Með kebab og kók í hendi á Betlehemsvöllum.

Með kebab og kók í hendi á Betlehemsvöllum.

Fengum við hið besta Kebab og Falafel og grænmeti og skoluðum öllu niður með kóki úr flöskum skreyttum arabísku letri, enda Betlehem að mestu arabísk borg og á yfirráðasvæði Palestínumanna
Þórhallur Heimisson - andlitsmyndÞórhallur Heimisson
15. desember 2017

Þá nálgast jólin hröðum skrefum og flestir að komast í jólagírinn. Það hefur verið mikið að gera eins og gengur í prestastarfinu og þær eru orðnar margar jólaheimsóknirnar hjá mér í klúbba og félög og á samkomur. Eins og hjá öðrum prestum. Þessar árvissu aðventuheimsóknir eru alltaf jafn skemmtilegar, þá fær maður sem prestur tækifæri til að spjalla um jólin og jólaboðskapinn við allskonar fólk og gleðjast með fólki út um allan bæ.

Venjukega lýkur þessum aðventuheimsóknum með því að jólaguðspjallið er lesið og sunginn er jólasálmurinn „Heims um ból“ sem við öll þekkjum. Frásagan af fæðingu Frelsaranns á Betlehemsvöllum snertir okkur öll á einn eða annan hátt – leyfi ég mér að segja hvort sem við erum trúuð eða ekki.

Á þessari aðventu snertir sagan af Maríu og Jósef og Jesú og fjárhúsinu og englunum og hirðunum og Betlehem mig alveg sérstaklega. Ég var nefnileg staddur á Betlehemsvöllum í september á liðnu hausti með hóp af fólki sem ég var að leiðsaga meðal annars um Ísrael. Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem ég kem þangað en upplifunin er alltaf jafn sterk. Samt er nú lítið sem minnir á jólaguðspjallið á Betlehemsvöllum í dag. Borgin Betlehem hefur vaxið í gegnum aldirnar og nú eru vellirnir þar sem fjárhirðar forðum gættu hjarðar sinnar inni í miðju úthverfi – það litla sem eftir er af þeim.

En samt, ferðamaður sér söguna vel fyrir sér þegar þangað er komið. Í haust var Fæðingarkirkjan í Betlehem umvafinn stillösum og sama gilti innan veggja hennar. Þannig að þar var nú lítið að sjá – en upplifunin sterk.

Við Íslendingarnir komum sem sagt niður á Betlehemsvelli um hádegisbil og vorum orðin nokkuð svöng eftir ferðina, enda búin að vera á göngu í Jerúsalem fyrr um morguninn. Leiðin lá þaðan í gegnum hlið á aðskilnaðarmúrnum sem Ísraelsmenn hafa reist og reyndi það á sálartetrið að aka þar í gegn. Okkur túristunum var að vísu hleypt hratt og örugglega áfram af vopnuðum hermönnum. En það var erfitt að horfa upp á raðir Palestínumanna við hliðið sem ekki fengu sömu meðferð. Og múrinn sem teygir sig eina 700 kílómetra, alsettur gaddeavír og varðturnum og vopnuðum hliðum.

En sem sagt.

Þarna í hverfinu, þar sem eitt sinn hjarðir gengu á beit á Betlehemsvöllum, vorum við búin að panta hádegisverð á dægilegu Kebab–grilli sem þar stendur. Fengum við hið besta Kebab og Falafel og grænmeti og skoluðum öllu niður með kók úr flöskum skreyttum arabísku letri, enda Betlehem að mestu arabísk borg og á yfirráðasvæði Palestínumanna.

Hitinn var þó nokkur og gott að sitja í skugganum með kókið og arabíska tónlist í eyrum og láta hugann reika til hirðana, englanna og hinnar heilögu fjölskyldu.

Á þessari aðventu leitar hugurinn tilbaka til Betlehemsvalla og landsins helga. Nú verður lítið um hátíðahöld á jólum í Betlehem vegna deilna um allt þetta svæði sem forseti bandaríkjanna hefur kynnt undir ef sínum alþekkta eldmóði.

Ég sendi hljóða bæn yfir hafið og vona að Guð gefi að aftur megi ríkja friður á jörðu á Betlehemsvöllum eins og forðum daga.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?