Tími vaxtar og þroska

Tími vaxtar og þroska

Tími kirkjuársins frá hvítasunnu og til aðventu kallast oft hátíðalausa tímabilið. Það er þá sem reynir á í trúarlífi og iðkun kirkjunnar. Engin sérstök tilefni til guðsþjónustu og tilbreytni, aðeins sunnudagurinn einn.

Tími kirkjuársins frá hvítasunnu og til aðventu kallast oft hátíðalausa tímabilið. Það er þá sem reynir á í trúarlífi og iðkun kirkjunnar. Engin sérstök tilefni til guðsþjónustu og tilbreytni, aðeins sunnudagurinn einn.

Kristin trú og kirkja fer ekki í sumarfrí. Trú okkar er ekki tyllidagatrú, ekki hátíðapunt, heldur hversdagstrú. þjóðkirkjan er að starfi vegna þess að Kristur er á ferð og mælir sér móts við mannanna börn. Og að hverju leitar hann? Hann leitar að trú. Að trú sem starfar í kærleika. Trú sem elskar Guð og náungann, biður, vonar, elskar.

„Mun mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?“ Spurði Kristur eitt sinn. Það er sársauki og undrun í þeirri spurningu.

Við skulum vera jákvætt svar við þeirri spurn. Og við skulum leitast við að vera þar sem Kristur mælir sér móts við okkur, í bæninni, í orði nýja testamentisins, við altarið, í þjónustunni við þau sem hann kallar sín minnstu systkin, í trúnni, voninni og kærleikanum.

Guð blessi þér sumarið og birtu þess, og gefi þér vöxt og þroska í trú.

Friður í kirkju og frelsi guðlegt ríki, friður í landi, heift og sundrung víki, friður í hjarta færi sumargróður, faðir vor góður! (Fr.Fr. Sb.336)

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Viðbótarsamningur, sjálfstæði eða fjötrar?

Ljóst er að mikill þrýstingur verður á kirkjuþing að verja stórauknum fjármunum til sókna kirkjunnar, vegna niðurskurðar ríkisins á sóknargjöldunum. Allir eru sammála um að þörf sé á því inn í rekstur safnaðanna. En eru allir sammála um að á móti skuli stórfækka prestum?