Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Nýsköpun Guðs

Nýsköpun Guðs var hafin, broddur dauðans brotinn. Jesús reis fyrstur, sem tákn fyrir þá sem á eftir komu, merki þess að Guð sigrar hið illa með valdi sínu, jafnvel dauðann. Á páskum fögnum við því að okkur er boðin hlutdeild í þessum mikla sigri.

Augnsamband

Ég veit ekki hvort ungi maðurinn sem lagðist í götuna þekkti Jesú, en ég veit þó alltént að hann hefur orðið að sækja jakkafötin sín úr hreinsun öðru hvoru megin helgarinnar og svo veit ég líka að hann notaði aðferð Krists. Aðferð Krists þekkist alltaf. Hún þekkist á sjónarhorninu.

Í réttum fötum

Manneskjan er það sem hún kaupir og neytir. E.t.v. gæti þetta verið yfirskrift samtímans. Með auglýsingum er stöðugt verið að segja okkur að við getum orðið eitthvað annað en við erum með því að skipta um umbúðir. Við lifum á tímum auglýsinga og ímyndarsköpunar, upplýsingaflæðis og frjálsra viðskipta. Og er hún ekki stórkostleg umhyggjan sem viðskiptalífið ber fyrir okkur neytendum.

Jólagjöf til þín

Mörgum er á jólahátíð tamt að hugsa til fyrri jóla. Ég er engin undantekning. Mér verður gjarnan hugsað til fyrstu jólanna, sem ég hélt utan foreldrahúsa. Við héldum heilagt saman, ég, konan mín, þá verðandi nú fyrrverandi, og fjögurra mánaða gömul dóttir okkar. Sú litla var fyrsta barnabarn í báðum ættum og fjöldi ættingja hafði komið til hennar jólagjöfum.