Tollhliðið

Tollhliðið

Þegar ég var krakki fórum við oft í kjánalegan leik. Þessi leikur hét ekki neitt en hefði mátt kalla tollhliðið. Í þessum leik voru sumir krakkanna tollarar og hinir þeir sem ganga í gegnum tollinn. Aðalmarkmið leiksins virtist vera að komast eins oft í gegnum tollinn og maður gat. Til þess þurfti að borga og var gjaldmiðillinn yfirleitt það sem maður fann á götunni; spýta, steinn eða laufblað.

Þegar ég var krakki fórum við oft í kjánalegan leik. Þessi leikur hét ekki neitt en hefði mátt kalla tollhliðið. Í þessum leik voru sumir krakkanna tollarar og hinir þeir sem ganga í gegnum tollinn. Aðalmarkmið leiksins virtist vera að komast eins oft í gegnum tollinn og maður gat. Til þess þurfti að borga og var gjaldmiðillinn yfirleitt það sem maður fann á götunni; spýta, steinn eða laufblað.

Einkenni þessa leiks var algjör ringulreið. Gildi gjaldmiðilsins breyttist ört, það sem tryggði öruggan aðgang eina mínútuna var frágangssök þá næstu. Mannaskipti voru ör í tollinum. Börn í leik skipta um hlutverk á svipstundu og með nýjum tollara komu nýjar reglur. Í þessum aðstæðum var eitt aðalgamanið að smygla sér framhjá tollinum. Ég hljóp í gegn, gabbaði mig í gegn, klifraði yfir hindranir eða tók krók. Ég passaði mig samt alltaf á því að það sæist til mín vegna þess að ég vildi líka vera í eltingaleik.

Leikurinn entist aldrei lengi í hvert skipti þótt að við færum reglulega í hann. Óútreiknanlegir tollverðir, mismunandi reglur, greinilegur vinsældalisti hjá tollurunum þar sem sumir komust alltaf í gegn á meðan aðrir þurftu að bíða uppá von og óvon leiddi fljótt til spennu meðal þátttakenda. Og þar sem við vorum börn, þá kom einnig til gráts og gnístran tanna yfir óréttlæti heimsins. Þegar ég varð eldri missti leikurinn algjörlega skemmtanagildi sitt af ofangreindum ástæðum. Óútreiknanlegur og óréttlátur leikur.

Því miður er ég orðinn þátttakandi í svipuðum leik hér í Palestínu við varðstöðvar ísraelska hersins sem eru út um allt í Palestínu. Reglunnar virðast svipaðar nema að veruleikinn hér er öllu grimmari og miskunnarlausari. Tollaranir við þessar varðstöðvar eru þungvopnaðir og miklu snjallari en þeir sem réðu ríkjum í leiknum forðum. Ég nýt þess þó nú, umfram fólkið í kringum mig, að vera hátt á vinsældalistanum enda ríkisborgari fjarlægs lands. En gjaldmiðillinn, appelsínugult skírteini, er oft á tíðum ekki tekið gilt. Allir eru grunsamlegir og reglunnar breytast í sífellu. Sadi, palestínskur vinnufélagi minn hefur aðeins farið út fyrir Betlehem fimm sinnum seinustu tvö ár.

Vegna þess hve Palestínumönnum reynist erfitt að komast á milli staða hef ég ásamt fleiri fulltrúum Mannréttindavaktarinnar farið með lækna- og hjúkrunarliði til einangraðra þorpa vestan við Ramallah, í þeirra von að greiða götu þeirra. Og það virkar. Nærvera fólks úr alþjóðasamfélaginu auðveldar þessu fólki að komast í gegnum varðstöðvar ísraelska hersins. Dr. Habbab, yfirmaður þessarar þjónustu, gerði samanburð. Í tíu daga samfleytt tókst liði hans að komast allra sinna ferða þrátt fyrir varðhlið. Tveimur vikum fyrr varð hópurinn frá að hverfa í níu skipti. Læknisþjónustan sem liðið veitir er sú eina sem fólkið í þorpunum fær.

