Bjarni Karlsson

Höfundur -

Bjarni Karlsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Reikniskekkja staðfest

Hugmynd okkar um heiminn var röng, hugmynd okkar um sjálf okkur var röng og það sem við héldum að væri hagvöxtur reyndist vera þjófnaður.

Rík lík

Það sem þarna er á ferðinni er einfaldlega lýsing á innihaldi Meetoo byltingarinnar. Englarnir í jólaguðspjallinu eru á þönum að hitta Jósef, Sakaría, fjárhirðana í Betlehem, vitringana frá austurlöndum og alla hina karlana og telja í þá kjark til að stíga út úr stigveldiskerfinu en lúta barninu.

Maðurinn er ekki kóróna sköpunarverksins

Hugmyndin um séreignina, afrek einstaklingsins, sigur mannsandans yfir náttúrunni, manninn sem kórónu sköpunarverksins og allar hinar mannmiðlægu hugmyndirnar okkar sem trú, stjórnmál og viðskiptalíf hafa sameinast um í okkar menningu síðustu ca. 300 árin eru nú þegar orðnar að forneskju.

Sáttin um ógeðsleikann

Fögnuðurinn yfir niðurlægingu Sigmundar Davíðs er jafn fölskvalaus og viljinn til að upphefja hann á sínum tíma, því þetta er sami fagnandi viljinn, sama þráin, einhugur þjóðar sem orðin er ásátt um ógeðsleikann.

Sakfellt fyrir kaffiveitingar

Sagan af hinum upprisna er ævarandi andóf, ævarandi staðfesting á því sem andinn veit og sálina grunar í þögninni andspænis skaðanum. Innst inni veistu það. Þú veist að það er von.

Frelsi til að vera ólík í einrúmi

Getum við verið örugg ef við þekkjum ekki náungann af því að umburðarlyndi okkar er búið að einangra okkur frá honum?

Seljahverfi hugans

Er hægt að hugga mannsins hjarta með betri aðferðum? Er unnt að ávarpa og umfaðma angist mannssálarinnar með markvissari hætti þannig að þörfin fyrir myndun andúðar- og skammarhópa minnki eða hverfi?

Brjóstabylting veraldarinnar

Það sem gerist í páskasögunni er óvænt lausn og óskyld Hollywoodsögunni. Í stað þess að við samsömum okkur fallega fólkinu erum við hvött til að samsama okkur þeim sem þjást.

Sumarhúsasyndromið

Sakarábyrgð lítur um öxl en deild ábyrgð horfir fram á veginn.

Allt það sem iðrin miðla

Það sem við eigum og gerir það að verkum að enda þótt ég kveðji embættið get ég ekki fyrir mitt litla líf kvatt söfnuðinn, eru þau sjaldgæfu forréttindi að vera samferða fólki sem kann að iðrast í stað þess að festast í hroka með staðnaða einkaútgáfu af veruleikanum eða flýja inn í fíkn.

Stærðin, hraðinn og orkufrekjan

Sá sem kemst að kjarna máls stendur í vegi fyrir framþróuninni. Sá sem sér aðalatriði skilur ekki leikinn, sér ekki tækifæri dagsins, er þvergirðingur á vegi hins óhjákvæmilega og er sakaður um að vera á móti rafmagninu eins og nú er í tísku að segja.

Við erum öll frá Draflastöðum

Sú menning sem ofsækir uppljóstrarann, er hún ekki í ætt við menninguna sem sveltir smalann? Hvað er það varðandi almannahag sem við höfum svona illan bifur á? Hvað er það sem veldur því að frelsi og öryggi almennings á ekki upp á pallborðið hjá almenningi?

Íslenska fjallið

Við erum góð þjóð, gott fólk í góðu landi og innst inni vitum við það því að veggirnir í stofum okkar tala einum rómi og minna okkur á að fjallið er eitt þótt byggðirnar séu margar og viðhorfin misvísandi.

Kindakofinn og Alþingishúsið

Trúin veit að maður og náttúra eru á samleið. Örlög mannsins eru örlög náttúrunnar og bregðist maðurinn sjálfum sér bregst hann náttúrunni svo allt líf á jörðu missir marks. Von manns og náttúru er ein og hin sama.

Ég get ekki trúað

Í hjarta síðnútímamannsins er trúin dauð. Trúin á allar stórar sögur er horfin. Við trúum ekki lengur á neinar alsherjarlausnir. Það er búið að prófa allt og það hefur ekkert virkað.

Gleðin felst í umhyggjunni

Við komum ekki saman á þessum morgni til þess að rifja upp eitthvert trúarkerfi. Við syngjum ekki sálma og hlustum á texta af ótta við að ryðga í fræðunum og klikka á eilífðinni. Trúin á Jesú er hvorki kerfi eða kunnátta og það eru engin kristin trúarbrögð til. Þetta snýst bara um að vera vinur Jesú...

Frjáls

Nú er sál mín skelfd og hvað á ég að gera?

Íslenska konan

Ef höfundur þessara hendinga væri ekki Ómar Ragnarsson heldur t.d. einhver þekktur valdamaður í íslensku samfélagi, hvaða áhrif hefði það á skilning okkar á þessum texta? Og hvað ef höfundurinn væri annálaður tækifærissinni í viðskiptum og ástamálum?

Pílagrímafélagið

Það sem gerist við Biblíulestur gerist á afar breiðu tíðnisviði, ef svo má að orði komast. Það eru ekki bara augun sem lesa og heilinn sem vinnur úr heldur hlustar maður og bragðar á með öllum líkamanum. Ég held að sannleikur Biblíunnar felist ekki síst í því að þegar maður iðkar lestur hennar í bæn og virkri hlustun langar mann minna og minna til þess að ljúga. Ég segi það fyrir sjálfan mig að lygin í mínu hjarta hefur minna slagrými eftir að ég hóf gönguna.

