Pétur Björgvin Þorsteinsson

Höfundur -

Pétur Björgvin Þorsteinsson

Pistlar eftir höfund

Þitt eigið fíkjutré

Hvað finnst þér? Hver er víngarðurinn þinn, ábyrgð þín? Hvaða fíkjutré í þín lífi, þínu samfélagi bar ekki ávöxt þetta ár? Jafnvel þriðja árið í röð? Hvað ætlar þú að gera til að bæta ástandið? Slíta tréð strax upp eða bæta aðstæður þess og gefa málinu eitt ár enn?

Nafn er val(d)

Mér þykir við hæfi að nú þegar við stöndum á bryggjunni og sjáum fram á 366 daga sjóferð í gegnum árið 2012 að nota orð sr. Hallgríms til þess að minna okkur á mikilvægi þess að ferðin sé frá upphafi í Jesú nafni.

Kærleiksþjónustan er samfélagsform

Kirkja dagsins í dag, samfélag kristinna, þarf að nema staðar þar sem hennar er þörf. Með boðskap sínum og breytni er henni ætlað að hafa varanleg áhrif á manneskjuna sem til hennar leitar og samfélagið allt.

Traust ... sjálfstraust

Í dag erum við minnt á að það að segja takk, nær lengra heldur en bara að eyrum manneskjunnar sem stendur við hliðina á okkur. Okkar hlutverk er að lofa Guð og þakka honum fyrir sköpunarverkið allt.

Kerfið eða fólkið?

Ég er ekki viss um að við getum sett okkur í spor þessara einstaklinga. En okkur hættir til þess að dæma þau, rétt eins og veikindi þeirra sé þeim að kenna, líferni þeirra hafi leitt til þess að þau smituðust. Í öllu falli þurfum við að spyrja okkur hvort verið geti að þau séu ímynd þeirra sem við viljum ekki hafa samneyti við. Og við getum lært af þeim. Þau biðja aðeins um eitt: Um miskunn Drottins.

Hvar eru lærimeistararnir?

Asi hversdagsins hindrar okkur í því að taka okkur tíma til samfélagsins við Drottinn og þar með rænum við sjálf okkur því tækifæri að koma fram fyrir hann sem skapaði okkur og gefur okkur lausn, með iðrun okkar og beiðni um fyrirgefningu.

Fjárhirðar

Þarna voru þeir saman komnir fyrir 2000 árum, nokkrir fjárhirðar sem gættu um nóttina hjarðar sinnar úti í haga. Og allt í einu stóðu þeir frammi fyrir áskorun sem var engri lík: Áttu þeir að trúa því að engillinn væri alvöru engill og boðskapurinn alvöru boðskapur. Áttu þeir að trúa? Gátu þeir treyst?

Snilldartextar

Textar dagsins eru tær snilld og boðið er upp á allt litróf Biblíunnar frá mínu sjónarhorni séð. Þá á ég við:Texta sem ég skil og opna hjarta mitt fyrir og texta sem ég skil ekki. Texta sem ergja mig og texta sem gleðja mig. Texta sem ég vil tala um, liggja mér á hjarta og hina sem ég vil ekki vita af.

Predikanir eftir höfund

Reynsla djákna

Stundum held ég að djáknar séu goðsögn ein. Flest þeirra sem eru starfandi djáknar leggja mikla alúð í þau verkefni sem þeim eru falin og sinna þeim í kærleik og af trúmennsku.

Leikgleði

Þýsk stúlka sem aðstoðaði nýverið í sumarbúðum hér heima á Íslandi veitti því eftirtekt að krakkarnir höfðu meiri tíma fyrir frjálsan leik heldur en í þeim sumarbúðum sem hún þekkir til í Þýskalandi. „Og þau fóru bara í allar áttir að leika“ sagði hún hálf hissa við mig.

Gorgeuos Grandma Day

Sérstakur ömmudagur er haldinn hátíðlegur víða í Bretlandi í dag, 23. júlí eins og ár hvert. Svipað er uppi á teningnum þann 14. október er sérstakur ömmudagur haldinn hátíðlegur í Bæjarahéraði í Þýskalandi og í nóvember afa og ömmudagur. Við hliðina á degi aldraðra sem þjóðkirkjan stendur svo sómasamlega fyrir, væri flott að kirkjan hefði framgöngu um ömmu og afadaga á Íslandi.

Ungmennaskiptaverkefni vekja athygli

Í lok verkefnisins höfðu þau ekki bara öðlast betri skilning á þemanu „Stand up for your rights“ heldur uppgötvað samtakamátt ungs fólks á nýjan hátt.

