Bjartsýni eða lífsjátning
Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?
Guðmundur Guðmundsson
22. apríl 2019
22. apríl 2019
Aldrei úrkula vonar
Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
21. apríl 2019
21. apríl 2019
Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni
Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Agnes Sigurðardóttir
21. apríl 2019
21. apríl 2019
En hann var mjög stór
Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.
Skúli Sigurður Ólafsson
21. apríl 2019
21. apríl 2019
Gleymskan er náðarmeðal hugans.
Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Þór Hauksson
19. apríl 2019
19. apríl 2019
Where Jesus appears today
Dialogue with Jesus has actual affect on our lives. In this spiritual dialogue, we begin to receive Jesus’ message even if it should not sound sweet in our ears.
Toshiki Toma
03. apríl 2018
03. apríl 2018
Sögur sem enda illa
Kæri söfnuður.
Ég ætla að segja ykkur sögur í dag.
En áður en við komum að þeim er ég með eina tilkynningu og eina viðvörun.
Tilkynningin er þessi.
Þessari prédikun lýkur ekki í dag.
Við gerum hlé.
Og við ljúkum henni eftir tvo sólarhringa
að morgni páskadags.
Árni Svanur Daníelsson
22. apríl 2011
22. apríl 2011