Kreistu mig fast

Mannslíkaminn er auðlind, hann er uppspretta og farvegur ríkulegra gæða og þú átt þinn líkama. Þú hefur umboð fyrir þínum eigin líkama. Þú getur valið að gefa ást þína og atlot og þú getur líka valið að halda því öllu fyrir þig. Gæðin eru hjá þér, í þér.

Svarið við barnaníðinu

Á fjalli ummyndunarinnar munt þú skilja að þú ert það svar. Vert þú svarið í eigin lífi, eigin umhverfi. Hafðu salt í sjálfum þér og vert þú verndari barnsins.

Sálir læra ekkert

Í þessu ljósi ætla ég loks að deila með ykkur áramótaheitinu mínu. Það er svona: Ég ætla að halda áfram að vera þessi snjalli litli kall sem ég er og reyna hvað ég get að valda sem minnstu tjóni.

Bjartur í Sumarhúsum og Jósef Jakobsson

Saga Jesú líkt og Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness opnar á þann sannleika að menning sem trúir á hundinn mun alltaf brjóta lífslögmálið. Menning sem innst inni er bundin í goggunarraðir og stigveldissamskipti mun aldrei finna frið og jafnvægi því hún lifir og nærist á ójöfnuði.

Engu þarf að gleyma

Þegar Sigurbjörg sá hina gömlu ljósmynd á Þjóðminjasafninu öðlaðist hún kjark til að sjá og muna. Í sjónhending skildi hún hvað fólkið á myndinni var að gera.

Vitni óskast

Hann lýsti því hvernig hann hefði sjálfur valið að skilja við maka sinn þar sem hann hefði talið að hjónaband þeirra komið á endastöð og engum greiði gerður með því að viðhalda því formsins vegna. Svo bætti hann við þessum orðum: En núna heyrir enginn hvort ég anda á nóttunni. Það er enginn vitni að líf mínu.

Góða fólkið

Með blóðbragð í munni kom ég másandi inn á malarvöllinn við Vogaskóla og kom þar áuga á unglingsdreng sem allir í hverfinu voru hræddir við. Hann var stór, rauðhærður með skegghýung og skarð í vör og alltaf einn og það stóð af honum einhver ógn.

Úlpa fyrir fimmtíuþúsund

Okkur grunar að fátæktarvandinn viðhaldist vegna ákveðinnar nauðhyggju og skorthugsunar sem sé svo inngróin í samvitund okkar og menningu að setningin Það verður alltaf til fátækt fólk er tekin gild í heita pottinum.

Geðveik messa í samvinnu við Hugarafl

Geðraskanir munu alltaf verða fyrir hendi, þær eru hluti af lífinu eins og það er og við skulum sameinast um að þróa menningu í landi okkar sem tekur á viðfangsefninu með þokka.

Sænska stellingin

Ég er viss um að þarna hefur skemmtiatriðum verið flýtt og einu skellt fram á meðan forréttur var borinn á borð. Veislustjórar allra alda kunna sitt fag.

Ávaxtakarfan og Elítgryfjan

Í ávaxtakörfunni er í lagi að vera pera. Það má líka vera gulrót þótt allir viti að gulrætur séu ekki ávextir. Og þar sameinast allir um að koma Imma anans í skilning um að hann einn þurfi ekki að ráða öllu og hræða þá sem ekki hlýða honum. Þar eru kynnt hugtök eins og jafnrétti og vinátta. Í Elítgryfjunni er ekki í lagi að vera eins og maður er, heldur er markmiðið að verða eitthvað allt annað og meira...

Eina leiðin til áhrifa

Það býr viska í náttúrunni, ævaforn lögmál sem eru stærri en við. Og þegar við brjótum þau verðum við landfólta í veröldinni. En við Íslendingar önsum engu svona. Við ræðum bara ný viðskiptatækifæri í þeirri staðreynd að íshella norðurskautsins er að hverfa með hækkandi meðalhita á jarðkúlunni og hækkandi sjávarmáli sem taka mun land frá milljónum, valda tíðari fellibyljum og matarskorti og auka líkur á styrjöldum. Við hlustum ekki.

Utangarðsmenn

Það er eitt að tala saman og annað að vera saman. Það er eitt að skilja aðra og annað að samneyta fólki. Jesús lætur ekki duga almennar upplýsingar, almenn mannréttindi og góðar reglur í samfélaginu. Hann vill meira.

Þegar fólki er misþyrmt

Hann hefði getað látið þeim eftir svipuna sína bóndinn frá Hlíðum, en á meðan hún lá í hendi hans þáði hún mannsvit. Þannig megum við halda vopnum okkar með skynsemi og í því trausti að gæfan er frá Guði komin. Hún er gjöf.

Fallegt fólk

Finnur þú það ekki þegar þú horfir á Jesú á krossinum að hann er þarna í þína þágu? Alveg eins og fólkið sem gekk í druslugöngunni í gær. Þau voru ekki að þessu bara fyrir sjálf sig heldur báru þau vansæmd hins nauðgaða á líkama sínum fyrir okkur öll.

Líka í sjávarútvegi

Hæst náði ég upp í 95 km. hraða á klukkustund, liggjandi fram á stýrið á litla græna Honda SS50 hjólinu mínu, og svo tók ég beygjuna til hægri inn á Sæbrautina og lagði metnað minn í það að hægja ekki á fyrr en í fulla hnefana. Ég dýrkaði hraða - alveg þar til dag einn...

