Leikgleði

Leikgleði

Þýsk stúlka sem aðstoðaði nýverið í sumarbúðum hér heima á Íslandi veitti því eftirtekt að krakkarnir höfðu meiri tíma fyrir frjálsan leik heldur en í þeim sumarbúðum sem hún þekkir til í Þýskalandi. „Og þau fóru bara í allar áttir að leika“ sagði hún hálf hissa við mig.

Þýsk stúlka sem aðstoðaði nýverið í sumarbúðum hér heima á Íslandi veitti því eftirtekt að krakkarnir höfðu meiri tíma fyrir frjálsan leik heldur en í þeim sumarbúðum sem hún þekkir til í Þýskalandi. „Og þau fóru bara í allar áttir að leika“ sagði hún hálf hissa við mig.

Þó þetta sé ekki algildur munur á sumarbúðastarfi í löndunum tveimur, þá vöktu orð hennar mig til umhugsunar um hversu dýrmæt leikgleðin er. Sérílagi sú leikgleði sem felur í sér spunann sem verður til í frjálsum leik. Og ég veiti því eftirtekt að sum okkar sem teljum okkur fullorðin höfum fjarlægst þessa leikgleði, týnt henni eða þorum ekki að viðurkenna það gagnvart sjálfum okkur eða öðrum að okkur langi (enn) til að leika okkur.

Ég veitti því líka eftirtekt að hún tók sérstaklega fram að krakkarnir fóru í allar áttir. Úr stórum hópi barna urðu margir litlir hópar og sum kusu að leika sér ein. Fyrir þeim sem starfa á leikskólum eða í öðru samhengi með (yngri) börnum eru þetta örugglega engin ný sannindi. Samt er vert og rétt að nema staðar um stund og velta þessu fyrir sér. Hvernig er þetta í kirkjustarfinu, spyr ég mig.
Þegar ég byrjaði að mæta í sunnudagaskóla fyrir tæpri hálfri öld var oft boðið upp á leiki og ekki man ég betur en að við hefðum öll glaðst yfir því að vera með í einum og sama leiknum. Það sama var upp á teningnum þegar ég var sjálfur farinn að aðstoða í sunnudagaskólanum í Glerárskóla. Stundum voru 300 manns mætt og á góðum degi lítið mál að bjóða upp á leik sem ungir og aldnir voru til í að taka þátt í. Í starfi mínu með æskulýðsfélögum, fermingarbarnahópum og í öðru samhengi hefi ég notað mikið af leikjum og þótt gaman af. En rétt eins og matarvenjur breytast með nýjum kynslóðum, þá breytist áhuginn og leikgleðin hliðrast yfir á ný svið.

Samhliða fjölbreytni áhugamála og margbreytileika í samfélaginu almennt tekur leikgleðin á sig nýjar myndir. Þótt þörfin fyrir hinn frjálsa leik og leiki almennt sé sem fyrr til staðar (og jafnvel nauðsynlegri nú en oft áður) þá fæ ég ekki betur séð en hér hafi orðið breyting á, sem við sem störfum í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar þurfum að bregðast við. Þannig þarf ég, sem er forfallinn aðdáandi að stólaleikjum þar sem allur hópurinn situr í hring og allir taka þátt, að læra að það hentar sífellt færri hópum. Vissulega er hægt með hressileika og myndugri hópstjórn að hrífa stóran hóp fermingarbarna með í slíkan leik. En af er sem áður var: Alla jafna eru þau ekki mörg úr hópnum sem betla um að fá að fara í sama leik aftur.

Ef til vill má orða það svo að árið 2018 séu börn og unglingar vel í stakk búin til að kunna að velja og hafna og séu sér meðvituð um að einstaklingurinn þarf ekki að velja eins og hópurinn velur, að hin unga manneskja má hafa eigin skoðun, eigið val. Ef svo er, þá ber að fagna því og vonandi er það tilfellið í öllu því samhengi sem börn og unglingar hrærast í. Mér virðist sem slíkur andi svífi að minnsta kosti yfir vötnunum þegar kemur að því að bjóða barna- og ungmennahópum að taka þátt í dagskrá þar sem leikir eru í fyrirrúmi. Og hvað þýðir það fyrir leikjadagskrána?

Að mínu mati bíður okkar sem störfum í barna- og unglingastarfi kirkjunnar það verkefni að leita nýrra leiða til þess að leikgleði okkar sem og þátttakendanna allra fái notið sín. Og hver veit nema að þá gleði sé að finna í fjölbreytileikanum? Til dæmis að við bjóðum upp á fjögur leikhorn samtímis fyrir TTT-hópinn í stað þess að fara í einn „stóran“ leik. Skoðum málið. Eflum leikgleðina. Deilum reynslusögum! Tækifærin eru fjölmörg! Og gleymum því ekki að frjáls leikur getur verið dýrmætari fyrir barnið eða unglinginn heldur en allir leikir sem okkur dettur í hug að „bjóða uppá“.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?