Sveinn Valgeirsson

Höfundur -

Sveinn Valgeirsson

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Hver er hinn þriðji?

Hvaðan við erum, hver þjóðernislegur eða félagslegur uppruni okkar er, segir ekki mest um það hver við erum; ekki sem einstaklingar og jafnvel ekki sem þjóð; heldur það hvernig við tölum um og við hvert annað og hvernig við búum að þeim sem enga málsvara hafa.

Umræða?

Það er svo merkilegt að í allri þessari umræðu er Logos – Orðið – að tala við samtíð sína, sem, - í það minnsta í mynd flestra ráðamanna í Jerúsalem - virtist svo einbeitt að skilja ekkert af því sem hann segir. Að heyra ekkert nema það sem þeir vildu heyra eins og þeir gætu ekki hugsað sér að taka fyrri hugmyndir til endurmats; tileinkað sér eitthvað nýtt eða séð hlutina í öðru ljósi. Að hægt sé að tala um gamla hluti á nýjan hátt.

Skapandi Orð

Orð eru til alls fyrst; Með orðum sköpum við og mótum samfélag okkar og einmitt í því berum við Guðs mynd, og þiggjum af eðli hans.

Kúluritvélar fortíðarinnar

Sannleikurinn muni gera yður frjálsa. Þar talar Jesús um sjálfan sig; hann er vegurinn sannleikurinn og lífið, að í honum er frelsi og hið sanna líf. Þegar sá veruleiki lýst upp fyrir manni, er eins og heimssýnin breytist; valfrelsis-vinkillinn víkur fyrir þess konar frelsi sem talar raun miklu dýpra til veru mannsins og tilvistar.

Allt er leyfilegt en ekki er allt gagnlegt

Frelsið er að hafa stjórn og ábyrgð á eigin lífi – hafa hugrekki til að vera sá sem maður er. Það er sá sannleikur sem gerir mann frjálsan. Það felst ekki í því að fara stjórnlaust um víðan völl heldur beina lífi sínu í þann farveg að verði bæði mér og öðrum til blessunar. Þótt það kosti fórnir.

Predikanir eftir höfund

Tilvera í tölum

Mér er enn í minni fölskvalaus gleði fréttaþulunnar í seinni fréttum fyrir glettilega mörgum árum, þegar hún tilkynnti að hlutabréfavísitalan í kauphöllinni væri komin yfir 1500 stig og var það met á sinni tíð. Ég varð auðvitað kátur líka en var samt ekki alveg viss af hverju. En, ég meina, 1500 stig, þetta hlýtur að vera gott.