Við erum rík

Gamla bókin hér á skírnarfontinum sýnir okkur svart á hvítu að það var fólk hér á undan okkur sem byggði þetta hús og þennan söfnuð. Dag einn mun eitthvað allt annað fólk en við sitja hér í þessum bekkjum og fylla þetta hús af tónlist, vináttu og trú. Vonandi verða þar margir afkomendur okkar, en við verðum farin öll með tölu. Lífið stendur aldrei í stað en Orð Guðs varir að eilífu.

Svo hissa á þessu veseni

Guð er guð sem gerir hið ómögulega og með honum verður ómögulegt líf fullt af gæðum. Hann skorar á okkur að horfast í augu við sig, hlusta á rödd sína og hætta flóttanum. Lífið er vesen og góður Guð er höfundur þess. Þess vegna er okkur óhætt að lifa og deyja.

Ástin sættir sig ekki við takmarkanir

Einhvern veginn er það ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður horfir yfir hamfarasvæði að fara að hekla skó úr stuttermablolum. Hvaða kraftur býr að baki þeirri ótrúlegu hugmyndauðgi að láta sér detta annað eins í hug? Þú veist það.

Svik við fyrstu sýn

Þegar Martin Montag í sögu Steinunnar Sigurðardóttur horfir í huganum á sinn fyrsta fund með konunni sem hann elskar þá segir hann: „Það voru svik við fyrstu sýn.” Í ljós kemur að þetta heiðarlega innsæi mannsins verður lykillinn að bata hans og lesandinn kveður bókina með von í hjarta.

Hugarhreysti er ekki óttaleysi

„Þennan hring átt þú að fá þegar ég er farin“ segir móðir við unga dóttur sína. Það er viska í því fólgin að undirbúa dauða sinn og ræða hann. Það gera allir sannir leiðtogar.

Fuglinn á landið

Fuglinn á landið. Tófan og músin, lyngið og kjarrið, mosinn og smágerð flóran sem fagnað hefur vori í þúsundir ára á þetta land á undan okkur. Við höfum verið hér í rétt rúm þúsund ár ásamt hundi, ketti og búsmala. Gestir í fögru landi.

Þess vegna elskum við Passíusálmana

Skáld verður ekki skáld vegna skáldskapar síns. Allir geta skáldað en það eru fáir sem megna að segja satt og gera það fallega. Það er sannleikurinn um manninn í Passíusálmunum sem fær okkur til að trúa því sem þar er sagt um Guð.

Hinn óbærilegi húmor Guðs ríkis

Það er hinn óbærilegi húmor Guðs ríkis að Jesús Kristur er heiminum gefinn í eitt skipti fyrir öll, og hversu mjög sem veröldin vill hrista hann af sér og reynir sífellt að krossfesta hann, þá birtist hann alltaf á nýjum og óvæntum stöðum, standand í röðinni næst þér.

Ástrík hlustun eflir læsi barna

Við trúum því að við séum hér til þess að sigra. Við göngum út frá því að helsta verkefni okkar í veröldinni sé það að ávinna okkur stöðu og ná árangri. Hvenær byrjaði þessi skynvilla? [...] Og því meira sem við leggjum á okkur við það að sigra því minna hlustum við á börnin okkar, einkum drengina.

Vinátta, ást og trú

Vinátta, ást og trú eru umbreytandi öfl, þau eru reynslan af því besta af öllu góðu. Og þegar vinir skilja og ástin syrgir er trúin það afl sem aldrei bregst því hún opnar okkur sýn inn í hið bjarta og ósegjanlega eðli veruleikans og við vitum og finnum að við erum ekki ein.

Guðsótti er feginsótti

Þannig frelsar trúin á guðinn sem gerðist maður í Jesú Kristi einstaklinga og samfélög frá trúnni á valdið sem stærir sig og eignar sér lönd og lýð.

Nú vantar heiminn Lagarfljótsbreiðan og Jökulsárdjúpan kærleika

Við eigum fleiri fyrirmyndir í hópi genginna kynslóða en okkur grunar og það er mikilvægt að halda þeim á lofti og leyfa góðilimi hins elskandi trúararfs að fylgja okkur inn í nýtt ár. Nú eru orðin vatnaskil í sögu íslensku þjóðkirkjunnar. Við vitum það öll. Nýr tími er runninn upp en við vitum ekki hvað hann felur í sér.

Trúir þú á eilíft líf?

Þegar stórir atburðir gerast er alltaf eins og ekkert hafi gerst. Þegar barn fæðist eða fólk deyr heldur umferðin bara áfram. Það er eitthvert ósvífið skeytingarleysi innbyggt í lífið. Ferðamannaiðnaðurin í Betlehem var miklu stærri en atburðurinn í fjárhúsinu.

Íslenska talningin

Um þetta eru jólin. Þau eru sú góða frétt að gjafari lífsins leggur sjálfan sig og allt sem hans er í okkar hendur.

Eitt kvöld fyrir skömmu

Hvað er það sem ekki líður undir lok? Það er fregnin sem drengurinn litli fékk að heyra hjá föður sínum kvöldið sem heimurinn hrundi. Sú góða reynsla að vera ekki látinn einn eftir í hrynjandi veröld, heldur sé maður leitaður uppi og sá sem elskar mann mest og maður þarfnast helst af öllum sest hjá manni til þess að strjúka hár manns og segja manni söguna aftur og betur.

Hann mun minnast veðurbarinna andlita

Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin til Amsterdam í þeim erindum að kynna okkur aðstæður fíkla og vændiskvenna. Gestgjafar okkar meðan á leiðangrinum stóð voru samtökin Street Corner Work sem halda úti margvíslegu félagsstarfi og þjónustu við jaðarhópa í stórborginni.

