Bolli Pétur Bollason
prestur
Settur prestur
Pistlar eftir höfund
Hver er óvinur þinn?
Það er á ábyrgð okkar að bregðast við knýjandi málum samfélagsins og heimsins og þau viðbrögð kalla á hæfni, ígrundun og þurfa ávallt og ætíð að einkennast af heiðarleika og sannleika, þannig komum við í raun og sanni vel fram bæði við vini sem óvini hvort sem þeir búa í okkur sjálfum eða einhverjum öðrum. Slík framkoma hindrar fremur fylkingamyndun en laðar fram samstöðu.
12. september 2017
Eilífðarlindin undir ásnum
Í gegnum hjarta hennar nær hann sömuleiðis til fólksins í heimabæ hennar, við þessa tengslamyndun verður til hjálpræði, svona skal kirkjan virka í gegnum tengsl, án fordóma, full af viðurkenningu. Í persónulegri nálgun, samtali, þjónustu, þá lærum við að þekkja sögu hver annars og sýnum þannig hvert öðru frekari skilning.
05. ágúst 2015
Yfir í Fjörðum
Við finnum það kannski með áþreifanlegri hætti þegar við erum stödd á svona stað eins og hér í Þorgeirsfirði hvað það er margt sem hefur breyst í okkar högum sem hefur þannig breytt okkur sem manneskjum og samfélagi, siðum okkar og venjum, viðhorfum til lífsins, við höfum jafnvel minni þröskuld gagnvart mótbárum og ábyrgð, spyrjum meira um réttindi en skyldur, höfum úr svo mörgu að velja er gerir okkur allt að því ringluð, erum meiri neytendur en forfeður og formæður í Fjörðum og gerum í því samhengi öllu miklu meiri kröfur til margvíslegra hluta.
27. júlí 2015
Auður og auðmýkt
Regla númer eitt. Ef það eru bara fífl í kringum þig, þá þarftu að huga að eigin líðan og gera eitthvað mikilvægt og gott fyrir sjálfan þig.
23. apríl 2015
Hvernig lest þú lífið?
Máttur dægurmenningar virtist þarna órafjarri, því ég sá á mjög mörgum blöðum hugtök eins og hvíld, kyrrð, frið, ró, næði, góðar tilfinningar, félagsskap.
05. apríl 2015
Æfingatíminn
"Tónlistin var í stíl við hann svolítið töff, kántrí, rokk og ról og mótorhjól. Hann var síðan inntur eftir jólunum. Og með gæjalegri útvarpsröddu á síðkvöldi sagðist hann kunna vel við jólin og að hann liti á þau sem góða æfingu fyrir mannkyn í því að sýna gæsku og náungakærleik."
25. desember 2014
Sorgarhús
Þarna námum við félagarnir staðar fyrir utan hús þeirra hjóna. Ég gekk hægum skrefum upp að hurðinni. Það var margt sem fór í gegnum huga minn á þeirri stuttu en þungu leið, en eitt hafði ég ávallt að leiðarljósi, ég hafði ætíð tamið mér það að fara aldrei með fyrirframgefnar spurningar eða svör inn í þvílíkar aðstæður
05. október 2014
Freistarinn í Nevada
Í janúar síðastliðnum dvöldum við hjónin í Kaliforníu. Þar var hlýtt og þurrt og fróðlegt að vera. Einum sólarhring ákváðum við að eyða í Las Vegas í Nevadaeyðimörkinni. Þarna keyrðum við í fjóra tíma á hraðbrautinni frá Los Angeles og virtum fyrir okkur eyðimerkurlandslagið, Jósúatrén og óhrjálegar vegasjoppur þar til við runnum inn í Vegasborg.
09. mars 2014
Barnahátíð
Þess vegna hef ég aldrei skilið þetta þegar verið er að rembast við að afsanna jólin, rembast við að afhjúpa Jesúbarnið...
25. desember 2013
Kæra dagbók!
