Bára Friðriksdóttir

Höfundur -

Bára Friðriksdóttir

prestur
Settur prestur

Pistlar eftir höfund

Þitt framlag skiptir máli

„Það er lærdómsríkt að sjá að svo margt annað en peningar geta skilað okkur aftur ríkidæmi, bæði fjármagni og öðru eins og velvild, virðingu, traust o.s.frv. Hvað átt þú verðmætt í þínum fórum? Við þurfum að spyrja okkur öll að þessu; og munum að ekkjan virtist ekki gera sér grein fyrir því sem hún bjó yfir. Í „krukku“ þinni getur verið viðmót sem lyftir upp huga vinar í þunglyndi. Það er dýrmætt. Í krúsinni þinni getur verið vinnan sem kennir barninu sem fær Nóbelsverðlaunin að lesa, hvað vitum við um það? Í „krukku“ þinni er kannski viskan og tíminn sem gefur barnabarni stuðning og skjól.“

Hvers vegna tilhlökkun heilags anda?

Það var enginn nærri en hún skynjaði öryggið, hún vissi að Kristur gekk með henni í einsemd sinni. Trú hennar óx og styrktist. Þarna gerði Kristur vart við sig í gegnum aðstæður sem hún þekkti. Hann snerti við trúarstrengnum og gaf henni öryggi og frið inn í erfiðar aðstæður.

Yfirburðir elskunnar

Við erum ábyrg fyrir hugsun okkar og gerðum og munum að það sem við leggjum rækt við vex og dafnar. Kristur hvatti okkur til að rækta með okkur elskuna. Ást til Guðs af heilum hug, elsku til náungans og elsku til okkar sjálfra.


Vinátta Guðs á jólanótt

Það er orðið heilagt. Þannig er tekið til orða þegar klukkurnar hafa hringt inn jólin. Við þekkjum kaflaskilin, allt í einu hættum við að gera allt sem þarf að gera, asinn hverfur, streytan líður hjá, nú verður ekki meira gert,

Hvar er konungsríki Guðs?

Guð þinn er sestur að völdum. Hvað þýðir það? Það vísar til konungstignar, að hér sé konungur sem ráði ríkjum.

Sorg og gleði takast á – minning látinna

Guð er okkur aldrei nær en þegar við erum aðþrengd eða við höfum tapað fótfestunni. Á þeirri stundu erum við hins vegar svo upptekin af okkar eigin angri að við tökum ekkert eftir nærveru Guðs.

Kynferðisbrot innan kirkjunnar

Undanfarnar vikur höfum við verið minnt svo óþyrmilega á að ein af verstu meinsemdum í mannlegu samfélagi getur líka skotið sér niður í kirkjunni. Það er alveg skelfilegt. En við verðum að minnast þess að kirkjan er ekki Guð. Kirkjan er menn, karlar og konur sem öll eru breysk. Þverbresturinn sem kynntur er í Adam, Evu og Kain er líka í okkur öllum. Þess vegna geta jafn hræðilegir hlutir og sifjaspell og kynferðisofbeldi gerst í öllum stigum samfélagsins, jafnt hjá háum og lágum, líka í kirkjunni því miður.

Hvað getur heilagur andi gert í lífi mínu?

Ef þú gerir það að vana þínum að opna þig daglega í bæn til Guðs. Ef þú lest í orði hans reglulega og biður um hjálp hans til að skilja það þá mun trúarblómið spretta í brjósti þínu og verk heilags anda fer að hafa áhrif á líf þitt. Áhrif til góðs og blessunar.

Maður og kona á leið til Betlehem

Við skulum ekki láta hugfallast. Það koma tímar og koma ráð, en munum að við göngum ekki ein í gegnum dagana. Frelsarinn sem fæddist á jólanótt kom til að mæta þörfum manneskjunnar. Hann er frelsari úr nauðum, Undraráðgjafi, Guðhetja, munum það.

Ég er að leita að ást ...

„Ég er að leita að ást …” Þannig syngja þeir í hjómsveitinni Hjálmum, við texta Páls Óskars. Ég er að leita að ást. Ég held að þetta sé veruleiki sem við erum öll að leita að. Það er okkur svo mikilvægt að vita að við erum elskuð, viðurkennd, meðtekin.

Guð hefur velþóknun á þér

En andi Guðs er ekki sýnilegur, þess vegna tökum við oft ekkert eftir honum þó hann sé að verki. Hann er eins og vindurinn, við sjáum hann ekki en við getum fundið áhrif hans eins og við sjáum vindinn sveigja trén.

Frelsi til að elska

En þegar hann var kominn niður á markaðstorgið barðist hjartað um í brjósti hans og hann nötraði allur. Af hverju? Jú, þótt hann ætti allt heimsins gull og réði ríkjum yfir herdeildum og býsn af starfsfólki þá réði hann ekki yfir hjarta blómsölustúlkunnar.

Munurinn á uppstigningu og upprisu Krists

Svo fór sköpunarverkið að lifa sínu lífi og einhversstaðar á leiðinni var það ekki lengur harla gott. Maðurinn hafði tekið ráðin í sínar eigin hendur. Hann hlustaði ekki lengur á leiðsögn Guðs, tók skrefið og óhlýðnaðist og síðan hefur maðurinn verið á flótta frá Guði og sjálfum sér.

Í hverri bæn liggur möguleiki kraftaverksins

Sumt fólk er eins og litli drengurinn sem var spurður af prestinum sínum hvort hann bæði daglega og hann svaraði: “Nei, ekki á hverjum degi. Suma daga vantar mig ekki neitt.”