Á valdi rembingsins

Nei, klækir og þras og yfirlæti eru ekki vænlegar leiðir í mannlegum samskiptum að mati Jesú... ... Sagan fær óvæntan endi.

Þegar ég er ellefu ára

og hafði á þremur og hálfri klukkustund lifað það að vera 11 ára reiður strákur, sáttur karl á miðjum aldri í berjamó og sólbaði, kóngur í ríki mínu með sjálfa jarðsöguna í huganum og sögu þjóðarinnar í hjartanu og loks haltrandi vitleysingur sem horfðist ekki í augu við eigin aldur og hreyfigetu fyrr en hann var búinn að meiða sig.

Syndin sem ekki verður fyrirgefin

Ég þori ekki að nefna nákvæmar tölur en þau skipta hundruðum þessi ungmenni sem þannig eru að kveðja trúnaðinn við íslenskt þjóðlíf þessa dagana. Ég leyfi mér að fullyrða að hér eru að eiga sér stað hljóðar hamfarir sem eru margfallt meira tap en bankahrunið.

Það er til líf utan við boxhringinn

Það hefur alltaf verið eitthvað mjög truflandi við mjög syndugar konur, ekki bara í hugum karlmanna heldur í lífi allra sem ennþá lifa inni í boxhring refsingarinnar og vita ekki að til er líf utan hans.

Að lifa lífinu og deyja því

Við skulum vera alveg edrú í þessu. Spyrjum bara beint: Eigum við bara að taka því si sona að styrkur hjartans, – vonin sem við finnum vaxa með okkur þegar sjón hjartans eflist, – að þessi kraftur sem allir sem iðka bæn þekkja sé sami krafturinn og reisti Krist frá dauðum og lét hann setjast ofar öllu mannlegu valdi?

Sannleikurinn rekur sig sjálfur

Það er þannig með óttann, reiðina, ásökunina og sektarkenndina að hún bindur fólk saman í sársauka og slíkt getur m.a.s. bundið heila þjóð. Þegar lausnin kemur er hún líka handa öllum.

Nei!

Það er þannig með sumt að maður grefur það, geymir það í óminninu. Það vita allir sem hafa verið barðir til óbóta að það eru fyrstu höggin sem eru verst. Svo dofnar maður.

Gamall skandall

Nei, ég gleymi aldrei þessu matarboði. Og ég gleymi aldrei ásjónu konunnar þar sem hún stóð og horfði yfir veislusalinn áður en hún gekk hnarrreist út úr húsinu. Það var eins og það væri önnur kona að ganga út í stað þeirrar sem hafði gengið inn.

Pólitík Drottins

Hér verða hin stóru þáttaskil í sögu Gamla Testamenntisins. [...] „Nei, við viljum hafa konung yfir okkur. Við viljum vera eins og allar aðrar þjóðir.”

Satan

Það afl er til sem óskar öllu dauða. Svo undarlegt er þetta afl, svo óvænt og einhvern veginn út úr kú að því verður jafn vel best lýst með því að segja sögu af höggormi sem kemur og byrjar að spjalla.

Það sem launaumslagið segir ekki

Þessi atburður rifjaðist upp fyrir mér þegar launamál bankastjórnenda komu enn til umræðu í liðinni viku og enn og aftur voru borin á borð rökin um ábyrgð og endurgjald svo að tómahljóðið glumdi í samfélaginu [...] Er það svo? Er það virkilega svo að verk okkar eigi ekki dýpri tilvísun en þá sem birtist í launaumslaginu?

Það er engu að safna

Maður þekkir mann, nema hann sé kona eða útlendingur.

Hvorki hetja né þrjótur

Þegar bíll heyrðist koma akandi inn á hlaðið þurfti ég engar vitna við. Nú var hún komin, hjúkrunarkonan með stóru nálina. Bílhurð var skellt og þá var sem rimlagrindum væri rennt niður í sál minni.

Gamli rembingurinn

Þegar mustarðskornið nær vaxtartakmarki sínu verður það að stóru tré sem lifir og þróast í óendanlega flóknu og nærandi samhengi við umhverfi sitt. Fyrst allt þetta undur býr í örsmáu fræi hvað skyldi þá búa í þér? Hvert skyldi vera þitt stóra samhengi?

Útleiðsla hins grunaða er trúaratferli

Ég hafði fyrir því að sjá myndskeiðið. Ég hafði heyrt það í sjö fréttum útvarpsins en eitthvað inni í mér vildi fá að sjá atburðinn, sjá manninn leiddan út í lögreglufylgd. Svo að eftir matinn á föstudagskvöldið södd og örugg í minni eigin stofu með mínu fólki stillti ég á „plúsinn” á slaginu átta til að sjá.

Tími lausaleikskróans er liðinn

Er hægt að vera meira velkominn? Er hægt að þiggja stærri gjöf en þá að einhver sem ekki hafði blóðskyldu að gegna ákvað að elska mann og gefa manni réttinn til að vera sitt barn? Svona getur líf fólks blessast.

Minna er betra og meira

Þú átt bara eitt líf sagði fósturafi minn. Sjálfur hafði hann haft nokkuð fyrir því að bjarga lífi sínu sem ungur strokuhermaður og e.t.v. var það þess vegna sem hann kunni svo vel að meta bakaðar baunir og fleskbita í dós. Hér er allt sem þarf! sagði hann og horfði af innlifun á tinlokið brettast upp.

