Gunnlaugur S Stefánsson

Höfundur -

Gunnlaugur S Stefánsson

prestur

Pistlar eftir höfund

Skógarmessa Tinnuskógi á Landnyðringsskjólsbökkum í Breiðdal

Við erum umvafin trjám og gróanda sumarsins. Mikið undur er það, þessi lifandi sköpun sem skrýðir jörðina. Í daglegu lífi finnst okkur þetta gjarnan sjálfsagt og venjulegt. Sumarið kemur og allt sem því fylgir.

Bjarga þú, vér förumst

Líklega hefur engin þjóð í Evrópu orðið að gjalda fyrir búsetu í landinu sínu með meiri mannfelli en Íslendingar

Fullveldi vonar

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2018. Predikun í Stöðvarfjarðarkirkju og Heydalakirkju í Breiðdal

Traustið

Traustið nærist þannig af reynslu. Treysti ég Guði fyrir lífi mínu? Hef ég reynslu af samfélaginu með Guði? Ekki konan sem spurði mig hvernig ætti að biðja, en fann innra með sér þrá til að kynnast Guði, sagði mér að inni í sér væri andlegt tóm, eins og ráðvilt í leitinni að tilgangi lífsins.

Dauðafæri

Hér þarf að hefja til vegs samfélagsábyrgð, að deila kjörum saman af sanngirni með þátttöku allra.

Von í krossi

Forrit sem hefur þrek til að horfast í augu við aðstæður án þess að kenna öðrum um ófarir sínar og biðja um vorkun frá hinum…..Ef þetta er sett í samhengi hagfræðinnar, sem stjórnmálamenn skilja best, þá eru AA samtökin líklega afkastamesta sparnaðaraðgerð sem nú á sér stað í íslensku heilbrigðiskerfi.

Náð til verka

Svo er umhugsunarefni hvaða áhrif hafi þessi stöðugi andróður gegn kirkjunni í fjölmiðlum sem gegnir umfangsmiklu hlutverki í samfélagsþjónustunni og sérstaklega með þeim sem minnst mega sín. Eru fjölmiðlar að láta reiðina sem nærist af rótleysinu bitna á þeim sem síst skyldi?

Metnaður til lífsins

Fyrrum var ábyrgð forstjóra og yfirmanna metin af verkum þeirra, en nú kemur ekkert annað til greina en að meta virðinguna til offjár í launaumslögum og bónusum langt umfram það sem mennskir munnar geta torgað. Nær metnaður nútímans ekki lengra en að verða metinn til fjár?

Auður vonar

Um það hafa margir auðmenn aldanna vitnað, að þegar mest á reyndi, þá var það ekki auður fjárins sem bjargaði, heldur ástin sem þorir að elska lífið í fórnfúsum verkum sínum.

Gróðinn af lífinu

Er hugsjónin í anda nútímans að græða sem mest af lífinu? Skólinn er þá ekki einvörðungu stofnun sem elur með börnum þekkingu og góða siði, heldur viðskiptatækifæri sem getur grætt mikið. Heilbrigðiskerfið er þá ekki aðeins til að lækna fólk.....Er best fyrir fagurt mannlíf, að neyðinni verði umbreytt í féþúfu á markaðstorgi og mannúðinni snúið í söluvöru.

Upprisan gegn hryðjuverkum

Ef hefndin og hatrið eru samofin skynseminni, þá er upprisa Jesú Krists afar óskynsamleg á mannamáli nútímans. En ekki samkvæmt viðbrögðum almennings í Svíþjóð við hryðjuverkum, þar sem fólkið tók bókstaflega höndum saman um að elska hvert annað og rækta vonina í stað þess að hata með hefndinni og heimta heilagt stríð

Er fjölmenning siðlaus þjóð?