Dóttir mín komst víst að þeirri niðurstöðu eftir lestur bókarinnar að ég hafi verið fremur duglegur að fara út með ruslið, kaupa Lottó, og borða mat, ætli ég kalli það ekki bara ágæta niðurstöðu. En fyrst það eru áramót, þá skulum við aðeins athuga hvað drengur hér í prestakallinu var að bauka á þeim tímamótum fyrir um aldarfjórðungi síðan:
02. janúar 2013
Ferðasaga
Og þetta er ekki fyrsta sagan um sanna mennsku í íslenskum raunveruleika, sem á sér stað rétt fyrir jól, þær hafa með ýmsum hætti birst okkur, verða þó ekki taldar upp hér, en eru ósjaldan í formi ferðasagna er enda í einhvers konar gæsku og vonarglampa. Merkileg tilviljun, eða er það tilviljun?
25. desember 2012
Elvis og gullkálfurinn
... það kaupir enginn fólk til kirkju, sá er heldur því fram hefur mjög takmarkaða trú á fólki, næstu spurningu væri hægt að svara á ótal vegu, en ég segi að trú hefur snert hverja manneskju með einum eða öðrum hætti, enginn kemst hjá því að velta henni fyrir sér og allar lífssögur miðla einhverri trú, það hefur meira að segja saga Elvis gert.
11. nóvember 2012
Af mönnum og málleysingjum
Ærnar verða vinir, ærnar fæða og klæða, ærnar horfa á þig að því er virðist stoltar á svip, jarma og jórtra á víxl...
15. október 2012
Jarðtenging og mannamót
„Varist falsspámenn!“
Þeir hafa víst alltaf verið til, en blómstra helst þegar fyrrgreindur boðskapur er virtur að vettugi, þegar jarðsambandið hefur rofnað, þegar þú eltir kindina á tölvuskjánum en ekki á fjöllum, þegar óskilyrt samhjálpin er gerði fólk styrkara í harðindunum forðum er orðin að aðhlátursefni nútímamannsins og hann fussar, ég á mig sjálfur,
29. júlí 2012
24. júlí 2012
Upprisustef í nútímanum
Sumir afgreiða páskaboðskapinn sem hættulegt fyrirbrigði, hann blindi ómótaðar sálir, áhrif hans séu mjög óæskileg því allir skynsemisþankar hverfi út í veður og vind. Þetta eru sömuleiðis raddir, sem telja að trú og vísindi eigi litla sem enga samleið.
08. apríl 2012
Mæðgin
Myndin segir mér að taka við barninu, hlúa að því, virða það, fara vel með það, taka þátt í því að vera áframhaldandi farvegur fyrir það í veröldinni, og taka eftir móðurástinni, því sterka afli, sem birtir mátt Guðs, sem birtir mátt huglægra gæða eins og kærleika. Það eru þau gæði sem mölur og ryð fá ekki eytt, það er hinn himneski fjársjóður eins og svo oft hefur verið minnt á.
25. mars 2012
Biblíulestur í dægurmenningunni
Ég hjó eftir því að mjög margir lesendanna virtust finna frekar til með afbrotamanninum en hinum biblíuelskandi, guðhrædda og grandvara þolanda. Hver skyldi jú komast heill út úr því að hlusta á Guðsorðið þetta lengi? En vafalaust voru lesendur líka að grínast, eða hvað?
13. febrúar 2012
Með hvaða hugarfari?
Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og vinna ekki sérstaklega að úrlausnum fyrir fjárvana söfnuði eftir blóðugan niðurskurð gengur t.d. ekki. Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og huga ekki að sálarheill og högum þjóna hennar gengur t.d. ekki. Það að ætla sér að gegna æðsta embætti kirkjunnar og halda að það sé hægt að eignast það sama embætti gengur t.d. ekki.