Kirkjan er hagsmunasamtök... barnsins

Sá efi sem nú er sáð um gagn og gildi guðstrúarinnar ilmar í nösum þeirra sem trúa líkt og tað á túni. Og ég er ekki að hæðast þegar ég segi Guð blessi Vantrú og Guð blessi Siðmennt fyrir þjónustu þeirra við kristnina í landinu.

Lyng undir fótum

Bráðum mun hreystrið falla af augum okkar og við munum kannast hvert við annað, að við erum eitt fólk. Þetta er að gerast.

Séreignarnauðhyggjan

- Að kristnum sið er það þjófnaður að miðla ekki þeim sem þurfandi er. Það er stuldur að nota það sem mann ekki vantar á meðan aðrir þurfa á því að halda. Þú átt ekki með réttu annað en það sem þig vantar. Það sem umfram er eiga þau sem skortir. Þetta er kristin afstaða til efnislegra gæða. Hættum að stela segir postulinn.

Spennuþrungin veisla

Hvernig er það heima hjá mér og þér? Hafa allir rými? Er leyfilegt að gera mistök? Er óhætt að segja hvernig manni líður eða má e.t.v. bara segja hvernig manni gengur?

Látum það gerast með þokka

Eitthvað er til sem aldrei má svíkja og enginn má eigna sér eða virkja í eigin þágu. Þetta er það sem kallað hefur verið heilagt. Þetta sem áfram verður heilagt hversu mjög sem við höldum að við afhelgumst. Þetta er líka í náttúrunni, þetta er í samskiptum elskenda, í tengslum foreldra og barna og í trúnaðinum sem ein þjóð á við sjálfa sig.

Við erum það sem við munum

Eitt af því mikilvægasta sem kirkjan man og kann ótal sögur um er það að Guð hefur sætt heiminn við sig í Jesú Kristi. Þess vegna getur hún munað og dregið ályktanir öld fram af öld og þarf engu að gleyma og ekkert að flýja þar þar sem fyrirgefningin er megin inntak alls sem hún er.

Getur þjóð eignast nýtt hjarta?

Hvernig gat það gerst sem orðið er? er hin stóra spurning Gamla Testamenntisins rétt eins og rannsóknarskýrslunnar okkar. Hvernig gat heilt þóðfélag farið á hliðina með þeim hætti sem við blasir? Og það merkilega er að svörin eru hliðstæð.

Biðröð er skilaboð

Getur verið að Jesús hafi með orðum sínum einmitt verið að ávarpa þetta viðhorf til lífsins sem tryggir að fátækt muni alltaf blómstra hvernig sem árar? Viðhorf stífninnar og hugmyndaleysisins sem býr til endalausar biðraðir, viðhorf nægjuseminnar sem snúið er að öðru fólki á meðan lifað er í óhófi.

Hugarafl og lögmál rausnarinnar

Nei, 2+2 eru ekki nauðsynlega 4. Enn dýpra í veruleikann heldur en lögmál stærðfræðinnar er grópað lögmál rausnarinnar.

Dónavald

Og nú erum við enn farin að heyra valdið tjá sig og segja að almenning varði ekki um þetta og komi ekki hitt við því þetta sé nú markaðurinn. Okkur varðar víst t.d. ekkert um laun manna í skilanefndum bankanna. Þetta er bara markaðurinn.

Ekki þjónustupía heldur frelsari

Eva kemur þannig sem „ezer” eða frelsari inn í söguna en ekki sem þjónustupía svo að ekki er hægt að halda fram einhverri meintri kristilegri stigveldishyggju innan hjónabandsins á grundvelli síðari sköpunarsögunnar svo mjög sem hún þó hefur verið til þess notuð um aldirnar.

Góðir dagar bíða

Þann dag sem þú hættir að safna mannlegri visku, afli og auði handa sjálfum þér en megnar þess í stað að þiggja það allt að gjöf, þann dag er seinni hálfleikur hafinn í lífsbaráttu þinni og þú ert genginn á vit hinnar sönnu þekkingar.

Hið góða líf

Það er ástin á lífinu og virðingin fyrir raunverulegum verðmætum sem ræður því að rústabjörgunarsveit skuli yfir höfuð vera til. Rústabjörgunarsveit verður alltaf rekin með halla frá sjónarhóli Exelskjalsins.

Nú þarf að skakka leikinn

Það verður ekki allt böl til blessunar og blessun kemur oftast ekki óvart. Blessun Guðs er ekki síst iðkun, iðkun hins góða.

Vopnuð pálmagreinum

Kristinn siður áætlar að lífið sé í sjálfu sér gott og að yfirráð og ofbeldi sé ómerkileg aðferð.

Hin vanheilaga þrenning meðvirkninnar

Okkur býðst að tileinka okkur það samskiptamunstur sem heilög þrenning lýsir. Við þurfum ekki að styðjast við ásökun og sektarkennd sem viðheldur vansæld heldur megum við sem einstaklingar og sem þjóð ganga inn í hvíldina í Jesú Kristi, kveðja meðvirknina og iðka hið nýja samtal þar sem fjölbreytileikanum er fagnað í einingu.

Þegar fíflunum fjölgar

Við megum bóka að með þessu svari hafi mörgum sem í kring stóðu þótt drengurinn bíta hausinn af skömminni og þau hafa beðið eftir því að Jesús setti honum stólinn fyrir dyrnar. En Jesús horfði á hann með ástúð.

Eymd er valkostur

Þekkir þú hvernig það er þegar Guð talar við mann og maður veit að það er hann? Spámenn Guðs ganga ekki í einkennisbúningum, stundum birtast þeir m.a.s. í baðfötum. Það er ekki lúðrablástur eða bjölluhljómur áður en þeir mæla. En orði Guðs fylgir ilmur þegar það er borið fram og því fylgir alltaf lausn.

