Arna Ýrr Sigurðardóttir

Höfundur -

Arna Ýrr Sigurðardóttir

sóknarprestur
Settur sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Hin himneska mótsögn

Fyrstu orð Biblíunnar segja frá sköpun heimsins. Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Guð sagði:„Verði ljós“ og það varð ljós. Orð Guðs varð uppspretta og upphaf alls. Þegar við heyrum jólaguðspjall Jóhannesar verða óneitanlega hugrenningartengsl okkar sterk við þessi upphafsorð Biblíunnar, og það er að sjálfsögðu engin tilviljun. Jóhannes guðspjallamaður er nefnilega að rita sína eigin sköpunarsögu. Þá sköpunarsögu sem tengist komu Jesú í heiminn.

Jón Steinar og fyrirgefningin

Við munum öll þegar hann Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði að stúlkurnar sem Robert Downey braut á þyrftu bara að fyrirgefa honum, þá myndi þeim líða betur. Jesús segir líka að við eigum að fyrirgefa. Ekki bara sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö. Og það má segja að fyrirgefningin sé rauði þráðurinn í gegnum kristna trú, á henni byggjast allar okkar hugmyndir um samband okkar við Guð, Guð fyrirgefur okkur syndir okkar, þess vegna eigum við líka að fyrirgefa öðrum sem brjóta gegn okkur.

Dauði ekkjunnar

Ég held að þessi saga sé ekki svo mikið til þess að við fáum sektarkennd yfir því að við gefum ekki nóg. Hún er miklu frekar áfellisdómur yfir stofnunum samfélagsins. Stofnunum sem eru farnar að þjóna allt öðru hlutverki en þær áttu að gera í upphafi. Stofnunum sem eru farnar að mergsjúga fólk í stað þess að bæta lífsgæði þess. Og Jesús spáir því í raun, að samfélag sem ekki hugsar um lítilmagnann, samfélag sem mergsýgur heimili ekkna, það fær ekki staðist.

Eitt er nauðsynlegt

Jesús þekkir Mörtu. Hann veit að hún er dugleg, jarðbundin og umhyggjusöm. En hann veit líka að hún er stjórnsöm. Hún telur sig vita betur en aðrir og hún hefur sterkar skoðanir á því hvernig aðrir eiga að lifa lífi sínu. Alla vega María systir hennar.

Mamma, pabbi og Eurovision

Ég held að best sé að lýsa Guði sem kærleik. Kærleik sem er skapandi afl, og birtist í rauninni alls staðar í kringum okkur og í okkur. Hann birtist í náttúrunni, í öllu sem vex og sprettur, öllu sem lifir og hrærist og er fagurt og gott. Hann birtist, hvar sem móðir eða faðir elskar barnið sitt eða börnin sín, hvar sem einhver fórnar sér fyrir vini sína, hvort sem þeir eru honum kunnugir eða ekki, hann birtist í augnaráði elskenda, og í samveru fjölskyldna, hann birtist við dánarbeð þegar ástvinur er kvaddur og hann birtist kannski ekki síst í sorginni, því að þar söknum við þess sem við elskuðum og er ekki lengur.

Blindingjar og Epalhommar

Ég held að það sé í eðli okkar að flokka fólk og að hafa fordóma. En það er líka í eðli okkar að tengjast öðru fólki og sýna því kærleika og umhyggju. Stundum þurfum við bara á einni manneskju að halda til að draga huluna frá augum okkar og sýna okkur mennsku þeirra sem við dæmum fyrirfram. Stundum þurfum við að vera sú manneskja.

Tinder leiðtogar

Og hugsið ykkur ef við gætum gert þetta líka við alla þessa leiðtoga í heiminum sem segja við okkur: Hlustið á mig! Ég er með sannleikann! Og þeir segja jafnvel: Ég er með umboð frá Guði! Guð vill að ég ráði og stjórni! Hugsið ykkur ef við gætum bara farið með þeim upp á fjall, og fengið það á hreint hjá Guði, þessi er í lagi, ekki þessi, ekki þessi, þessi, bara svolítið eins og á Tinder... Þá þyrftum við ekkert að velkjast í vafa, þá myndum við bara láta þann leiðtoga stjórna sem Guð væri búinn að ákveða fyrir okkkur...