05. febrúar 2012
Dýpt mannlífsins
Myndu þá ekki stjörnulögfræðingarnir stíga fram, undirbúa meiðyrðamál, tengja það við pólitísk öfl og benda á alla þá sem eiga hagsmuna að gæta? Það er bara svo mikið í húfi þegar verið er að velta stjörnunum af stöllum, það eru svo margir sem missa spón úr aski sínum eða hvað?
01. janúar 2012
Leið fjárhirðanna
Ferðalag fjárhirða til Betlehem að finna Jesúbarnið og veita því lotningu ætti að vera ferðalag okkar allra til þess að öðlast þá þekkingu sem Guð vill koma til leiðar með tilkomu Jesú inn í þessa veröld.
25. desember 2011
Goðsögnin Cash
Þegar ég var gutti þótti mér kántrítónlist afar hallærisleg. Eftir að mér fór að vaxa skegg hljómaði hún betur í mínum eyrum. Ég kann svo sem enga sérstaka skýringu á því, en margt batnar eftir því sem maður eldist og þroskast.
13. nóvember 2011
Örsögur
Mig langaði ekki í heimsókn, það var bara skylduræknin sem rak mig áfram. Við stóðum þarna við gluggann, augun alveg tóm, ég leit á klukkuna, var að flýta mér. Þá lítur hún allt í einu til mín og segir eins og hún sé alveg heilbrigð: “Þú ert góð dóttir.” Deildin lýstist upp.
06. nóvember 2011
Frelsun og friðarför
Hin svokallaða bersynduga kona hafði svarað þeirri spurningu í hjarta sínu og sýndi það í verki, hún vildi vera nærri Kristi og hún vildi þjóna honum í trú, sorgartár hennar öðluðust tilgang á líkama Krists og fengu þar farveg sem huggar og þerrar þau sömu tár.
04. september 2011
Kristur mildar tímann
Með það í huga verður kirkja hans staður, sem máir út mörk milli kynslóða, máir út mörk tímans, kirkjan boðar veruleika sem er einn þ.e.a.s. ef hún er trú hlutverki sínu.
31. desember 2010
Áhrif jólanna
Jólaboðskapurinn er ekki froða, hann er ekki bara eins og englahár á jólatré eða silkimjúkur jólasöngur, jólaboðskapurinn er og á líka að vera krefjandi.
24. desember 2010
Gæðastjórinn
Dauðinn er gæðastjóri lífsins. Lítill fugl hvíslaði þessu að mér. Litlir fuglar geta víst verið kjarnyrtir og sannorðir. Getur það ekki allt eins verið að við vöndum okkur heldur meira við lífið vegna þess að við þekkjum ekki dauðann?
07. nóvember 2010
Túlkanir
Á meðan er svo sem ekki verið að flytja fréttir af syngjandi börnum í sunnudagaskólum kirkjunnar, hamingjusömum fermingarbörnum eða t.d. vinaviku á Vopnafirði. Þegar einhliða fréttaflutningur er í boði, þá höfum við ekki einu sinni möguleika á að túlka og þess vegna hlýtur að vera erfitt að treysta miðli, sem vinnur með þeim hætti.
03. október 2010
Heil kirkja
Kirkjan stendur fyrir sínu og enginn skal og má komast upp með það að skemma hana. Kirkjan er heilagt samfélag, sem er myndað af anda Guðs, það snertir hjörtu og býr í þeim. Ekkert mannlegt vald getur tekið slík gæði frá þér og það að eiga slík gæði þegar mótvindar lífsins blása er magnaðra en orð fá lýst.
29. ágúst 2010
Rennandi vatn
Vatnið og lífið, vatnið og eilífa lífið, eins og vatnið sækir fram, sækir lífið fram. Án vatns visnar allt, og sérhvert lifandi mannsbarn er víst að stórum hluta vatn. Lífið sækir fram, já um það fjalla páskarnir. Dauðinn verður sem raddlaus nótt, með páskum hefur dauðinn misst rödd sína.