Skylduaðild að veruleikanum

Höfuðástæða þess að Íslenskur almenningur tók ræður og hómilíur Jóns Vídalíns inn að hjarta sínu var sú að hann bar virðingu fyrir almannahag í Jesú nafni.

Dalai Lama er áhættuþáttur

Nú óttumst við um hag lands og lýðs og þau svartsýnustu á meðal okkar telja jafnvel að þjóðin sé að glata landi sínu og sjálfstæði. Tíbetska þjóðin, menning hennar og trú, er lifandi vitnisburður um það hvernig þjóð fer að því að eiga land.

Myndi ég blekkja þig?

Treystu mér! sögðu þessi kerfi. Treystu hugsmíðinni, reiddu þig á tilraunina! sögðu þau hvert um sig. Það verður spennandi ef maður skyldi lifa það að lesa sögubækur í menntaskólum eftir fimmtíu ár.

Myndi ég blekkja þig?

Treystu mér! sögðu þessi kerfi. Treystu hugsmíðinni, reiddu þig á tilraunina! sögðu þau hvert um sig. Það verður spennandi ef maður skyldi lifa það að lesa sögubækur í menntaskólum eftir fimmtíu ár.

Nei!

Hann stóð bara og barðist við að halda jafnvægi, sagði ekki eitt orð, lyfti ekki fingri. Svo hræktu þeir í andlitið á honum. Beint í andlitið hans. Það liðu mánuðir þangað ég gat sjálfur hrækt, bara svona eins og maður gerir.

Líkaminn er stórkostlegur

Þetta er ástæðan fyrir því að rekstur nektardanstaða og vændishúsa er í eðli sínu lygi og ofbeldi. Það er ekki hægt að kaupa líkami. Mannslíkaminn verður ekki verðmetinn, það er ekki hægt að hrifsa hann til sín heldur er einungis mögulegt að þiggja hann að gjöf.

Óborganleg fyndni gamallar konu

Útdráttartexti: Skyldi það vera tilviljun að menn áttu bágt með sig að hlæja ekki á Golgatahæð föstudaginn langa? Þessi stemmning sem myndast hvar sem viskan og gæskan birtist í veröldinni, á henni er eiginlega bara sjálfvirkur sleppibúnaður.

Til hvers er að lifa?

“Til hvers er að lifa? var spurt. Lifðu til þess að deyja! Svarar Kristur Jesús. Deyðu sjálfum þér en lifðu náunga þínum, þá lifir þú mér… Leiðin út úr vonleysinu, liggur út til annara manna og á þeirri vegferð finnur maðurinn Guð.”

Til hvers er að lifa?

“Til hvers er að lifa? var spurt. Lifðu til þess að deyja! Svarar Kristur Jesús. Deyðu sjálfum þér en lifðu náunga þínum, þá lifir þú mér… Leiðin út úr vonleysinu, liggur út til annara manna og á þeirri vegferð finnur maðurinn Guð.”

Öld þóttans

Við Íslendingar stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. Þóttinn er fallinn af stalli sínum, trúin á hinn staka mann er dauð og nú er okkur frjálst að hugsa upp á nýtt og sjá samhengi okkar við náttúruna og mannfélagið. Nýr sáttmáli er í smíðum og hann skal fela í sér vitund um lífríkið og sátt manna í millum þar sem hótunarvaldi er hafnað, en friðarviljinn hafinn til vegs.

Öld þóttans

Við Íslendingar stöndum á þröskuldi nýrrar aldar. Þóttinn er fallinn af stalli sínum, trúin á hinn staka mann er dauð og nú er okkur frjálst að hugsa upp á nýtt og sjá samhengi okkar við náttúruna og mannfélagið. Nýr sáttmáli er í smíðum og hann skal fela í sér vitund um lífríkið og sátt manna í millum þar sem hótunarvaldi er hafnað, en friðarviljinn hafinn til vegs.

Friðarvit

Ef við höfum enn snefil af þeirri íslensku samvitund sem við eitt sinn áttum, áður en trúin á markaðinn og hernaðinn, aflsmunina og yfirburðina hóf innreið sína í vitund okkar. Ef við eigum eitthvað eftir af sannri mennsku þá grætur hjarta okkar þegar þessi orð eru flutt, og háðungin sem þau bera rennur um hverja taug.

Limbó

Hvernig gat það gerst að við sofnuðum og tókum ekki eftir því þegar þjófurinn læddist að börnum okkar og tók frá þeim eirðina, andrána svo að þau urðu prógramminu að bráð í endalausri framtíð?

Tvær meinlegar skynvillur

Eitt höfuðeinkenni hómó sapíens er það að við erum alltaf að rembast.

Inntak lífsins er ást

Já, hvað er það sem raunverulega getur linað mannlegar þjáningar? Ég spyr þig, vegna þess að ég veit að þú veist svarið jafn vel og ég. Hvað er til sem dregur úr kvíða, bætir sorg, mildar reiði, hjálpar í vanmætti... Það er mannleg snerting. Snerting og nærvera. Ást. Það er það eina sem dugir.

Inntak lífsins er ást

Já, hvað er það sem raunverulega getur linað mannlegar þjáningar? Ég spyr þig, vegna þess að ég veit að þú veist svarið jafn vel og ég. Hvað er til sem dregur úr kvíða, bætir sorg, mildar reiði, hjálpar í vanmætti... Það er mannleg snerting. Snerting og nærvera. Ást. Það er það eina sem dugir.

