Magnús Björn Björnsson

Höfundur -

Magnús Björn Björnsson

prestur
Settur sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Að létta bróður böl

Kristur gekk inn í kjör Mörtu og Maríu er þær misstu bróður sinn. Þannig sýnir hann miskunnsemi og kærleika Guðs til okkar mannanna. Guð starfar allt til þessa. Kristnum körlum og konum ber því að sýna bróður og systur umhyggju, stuðning og kærleika. Þjóðkirkjan vill styðja hælisleitendur og fólk á flótta. í Breiðholtskirkju er að myndast alþjóðlegur söfnuður þar sem margir eru flóttamenn og hælisleitendur. Djákni var nýlega vígður til að þjóna í alþjóðlega söfnuðinum og Breiðholtssókn.

Gleðitímabil og bæn

Í dag er gleðitími. Er við hlýðum á guðsþjónustur í útvarpi eða göngum til kirkju tökum eftir því að lestrar úr Biblíunni breytast eftir svokölluðu kirkjuári. Það byggir á þremur hátíðum, jólum, páskum og hvítasunnu. Fyrir jól og páska taka lestrar mið af undirbúingi fæðingar frelsarans og dauða og upprisu Krists. Eftir þessar hátíðir er svo gleðitímabil. Við erum nú mitt í slíku gleðitímabili eftir jólin.

Í heiminum er ég ljós heimsins

Það er gott að geta horfst í augu við sjálfan sig, skoðað líf sitt og metið það upp á nýtt. Sumir gera slíka skoðun á trúarlegum forsendum og bera líf sitt saman við boðorðin. Enn aðrir nota 12 sporin. Útkoman er líf í kærleika og sátt við Guð og menn.

„Guð hefur vitjað okkar“

Í fréttum í gærkvöldi var viðtal við hælisleitanda frá Íran. Hann óttast að verða sendur til Frakklands í stað þess að mál hans verði tekið fyrir hér af útlendingastofnun. Hann er einn þeirra kristnu einstaklinga sem hefur verið refsað fyrir trú sína í heimalandi sínu...

Fiðrildi og falsspámenn

Í sjónvarpinu var í vikunni fræðsluþáttur á vegum BBc. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough, sýndi okkur m.a. fiðrildi úr skógum Amazon. Þau voru af öllum regnbogans litum. Fegurð og fjölbreytni, sem kallar fram lofgjörð um sköpun Guðs, einkenndi þau. Eitt af því sem hann dró fram var að sum skrautlegustu fiðrildanna voru eitruð og því áttu þau síður á hættu að vera etin.

Kirkjudagur aldraðra

Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra í þjóðkirkjunni. Eldri borgarar eru stór hópur fólks. Ellin er ekki eitt æviskeið, heldur nokkur tímabil. Það er mikill munur á þeim sem er rétt nýbúinn að ná eftirlaunaaldri eða þeim sem kominn er fast að tíræðu. Það er við hæfi að helga öldruðum einn helgidag kirkjuársins af ýmsum ástæðum.

Hugum að framtíðinni

Ef þjóðkirkjan á að geta sinnt grunnþjónustu í starfi safnaðanna verður leiðrétting sóknargjalda að eiga sér stað. Það er ekki eðlilegt að söfnuðirnir beri meiri byrðar en aðrir. Ég kalla eftir réttlátri leiðréttingu svo unnt sé að halda úti nauðsynlegu safnaðarstarfi. Framtíð safnaðanna er í húfi og hið mikilvæga starf sem þeir sinna um allt land.

Hugum að framtíðinni

Ef þjóðkirkjan á að geta sinnt grunnþjónustu í starfi safnaðanna verður leiðrétting sóknargjalda að eiga sér stað. Það er ekki eðlilegt að söfnuðirnir beri meiri byrðar en aðrir. Ég kalla eftir réttlátri leiðréttingu svo unnt sé að halda úti nauðsynlegu safnaðarstarfi. Framtíð safnaðanna er í húfi og hið mikilvæga starf sem þeir sinna um allt land

Góður hirðir

Við erum nefnilega ekki aðeins kölluð til að krefjast þess af leiðtogum okkar, forseta, biskupi eða stjórnmálamönnum, að þeir séu vammlausir, góðir leiðtogar, heldur erum við sjálf kölluð til að axla ábyrgð.

Trúarupplifun, trúarvissa og umhyggja Guðs

Ýmislegt í lífinu fær okkur til að standa á öndinni af undrun og lotningu. Fegurð landsins okkar er slík að ítrekað hef ég upplifað gleði og fögnuð, en einnig undrun yfir þeim furðum sem mæta mér í náttúrunni.