„Fyrsta“ landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 1960

Með aukinni aðsókn í æskulýðsstarf kirkjunnar samhliða efnahagshruninu jókst þátttaka á landsmótum til muna og oftar en ekki hefur fjöldi þátttakenda farið yfir 500, jafnvel 600 manns.

100 djáknar?

Ef viljinn væri fyrir hendi ætti þriðja hver sókn að geta verið með djákna í 50 til 100% starfi. Er það draumur, falleg hugsun eða markmið? Hvað finnst þér?

Djáknaþjónustan – Eitt í Kristi

Ég skil djáknaþjónustuna ekki sem þjónustu fyrir aðra, heldur í félagi við aðra: Við tökum höndum saman, svo bæði geti gengið. Díakonían snýst um samfélag jafningja, samfélag fólks sem er eitt í Kristi. Þar sem slík hugsun fær að ríkja vex hin kristna kirkja.

Djáknar og fjölbreytni í kirkjunni

Því hlýtur forstöðufólk kirkjunnar í borgum og sveitum landsins að horfa til þess að auka við djáknaþjónustuna. Þó er ljóst að fyrir minni söfnuði verður það draumur einn á meðan ekki kemur til aukið fjármagn til slíkrar þjónustu.

Evrópskir kirkjudagar

Eitt helsta einkenni slíkra hátíða kaþólskra og evangelískra kristinna í Þýskalandi hefur verið virk þátttaka leikmanna og bein aðkoma safnaða kirknanna án afskipta kirkjustjórnarinnar. Ætlunin er að halda þessum einkennum á fyrstu evrópsku kirkjudögunum.

Áhyggjur af trúfrelsi

Nú þegar við erum komin 13 ár inn í 21. öldina er staðan sú að í 157 löndum hafa stjórnvöld skert trúfrelsi eða hafnað trúfrelsi með lagasetningum. Þessar lagasetningar hafa mismunandi áhrif á hina ýmsu trúarhópa.

Skref til framtíðar stigið í Eyjafirði

Í aðdraganda jóla var ég á hliðarlínunni í samstarfsverkefni fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins, Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar um að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í Eyjafirði, sem áttu erfitt með að ná endum saman fyrir jól. Þó svo að aðstæður margra sem sóttu um væru grátlegar þá var samtakamátturinn sem þarna birtist í alla staði ánægjulegur.

Stefnumótun í æskulýðsstarfi án aðkomu kirkjulegs æskulýðsstarfs

Plaggið er metnaðarfullt og þar er hagur barna- og ungmenna augljóslega í hávegum hafður. Ég vil þó leyfa mér að gera athugasemdir við þessa vinnu því mér þykir mestu máli skipta að ekki sé einungis vandað til verksins, heldur einnig að haft sé gott og traust samstarf við alla sem vinna á þessum mikilvæga vettvangi.

Fjársjóður þinn

Mér varð hugsað til þeirra dýrmætu stunda sem ég hef fengið að eiga með fólki af öðrum trúarbrögðum þar sem það hefur tjáð sig um sína trú og af augljósri hrifningu lesið upp úr helgiritum sínum eða jafnvel farið með texta úr þeim utanað. Og ég minntist þess að hafa orðið vitni af því hvernig lestur Nýja testamentisins breytti lífi einstaklings á farsælan hátt.

Orð aðventunnar

Hvaða orð vantar í söguna um fyrstu jólin þannig að einstaklingurinn sem pælir í sögunni í dag finni sjálfan sig í sögunni? Sjálfur bíð ég ekki eftir komu nýs konungs. Hugur minn og hjarta þráir nýja grasrót, nýtt stjórnarfyrirkomulag, nýjan heiðarleika, nýja samstöðu. Jólafastan er gengin í garð. Í anda hennar verðum við að leyfa okkur að ögra þægilegu hugmyndunum.

Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, já takk!

Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur æskulýðsstarf kirkjunnar svo sannarlega fundið fyrir niðurskurði. Þjónusta Biskupsstofu við æskulýðsstarf í sóknum landsins er nú svipuð og hún var upp úr 1960. Niðurskurður stjórnvalda á sóknargjöldum í bland við skipulagsbreytingar á Biskupsstofu hefur valdið stórtjóni í barna- og unglingastarfi kirkjunnar.

