Halldór Reynisson

Höfundur -

Halldór Reynisson

prestur

Pistlar eftir höfund

Auðæfi sem ekki aðrir ná af manni

Og það er ólíkt með þessum auðæfum og venjulegum krónum og aurum, eða eigum við að segja milljörðum, því enginn virðist vera maður með mönnum nema hann hugsi í milljöðrum – að því meira sem þú eyðir af kærleika, því meiri verður innistæðan.

"Allir krakkar, allir krakkar..."

Þessa barnavísu þekkir hvert mannsbarn á Íslandi. Öll höfum við raulað hana marg oft þegar við vorum börn að leik – nú eða með börnum okkar.

Predikanir eftir höfund

Þjóðkirkjan – framtíðarsýn óskast! 3. grein

Í þessari grein sem er framhald af fyrri greinum undir sama hatti er er sjónum beint að skipulagi þjóðkirkjunnar á Íslandi og settar fram hugrenningar um nauðsynlegar breytingar.

Þjóðkirkjan – framtíðarsýn óskast! 2. grein

Í þessari grein sem er framhald af greiningu á stöðu kristin-dómsins í hinum vestræna heimi er sjónum beint að stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi.

Þjóðkirkjan – framtíðarsýn óskast! 1. grein

Það dylst víst fáum að Þjóðkirkjan er í kreppu og hefur tapað miklu af fyrri stöðu meðal landsmanna. Á sama tíma hefur lítið farið fyrir umræðu um stöðuna né stefnu og framtíðarsýn innan vébanda kirkjunnar. Í þessari grein og tveimur öðrum sem byggja á innleggi á málfundi í Háteigskirkju um málið 1. nóvember s.l. eru settar fram hugleiðingar um stöðu kirkjunnar, ástæður hennar en einnig hugmyndir að framtíðarsýn og verkefnum í anda þeirrar sýnar.

Þjóðkirkjufrumvarp – að byrja á byrjuninni

Framtíðarsýn stofnunar eins og þjóðkirkjunnar hlýtur að taka mið af tvennu, innra starfi og ytri ramma. Hlutverk og tilgangur starfs þjóðkirkjunnar gengur út á hið innra starf, að boða kristin lífsgildi og vera til þjónustu gagnvart náunganum. Ytri ramminn á fyrst og fremst að styrkja hlutverkið.

Að syrgja hefur sinn tíma

Kappkostum að sinna vel köllun okkar að ganga í fótspor Krists og uppfylla boð hans um að hugga syrgjendur.

Ný dögun – 25 ára sorgarvinna

Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést vð erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann.

Dögun – Ný dögun

Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða ... um þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni.

Því sorgmæddur var ég…

Sálgæsla við syrgjendur er tvímælalaust eitt mikilvægasta verkefnið sem kirkjan sinnir. Þegar þessari þjónustu er vel sinnt sýnir fólk þakklæti og velvild í garð kirkjunnar og starfsfólks hennar.

Jól í skugga sorgar

Aðventan og jólin er tíminn þegar öllum á að líða vel – eða svo teljum við. Og víst er þetta yndislegur tími þegar vel gengur. Um hver jól eru þó margir sem eiga erfitt með að gleðjast og fagna.

Hvers konar kirkja viljum við vera?

Hvers konar kirkja viljum við vera, við sem tilheyrum þjóðkirkjunni? Kirkja hagsmuna, hlunninda og ítaka sem ver innhópinn - eða kirkja þess Krists sem var vinur tollheimtumanna og syndara og sagði sannleikann gera okkur frjáls.

Trúarbragðafræðsla í Evrópu

Fjölmenning og fjölhyggja fer vaxandi jafnt á Íslandi sem annars staðar í Evrópu. Á sama tíma hefur vægi trúarbragða aukist í opinberri umræðu þvert á þá hugmynd að trúarbrögðin væru aðeins einkamál fólks.

Sjálfsvíg - hvað svo?

Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa.

Kirkja og skóli á forsendum barnsins

Umræðan um kirkju og skóla byggir um sumt á misskilningi. Talað hefur verið um tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur sem „bann við trúboði" eins og trúboð á vegum kirkjunnar sé þar iðkað í stórum stíl. Það er stefna kirkjunnar að eiga samstarf við skólann á þeirri forsendu hans að fræða um trú en ekki boða hana.

Umhverfisvá – 350 klukknaslög

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum víða um heim hringt 350 sinnum n.k. sunnudag 13. desember kl. 15 að staðartíma til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Biðjum og styðjum - samskot í kirkjum fyrir fjölskyldur í vanda

Núna þegar ár er liðið frá efnahagshruninu eiga margar fjölskyldur í miklum fjárhagserfiðleikum. Sumar eiga vart til hnífs og skeiðar. Fyrir ári hefði engan órað fyrir að fólk sem þá var vel bjargálna þyrfti stuðning nú.

Skriftamál í Bankakreppu

Bankahrunið hefur snert mig og rýrt lífskjör mín og minna. Og ég spyr eins og aðrir, hverjir bera ábyrgð? Enn sem komið er hafa fáir gefið sig fram. Ekki bankastjórnendur, ekki fjárfestar, ekki embættismenn, ekki stjórnmálamenn – nema svona pínulítið eins og börnin segja. Ábyrgðin, með öðrum orðum torfundinn ef ekki týnd.

... engin lán í myntkörfu

Aðventan og jólin eru merkilegur tími. Stundum er þetta tími gleði og birtu í sálinni, en, ef eitthvað er úr lagi gengið getur þetta verið erfiður tími. Aðventa og jól í skugga áfalla og missis eru dimmur tími. Hvernig förum við þá að? Hvað hjálpar? Er einhverja von?