Er það fjölmenning að örfáir í skjóli ólíkra trúarbragða eða trúleysis geti ráðskast með þjóðina að eigin geðþótta og þess vegna verði að afnema úrskurð Þorgeirs, Ljósvetninga, um að hafa ein lög og einn sið í landinu og þó allt að 90% þjóðarinnar tilheyri kristnum trúfélögum?

Hólpinn af ástinni

Í áföllum veikinda eða missis gildir ekki samkeppni, heldur samfélag ástvina hönd í hönd. Þá er ekki spurt um gróðann, heldur þrek til að elska, ekki um veraldargóssið, heldur traustið í vináttu. Þá er heldur ekki spurt um sigra hégómans, heldur vonina sem hefur þrek til að treysta.

Von í trú

Verða slík verk einhvern tíma talin kraftaverkum líkust, ef trúarafneitun nútímans tekst að ryðja burt öllu sem minnir á Guð og kristinn kærleika í þjóðlífinu...

Heilagur siður

Það er dýrmætt að fá næði á helgum dögum til að staldra við, lyfta sér upp á efri hæðina í andlegu tilliti og gera sér dagamun. Krossinn í þjóðfánanum, lofgjörðin í þjóðsöngnum og helgidagalöggjöfin eru tær skilaboð um, að við viljum að kristinn kærleikur sameini þjóð í traustum sið, að mega ganga í takt í kærleikans nafni og rækta þá hugsjón að deila kjörum saman af virðingu

Í minningu góðra verka

Þetta er eini sálmurinn eftir sr. Einar í sálmabók Þjóðkirkjunnar og vitnar um rýran hlut miðað við framlag hans til menningar kristins siðar um aldir, en verður vonandi bætt úr fyrr en seinna. Einn sálmur sr. Einars var tekinn upp í viðbæti sálmabókarinnar, Miskunn þína mildi Guð, við lag Finns Torfa Stefánssonar.

Æðruleysi til vonar

Við sem eigum sára reynslu af samleið með áfenginu, en höfum risið upp til lífs og gæða. Við finnum svo vel hve lífið er heilagt og vonin raunsæ. Þá blómgast svo einlæg þrá til að halda áfram um leið og við þökkum og tökum á móti hverjum degi með æðruleysi til vonar.

Ástin á lífinu

„Hvað verður þá um fögnuðinn sem jólin næra? Verður gleðin þá mæld í metrum, mínútum og skoðanakönnunum? Eða verða lækin látin duga“?

Guð er þar

En samt er hún svo krefjandi vonin um hið fagra, góða og fullkomna í nánd, þar sem innsta þrá er friður, bænin sem beinist upp í himininn hjá Guði og fann sér áþreifanlegan stað í heilögu altari á jörðinni

Öðruvísi fólk

Það getur verið þrautinni þyngri að elska náungann eins og sjálfan sig. Auðvelt er að vorkenna fólki, en getur tekið virkilega á að sýna fólki virðingu í verki, og ekki síst ef öðruvísi fólk kemur of nálægt mér, og enn frekar ef það ónáðar mig“.

Kirkjan í sveitinni

Og ekki leið á löngu fyrr enn skuldin við kaupmanninn á Seyðisfirði var að fullu greidd. En uppi stóð þetta fallega hús sem enn er hlúð að af sama metnaði og alúð og mótað hefur viðhorf fólksins í sveitinni til kirkjunnar sinnar um aldir.

Treystir þú Guði?

Um miðja síðustu öld var t.d. aftur og aftur skrifað í fjölmiðla, að kirkjan væri í andaslitrunum og ekkert eftir annað en að kasta rekunum. Maðurinn væri orðinn svo vitiborinn og fullkominn, að hann þyrfti ekki á Guði að halda.

Sagan um lífið

Þessi saga varpar ljósi yfir allt fólkið sem reynist mér svo vel og finn að ég get ekki án verið.

Er trúin tabu?