Ein grein á ári

Einstaka sóknir eru okkur hinum til fyrirmyndar í því hvernig þær nota fjölmiðla í sinni fyllstu breidd. Á þessum vettvangi eru mikil tækifæri fyrir kirkju í sókn. Með nýjan biskup við stýrið hljótum við að horfa til þess að segja frá öllu því góða starfi sem fram fer í kirkjunni.

Samhent samfélag

Páll postuli minnir okkur á að hugtakið náð felur í sér meira en aðgerðarlaust viðhorf eða afstöðu. Miklu fremur er náð kærleikur í verki. Við sem eru kristinnar trúar fáum að taka höndum saman til að byggja upp mannvænna, lífvænna samfélag. Sem ráðsmenn sköpunarinnar er okkur einnig falið að gæta sköpunarverksins.

Kröfuhörð en þakklát æska

Börn og unglinga þyrstir í uppbyggjandi viðmót og umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. Um leið og þau gera miklar kröfur til okkar sem störfum í æskulýðsstarfi er vandfundinn jafn þakklátur og skemmtilegur hópur. Þau biðja um einlægni hjartans og frábiðja sér hverskyns sýndarmennsku.

Forvitni sem lykill að fjölmenningu

Við sem störfum með ungu fólki verðum að spyrja okkur hvort verið geti að við séum á engan hátt undir það búin að búa einstaklinginn undir að takast á við hið framandi og óskiljanlega. Eða hvernig gengur okkur að samsama okkur fjölhyggjusamfélaginu?

Æskulýðsstarf kirkjunnar og menntun umsjónarfólks

Það er á ábyrgð sóknarnefnda og sóknarpresta að sjá til þess að öll þau sem koma að starfi með börnum og unglingum séu vel upplýst um hlutverk sitt, viðkomandi starfsreglur og markmið starfsins. Seint verður mikilvægi góðrar menntunar og þjálfunar á vettvangi barna- og unglingastarfs nægilega oft ítrekað.

Styrkjum æskulýðsstarfið

Spurningin er ekki hvort að barna- og æskulýðsstarf eigi að vera í hverjum söfnuði, heldur hvernig hægt sé að útfæra það miðað við aðstæður. Vert er að hafa í huga að fjórði hver einstaklingur sem skráður er í þjóðkirkjuna er 17 ára eða yngri.

16 ára í sóknarnefnd

,,Ekkert um okkur, án okkar" verður vonandi setning sem unga fólkið gerir sífellt meira og meira að sinni setningu innan kirkjunnar. Slíkt viðhorf er vel til þess fallið að auka áhrif ungmenna innan íslensku kirkjunnar. Við þurfum að minna okkur á að fagmennska er ekki það að láta fagmenn sjá um alla hluti eða að fullorðnir sjái um allt.

Lífið er yndislegt

Ég gleðst yfir jöfnu kynjahlutfalli á æskulýðsmóti. Ég gleðst yfir prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, starfsfólki í mötuneyti ... En fyrst og fremst gleðst ég yfir Drottni mínum sem segir: ,,Náð mín nægir þér".

58 biskupsatkvæði í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Aldrei áður hafa jafn margir haft kosningarétt við biskupskjör. Áhugavert er að rýna í hvernig atkvæði skiptast milli prófastsdæma, þó landið sé vissulega eitt kjördæmi. Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er hlutfall atkvæðamagns mjög svipað og hlutfall þjóðkirkjufólks sem býr á svæðinu, eða um það bil 11% á landsvísu.

YES, þjóðkirkja

Ég gleðst yfir kirkjunni minni, já ég hreinlega elska hana. Þar er frábært starf, frábært fólk. Ég vil ekki týna gleðinni þó það gefi á bátinn.

Kall eftir konu

Það skiptir miklu máli hvernig einstaklingur situr í biskupssæti. Í umræðum um næstu biskupa hef ég gjarnan hrópað: Ég kýs konu!

Þú ert asni

Nú gæti einhver spurt: „Er það löglegt að kalla einhvern asna?“ - Ég vil spyrja: „Viljum við samfélag þar sem að við köllum hvert annað illum nöfnum?“

Hvað viltu að jólin gefi þér og þínum?

Hvað viljum við að börnin og barnabörnin okkar upplifi á jólunum? Hvaða óskir berum við í brjósti þeim til handa? Kannski er þetta jafn misjafnt hjá okkur eins og við erum mörg?

Sjö óskir

Mér er það heiður að tilheyra þjóðkirkjunni. Ég elska og dái það fólk sem þar starfar, ýmist í launuðu eða ólaunuðu starfi. Það eru forréttindi að fá að finna hvernig hjarta þessa hóps slær fyrir náungann. Einmitt þess vegna ber ég sjö óskir í brjósti. Óskir um þroskamerki.

