Jón Ásgeir Sigurvinsson

Höfundur -

Jón Ásgeir Sigurvinsson

héraðsprestur

Pistlar eftir höfund

En seg mér lækurinn minn kæri: Hvert?

Fátt verður jafnan um svör því enginn veit ævina fyrr en öll er en víst er að hann liggur bæði um gróna dali og blómstrandi vinjar sem og brennandi eyðimerkur og vatnslausar auðnir, jafnt í lífi hvers manns og í sögu þjóða.

Lífsins lind

Tveir menn deildu fangaklefa. Á klefanum var einn gluggi með rimlum fyrir. kvöld eitt sátu þeir, horfðu út um gluggann og hugsuðu sitt en það var sitt-hvað sem þeir hugsuðu. Á meðan annar starði út í sótsvart myrkrið þar sem ljósið af ljóskösturunum á fangelsismúrunum speglaðist í forarvilpunum og sökkti sér í sjálfsvorkunn og bölsýni, hóf hinn augu sín, naut þess að horfa á stjörnurnar glitra á flauelssvörtum kvöldhimninum og hlakkaði til þess dags er hann fengi gengið sem frjáls maður undir þessum himni.

Engin útborgun og engar eftirstöðvar!

Á Íslandi í dag eru freistingar bara af hinu góða. Freistingar eru til að láta undan þeim – enda eigum við það öll skilið skv. auglýsingunum. Risahraun – þú átt það skilið! 2 vikur við Svartahafið á aðeins 99.999 – þú átt það svo sannarlega skilið! Hvað ætli maður þurfi að gera til að eiga Risahraun skilið? Eða 2 vikur við Svartahafið.

Elskaðu!

„Jón Ásgeir! Ég vil að þú elskir hann Andrés í næsta stigagangi, já þótt hann sé alltaf að skammast og banna ykkur að vera í fótbolta á grasinu! Þú átt að elska hann eins og sjálfan þig!“ EF móðir mín hefði talað til mín á þennan veg, þá hefði ég haldið að hún væri gengin af göflunum! Hvernig er hægt að skipa manneskju að elska?

Ertu í góðu sambandi við Guð?

Það var mið nótt og í svefnherbergisdyrunum mótaði fyrir dökkri mynd, útlínurnar voru stórvaxinnar veru en aðra drætti greindi ég ekki, ekkert nema svartan skugga. Ég var skelfingu lostinn þar sem ég lá sofandi í rúmi mínu og barðist við að vakna, eins og ég gerði mér grein fyrir því, að veran sem mér stafaði svo mikil ógn af, myndi við það hverfa, eða ég yrði alltént betur í stakk búinn vakandi til að mæta henni en sofandi.

Predikanir eftir höfund

Úr öskunni í eldinn - nokkrar athugasemdir að loknu kirkjuþingi

Á þeirri þinglotu kirkjuþings sem lauk 15. nóv. voru samþykktar breytingar á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Löggjafarnefnd kirkjuþings hafði sett fram tillögur að breytingum á starfsreglunum sem ætlað var að taka af öll tvímæli um tiltekin ákvæði reglnanna sem og um túlkun á vissum aðstæðum sem upp kunna að koma í kjöri, svo […]

„Óttastu hvorki vald né ríkidæmi heldur opnaðu munninn“ (M. Lúther)

Ritari biskups Íslands fer mikinn í tilfinningaþrunginni grein í Morgunblaðinu laugardaginn 18. nóvember. Það er vel kunn þumalfingursregla að telja upp að tíu áður en maður segir eitthvað sem betur hefði verið látið ósagt og þeirri reglu, að breyttu breytanda, hefði líklega betur verið beitt í þessu tilfelli. Greinin var nefnilega að ýmsu leyti óheppileg, […]

„Fauskarnir“ í Gamla testamentinu

Ég held að með sanni megi segja að Heilög ritning hafni auðhyggju og ofgnótt. Þ.e. því að gera auðinn að takmarki i sjálfu sér, jafnvel megintakmarki lífsins. Sú ótrúlega skoðun hefur ósjaldan heyrst af munni fjármála- og viðskiptaspekinga undanfarin ár að græðgi sé góð, á endanum muni græðgi þess, sem kemst í álnir, verða samfélaginu til góðs.

Guði sé lof fyrir Darwin!

Afhelgunin er þó langt í frá alger, miklu fremur mætti tala um sérhæfingu nútímasamfélagsins sem hefur skipað hinu trúarlega á bás eins og öllu öðru; hver sinnir sínu skilgreinda hlutverki, sem er ekki endilega slæmt. Trúarbrögðin hafa t.d. ekki lengur með höndum það hlutverk að útlista náttúrusögu heimsins, sem betur fer.