Viljum við afhelga íslenskt samfélag nútímans? Getum við hugsað okkur guðlausa veröld? Er það þjóðinni fyrir bestu núna? Leggja af allt sem minnir á kristna trú og þjóðararfinn, að trúin verði hornreka einkamál, aðventa, jól, páskar, hvítasunna,-allt án trúar, en tilefnislausar hátíðir þar sem mennskan getur dáðst að sjálfri sér?

Hógværum misboðið

Eru það aðeins öfgarnir og hávaðasamair þrýstihópar sem móta fréttaflutninginn? Verður það ekki fyrr en hinum hógværu er nóg boðið og grípa þá til sinna ráða?

Steinninn á götunni

Er kirkjan lík steini á götunni með fjársjóði undir, en margir leiða ekki hugann að því að snerta, fyrr en hann er horfinn, en spyrja þá af undrun, jafnvel reiði: „Hvar er steininn“? „Ég vil hafa hann á sínum stað“.

Af jörðu ertu kominn

Þessi sígjarna keppnishugsun nútímans sem flæðir um allar gáttir og elur af sér óseðjandi græðgi þar sem manninum á allt að vera fært og fæst er heilagt og á öllu skuli sigrast, sama hvað það kostar.

Hafið bláa hafið

En kennir þessa dýrkeypta reynsla einhverja lexíu? Lærum við einhvern tíma af reynslunni svo traustum grunni verði fyrirkomið í stjórnskipulag fiskveiðanna sem styrki búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarbyggðunum?

Trúin skapar siðinn

Um fram allt er Guð nálægur í orði sínu og verki. Enginn stjórnar Guði og hefur hann á valdi sínu. En trúarvissan um kærleika hans og máttarverk er hin heilaga von. Sumarið sem nú er að blómgast af vorinu og skrýðir jörð og mann yndisleik sínum vitnar um það. Megum við njóta náðar Guðs.

Á bekknum með Kristi útigangsmanni

Íslenskir fjölmiðlar boða kærleika Krists í fréttum sínum á sama tíma og sömu fjölmiðlar flytja fréttir af því að setja verði boðskap kristinnar trúar skorður, sérstaklega varðandi opinbert uppeldi barnanna.

Eru jólin æðri skilningi okkar?

Er það einlægur vilji þjóðarinnar að bannað verði að hafa nokkuð fyrir börnum opinberlega sem minnir á kristindóminn? Hvað verður þá um þjóðfánann og þjóðsönginn, dagatalið og jólin? Við eigum það kannski framundan að mega bara hvísla Heims um ból heima innandyra og hvergi á opinberum vettvangi?

Andans fögru dyr

Ljósið lýsir einnig yfir bárur, brim og voðasker, atvik og atburði, sem við hörmum, jafnvel sem við vildum helst gleyma, en komumst ekki undan.

Að kveðja heim sem kristnum ber

"Mikið þurfti til, svo ég gæti skilið hvað er dýrmætast í lífinu".

Eru jólin trúarjátning þjóðarinnar?

Ef einhver hefur efast um að þjóðin játi kristna trú, þá þarf ekki frekari vitnisburð um það en að horfa í íslensk jól þar sem hefðin og siðurinn tjá svo innilega játningu kristinnar trúar.

Trúin - glatað tækifæri?

Á meðan sótti efinn enn á prestinn um að fara með bæn í skólanum. Það varð þögn, svolítið vandræðaleg þar til lítil stúlka sagði: „Getum við ekki beðið Guð um að hjálpa okkur?“ ... Kirkjan er í fótsporum Jesú Krists sem hvorki sakfellir né dæmir, heldur umvefur og líknar, biður og vonar

Siðbótin var menningarbylting

Það breyttist svo margt með siðbót Lúthers á Íslandi. Þetta var í raun menningarbylting. Áherslan á beint og milliliðalaust samband Guðs og manns skipti sköpum. Höfðað var til einstaklingsins, frumkvæðis, ábyrgðar og siðferðis.