Reglunnar við varðstöðvarnar breytast daglega og jafnvel yfir daginn. Ef ég spyr: ,,Er hægt að fara yfir varðstöðina núna?" Þá er svarið iðulega: ,,Þú verður bara að fara og gá." Enginn veit almennilega hverjar reglurnar eru hverju sinni. Þess vegna kjósa margir Palestínumenn að smygla sér framhjá varðstöðvunum frekar en að hætta á frávísun af því að pappírarnir sem þeir höfðu voru ekki þeir réttu. Þeir sem fara þurfa um hliðin eiga ýmis erindi, t.d. vegna vinnu sinnar eða til að leita læknis.

Frá varðstöð Ísraelshers við Kalandya á Vesturbakkanum.Ekki er alltaf ljóst hvers vegna svæðum hefur verið lokað. En þarna fer fram undarlegur leikur því að allir vita hvar og hvernig komast má framhjá varðstöðvunum, ísraelski herinn einnig. Ólíkt mér, kjósa palestínumenn frekar að vera í feluleik en í eltingaleik en þessi feluleikur er sérkennilegur því að allir vita hvar allir eru. Ég varð vitni að þessu í Tantor sem er rétt utan við Betlehem alveg við Gilo-varðstöðina. Tantor er skóli sem tilheyrir Vatíkaninu og er umkringdur háum vegg.

Palestínumenn hafa greinilega óopinbert leyfi til að ferðast yfir landareignina á leið sinni til Betlehem. Þeir þurfa að ganga í gegnum þröngt hlið í veggnum til að komast út á bersvæði og hlaupa yfir það til að komast til Betlehem. Stundum leyfir herinn þetta og stundum ekki. Þegar ég var þarna gekk ég í gegnum hliðið til að hitta fólk hinum megin við vegginn sem var í mótmælasvelti. Nokkrir palestínumenn notuðu tækifærið á meðan engir hermenn voru þar til að hlaupa yfir berangrið. Þegar ég fór tilbaka voru þrír hermenn komnir til að gæta hliðsins. Ég hélt áfram og þegar ég kom fyrir horn skólans, litlu fyrir ofan hliðið, sá ég hvar um 30 Palestínumenn biðu þess að hermennirnir færu.

Hermennirnir vissu vel af þeim en aðhöfðust ekkert. Palestínumennirnir fylgdust með hermönnunum en biðu átekta. Þeir voru að bíða eftir að hermennirnir færu í kaffi svo þeir kæmust sjálfir heim. Svipaða sögu er hægt að segja um Kalandya varðstöðina þar er hægt að ganga framhjá varðstöðinni. Hermennirnir vita hvar sú gönguleið liggur og stundum loka þeir henni. En stundum ekki.

Fyrir mitt leyti, skil ég ekki þetta fyrirkomulag. Er þetta einhverskonar afbökuð mannúðarstefna sem ræðst af skapi yfirmanna hverju sinni? Eða í versta falli upplagi og skoðunum 18 ára stráklings með hríðskotabyssu? Víst er að þetta er mjög niðurlægjandi.

Ísraelska afbrigðið af leiknum mínum er ekki leikur heldur kaldur og hættulegur veruleiki Palestínumanna. Ef þeir fara ekki varlega getur það endað með því að vera skotinn.

Að vera grunsamlegur hér er nógu rík ástæða til að vera handtekinn og haldið föngnum allt frá nokkrum klukkutímum, upp í vikur, án þess að rökstudd ástæða liggi fyrir handtökunni. Aðeins það að vera grunsamlegur getur leitt til dauða. Í dag geta allir Palestínumenn talist „grunsamlegir“. Þeir eru fastir í aðstæðum sem þeir vilja ekki vera í.

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?