Að kannast við mennsku sína

Sér þú þá umbreytingu og uppstokkun gilda sem hér fer fram í örfáum línum í hinu forna guðspjalli? Það sem hér á sér stað er það sem verður að eiga sér stað í íslensku samfélagi ef börnin okkar eiga að fá að lifa. Skilaboð þessarar gömlu sögu eru svo brýn að þau varða afdrif afkomenda okkar. Hér fylgjumst við með persónu taka þá ákvörðun að kannast við mennsku sína.

Siðferðisleg og himnesk gæði

“Að deila með öðrum eru helstu mannlegu gæðin að áliti dr. Páls Skúlasonar prófessors. Siðferðisleg gæði skapa að hans áliti félagsauð sem gera það að verkum að menn treysta hver öðrum og verða færir um að deila á milli sín. Við þær aðstæður telur hann að það gerist að manneskjan fari að spyrja sjálfa sig um þetta sem kallað er réttlæti.”

Siðferðisleg og himnesk gæði

“Að deila með öðrum eru helstu mannlegu gæðin að áliti dr. Páls Skúlasonar prófessors. Siðferðisleg gæði skapa að hans áliti félagsauð sem gera það að verkum að menn treysta hver öðrum og verða færir um að deila á milli sín. Við þær aðstæður telur hann að það gerist að manneskjan fari að spyrja sjálfa sig um þetta sem kallað er réttlæti.”

Paul Ramses og Jesús frá Nasaret

Þessi sem brauðin taldi var enginn bjáni. Hann vissi að sjö brauð voru jafn lítið og ekkert brauð, tæknilega séð. Tæknilega séð var vandamálið óyfirstíganlegt. Tæknilega séð er flóttamannavandinn í heiminum líka óyfirstíganlegur....

Paul Ramses og Jesús frá Nasaret

Þessi sem brauðin taldi var enginn bjáni. Hann vissi að sjö brauð voru jafn lítið og ekkert brauð, tæknilega séð. Tæknilega séð var vandamálið óyfirstíganlegt. Tæknilega séð er flóttamannavandinn í heiminum líka óyfirstíganlegur....

Andóf einyrkjans

Og einmitt nú, þegar “hin óeðlilega bjartsýni er þorrin” rétt eina ferðina hjá þessari þjóð og við erum orðin að vaxtaþrælum veltiáranna, þá er enginn sem stendur hjarta þessarar þjóðar nær en flutningabílstjórinn, einyrkinn, sem skuldum vafinn skiptir niður og leggur ótrauður á heiðina.

Tilraunin

Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Við erum byggingarverkamenn í hæsta Babelsturni sem reistur hefur verið. Loksins nú skal hann ná til himins eftir allt. [...] Kristin kirkja byggir ekki von sína á tilraun. Afdrif þín í þessari veröld eru ekki tvísýn.

Tilraunin

Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Við erum byggingarverkamenn í hæsta Babelsturni sem reistur hefur verið. Loksins nú skal hann ná til himins eftir allt. [...] Kristin kirkja byggir ekki von sína á tilraun. Afdrif þín í þessari veröld eru ekki tvísýn.

Týndir unglingar eru menningareinkenni

Skyldi vera til hópur sérfræðinga sem ekki hefur neinar lífsskoðanir heldur kann bara fræðin sín og getur hitt börnin okkar til að kenna þeim staðreyndir um stærðfræði, líffræði, sagnfræði, málvísindi, íþróttir og handverk, en gerir það án þess að byggja nálgun sína við börnin okkar á neinum lífsskoðunum?

Eitt mannkyn - ein kynverund

Sáttin milli himins og jarðar er fullkomin í Kristi Jesú. Allt það sem aðgreinir himinn og jörð og mennina hvern frá öðrum er afnumið í upprisusigri hans. Sá Guð sem hengdur er nakinn upp á tré tekur m.a. á sjálfan sig alla þá skömm sem við tengjum mannslíkamanum og tilfinningunum.

Friðarstofnun í Reykjavík

Skilaboð kristinnar trúar inn í friðarmálin er ekki einhver samningatækni sem nota mætti inni í Höfða með góðum árangri. Hér er ekki einhver gleymd aðferðafræði sem komið hefur sér vel á liðnum öldum en fallið í gleymsku. Nei, skilaboð kristindómsins eru þær fréttir að Guði líkar við fólk og með velviljaðri yfirtöku hefur hann gefið Jesú allt vald og lýst yfir friði í veröldinni.

Friður

Kristin kirkja stendur með lífinu. Hún trúir lífinu, trúir góðu fregnunum, trúir friðarboðum Guðs. Já, friður er djúpt hugtak í Biblíulegri hugsun. Friður, Shalom, táknar það ástand, þegar lífið hefur vaxtarskilyrði. Shalom merkir jafnvægi í náttúrunni, réttlæti milli manna, gæftir til lands og sjávar og gleði í sál og sinni.

Í háska en ekki hrædd

Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er sjálfur breyttur, eða hvort veröldin er að breytast. Geri mér hreint ekki grein fyrir því hvort heldur er, en ég verð að játa að mér þykir lífið hafa annan hljóm núna en bara fyrir fáum misserum. Ég upplifi svo mikla ógn.

Að jötunni

Skrýtið! Hér erum við saman komin, öll í okkar fínasta pússi. Og það eru margar vikur frá því að við flest skipulögðum þetta kvöld. Hvert við færum, hvar við værum og með hverjum, og hvernig við ætluðm að næra okkur. Allt í skipulagi, allt undirbúið.

Nútímasaga

„Ef þú ert eitthvað, ef þú ert maður með mönnum, ef þú ert sá sem þú vonar að þú sért, sannaðu það þá með því að græða á því!“ Kannast þú við þessa hvatningu? Sagan af freistingum Krists er nefnilega nútímasaga. "Ef þú ert sonur Guðs?" sagði djöfullinn við Jesú.