Kristnin og þjóðernið

Íslensk menning er að breytast. Tökum því með djörfung og lítum á það sem tækifæri til að auðga íslenska menningu. Siðurinn er einnig að breytast. Sjáum það sem áskorun um auðugra og dýpra trúarlíf, betra tækifæri til að rækta sjálfa trúna og þá þjónustu sem henni fylgir,

Tíu kristin heilræði í kjörklefanum

Á laugardaginn kemur göngum við Íslendingar til alþingiskosninga. Hvað og hverja við kjósum fer eflaust eftir ýmsu, pólitískri skoðun og innrætingu og grunngildum svo sem trúargildum.

Að mótmæla jólunum?

Það eru til tvenns konar jól; jól sem kafna í umbúðarpappír og jól sem búa í djúpi eigin tilveru. Jól sem eru marglit, bragðmikil, áþreifanleg – og endaslepp þegar eftirbragðinu lýkur. Og svo önnur jól sem tengjast dýrum minningum, hrifnæmi, hátíðleik, þögulli gleði í upplýstu myrkri.

Um trúvæðingu og Vinaleið í skólum

Nokkuð hefur verið rætt um „Vinaleiðina“ sem einstaka söfnuðir Þjóðkirkjunnar hafa boðið upp á í nokkrum grunnskólum. Hefur hún verið gagnrýnd með þeim rökum að um trúboð væri að ræða. Í „Vinaleiðinni“ felst að eiga samleið með barninu, hlusta og mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur hefur einnig verið nefndur sálgæsla.

Syndarinn heilagi – Cash

Kántrí-rokk í bland við sekt og sýknu, dauða og nýtt líf eru stefin í bíómyndinn “Walk the Line” þar er sögð saga Johnny Cash frá bernsku og þangað til hann er orðin stórstjarna í músíkinni.

Rétt og rangt - að ala börn upp með gildismat

Eigum við að troða skoðunum okkar upp á börnin okkar? Eiga þau ekki bara sjálf að velja lífsviðhorf sín? Svona spurningar hef ég heyrt býsna oft allt frá því að ég varð faðir og jafnvel lengur. Í þeim endurómar viðhorf sem við, 68-kynslóðin tömdum okkur. Uppeldi var samstarfsverkefni fullorðinna og barna og þau áttu sjálf að velja sér lífskoðun.

Verndum bernskuna – og ræktum foreldrið

Munum að rækta okkur sjálf er heilræðið sem minnt er á nú í janúar. Að þessu sinni er sjónum beint að okkur sjálfum, foreldrum og uppalendum. Og eflaust ástæða til eftir hátíðarnar þegar margir stökkva af stað í líkamsrækt af því að þeir passa ekki lengur í fötin sín.

Aðventan - nær barninu

Aðventa: Búðarráp, ljósadýrð. Veisluborð. Streita. Eftirvænting. Þessi orð koma upp í hugann þegar aðventan er á næsta leiti. Og þó er maður minntur á hana löngu fyrr með ótímabærum jólaskreytingum í búðargluggum og auglýsingum. Ofan í kaupið sáu norskir jólasveinar ástæðu til að mótmæla þjófstarti aðventunnar. Og hvers vegna þá aðventa?

Íþróttir og uppeldi

Er íþróttaiðkun að byggja upp manneskjur eða vinna til verðlauna? Hvers konar gildi og viðmiðanir gefa íþróttir börnum og ungu fólki? Eru íþróttir frekar skemmtun en ástundun heilbrigðrar hreyfingar? Hverjar eru dygðir íþróttaiðkunar og hverjir eru lestir?

Verndum bernskuna

Nú er að fara af stað átak undir heitinu “verndum bernskuna” þar sem lagt er upp með tíu heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er Þjóðkirkjan, forsætisráðuneytið, umboðsmaður barna, Velferðarsjóður barna og Heimili og skóli sem standa að þessu átaki með samvinnu og stuðningi heilmargra samtaka, stofnana og fyrirtækja.

Efling trúarbragðafræðslu í skólum

Sú var tíðin að Íslendingar voru allir ljósir á hörund og aðhylltust sömu lífsskoðun. Það er veröld sem var. Fjölbreytni og fjölhyggja eykst með hverju ári. Í auknum mæli flyst hingað fólk frá ólíkum menningarsvæðum með ólík trúarbrögð í farteskinu.

Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju

Stundum hefur verið látið í það skína að umræða um aðskilnað rikis og kirkju færi mest fram utan veggja kirkjunnar og að aðrir hefðu þar tekið frumkvæði sem kirkjunnar menn svokallaðir þyrftu að endurheimta.

Fréttir og fordómar

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö 18. september s.l. fjallaði fréttamaðurinn Róbert Marshall um ákæru á hendur sóknarpresti vegna líkamsásar. Á eftir fylgir „fréttaskýring” sem byrjar á orðunum „Þeir praktísera ekki allir það sem þeir predika og þá kannski sérstaklega það að rétta hinn vangann“.

Trúin þá og trúin núna

Er kristnin bara fortíðarfyrirbæri, eitthvað sem lifir í lokuðum fornaldarheimi? Eða snýst trúin um lífið hér og nú? Fyrr í sumar átti ég spjall við forystumann í íslenskum fjölmiðlaheimi um möguleika varðandi kirkju og trú í fjölmiðlum. Hann var með þá hugmynd að gott fræðsluefni fyrir sjónvarp væri að fjalla um gamla altaristöflu í lítilli kirkju, gott ef hún var ekki í eyðibyggð.