Íslamsfælni

Múslímum hefur fjölgað nokkuð í nágrannalöndum okkar og lítillega hér á landi. Í dag eru tvö skráð trúfélög múslíma starfandi á Íslandi og a.m.k. tveir trúarhópar múslíma þess að auki með vísir að starfsemi á Íslandi. En umræðan um íslam á Íslandi er æði misjöfn.

Kompás í kirkjustarfi

Verkefni okkar sem störfum með ungu fólki í kirkjum landsins er að koma af stað umræðu og vangaveltum um mannréttindi. Skapandi umræða á þeim vettvangi getur fljótt leitt unga fólkið til athafna. Kompás - handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki getur nýst vel í kirkjustarfinu.

Starfsmenn á plani

Ég vaknaði upp við vondan draum á árinu: Samkvæmt Starfsmannastefnu kirkjunnar á hver starfsmaður rétt á einu starfsmannaviðtali á ári. Stefnan var samþykkt 2003. Nú er árið 2011. Ég hef hvorki verið boðaður í slíkt viðtal, né hef ég boðað aðra í svona viðtal. Hvað er í gangi?

Gamlir prestar

2/3 starfandi presta eru komnir yfir fimmtugt. Fjórði hver starfandi prestur er kominn yfir sextugt. Þetta er pistill djákna sem hefur áhyggjur af nýliðun í prestastéttinni.

Jesús tekur á móti þér!

Það er dýrmætt að heyra í foreldrum sem er það hjartans mál að börnin þeirra sæki sunnudagaskóla. Sumir foreldrar eiga ekki heimangengt. Þá er gott að eiga nágranna, vinkonu eða vin, sem grípur börnin með í sunnudagaskólann.

Ég elska þig Ísland

Himinninn er heiðskír og hefur á sér þennan bláa lit hreinleikans sem Miðevrópubúann getur bara dreymt um. Það er stórkostlegt að sofna við niðinn í ánni og fuglasöng. Á stundum sem þessum viðurkenni ég ekkert annað en að ég elski Ísland.

Vímuvarnastefna þjóðkirkjunnar - hver er staðan?

Sóknarnefndarkonu úr höfuðborginni þykja skrif mín þjóna litlum tilgangi. Á meðan djáknar, prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar mæti bara eftir pöntun væru orð í ræðu og riti hjákátleg. Vímuvarnastefna kirkjunnar væri þar gott dæmi.

Til liðs við þjóð, kirkju og kristni

Ég spyr hversu lengi við ætlum að sætta okkur við að fólki þyki aðeins ein leið fær til að gagnrýna störf kirkjunnar: Að segja sig úr henni? Hluti af vandanum virðist vera að fólk veit ekki hvert það á að beina gagnrýni sinni.

Rannsóknaprófessor og tungutak

Við erum svo heppin í dag að fá að búa við fjölbreytni í samfélaginu hvað lífsskoðanir og menningu varðar. Sú fjölbreytni fær staðist svo lengi sem við gætum þess öll að draga ekki hvort annað í dilka.

Viðskiptavinur eða safnaðarmeðlimur?

Eru þau sem koma í kirkjuna viðskiptavinir hennar? Eru þau sem koma í kirkjuna safnaðarmeðlimir? Þessi áleitna spurning er ein af mörgum sem vakna við lestur doktorsritgerðar Stig Linde.

Biedermann-ismi?

Þjóðfélag sem sinnir ekki menntun og færniþjálfun innan ramma fjölmenningarlegs náms á ekki bjarta framtíð. Biedermann ætti að vera hverju okkar lifandi aðvörun um að gera betur.

Fjölmenningarfærni og fjöltrúarlegur veruleiki

Fjöltrúarleg færni felur í sér næmni á fjölbreytileika menningarlegs og trúarlegs bakgrunns fólks, getu og kunnáttu til þvermenningarlegra samræðna.

Ástin er ábyrgðarfull

Ástin er ákall til þín um að þú axlir ábyrgðina gagnvart maka þínum í hjónabandinu ykkar. Að elska maka þinn. Að virða maka þinn. Að gleðjast yfir maka þínum.

Mikilvægi hins trúarlega

Margvíslegar breytingar í samfélaginu kalla á margþátta skilgreiningar á hugtakinu trú eða trúarbrögð. Mikilvægt er að rannsaka áhrif trúar(bragða).