Hamingjan er hverful

Og það er bæn mín, að þegar þú gengur héðan úr kirkjunni í dag, takir þú með þér þessa blessun. Alveg sama hvernig þér líður, alveg sama þótt þú finnir ekki til hamingju, og finnist líf þitt kannski ekki farsælt, þá máttu trúa því að þú getur lifað í blessun Guðs.

Pólitískt brúðkaup...

Úff! Þetta er nú meiri textinn! Þetta er með því ofbeldisfyllra sem Jesús segir, og ef Guð er svona eins og konungurinn í sögunni, viljum við þá trúa á þannig Guð? Er Guð virkilega bara eins og einhver fornkóngur í mið-austurlöndum, sem refsar þegnum sínum með harðri hendi fyrir mótþróa? Hvað er það annars með þessa tilhneigingu að samsama Guð alltaf við valdamesta karlinn í dæmisögum Jesú? Getum við kannski lesið þessa sögu öðruvísi? Er Guð kannski einhvers staðar annars staðar í sögunni?

Já, Kain!

Á ég að gæta bróður míns? spyr Kain. Já, Kain, þú átt að gæta bróður þíns. Jafnvel þegar bróðir þinn fær meira en þú. Jafnvel þegar hann nýtur meiri hylli en þú. Jafnvel þegar þér finnst þú verða útundan. Jafnvel þegar þú ert svo gegnsýrður af afbrýðisemi að þig langar helst að drepa bróður þinn. Þá áttu að gæta hans. Og bróðir þinn, hver er það? Það er hver sú manneskja sem þú mætir og þarf á hjálp að halda. Það er gamla fólkið okkar. Öryrkjarnir okkar. Veika fólkið okkar. En líka hver sú manneskja sem liggur óvíg eftir árás ræningja, er í sárum vegna stríðs, hefur verið rænd, heimili, ástvinum, öryggi, Það er systir þín, það er bróðir þinn. Hvort sem þú þekkir þau eða ekki. Hvort sem þú hefur sömu skoðanir, sömu trú. Þú átt einfaldlega að gæta bróður þíns.

Skjól við altarið

Jesús biður okkur ekki að leysa hungur heimsins. Hann biður okkur ekki að koma í veg fyrir stríð og styrjaldir. Hann spyr aðeins: Hvað hafið þið að gefa? Hann krefst ekki meira af okkur. Og fólkið í Laugarneskirkju, sem sá neyð vina sinna, ótta og angist yfir því að þurfa að fara aftur í óbærilegar aðstæður, það gat gefið þeim þetta: Samstöðu, stuðning, skjól. Atburðurinn í Laugarneskirkju var vanmáttug tilraun til að benda á ömurlega framkomu íslenskra stjórnvalda við hælisleitendur, tilraun til að verja vini sína fyrir armi laganna, sem var vissulega í lagalegum rétti, en, að því er við teljum mörg: í siðferðilegum órétti.

Það er flókið að eiga peninga

Þetta er ekkert flókið. Allt frá dögum Móse hefur það verið skylda okkar að sjá um þau sem eru fátæk á meðal okkar. Og allt sem Jesús segir og gerir staðfestir þessa skyldu. Ekki af því að það er rangt í sjálfu sér að eiga peninga eða eignir. Ef við erum svo lánsöm að líða ekki skort á því sviði eigum við að njóta þess. En ef eignir okkar svipta okkur kærleikanum til náungans, ef eignir okkar gera okkur skeytingarlaus um fátækt annarra, jafnvel svo skeytingarlaus að við felum peningana okkar, þá er græðgin búin að blinda okkur sýn.

Konungsgjafir

Þetta er gjöfin sem við þiggjum á jólum. Konungsgjöf sem ætluð er okkur. Mér og þér, hvort heldur sem við njótum hughrifa jólanna í botn með allir þeirri gleði sem þeim fylgir, eða við upplifum blendna jólagleði vegna fátæktar, einmanaleika, sorgar eða einhvers annars sem varpar skugga á tilveru okkar. Konungsgjöfin, gjöfin dýrmætasta, er ætluð þér. Og í henni felast verðmæti sem þú ein, eða þú einn, getur ráðstafað. Þú átt í þessari gjöf veganesti sem getur reynst þér lífsbjörg ef þú lendir í hremmingum, verður vegalaus og alls laus. Og þessi gjöf lifir með þér alla daga, sem stjörnum stráð nærvera Guðs.