Allt hreyfist

Um daginn sagði mér fróður maður að vísindamenn úti í heimi héldu því fram með gildum rökum að slík væri hringrás efnisins í veröldinni að á hverjum þremur vikum hefur þú deilt frumeindum með hverri einustu lífveru sem dregið hefur andann á þessari jörð. Efnið og orkan eyðist ekki, heldur skiptir bara um form og öðlast nýtt samhengi.

Augnsamband

Ég veit ekki hvort ungi maðurinn sem lagðist í götuna þekkti Jesú, en ég veit þó alltént að hann hefur orðið að sækja jakkafötin sín úr hreinsun öðru hvoru megin helgarinnar og svo veit ég líka að hann notaði aðferð Krists. Aðferð Krists þekkist alltaf. Hún þekkist á sjónarhorninu.

Predikanir eftir höfund

Ég er ekki til

Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður?

Stephen Fry segir satt

Í tilefni af þessum kröftugu ummælum vaknaði ég upp við þá hugsun að í raun játa ég trú á vitfirrtan Guð, þótt hann sé ekki sá sem Fry er að nefna.

Hvernig á að verja trúna?

Bregðumst heldur ekki trúnaði þjóðarinnar með því að verja okkur sjálf, trúarsiði okkar og venjur. Leyfum íslenskri þjóð að eiga kirkju sem er vitur og máttug í vanmætti sínum. Þá mun þjóðin vilja koma að borði hennar, heyra sögur hennar, staðnæmast í kyrrðinni í stofu hennar og skynja að við erum öll systur og bræður.

Trúin á hagsmunina

Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki.

Aulahrollur mennskunnar

Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg.

Svarti Pétur

Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið.

Stóra moskumálið

Við álítum skynsamlegast að horfast í augu við fjölbreytileikann í þessum efnum. Hið opinbera á ekki að taka afstöðu í trúarefnum eða mismuna fólki eða félögum vegna lífsskoðana þess heldur eigum við að halda hvert öðru ábyrgu í samfélaginu og sýna hvert öðru þá virðingu að spyrja: Hvað merkir það að vera múslimi? Hvað merkir það að vera veraldlegur húmanisti eða kristinn eða hvað þú vilt kalla þig? Fyrir hvaða gildi stendur þú?

Samræmt sjónarhorn á fátækt

Það merkilega gerðist á þessum fundi að allir virtust sammála um þau megin atriði sem lögð voru fram. Samkomulag var á fundinum um þá megin staðhæfingu að langvarandi fátækt sé mannskemmandi og að hún birtist í skertri heilsu, félagslegri einangrun og vonleysi og ræni fólk reisn sinni og hamingju.

Húmor krossins

Valdið sem safnar sjálfu sér. Valdið sem fer í fýlu fái það ekki að vera algilt og fúlsar við öllu nema heimsyfirráðum, það er valdið sem Jesús stríðir.

Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju

Kristin kirkja á enga hagsmuni aðra en hagsmuni þess samfélags sem hún þjónar. Heilbrigði, öryggi og félagsauður samfélagsins eru þeir hagsmunir sem Þjóðkirkjan stendur vörð um og skuldbindur sig til að hlúa að.

Gleðigangan er í dag

Gleðigangan á Íslandi er eitthvert jákvæðasta menningartáknið í samtímanum. Hún ber með sér von um alvöru þjóðlíf þar sem við gerum ráð fyrir öllu fólki og lærum að lifa saman í sátt hvert við annað og í takti við náttúruna.

Breivik og siður stálsins

Breivik hinn norski kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Hann er afkvæmi menningar. Eitraður ávöxtur í okkar eigin garði sem við verðum að taka ábyrgð á. Hér er innlegg í þá umræðu.

Sorgir kirkjunnar

Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma.

Rannsóknarskýrslan - feginleiki og reiði

Í dag megum við vera fegin og reið. Það fylgir því jafnan feginleiki þegar sagan er sögð eins og hún er og mál eru gerð upp af einurð og heilindum. Það þekkjum við hvert og eitt úr eigin lífi. Og stundum er sannleikurinn þannig að hann vekur manni reiði.

Skólinn kennir á lífið

Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana.

Hernaður er hugleysi

Hún hefur ólgað í mér reiðin síðan ég sá upptökuna af ódæði bandarísku hermannanna í Bagdad frá árinu 2007. Flestum er okkur eins innanbrjósts. Þarna urðum við vitni að þeirri þjálfuðu afmennskun sem er hluti af hernaðarmenningunni.

Biskupinn og allt hans hyski

Við þurfum öll að standa okkur í stykkinu hvort sem það eru trúfélög, menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir, fiskvinnslufyrirtæki, löggæslan, Veðurstofan, fjölmiðlar eða hverjar aðrar stofnanir samfélagsins sem njóta krafta okkar. Okkur ber öllum að vanda okkur.

Biskupinn og allt hans hyski

Við þurfum öll að standa okkur í stykkinu hvort sem það eru trúfélög, menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir, fiskvinnslufyrirtæki, löggæslan, Veðurstofan, fjölmiðlar eða hverjar aðrar stofnanir samfélagsins sem njóta krafta okkar. Okkur ber öllum að vanda okkur.

Síðasta eineltisbarnið

Það er kristin trú að einhvern veginn hafi Jesús Guðs sonur dáið með syndum okkar. Að einhvern veginn hafi gjafari lífsins gerst lausnari þess. Að einhvern veginn hafi menn ástæðu til þess að standa uppréttir í þessum heimi þrátt fyrir syndina, sundrunguna, ranglætið sem hvarvetna er augljóst.