... og þjóðin situr á kirkjutröppunum í norðangarranum

Í ljósi atburða síðustu daga hef ég spurt sjálfan mig hvort verið geti að ég og jafnvel fleiri vígðir þjónar í kirkjunni séum týnd í smáatriðunum, blinduð af sjálflægri þekkingu og sannfærð um að geta bjargað kirkju Krists í eigin mætti. Á meðan stækkar hins vegar gjáin milli kirkju og þjóðar.

Fyrirmyndir, trú og skóli

Trúarlega víddin í fjölmenningunni hefur fengið lítið rými innan félagsvísindarannsókna. Því er erfitt að taka ígrundaðar ákvarðanir um trú og skóla.

Stuttur, feitur djákni

Á sunnudögum vaknaði afi fyrir allar aldir. Hann var meðhjálpari, vildi hafa kirkjuna fína og fór snemma. Við amma fórum í spariföt þó nokkru seinna og héldum til kirkju. Þegar við komum í kirkjuna var hún hrein og strokin. Hver sunnudagur var hátíð. Upplifun mín var að við værum öll svo fín.

Í landi þar sem skiptast á skin og skúrir

Þá er gott að vera minntur á sólarstundirnar, björtu dagana þegar sól skín í heiði og mér þykir Ísland himnaríki næst. Um leið veit ég að sú áminning dugar skammt ef ekki kemur til samstaða fólksins, hjálparstarf og náungakærleikur.

Hvaða máli skiptir einn sykurmoli?

Leiksviðið er heimili fjölskyldu í fátækrahverfi í Teheren, höfuðborg Íran. Aðstæður eru erfiðar þessa dagana. Móðirin á heimilinu veik, smábarnið hóstandi, fimmta mánuðinn í röð gátu þau ekki borgað leiguna. Peningarnir eru búnir þennan mánuðinn. Hvaða máli skiptir þá einn sykurmoli?

Bréf á Pálmasunnudegi: Fögnum hófsemdinni

Það er okkur öllum hollt að íhuga á þessum Pálmasunnudegi, hvaða mynd við drögum upp í eigin huga af innreið Jesú þennan dag. Ég held að við þurfum hvert og eitt að spyrja okkur hvar við stöndum, hvort það sé sýnilegt að við höfum tekið afstöðu, valið að fylgja Jesú Kristi.

Húrra - ÆSKULÝÐSDAGUR

Það er fagnaðarefni þegar æskulýðsdagur kirkjunnar rennur upp. Þann dag erum við öll minnt á orð Krists: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki (Mt.19:14).

Tjáning, ábyrgð og frelsi

Niðrandi tal um fólk eða til fólks brýtur ekki aðeins á viðkomandi einstaklingum, heldur stuðlar það að því að samfélagið allt sé brotið niður.

Tími fyrir þjóðgildin

Á stundum er því fleygt fram að best sé að gera ekki neitt, þá geri maður að minnsta kosti engin mistök. Að sama skapi má heyra þá skoðun að best sé að ganga ekki í að ljúka málum, hreinsa borðið, í þeirri von að viðkomandi áskorun gufi hreinlega upp.

Jörðin er flöt

Ég vil reyna að brjótast upp úr því djúpa hjólfari sem karlremba árþúsundanna situr enn föst í. Þó þykir mér sem það gangi hægt – það að koma sjálfum mér upp úr þessu hjólfari.

Ást, rómantík og ferðalög

Hver þekkir það ekki að hafa látið sig dreyma um að fara í ferðalag með honum eða henni. Fá að kynnast betur. Ótrufluð. Fá að eiga næði saman. Áhyggjur hversdagsins víðs fjarri. Sum okkar þrá líka að fá að vera ein. Í huganum drögum við upp mynd af litlum fjallakofa, fallegu hótelherbergi eða sólarströnd.

lol :-)

Sífellt stærri hluti samskipta fólks fer fram á veraldarvefnum. Þar sjást ekki ósjaldan smáorð eða skammstafanir eins og ,,lol" og fýlu- og broskarlar af ýmsum gerðum. Merking þeirra er þó síður en svo á hreinu eins og umræða um broskarla sýndi nýverið. Sjálfur hef ég alltaf tekið því sem svo að ,,lol" stæði fyrir ,,laugh out loud" sem gæti útlagst á íslensku sem ,,hlegið dátt."

Þjóðarskútan

Ég óska mér þess að við séum fús að læra af reynslu forfeðra, nágranna og samferðafólks, hlusta á hvort annað. Bæn mín er sú að Kristur kenni mér og okkur öllum sem í þessu landi búa auðmýkt.

