Jóna Hrönn Bolladóttir

Höfundur -

Jóna Hrönn Bolladóttir

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Heilagt fólk í hversdeginum

Ég hef líka heyrt leyndarmál sem eru svo mögnuð þar sem fram koma sjálfsfórnir og þrekvirki sem ég hélt að væru ekki til nema í sögubókum, af því að manneskjur eru góðar. Ég hef líka heyrt sorgarsögur, hrakfallasögur og persónuleg vandræði…

Hvísl andans

Við höfum síðustu daga séð svipbrigðalaus andlit stríðshrjáðra barna birtast á skjánum. Rykug, blóðug, stjörf í hreyfingum hafa þau birst okkur. Sagan af barninu í Betlehem staðfestir að í harmiskyggðum augum þessara barna er Guð að horfa á þig. Guð að vekja þig.

Hún vaskaði upp

Anton og Gunnhildur þáðu huggun en þau gáfu hana líka til okkar hinna.

Brjóstagjöf í Betlehem

Ein mikilvægasta áskorun sem snýr að öllu fólki er sú að vera ekki tilfinningarlegir flóttamenn.

Almannagæði

Það er alveg ljóst af vitnisburði Biblíunnar í heild og m.a. af ritningartextum dagsins í dag að það er Guðs vilji að allt fólk hafi aðgang að almannagæðum.

Þjóðsöngur á Laugardals- og Austurvelli

Á Austurvelli mættust tveir hópar þann 17. júní sl. og á milli þeirra var gjá ekki ósvipuð þeirri sem lýst er í dæmisögu Jesú. Báðir höfðu hóparnir sitthvað til síns máls og þeir voru fulltrúar fylkinga sem ég held að séu staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Fylkinga sem eiga það sameiginlegt að líta hvor á aðra úr skilningsvana fjarlægð.

Góði hirðirinn hringir í raflagnadeildina

Við Jóhann Baldvinsson organisti eigum reynslu af því á mikilvægum stundum í starfi okkar eftir að Pétur hafði látið af störfum sem biskup að hann hafði samband til að athuga um okkur af því að hirðishjartað hans kallaði eftir því og við urðum ríkari á eftir.

Góður matur

Það er merkilegt og ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað Jesús lét sér annt um líkamlega líðan fólks að allir hefðu nóg og liðu ekki skort.

María, Jesús og Vilborg

Ekkert linar þjáningu betur en mannleg snerting.

Einhversstaðar á milli Blönduóss og Vatnsdals

Ekkert okkar á einfalt líf og fæst okkar, ef nokkur, eru að lifa því lífi sem til stóð.

Pizzusnúður

Ég elska persónuna Pétur í Biblíunni, þennan sem hét fyrst Símon Jónasson. Það er vegna þess að ég á svo auðvelt með að spegla mig í persónu hans.

Brospinnar og klepparabrandarar

Góðu fréttirnar eru þær að Guð hefur gefið öllu fólki vald yfir eigin lífi. Þetta vissi Freyja Haraldsdóttir þegar hún gekk fram í valdi sínu á kjörstað. Það var ekki hægt að stöðva hana. Eins og í Nasaret, sáum við lamaðan einstakling standa á fætur, en nú bara úr Garðabæ.

Líkaminn er góður

Ég sagði að kirkjan birtist sem ein líkamshræddasta stofnun vestrænnar menningar. Þó skorar kvikmyndaiðnaðurinn hærra á þeim skala, sem býður upp á fjöldaframleidda afþreyingu sem gengur út á stöðuga ögrun við líkama fólks og heilsu.

Ef þér leiðist, elskan mín

"Þessi saga er í aðra röndina eða undir niðri eða undir væng sagan af þjóðinni okkar, sem lifað hefur í myrkri, hálfgrafin í fönn, og lýst sér með týru á fífukveik og haldið lífi og viti vonum framar. – Sjáðu til! Tíu vikur geta táknað tíu aldir."