Jólin eru þakkargjörð

Guð er stöðugt að biðja manninn um að þiggja gjafir sínar, en oft fyrir daufum eyrum. Sígjörn græðgin í þjóðlífinu blindar augun á margt hið góða sem er framborið og heftir hugsun til að njóta og þakka. Nóg er framboðið af neikvæðri gagnrýni og háværum kröfum, en minna fer fyrir þakklæti. Stundum er sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Þjóðin þráir æðruleysi í sálina

Þjóðin þráir svo mikið frið, mildi, samstöðu. Ekki gagnvart ofbeldi eins og svo margar örsnauðar þjóðir líða fyrir á jörðinni, heldur þráir íslensk þjóð æðruleysi í sálina.

Aðventuför

Maðurinn, hundurinn og hrúturinn fóru saman í för á öræfi og eftirvæntingin var bundin við að finna viltar kindur og mikill var fögnuðurinn þegar þær fundust og tekist hafði að koma til síns heima í öruggt skjól. Er aðventuför nútímans eitthvað í líkingu við það?

Sambúð kristni og þjóðar

Viltu aðskilja ríki og kirkju. Þú kannast við þessa spurningu sem er jafn fráleit og spurt væri hvort þú viljir aðskilja ríki og sveitarfélög eða ríki og verkalýðsfélög. Nær væri að spyrja: Viltu einkavæða Þjóðkirkjuna? Viltu láta kirkjuna lúta lögmálum viðskiptamarkaðarins um þjónustu sína?

Trúin treystir Guði

Trúin týnir sjálfri sér ekki í að rannsaka hvernig Jesús gat fjölgað brauðunum, ekki frekar en þú týnir þér í að rannsaka afhverju sólin skín og grasið vex. Þú vilt um fram allt njóta og endurnærast af dýrðinni.

Það eru lífsgæði að þakka

Þakklætið er svo innilega samofið í að njóta lífsins. Hrokinn glepur sýn á það sem dýrmætast er, græðgin blindar og sjálfselskan sundrar hamingjunni. Við eigum svo margt að þakka og njóta. Listin að lifa er að sníða sér stakk eftir vexti. Magnið eða stærðin ræður ekki gildi lífsgæðanna

Hið fagra og góða gegn tálsnörum spillingarinnar

Þar sameinast Guðs dýrlegu lönd í heimkynnum hátignarinnar með lífskjörum fólksins í dagsins önn gegn hömlulausum hégóma og tálsnörum spillingarinnar svo hið góða, fagra og fullkomna megi blómstra.

Þegar hið fráleita rætist

Geðlæknirinn spurði: Hvort vilt þú frekar vinna 100 milljónir í lottói eða slasast alvarlega í umferðaslysi. Hún hljómar svo fáranlega þessi spurning.

Vonglöð þjóð skriftar

Það tekur á að umbera erfiðar og óumflyjanlegar aðstæður og láta ekki gremjuna, bölmóðinn og dómsýkina bera þrekið og vitið ofurliði, því þrengingin er líka aflvaki endurreisnar til heilla. Uppgjöf er ekki til í samfélagi Guðs og manns.

Er heilagur andi skiljanlegur í fermingunni

Víst er heilagur andi ósýnilegur og ekki verður hann reiknaður út með jarðneskum mælikvörðum, en máttug eru verkin hans.

Eitt mark skildi á milli lífs og dauða

Ekki einvörðungu fyrir úrslit í körfuboltaleik, heldur fyrir líf margra í orðsins fyllstu merkingu. Þar munaði einu marki á milli lífs og dauða.

Hvað hefur forgang

Er Guð og húsið hans þá bara fyrir mig þegar ég þarf á að halda ... En þá reynir mest á trú og rækt við Guð og kirkju þegar ekkert sérstakt er í húfi. Hvað hefur þá forgang?