Traust

Ég vil læra að treysta upp á nýtt. Ég held að við sem þjóð séum nú búin að átta okkur á því að við erum ekki lengur karl í krapinu á meðal þjóða, ekki dugi lengur að byggja á innantómum loforðum um teiknaða peninga og burtflognar hugmyndir. Samfélag sem byggir á trausti er samfélag sem ég á mér draum um.

Unga fólkið hefur áhrif til góðs!

Stundum hættir mér til þess að tala um unga fólkið sem tekur þátt í kirkjustarfinu sem framtíð kirkjunnar. Þegar mér verður það á, gleymi ég því að þau hafa stórkostleg áhrif á kirkjuna í dag. Þau eru kirkja dagsins í dag, samtíð kirkjunnar.

Að vera og gera

Eitt af hlutverkum kirkjunnar í dag er að finna aðferðir til þess að vinna saman. Samfélagsleg ábyrgð kirkjunnar er mikil og því mikilvægt að leita samstarfs við þá aðila sem vinna að sömu markmiðum við uppbyggingu samfélagsins, hérlendis sem og erlendis.

Þögn er ekki svar

Við erum kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks, gefumst ekki upp. Lausnamiðað skref getur verið þátttaka í námskeiðinu ,,Verndarar barnanna“ sem Blátt áfram stendur fyrir. Ég hvet sóknir landsins til þess að halda slík námskeið fyrir sitt starfsfólk.

Þögn er ekki svar

Við erum kölluð til ábyrgðar. Ábyrgðin felur í sér að við leitum að leiðum til að gera börn öruggari meðal fólks, gefumst ekki upp. Lausnamiðað skref getur verið þátttaka í námskeiðinu ,,Verndarar barnanna“ sem Blátt áfram stendur fyrir. Ég hvet sóknir landsins til þess að halda slík námskeið fyrir sitt starfsfólk.

Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum

Á borði mínu liggur bæklingurinn ,,Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum“ sem Þjóðkirkjan gaf út árið 2003 í íslenskri þýðingu Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur. Bæklingurinn hefur að geyma framkvæmdaáætlun sem Lútherska heimssambandið stóð á bak við.

Takturinn í samfélaginu

Það er átak að ætla að ganga í takt við það samfélag sem Jesú hvetur okkur til að byggja upp. Hann spyr hvar hjarta okkar slær, vill að við leyfum því að slá í takt við þá sem minna mega sín en ekki í takt við auðvaldið.

17. júní hvað?

Það er þörf á fólki eins og þér í dag! Fólki sem mætir á hátíð sem þessa til að samgleðjast með öðrum Íslendingum yfir því sem við eigum og höfum. Nýtt Ísland byggir á þessum kærleika til náungans og landsins og verður ekki byggt upp nema að við lærum að koma í veg fyrir að valtað sé yfir landið okkar og fólkið sem í því býr.

Jafnrétti: Tíska eða sannfæring?

Kynjasamþætting horfir til þess að konur og karlar hafa um margt ólíkar forsendur og ólíka reynslu og að stefnumótun getur leitt til aukinnar mismununar á grundvelli kynferðis eða dregið úr henni.

Helfararinnar minnst

Þann 27. janúar 1945 frelsaði her Sovétmanna 7.000 manns úr útrýmingar- og fangabúðunum í Auschwitz-Birkenau. Fólkið var allt mjög illa á sig komið, aðkoman var hryllingur einn, mörgum tonnum af mannshárum hafði verið safnað saman á nokkrum stöðum.

Samhygð tuttugu ára

Á Akureyri er starfandi félagsskapur sem ber nafnið Samhygð og hittast félagar reglulega í Akureyrarkirkju. Það fer ekki mikið fyrir þessum félagsskap en þangað leitar fólk sem á það sameiginlegt að búa yfir eigin reynslu af áföllum eða tengslum við fólk sem hefur orðið fyrir áföllum.

Orð dagsins

Hrós er nokkuð sem mér þykir vera of lítið notað. Að minnsta kosti vildi ég óska þess að ég væri duglegri að hrósa öðrum. Þegar ég lít í eigin barm uppgötva ég að það kemur þó oftar fyrir að ég hrósi einhverjum sem er að byrja eitthvað nýtt, kemur með nýung inn í starfið, gerir eitthvað bráðsnjallt og skemmtilegt.

