Mamma, af hverju halda allir að þetta sé það sem ég hugsa?

Mamma, af hverju halda allir að þetta sé það sem ég hugsa?

Þennan fimmtudagsmorgun var baksíða eins dagblaðanna ægiflott auglýsing þar sem taldar voru upp fjórar ástæður fyrir því að fermast. Þetta vakti áðurnefnda spurningu í huga ungmennisins sem sat yfir kornfleksinu og horfði á baksíðuna nývaknað og reyndar nýfermt. Unglingar í hlutabrjálæði nútímans og fáir spyrja hvað þeim finnst og af hverju? Allir vita allt en enginn spyr mig.

Þennan fimmtudagsmorgun var baksíða eins dagblaðanna ægiflott auglýsing þar sem taldar voru upp fjórar ástæður fyrir því að fermast. Þetta vakti áðurnefnda spurningu í huga ungmennisins sem sat yfir kornfleksinu og horfði á baksíðuna nývaknað og reyndar nýfermt. Unglingar í hlutabrjálæði nútímans og fáir spyrja hvað þeim finnst og af hverju? Allir vita allt en enginn spyr mig.

Huggulegar dagblaðaútgáfur hafa spurt nokkur ungmenni á þessu vori, af hverju lætur þú ferma þig? Svörin eru svipuð af því að unglingum hentar að vera keimlík svona á yfirborðinu en flóra mannlífsins er ekki minna auðug þegar kemur að unglingum. Fólk framtíðarinnar sem kirkjan er þakklát fyrir að fá að hitta á þennan sérstaka hátt á unglingsárunum því þau eru stórkostleg á sinn ögrandi hátt og uppfull af spurningum og hugmyndum. Guði dýrmætar manneskjur sem því miður eru hlutgerðar og ímynd þeirra útflött í umræðu og auglýsingum fjölmiðlum.

Það hefur verið undirliggjandi einhver nöldurtónn í umræðum um fermingar hin síðari ár og margir úttalað sig um fjöldaframleiðslu, neyslukapphlaup, dýrar veislur og óhóflegar gjafir. Betra væri peningunum varið í annað eða í það minnsta ekki þetta. Vitanlega hættir okkur öllum að spenna bogann hátt en það er val. Kannski er því þannig farið að við sem eldri erum sláum falska tóninn í þessa mannlífs svítu. Ein röddin minnir á að sum þeirra verði súr ef afi eða amma eru ekki virkilega gjafmild eða að veislan kosti of mikið. Hvað gjafirnar varðar þá flokkast gjafavonbrigði undir mannlegt eðli hvort sem er á jólum, afmælum eða brúðkaupum. Þetta heitir vanþakklæti og með því að færa þessar tilfinningar í tal er hægt að nota þetta til að byggja upp verðmætamat en ekki brjóta niður.

Fermingardagurinn er jafnan góður dagur. Gengið til kirkju með fjölskyldunni og mikið brosað og kysst. Unglingurinn nýtur þess að vera í miðpunkti og skynjar að öllu var tilkostað í hans eða hennar þágu. Skuggar sem tengjast þessum degi eru vegna einhverra válegra atburða eða ósættis í fjölskyldu en stafa ekki af vanþakklæti eða alvöruleysi.

Innihald og undirbúninginur fermingarinnar og fermingarfræðslunnar er gott tækifæri til að skapa umræður um raunveruleg gildi lífsins, trú og efa. Ef það tækifæri er nýtt þá er ljóst að fermingin snýst ekki um umgjörð heldur innihald, tilfinningar en ekki tölvur. Stöndum að baki unglingunum okkar en ekki andspænis þeim til að ögra og skrumskæla. Styðjum þau en bregðum ekki fyrir þeim fæti þegar þau leita til kirkjunnar og lýsa því yfir að Guð skipti máli í lífi þeirra. Styðjum við trú þeirra en drögum ekki í efa einlægni og trúarvitund eða skilning þeirra á hver raunveruleg verðmæti lífisins eru sem að við í uppeldinu hljótum að vilja fræða þau um. Tökum þátt í undirbúningi þeirra með því að hlusta á þau, læra af þeim og miðla því sem okkur finnst skipta máli.

Og svona rétt í lokin, sjáið fyrir ykkur auglýsinguna sem minnst var á í upphafi í tilefni af öðrum merkisviðburði sem skiptir máli í lífi fólks: „Fjórar ástæður til að gifta sig! Þvottavél með fullkomnu vindukerfi, eldavél með gashellum , ískápar sem spýta út úr sér klökum og kaffivél sem gerir þér mögulegt að þeyta mjólk í indælan cappucino bolla.“

Vildum við láta draga í efa heilindi okkar og hug á giftingardegi?

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?