Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Varist falsspámenn

Gleðilega hátíð! Ég samfagna sóknarpresti og sóknarnefnd og sóknarbörnum Borgarkirkju yfir vel unnu verki hér. Borgarkirkja hefur hlotið gagngera endurbót og skartar nú sínu fegursta. Þökk sé þeim sem hér hafa lagt hollan hug og hagar hendur að góður verki af svo mikilli alúð og listfengi að unun er á að líta. Og þökk öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt þessu verkefni lið, og þeim sem bera þennan helgidóm og iðkun hans uppi. Guð launi það og blessi allt.

Blessun og hendur

Mér eru minnistæð orð aldraðrar konu í Reykjavík. Ég var nýbyrjaður sem prestur. Hún kom að máli við mig og sagðist hafa verið við messu í Dómkirkjunni þar sem dómprófasturinn var að kveðja söfnuðinn. Þar hefði hann sagt að nú myndi hann að þessu sinni breyta út frá gamalli hefð og ganga eftir messu til dyra og kveðja söfnuðinn þar með handabandi. Gamla konan var þakklát fyrir þetta að hafa fengið að taka í hönd prestinum sínum, en bætti svo við: „Ég get bara ekki skilið þennan gamla sið að dómkirkjuprestarnir skyldu ræna söfnuðinn þeirri blessun að fá að taka í hönd þeirra eftir messu. Að ég tali nú ekki um að fara sjálfir á mis við þá blessun frá söfnuðinum“

Lykillinn

Við höfum gengið um fagrar slóðir, hlýtt á Guðs orð, lesið saman bók náttúrunnar. Við höfum hlustað á óm landsins, á klið fugla, blæinn í laufi, niðinn í ánni, æðaslög hjartans og hræringar líkamans, og notið samfylgdar hvers annars á þessari gönguför í sumarnóttinni.

Á sjómannadegi

Gleðilega hátíð. Sjómannadagur er hátíðardagur sjómanna, dagur fagnaðar og gleði, en líka minningadagur. Það er dagur samstöðu og fyrirbæna vegna þeirra sem farist hafa á sjó og þeirra sem eiga um sárt að binda. Við söfnumst hér saman í helgidóminum og tjáum virðingu og þökk í auðmýkt gagnvart því hve lífsbjörg íslenskrar þjóðar er enn sem fyrr dýru verði goldin.

Að leita hins góða

Á dögunum fengum við í heimsókn góða gesti suður frá Skáni. Þeir rötuðu lítið hér í Gautaborg og þurfti ég því að vísa þeim veginn heim til mín. Leiðsögnin var einhvern veginn svona: „Þið keyrið framhjá Ikea, akið áfram þar til þið sjáið stóra byggingu - það er Astra Zeneca. Þið beygið þar til vinstri og fylgið hraðbrautinni. Ef þið sjáið MacDonalds á hægri hönd eruð þið á réttri leið. Litlu síðar sjáið þið á vinstri hönd stóra byggingu með merki ABB. Ekkert mál, akið áfram. Svo beygið þið upp þar sem er stórt Volvoskilti, það getur ekki farið framhjá ykkur.

Leiðtogi lífsins

Kæru fermingarbörn. Í dag staðfestið þið þann vilja ykkar að hafa Jesú að leiðtoga lífsins og fylgja honum. Og við biðjum góðan Guð að vernda ykkur og varðveita á vegum ykkar um lífsins grýttu braut. Þið hafið eflaust frétt að ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu einkum þegar Leeds United leikur í ensku knattspyrnunni. Þá er ég ekki til viðtals heima hjá mér og geng um í hvítum fötum að sið leikmanna og blæs í herlúðra.

En þér eruð mínir vottar

Spámenn Gamla testamentisins töluðu jafnan fyrst og fremst til samtíðar sinnar, inn í ákveðnar sögulegar aðstæður. Svo er einnig um þann spámann sem talar í þeim texta sem hér var lesinn áðan og þar sem sagði meðal annars: „En þér eruð mínir vottar.“ Aðstæður þess fólks sem þarna er upphaflega talað til eru vægast sagt bágbornar, það er statt víðsfjarri heimahögum sínum og ættlandi, dvelur í útlegð í Babýlon, sem þá er öflugt heims-veldi og að öllum líkindum hafa þessi orð upphaflega verið flutt um 550 f.Kr. Engu að síður er þessu fólki ætlað að vera vottar Guðs, flytja vitnisburð um hann.

Einn bikar, eitt brauð

Skyggnumst um stund inn í þennan veruleika með okkar innri augum. Sjáum fyrir okkur bikar, stóran, voldugan bikar, sem fylltur er að börmum, fullur lífgefandi vökva, svo út úr flóir. Með þessu lífi eigum við samleið, hvaða kirkjudeild sem við tilheyrum, við sem játumst undir nafn Jesú Krists, við sem þiggum hreinsun og kraft fyrir blóðið hans.