04. apríl 2010
Falinn prestur, Kristur skal skína.
Í því ljósi skiljum við betur kímnisöguna um manninn, sem á fullorðinsárum hélt í fyrsta sinn til kirkjunnar sinnar, hafði aldrei komið inn í slíkt samfélag áður og þegar hann sá prestinn ganga inn kirkjugólfið hrökk óvart upp úr honum, hvaða mennska mörgæs er nú þetta?
28. mars 2010
Blótið og Biblían
Einn af sessunautum mínum á umræddu blóti hafði augljóslega hitað sig vel upp, áður en hann mætti til leiks og notaði tækifærið til þess að leggja fyrir klerk spurningar um áreiðanleika heilagrar ritningar, um illskuna og fleiri mikilvæg mál er lúta að trú og kristindómi.
07. febrúar 2010
Stjörnuskraut hrapinu merkt.
Jólasagan er nefnilega ekki á yfirborðina né nokkuð annað það, sem í Biblíunni stendur, þar er einmitt allt á dýptina og þess vegna er innihald hennar svona mikið og krefjandi verkefni og verður jafnvel yfirþyrmandi ef trúin fylgir ekki lestri, því í trúnni er auðmýkt og virðingu fyrir hverju viðfangsefni fyrir sig að finna.
31. desember 2009
Hjálparsteinn
Á sama tíma og við hugsum um hinn kalda Skrögg horfum við til nafnsins Ebeneser, sem merkir hjálparsteinn og tengist fyrri Samúelsbók, þar sem Samúel spámaður reisir upp stein í stríði Ísraelsmanna og Filistea, nefnir hann Ebeneser og segir: “Drottinn hefur hjálpað okkur hingað.”
11. október 2009
Hugsjónir helgra manna
Hún er falleg og gefandi þessi bæn, sem eignuð er heilögum Frans frá Assisi. Bænin er lýsandi fyrir þá meinlætahugsun, sem setur sjálfa sig ekki á stall, heldur gefur sig alfarið Guði.
15. ágúst 2009
Þessi lilja er ljós mitt og von
Og ekki eru það bara liljurnar einar, sem hjálpa til við það að skynja lífskraftinn í Laufási, það þarf ekki nema að líta niður á Laufáshólma og fylgjast með lengstu bergvatnsá landsins, Fnjóská, ryðja sér brautir um víðan völl, fátt fær stöðvað þann mikla náttúrukraft.
12. apríl 2009
Glíman við Guð
Guð lætur okkur ekki afskiptalaus, hvernig svo sem við erum innstillt, því Guð veit að glíman þroskar okkur og eftir hana stöndum við upprétt, hreinskilinn og í því tilliti göngum við með reisn til nýs dags, nýs árs, til nýrra tíma, sem upp renna hvort sem er í eilífu eða tímanlegu tilliti.
01. janúar 2009
Samheldni og samfélag
Þegar þú tekur ábyrgð á öðru lífi verður til samábyrgð og samheldni, sem verndar og styður og það er sú kennd, sem boðskapur jóla kallar á, það er sú kennd sem verður enn dýpri og sterkari í því samfélagi, sem Jesús Kristur hefur stofnað til og heitir kirkja, slíkt samfélag eigum við hér og nú á helgu jólakvöldi og við getum hugsað um þegar við tökumst saman á við hrun, flot og gjaldeyrissjóð.
24. desember 2008
Myndin af Hólum
Máluð mynd í gylltum ramma af Hólastað hangir á vegg inni á skrifstofu minni. Ég hef hana fyrir augum dags daglega. Hún er eftir lítt kunnan listamann, nær 60 ára gömul. Hólakirkja er þar hvítmáluð með grænu þaki og sömuleiðis skólinn.