Íslensk þrælabörn

Frá því að ég var misnotuð af heimilisgesti fimm ára gömul leið mér alltaf eins og ég væri álíka mikils virði og leifar af máltíð á skyndibitastað. Óhrein, ógeðfelld og í raun bara ruslmatur.

Verjumst ekki

Og í stað þess að við prestarnir hefðum setst niður og viðurkennt að við vorum öll gerendur og þolendur og ekki síður syrgjendur í þessu máli og þyrftum að hlúa hvert að öðru og viðurkenna vanmátt okkar, þá fór bara hvert á sinn stað og hélt áfram með verk sitt og eigin hugsanir og sáru minningar.

Brotnir geislabaugar

Þá horfði Sesar inn í augu hans í myrkrinu og sagði: „Þá skaltu líka lifa! Þú getur komist niður gatið, inn í stýrishúsið og út!” Við svo búið setti hann hönd ofan á hvirfil tengdasonar síns og ýtti honum af afli niður í átt að útgönguleiðinni

Hugarfar samsteypunnar

Trúin sér það sem við getum ekki skilið, að eini endanlegi atburðurinn sem orðið hefur á jörðinni er sigur Krists yfir öllum atburðum.

Hugarfar samsteypunnar

Trúin sér það sem við getum ekki skilið, að eini endanlegi atburðurinn sem orðið hefur á jörðinni er sigur Krists yfir öllum atburðum.

Guð-er-til-tilfinningin

Sagðist þessum góða manni svo frá að eitt sinn eftir miðjan sjöunda áratuginn hefði hreppstjóra sveitarinnar orðið litið út um eldhúsgluggann heima hjá sér þar sem hann stóð með kaffibollann í hönd og hefði hann vart mátt mæla og ekki viljað trúa sínum eigin augum er kirkjan sem prýtt hafði plássið var horfin af yfirborði jarðar.

Guð-er-til-tilfinningin

Sagðist þessum góða manni svo frá að eitt sinn eftir miðjan sjöunda áratuginn hefði hreppstjóra sveitarinnar orðið litið út um eldhúsgluggann heima hjá sér þar sem hann stóð með kaffibollann í hönd og hefði hann vart mátt mæla og ekki viljað trúa sínum eigin augum er kirkjan sem prýtt hafði plássið var horfin af yfirborði jarðar.

Ég kalla ykkur vini

Skiptar skoðanir voru á félagsstarfinu, sumum þótti ekki sómi að félagsmönnum þar sem þarna væru m.a. saman komin nokkur af örgustu götufíflum bæjarins auk þess sem það vakti grunsemdir að engin loforð skyldu tekin af meðlimum þessa félagsskapar við inngöngu.

Elskar þú mig?

Magnaðasta og mikilvægasta spurning í lífi fólks. Ég er viss um að við eigum öll reynsluna af því sitja hvað eftir annað í myrkvuðu kvikmyndahúsi og á tjaldinu er tvær manneskjur og spennan er gífurlega þegar borinn er fram þessi spurning: „Elskar þú mig?“

Líkaminn lýgur ekki

Sjáðu mig, segir hinn særði og yfirgefni Kristur við þig. Þú sem alltaf ert á flótta frá veruleikanum. Ég er hann. Ég er veruleikinn. Snertu mig, segir hinn upp risni Jesús. Snertu mig, þú sem óttast valdið í heiminum. Ég er valdið. Ég er hið sanna vald.

Líkaminn lýgur ekki

Sjáðu mig, segir hinn særði og yfirgefni Kristur við þig. Þú sem alltaf ert á flótta frá veruleikanum. Ég er hann. Ég er veruleikinn. Snertu mig, segir hinn upp risni Jesús. Snertu mig, þú sem óttast valdið í heiminum. Ég er valdið. Ég er hið sanna vald.

Nafnlaus og raddlaus

Það fylgir því einsemd að vera þaggaður. Hefur þú e.t.v. einhverntíman talað og talað en mætt tómu augnaráði þeirra sem töldu sig betur vita og betur mega? Hvernig leið þér þá?