Konungsgjafir

Þetta er gjöfin sem við þiggjum á jólum. Konungsgjöf sem ætluð er okkur. Mér og þér, hvort heldur sem við njótum hughrifa jólanna í botn með allir þeirri gleði sem þeim fylgir, eða við upplifum blendna jólagleði vegna fátæktar, einmanaleika, sorgar eða einhvers annars sem varpar skugga á tilveru okkar. Konungsgjöfin, gjöfin dýrmætasta, er ætluð þér. Og í henni felast verðmæti sem þú ein, eða þú einn, getur ráðstafað. Þú átt í þessari gjöf veganesti sem getur reynst þér lífsbjörg ef þú lendir í hremmingum, verður vegalaus og alls laus. Og þessi gjöf lifir með þér alla daga, sem stjörnum stráð nærvera Guðs.

Þversagnir lífsins

En það er einmitt þannig sem lífið er alltaf. Fullt af þversögnum. Við þurfum alltaf að vera að glíma við hvort tveggja í einu, stríð og frið, gleði og sorg, ást og hatur. Raunveruleikinn er sá að við náum aldrei því ástandi að friðurinn, gleðin og ástin nái fullum tökum á lífinu, hitt fylgir alltaf með.

Krulluforeldrar

Kunnum við að taka mótlæti? Kunnum við að hafa allsnægtir og líða skort? Kunnum við að vera mett og hungruð? Nú get ég ímyndað mér að þarna sé munur á milli ykkar sem eldri eruð, og ykkar sem eruð yngri. Þið sem eruð eldri, eigið örugglega reynslu af mótlæti, jafnvel skorti og hungri, og því miður virðumst við enn þann dag í dag bjóða gamla fólkinu og veika fólkinu upp á þann raunveruleika. En þið sem yngri eruð? Sum ykkar hafið áreiðanlega mætt mótlæti í lífinu, kannski ekki öll. En flestir lenda í því einhvern tíma á lífsleiðinni. Og þá er svo mikilvægt að vita hvert við getum sótt styrk til að takast á við erfiðleikana og andstreymið. Og það kann Páll postuli. ,,Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir”, segir hann.

Nafnlausa fólkið

Þegar ég er nafnlaus er ég sett í ákveðinn hóp. Ef ég er nafnlaus, eru það einkenni hópsins, ekki mín persónueinkenni, sem fólk ætlar mér. Ef ég er nafnlaus, þekkir fólk mig ekki. Ef ég er nafnlaus, má segja hvað sem er um mig. Ef ég er nafnlaus, má koma fram við mig eins og ég hafi engar tilfinningar. Ef ég er nafnlaus er fólki sama um örlög mín. Ef ég er nafnlaus, þarf ekki að syrgja mig.

Allt eða ekkert

Og ef áfram heldur sem horfir, þá óttast ég að það verði þannig á Íslandi að hinir dauðu þurfa að jarða sína dauðu, á meðan ráðamenn þjóðarinnar rífast á Alþingi eða horfa á fótbolta.

Jesús og kerfið

Hugsið ykkur. Í hvert einasta skipti sem þið komið í kirkju þá þiggið þið þessa blessun. Það er ekki einhver töframáttur fólginn í henni, við verðum ekki að einhverjum andlegum eða trúarlegum ofurmennum við að þiggja blessunina. En hún er samt raunveruleg. Raunveruleg gjöf. Gjöf frá þeim guði sem stendur með þér. Stendur með þér þegar þér finnst þú vera undirokuð, kvíðin, hrædd. Þetta er blessun sem þú tekur með þér þegar þú gengur héðan út. Þú skilur hana ekki eftir í kirkjunni, hún fylgir þér héðan út í lífið.

Var þetta draumur?

Var þetta draumur eða ekki? Ég er ekki viss… Þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki viss um hvort mig hefði dreymt þetta allt saman. Kannski...En ég fann að eitthvað hafði breyst. Í dag er ég nýr maður. Og svo fann ég þetta fiskibein í vasanum… Jesús er upprisinn! Jesús ER upprisinn!

Valdhöfunum ógnað

Jesús ógnaði þeim sem völdin höfðu. Hann setti nýja mælikvarða. Og hikaði ekki við að kalla ráðamenn samfélagsins börn djöfulsins. En það sem ógnaði valdhöfum kannski mest, var allt það fólk sem hann reisti upp. Sem hann veitti huggun og von.

