Jón Steinar og fyrirgefningin
Við munum öll þegar hann Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði að stúlkurnar sem Robert Downey braut á þyrftu bara að fyrirgefa honum, þá myndi þeim líða betur.
Jesús segir líka að við eigum að fyrirgefa. Ekki bara sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö. Og það má segja að fyrirgefningin sé rauði þráðurinn í gegnum kristna trú, á henni byggjast allar okkar hugmyndir um samband okkar við Guð, Guð fyrirgefur okkur syndir okkar, þess vegna eigum við líka að fyrirgefa öðrum sem brjóta gegn okkur.
Arna Ýrr Sigurðardóttir
28. október 2018
28. október 2018
Við erum ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu
Við megum til með að vera ábyrg gagnvart jörðinni, hafinu og andrúmsloftinu, til að umhverfið sé hreint og geti verið umgjörð um lífið og lífsforsendur ókominna kynslóða.
Jógvan Fríðriksson
21. október 2018
21. október 2018
Hvað er mikilvægast?
Svo lengi sem við höldum áfram að spyrja hvað sé mikilvægt – og hvað sé mikilvægast – þá er von. Við eigum von.
Tapio Luoma
21. október 2018
21. október 2018
Inní mér syngur vitleysingur
áðgátur lífsins eru margar. Flest könnumst við, við málsháttinn „Orð eru til alls vís eða fyrst.“ Ég hef löngum velt fyrir mér merkingu þessa málsháttar. Raunar ekki komist að haldbærri niðurstöðu. Nema að málshátturinn á uppruna sinn í Biblíunni. Einhverjum kann að þykja það liggja í „augum úti“ eins og meðlimir pönksveitarinnar Purrks Pilnikk öskruðu úr sér um árið á níunda áratug síðustu aldar og málvandafólk þess tíma fóru úr límingu af vandlæti og áhyggjum hvert unga kynslóðin væri eiginlega að fara með íslenska tungu og útúrsnúningi almennt sem væri aldrei viðeigandi nema fyrir vitleysinga.
Þór Hauksson
21. október 2018
21. október 2018
Om att crossträna tron
Tro är som en muskel som kan tränas. Helst så att hela kroppen är i rörelse, lite som på en crosstrainer, konditionsmaskinen som motionerar ben och armar och mer därtill. Och förresten, cross-trainer måste ju vara en bra bild för den tro som har ett kors i centrum.
Antje Jackelén
21. október 2018
21. október 2018
Sermon in Vídalínskirkja
The faith in him is personal. However, faith is also common, we are woven together in Christ.
Helga Haugland Byfuglien
21. október 2018
21. október 2018
Tilvist Guðs
Er Guð til? Við svörum þessari spurningu á margvíslegan hátt. Sá merki vísindamaður Stephen heitinn Hawking svaraði henni neitandi í bók sem kom út nýverið, að honum látnum. Alheimurinn gengur að hans sögn ekki eftir gangverki og hann hafnaði þeirri skýringu að fötlun hans væri einhver guðleg refsing. Sá sjúkdómur sem hann þurfti að glíma við mestalla ævina, ætti sér aðrar og jarðbundnari rætur.
Skúli Sigurður Ólafsson
21. október 2018
21. október 2018
Hýsum hælislausa
Í guðspjalli dagsins fer Markús með okkur inn í kunnuglega sögu. Mettun þúsundanna.
Þetta er svipuð saga og við sjáum í öðrum guðspjöllum. Svangt og umkomulaust fólk verður satt. Hér af brauði einu, annars staðar bætist fiskur við.
Þeir fóru af stað með honum, þeir sem hann vitjaði við vatnið. Fiskimennirnir sem hann sagði að leggja frá sér netin og halda út í óvissuna. Lærisveinar, síðar nefndir postular.
Þorbjörn Hlynur Árnason
15. október 2018
15. október 2018
Himnaríki og helvíti
Himnaríki og helvíti, þessar andstæður hafa löngum verið manninum hugleiknar. Þær eru ekki bundnar við trúarbrögðin, þetta eru tveir ásar í tilvist okkar. Hvert viljum við stefna, og hvað viljum við forðast?
Skúli Sigurður Ólafsson
14. október 2018
14. október 2018
Ilmgrænt haf
Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
Í þessu ljóði Snorra Hjartarsonar lætur skáldið sig berast eftir ilmgrænu hafi lyngbreiðunnar í átt að algleymi og kyrrð.
Skúli Sigurður Ólafsson
07. október 2018
07. október 2018
Réttur og hnefaréttur
Fermingarbörnin hafa gjarnan svörin á reiðum höndum. Mér finnst fróðlegt að spegla vangaveltur á þessum hópi og fá álit þeirra á ýmsum málum. Fræðslan er samtal þar sem við lærum ekki síður en þau og öll sjónarmið fá að njóta sín.
Skúli Sigurður Ólafsson
30. september 2018
30. september 2018
Hógvært hjarta
„Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. (…) Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti…“ (Lk.14:8,10) Í fljótu bragði hljómar þetta eins og Jesús sé að kenna okkur um hógværð. Hógværð er hversdagsleg dyggð og þykir að nokkru leyti bera vott um kurteisi.