„Hættum að segja kreppa og verum bara fjölskylda!“

Þá er gaman að segja frá því að Idol sigurvegarinn fyrrverandi Kelly Clarkson hefur sett nýtt met með því að stökkva hæst allra á bandaríska Billboard vinsældalistanum, eða upp um 96 sæti. Lag hennar “My life would suck with out you!” fór úr 97. sæti beint á toppinn eftir að það var keypt 280 þúsund sinnum í stafrænni útgáfu sína fyrstu viku á lista"

„Hættum að segja kreppa og verum bara fjölskylda!“

Þá er gaman að segja frá því að Idol sigurvegarinn fyrrverandi Kelly Clarkson hefur sett nýtt met með því að stökkva hæst allra á bandaríska Billboard vinsældalistanum, eða upp um 96 sæti. Lag hennar “My life would suck with out you!” fór úr 97. sæti beint á toppinn eftir að það var keypt 280 þúsund sinnum í stafrænni útgáfu sína fyrstu viku á lista"

Embætti og almannaheill

Kristin hugsun veit að fórnin liggur lífinu við hjartastað og það vald sem safnar sjálfu sér í stað þess að fórna sér verður á endanum ógnarvald. Þess vegna verður embætti að vera ambáttarþjónusta. Embættismaður ber embættið ætíð á persónu sinni og það er skylda hans að láta persónulega hagsmuni víkja fyrir almannaheill.

Embætti og almannaheill

Kristin hugsun veit að fórnin liggur lífinu við hjartastað og það vald sem safnar sjálfu sér í stað þess að fórna sér verður á endanum ógnarvald. Þess vegna verður embætti að vera ambáttarþjónusta. Embættismaður ber embættið ætíð á persónu sinni og það er skylda hans að láta persónulega hagsmuni víkja fyrir almannaheill.

Kyrrðin eins og á fjöllunum

„Þegar María hefur laugað fæðingarblóðið úr dökku hári drengsins síns og þerrað líkama hans vefur hún hann reifum og leggur hann í jötuna. Þeirrar stundar mun hún síðar minnast er særður líkami hans er vafinn línblæjum með ilmjurtum á Golgatahæð.”

Kyrrðin eins og á fjöllunum

„Þegar María hefur laugað fæðingarblóðið úr dökku hári drengsins síns og þerrað líkama hans vefur hún hann reifum og leggur hann í jötuna. Þeirrar stundar mun hún síðar minnast er særður líkami hans er vafinn línblæjum með ilmjurtum á Golgatahæð.”

Nú er lag fyrir mannsandann að rísa upp

Að kristnum skilningi er samansöfnun valds á fáar hendur óheillaþróun en dreifing þess er lífinu í hag.

Nú er lag fyrir mannsandann að rísa upp

Að kristnum skilningi er samansöfnun valds á fáar hendur óheillaþróun en dreifing þess er lífinu í hag.

Reiði

Hér er á ferð máttug og frelsandi reiði. Reiði sem gleður. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt, reiði Jesú Krists er borin uppi af umhyggju.

Reiði

Hér er á ferð máttug og frelsandi reiði. Reiði sem gleður. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt, reiði Jesú Krists er borin uppi af umhyggju.

Útrásargosar og öfundarmenn

Þjóðin beið eftir því að Geir H. Haarde segði eitthvað á fimmtudagskvöldið, eða bara Davíð Oddsson eða einhver annar sem getur og veit og kann að leiðrétta misskilning. Þjóðin er að spyrjast á: Hvar er einhver sterkur, vitur einstaklingur sem getur leiðrétt afstöðuna milli okkar og hinna efnislegu gæða svo að þau haldi áfram að flæða til okkar? Rétt svar er þetta: Hann er hvergi. Lausnin verður ekki tjáð, bara heyrð.

Útrásargosar og öfundarmenn

Þjóðin beið eftir því að Geir H. Haarde segði eitthvað á fimmtudagskvöldið, eða bara Davíð Oddsson eða einhver annar sem getur og veit og kann að leiðrétta misskilning. Þjóðin er að spyrjast á: Hvar er einhver sterkur, vitur einstaklingur sem getur leiðrétt afstöðuna milli okkar og hinna efnislegu gæða svo að þau haldi áfram að flæða til okkar? Rétt svar er þetta: Hann er hvergi. Lausnin verður ekki tjáð, bara heyrð.