Bjóðum valdinu birginn

Þau samfélagsöfl sem Jesús bauð birginn með boðun sinni fyrir rúmum 2000 árum eru því miður enn að verki í dag, og miðað við það sem hefur verið efst á baugi í fréttum á síðasta ári, hafa þau ekkert látið undan síga. Það getur verið auðvelt að láta sér fallast hendur þegar við stöndum frammi fyrir þeim, en það er okkar hlutverk að bjóða birginn öllum þeim öflum sem ástunda ranglæti, kúgun og misnotkun. Þetta er okkar hlutverk, bæði sem einstaklingar, og sem kirkja. Því að kirkjan má aldrei gleyma þeirri skyldu sinni að taka sér alltaf stöðu með lítilmagnanum. Þeirri skyldu sinni að taka sér alltaf stöðu gegn valdinu. Að bjóða valdinu birginn. Að því leyti á kirkjan alltaf að vera í stjórnarandstöðu. Að því leyti má kirkjan aldrei verða það nátengd hinu veraldlega valdi, að hún fari að njóta forréttinda og verða værukær.

Gestalistar

Í kirkjunni gildir ekki gestalisti upphefðar og goggunarraðar. Í kirkjunni gildir ekki gestalisti VIP partýsins. Og við altarið, sem við ætlum að safnast saman við á eftir, er ekkert háborð. Og eina heiðurssætið er Jesús Kristur sem situr við hægri hönd Guðs, eins og við segjum í trúarjátningunni. Því að í altarisgöngunni sitjum við öll við sama borð. Þar komum við saman, þvert á alla virðingarröð, þvert á kyn, aldur, litarhátt, útlit, vaxtarlag eða hvað annað sem við notum í daglega lífinu til að draga fólk í dilka.

Gefðu Guði pláss í hjarta þínu

Hver vill fylla hjarta sitt af kvíða og áhyggjum? Vilt þú það? Sækist þú sérstaklega eftir því? Nei, örugglega ekki. En vð vitum það að kvíðinn og áhyggjurnar læðast stundum að okkur, koma aftan að okkur er eru bara allt í einu sest að í hjarta okkar. Og það er vegna þess að við höfum skilið eftir laust pláss fyrir svoleiðis. Ef við gefum Guði pláss í hjarta okkar verður ekkert pláss fyrir kvíða og áhyggjur. Fyrir græðgi og öfund.

Hugrekki upprisunnar

Hvernig upplifir þú það í þínu lífi að Jesús er upprisinn? Hverju hefur upprisan breytt fyrir þig? Það getur verið svo margt, svo ólíkt, allt eftir aðstæðum okkar og lífsverkefnum. Einhver upplifir kannski að upprisan gefur nýjan kraft til þess að takast á við verkefni sem áður virtust óyfirstíganleg. Annar upplifir kannski hvernig upprisan hefur leitt hann eða hana út úr gröf einmanaleika og niðurbrots, út í dagsbirtuna sem er þá tákn fyrir upprisubirtuna sjálfa. Ég upplifi það sterkt að ég er aldrei ein, og ég þarf ekki að óttast. Fyrir mér er upprisan eitthvað sem gerist á hverjum degi og gefur mér kraft og hugrekki til þess að takast á við verkefni lífsins, bæði þau gleðilegu sem og þau erfiðu og jafnvel ógnvekjandi, fullviss um það að ég er örugg í hendi Guðs. Kannski eru einhver ykkar á meðal sem eruð enn að leita að merkingu upprisunnar, hvernig hún snertir við ykkur. Við ykkur segi ég; verið ekki hrædd. Hafið kjark til þess að fylgja Maríu og Maríu inn í gröfina, til að sjá sjálf að Kristur er upprisinn.

Manneskjur með vesen

Hvað gerum við þegar einhver er með ,,vesen”? Hvernig bregst þú við ákalli fólks um hjálp? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir um réttindabaráttu fatlaðra? Hælisleitenda? Samkynhneigðra? Múslima sem vilja byggja mosku? Kvenna? Dettur þér fyrst í hug: Voðalegt vesen er þetta á fólkinu. Ekkert nema athyglissýkin og frekjan. Ísland er nú bara fínt eins og það hefur alltaf verið! Eða reynirðu að sjá neyðina á bakvið ákall þessa fólks? Neyðina sem rekur fólk til að þola ýmis konar niðurlægingu, höfnun, hæðni og jafnvel útskúfun, til þess að fá leiðréttingu mála sinna. Til þess að fá að upplifa þó ekki sé nema lágmarks réttlæti.