Krossinn, von úr fjötrum vímunnar

Það blasir við okkur kross. Hann er hér ofan við altarið í kirkjunni og skapar henni heilagan stað í miðju. Og þessi dagur er helgaður krossinum, einn dagur á almanaki ársins sem er eins og hjúpaður inn í skugga þagnar og kyrrðar, samúðar og sorgar. Um það vitnar svartur litur sem ber þessum eina degi kirkjuársins vitni og bendir á myrkrið og einsemdina.

Kristin trú truflar sjálfumglaðan mann!

Víst truflar kristin trú sjálfumglaðan mann. Í ljósi trúarinnar kemst maðurinn ekki hjá að skynja sjálfan sig, sjá verkin sín og upplifa stöðu sína andspænis Guði og samferðafólki. Margir eru á flótta í afneitun undan sjálfum sér.

Þá leyfist græðginni að helga meðalið

Nú er ástæða til að stórefla kristna trú í íslensku þjóðlífi. Skýra og efla kristin og heilög takmörk í ljósi kærleika og réttlætis, virðingar og velferðar, að samfélagsheill verði í öndvegi. Þar gildir að fram fari m.a. sérstakt átak um stóraukna kristnifræðslu í skólum og að laða fólk til samfélags á vettvangi kristinnar kirkju með sameiginlegum krafti. Mannréttindi eru í húfi og mannskilningur sem virðir lífið, náttúruna og okkur öll og skilur sögu sína til þess að skapa bjarta framtíð.

Kirkjan er ekki sölubúð

Kirkjan okkar er heilagt hús. Það er vígt og er sérstaklega frátekið til helgrar þjónustu. Það er margt sem við myndum aldrei líða að fram færi í kirkjunni. Þar myndum við t.d. ekki halda Þorrablót, heldur ekki almenna dansleiki og því síður að í kirkjunni yrði sett upp sölubúð þar sem naut, sauðir og dúfur væru til sölu.

Kristin trú skapar mannréttindi

Við höstum ekki á þá sem vekja athygli á bágum kjörum sínum og skipum þeim að þegja. Við búum við lýðræði og málfrelsi. Það eru dýrmæt mannréttindi og ekki sjálfgefin, en eiga rætur að rekja til kærleika kristinna viðhorfa. Það er hin kristna krafa, að þjóðfélagið hlusti og nemi, horfi ekki framhjá þeim sem minna mega sín og tryggi þeim lífskjör og mannréttindi til jafns við aðra.

Auðlindir í þágu lífsins

Háværar deilur hafa staðið yfir um langt skeið á meðal þjóðarinnar um stjórnkerfi fiskveiðanna. Fiskurinn í sjónum er ekki ótakmörkuð auðlind, heldur verður að stunda veiðarnar þannig að fiskistofnar geti viðhaldið sér, blómagast og eflst. Þess vegna er það raunarlegt að í skjóli verndunar skuli þrífast stjórnkerfi sem ýtir undir brask í viðskiptum með fiskveiðiréttinn. Með því hefur þjóðin fylgst í forundran mörg undanfarin ár hvernig rétturinn til aðgangs að veiðum hefur orðið að féþúfu í orðsins fyllstu merkingu.

Predikanir eftir höfund

Í fyllingu tímans

Og þar stóð í stafni í heimakirkjunni sinni, sr. Davíð Baldursson, á sínum síðasta degi formlegs embættisferils, geislandi af eldmóði með gítarinn sinn, safnaði okkur saman um hugsjónina í kirkjunni að elska Guð og náungann.

Bjóðum börnin velkomin

Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að megin rökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn.