16. nóvember 2008
Afskiptaleysi er andstæða kærleikans
Afskiptaleysi er það versta, sem við getum boðið fjölskyldu okkar upp á. Maður nokkur að nafni Eli Wiesel, rúmenskur gyðingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi, sem hnepptur var í varðhald af nasistum í seinna stríði, og lifði af hörmungar helfarar, lét eitt sinn hafa eftir sér að hatrið væri ekki andstæða kærleikans heldur afskiptaleysið.
21. september 2008
Samskipti
Það dást margir að þessu tilboði Davíðs, sjá það sem mikið hugrekki, en horfa síðan til móðurinnar og hugsa þá fífldirfsku, sem hún sýnir að láta ókunnugan mann fara til kirkju með barnið sitt. Þegar betur er að gáð, að þá ætti þetta í raun að vera svo sjálfsagt, svo heilbrigt og eðlilegt, þetta að láta sig annað fólk varða og geta treyst öðru fólki.
17. ágúst 2008
Gleðin
Gleðin er björtust í litrófi mannlegra tilfinninga og getur sprottið fram eins og morgunfugl af hreiðri. Allir þekkja hana en of fáir rækta hana eða leyfa henni að njóta sannmælis. Hún klingir í eyrum og lyftir fólki upp yfir áhyggjur dagsins.
13. apríl 2008
Tjáning án orða
Jesús Kristur beygir sig niður til mannsins til þess að ná sambandi við hann, til þess að eignast tengsl við hann, til þess að eignast traust hans og hjálpa honum að sjá að það sé hægt að treysta mannssyninum.
03. febrúar 2008
Gjafir vitringanna
“Þrátt fyrir kaldhæðnina, að þá snertir grunntónn þessarar smásögu O. Henry við okkur öllum, því þarna er verið að tala um það að sérhver fórnargjöf skilgreinir merkingu gagnkvæmrar elsku, að því ógleymdu að hún minnir á þá stóru fórnargjöf, sem Guð hefur gefið heiminum öllum í Jesú Kristi, krossfestum og upprisnum.”
06. janúar 2008
Eftir hverju bíður þú?
Þegar máttur manneskjunnar þrýtur tekur fátt annað en trúin við, trúin á það að bjarminn standi eftir, þegar upp er staðið, og þegar búið er að takast á við hræringar og skugga lífs, það er vonin.
09. desember 2007
Lykillinn er bænin
Það er deginum ljósara, eins og frelsarinn heldur fram, að hið illa færi aldrei að vinna gegn sjálfu sér, eins sjálfmiðlægt og það nú er, það myndi aldrei reka sig sjálft út, því það er einlægur vilji þess að ríkja og ráða, það þráir vald einkum til þess að upphefja sjálft sig, en ekki til þess að huga að velferð annarra.
26. ágúst 2007
Elskaðu!
Leiðum hugann að því og meira að segja þeir einstaklingar, sem kenna sig við trúleysi, eru svo innilega velkomnir til kirkjunnar, og ekki síst þeir, því þar höfum við virkilega leitandi manneskjur, sem eru að reyna að fóta sig og finna grunninn að tilverunni, fólk sem pælir jafnvel meira í trúmálum en hinn almenni borgari, það getur maður einnig séð á blogginu góða.
06. maí 2007
Brauð, björg og biblíumaraþon
Það voru magnaðar umræður, sem komu í kjölfar leiks, sem farið var í í tímanum, leikur sem hjálparstarf kirkjunnar útbjó og fékk unga fólkið til þess að skynja og átta sig betur á misskiptingu gæða þessa heims. Það er í raun mikil misskipting. Af hverju skiptir Guð ekki þessum gæðum jafnt og málið er dautt?
18. mars 2007
Hvernig má þetta verða?
Getur verið að við séum bara orðinn of þreytt til að vaka? Það er þekkt fyrirbrigði hér í þessu landi að til þess að geta keppt við náungann í þeim skilningi að geta leyft sér allan þann veraldlega munað, sem í boði er, að þá verðum við að koma sveitt og þreytt heim á kvöldin, í þreytunni uppgötvum við að það eru börn á heimilinu, sem biðja í orði sem og á borði um líkamlega og andlega næringu.
