Hann fer á undan

Hann fer á undan

Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7).„Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7). Hann fer á undan.
Karl Sigurbjörnsson - andlitsmyndKarl Sigurbjörnsson
20. apríl 2003

Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7).„Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður,“ sagði engillinn (Mark.16.7). Hann fer á undan. Ferð kirkjunnar er ekki frá gröfinni tómu, með fölnandi minningu í farangrinum. Tilvera kirkjunnar er ferð til samfunda við Krist. Það táknar máltíðin helga við altari hans. Þú gengur fram með hik þitt og efa, ótta og gleði. Hann kemur á móti þér með sigur sinn, huggun og von. Framtíðin er hans. Að trúa á Krist er að játast þeirri framtíð þar sem Kristur hefur gjört alla hluti nýja og þerrar hvert tár af hvörmum, nema gleðitár endurfundanna.

Fagnaðarerindið um líf og návist hans sem á krossinum dó og reis af gröf á brýnna erindi við mannkyn nú en nokkru sinni. Á okkar tímum þegar ekkert er heilagt nema gróðinn, þegar ekkert er æðra en hafa það gott og njóta lífsins hvað sem það kostar í algjöru skeytingarleysi um gæði jarðar og hag náungans, þegar hnefarétturinn, hefndin og harkan virðist ráða för, þá er fagnaðarerindi Jesú Krists öflug áeggjan og köllun til sérhvers manns að taka háttarskiptum með endurnýjun hugarfarsins. Guð er að verki í heiminum okkar. Vorsins veldi vitnar um hann á sinn hljóðláta hátt, og miskunnsemin, ástin og vonin þegar hún kemst að í lífi og aðstæðum okkar. Það er þó aðeins skugginn af Kristi, kærleikanum sem er sterkari en dauðinn og mun um síðir sigra allt. Og nú segja páskarnir þér: Hann vill komast að hjá þér og blessa þig, velta steininum frá, leysa viðjar og þerra tár hjálpa þér að horfast í augu við líf og hel og vitna um lífið.

Trúðu á hann, leyfðu honum að kenna þér hvað það er að lifa, og trúa og vona og elska. Láttu gleði páskanna enduróma í lífi þínu: Kristur er upprisinn! Hann er upprisan og lífið! Og þú ert hans í lífi og í dauða. Gleðilega páska.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?