Karlmennska og remba á kirkjuþingi

Karlmennska og remba á kirkjuþingi

Þau hugtök eru í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu
Þorvaldur Víðisson - andlitsmyndÞorvaldur Víðisson
20. nóvember 2017

Fyrirferðarmikil er framganga hins gamla manns á kirkjuþingi. Einkenni slíkrar framgöngu og framkomu er til dæmis að uppnefna fólk, hafa að engu gild málefnaleg rök og brjóta trúnað og fundarsköp til að snúa á fólk og bregða því.

Sumum finnst framkoma sem þessi töff og eftirtektaverð. Finnst slík framganga góð leið til að ná sínu fram og finnst það merki um árangur í starfi.  

Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu. Slík framganga er niðurlægjandi fyrir fólk, eykur hættu á að ákvarðanir séu teknar á röngum forsendum og stuðlar að því að lýðræði sé vanvirt.

Að vinnubrögð hins gamla manns séu fyrirferðarmikil á kirkjuþingi er umhugsunarvert. Kirkjan þarf síst á því að halda að ofbeldisleg framganga sé viðhöfð á kirkjuþingi, sem skal vera lýðræðislegur vettvangur, þar sem kirkjustarfinu er settur rammi.

Í gömlu riti, Kólussubréfinu í Nýja testamentinu, er talað um hinn gamla og hinn nýja mann. Textinn er tæplega 2000 ára gamall og hvetur ritarinn lesendur sína til að hverfa frá hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja manni.

Friður, kærleikur, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi eru hugtök sem lýsa eiga hinum nýja manni.

Þau hugtök eru í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu.

Kirkjuþingskosningar verða á næsta ári. Það væri synd ef kirkjunnar fólk bæri ekki gæfa til þess að kjósa hinn nýja mann á kirkjuþing, því framganga hins gamla manns á ekkert skylt við fagnaðarerindið.

Greinin var fyrst birt í Morgunblaðinu laugardaginn 18. nóvember s.l.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?