Toshiki Toma
24. september 2018
24. september 2018
Dramb er falli næst
Eitt af því mörgu ánægjulega sem fylgir því að vera prestur í Neskirkju er að fá að heimsækja listamenn. Við söfnuðinn starfar öflugt sjónlistaráð og eru sýningar ákveðnar með góðum fyrirvara. Ráðsfólk hefur því tækifæri til að spjalla við þá jafnvel áður en þeir vinna verk sín sem svo verða til sýningar. Sú er og raunin núna með þann viðburð sem nú er í undirbúningi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23. september 2018
23. september 2018
„Hver heldurðu að þú sért?“
Prédikun dr. David Hamid, biskups í Evrópubiskupsdæmi Ensku biskupakirkjunnar, sunnudaginn 16. september 2018 í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Messa í tengslum við héraðsfund Ensku biskupakirkjunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum haldinn dagana 13.-16. september 2018 í Dómkirkjunni í Reykjavík og í safnaðarheimili Dómkirkjunnar.
David Hamid
16. september 2018
16. september 2018
Fyrirgefning og endurreisn!
Ég hef fylgst, eins og líklega margir aðrir, með umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga og viku um kynferðisbrot innan kirkjunnar og meðhöndlun fjölmiðla á nafngreindum einstaklingum, og um leið umræðu um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót.
Sunna Dóra Möller
09. september 2018
09. september 2018
Vegprestur predikar
Fyrir hálfum öðrum áratug vorum við hjónin á ferð yfir Fimmvörðuháls. Svæðið er íðilfagurt og hrikalegt í senn og manneskjan verður harla smá í þeim samanburði. Vart var hægt að snúa sér við án þess að fyllast lotningu og myndavélin óspart notuð. Svo mörgum árum síðar var ég að fara í gegnum myndir sem teknar voru í ferðinni og sá að þar hafði, innan um öll náttúrufyrirbrigðin, vakið athygli mína skilti sem stendur uppi á hálsinum þar sem hann er hæstur.
Skúli Sigurður Ólafsson
02. september 2018
02. september 2018
Miklu þjappað í stutta sögu
Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir ykkur, kæru fermingarbörn að setjast á bekk hér í þessari kirkju og hlusta á sögurnar og nöfnin sem tengjast henni. Neskirkja er auðvitað hluti af landslaginu ykkar, hér gangið þið um planið á hverjum degi og mörg ykkar hafið kynni af starfinu hérna. En eins og við höfum sagt við ykkur í upphafi hvers dags þá eru miklar líkur á að þið eigið eftir að læra helling áður en þið haldið svo heim á leið að kennslu lokinni.
Skúli Sigurður Ólafsson
26. ágúst 2018
26. ágúst 2018
Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018
Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg talað til yðar til þess að fögnuður minn sje í yður og fögnuður yðar sje fullkominn. Þetta er mitt boðorð, að þjer elskið hver annan eins og eg hefi elskað yður,” segir Frelsarinn þar.
Geir G Waage
23. ágúst 2018
23. ágúst 2018
Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018
“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta dagsins. Mammón vísar til fjegirndar og fánýtis og er hjer að auki auðkenndur með sjerstakri tilvísun til ranglætis. Hinar eilífu tjaldbúðir standa fyrir Guðsríkið, ríki himnanna; hugsjónina um endurleyst mannlíf rjettlætis og kærleika.
Geir G Waage
23. ágúst 2018
23. ágúst 2018
Án þess að vænta neins í staðinn
Biðjum: Ljúk upp augum okkar, Drottinn, að við megum skynja dásemdirnar í lögmáli þínu. Amen.

Þorgeir Arason
10. júní 2018
10. júní 2018
Making an invitation list
Today’s Gospel is the parable of people invited to a big party. A man, maybe a rich man, is going to have a big party and has invited lots of guests. But many of them decline the invitation, bringing up various excuses. Then the host becomes angry and invites other people on the street whom he hardly knows. And he says: “I tell you, not one of those who were invited will get a taste of my banquet.” (Lk.14:24)
Toshiki Toma
10. júní 2018
10. júní 2018
Sjómannadagur
Guðspjallið
,,Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“( Matt 8.23-27)
Kristján Valur Ingólfsson
03. júní 2018
03. júní 2018
Garðar
Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.
Skúli Sigurður Ólafsson
27. maí 2018
27. maí 2018
Í miðjum alheimi
Því miðja alheimsins er sannarlega til og við þurfum engar óbeliskur til að staðsetja hana. Við leitum miðjunnar í eigin hjarta. Umhverfis hana er sjóndeildarhringur okkar og þar vinnum við allt okkar starf. Frá þeim upphafspunkti vakna stórar spurningar okkar um tilgang, líf og tilvist.
Skúli Sigurður Ólafsson
10. maí 2018
10. maí 2018
Traustið
Traustið nærist þannig af reynslu. Treysti ég Guði fyrir lífi mínu? Hef ég reynslu af samfélaginu með Guði? Ekki konan sem spurði mig hvernig ætti að biðja, en fann innra með sér þrá til að kynnast Guði, sagði mér að inni í sér væri andlegt tóm, eins og ráðvilt í leitinni að tilgangi lífsins.
Gunnlaugur S Stefánsson
10. maí 2018
10. maí 2018
Kenn oss að telja daga vora
Sigurbjörn brosti og svaraði síðan af sinni alkunnu og markvissu yfirvegun og rósemi: “Já, vinur minn, þetta hafa menn sagt um aldir, að kirkjan væri að fara í hundana, en alltaf fór það nú svo að hundrarnir dóu en kirkjan lifði!”
Gunnlaugur A. Jónsson
09. maí 2018
09. maí 2018
Hjartað
Uppistaðan í þessum steinda glugga var útprentun af hjartalínuriti deyjandi manns. Taktföst hrynjandin birtist okkur í öldutoppum og dölum sem kunnugir geta sett í samband við það þegar lokur og gáttir þessa líffæris opnast og lokast og hleypa blóðinu þar í gegn þangað sem það streymir um allar æðar líkamans.
Skúli Sigurður Ólafsson
29. apríl 2018
29. apríl 2018