Tímasetningar

En það er líka til annars konar tími. Himneskur tími, þar sem allt þetta útreiknanlega hverfur og eftir standa óteljandi möguleikar. Þetta er tími Guðs og hann brýst stundum inn í líf okkar og opinberar okkur dýrð Guðs. María vissi það að Jesús gat gert eitthvað í vínskortinum. Og hún ætlaðist til þess af honum að hann myndi bregðast við. Því að það er þannig með Jesú að hann getur ekki bara, hann gerir. Þar sem Jesús er til staðar, þar verður ekki skortur.

Með höfuðið í skýjunum og fæturna á jörðinni

Við gætum kannski sagt sem svo að Guð vilji að við åséum með höfuðið í skýjunum, því að hann vill umbreyta okkur en við þurfum að hafa fæturna á jörðinni, því að hann vill líka nota okkur...

Leyfið börnunum að koma til mín

Börn eru líka fólk. Við eigum m.a.s. að taka börnin okkur til fyrirmyndar. Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma... Sakleysið, varnarleysið, traustið, þetta eru gildi Guðsríkisins. Þetta er það sem við eigum að meta mest í lífinu, og gæta sem best að. Við eigum að hlúa að varnarleysinu, við eigum að verja sakleysið og við eigum að treysta. Guði... En getum við treyst hvert öðru ?

Hinir ýmsu heimsendar

Sjá ég skapa nýjan himin og nýja jörð, segir spámaðurinn Jesaja. Hver einasti heimsendir er upphafið að einhverju nýju. Hvort sem það eru áramót, þar sem við horfum fram til nýs árs, eða við endalok lífs hverrar manneskju, þar sem hún horfir inn í eilífðina í faðmi Guðs, - jafnvel þegar öllu lýkur, sólin gleypir jörðina, eða alheimurinn dregst saman inn í eitthvert ógurlegt svarthol, þá verður lífið þar. Því þar sem Guð er, þar er líf, og þar er von...

Stattu upp!

Því það er þannig sem Jesús mætir okkur. Með lausnir, með verkefni sem krefjast einhvers af okkur. Krefjast þess að við söfnum saman allri orkunni okkar og rísum á fætur, eins og lamaði maðurinn, eða gefumst einfaldlega upp og hvílum okkur, eins og Elizabeth Gilbert þurfti að gera áður en hún lagði upp í sitt ferðalag.

Ugla sat á kvisti...

Hvað gerum við ? Ugla sat á kvisti... Lífið er ekki réttlátt, gæðum og þrautum er ekki úthlutað eftir kerfi... Hvernig ætlum við að bregðast við? Tökum við reiði okkar út á meðbræðrum okkar og systrum, ásökum við Guð, eða höldum við andlitinu og gerum okkar besta til að gera heiminn örlítið betri?

Takk, Guð að ég er eins og ég er!

Kannski upplifum við okkur sett út fyrir af samfélaginu. Tilheyrum minnihlutahópi. Eða þá að við höfum gert eitthvað sem fólk dæmir okkur fyrir. Og það kemur fyrir okkur öll einhvern tíma að við gerum mistök. Eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, eitthvað sem við sjáum eftir, gerumst sek um dómgreindarbrest, brjótum jafnvel harkalega gagnvart annarri manneskju. Stundum dæmir samviskan ein, stundum bæði samviska og samfélag. En Jesús bendir okkur á að ekkert er svart eða hvítt. Hlutirnir eru aldrei alveg eins og við höldum að þeir séu.

Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?

Allt í einu fjallar þessi texti ekki lengur um að við getum fengið allt sem við viljum, heldur vill Jesús að við eigum frið. Frið sem felst ekki í því að skilja allt með skynseminni, heldur frið í hjarta. Frið sem snýst um allt sem við þráum dýpst og heitast, að vera elskuð, að tilheyra, að vera sátt við Guð og menn.

Himinn og jörð, heimur og hel

Við sjáum það þegar barn fæðist. Þegar ljósið kviknar í augum þess og það horfir á heiminn í fyrsta skipti. Og himinn og jörð mætast þegar við lítum í augu barnsins og sjáum dýptina og viskuna sem aðeins er að finna hjá einhverjum sem hefur verið í návist við hið himneska.