Að ganga í dag svo líki þér

En um leið var ljóst að nokkur hópur átti ekkert eftir þegar reikningar voru greiddir. Enn fremur hefur komið í ljós að viðmiðun framfærsluupphæðar er of lág. Kæru vinir. Fátækt er raunveruleg á Íslandi og hún er viðvarandi.

Er heimsendir í nánd?

Á því rúma ári sem liðið er frá því að bankakerfið hrundi á Íslandi hafa landsmenn upplifað hamfarir. Ekki er ofsagt að það sem gerðist hafi verið líkt og lýst er í guðspjallinu, að tákn hafi gerst á tungli og stjörnum og menn verið ráðalausir. Þó var í fyrstu eins og landinn héldi niðri í sér andanum, biði eftir því sem næst myndi gerast. Allt var þetta svo óraunverulegt og ótrúlegt.

Villuljós eða hið sanna ljós

En einnig getur það komið fyrir að við teljum okkur vera á réttri leið, höfum meira að segja fengið hjálp frá góðu fólki til að skoða málin og velja leiðina. Tekið ákvörðun og haldið af stað, en svo reyndist stefnan röng, ljósið villuljós, ráðleggingarnar byggðust á röngum grunni, voru jafnvel blekkingar. Hver ber ábyrgð í slíkum tilvikum?

Hvor frelsar í dag, mammon eða Jesús?

Á tímabili vorum við í frjálsu falli. Þá leið okkur afar illa. Þá virtist enginn mannlegur máttur geta hjálpað. Þá urðum við að treysta á Guð opinberlega og í leyndum. Þá kom vel í ljós að það sem átti að hafa vald og geta ráðið mestu, peningarnir, urðu verðlausir og ónýtir á svipstundu. Keisari heimsbyggðarinnar, fjármálavélin, mammon, hökti og hikstaði, ekki aðeins hér á landi heldur um víða veröld.

Guðrækni og þjóðrækni

En trúaruppeldi kemur ekki af sjálfu sér. Hefðir eru að breytast. Ég hef áhyggjur af því að of fáir foreldrar koma með börnin sín í sunnudagaskóla. Það þarf að sækjast eftir sambandi við kirkjuna til að fá trúarlegt efni. Tímarnir hafa breyst. Það er mikil samkeppni um tíma barnanna og okkar.

Einn fyrir alla og allir fyrir einn

Í dag lýkur hinu trúarlega ferðalagi,sem við hófum á skírdagskvöld með einfaldri minningarmáltíð í kringum altarið. Á föstudaginn fórum við í gegnum orð Krists á krossinum eins og þau er að finna í Davíðssálmi 22. Um kvöldið heyrðum við píslarsöguna í tali og tónum. Síðan fjarlægðum við alla hluti af altarinu og gengum út úr kirkjunni myrkvaðri.

Hin kristna von

Marta kom hlaupandi á móti Jesú, sem loks var kominn, næstum viku eftir að þær sendu skilaboðin, að Lasarus væri að deyja. Þau ræða saman. Hún ber ótakmarkað traust til hans. Hann hafði ekki brugðist nokkrum sem til hans hafði leitað. „Ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.“

Hin jákvæða Guðsmynd

Nýlega heyrði ég um prest, sem tók eftir því að það vantaði Jesúbarnið í jötuna í fjárhúsinu, sem hafði verið komið fyrir í kirkjunni. Hann leitaði alls staðar en fann það ekki. Hver í ósköpunum tæki bara Jesúbarnið, en ekki neitt annað? Hann fór út til að gá til mannaferða. Þar sá hann lítinn strák með sleða í eftirdragi. Honum fannst eitthvað einkennileg þúst á sleðanum. Prestur fór til stráksins og sá þá að Jesúbarnið lá á sleðanum.

Andans kraftur og hin hulda persóna

Prestur nokkur var að reyna að útskýra heilagan anda. Honum datt fátt í hug, en í prédikunarstólnum duttu blöðin sem hann hafði skrifað ræðuna á niður í stólinn. Þá datt honum það snjallræði í hug, að um leið og hann beygði sig niður eftir blöðunum, sagði hann: „Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar.“ Og svo beygði hann sig niður og sótti blöðin. Áður en hann reisti sig upp sagði hann: „Og innan skamms mun heimurinn sjá mig aftur.“

Predikanir eftir höfund

Þarfnast kirkjan sjálfboðaliða?

Þjóðkirkjan þarf að leggja mun meiri áherslu á námskeið meðal ungra sem eldri. Námskeið sem bæði fræða um kristna trú og kynna safnaðarstarfið. Mín reynsla er sú, að þegar fólk styrkist í þekkingu sinni á kristinni trú vex löngun þess til að fá að starfa fyrir kirkjuna.