Unglingamenning

Ritstjóri Austurlands bað mig að skrifa pistil um unglingadrykkju og útihátíðir. Mér var þá hugsað til þess, þegar ég var unglingur, þá voru frægar útihátíðir haldnar víða um land um verslunarmannhelgi m.a. í Húsafelli, Atlavík og Vestmannaeyjum, mikið drukkið og sagðar skrautlegar „hetjusögur“ af því. Einhvern veginn var þetta álitið hluti af því að þroskast frá unglingi í að vera fullorðinn. Enn eimir af þessu viðhorfi í tíðarandanum, en margt hefur breyst.

Skilnaður við ríkið

Er leikurinn til þess gerður að gefa röng skilaboð sem kæfir samtal um raunverulega stöðu kirkjunnar og allt hið góða starf sem hún stendur fyrir?

Tilviljun eða heilög köllun

Oddur siglir frá Kaupmannahöfn um vorið, kom í Skálholt og fór síðan hringinn í kringum landið á sama sumrinu 1589.

Vísitasía biskups

Einu sinni stóð frammi fyrir biskupi og söfnuðinum í kirkjunni drengur sem átti í basli með að læra utanbókar. Biskup bað hann um að fara með trúarjátninguna. Drengurinn svaraði stamandi orðum: „Ég trúi á Guð,“ þagnaði en sagði svo: „Ég er ekki kominn lengra.“ Biskupinn sagði þá: „Ég er heldur ekki kominn lengra.“

Tala niður til barna

Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi.

Foreldrar réðu fermingaraldrinum

Foreldrar réðu fermingaraldrinum

Festa öfgar rætur hér?

Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki.

Sjaldan fleiri

Þetta fer hljótt í fjölmiðlum, ekki efst á baugi, hvorki fyrir eða eftir jól. Um þetta er tæpast spurt í aðdraganda jóla og má sín lítils í umræðunni um verslunarsiði og matseðil hátíðarinnar.

Umsóknareyðublöðin

Mikið erum við nú rík á Íslandi að geta treyst á eyðublöðin, sem skipa svo stóran sess í daglegu lífi, hafa næði til að þess að fylla þau út og fá hjálp til að gera það rétt.

Tvískinnungur

Engum fréttum fer af því að efnuðustu þjóðir heims í Miðausturlöndum bjóði stríðshrjáð trúsystkini sín velkomin í griðarskjól.

Kirkjan er ekki ríkisstofnun

Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja...

Kirkjan er ekki ríkisstofnun

Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja...

Hvað skiptir máli?

Ég vil að messað sé reglulega í kirkjunni minni, þar sé staðið fyrir sæmilegri menningu, allt sé tilbúið þegar ég þarf á að halda og beðið sé fyrir mér og mínu fólki í kirkjunni...

Frelsi um spillingu

Er mannorðið nú fólgið í að láta hendur standa fram úr ermum, svífast einskis og láta tilganginn um skjótfenginn gróða helga meðalið, allt í skjóli frelsis, þó skilin sé eftir sviðin jörð, og aðir líði og borgi fyrir sukkið, þegar upp er staðið...

Dekrið við skrumið

Samt vekur athygli, að í einustu mýrinni í Reykjavík keppast menn við að þurrka upp í stríði við fuglana, byggja hvert mannvirkið af öðru í Vatnsmýrinni, svo örugglega verði ekki eitt einasta blautt strá að finna í reykvískri mold

Skóli er heimili

En það sem m.a. er ólíkt að hinu ytra er að heimilisfólkið í skólanum býr líka heima hjá sér með fjölskyldu sinni, þ.e. á heima á tveimur stöðum.

Kirkjan í fjölmiðlum

Nokkrir fjölmiðlar leita logandi ljósi að tilefni til að flytja neikvæðar fréttir af kirkjunni, en lítið fer fyrir tíðindum af blómlegu starfi hennar.

RUV þakkar og heilsar af reisn

Tónlistin og sálmarnir í kirkjunni vega þungt í íslenskri menningu og fóstraði Ríkisútvarpið og gerir enn og þjóðin nýtur innilega alla daga. Þannig verður trúin aldrei fjötruð á bás einkalífsins, heldur þráir að flæða um þjóðlífið i andans mætti sínum. Það staðfestir reynsla okkar, t.d. hvernig við kveðjum liðið ár og heilsum nýju.

