Kristján Björnsson

Höfundur -

Kristján Björnsson

vígslubiskup

Pistlar eftir höfund

Réttlæti, fegurð og von

Með augum trúarinnar er það gluggasýn yfir í veruleika sem er eilífur í birtu sinni og endalaust fagur og fullkominn af því að Jesús er þannig sjálfur og vill að allt mannkyn öðlist þessa opinberun, frelsi hans, réttlæti og frið í Guði.

Boðin og búin með Ban Ki-moon gegn Trumpi allra Hitlera

„Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins.“ Þegar Jesaja spámaður talar þannig er gaman að vera í Eyrarbakkakirkju og horfa upp til myndarinnar hér eftir Louise drottningu okkar sem þá var og sjá annað sjónarhorn á það að þiggja vatnssopa...

Viljum við verða heil?

Í fyrstu prédikun sinni í Stokkseyrarkirkju leggur sr. Kristján áherslu á kærleika Krists í þjónustu kirkjunnar og kröfuna um að bregðast við neyð náungans og sérstaklega neyð flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum Sýrlands og Norður Afríku, en sjá augu Guðs í þeim sem eiga vonina eina eftir vegna vonarinnar sem við eigum í sigri Drottins.

Þannig týnist tíminn

„Þannig týnist tíminn.“ Þessi óræðu orð eru á gulnuðu blaði Bjartmars Guðlaugssonar í laginu hans góða sem var valið óskalag íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi eftir mikla kynningu og tónlistardagskrá RÚV í allt haust.

Hyggjum að liljunni vegna náungans

Við skulum fara eftir því og hyggja að liljum vallarins, horfa til fugla himinsins og líta svo á hvernig við getum styrkt hendur okkar til að mæta þeirri reynslu sem hver dagur færir okkur.

Nú gjaldi Guði þökk 39 árum eftir Heimaeyjargosið

Vandinn við það að trúa á eitthvað annað en sjálfan sig, er að þurfa að viðurkenna æðri mátt. Þá þarf að lúta æðri hugsun sem skapað hefur það líf sem við lifum.

Saga af broti og merkum sýknudómi

Sagan af hórseku konunni er ein skýrasta birtingarmynd þess að Jesú frá Nazaret var kominn til að leysa og frelsa en ekki að dæma.

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og boðun Maríu

Hér er fjallað um eldgosið á Fimmvörðuhálsi sem varð í nótt, en það er hluti af hugleiðingu um það hvernig aðdragandi og spádómar geta verið komnir fram en samt kemur atburðurinn á óvart þegar hann gerist.

Mun trúin á Krist frelsa okkur frá efnishyggjunni?

Fáránlegar birtingarmyndir græðgi og efnishyggju, að eiga ekki tíkall í stöðumæli fyrir Bentleyinn og svindla sér inn á fótboltaleiki. Trúin á upprisinn Frelsara sem leiðir okkur út úr þrælahúsi efnishyggjunnar. Trúin sem ætti að laða fram dyggðir og kærleika í anda Jesú Krists. Skyldi þjóðin læra nokkuð?

Hver er áhrifamestur í lífi Íslendinga?

Það er einsog búið sé að strika yfir mörg nöfn á lista Mannlífs yfir áhrifamestu Íslendingana frá því í sumar. Listinn er tómlegur eftir bankafallið og Björk líklega efst á honum núna. Afbökun efnishyggjunnar á veruleikanum hefur verið fáránleg svo kristniboðsdagurinn knýr okkur til að boða kristið manngildi alveg upp á nýtt. Göngum fús til fylgdar við Jesú Krist því hann var, er og verður efstur á listanum yfir þá áhrifamestu í veröld mannsins.

Öldurótið í viðskiptalífinu og hin æðstu gildi

Fyrst tilraun til spámennlegrar prédikunar út frá þróun hagkerfisins og siglingu þjóðarskútunnar. Þá samanburður við þann fjársjóð sem við eigum í æðstu gildum og kærleiksboði Jesú Krists. Dæmi af söfnun fyrir mænuskaðaða og öðrum alvöru verkefnum í anda hinnar kristnu þjóðar. Hvað hefur hún fyrir stafni? Getur þessi þjóð endalaust sett Drottinn alsherjar út á spássíurnar?

Dæmið ekki. Verið miskunnsamir.

Hér í prédikun í Landakirkju 15. júní 2008, er lagt út af orðum Jesú í fjallræðunni: "Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða." Talað er um dómhörkuna og sleggjudóma, en líka fordóma, t.d. í garð innflytjenda. Þá er hér að finna sögu af reynslu minni af notkun textans í sögugöngu á Vatnsnesi um árið, er þeirra Agnesar og Friðriks var minnst í ljósi þessara orða Jesú. Ein af ályktunum mínum er að hægt sé að umorða versið og segja, í stíl við sæluboðin: "Sælir eru þeir sem dæma ekki, því þeir munu sýknaðir verða." Er söfnuðurinn síðan byggður upp í því að ástunda góð verk trúarinnar og vera miskunnsamur. Tekið er fagurt dæmi af framtaki Nínonanna í þágu Krafts í kringum landið.