Í minningu herra Sigurbjörns Einarssonar

Boðskapur öldungsins til barnsins á þessari stundu var sá sami og greina má þegar lesnar eru prédikanir Sigurbjörns, sú frétt sem hvert mannsbarn þráir að heyra, fagnaðarboðin sem gleðja innst og dýpst: Þú ert elskað barn. Á þér hvíla ástaraugu sem gleðjast yfir þér líka þegar þú grætur. Guð elskar þig jafnt í veikleika sem styrk.

Samsteypan og góði hirðirinn

Sögur Jesú um úlfinn og sauðina, líkingar hans um leiguliðann og góða hirðinn eru ævafornir túlkunarrammar til þess gerðir að hjálpa fólki að lesa veruleikann og kunna inn á þær leikreglur sem gilda í mannlegu félagi. Við þurfum að vita hvað að okkur snýr frá öfum og ömmum annars vegar og Samsteypunni hins vegar.

Kirkjan, húmanisminn og Siðmennt

Kristin kirkja vinnur með lífinu og þjónar því með mannúð og virðingu að leiðarljósi og hefur fyrir augum sér Jesú Krist sem leiðtoga og fyrirmynd. En hún getur ekki samið um það að láta ýta sér upp á fjall og verða rykug og raddlaus.

Kirkjan, húmanisminn og Siðmennt

Kristin kirkja vinnur með lífinu og þjónar því með mannúð og virðingu að leiðarljósi og hefur fyrir augum sér Jesú Krist sem leiðtoga og fyrirmynd. En hún getur ekki samið um það að láta ýta sér upp á fjall og verða rykug og raddlaus.

Tími tortryggninnar er liðinn

Nú á sér stað vitundarvakning um fásinnu tortryggninnar. Við finnum að við getum ekki leyft okkur að einangra okkur í tortryggni. Við erum öll á sama báti og við vitum þetta betur í dag en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er þjóð okkar í uppnámi. Við vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Í aðra röndina erum við veiðimenn sem sækjum bráð okkar þegar hún gefst, en hinsvegar horfum við á náttúruna með svo ríkum tilfinningum að við eigum bágt með að bera þær.

Er leyfilegt að tala við börn í hversdeginum

Við lifum á spennandi breytingatímum, þar sem menningarstraumar mætast og nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum í öllum áttum. Einmitt þess vegna, einmitt vegna þess að við erum fjölhyggjuþjóðfélag, þar sem margbreytileikinn ræður ríkjum í lífsháttum, trúarskoðunum og fjölskyldumunstri, þurfum við að iðka virka hlustun í anda Jesú Krists.

Predikanir eftir höfund

Af utangarðsmönnum og fleira góðu fólki

Við hjónin erum í námsleyfi þennan veturinn í Pasadena í Kaliforníu. Við ákváðum eina helgina að skreppa saman til San Francisco. Það er þannig með mig að þegar kemur að því að velja mótel hef ég sterka tilhneigingu til að líta fremur á verð en gæði því ég tel að það sé miklu skynsamlegra að nota peningana til þess að versla á börn og barnabörn í henni Ameríku en að eyða þeim í gistingu.

Sorgin og bænin

Þá er kvíðinn fylgifiskur streitunnar sem fólk tekst á við í sorg. Margir í hópi syrgjenda uppgjötva einmitt bæn og íhugun í slíkum aðstæðum. Bænaiðkunin er sterkt viðbragð gagnvart kvíðanum, þar getur sá sem biður sett í orð það sem veldur honum kvíða eða aðeins andvarpað í bæn af því að hann veit ekki hvað veldur kvíðanum.

Það sem ég hef lært

Það sem ég hef lært af skóla lífsins er m.a. það að þau eru sönn orð fræði- og listamannsins Sigurðar Nordal að „sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.”