21. janúar 2007
Fórnarkostnaður sannleikans
Jafningjasamfélag kirkjunnar er samfélag kærleikans, það er samfélag hugsjóna, sem kennir okkur að greina rétt frá röngu. Á þeim vettvangi lærum við þá kúnst að sjá lífið í nýju og réttu ljósi. Martin Luther King lærði að sjá manneskjur sem manneskjur en ekki þræla.
08. október 2006
Grét Guð á Menningarnótt ?
Sorg og reiði. Hvorttveggja kemur sterkt fram í Jesú í guðspjallinu. Það undirstrikar mennsku hans um leið og við getum einnig horft á miklar tilfinningar hans sem tilfinningar Guðs, tár Jesú eru tár Guðs þegar ónauðsynlegur sársauki og þjáning mannkyns birtist
20. ágúst 2006
Tapað-fundið
Kirkjan okkar þarf stöðugt að taka þessa sögu til sín um týnda sauðinn. Kirkjan okkar gerir margt gott og þarft, en hún er langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin. Kirkjan er jú við, sem henni tilheyrum, hún er þorri íslensku þjóðarinnar, hér er starfandi þjóðkirkja. Til kirkjunnar eru allir velkomnir eins og við vitum, stórir sem smáir.
02. júlí 2006
Jesús er fyrirmynd
Það má hafa í huga nútímastefnu í fyrirtækjarekstri, breiða stjórnun, dreift vald, hefjum okkur ekki yfir aðra, allir þurfa að fá að njóta sín, það finnst Kristi, hver manneskja á að fá að njóta lífs í fullri gnægð og þess vegna gaf Kristur sig alveg sérstaklega að þeim sem minna máttu sín í samfélögunum.
26. febrúar 2006
Sjá himins opnast hlið
Sjá himins opnast hlið, heilagt englalið- Sálmurinn hefst á þeim gleðitíðindum sem himneskar englaverur boða þessum heimi okkar: Yður er í dag frelsari fæddur. Með þeirri fæðingu hefur opnast hlið til himins og við fáum að kíkja inn fyrir, himinn og jörð mætast og því fylgir blessun okkur til handa.
24. desember 2005
Lausn yðar er í nánd
Fuglaflensufaraldur, þjóðir heims byrgja sig upp af lyfjum, eflaust eru einhverjir komnir niður í einangruð byrgi með dósamat eins og þegar umræðan um kjarnorkustríð stóð sem hæst. Þynning Ósonlagsins og hlýnun jarðar, verður birta sólarinnar innan tíðar banvæn?
04. desember 2005
Að þegja yfir kraftaverki ...
Lítil stúlka opin og hvatvís var á leiðinni í afmæli til vinkonu sinnar. Um það leyti sem hún var að ganga út úr dyrunum heima hjá sér að þá uppgötvuðu foreldrar stúlkunnar sér til skelfingar að þeir höfðu gleymt að kaupa afmælisgjöf til þess að senda barnið með í boðið. Ráðagóður heimilisfaðirinn bætti fyrir mistökin með því að finna vel með farna bók upp í bókaskáp, hann pakkaði henni vandlega inn og lét dóttur sína hafa, með því fororði að hún mætti alls ekki segja afmælisbarninu hvaðan bókin kæmi, það væri algjört leyndarmál. Litlu stúlkunni þótti þetta merkileg skilaboð og lagði síðan af stað með bros á vör.
29. ágúst 2004
Mikil og einlæg trú
Gömul kona var á gangi í stórborg með barnabarni sínu og á göngunni mætti hún mörgum þurfandi og í hvert skipti lét hún eitthvað af hendi rakna. Barnabarnið hennar, lítil stúlka, gat ekki orða bundist og sagði: “Amma, ég held að þú tapir miklu á því að vera kristin.” “Já, barnið mitt, svaraði sú gamla, hugaræsingurinn er farinn, einnig dómssýkin og eftirsóknin í einskisverðar skemmtanir. Ég er líka laus við öfund og eigingirni, sem oft eitruðu líf mitt.”