Undarleg vika

Fyrir tveimur til þremur öldum ku sú stefna hafa fengið nokkurn hljómgrunn innan kristninnar að fjarlægja bæri krosstáknið úr kirkjum. Menn sögðu að þegar krossinn væri horfinn þá myndu kirkjurnar fyllast og menntamennirnir ganga á undan. Ýmsum þótti krossinn minna um of á dauðann allt eins og lífið, á ljótleikann allt eins og fegurðina, og því voru margir ekkert hrifnir að honum. Íslendingar eignuðust kirkjur mótaðar þessari stefnu, eins og margar aðrar þjóðir.

Daglegt brauð og lífsins brauð

Tíminn líður fram, á öðru ári nýrrar aldar og árþúsunds, liðið er á föstu og horft mót páskum og vori. Öldin gengna er að komast í fjarska, svo hægt er að öðlast betri heildarmynd af henni en fyrr, líta yfir framfaraspor en líka helsi og hörmungar.

Birtingarhátíð

Þrettándinn, birtingarhátíð lausnara vors, er síðasti dagur helgra jóla og bera okkur þessa sögu um vitringana frá Austurlöndum. Við þekkjum hana öll, hún er svo yndisleg og gæðir boðskap jólanna undursamlegum ljóma. Þeir koma eins og út úr heimi ævintýranna með konungsgersemarnar sínar leiddir af stjörnu að jötunni lágu. Helgisagnirnar segja þá komna frá Afríku, Persíu og austar enn úr Asíu. Þar með eru þeir gerðir fulltrúar mannkynsins alls í auðlegð sinni og margbreytileika og undirstrikað enn frekar þetta að fögnuður jólanna skal veitast öllum lýðum, öllum heimi, frelsarinn er fæddur öllum heimi til lausnar.

Jól

Nú er heilög jólanótt og við fáum að hugleiða saman frásögn jólaguðspjallsins. Við þekkjum hana öll frá barnæsku, kunnum, og elskum. Hún er svo einföld og látlaus að hvert barn fær skilið, og svo djúp er hún og há að enn og aftur getum við heyrt og skynjað nýjar víddir og greint nýja hljóma í henni. Svona er Guðs orð. Það er orð frá hjarta til hjarta. Og jólin eru sannarlega sú hátíð sem hjartanu er skyldust, eins og Steinn Steinarr orðaði það.

Jesús Kristur, Harry Potter og aðventan

Það eru margir búnir að bíða lengi eftir veislu helgarinnar. Þessa þrjá síðustu daga eru frátekin tæplega þrjátíu þúsund sæti fyrir veislugestina. Síðan verður pláss fyrir tugi þúsunda allra næstu vikur. Áður en yfir lýkur verður örugglega góður bróðurpartur íslensku þjóðarinnar búin að taka þátt í fagnaðinum, upplifa ævintýrið, halda hátíðina með unglingum á öllum aldursskeiðum.

Náðarár

Við höfum fagnað hér yfir fögru listaverki til prýði og helgrar þjónustu Hallgrímskirkju. Skírnarsárinn sem hér var vígður í upphafi messu, er látlaus í sinni tæru fegurð, listaverk Leifs Breiðfjörð, kærleiksgjöf Kvenfélags Hallgrímskirkju og annarra hollvina kirkjunnar sem um árabil hafa tjáð kærleika sinn og helgar minningar með gjöfum sínum.

Haustlitir

Þeir hafa verið fallegir haustlitirnir heima í Laufási síðustu vikurnar, og viss er ég um að sérhver sem gefur sér tíma til að virða fyrir sér ævikvöld laufblaða og stráa, hann lyftir hug til hæða og lofar Skapar himins og jarðar. En ekki ná allir að vera jafn snortnir af náttúrunni og fegurð hennar, því þungur niður hryðjuverka og hrollvekjandi myndir af tortímingu leggjast sem reykský yfir sálartetrið.

Á Hólahátíð

Í dag söfnumst við til helgrar hátíðar heima á Hólum. Hún er haldin til að fagna endurreisn hér og styrkja hugi og hendur til hins góða verksins í virðingarskyni við sögu og helgi staðarins. Um þessar mundir eru tvær aldir liðnar frá því að kónglegt majestet í Kaupinhafn gaf út þá tilskipun að biskupsstóll og skóli á Hólum skyldi lagður niður, stólseignirnar seldar og Ísland hér eftir vera eitt biskupsdæmi.

Hvernig get ég þekkt Guð?

Heyrst hefur að kristið fólk í fjölbragðasamfélögum sé hætt að tala um Jesúm, krossinn og upprisuna af ótta við að styggja hina. Hversu langt eigum við að ganga í umburðarlyndinu? Gleymum við Jesú er kristnin glötuð.