Trúin og auðhyggjan

Það einkennir þessar fyrirsagnir að þeim vex helst fiskur um hrygg, þegar auðhyggjan herjar og sumt sýnist í vellystingum á yfirborðinu. Þá getur verið freistandi að afneita Guði.

Eru útlendingar fólk eins og við?

Þarf útlensk fjölskylda, sem komin er inn í landið, að opinbera erfiðar aðstæður sínar og rjúfa friðhelgi einkalífsins í fjölmiðlum til að tryggja að engin ógn stafi af sér? Þá rísum við upp og viljum elska og krefjast þess að fjölskyldan megi dvelja í landinu á meðal okkar

Sögur blómga menninguna

Er ráð Þorgeirs, Ljósvetningagoða, um ein lög og einn sið enn í gildi eða er nú ráð að breyta til og er þá annað og betra í boði? Hvaða sögur eða minningar taka þá við, sem þjóðin getur miðað menningu sína við, ræktað og speglað sig í ?

Hefndin

Það er næsta auðvelt að sýnast vitur í vellystingum sínum fjarri átakasvæðum. Þess fremur opnast augu með kynnum af fólki sem reynt hafa sárin af hryðjuverkum.

Hvað á að aðskilja?

Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju er því aumkunarverð tímaskekkja og kæfir alla skynsamlega umræðu um skipan trúmála í landinu.

Enn um íslenska trúboðið á Ítalíu

Þar með hefur ítalskur dómstóll staðfest með dómi, að íslenska framlagið til Feneyjatvíæringsins var ekki listaverk, heldur trúboð. ... Hér hefur því opnast sóknarfæri fyrir Kristniboðssamandið til tekjuöflunar.

Guð til sjós

Svo hefur kristin tru verið samofin atvinnulífinu í blíðu og stríðu. Íslensk trúarvitund geymir ekki Guð í kirkjunni á milli helgra athafna, heldur skynjar nærveru hans í önnum daganna, skapandi mátt, vernd og leiðsögn.

Íslenska trúboðið á Ítalíu

Verður farið næst með hina nýstárlegu trúboðslist til Saudí Arabíu og búið þar til kristið bænahús í mosku?

Trúin er kjölfesta í þjóðlífinu

Ríki sem úthýsir trúnni er um leið að segja skilið við siðinn.

„Innrætingin“

Er þá best að hvetja skólana til að fara með börnin sem oftast í verslunarmiðstöðvar því þar er örugglega enga „innrætingu“ eða „áróður“ að finna sem ógnar „hlutleysinu“?

Metur eftirspurnin gæði brauðanna?

En það vekur sérstaka athygli, að starfandi prestar virðast hafa minni áhuga á að sækja um prestsembætti á landsbyggðinni. Ef starfandi prestur er skilgreindur með því að hafa formlega skipun í embætti á safnaðargrundvelli í ákveðinni kirkju auk sérþjónustupresta í fastri stöðu, þá eru 40 slíkar umsóknir um prestsembætti á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrjár um embætti á landsbyggðinni.

Pólitíkin og kirkjan

Með fénu taka nú flestir völdin kaupa, fær þau hvör sem meira vogar að raupa, fyrir gull og háfur, gjafirnar silfurstaupa girnist margur í vandan sess að hlaupa

Tímaskekkjan í Háskólanum

Ekki sjaldnar en sex sinnum í sömu lögum þótti Alþingi ástæða til að ítreka árið 1997, að Þjóðkirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkisvaldinu. Þessi lög mörkuðu tímamót í kirkjuskipan á Íslandi, þó framhjá mörgum hafi farið.