16. mars 2003
Predikanir eftir höfund
Talar þú við látinn ástvin?
Sorgin fer ekki en þú getur lifað með henni. Það er góð vísa sem er síst of oft kveðin. Við höfum meiri aðlögunarhæfni en okkur grunar. Það hefur mörg sorgarsagan sannað. Jafnvel þótt okkur líði þannig núna að geta með engu móti lifað án ástvinar þá gerist það engu að síður.
10. júlí 2019
Kirkjan okkar – kirkja komandi kynslóða Svalbarðskirkja í 60 ár
Sérstaklega hefur mér þótt dýrmætt af öllu dýrmætu að verða vitni að jólahelgileiknum í Svalbarðskirkju í gegnum árin, sagan af Jesúbarninu flutt á hverju einasta ári af skólabörnum í u.þ.b. fjóra áratugi
16. maí 2017
Lifum heil
Það er margt sem þarf að smella saman til að mót af þessu tagi gangi sem best og má þar nefna góða samvinnu leiðtoga sem að mótinu koma og svo þátttakenda sem gengu að verkefnum sínum með jákvæðu hugarfari.
24. febrúar 2016
Laufás, menningarsetur
Laufás stendur ekki aðeins sem minnismerki liðinna alda heldur jafnframt sem áframhaldandi óðal kristinnar menningar og trúar. Og það eru ekki einvörðungu sveitungar sem sækja Laufás heim í ýmsum erindagjörðum nú á tímum, því þúsundir ferðamanna hvaðanæva úr heiminum staldra við á öllum tímum árs, einkum þó yfir sumartímann, auk þess sem afkomendur Laufásspresta og heimilisfólks fyrri alda heimsækja Laufásbæinn og eru þeir ófáir.
02. ágúst 2015
Svaf Guð yfir sig?
Hún er með áleitnari spurningum guðfræðinnar sú þegar við spyrjum okkur hvar Guð sé þegar ósköpin öll dynja yfir. Margir af helstu spekúlöntum heimsins hafa rætt hana fram og tilbaka og gera enn.
08. september 2014
Þrenningarlærdómur í Englaborg
Við misstum reyndar af flóttamanninum, sem lögreglan var að elta um hábjartan dag á Colorado Street, hún stöðvaði bifreið sína snarlega á götuhorni og kallaði út til okkar svona til að bregðast við sauðasvip saklausra íslendinga: „Looking for a Runaway!“ Við reyndum að rifja upp í hvaða bíómynd við vorum stödd.
06. febrúar 2014
Mikilvægi Vegkirkjunnar
Vegkirkja er opin kirkja við veginn, þar sem fólk á ferð getur svalað líkamlegum sem andlegum þorsta, ekki hvað síst þeim síðarnefnda. Kaffi og vatn á könnu, kex í körfu, kertaljós, hlý orð staðarhaldara og viðmót, leiðbeinandi upplýsingar.
19. júlí 2012
Vinir Vestmannsvatns
Nú styttist í stórafmæli, nánar tiltekið 28. júní árið 2014, og þess vegna langar undirritaða að kalla eftir minningarbrotum og myndum sem hægt verður að setja inn á nýstofnaða síðu á Facebook er nefnist „Vinir Vestmannsvatns.“
12. mars 2012
Máttur samvitundar
Við hjónin fórum að velta fyrir okkur grein í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Pawel Bartoszek, þar sem því er haldið fram að kirkjan sé ekki leiðarljós í siðferðisefnum.
20. október 2011
Mega prestar takast á opinberlega?