Stórir helgir dagar og fíflalegt bingó

Það er enn svo að kristinn siður mótar samfélagið, helgidaga, siðgæði og mótar framferði eftir hinum kristilega náunga kærleika. Það er ekki bara vegna þess að við viljum endilega vera gott fólk almennt talað til að fullnægja einhverju almennu réttlæti. Við erum mótuð af kristnum sið sem á sér hverfipunkt í einum stórum atburði mannkynssögunnar og úrslitaatriði í lífi og trú kristins manns.

Mannvirðingin

Guð er ætíð í morgunskímu hverrar gleðistundar í lífi mannsins, lyftir honum upp þegar á bjátar, heldur í hönd þeirra sem þjást, gengur á veginum með þeim sem eru uggandi um vegferð sína, hendur í hönd og horfir í augu þess sem er smáður, einmitt á þeirri stund sem hann er að bugast, svo að enginn brákaður reyr verði brotinn, enginn dapur kveikur slökktur, ekkert líf verði smánað algjörlega.

Mustarðskornið

Biblíudagurinn snýst ekki fyrst og fremst um biblíuútgáfur þótt nú séu góð tíðindi af nýrri útgáfu íslenskrar Biblíu 21. aldar, heldur um það hvernig við virðum og umgöngumst Orð Guðs í okkar lífi, hvernig það er virt og hvernig það fær að virka í okkur sjálfum.

Tjáningarfrelsisstríðið og guðfræði fyrirgefningarinnar

Tjáningarfrelsisstríðið hefur ekki aðeins magnað upp andúð í garð annarra menningarheima, heldur hefur það orðið til að vanvirða og lítillækka þá tjáningu sem er helgust í hugum allra manna, sem er tjáning trúarinnar og tjáning sannfæringarinnar.

Predikanir eftir höfund

Jóladagur í Gaulverjabæ

Við fögnum jólum á fögrum degi þegar jörðin er frá því að vera grá í rót og yfir í alhvítt, kannski ekki miklar fannir en þó dregur það sig saman.

Stutt samantekt um hlutfall kvenna og karla í röðum presta

Hlutfall kynjanna er mjög ólíkt á milli hópa í úrtakinu og verður það að teljast sérstakt rannsóknarefni sem mætti ef til vill taka og bera saman við þessi hlutföll í nágrannakirkjum okkar.

Dár að trú og tjáningarfrelsi

Hér heima þurfum við að gæta þess að ala ekki á árásarkenndinni en leggja þess í stað ríka áherslu á samstöðu og skynsemi en ekki síður á náungakærleika og virðingu fyrir manngildinu. Það er vel hægt að ræða þessa atburði í samhengi við ákvæði hegningarlaga hér á landi, einsog þingmenn Pírata hafa gert, varðandi bann við því að smána eða hæða trúarkenningar.

Styrkurinn liggur í reglulegri guðsþjónustu

Gunnar Nelson segir að stykurinn liggi í rútínunni. Við getum vel verið sammála okkar sigursæla bardagakappa í þessu því styrkur okkar í trúnni er ekki síst fólginn í því að sækja reglulegt helgihald í kirkjunni okkar. Það er kannski ekki sjónvarpað frá hverri messu með flugeldasýningu í upphafi en það eru heldur ekki frétt í sjónvarpinu ef Gunnar mætir á æfingu í Mjölni.

Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi

Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins.

Í fjárhúshelli

Að stíga í Betlehems steinþrepin niður og standa í pílagrímsförum, að lúta að stallinum lága, sem smiður, lagfærði handtökum snörum ...

Jónsmessan kallar á endurmat

Það er ekki hægt að víkja sér undan iðruninni öllu lengur. Nú er Jónsmessa og við minnumst fæðingar Jóhannesar skírara. Ég vil því hvetja kristið fólk á Íslandi til að íhuga hvert við stefnum og hvort nú sé ekki rétti tíminn til að leggja fyrir sig einhvers konar yfirbótarverk eða einfaldlega að endurmeta hvað við erum eiginlega að ástunda í þessu lífi okkar.

Sjáum almættisverk Guðs í björguninni

Það er vert að minnast þess hvernig allir lögðust á eitt og gáfu ekki bjartsýnina frá sér hvernig sem eldfjallið rumdi og hvæsti. Ógnin var yfirstandandi og hún var raunveruleg. Tvísýnt var um byggðina og margt lét undan.

Alþingi sniðgangi ekki kirkjuna

Það er vissulega hlutverk Alþingis að setja lög og ekki ætla ég að efast um að Alþingi geti gert breytingar á hjúskaparlöggjöfinni eins og öllum öðrum lögum. Það sem mér þykir varhugavert við breytingartillöguna er sú sögulega staðreynd, að ef hún hlýtur brautargengi, eða ef gerð verður nokkur breyting á hjúskaparlöggjöfinni vegna einhvers konar málamiðlunar núna, mun það stríða gegn allri venju við setningu laga er varða starfsemi Þjóðkirkjunnar.