Treystu hjartanu!

En allt í einu gerist þetta undur. Engill Drottins stendur hjá þeim og dýrð Drottins ljómar í kringum þá. Og þeir verða hræddir. Ég hef alltaf skilið þessa setningu þannig að þeir væru hræddir við engilinn, kannski hræddir við það að þeirra síðasta stund væri runnin upp, jafnvel að heimsendir væri kominn. En kannski er þessi hræðsla lúmskari en svo.

Sinnaskipti

Við erum farin að gera okkur grein fyrir því að þenslan og góðærið höfðu ekki góð áhrif á börnin okkar, þvert á móti, spenna, pirringur, samskiptaleysi og tímaleysi voru meira uppi á teningnum þá en nú. Þrátt fyrir allt virðist kreppan vera að leiða eitthvað gott af sér.

Predikanir eftir höfund

Örugg borg - Engar afsakanir!

Finnst þér þú vera örugg? Alls staðar? Alltaf? Ef þér finnst það ekki, mundu þá að þú ert ekki ein. Það eru margar konur í sömu stöðu og þú. Og saman getum við breytt ýmsu. Gert heiminn okkar öruggari fyrir bæði konur og börn. Og karla líka. Því að þeir upplifa líka mikið óöryggi, oft í sömu aðstæðum og við konurnar.

Ég fór í fóstureyðingu

Þessi lífsreynsla er sennilega sú reynsla sem hefur kennt mér hvað mest í lífinu. Ég lærði það m.a. að enginn getur dæmt um siðferðilegar ákvarðanir annarra þar sem allir valkostir eru vondir. Og ég lærði það líka að viðhorf okkar til ýmissa grundvallarmála breytast hvað mest ef við stöndum sjálf í þeim sporum að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.

Aftur til framtíðar

Það er mikil blessun að fá að njóta krafta sjálfboðaliða í kirkjustarfinu. Bæði þeirra sem sýna trúfesti gagnvart kirkjunni sinni og koma hér sunnudag eftir sunnudag til að leggja hönd á plóg, en líka þeirra sem eru tilbúin að leggja á sig langt ferðalag, til lands sem þau þekkja ekki neitt, og nota bæði sinn eigin tíma og fjármagn í það að verða öðrum blessun og uppörvun.

Kirkjan mótmælir kynbundnu ofbeldi!

Ofbeldi er synd og á hvergi að líðast, það er alveg skýrt. Kirkjan mótmælir því hverskonar kynbundnu ofbeldi og fylgir þar fordæmi Jesú Krists, sem kom fram við konur sem jafningja, af virðingu og kærleika, og sem leyfði börnunum að koma til sín.

Stingum af...

Við höfum líka upplifað gleðidaga. Gleðidaga eins og Mugison lýsir, með okkar nánustu, þar sem við upplifum að við tilheyrum, að við erum elskuð, að við erum dýrmæt. En okkur býðst líka að eiga annars konar gleðidaga. Gleðidaga sem við þurfum ekki að stinga af til að njóta.

Við sama borð

Ég hef óskaplega gaman af því að fara í veislur. Og ég hef líka gaman af því að halda veislur. Fátt er skemmtilegra og meira gefandi en að sitja til borðs með fjölskyldunni eða góðum vinum og njóta góðrar máltíðar saman.

Lýðræði og jöfnuður

Kristnar kenningar um lýðræði og jöfnuð eiga að byggjast á róttækum hugmyndum Jesú Krists um jafnan rétt allra manna, karla sem kvenna, til kærleika, virðingar og síðast en ekki síst, til áhrifa.

Ég sé þig

Í einni vinsælustu bíómynd vetrarins, Avatar, heilsast Na´avi fólkið með kveðjunni: ,,Ég sé þig “. Þetta er falleg kveðja sem felur í sér viðurkenningu á þeim sem heilsað er og gefur í skyn virðingu og náin tengsl.

Fagnaðarfundir

Því að það er jú þannig að við viljum öll vera í sigurliðinu. Við njótum þess að baða okkur í sigurljómanum sem fylgir slíkum hetjum sem handboltastrákarnir okkar eru, og sjálfstraustið og egóið hjá íslensku þjóðinni hefur sjaldan verið betra en núna, þrátt fyrir krepputal og krónuveiki.