Í þessu ljósi eiga prestar að takast á, því málefni kirkjunnar eru mikilvæg og krefjast málefnalegrar umræðu. Hvorki stjórnmálamenn né nokkrir aðrir geta sent þau skilaboð að prestar, ellegar aðrar stéttir, eigi að hafa sig hægar og eigi fremur að skapa festu óháð dægursveiflum.
16. ágúst 2011
Æskulýðsdagur og Samfés
Ég því fyrir mér eftir síðasta æskulýðsdag og Samféshelgi hvort stofnanir og aðilar sem gera unglingum góð og göfgandi tilboð ættu ekki að tala meira saman.
14. mars 2011
Í nánd við gamla tímann
Fyrir barn var það ómetanlegt að búa í þessari nálægð við gamla tímann, sem óhjákvæmilega gróðursetti djúpa virðingu fyrir gengnum kynslóðum í ungan huga.
17. október 2009
Bing Crosby og gildi minninganna
Ég man eftir því sem krakki að hafa setið yfir laufabrauðsskurði á aðventu með Bing Crosby á fóninum, þar sem hann söng White Christmas af mikilli innlifun, ég heyri enn óminn. Ég man eftir því sem krakki þegar faðir minn las jólaguðspjallið og fjölskyldan hlustaði andaktug á, áður en rjúpan var snædd á aðfangadagskvöld.
22. desember 2008
Gvendur dúllari
Það getur verið gaman að prestasögum. Ein er alveg sérlega góð og það er saga Árna prófasts Þórarinssonar, sem var skrásett af Þórbergi Þórðarsyni. Í sumarfríinu gefst oft ráðrúm til þess að setjast niður með bók og ég mæli með sögunni hans Árna.
19. ágúst 2008
Vörður
Á þeim tíma þegar hesturinn var þarfasti þjónninn og fólk fór ríðandi á milli bæja og um fjöll og firnindi voru gjarnan hlaðnar vörður til þess að merkja leiðir. Þessar vörður standa margar enn í dag og áfram fylgjum við þeim þegar við förum í gönguferðir eða hestaferðir um fáfarnar slóðir þessa fagra lands okkar. Slíkar ferðir eru reyndar afar vinsælar á þeim árstíma, sem nú ríkir.
01. ágúst 2007
Fermingarveisla eða útskriftarveisla?
Þvílíkt tækifæri að fá heilan vetur til þess að fræða fermingarbörnin um sannindi lífsins, miðla til þeirra boðskap sem aldrei deyr og er hin besta forvörn gegn skuggum tilverunnar. Blessað ungviðið velur sér þetta sjálft og þess vegna er það svo gríðarlega mikilvægt að vel sé tekið á móti því, allt starfsfólk kirkjunnar má taka þar höndum saman.
18. október 2006
Van-virðing
Eitt af stóru áhyggjuefnum þessa samfélags okkar er tíð vanvirðing í garð náungans. Við höfum kunna biblíusögu um miskunnsama samverjann til þess að vekja okkur upp úr þeim væra svefni. Samfélagsmeinið einelti heyrir undir þennan vanvirðingaþátt og tíðkast vissulega í heimi fullorðinna.
05. maí 2006
Gerum kröfur
Við lifum í samfélagi sem þróast og breytist hratt, við höfum fjölmiðlalandslag, sem tekur jafnhröðum breytingum enda er það ekki nýr sannleikur að fjölmiðlaflóran endurspeglar á vissan hátt samfélagið okkar. Nú er svo komið að þetta litla íslenska nútímasamfélag okkar er orðið að litríku fjölmiðlasamfélagi.
19. apríl 2006
Unglingar eru fyrirmyndarfólk
Mikið sem það gladdi mig og marga aðra um daginn þegar hópur unglinga í seljasókn tóku þátt í biblíumaraþoni í Seljakirkju. Þessu maraþoni var þannig háttað að unga fólkið skiptist á að lesa ritninguna í samtals 16 klukkustundir.
06. mars 2006