Í sumri náðarinnar

Í sumri náðarinnar

Gakk um greiðar brautir bæja og borga, þú sumarbjarti heilagi andi.
Holger Nissner
30. maí 2004

Gakk um greiðar brautir bæja og borga,
þú sumarbjarti heilagi andi.

Strjúk milt yfir lúð og grá yfirborð,
laða fram bros hjá þeim þreyttu,
svo trúin vaxi og vonin dafni
þar sem dyrum er lokið upp fyrir öðrum.

Ljúk upp hliðunum þegar skuggar lengjast og sumri hallar,
þú haustmildi heilagi andi.

Já, syngdu um Guð
og gleddu þann sem einmana er
og þau sem angur slær,
svo mæddir brosi og blindir sjái
að lífið er ætíð þess vert að því sé lifað.

Blás nýju lífi yfir götur og torg,
þú vetrartæri sannleiks andi.

Þrýst þér gegnum valdsins gráu glerhallir
og tendra oss með mildri hendi Guðs
svo borgin geti ljómað á ný
og fagnað komu Hans.

Kom til okkar þegar við óttumst dóma annarra,
þú skapandi máttur vorsins.

Boða okkur að Jesús lifir
og gefur líf eins og hann hefur sagt!

Svo göngum við út í trú á Guð
og lifum óttalaus í sumri náðarinnar.

Lausl. þýð. Karl Sigurbjörnsson

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?