri fasta bendir með ögun sinni á þá innri sem bendir okkur til Guðs og minnir okkur á að við erum Guðs og eigum að ganga á Guðs vegum.

Er þetta ekki ágætt verkefni að glíma við í fjörtíu daga á ári? Að líta í eigin barm og kanna hvar við stöndum, hugleiða grundvallarspurningar um líf okkar og nýta þannig föstuna til að styrkja og bæta samband okkar við Guð, gera hugsanlega leiðréttingu á stefnunni í lífi okkar með það að markmiði að öðlast fyllri og sannari tilveru.

Guð gefi okkur öllum styrk til þess.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?