Gullna jafnréttisreglan

Við sem vinnum í íslensku kirkjunni verðum markvisst að taka okkur tíma til að sanka að okkur þekkingu um stefnu systurkirkna okkar sem og íslenskra stjórnvalda í jafnréttismálum þannig að við áttum okkur á því hvað felst í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða.

Að byggja upp samfélag

Fjöldi fólks sem mætir mér á förnum vegi, á síðum dagblaðanna eða annars staðar á það sameiginlegt að hafa með viðhorfi sínu og kærleiksríkri framkomu lagt jákvæð lóð á vogarskálar samfélagsins. Íslenskt samfélag er framsækið vegna þess að það byggir á slíkri menningu, menningu samtakamáttar, jákvæðni og bjartsýni.

Ljós Krists skín á alla

Það er stórkostlegt að vera hluti af sköpun Drottins og fá að upplifa að náð hans er ný á hverjum degi. Ef við tökum Orð Guðs, Biblíuna í hönd og gefum okkur tíma til lestrar þá gefst okkur tækifæri til að sjá daglegt líf okkar í ljósi Biblíunnar og kraftaverkin fá sterkari trúarlega skírskotun.

Trúarlega víddin í fjölmenningarfærninni

Í nýlegri bók sem er gefin út af Evrópuráðinu og fjallar um fjölmenningarfærni og fjöltrúarlegan veruleika í skólum er leitast við að varpa ljósi á þá áskorun sem felst í því fyrir skólayfirvöld að taka þennan veruleika alvarlega.

Hræðslan við að gera mistök

Hræðslan við að gera mistök virðist á stundum stjórna ákvörðunum okkar. Við erum hrædd um að bíða álitshnekkis vegna gjörða okkar, hrædd um að það sem við gerum eða hvernig við framkvæmum það falli ekki í kramið hjá þeim sem okkur þykir við vera félagslega eða jafnvel efnahagslega háð.

Í auðmýkt

Sá sem leggur upp í lengri ferð á tveimur jafnfljótum byggir för sína á eigin þreki. Þrátt fyrir góðan skóbúnað, plástra og önnur hjálpartæki nútímans upplifir hann á eigin skinni eða hjá samferðafólkinu sára fætur, auma húð og blöðrur.

Samtaka?

Það er bæn mín að okkur öllum gangi betur að átta okkur á þeim samtakamætti sem við búum yfir ef við gefum okkur tíma, setjum okkur í spor annarra og sköpum í sameiningu samfélag þar sem að enginn er skilinn eftir úti í kuldanum.

Jesúbúðir - stríð menningarheima?

Í gærkvöld sýndi RÚV heimildarmynd sem segir frá starfi kristins trúfélags í BNA og þá sérstaklega þeim starfsþætti trúfélagsins sem snýr að börnum, bæði í formi námskeiða sem og í formi sumarbúða. Myndin er á margan hátt opinská en um leið vantar umfjöllun um atburðina sem myndin sýnir og útskýringar viðmælenda látnar standa án þess að skoða fleiri hliðar málsins.

Guðsþjónustan = Kærleiksþjónustan

Í guðsþjónustunni sem og í kærleiksþjónustunni mætum við Guði. Um leið og enn frekar er það hann sem kemur til okkar, við eigum samfélag í hans nafni hvort með öðru. Þetta samfélag á sér stað á sunnudegi eða hvaða degi vikunnar sem er. Þetta samfélag á sér stað í messunni eða hvar sem er.

Ísland fyrir hvaða Íslendinga?

Stöldrum aðeins við og tökum smá æfingu í sameiningu. Við biðjum þig að standa í miðjum hópnum, við hin stöndum í stórum hring allt í kring um þig. Í hvert sinn sem einhver á leið framhjá (við erum á fjölförnum stað) bendum við hin öll á þig og hrópum: „Þú ert vandamál.“

Trú sannfæringunni

,,Kirkjan á að koma því skýrt á framfæri hvað kristindómurinn er” sagði Tom T. Frederiksen m.a. á Þrettándaakademíunni í Skálholti. Frederiksen starfar hjá Dialogcentret í Århus í Danmörku sem er nokkurs konar ráðgjafa- og greiningarmiðstöð í trúarefnum.

Stærsta kirkjan

Þegar spurt er ,,hver er stærsta kirkja heims" má til að byrja með svara því til að Rómversk-kaþólska kirkjan sé stærsta kirkjudeildin. Ef hins vegar er átt við kirkjubyggingu verður svarið aðeins flóknara. Hæsti kirkjuturn heims er 161 metrar á hæð og er það dómkirkjan í Ulm í Suður Þýskalandi sem státar af svo háum kirkjuturni.