Enn um bjargráð í Skálholti

Hvert stefnir biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja þá, þegar hún ætlar að loka sig af í veröldinni og dæma fólk frá samstarfi af því að það hefur haslað sér völl í atvinnurekstri?

Björgum Skálholti

Að grafa haus í sand og láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur með fáheyrðu og ærumeiðandi skítkasti í garð kirkjuráðsfólks, sem er að reyna af ábyrgð að standa vörð um Skálholt, er engum sæmandi, en dæmir sig sjálft.

Stjórnarskrá fyrir þjóðina

Stjórnarskrá er sáttmáli sem vísar veginn með fáum orðum og á hvílir lífið í landinu, menningin og samfélagsskipan. Þegar við tökum afstöðu til stöðu Þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá, þá erum við að fjalla um grunngerð þjóðfélagsins.

Eggjakast á kirkjugöngu

Það væri meiri reisn yfir því að segja sig frá þingsætinu og leita sér að þægilegra starfi þar sem meira öryggi væri í boði, en að lúffa undan ofbeldinu og réttlæta slíkar aðgerðir.

Bjóðum nýjan biskup velkominn

Kirkjan er kjölfesta í menningarlífi þjóðarinnar þangað sem fólkið sækir í vaxandi mæli eftir þjónustu og þátttöku í fjölbreyttu starfi og nýtur athafna á stærstu stundum lífsins.

Er kirkjan traust?

En hvað felst í þessum skilaboðum? Af hvers konar reynslu eru svarendur að miðla í viðhorfum sínum til kirkjunnar? Getur líka verið, að skilningur á trausti hafi breyst og eigi við vinsældir?

Aðskilnaður kristni og þjóðar?

Það er því hrein tímaskekkja að tala um aðskilnað ríkis og kirkju, enda verður fátt um svör þegar spurt er: “Hvað á að aðskilja”?

Í boði forseta Íslands

Mér finnst ástæða til að segja þetta sögukorn. Hér var skráð dýrmæt minning í hjarta barns, og ég er viss um að Hermann Ingi var verðugur fulltrúi langveikra barna á Bessastöðum þennan dag.

Minnisstæð jólanótt

Þetta var minnistæð reynsla og sannarlega „Nóttin var sú ágæt ein“ í Heydalakirkju þessa jólanótt eins og alltaf samkvæmt traustum sið í kirkjum landsins. Mikið stendur kirkjan í djúpum rótum þegar á reynir.

Skriðan

Fyrir nokkrum árum kom sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, í heimsókn síðla sumars í Heydali. Hann var þá sóknarprestur í Þjóðkirkjunni. Á meðan heimsókninni stóð bárust tíðindi um stórt skriðufall sem lokaði þjóðveginum í Kambaskriðum sem skilja að Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð.

Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð

Afskiptaleysið dugar ekki til að þjóðsöngurinn verði áfram hornsteinn íslenskrar siðmenningar svo gróandi þjóðlíf með þverrandi tár þroskist á Guðs ríkis braut.

Kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu

Kirkjan er sjálfstætt trúfélag að lögum, en með samninga við ríkið á ýmsum sviðum eins og gildir um fjölmörg frjáls félög. Spurningin um aðskilnað ríkis og kirkju er því tímaskekkja og gefur villandi skilaboð.

Sóknargjaldið er ekki framlag ríkisins

Því er oft haldið fram að trúfélögin, og þá sérstaklega Þjóðkirkjan, njóti forréttinda með því að ríkið sjái um innheimtu félagsgjaldanna. En svo er alls ekki. Ríkið innheimtir fjölmörg gjöld fyrir frjálsar félagahreyfingar og engum manni dettur í hug að telja þær ríkisvæddar vegna þess.

Er útförin einkamál aðstandenda?

Hvernig á maður sem aldrei kemur í kirkju að skipuleggja guðsþjónustu og segja presti fyrir verkum? Það er mikil munur á því að undirbúa útför og árshátíð.