Kuldastrá í veröldinni

Það eru víst margar mannsálirnar í henni veröld sem þurfa að hrekjast af einum staðnum á annan. Oft er fólk að leita að betri íverustað. Stundum að fá hvíld frá dagsins önn, tilbreytingunni sem veitir okkur öllum svo mikla endurnæringu. Hún fæst nú ekki alltaf mikil á flugvöllum heimsins þegar nýjasta váin, hryðjuverk, vofir yfir.

Bubbi með bombu

Við þurfum að vera tilbúin að segja: Guð ég elska þig. Þá getur vel verið að við mætum eigin stolti, ótta við álit annarra, áhættuhræðslunni. Hvað gerist ef ég gefst Guði? Tekur hann eitthvað frá mér sem ég vil ekki að fari, gefur hann mér eitthvað?

Hvað er bæn?

Móðir Teresa var einhverju sinni spurð af blaðamanni hvort hún eyddi löngum stundum í bæn. Hún svaraði játandi. "Og hvað segirðu við Guð?" spurði blaðamaðurinn. "Ekkert," svaraði hún. Og hvað segir Guð þá við þig? "Ekkert" svaraði Móðir Teresa enn.

Jesús er hinn sanni vínviður

Við skulum leyfa okkur að hverfa aðeins inn texta dagsins. Við erum stödd í hitanum við Miðjarðarhaf. Það hreyfir örlítið vind, en varla nóg til þess að lyfta blöðum vínberjatrjánna, svo nokkru nemi. Steikjandi sólin bakar okkur, ein og ein fluga truflar á meðan við hlustum á Jesú. Hann er að tala um vínberjaakurinn sem við sjáum í hitamistrinu.

Ríkidæmi þakklætisins

Tíu menn fengu bænasvar, lækningu er þeir ákölluðu Jesú um miskunn. Tíu menn gengu glaðir frá Guði, með nýja krafta og nýja möguleika. Einn maður gekk sannarlega ríkur frá fundi Jesú.Hann hafði beðið, læknast og þakkað. Níu menn skynjuðu ekki gjöfina sem þeim var gefin.

Jesús mettar enn

Jesús hafði verið með fólkinu á útihátíð. Það var ekki skipulögð hátíð með tónlist og sjoppum. Það æxlaðist þannig til að fólkið sá Jesú gera tákn á sjúkum og hann talaði á dýpri hátt en áður hafði heyrst. Þessvegna elti það hann í hópum jafnvel út í óbyggðina. Þegar hann hafði flutt mál sitt mettaði hann lýðinn með fimm brauðum og tveim fiskum.

Njótum og elskum núna

Kveðjan berst mann frá manni, allir óska náunga sínum gleði á jólum. Við köstum kveðju á vinnufélagana síðasta dag fyrir jólafrí, við kveðjum kunningja með þessari ósk, sem við hittum á harðahlaupum í jólainnkaupum á Þorláksmessu. Við förum inn á sjúkrastofnun, vitjum ættingja og bjóðum þeim gleðileg jól. Við setjumst örþreytt við matarborðið á aðfangadagskvöld og óskum ástvinum okkar gleðilegra jóla. Á þeirri stundu er eins og allt verði innilegra, betra. Þá eru jólin hafin og þá er allt gott. Atið er frá, og það sem við náðum ekki að gera fyrir jól, það verður ekki gert, en við erum samt sæl hérna innst inni, því það er runnin upp stundin með fjölskyldunni. Við höldum heilög jól.

Predikanir eftir höfund

Hvítasunnan og nýr skilningur

Þegar við erum opin og eftirvæntingarfull að þiggja af hinu heilaga þá opnar andinn okkur nýjan skilning á aðstæðum í okkar lífi, náungans eða þjóðarinnar. Sá skilningur gefur samræmi og heildræna hugsun.

Jól án kvíða

Að einbeita sér að einu í einu af því sem er mikilvægt, búta verkefnin niður og gefa sér frelsi gagnvart hinu, það má sleppa. Þetta snýst nefnilega svo mikið um kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf. Minnkaðu innri kröfurnar á þig, gerðu fátt en vel, þá finnur þú til smá léttis og gleðin er handan við horn þess að sleppa vondu innri kröfunum frá sér.

Immanúel nærri

Þetta er falleg ósk og bæn um að allt hið góða sé nærri, bæði undir og yfir og allt um kring sé andinn Guðs elskandi nærri.

Frumsýning jólanna

Þegar myrkrið mjúkt kemur yfir fer minningin um jól að sækja á. Þau eru handan við hornið í hugumokkar sem erum komin til ára okkar en hjá börnunum er svo óralangt enn í að aðfangadagur renni uppi. Það er því tvíbent að fara að auglýsa jólin strax.

Jákvæðni

Ég hef því regluega frá hruni brugðið á það ráð að taka mér fréttafrí. Þegar mér finnst fréttirnar ætla að læðast aftan að mér og toga mig niður í áhyggjupott skuldafensins og svartnættisins þá fæ ég mér fréttafrí. Viti menn, ég snarhressist við það.

Besta þjónustan við börnin

Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til.

Að takast á við vondar aðstæður

Tveir menn á krossi tókust á við vanda sinn á ólíkan hátt. Það má margt læra af þeim. Annar opnaði sig fyrir Kristi, hinn atyrti hann. Afleiðingarnar voru ólíkar. Hvaða áhrif hefur það hvernig við tökumst á við vanda okkar? Hvar leitum við hjálpar?

„Og Guð sá að það var gott“

Sjöunda dag sköpunarverksins hvíldi Guð sig. Þá fyrst var sköpunarverkið fullkomnað. Guð gaf okkur fyrirmynd. Hvíldu þig! Farðu út í náttúruna, virtu fyrir þér dásemdir hennar, gróðursettu, opnaðu þig fyrir Guði „og sjá, það er harla gott.“