Kölluð til kærleiksþjónustu

Jesús er fyrirmynd. Líf hans sem manneskju opnar leið okkar, sem á hann trúum, á meðal fólksins í samfylgd Guðs. Jesús nam staðar þar sem hans var þörf. Hann spurði ekki um trúarafstöðu né kynþátt en tjáði í orðum og með verkum kærleika Guðs. Enn í dag opnar hann augu okkar fyrir kærleika Guðs, því við þurfum á honum að halda.

Föst í rammanum

Spurning dagsins í dag er: ,,Hvað er mikilvægara, ramminn sem við erum vön að sé til staðar utan um líf okkar eða manneskjan sjálf?” Við verðum að spyrja okkur hvort að kerfin sem við höfum komið okkur upp til að styðja við manneskjuna á lífsleiðinni séu orðin mikilvægari en manneskjan sjálf!

Fagnaðarerindið í orði og verki

Að sjá kristindóminn sem máltíðarsamfélag gefur okkur færi á að sjá bæði Guð og heiminn frá nýju sjónarhorni, sitjandi við sama borð, deilandi matnum. Gordon Lathrop bendir á að kristindómurinn hafi orðið að raunveruleika við borð og bendir máli sínu til stuðnings á að fyrstu söfnuðurnir hafi haldið í máltíðarhefð Jesú.

Kærleiksþjónustan og kirkjan

Í kærleiksþjónustunni fylgir kristinn einstaklingur fordæmi Krists þegar hann gerðist þjónn lærisveina sinna og þvoði fætur þeirra. Þar sýndi Kristur ekki aðeins í verki hvað hann átti við þegar hann sagði að ,,allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra hafið þér gjört mér” heldur veitti hann boðskap sínum um leið dýpri og fyllri merkingu með eftirminnilegum hætti. Skilin milli gerandans og þiggjandans voru afmáð.

Út úr sortanum kom Jesús

Tóm ímyndun? Ný Biblíusaga? Nei, þetta er hvorugt. En samt meira en hugrenning um daginn og veginn. Sögur Biblíunnar tala til okkar á skýran hátt. Orð Drottins er sterkt. Það boðar framhald lífsins, vitnar um von, kærleika sem ber okkur í gegnum sortann og út úr sortanum. Ljós við enda svartnættisins.

Asasótt

Ég þjáist af asasótt. Stundum er hún slæm, en ég á líka daga þegar ég er laus við þessa sótt sem rænir frá mér tækifærinu að gefa öðrum kærleiksstund. Hvers virði eru orð á jólakorti eða afmæliskveðja í tölvupósti ef ég hef ekki tök á því að taka mér tíma til þess að vera til staðar fyrir viðkomandi? En sem betur fer er hægt að lækna flest okkar (ef ekki öll) af þessari asasótt.

Kirkjulegt æskulýðsstarf

Aðstæður ungs fólks (unglinga) í dag eru þær að ekki er hægt að tala um þau sem hóp heldur sem marga samhliða, fjöllita hópa þar sem áhugamál og skoðanir eru jafnólíkar og hóparnir eru margir. Hér eru á ferðinni óháðir og sjálfstæð ungmenni sem eru ekki bundin þröngu svæði, hvorki hvað samskipti, upplýsingar, afþreyingu né ferðir varðar.

Ég trúi

Jólin nálgast og ég hlakka til að fá pakka. Hlakka til að setjast niður við matarborðið með fjölskyldunni. Þannig eru jólin og ég nýt þeirra. Ég nýt þess að fá pakka af því að þeir eru frá fólki sem er mér kært og ég nýt þess að setjast niður við matarborðið því að við höfum meiri tíma fyrir samfélagið við matarborðið heldur en yfirleitt í amstri hversdagsins.

Eigin tækifæri og annarra

Tvær bækur á jólamarkaðinum hafa vakið vonarneista í brjósti mér. Von um að margir íbúar þessarar litlu eyju sem við búum á gefi öðrum og sjálfum sér þær í jólagjöf. Því þar með gefa þeir tækifæri!

Kirkjudagar í Berlín

Fjórtán árum eftir fall Berlínarmúrsins er Berlín enn á ný staður sameiningar og sameinaðs átaks því að fyrsti ekumeníski kirkjudagurinn í sögu Þýskalands verður haldinn þar frá 28. maí til 1. júní 2003. Yfirskrift þessa kirkjudags sem meira en 100.000 manns munu sækja er ,,blessun skuluð þið vera".